Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 28.08.1912, Side 4

Lögrétta - 28.08.1912, Side 4
172 LÖGRJETTfA Oordosa-málid. Svo er nefnt mál, sem um þessar mundir vekur mjög mikla at- hygli í Khöfn. Það er ijársvikamál. Aðalmaðurinn heitir Harry Cordosa og var nýlega tekinn fastur í Noragi, er hann kom þangað á skipi frá Ame- ríku á leið til Khafnar. Fjelag það, sem hann veitir forstöðu, ásamt föður sínum, L. Cordosa, og ákært er fyrir sviksamleg viðskifti og fjeglæfra, heitir „The american Exchange Co.“. Það hefur fengist við sölubrall í mjög stórum stýl, er nú þykir sýnt, eða að minsta kosti mjög grunsamlegt, að alt sje bygt á sviksamlegum tilgangi. Myndin hjer er frá rjettarhaldi í þessu máli. Vinstra megin sjest L. Cordosa, þar sem hann er að forsvara starfsemi fjelagsins að syni sínum fjarverandi. Prestafundurinn á lólui 31. jiíní — I. júlí 1912. Um hann er Lögr. skrifað: Pr e s t a f un d u r in n á Hólum stóð í tvo daga; byrjaði með messu- gjörð í Hóladómkirkju að viðstöddu fjölmenni. Vígslubiskup framkvæmdi altarisþjónustu, en sr. Stefán B. Krist- insson á Völlum steig í stólinn og lagði út af guðspjalli dagsins, Matth. 5. Þessir prestar og prófastar sóttu fund- inn: Úr Eyjafjarðarprófastsdæmi: Síra Geir Sæmundsson vígslubiskup á Akur- eyri; sr. Stefán B. Kristinsson, Völlum; sr. Þorsteinn Briem, Hrafnagili. — Úr Skagafjarðarprófastsd.: Sr. Árni Björns- sonpróf., Sauðarkrók; sr. Hallgr. Thorla- cius, Glaumbæ; sr. Sigfús Jónsson, Mæli- felli; sr. Björn Jónsson, Miklabæ; sr. Guð- brandur, Viðvík; sr. Pálmi Þóroddsson, Höfða. Úr Húnavatnssýslu : Sr. Ludvig Knudsen, Bergstöðum. Eftir messu setti vígslubiskup fundinn með ávarpsræðu til presta og safnaða, er hann hvatti til samvinnu að eflingu trúarlífsins hjá þjóð vorri. Því næst voru þessi mál tekin fyrir og rædd af prestum og leikmönnum: i. Skilnaður ríkis og kirkju. Um það mál flutti sr. Björn í Miklabæ er verðið á undum af langan og ítarlegan fyrirlestur; komst hann að þeirri niðurstöðu, að ekki væri þjóðinni ráðlegt, nú sem stendur, að hrapa að skilnaði. Urðu síðan fjörugar umræður um málið. Nokkrir ljetu þá skoðun sína í ljósi, að fríkirkja væri hið æskilegasta fyrirkomulag. En flestir tóku þó 1 þann strenginn, að skilnaður væri enn ekki tímabær. Almennur áhugi fyr- ir málinu svo lítill, en hann væri aðal- skilyrði fyrir velfarnan fríkirkju. 2. Líknarstarfsemi. Vígslu- biskup flutti erindi um líknarstarfsemi í sveitum, einkum til þess að hjúkra sjúk- um. Lýsti líknarstarfsemi í þessa átt í Rvík og áAkureyri. Þar hefðu konur bæjarins haldið þessu góða starfi uppi; hvatti konur í sveitum til að gera hið sama. — Biskup hafði leitað álits hjer- aðslæknisins á Akureyri um þetta mál, og las upp brjef frá honum, þar sem hann taldi málið mjög nauðsynlegt. Kvaðst hann mundi fús að veita stúlk- um, er nema vildu þessi störf, jókeypis tilsögn, um tveggja mánaða tíma, við sjúkrahúsið