Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.10.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 02.10.1912, Blaðsíða 1
Afgreiöslu- og innhelmtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Ijmuíaveií 4.1. Talsimi 74. Ri t s t j o r I: PORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M •"> ! . Reykjavík 2. október 1912. VII. árg. I. O. O. F. 934109. KB 13 9. 9. 28. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. rz—1. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) !• og 3. md. ( mán. n—1. Landakotsspítali opinn f. sjókravitj. io1/* —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—27» og 57»—7- Landsbankinn io1/.—2J/a. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. , 12—3 og 5—8 Okeyþis lagaleiðbeiningar á háskolanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldstod, YflrrJettarmAlaf»rslum»ður. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 — 12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. lotterilögin nýju. Mótspyrna í Danmörku. ii _____ í I.ögin um stofnun íslensks peninga- Íbtterís, sem alþingi samþykti f sum- ár, hafa vakið töluvert umtal í dönsk- um blöðum. Af því umtali er eftir- tiektaverðust grein í „Berlingatíðind- tim" frá 5. sept. Þar er fyrst minst á, hve mikla athygli mál þetta hafi vakið í Danmörku og kveðst blaðið áður hafa rætt um málið frá því igónarmiði, að það mundi hafa ill áhrif í nágrannalöndunum, að frá Ðanrnörku yrði rekin meiri verslun af því tægi en þegar væri gert. Nú kveðst blaðið ætla að líta á málið ^frá formsins og laganna hlið og kveðst styðjast þar við ummæli lög- 'fræðings, sem sje mjög kunnugur sögu þessa íslenska lotterímáls. Um- mæli blaðsins eru á þessa leið: „Það er engum efa undirorpið að staðfesting hinna íslensku lotterílaga gangi beint á móti 2. gr. „Klasse- lotteri“-laganna frá 6. mars 1869, er bannar „allar aðrar ráðstafanir til lotteríseðlasölu hjer í ríkinu (al and- en Foranstaltning af Lottospil her í Riget)". Eftir að ísland fær sjerstakt löggjafarvald, er því að sjálfsögðu heimilt að stofna íslenskt lotterí á íslandi, en bannið gegn því, að án samþykkis hins danska löggjafarvalds sje stofnað nokkurt nýtt peningalott- erí hjer í landi, er keppi við „Klasse- lotterfið", er auðvitað í óbreyttu gildi alstaðar annarstaðar í ríkinu. Og það, að íslensku lotterílögin banna sölu seðla f Danmörku og hinum dönsku nýlendum, getur ekki frelsað lögin, því þar sem lotterfinu. á að .stjórna frá Kaupmannahöfn og drætt- irnir eiga opinberlega að fara þar fram, felst óefað í því „ráðstöfun til lotteríseðlasölu hjer í ríkinu".1) Hver efast um, að það mundi verða bann- að t. d. þýsku hlutafjelagi að ráð- stafa á þennan hátt opinberlega lott- eríseðlasölu hjer f Kaupmannahöfn og láta líta svo út erlendis sem hjer væri um danskt lotterí að gera, jafn- vel þótt fjelagið aldrei nema gæfi þá yfirlýsingu, að það ætlaði ekki að selja lotteríseðla hjer í landinu. Af nefndaráliti, sem fram kom á alþingi og prentað er í íslensku blöð- unum, sjest það líka, að mönnum hefur verið það ljóst, að stofn- un „fslensks" lotterís mundi ekki verða leyfð í nokkru öðru landi, jafnvel þótt ekki ætti að selja þar lotteríseðlana. Þar stendur sem sje: „Leyfisleitendur (hr. K. Philippsen & Co.) fara þó ekki fram á, að lotterí verði stofnað hjer á landi, og ætla 1) Þó blaðið tali svo ákveðið, þá mun að minsta kosti vera mjög miklum efa undirorpið, hvort skýring þess á dönsku lögunum sje þarna rjett, — hvort með IæiKliúsið í ISerg'en. Myndin hjer er af gamla leikhúsinu í Bergen, sem þeir Ibsen og Björnson voru áður við riðnir um tíma. Þar voru sum af eldri leikritum þeirra fyrst sýnd og þykir því húsið merkilegt. Nú er