Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 04.09.1912, Qupperneq 2

Lögrétta - 04.09.1912, Qupperneq 2
174 LÖGRJETTA I STOR HAUST-DTSALA / ^ffefnaéarvöruverslun cTfi. <£fiorsteinsson dngólfsfívoli byrjar miðvikudag 4. september og stendur til laugardags 14. september. Minsti afsláttur verður 10°/°, sem er t. d. a/ okkar alþektu Ljereftum, Dömuklœðum og 19 au. Tvisttauum. Cfífíarí unóansfíifið. <9£ofié íœfíifœrié. I Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegt og auk pess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. jdli. Jjúnaðarmálafunður. Samkvæmt ályktun Búnaðarþings- ins 1911 (sbr. Búnaðarritið það ár, bls. 72, 83 og 74) var, að tilhlutun Bf. ísl , stofnað til búnaðarmálafund- ar í Rvík dagana 26—30. ág. 1912. Á fundinum mættu: i, Alfreð Kristen- sen jarðyrkjukennari, Einarsnesi. 2. Bened. Blöndal kennari, ráðanaatur Bsb. Austfj., Eiðum. 3. BjörnBjarn- arson form. Bsb. Knþ, Grafarholti. 4. Eggert Briem (frá Viðey) varafors. Bf. ísl., Rvík. 5. Einar Helgason for- st.m. gróðrarstöðv. í Rvík, 6. Halld. Vilhjálmsson bændask.stj, Hvanneyri. 7. Hans Grönfeldt mjólkurskólastjóri, Hvítárvöllum. 8. Hermann Jónasson fyrv. skólastj. á Hólum, Rvík. 9 Jakob Lfndal forst.m. gróðrarstöðv. áAkur- eyri. 10. Jón Hannesson, í stjórn Bsb. Borgarfj., Beildartungu. 11. JónJóna- tansson jarðyrkjukennari og ráðanaut- ur Bsb. Suðurl., Ásgautsstöðum. 12. Jósef Björnsson kennari, Hólum. 13. Magnús Einarsson dýralæknir, Rvík. 14. Metúsalem Stefánsson skólastj., Eiðum. 15. Páll Zóphóníasson kenn- ari, Hvanneyri. 16. Sigurður Sig- urðsson, kennari, Hólum. 17. Sig- urður Sigurðsson ráðanautur, Rvík. 18. Sigurður Sigurðsson bændaskóla- stj., Hólum. 19. Sigurður Stefáns- son form. Bsb. Vestfjarða, Vigur. — Auk þess voru mættir forseti Bf. ísl., Guðmundur Helgason, og meðstjórn- andi í því fjel., Eggert Briem skrif- stofustj., en tóku eigi þátt í fundar- störfum. Fundaistjóri var Jósef Björnsson; skrifarar: Einar Helgason og Sig. Sig. kennari. Fundir voru haldnir 2—3 á dag, alls 13.—Þessi mál voru tekin fyrir: 1. Yfirlit yfir opinberar ráðstafanir og fjelagsstarfsemi landbúnaði til efl- ingar; frummælandi Sig. Sig. ráðan. — Umræður miklar, er meiri hl. fund- armanna tók þátt í. 2. Búpeningssýningar; tilgangur, skipulag og framkvæmd; frm.: Ben. Blöndal. Mælendur 6. 3. Gróðrartilraunir; frm.: E. Helga- son. Eftir nokkrar umr. var skipuð 7 m. nefnd út af því máli: 1., 2., 5., 6., 9. og 18. fundarmaður. Alit nefndarinnar kom fram á síðasta fund- inum. 4. Ráðanautastarfsemin (út af 1. máli). Mæl. 10. 5. Túnrækt, nýyrking; frm.: Sig. Sig. skólastj. Mæl. 9. 6. Heyvinna, heyverkun; frm.: Halld. Vihjálmsson skólastj. Mæl. 6. 7. Jarðyrkjuáhöld (og heyskapar); frm.: Jón Jónatansson. Mæl. 5. 8. Framræsla; frm.: Metúsal. Stef. Mæl. 4. 9. Búnaðarkensla, verkl., bókleg; frm.: Jósef Bj. Mæl. 12. 10. Búnaðarmálið (málfræðislega); frm.: Halld. Vilhj. Mæl. 6. 11. Búnaðarmálafundir. Mæl. 7. Málin: Um fóðrun búpenings (P. Z.) og um matjurtarækt (J. L ), komust eigi að sökum naumleika tímans, (enda gat P. Z. eigi mætt, er á leið fundinn, var veikur). Fundargerðir og ágrip af umræð- unum var skráð og geymist í vörsl- um Bf. ísl. — Fundarstörfum var sint af kappi; að eins stutt hlje milli funda. En 4. fundardaginn eftir nón brugðu flestir fundarmenn sjer til Viðeyjar, og sátu síðan að kvöld- verði hjá Bf. ísl. Meðal annars, er þar var rætt, flutti Björn Bj. erindi um samanburð á sjómannastjettar- og kaupstaðalífi annars