á Akureyri. — Hjeraðslæknir Jónas Kristjánsson mælti og hið besta með þessari líknarstarfsemi, og kvaðst fús til að veita stúlkum ókeypis tilsögn við sjúkrahúsið á Sauðarkrók. — Þær frú Briem á Hrafnagili og frú Margrjet 1 Brimnesi þökkuðu fyrir hönd kvenna þessa áskorun biskupsins og tilboð lækn- anna. öllum teg 3. B i b 1 í u s a m t ö 1. Sr. Guðbrand- ur í Viðvík vakti máls á því, að á hjer- aðsfundi á Sauðarkrók hefði verið rætt um, hvernig hægt væri að glæða kirkju- rækni fólksins; og hefði verið samþykt tillaga í þá átt, að prestar hjeldu trúar- samtals-fundi eftir messu, í kirkjunni. Áleit hann heppilegast, að framkvæmdin væri á þá leið, að prestar hjeldu biblíu- lestrarfundi með safnaðarfólkinu, þegar því yrði við komið. Tóku fundarmenn þessu vel og voru ræðumenn allir því meðmæltir, að slfkt kæmist á. Var nú dagur að kvöldi kominn og fundi frestað til morguns. Safnaðarfólk- ið bjóst til brottferðar, en prestar tóku náttstað í hinum rúmgóðu húsum Hóla- staðar. , Að morgni hins 1. júlí gengu prestar aftur til fundar, og komu fyrst saman í dómkirkjunni til morguntíða. Sr. Þor- steinn Briem talaði út af 1. Þess. 5, 8—24. Því næst hófst fundurinn f skólahúsinu nýja. 4. Nýtt og g a m a 11. Sr. Lúðvig Knudsen flutti erindi, út af ræðu sr. Fr. Bergmanns, er hann flutti í Rvíkur-dóm- kirkju síðastl. sumar og nefndi: »Bjart- sýni trúarinnar«. Mótmælti ræðumaður sjerstaklega þeirri skoðun, að »heim- boð« Jesú Krists (dæmisagan um hina miklu kvöldmáltíð) væri eingöngu miðað við þetta líf, og þeim orðum Fr. B., að Jesús frá Nasaret hefði sjeð »guð og kærleikann á bak við alt« (c. lfka það illa); kvaðst ekki lengur geta fylgst með, er menn ættu að finna guð í öllu, líka »í syndinni«. — Út af erindi þessu urðu allmiklar umræður og hnigu þær f þá átt, að kirkjan hefði á undanförnum öld- um lagt of einhliða áherslu á, að kenna mönnum að deyja, en gleymt um of hinu, að kenna mönnum að lifa gleðiríku lífi fyrir kraft Jesú Krists. — Beindist talið og nokkuð inn á mismun gömlu og nýju stefnunnar. En þar sem fundarmenn virtust hafa meiri áhuga á »praktisku« starfi fyrir guðsrfki en hinum vísinda- legu niðurstöðum guðfræðinganna, var ekki gengið neitt verulega inn á deilu- atriðin og engin ályktun um þau tekin. 5. Barnaguðsþjónustur. Sr. Guðbrandur í Viðvfk leiddi athygli fund- arins að nauðsyn þess, að prestarnir næðu snemma tökum á barnshjartanu og áleit, að eitt ráðið til þess væri, að halda barnaguðsþjónustur við og við. Óskaði ræðumaður eftir því, að heyra álit fund- arins um það, hvernig heppilegast væri að haga þeim. Umræður urðu allmikl- ar og hnigu að því, hvernig slíkar guðs- þjónustur yrðu best við hæfi barna. — Skýrðu þeir þar frá reynslu sinni sr. Björn í Miklabæ og sr. Þorsteinn Briem. — Fundurinn áleit heppilegt, að prestar hjeldu við og við barnaguðsþjónustur og bæri sjerstaklega að leggja N.