Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.10.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 02.10.1912, Blaðsíða 2
192 L0GRJETTA YEFNAÐARVÖRDTERSL. Th. Thorsteinssdn' hefur fengið mikið af allri Smávöru. Leggingum. Bróderingnm. Ullarbolum. Sokkum og m. m. fl. fiður. Sunn. Sængurðúkur. Tvisttau, Ljereft og alla nauðsynlega vefnaðarvöru er best að kaupa hjá Th. Th. I Lögrjetta kemur út á hverjum miö vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. 4 ísiandi, erlendis 5 kr* Gjalddagi 1. júli. frá Kanada. Enski verkfræðingurinn A.E. Cleary, sem hjer var um tíma í sumar og ferðaðist hjer um, skoðaði námur o. fl., ritaði i. sept. grein í enska blað- ið „Morning Post" og kom þar fram með uppástungu, sem ísland snertir og vakið hefur allmikla athygli. En uppástungan er sú, að gera Reykja- vík að millistöð í hveitiflutningum frá Kanada til Bretlands. Hann setur fram uppástunguna í sambandi við breytingu, sem er að verða á þessum flutningum nú, eða væntanlega verður bráðlega. Kanadamenn eru að koma á járn- brautarsambandi norður að Hudsons- flóanum, og hefur sú brautarlagning lengi verið ráðgerð. Ætlað er, að sú braut verði fullgerð 1916. En þá styttist flutningaleið frá miðhluta og vesturhluta Kanada stórum til sjávar. Og með því að vöruflutningar eru miklum mun ódýrari á skipum en eftir járnbrautum, þá er ætlað, að aðalvönjflutningar frá miklum hluta Kanada beinist að Hudsonsflóabraut- inni, en síðan taki þar við skipaflutn- ingar austur eftir. En skipaleið er eigi talin ísfrí frá Hudsonsflóa nema 5 mánuði ársins, frá júní til nóvem- ber. A þessu tímabili þurfa því flutningar að ganga greiðlega og skipaferðir að vera örar, svo að ísfrí höfn sem næst útflutningsstöðvunum er mikils virði. En á þessari leið verður Reykjavíkurhöfn næsta ísfría höfnin. Aðalskipaleiðin iiggur ekki mjög langt hjeðan frá. Það er þetta, sem A. E. Cieary bendir á, og stingur jafnframt upp á að hjer verði kornvörurnar, sem að vestan flytjast, lagðar upp. Hann skýrir frá, að nú eigi að fara að gera hjer fullkomna höfn, og yfir höfuð finst honum staðurinn álitlegur til þessa, og gerir jafnvel ráð fyrir, að hveitið yrði malað hjer. Hann segir, að kornskipin að vestan gætu farið S ferðir milli Ameríku og íslands á sama tíma og þau fari 3 ferðir milli Ameríku og Englands. Þetta er uppástunga, sem mikils er Um vert fyrir Reýkjavíkurbæ, ef hún kæmist í framkvæmd. Til hreyfiafls handa hveitimyllum hjer, ef til kæmi, er hæst að liugsa sjer rafmagn frá stóru fossunum austan fjalls, sagði maður, sem Lögr. mintist á þessar uppástungur við. Vjelarbátur frá Bornhölmi kom hingað að bryggjunni sfðastl. iaugardagsmorgun og hafði lagt það* an á stað, þá nýsmíðaður, 10. sept- ember. Bátstjóri heitir Larsen, og Var við 3ja mann. í bátnum er 12 hesta Bornhólmsvjel og skriðhraðinn 6—7 mílur á vöku, Báturinn fjekk ill veður í hafi, varð að láta reka f heila $ daga, og tafði þetta förina. Annars hafði hann reýnst mjög vel í ferðavolkinu, Hanh er smíðaður hjá Hansen í Svaneke á Bornhólmi eftir fyrirmynd, sem Júl. Schou steinhöggvari hefur gert hjer heima og sent út. Vjelin er