vegar og sveitah'fi hins vegar. Getið var þess, að tveir slíkir fund- ir hefðu áður haldnir verið, árin 1899 og 1901, að tilhlutun einstakra manna. Þeir tveir af frumkvöðlum þeirra funda (Bj. Bj. og Jón Jónat.), er við- staddir voru, ákváðu að gerðabók þeirra skyldi afhent Bf. ísl. til geymslu, ásamt skjölum þessa fundar. Aðaltilgangur fundarins var að gefa mönnum þeim, er hann sóttu, kost á að bera saman skoðanir sínar og reynslu. Auk þess ávinnings, sem þeir kunna að hafa af samræð- unum haft fyrir sjálfa sig og sitt starf, er líklegt, að eitthvað af því, er þar fór fram, komi smámsaman fyrir almennings sjónir. ísland erlendis. Tom Wing heitir Englendingur, sem ferðast hefur hjer í sumar, eink- um til þess að kynna sjer fiskiveið- arnar, og hefur blaðið „The Grimsby News" spurt hann tíðinda, er hann kom úr förinni, og flytur langa grein eftir honum um ísland 9. f. m. Hann lætur vel yfir ferðinni, segir, að sjer hafa verið tekið sem best alstaðar og af öllum. Tom Wing á heima í Grimsby, Þegar hann kom fyrst í land hjer í Reykjavík, var kallað til hans með nafni. Það gerði botn- vörpuskipskafteinn frá Grimsby, sem hjer var þá hálfilla staddur, nýbúinn að fá sekt fyrir veiðar í landhelgi og átti að fara að selja það, sem upptækt hafði verið gert hjá honum. Eitthvað af veiðarfærunum keypti hann aftur, og eitthvað átti hann eftir úti í skipi sínu, sem dönsku for- ingjunum hafði sjest yfir, segir T. W., svo að hann hjelt vongóður út um nóttina. Búningurinn hjer segir hann sje að taka á sig enskt snið og þykir merkilegt, hve líkur hann sje hjer og í Grimsby. Sem vott um framfarir og vaxandi velmegun síðari árin bendir hann á, hve mikill munur sje á hinum yngri og eldri húsum, þar sem þau enn standa samhliða, og hefur þetta sjerstaklega vakið athygli hans á Akureyri og Húsavík. Svo segir hann frá stjórnmálaástandinu fyr og nú, og fer þar yfir höfuð rjett með. Hann lýsir hafnleysinu á suð- urströndunum og vita þykir honum vanta víða. Hann segir frá sjúkra- húsum Frakka hjer og segir að kon- súllinn í Vestmannaeyjum vilji koma þar upp ensku sjúkrahúsi. Yfir höfuð lætur hann vel af ís- lendingum, segir, að þeir sjeu heið- legir menn, en slægir í viðskiftum, og sje það erfðaeiginleiki hjá þeim frá þeim tímum er þeir voru smýgl- ar, þ. e. frá einokunartímunum. Hann segir að Grimsby og Hull sjeu vin- sæl nöfn hjer á landi. Tom Wing hefur verið þingmaður Grimsby-manna og fylgt núverandi stjórn að málum, en fjell við síðustu kosningar. Hann hefur víða farið og ransakað fiskiveiðar í Norðursjónum og víðar. Ætlar í vetur að ferðast um Bretlandseyjar og halda fyrir- lestra um fiskiveiðar og um ísland, og jafnframt sýnir hann skuggamynd- ir hjeðan. Svo ætlar hann síðar að ferðast um Ameríku og halda þar fyrirlestra. Nýjar bækur eítir íslendinga á dönskn. í haust á að koma út hjá Gyldendals bókaverslun í Khöfn skáld- saga eftir Gunnar Gunnarsson, sem heitir „Ormur Örlygsson". Einnig mun vera von á safni af smærri sög- um eftir Gunnar, sem áður hafa ver- ið prentaðar til og frá, f tímaritum flestar. Gunnar er efnilegur rithöf- undur og hefur ýmisegt birtst eftir hann í „Óðni", kvæði 0. fl., og von- andi, að eitthvað af sögum hans komi einnig út á íslensku bráðlega. Ný kvæðabók kvað og vera kom- in út hjá Gyldendal eftir Jónas Guð- laugsson. Jarðarför Ásg. Ásgeirssonar etats- ráðs fór fram í Khöfn 20. f. m. Var þess minst með sorgarfánum þann dag í ísafjarðarkaupstað. Yerðlaun á íiskisýningunni í Khöfn fengu hjeðan af landi: 1. Verðlaunapening úr gulli: Hluta- fjel. P. J. Thorsteinsson og H. P. Duus verslun hjer fyrir fiskiafurðir. Sömul. hlutafjel. Hinde á Siglufirði fyrir salt- aða síld. 2. Verðlaunapening úr silfri: Th. Thorsteinsson kaupmaður hjer fyrir fiskiafurðir og Gísli Johnsen konsúll í Vestmannaeyjum fyrir saltfisk. 