-Tm. til grundvallar við þær. 6. Hvernig á að prjedika nú átímum? Vígslubiskup innleiddium- ræður um mál þetta. Hugsunin um þetta hefði márkað djúp spor í lífi sínu sem prests. »Mig langar til að geta sýnt mönnum frelsarann eins dýrðlegan og jeg sjálfur sje hann«. Lagði áherslu á, að prjedikunin ætti erindi til lífsins, og sál- in væri lögð inn í talaða orðið. Taldi nauðsyn á, að breyta um hinn eldri ræðu- búning, án þess þó að víkja frá grund- vellinum, sem er Jesús Kristur, eins og hann er sýndur oss í N.-Tm. — Ut af þessu erindi biskups urðu miklar um- ræður og innilegar, sem sýndu, hve prest- ar eiga erfiða aðstöðu, þegar söfnuðir sinna ekki orði þeirra frekar en nú ger- ist alment. 7. »Kirkjan brennur*. Fyrir- lestur með því heiti hjelt sr. Stefán á Völlum, og gerðu menn góðan róm að máli hans. 8. F æ k k u n k i r k n a. Sr. Björn taldi varhugaverða niðurlagning og sam- steypu kirkna, og færði ýmsar ástæður fyrir því, að það hefði skaðleg áhrif á trúarlífið og þjóðlífið.-— Ut af þvíspunn- ust umræður um hina stórkostlegu sam- steypur prestakalla, sem gerðu fækkun kirkna nauðsynlega. 9. Fermingar-formáli. Um- ræður í sömu átt og á Akureyrarfundin- um í fyrra. Samþ. samskonar till. og þar, Þegar öll þessi mál voru rædd, gengu prestar að lokum til dómkirkjunnar og áttu sameiginlega guðsþjónustu, þar sem Geir biskup lagði út af orðunum í Jóh. 17., um, að vjer allir mættum verða eitt. — Var þá lokið fundi þessum og var hann góður og uppbyggilegur, þótt fá- mennur væri. Fyrir mitt leyti fjekk jeg feiðina vel borgaða. Einti ctf' prestunuin. Þessa vísu segja menn að merkur prestur hafi kveðið einu sinni á alþingi þegar Bjarni frá Vogi var að tala: „Að horfa’ á hann er h............ að hlusta’ á hann er kvalræði, að hleypa’ á hann væri heilræði, að hengja’ hann væri snjallræði". Annar kvað þetta: „Að annara dómi óvitur, að eigin hyggju spekingur — tvístígur hann talandi með tólgarbros á andliti". Stöfunardeild fyrir byrjendur held jeg áfram næsta vetur með sama fyrirkomulagi og verið hefur við barnaskólann í Bergstaðastræti 3, — Jeg vildi biðja aðstandendur að gefa sig fram sem fyrst. Hólmfríður Porláksdóttir. Undirrituö kennir börnum að stafa, o. fl. ef óskað er. Anna Magnúsdóttir, Túngötu 2. Bggert Claessen yfirrjettarmá.Iaflutning8maður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5 jPfyT Nýútkomin er H.enslubóli í þykkvamálsfræöi eftir Hall- dór Briem. 2. útgáfa. Kostar í bandi kr. 1,25 Aðalútsölumaður: Sigurður Krist- jánsson bóksölumaður í Reykjavfk. Nýútkomin Landkortabók, í bandi kr. 1,25, fæst hjá bóksöl- um, en aðalútsalan er í Reykjavík hjá útgefanda Morten Hansen. Lyklar týndir; skilist á Baróns- stíg 16. Skrijtð ejtir!!! Creme, alullar Fermingar- Cashemir 0,75—1.00 — Prima grátt Kjólavergarn 0,50. — Röndótt Kjólavergarn 0,50— 0,63. — Fagurblátt, járnsterkt Kjólacheviot 0,70. — Gott, fal- legt, heimaofið Kjólaklæði af ýmsum litum 0,75. — Röndótt- ir, fallegir vetrarkjólar 0,80. — Fagurblátt Kamgarns-Cheviot 1,00. — Svört og mislit kjóla- tau af öllum litum 0,85—100 —1,15—1,35. 