Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 28.08.1912, Qupperneq 1

Lögrétta - 28.08.1912, Qupperneq 1
Afgreiðslu- og innheimlum.: ARIN8J. SVEINBJARNARSON. Liaognvea 41. Taisimi 74. Ri t s tj o r i: Þorsteinn gíslason Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M Reykjavík 38. ágiist 1913 VII. árg. Mynd þessi sýnir Dardanellasundið, þar sem vígi Tyrkja eru, sem varna útlendum herskipum aðkomu til Konstantínópel. Myndin er tekin Asíu- megin og það er Evrópuströndin, sem sjest lengst frá. „Cafetin". Það tilkynnist hjermeð öllum, kaupmönnum, kaffimönnum og öðrum, að hingað til landsins er nú kominn hinn heimsfrægi kaffidrykkur „Cafetin“, sem læknar svo mjög ráðleggja öllum, sjerstaklega magaveikum mönnum, að drekka, í staðinn fyrir vanalegt kaffi. „Cafetin" er samsett af hreinum, heilnæmum jurtum, og er algjörlega skaðlaust. Pundið af „Cafetin" kostar 80 aura, er brent og malað í >/2 pd. pökkum, og fæst, fyrst um sinn, aðeins i verslun Sveins Jónssonar, Temlarsund 1. Eini umboðsmaður fyrir ísland er: Sveinn M. Sveinsson, Bókhlöðustíg io. Heima kl. 3—4 e. m. I. O. O. F. 933089. KB 13. 9. 8. 31. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—I. Landakotsspítali opinn f. sjákravitj. io'/a —12 og 4—5. íslands banki opmn 10—27* og 57»—7. Landsbankinn io1/*—2l/a. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8 Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjoldsted, Y flrrj ettarmálafnrslumaður. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 — 12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Sambanðsmálið. Ummæli úr dönsku stjórnarblaði. „Riget", sem er aðalmálgagn dönsku stjórnarinnar í Khöfn, flytur 11. þ. m. eftirfarandi ritstjórnargrein: „Eftir hin miklu umbrot og storma síðustu áranna er stjórnmálaástandið á íslandi við hin nýafstöðnu ráðherra- skifti búið að fá yfir sig ró og festu, sem hjer í Danmörku hefur mjög góð áhrif, og hlýtur að hafa þau eigi síður, heldur ennþá fremur, á íslandi. Hannes Hafstein hefur nú, er hann í annað sinn tekur við ráðherrastöð- unni, yfirgnæfandi meiri hluta að baki sjer í löggjafarþingi íslands. Af 40 þingmönnum er 21 í hans eigin flokki, Heimastjórnarflokknum.erstyð- ur hann óskiftur; þar að auki mega 7 af 9 flokksleysingjum þingsins í raun og veru teljast fylgismenn hans og flokksbræður, og loks má telja honum fylgi fjögra þingmanna úr fyrverandi mótflokki hans, Sjálfstæðis- flokknum. Hann hefur því fylgi 32 manna gegn 8, og af þeim 8 geta, ef til vill, aðeins 3 talist verulegir mótstöðumenn hans. í blaðaheimin- um íslenska hefur hið gamla og gremjuþrungna mótstöðublað hans, „ísafold" Björns Jónssonar, boðið hann velkominn með hinum hjartanlegustu orðum. í ræðu hins nýja ráðherra, er hann tók við völdum, sem telja verður, eins og nú stendur, spegil þeirra skoðana, sem nú sjeu ráðandi hjá mjög miklum meirihluta hinnar ís- lensku þjóðar, kemur fram bæði karl- mannleg hófstilling og sorgblandin viðurkenning á því, hvernig ástandið nú sje. Það eru alvarleg, en án efa sönn orð, sem ráðherrann hefur um árangurinn af óróatímabilinu frá 1908, er hann segir: „Peninga vantar, láns- traust vantar, íslensk verðbrjef eru orðin óseljandi á útlendum markaði og samhugurinn með menningar- og framfara-viðleitni þjóðarinnar sýnist þverrandi. Og hvers vegnaf Jeg er sannfærður um, að það er ekki of- sagt, að ein