gerð hjá Herm. Blem í Bornhólmi. Smíðin á öllu kvað vera sem best vönduð. Stýrið er úr járni, sem mun fátítt. Báturinn á að fara til Keflavíkur. Bátstjórinn hafði áður komið hing- að til lands fyrir 20 árum, þá mat- sveinn á skipi. -Hann og fjelagar hans fóru heimleiðis í gær. Úr Amerík.ubrjefi. Útdráttur úr brjefi frá íslendingi í Ameríku, dags. 22. júlí 1912, búsettum nálægt Winnipeg. „ . . . Og það er langt frá því að jeg sje hrifinn af því, sem jeg hef sjeð í 'Ámeríku. Mjer þykir það ekki stórkostlegt. En jeg skal skrifa þjer seinna meira um það. En jeg mun letja landa mína til Ameríkuflutnings, eftir því sem jeg ber saman Ame- ríku og ísland og efnahag og vel- lfðan landa minna á báðum stöðun- um o. fl.....Hjer er mörg plágan: ofsahiti, flugubit o. m. fl. Jeg vann 3C2 dag 1' Winnipeg við trjesmíðar. Þá komst hitinn upp í 112 stig Fahren- heit, það er 40 stig á Reaumur. Þá duttu tveir menn niður á strætunum vegna hitans. Annar dó strax, en hinn Iá með óráði þegar jeg fór úr Winnipeg. Þá duttu og hestar niður steindauðir á götunum. Fólk getur varla sofið á nóttunum fyrir hitasvækj- unni, og þó liggur maður allsber með eitt Iínlak ofan á sjer. Svo kvelja flugurnar mann á daginn, stinga mann svo að maður bólgnar á handleggj- um, höndum og hálsi. Kýr missa málnyt, því þær hafa engan frið fyrir flugunum og öðrum skorkvik- indum, hvorki nótt nje dag, svo þær eru á einlægum fljótta að Ieita sjer að griðastað fyrir varginum. Þetta er sönn lýsing, bæði af minni eigin reynd og sögusögn margra landa okkar hjer í þessu bygðarlagi. Margir eru fleiri ókostir hjer, en þáætlajeg ekki að telja upp núna. En eins hef jeg orðið var í ríkum mæli hjá mörgum landa okkar hjer: sárri þrá heim og gremju yfir því, að hafa nokkurn tíma farið hingað. Jeg skil öiduna undir niðri hjá fólkinu, þó það segi ekki margt. Hún segir þetta: hjer er jeg nú búinn að slíta mínum kröftum í 10—20—30 ár. Hjer hef jeg verið öll þessi ár föðurlandslaus, og því mun það best, að jeg endi æfi mína hjer í þessari útlegð. — Þetta er andinn undir niðri. Jeg hefði viljað skrifa þjer miklu meira en þetta, en tíminn er naumur . .." Stríð á galkanskaga. Símað frá Khöfn í morgun: „Hernaðarútboð komið fram í Búlgaríu, Serbíu, Grikklandi ogMonte- negró. Georg Grikkjakonungur í skyndi farinn heimleiðis". (Hann hafði um tíma dvalið í Khöfn). I r Barðagtrandasýslu er Lögr. skrifað 15. sept.: „Hjer f sýslu er komin upp megnasta óánægja út af því, að þing og landstjórn skuli hafa slept Vog-Bjarna svona, eins og ráða má af blöðunum að gert hafi verið, því þó ekki sje krufið til mergj- ar athæfi hans en aðeins litið á er- indisbrjefið og lauslega yfir háttsemi hans, þá sjest ekki annað fyrst og fremst en að sá maður beri nauða- litla virðingu fyrir sjálfum sjer og starfi sínu. Góð er ræða Valtýs, og þökk sje honum fyrir hana. — Hjer vestra kvað hafa komið til mála nú í seinni tíð, að skotið yrði saman nokkrum krónum, sem svaraði far- gjaldi til Ameríku handa Bjarna. Von- andi, að hann þiggi það. En þá verður hann líka að gera gefendum þann greiða, að fara alfarinn og koma aldrei aldrei aftur. Þessi hreyfing