Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.10.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 02.10.1912, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 193 cczS E rt <u XI G 3 cn *o vO tuO 3 ’c* oj > 'O O is <L) N -Q <D o’sr «'5 O -X . T5 b/>V° ii ’So ö co <d bJD > v- « CTJ -G O xn 'O 5> « « G 3 rt *0 5 a, tuo 5 w $ '« c ri bw iS U to oo E 3 C C :0 J£ l-i 3 X* ^O <D S 3 E *c Pn 3 G 2 C/) rt S o, co ON 3 cð G 3 *o tuO i- vcð a cd ?o E iA i0 M m rT o I V- o § S -C cð 3 £* 2 -3 bJD <D > vO x*í co *3 *-« ^ cð XJ X3 3 3 cð co -*-» .3 >> £ > H TJ G D o x* >, i~* ölO £ .* O 't . O V- t-i ,3 3 u, '3 -3 .5 ■C S ti V. .S, c rt G£ g 2* C c/J (L) X3 C j— LG u a þ, 1-0 oo 10 co öjo G cð 2 o x 1895. 50 ára afmæli alþingis. Björgunarhátur. Lögr. vill vekja athygi á áskorun, sem prentuð er á i. síðu blaðsins, frá 7 borgurum í bænum, til þess að koma upp björgunarbáti. Um nauðsyn- ina á þessu var mikið talað hjer fyrir rúm- um 6 árum, eins og bent er til í áskorun- inni, og kom þá fyrst fram áskorun um sam- skot til þess?. frá Matth. Þórðarsyni skip- stjóra, sem þá var útgefandi „Ægis“, og síðan önnur frá nefnd manna. Er um þetta ritað í Lögr. frá þeim tíma, og fleiri uppá- stungur í líka átt, er þá komu fram. En nú hefur þetta yf- irstandandi ár aftur orðið eitt hið mesta mannskaðaárá sjónum hjer við land, svo að menn hafa nú vaknað til nýrrar umhugsunar um bjargráð í slíkum tilfellum, og hefur fyrirlestur Guðmundar landlæknis Björnssonar um mannskaða hjer við land, sem prentaður var hjer í blaðinu síðastl. vor og líka er gefinn út sjerprent- aður, vakið mjög mikla athygli, og sýnt mönnum fram á, að hjer er um mál að ræða, sem ekki má láta afskiftalaust og ekki má láta niður falla. Aðgerðir alþingis í því í sumar voru veigalitlar, enda var það ekki fjárlagaþing. En væntanlega lætur alþingi að sumri þetta mál meira til sín taka. Innkaupin i Edinborg auka gleði — minka sorg. alklæðnaðir karlmanna, ung-linga og barna. komu með s/s „Botnia" ttegnkápur (glans), allar stxrðir. Utlarpeysur, jlærjatnaður og Zaurullurnar alþeklu, og selst alt með hinu alþekta lága verði í Austurstræti X. r Asg. G. Gunnlaugsson. I Rakarastofan á Laugaveg 11 p frfiL ,.i; /' 1 Jrmí IJI hM ó-' M Þ 3 1 1A1117 þ fccowl1 imYTTi WyJiíLi 11 ,Hi ín pip 11 ... -j er nú aftur tekin til starfa. í utanförinni kynti jeg mjer allar nýjungar í iðn minni, hvað aöferöir og áliöld snertir, og margt af því hjer alveg óþelit áður, en sem flestir ættu að færa sjer í nyt. Vænti jeg allra gömlu við- skiftavinanna og margra nýrra. Virðingarfylst Arni S. Böðvarsson. ásamt 3 daga afla, upptæk. „Snorri hefur eitt sinn áður verið tekinn í landhelgi, en þá var þar annar skip- stjóri. Nú Páll Matthíasson, en þá Björn Ólafsson, Prestsvígsla. Síðastl. sunnudag var Vigf. Ingv. Sigurðsson vígður af Þórhalli Bjarnarsyni biskupi til Desj- armýrarprestakalis. Hann er settur þar prestur, en kosning hefur ekki farið fram. Ekkert varð úr kjötsöllunni til Englands, sem áður hefur verið getið um hjer í blaðinu að Sláturfjel. Suð- urlands hafði samið um fyrir milli- göngu Chr. B. Eyjólfssonar. Frá honum hefur ekkert skip komið og engin skeyti, þótt fjelagið hafi spurst fyrir. Það hafði pantað fjárrekstra í þessu skyni ofan úr Borgarfjarðar- og Mýra sýslum, en símaði á móti þeim, svo að þeir voru ekki hingað sendir, heldur til Borgarness. Hafði það verið ætlun fjelagsins með þess- ari sölu til Englands, að minka salt- kjötsútflutning frá Borgarnesi og segir það, að ekki hefði þurft að óttast kjötskort hjer í bænum, þótt salan hefði komist á. Konungsafmæli. Fæðingardagur Kristjáns konungs X. er 26. september. í tilefni af því gekst borgarstjóri fyrir því, að samsæti var haldið á Hótel Reykjavík og tóku þátt í því um 100 manns. Jarðarför