af aðalástæðunum til þess sje stöðug sundrung, deilur og flokkadrættir inn á við, samfara ólokn- um deilumálum út á við". ísland hefur orðið dýrt að borga fyrir hið ónýta og óforsvaranlega skrum meira og minna grímuklæddra skilnaðarmanna, fyrir Björns Jóns- sonar stjórnmálatímabilið, sem var svo ríkt af hinum ótrúlegustu við- burðum. En þessi dýra kensla virð- ist nú, sem betur fer, fullkomlega hafa opnað augu allra íslendinga, sem bæði geta sjeð og vilja sjá, fyrir því, að framtíðarvelgengni íslands liggur ekki í því, að það verði fráskilið og alveg sjálfstætt eða einstætt ríkis- kríli, heldur í viðhaldi hins aldagamla sambands við Danmörku með svo rúmu frelsi og sjálfstæði, sem fram hefur verið boðið frá Danmörku. Þessari skoðun heldur Hafstein ráð- herra fram, er hann sem fyrsta at- riði í stefnuskrá sinni og þeirra, sem honum fylgja, setur eftirfarandi orð: „Það er sannfæring mín, að eitt af því allra fyrsta, sem gera þarf, til þess að ráða bót á þessum mein- föngum, sje það, að fá sem fyrst viðunanlegan endi á deilumáli voru við bræðraþjóð vora, Dani*. Hann leggur áherslu á, að alþingi ljúki eigi fundum sínum svo að þessu sinni, að það eigi stígi spor í þá áttina, að taka upp aftur þá samninga, er áður var frá horfið, um þetta merkilega mál, og hann minnist með ánægju á útlitið til þess að mikill hluti þing- manna úr tveimur aðalflokkunum ætli að mynda föst samtök með því mark- miði, að fá sem besta lausn á sam- bandsmálinu, er bæði geti náð fylgi sem allra flestra manna á íslandi og líka megi vænta, að nái samþykki í Danmörku. Það er bæði vel og vit- urlega mælt, er hann leggur þunga áherslu á það, að það mundi hafa illar afleiðingar fyrir hina íslensku þjóð, ef þetta mál færi f annað sinn í mola í höndum hennar. Frá Danmerkur hálfu er eigi ann- að hægt en að taka þessum auðsjá- anlega ærlega samningafúsleik, er lýsir sje í ræðunni, með einlægri og ómengaðri gleði, þar sem með hon- um er opnað hið besta útlit til þess að losna við þ?.u óþægindi og leið- indi, sem ósamlyndi og sundurþykkja sfðari ára hafa valdið, einnig hverj- um dönskum manni, sem hugleitt hefur þetta ástand og fundið, að þrátt fyrir allar mótsetningar og ójöfnur, eru þó til hjartabönd, sem tengja Danmörku og ísland saman. Danmörk skal því taka hinni ís- lensku viðleitni til þess að knýta á ný hinn slitna samningaþráð með opinni og útrjettri hönd, og í þeirri hönd skal liggja tilboð Danmerkur, eins og það var fram sett í nefndar- uppkastinu frá 1908 til sameiginlegrar löggjafar um sambandið milli íslands og Danmerkur. Þetta tilboð hefur hvervetna um heim fengið hina mestu viðrkenningu sem einstakt og fagurt dæmi um þá virðingu, sem frá hálfu I stærri þjóðar eigi að sýnast þjóðlegri sjálfstæðisþrá annarar minni, jafnvel þótt þær ríkislega sjeu ein heild. Danmörk og hin danska þjóð hafa ekki sjeð eftir þessu tilboði og geta framvegis hreinskilnislega sagt: Ekki minna, en ekki heldur í verulegum atriðum meiral Menn vita enn ekki, f hverri mynd eða á hverjum grundvelli hin íslenska viðleitni til upptöku samninganna verður bygð; en heppilegt væri það efalaust, ef íslenska þjóðin sýndi þau hyggindi að halda sjer f öllu veru- legu þar, sem hinir kosnu fulltrúar hennar stóðu í samningum dansk-ís- lensku nefnarinnar. Sem foringja af íslands hálfu í framhaldsverkinu til þess að koma meiri festu í tilhögun