það orðið að kvikmyndaleikhúsi og heitir „Verdenstheatret" eða „Heimsleikhúsið". Sagt er, að bráðum verði það rifið og verksmiðja reist þar í staðinn. því heldur ekki á viðskifti íslendinga að nokkru ráði. Þeir byggja þvert á móti nálega eingöngu upp á við- skifti við útlönd. En til þess að geta aflað sjer viðskiftavina erlendis, verða þeir að fá leyfi einhvers lands til lotteríhaldsins, og þeir eru líka neyddir til að reka það þar, sem ljett er að fá slíkt leyfi.1) Þeir fá ekki slfkt leyfi í löndum, sem lotterí er til í, og hafa því leitað hingað, en þykjast hafa vissu fyrir að mega reka það í Kaupmannahöfn, fái þeir leyfi löggjafarvaldsins, konungs og alþingis, til Iotteríhaldsins". Þessi útlistun er víst fullskýr, svo snúin, sem hún þó er. En hinum íslcnsku löggjöfum skjátlast vissu- lega, þar sem þeir halda, að alþing- ið (og konungurinn) sje rjettbært löggjafarvald til að leyfa lotteríhald hjer f ríkinu utan íslands. Eiins og kunnugt er, nær löggjafarvald ls- lands enn ekki út fyrir ísland sjálft. Hvort einhverjir duglegir fjesýslu- menn fá samþykki alþingis til þess að stofna lotterí í Kaupmannahöfn, eða þeir fá það ekki, gerir því hvorki til nje frá.2) Það land, er eitt get- ur gefið samþykki til þess, er land- ið, sem lotteríið er stofnað í, í þessu tilfelli Danmörk með tilstilli hins danska löggjafarvalds, ríkisþingsins og konungsins. Þessar athuganir virðast sæmilega ómótmælanlegar. En nú kemur upp önnur spurning: Hvað felst í því, að þeir hr. K. Philipsen & Co. eiga að hafa fengið vissu fyrir, að ólögmætt íslenskt lott- erí muni verða leyft hjer? Slíkri aðdróttun munu æðstu fjármálastjórn- endur okkar væntanlega fullkomlega vísa frá sjer. Því tæplega má það líta svo út, sem vonin í 2°/o stimp- ilgjaldi — c. 200,000 kr. á ári —, sem hingað á að renna og auðvitað í hinn danska ríkissjóð, hafi haft þau áhrif á fjármálastjórnendur vora, sem ábyrgðin hvílir á, að þeir hafi lokað augunum fyrir augljósu broti á móti banni „Klasselotterís“laganna gegn því að leyfa stofnun nýrra peninga- lottería hjer í landinu án samþykkis hins danska ríkisþings". því ákvæði, sem það dregur fram, sje annað bannað en sala lötteríseðla. Og víst er það, að þrátt fyrir þetta ákvæði laganna frá 1869 hafa síðan verið stofn- uð að minsta kosti tvo lotterí í Dan- mörku. Ritstj. 1) Hjer þýðir greinarhöf. ekki rjett íslenskuna, því þar stendur: „og verða jafnffamt að reka það þar, sem hægt er að ná til þess". Ritstj. 2) Alt þetta er ekki annað en útúr- snúningur og gandreiðir hjá greinarhöf., því á því, sem hann hefur sjálfur þýtt úr álitsskjali þingnefndarinnar hjer á undan, sjest, að hún byggir á „vissu" þeirri, sem leyfisumsækjendurnir hafa lagt fram fyrir hana um það, að peir fengju að reka lotteríið í Khöfn. Ritstj, Þetta segja nú „Berlingatíðindi". Svo flytur „Politiken" aðsenda grein um málið 9. sept. Þar segir, að af tilliti til danskra laga muni verða nauðsynlegt að neita íslensku lotterí- lögunum staðfestingar, og er þar sýni- lega bygt á grein „Berlingatíðinda", sem þýdd er hjer á undan. Svo snýr höf. sjer sjerstaklega að stimpilgjald- inu, segir, að upphaflega hafi staðið í frumvarpinu ákvæði um 2 pct. stimpilgjald, því samkvæmt dönskum stimpillögum frá 13. maí 1911 sjeu lotteríseðlarnir stimpilskyldir í Dan- mörku, þar sem drættirnir eigi að fara þar fram. En síðan hafi þessu verið breytt og leyfishöfum heimilað að heimta alt að 2% af iðgjöldun- um fram yfir hið ákveðna verð seðl- anna, án þess að nefnt sje, til hvers þeir peningar eigi að fara, en auð- vitað eigi þeir að fara til þess að borga stimpilgjaldið. Lætur höf. í veðri vaka, að danski fjármálaráð- herrann geti ekki tekið á móti þess- um