kvað vera mest í Dalasýslu. Sorglegt er að frjetta um heilsufar þingmanns okkar, og ilt þykir öllum, að hann gat ekki setið á þingi. Nokk- ur málefni kvað hann hafa haft með höndum frá kjósendum, en ekki hafa þau komið í dagsljósið að því er sjest, og er það ilt. — En nú hefur sú fregn flogið, að Björn ætli að af- sala sjer þingrnensku vegna heilsu- leysis. Því trúa hans menn og segja að bæði sje, að hann finni starfs- krafta sína svo lamaða, að hann þoli ekki að standa í skærum við mis- indismenn á þingi, og svo sýni þetta, hverja virðingu hann beri fyrir kjós- endum sínum. En andstæðingarnir segja fregnina ósanna; Björn muni reyna að lafa svona áfram; fyrir kjósendum beri hann enga virðingu, — og færa til ónota orð, er hann hafi talað í þeirra garð og sýni lítils- virðingu, ef sönn sjeu. Hverjir hafi hitt naglann á höfuðið, sjest síðar. En eitt kemur mönnum saman um, og það er, að svo sje nú komið ýmsra orsaka vegna, að enginn sýslu- búi muni verða í boði, þó kosið yrði . . .“. ítalir ogf Tyrkir. A síðustu útlendum blöðum er svo að heyra sem það standi nú einkum fyrir full- um friðarsamningum milli ítala og Tyrkja að ítalir lýstu hertöku Trí- pólis síðastl. vetur. Vegna þess þykj- ast þeir ekki geta lagt niður ófriðinn öðruvísi en svo, að þeir haldi land- inu. Hins vegar þykist stjórn Tyrkja ekki geta brugðist svo Aröbum í Marokkó, að hún lýsi yfir afsali lands- ins í hendur ítölum, meðan þeir haldi uppi vörnum. Er það haft eftir her- málaráðherra Tyrkja nýlega, er hon- um voru í friðarumleitunum sagðar viðbárur ítala, að hann hafi sagt brosandi: „því taka þeir (ítalir) þá ekki landið?". Hann kvað Tyrki nú ekki hafa nema 2000—3000 manna her þar syðra og það væru lands- menn sjálfir, sem vörnum hjeldu mest uppi. En ástandið þar er það, að ítalir halda strandborgunum, en eiga þar sífelt yfir höfði sjer árásir frá flokkum Araba inni í landinu og verða að njóta aðstoðar herskipanna til þess að vera öruggir. Balkanrósturnar. Simað er frá Khöfn 27. f. m. að ófriðarhorfur á Balkanskaga fari vaxandi, Bulgarir og Tyrkir sjeu vígbúnir og smáor- ustur daglega. ísland erlendis. Dáinn er 25. ág. síðastl. 1 Winni- pegjónas Ikkaboðsson (Ólafsson), eftir langvarandi þjáningar úr krabbameini innvortis, fæddur 18. febr. 1865 að Saurstöðum í Dalasýslu og þar upp alinn hjá foreldrum sínum, en kvænt- ist síðan Onnu Sveinbjarnardóttur ekkju á Akranesi. Hún átti 4 börn af fyrra hjónabandi og gekk Jónas þeim í föður stað, en þau Jónas og Anna eignuðust 4 börn, tvo syni og tvær dætur, öll upp komin og mann- vænleg, segir í „Lögb." frá 5. f. m. í dánarfregn eftir Bjarna Magnússon, sem minnist Jónasar mjög hlýlega. Bókavinurinn (Bogvennen) heitir dálítið blað, sem Gyldendals bóka- verslun í Khöfn gefur út, og er það „bókmentatíðindi" hennar, meðmynd- um af rithöfundum þeim ýmsum, er samið hafa bækur þær, er þar koma út, og svo upplýsingar um þá og ritin. í ágústtölubl. bókavinarins í sumar eru myndir af tveimur íslensk- um rithöfundum, sem bækur koma út eftir í haust hjá Gyldendal, og eru það þeir Gunnar Gunnarsson og Jón Trausti. Saga Gunnars, sem út á að koma, heitir „Ormarr Örlygsson. Ur sögu Borgarættarinnar". í grein, sem Gunnar hefur skrifað þarna í blaðið og myndinni fylgir, minnist hann á æskuárin hjer heima. Hann er upp alinn á Ljótsstöðum í Vopnafirði, en fór að heiman 18 ára gainall. Hann langaði út í heiminn, segir hann, fanst tilbreytingalaust og hversdags- legt þar heima í sveitinni. En þegar árin liðu, fór hann að sjá lífið í bernsku- átthögunum í nýju ljósi og komst á þá skoðun, að því færi fjarri, að sveita- fólkið hjer heima lifði eins hversdags- brúkuð íslcnsk, alls- konar borgsr enginn betur en Hclgi Helgason (hjá Zimsen) Reykjavík legu lífi og honum hafði fundist í upp- vextinum. — „Þökk sje landinu, ís- landi", segir hann, „hinu kalda, hinu brosandi landi". Guðmundur Magnússon skáld segir með myndinni frá dráttum úr lífi sínu. Hann er, svo sem kunnugt er, fæddur á nyrsta tanga landsins og á nyrsta bænum þar, Rifi á Melrakkasljettu, og ólst þar upp í fátækt. Frá svæð- inu þar um kring segir hann þarna að lýsingarnar sjeu í Heiðarbýlis- sögunum. 18 ára gamall fór hann burtu þaðan og til Austfjarða. Þaðan segir hann „Borgir" ættaðar og ýms- ar lýsingar í smásögum sínum. „Borg- ir" eru nú að koma út í danskri þýð- ingu, og heita þar „Imod Strömmen". Svo segir þarna í blaðinu, að út komi eftir hann á dönsku í haust „Safn af sögum" þýddum af frú M. Löbner Jörgensen, og mun það vera eitthvað af smærri sögum hans. Jóh. S. Kjarval málari. Maður, sem um hann skrifar í „Austra", segir, að hann hafi næstk. vetur feng- ið aðgang að „Royal Akademy" f Lundúnum og færir til ýms mjög lofsamleg ummæli úr dönskurn blöð- um um myndir, sem Kjarval hefur haft til sýnis í Khöfn. Enricó Cariisó er einhver heimsfrægasti söngmaður, sem nú er uppi. Hann er ítali, og hefur farið víða um heim og alstaðar hlotið hina mestu aðdáun fyrir söng sinn. En jafnframt ganga altaf af honum kvennafarssögur, sem líka fljúga land úr landi. Hann er altaf að trúlofa sig; blöðin segja frá gift- ingafyrirætlunum hans og prenta upp gömul ástabrjef frá honum. Nú á hann í málaferlum í Mílanó út af einu slfku æfintýri. Reykjavík. Landsbóbasafnið. Eftir skýrslu landsbókavarðar hafa verið lánuð út á lestrarsalinn árið 1911 alls 23364 bindi til 15288 iesenda. í mánuð- unum nóvember—mars eru lesendur á lestrarsalnum yfir 2000 á hverjum mánuði, en hinum færri, fæstir í ág.: 267. Út úr safninu voru lánuð á árinu 2622 bindi, en lántakendur voru 240. Ritauki safnsins var 1964 prentuð eintök, þar af 1016 gefin. 181 handrit var keypt og nokkur handrit gefin safninu. Altaf nýtt og nýtt í Edinborgar- auglýsingunni hjer í blaðinu. „Snorri Stnrluson" sektaður. „Fálkinn" hitti hann við veiðar í landhelgi síðastl. laugardagsmorgun og kom með hann inn hingað á höfn- ina. Sekt 1400 kr., en veiðarfæri, Jónatan forsteinsson. Laugaveg 31. Sími 04. Stærsta úrval af liúwf»ö»iium, allskonar g-ólf- teppum, borðteppum, dívanteppum, hús- gag-natauum, «'ardínulauum, fiðurheldum ljereítum og sængurdúkunum eftirspurðu. Gólfdúkar allskonar Kolalíöríur, Taurullur, stórar og smáar, og m. m. fleira. Skólatöskur.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.