3. Verðlaunapening úr bronse: Niðursuðuverksmiðjan „ísland" á ísa- firði fyrir niðursoðinn fisk. Viðskiýtaráðanauturinn. Það er skamt síðan Lögr. flutti ítarlega þingræðu eftir dr. Valtý Guð- mundsson, þar sem líku var haldið fram um viðskiftaráðanautsstarfið eins og áður hefur gert verið íLögr.: að sýslanin ætti að leggjast niður og fjeð, sem meirihlutaflokkurinn á þingi 1911 marði út úr landsjóði og batt við nafn Bjarna Jónssonar, með eins atkvæðis mun (atkvæði Bjarna sjálfs), ætti að sparast, sjerstaklega úr því að viðskiftaráðanauturinn hefði sjálf- ur ekki einu sinni svo mikið við starf- ið, að hann ljetist að minsta kosti rækja það að einhverju leyti, heldur lægi hjer heima, oft megnið af tím- anum, við alls óskyld störf, þing- mensku o. fl. Líka sýndi dr. V. G. það í ræðunni, sem flestum var áður ókunnugt um, að landsjóður væri lát- inn borga allan dvalarkostnað við- skiftaráðanautsins, hvar sem hann væri, auk 6000 kr. árslaunanna, og er þetta hneyksli skýrt útlistað í ræð- unni. Eftir þeirri útlistun hefur við- skiftaráðanauturinn alls ekki frá byrj- un yfirstandandi fjárhagstímabils, eða frá því að árslaunin voru færð niður úr 10 þús. kr., notað þau til þess að lifa fyrir, heldur gefið landsjóði reikn- inga fyrir öllu, sem hann með þarf, jafnvel aukakaffi, eða, sem hann kall- ar: „kaffi drukkið til hressingar utan máltíða". Og þetta hefur fyrv. ráð- herra orðalaust látið borga honum, hátt á fjórða hundrað kr. til jafnað- ar um mánuðinn, auk 6000 kr. árs- launanna. Á þann hátt getur við- skiftaráðanauturinn unnið upp 4000 kr., sem þingið 1911 heimilaði til ferðastyrks handa honum, þótt hann aldrei ferðist neitt. Þingið tók alt of vægilega í þetta mál, og var það víst varnarræða Kr. Jónssonar fyrv. ráððherra, sem því olli. Til hans vísaði núv. ráðherra, eins og eðlilegt var, fyrirspurn dr. V. G. En Kr. J. vatt sjer út úr öllu með þeirri lögskýringu, að þing- ið 1911 hefði „tekið viðskiftaráða- nautinn undan umsjón og eftirliti stjórnarinnar", og virtist það hans skoðun, að stjórninni kæmi hann ekki við að öðru leyti en því, að hún ætti að telja honum út peninga sam- kv. fjárl. og gæta þess, að hann hremdi ekki meira en 10 þús kr. á ári, — eins og hann hafði gert í stjórnartíð Björns Jónssonar. Tillagan, sem samþykt var í þing- inu, er nokkur leiðrjetting á þessum skilningi fyrv. stjórnar, þótt engair vegin sje hún fullnægjandi, því með henni er þó stjórninni ótvírætt falið eftirlit með viðskiftaráðanautnum. Álit manna á viðskiftatáðanauts- starfinu, bæði innan þings og utan, kemur annars vel fram í tillögu til rökstuddrar dagskrár, sem Sigurður Sigurðsson þingm. Árnesinga bar fram, en ekki kom til atkvæða vegna þess, að hin var fyr upp borin og samþykt. Dagskrártillaga Sig. Sig. var svohljóðandi: „I því trausti að landstjórnin sjái svo um, að viðskifta- ráðanauturinn dvelji hjer á landi það, sem eftir er, og ræki þau störf, er hún felur honum og eigi komaíbág við erindisbrjef hans, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá". Mönn- um þótti gaman að þessari tillögu og mæltist hún vel fyrir, því hún lýsir hinu almenna áliti á starfi við- skiftaráðanautsins: að það