tekjum, af því þær yrðu greidd- ar samkvæmt lögum, sem ríkis- þingið ekki hefði samþykt. En þar sem íslensku lotterilögin komi f bág við hin dönsku lög um „Klasse- lotteríið", verði ástandið þetta, segir greinarhöf.: að taki danski ríkissjóð- urinn við 200,000 kr. í stimpilgjald, þá fái hann þessa upphæð frá stofn- un, sem hið danska löggjafarvald hafi lýst ólöglega. Því sje ekki hægt að komast með þessi lotterílög fram hjá ríkisþinginu; danski ráðherrann þurfi þess samþykkis, vegna stimpilgjalds- ins. Þá þykir greinarhöf. það mjög ískyggilegt, að í álitsskjali nefndar þeirrar, sem í efri deild alþingis fjall- aði um málið, stendur, að nefndin hafi „fengið upplýsingar, sem nærri gefi fulla vissu um að fyrirtækið komi til framkvæmda næsta ár, ef frum- varpið sje samþykt óbreytt". Hann spyr, hvaðan þær upplýsingar sjeu? Hvort þær sjeu frá dönsku stjórn- inni eða öðrum þar í Khöfn, sem ætli sjer það, að geta ábyrgst stað- festing laganna. Skorar svo á ríkis- þingið, þegar það komi saman í október, að fá fulla vissu um þetta. Yfir höfuð virðist það vaka fyrir þeim, sem í „Politikin" skrifar um málið, að koma fram ásökunum út af því gegn dönsku stjórninni, eða skapa henni út af því erfiðleika. „Ekstrabladet" flytur langa grein um málið 10. sept. Það telur óþarfa af dönsku blöðunum að láta eins og þau láti út af þessu máli, og ekki nema eðlilegt að íslendingar vilji græða á því að stofna lotterí eins og Danir sjálfir geri. Það sjer ekkert þvf til fyrirstöðu, að ríkisþingið breyti dönsku lotterílögunum, ef þau komi í bág við þetta, en hyggur hins vegar að erfitt muni ganga að selja seðla í nýju lotteríi. H J E R var fyrir 6 árum byrjað á samskotum til að eignast björg- unarbát handa höfuðstaðnum, eftir voðaslys, sem þá varð, er 20 manns druknuðu í einu á Viðej'jarsundi. Nú þótt slík stórsiys sjeu fátíð á höfninni eða nærri henni, saman- borið við land alt með þess nær 70 druknunum á ári að meðtali um nær 30 ár hin síðustu, og sum árin (3) um og yfir 120, og þó að miklu meiri mannhætta sje hjer í útverum og við eyðisanda, þá eru samt mikil brögð að sjóslysum hjer í nágrenninu, með því að hjer er svo margt um mann- inn, enda lítt bærilegur vansi að gefast upp á miðri leið og ekki það, úr því byrjað var á þessu. Og höfum vjer nú gengið í nefnd, til að reyna að hafa saman það, sem á vantar, um eða yfir 3000 kr., sem á ekki að vera höfuðstaðnum ofvaxið. Að því búnu verður leitað fyrir sjer um smíði eða útvegun á bátnum, gerðar ráðstafanir til öruggs viðhalds á honum með góðri umsjón m. m. Og er þetta samskotaáskorun. Reykjavík 24. september 1912. Páll Halldórsson Bj'órn Sigurðsson Árni Jóhannsson stýrimannaskólastjóri bankastjóri bankaritari formaður. skrifari. fjehirðir. Ásgeir Sigurðsson Guðmundur Björnsson kaupmaður. landlæknir. Hannes Hajliðason Sigkv. Bjarnason skipstjóri. bankastjóri. Þrjár nýjar söngbækur. Gleðiefni er það, hve mjög þeim fjölgar, söngbókunum íslensku. Á þessu sumri eru þegar komnar út tvær slíkar bækur. Er önnur „Við- bætir við kirkjusöngsbók síra Bjarna Þorsteinssonar" á Siglufirði, en hin er „Söngbók Bandalaganna". í þeirri fyrnefndu eru 85 sálmalög, öll mjög falleg, búin undir prentun af síra B. Þ. sjálfum. í Viðbæti þessum munu vera 7 lög úr síðari út- gáfu kirkjusöngsbókar Jónasar Helga- sonar. Hin lögin hafa ekki verið í kirkjusöngsbókum hjer áður. Sum þessara laga eru áður kunn hjer, svo sem: „Hærra, minn guð, til þín", eftir dr. L Mason; „Bjargið alda, borgin mín", eftir Thos. Hasting; „Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll", eftir Edv. Grieg; „Jesú, þú ert vort jólaljós", eftir C. E. T. Weyse; „Hve sæl, ó, hve sæl", eftir A. P. Berg- green o. fl. Enn fremur