samskifta milli landanna mun Hannes Hafstein verða boðinn velkominn til Danmerkur, fyrst og fremst af því, að hann kemur nú fram í þessu verki sem fulltrúi svo mikils meiri hluta hinnar íslensku þjóðar, en líka af því að hann sjálfur persónulega nýtur þeirrar hylli, sem þeim höfðinga ber, sem er höfði hærri öllum lýð Fulltrúi íslands mun í hinum komandi samningum ætíð eiga hjer að mæta þeirri ein- lægni og því trúlyndi, sem að sjálf- sögðu gerir aftur kröfur til hins sama í móti. wApríl“. Nýr botnvörpungur til »islands«fjelagsins. Hjalti Jónsson skipstjóri kom í fyrra kvöld frá Englandi á nýsmíð- uðu botnvörpuskipi, sem „íslands"- fjelagið á og hefur látið byggja þar. Skipið heitir „Apríl" og er bygt f Smiths Dock í Middelsbrough. Hefur Hjalti skipstjóri verið þar til eftir- lits síðan seint í júní í sumar. Skipið er hið fegursta útlits, mjög sterkbygt og vandað að allri gerð og með ný- tísku-útbúnaði í hverju einu, rafmagns- ljósum o. s. frv. Stærðin er 295,19 tonn brt., en 109,76 ntó. Lengd á kjöl 135 fet. Stærðin yfir höfuð lík og á Thor- steinsons-botnvörpungunum, „ Baldri “ og „Braga". Skiþið hefur kostað, með öllum út- búnaði til veiða, um 165 þús. kr. Það var 4 sólarhringa á leið hing- að frá Blyth, sem er skamt frá Hull. Út til veiða fer það á morgun og verða á því um 20 manns fyrst um sinn. Skipstjórinn verður Hjalti Jóns- son, en stýrimaður Þorgrímur Sig- urðsson og vjelameistari Ólafurjóns- son á Laugalandi. Eigendur skipsins, Jes Zimsen kon- súll og fjelagar hans, buðu ýmsum til að skoða það f gær, blaðamönn- um o. fl., og var þar glatt á hjalla meðan á því stóð. í káetu skipstjóra, undir stjórnpalli, er meðal annars harmónfum, fastgert þar og fylgir skipinu. Eldra skip „íslands“-fjalagsins, „Mars", hefur verið í aðgerð í Eng- landi síðan í júní og er væntanlegt hingað í næstu viku. Það er keypt fyrir 6 árum og var þá 6 ára gam- alt. Nú á það verða eins og nýtt í annað sinn; sagt að viðgerðin kosti 50—60 þús. kr. Svo er botnvörpungaútgerðin út- gjaldafrek. En hún gefur mikið í aðra hönd og er nú sú atvinnugrein hjer, sem vænlegust er til gróða og mest er á að byggja. Þess er ósk- andi, að „íslands“-fjelagið verði hepp- ið með þetta nýja skip sitt, svo að „Maí" þess renni sem fyrst upp, því svo á sjálfsagt næsta skipið að heita. Um botnvörpuskipaveiðarnar hjer yfirleitt nú er annars það að segja, að afli hefur verið tregur síðustu mán- uðina hjá þeim, sem stundað hafa þorskveiði. En méiri hlutinn hefur verið á síldveiðum fyrir norðan, á Siglufirði, nú um tíma og er árang- urinn af þeirri veiði sagður sæmilega góður, þrátt fyrir lágt verð á sfld- inni, en hún fer nú að mestu leyti í verksmiðjurnar á Siglufirði. Missætti við sýslumann. Hún var ákveðin og haldin laugar- daginn 17. ágúst, í hinum sögulega Herjólfsdal, í svo blíðu og björtu veðri, að ekki gat það verið ákjós- anlegra frá morgni til kvölds. En þó var snurða nær því hlaupinn á gleðibraginn, og við sjálft lá að Vest- mannaeyingar yrðu af gleðinni. — Kvenfjelagskonur „Líknar", sem með hjálp Fótboltafjelagsins hjer stóðu fyrir hátíðarhaldinu og undirbjuggu alt marga undanfarna daga með hinni mestu atorku og dugnaði, voru búnar að streitast við að skreyta dalinn blómsveigum og öðru frá morgni til kvölds daginn fyrir; en þegar undir kvöld var komið, kom ein af kven- fjelagskonunum, sýslumannsfrúin, og ljet