2 al. breið, góð herra- fataefni 2,00—2,35—3,00. — Sterk drengjaföt 1,00— Járn- sterk grá skólaföt 1,35. — Faguiblátt, sterkt drengja- cheviot 1,15. Okkar þekta, fagurbláa, járnsterka ofurhuga- cheviot: fínt 2,00 — gróft 2,35 — prima 2,65. — Fagurblátt, þykt pilsa cheviot 1,15. — Fallegt, gott, svart klæði 2,00. — Fagurblátt Kamgarns-serg- es til fata frá 2,00. — Grá- og grænröndótt hversdagspilsa- efni 1,00—1,15.— Þykk kápu- og frakka-efni 2,00—-2,35— 2,75. — Kápuplysch svart og allavega litt. — Okkar al- þekta, fagurbláa, jótska veiði- klúbba-serges til herrafata og dömufata 3,15—4,00—5,00.— Góð Hestateppi 4,00—5,00. — Falleg ferðateppi 5,00—6,50. Hlý ullar-sængurteppi 3,50— —4,00—5,00. Vörurnar sendast burðar- gjaldsfrítt. — í skiftum fyrir vörur eiu teknir hreinir prjón- aðir ullarklútar á 60 aura pr. kíló, ull fyrir 1,00—1,50 pr. kíló. Jydsk Kjolekleedehus, Köbmagergade46, Köbenh.K. %fgf* Auglýsingum í „Lög- rjeltu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. Stainolíu hækkað um 5 krón ur pr. tunnu. ið danska steiialii-hliitaljelag. Islands-deild. jr*1 landi Undirritaðir hafa tekið að sjer aðalútsölu lijer á landi á svon'efndum Hexamótorum og Penia-mótorum tilbúnum af verkfræðingafirmainu Frits Egnell í Stokkhólmi. Mótorar þessir eru með öllum nútímaendurbólum. Þeir eru sterkir og einfaldir, eyða lítilli olíu og brenna hverskonar ölíu. Verðið er töluvert lægra en á hinum algengustu — þvi miður úreltu — mótortegundum, sem mest eru not- aðar hjer á landi. Þeir, sem ætla sjer að eignast nýjan mótor, ættu að leita sjer upplýsinga um þessa, áður en þeir afgjöra kaup við aðra. Enginn mótor hefur íleiri kosti en llexa-mót- or; um það er hægt að íá fullkomnar upplýsingar hjá ^ug. jlygenring, og íjolger Debell, Hafnarfirði. Reykjavík. I I Bolínders mótorar í báta og skip eru hestir og traustastir allra mótora, og hafa orðið hlutskarpastir keppinautar á öllum sýningum, þar sem þeir hafa verið sýndir. Bygging þeirra og samansetning er mjög einföld, — meðferð öll því vandaminni og auðveldari. — Þeir eyða minni olíu en nokkrir aðrir mótorar, og má nota til þeirra jarðolíu, óhreinsaða steinolíu eða algenga steinolíu, eftir vild. Þessir mótorar eru tilbúnir ýmist með breytilegum skrúfublöðum (skiftbar propel), sem er venjulegast í fiski- bátum, eða með breytilegum möndulsnúningi. Verksmiðjan býr einnig til mótora til notkunar á landi með hagfeldasta fyrirkomulagi. Upplýsingar, verðlistar o. s. frv. fást hjá oss og hjá umboðsmönnum vorum. Timbur- og kola-verslunin „Reykjavík", einkasali fyrir Island. Umboðsmaður vor fyrir Vestfirði er: Karl Olgeirsson faktor á ísafirði. Miklar birgðir af allskonar TIMBRI hefur h|f Timbur- og kolaversl. „Reykjavík“. oi mefl 1S. i

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.