eru þar 2 lög eftir síra B. Þ., og er óþarft að fjölyrða um þau, því öll lög hans hafa, sem kunn- ugt er, náð almennings hylli hjá oss íslendingum, og ekki síst hátfða- söngvar hans, o. fl., o. fl. Eitt lagið er eftir Ölufu Finsen, mjög snoturt lag. Hin lögin, þar á meðal „Ó, guð vorslands", eru eftir fræg tónskáld víðs vegar um heim. Með þessum viðbæti eru þá í kirkju- söngsbók síra B. Þ. 285 sálmalög. Er hún nú sú fullkomnasta kirkju- söngsbók, sem til hefur verið hjer á landi. Bók þessa ætti hver organ- isti að eiga, því eins og hún er prýðis- vel vönduð að öllum ytra frágangi, er innihaldið ekki síður. Síra B. Þ. á þakkir skilið fyrir bók þessa eins og alt annað, er frá hans hendi hefur komið til eflingar sönglistinni hjer á landi. í hinni sfðarnefndu er 81 lag, auk nokkurra tónlaga. Er bók þessi fjöl- breytt mjög. Sum lögin eru með sóló og undirspili, sum með 3 og 4 röddum. Fáein af lögum þessum eru hjer áður kunn, en sum lítt kunn. Bók þessi er því mjög skemtileg eign fyrir fyrir alla, sem hljóðfæri nota og söng unna. Allur frágang- ur á bók þessari sem hinni er hinn prýðilegasti. Hún er búin undir prent- un af frú Láru Bjarnason í Winni- peg, sem áður gaf út „Laufblöð". Báðar eru bækur þessar ódýrar eftir stærð og frágangi. Enn fremur hafa verið prentuð í sumar 3 sönglög, sem síra B. Þ. hef- ur samið, mjög tilkomumikil, og ná eflaust brátt almennings hylli, eins og alt, sem frá þeim höfundi hefur komið. Óskandi væri, að vjer íslendingar fengjum að njóta hans sem lengst. Og þá mundi hann enn auka við verk sín, sem yrðu ómetanlegur arfur allra söngvina á ókomnum tímum. H. Þ. Upiiruni lífsius. í útlendum blöðum er nú mikið rætt um fyrir- Iestur, sem haldinn var á ársfundi enskra náttúrufræðinga í Dundee af prófessor Schaeffer um uppruna lífsins. Hann hjelt því þar fram, að tak- markalínan milli hinna lifandi og dauðu efna í ríki náttúrunnar væri hvergi nærri eins ákveðin og vísinda- menn alment hefðu hugsað sjer hing- að til. Viss efnasambönd vairu upp- runi lífsins, án yfirnáttúrlegra áhrifa. Vísindin hefðu nú náð svo miklum framförum í þekkingu á efnafræðinni og þeim grundvelli, sem hún gæfi til skoðunar á uppsprettu lífsins, að hann sæi enga ástæðu til að efa þann möguleika, að líf yrði framleitt í dauðu efni — á vísindalegan hátt. Hann kvað nú á tímum svo kom- ið, að menn yrðu að hallast að þeirri skoðun, að lífið yrði til fyrir smá- breytingar í hinu dauða efni, er gengu stig frá stigi, þar til komið væri upp fyrir takmarkalínuna, er skildi milli þess, hvenær hægt væri að ákveða, hvort efnið skyldi teljast til hinnar lifandi náttúru, og að sköpunin væri því altaf að gerast. Líf hvers ein- staklings yrði að skoðast eins og heildarverkun alls lífs í einstökum frumlum hans, en af þeim tapi að- eins nokkur hlutinn lífsmagninu við dauða einstaklingsins. Hann kvað hina lifandi náttúru lúta öllum hinum sömu efnafræðis- lögum og hina dauðu. Vísindamenn gætu nú á efnaransóknarstöðvum framleitt mörg þau efni, sem værú f líkömum manna og dýra, og öll lík- indi væru til þess að framleiðsla lífs á þann hátt væri ekki eins fjarlæg og alment væri ætlað. Ræðunni hafði verið mjög vel tek- á fundinum. En síðan hefur hún vfða vakið öflug mótmæli. Hún var prentuð orðrjett í „Times" nokkru eftir að hún var haldin, en hjer er farið eftir útdrætti í „Berlingatíðind- um". Albertí. Hann hefur nýlega ver- ið fluttur frá Horsens fangelsi til Vridslöselille. Hann er núsjúkurog honum mjög farið aftur. Sagt að hann hafi ljetst sfðan hann kom f hegningarhúsið um 130 pund, og vegur hann nú aðeins 147 pund. Hann hefur nú verið 3 ár f fangels- inu, en á eftir 5.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.