konurnar vita, að nú væri f óefni komið, því að nú vantaði leyfi sýslu- mannsins til að halda hátíðina, og að sjer þætti leiðinlegt að sjá þær vera búnar að skreyta dalinn, ef maðurinn sinn rifi það alt niður á morgun. Var þegar sent heim til að leita að forstöðumanni hátíðarinnar. Hann brá þegar við að hitta yfirvaldið; en þar var þá kalt að koma, — engin miskunn hjá Magnúsi; brotið var of stórt gegn hátigninni, að hún yrði með orðum blfðkuð. Gaf hann þó formanni klukkutíma frest til að sækja skriflega um leyfi til að halda hátíð- ina og að senda sjer „program" hátíð- arinnar. Mundi hann þá veita leyfið á morgun (þjóðhátíðardaginn) kl. 9 f. h, en þó með skilyrðum. For- maður hvarf samstundis burtu og samdi í hjartans auðmýkt umsóknar- skjal, þar sem hann biður hinn vel- borna velvirðingar á því, að farist hafi fyrir" að sækja um leyfið. — Fór síðan með brjefið, en þá var náðar- dyrum hofsins lokað. Umsóknin, hin sára-auðmjúka, komst því ekki til yfirvaldsins fyr en snemma dags hins næsta. Svo kom leyfið, og þar í voru þau skilyrði, sem ógleyman- Ieg eru Eyjabúum. Því áður hafði þjóðhátíð verið haldin hjer án nokk- urs sjerstaks skilyrðis frá lögreglu- stjóra hjer, enda ekki um nokkurt leyfi sótt svo kunnugt sje hin síðari árin að minsta kosti; en á þessu brendi kvenfjelagið sig. En af því að skilyrðin eru svo sjerstök í sinni röð og af því að sýslumaður mun hafa mikinn hug á því, að þvo hend- ur sínar eftir þetta sorglega áhlaup, þá þykir rjett að skilyrðin sjeu kunn, og eru þau þannig orðrjett tekin úr hinu háa leyfisbrjefi: „1. að nefndin hafi 2 menn til þess að gæla reglu á hátíðarsvæðinu, og sje að minsta kosti annar þeirra annar- hvor hreppstjórinn, og sje þeim greidd þóknun fyrir. 2. að nefndin sjái um og ábyrg- ist, að af fiugeldum þeim, sem kvað eiga að brenna, hljótist ekki slys, hvorki fyrir þá, sem brenna þeim, eða áhorfendur, og sýni hjer skilríki fyrir að engin líkindi sjeu til að slys hljót- ist af þeim. 3. að nefndin greiði 50 kr. í fátækra- sjóð hreppsins. 4. að hátíðinni sje með öllu lokið kl. 12 miðnótt". Svona góðgæti hafði aldrei fyrri verið á borð borið fyrir Vestmanna- eyinga á undanförnum þjóðhátíðum, og sjálfri nefndinni þótti rjetturinn svo súr á bragðið, að hún, þrátt fyrir alt umstang og undirbúning, ákvað að aflýsa hátíðina, og var það gert. Fór þá einn nefndarmanna með brjef til yfirvaldsins, þess efnis, að nefndin sæi sjer ekki fært að ganga að þess- um kostaboðum. Vildi þá yfirvaldið fara að klóra yfir skilyrðin (án þess þó að vera hræddur til þess), og reit með skjálfandi hendi lítt læsilegar skýringar aftan á brjef nefndarinnar, það brjefið, sem hún tjáir honum í að búið sje að aflýsa hátíðina. En sá hluti nefndarinnar, sem konum var skipaður, sneri sjer til forstöðukonu „Lfknar", og varð það að ráði með þeim, að leita stjórnarráðsins. Sendu þær skeyti og fengu ákveðið svar um að mega halda hátíðina. - Ókyrt var á götum þorpsins meðan á þess- um snúningum stóð; sumir gengu prúðbúnir, aðrir lítt búnir, en allir gramir í geði. Nokkrir sjómenn hópuðu sig saman og vildu hita upp vjelarbát til þess að veita frítt far einhverjum vissum manni. Biðu menn nú um hríð, en fóru síðan að draga, sig í Dalinn, í þeirri vissu von, að Stjórnarráðið mundi leyfið veita. — Og leyfið kom þegar lítið var liðið

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.