sje alls einskis virði, en með því að hafa hann hjer heima ætlaði flutningsmað- ur að spara 4000 kr. á ári. Út af því, sem Lögr. mintist á þetta mál rjett fyrir þingsetningu í sumar, skrifaði merkur maður Vest- anlands ritstj. blaðsins: „Jeg þakka Lögr. sem allra best fyrir greinina um viðskiftaráðanaut- inn fyrir skömmu. Mönnum ofbýð- ur, hvernig öllum þeim þúsundum er varið, sem Bjarni hefur fengið, og allir lifa í þeirri von, að landstjórnin telji ekki Bjarna út tvöfalda peninga um þann tíma, er hann flakkar hing- að heim til þess að tildra sjer á þing, þar sem hann aldrei hefði átt að koma. Jeg skal tilfæra hjer eitt sýnishorn af framkomu Bjarna. Á einum fund- inum, sem hann hjelt í fyrra í Dala- sýslu, fundu menn að því, að Bjarna hefði farist illa við Björn Jónsson, sem satt var. Þá hafði Bjarni svar- að svona : „Það er von, að almenn- ingur skoði meðferðina á Birni á síð- asta þingi ekki vel viðeigandi, en jeg skal svara því svo, og jeg vil að menn trúi mjer: Það, sem menn meina og fram kom nú á síðasta þingi, var alt gert með viija Björns og okkar, er stóðu honum næst, en undir þessu liggja djúp ráð, er við, vissir menn, höfum með höndum, að Birni meðtöldum, og þau ráð vonum við, að komi fram síðar landi og lýð til heilla, og ánægður er Björn með þau". Miklir trúmenn mega þeir vera þar í Dölunum, ef þeir hafa látið það að vilja viðskiftaráðanautsins að trúa þessu, þótt ekki væri nema í svip. Frá Akureyri. „Norðri" frá 24. f. m. segir óþurka hafa gengið þar nyrðra hálfa aðra viku og mikið hey úti hjá bændum. — Kaupgjald segir blaðið hafa verið á Akureyri 40—50 au. um kl.st. við kol og síldarvinnu, 40 au. við heyskap, og tilfinnanlega eklu á sláttumönnum. — Síldin virð- ist þá farin úr Eyjafirði, en hring- nótaskipin ná henni austur hjá Flat- ey og Tjörnesi. — Þilskip Eyfirð- inga, sem stundað hafa þorskveiðar, hafa aflað fremur vel. Stór Hafísjaki. „Norðri" frá 21. f. m. hefur eftir manni, sem nýkom- inn er þá til Akureyrar með „Flóru" frá Isafirði, að um 3 mílur austur frá Horni hafi skipið farið fram hjá hafís- jaka, sem var V4 míla að ummáli og um 500 feta hár yfir sjávarmál. Jak- inn stóð þar í botni á um 80 faðma dýpi og var nokkuð af smáís í kring um hann. Þeir sáu jakann með ber- um augum í 6 mílna fjarlægð og var hann á hættulegum stað, á skipa- leið milli Horns og Sigluness. Síldveiði með hringnótum. „Norðri" flytur grein um það nýlega, að þá veiði ætti að banna í land- helgi Iíkt og botnvörpuveiði, og segir þetta álit margra þar nyrðra. Stykkishólmssímann er nú verið að leggja. Hann er Iagður frá Borð- eyri til Búðardals, vestur Dali, yfir Skógarströnd og Helgafellssveit til Stykkishólms, og þaðan suður yfir Kerlingarskarð til Hjarðarfells í Mikla- holtshreppi. Frá ísaflrði. „Vestri" frá 21. f. m. segir að hafsíld aflist þá vel þar úti fyrir og farið sje að leggja hana til frystingar í íshúsin í veiði- stöðunum þar í kring. — Annars fiskafli fremur rýr og mest ísa. „Æskan“. Barnablað með myndum XIII. árg. 1911. Útg. Aðalbjörn Stefáns- son og Sigurjón Jónsson. í þessum árgangi er fjöldi af fal- legum sögum og margar myndir (yfir 30) af ýmsu tægi, fallegar og vel valdar handa börnum. Auk þess er þar margs konar fróðleikur, kvæði, gátur og skrítlur. „Æskan" er vel þess verð, að foreldrar gefi börnum sínum hana, og verðið er svo lágt (kr. 1,20), að flestir geta keypt hana. Börnin munu hafa bæði gagn og gaman af að lesa hana. Kr.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.