Gunnlaugs, sonar Guð- mundar Björnssonar landlæknis, fór fram á mánudaginn. Síra Halldór á Reynivöllum flutti húskveðju, mjög fallega, en hjá honum hafði Gunn- laugur að nokkru leyti alist upp. í kirkjunni flutti síra Jóhann Þorkels- son ræðu. Gunnlaugur hafði lengi í sumar legið mjög þungt haldinn. Leibfjelag Reybjavíbur. Þar er nú byrjaður undirbúningur undir leiki í vetur komandi. Einar Hjörleifsson skáld er ráðinn leiðbeinandi leikenda og hefur hann fengist við þetta áður og lætur mjög vel, eins og kunnugt ^r. Bæði frú Stefanía og Árni Ei- riksson kaupmaður ætla að taka þátt í störfum leikfjelagsins í vetur, og svo er von á tveimur nýjum leik- endum norðan af Akureyri, Vilhj. Knudsen, áður kaupmanni þar, og Friðriki Jónassyni stúdent frá Hrafna- gili. Nýir málfærsluraenn. Lögfræð- ingarnir Björn Pálsson og Ólafur Lár- usson hafa í fjelagi opnað skrifstofu í Kirkjustræti 12. Til útlanda eru nýfarnir Jón Lax- dal kaupm., Th. Krabbe verkfr., lög- fr. A. Tulinius og S. Lýðsson, P. Torfason fjármálam. o. fl. (xullbrúðbaup áttu þau 26. f. m. Helgi Pálsson og Kristín Einarsdótt- ir í Gróðrarstöðinni hjer, foreldrar Einars garðyrkjuíræðings. Helgi er 74 ára en hún ári yngri, og bæði eru þau vel ern eftir aldri. Hingað fluttust þau fyrir 11 árum norðan úr Eyjafirði, til Einars sonar síns. — Til minningar um gullbrúðkaupið gáfu nokkrir vinir þeirra hjer í bæn- um honum vandaðan göngustaf, en henni hægindastól. Eru þau hjónin mjög vel látin af öllum, sem til þeirra þekkja. Frú Ragnhildur Björnsdóttir, ekkja Páls Ólafssonar skálds, hefur síðustu undanfarin ár verið á ísafirði hjá Helga Sveinssyni bankastjóra, en er nú flutt aftur hingað til bæjarins. Frú útlöndum er nýkominn Guð- jón Sigurðsson úrsmiður, úr för til Danmerkur, Þýskalands og Noregs. Sbólarnir voru, eins og venja er til, settir í gær. Á háskólanum eru nemendur 43, 7 í guðfrd., 14 í lagad., 21 í læknad. og I er les nor* rænu, en það er Norðmaður, David Guðdbrandsen að nafni. í Mentaskólanum eru um 140. í Stýrimannaskólanum 63. í Verslun- arskólanum er óvíst enn, hve margir geta fengið rúm, en 107 hafa sótt. Iðnskólinn var settur með um 40, en fleiri væntanl. síðar. í Kvenna- skólanum verða 112 námsmeyjar, en ekki allar komnar enn. og hafa fleiri sótt en að komust. í Barnaskólan- um eru um 1050 börn. miklar birgðir nýkomnar. Bæjarins besta úrval. Síuría Sónsson. Til að gefa pkkar heiðruðu viðskiftavinum á íslandi tækifæri til að kynnast aftur í ár okkar ágætu vörutn með verði, sem er svo lágt, að það fer út fyrir alla samkepni, höfum við ákvarðað að selja út borðbunaðar- áhöld okkar með pessu sjerlega lága verði: 6 matskeiöar,... etta iorsilfring,lir.6,00 6 gaffiar,.....— — — 6,00 6 eftirmaiarskeiðar, — — -5,00 6 — gaffiar, — — -5,00 6 teskeiðar,.... — — — 2,50 Alt tvístrykað. Óskist hið sama í Empire-gerð, er verðið 2 kr. hærra á hverjum 6 áhöldum fyrir sig. Þjer eruð beðnir að sendapönt- un yðar strax með utanáskrift eirri, sem hjer er undir, því borð- únaðaráhaldabirgðir okkar með pessu óheyrilega lága verði munu fljótlega þrjóta. Kaupið vörurnar beint frá Köbenhavns Guldvarelager, Köbenhavn V. Fyrirframborgun er ekki veitt við- taka. Sjeu vörurnar ekki eftir ósk- um, verður þeim skift. Pantanir, sem nema meiru en 15 kr., send- ast burðargjaldsfrítt. Alt með eftir- kröfu. Gætið þess, að senda ná- kvæma utanáskrift til yðar. 30 anra kexið er komið aftur í verslun Jóns Zoega. Brúkuð íslent^k F’rímerlti kaupir háu verði Sigurður Jónsson, Lindargötu 1 B, R ykjavík BDIKIÐ góða er komið aftur í verslun Jóns Zoega. A9 kaupa Pappír og Ritföng hjá V, B, K. þýðir Peningasparnað. Skófatnaður, margar tegundir. Mikill afsláttur. Sturla jónsson. Fyrrum bóndi Einar Jónsson, sem and- aðist 28. f, m., verður jarðaður mánudag- inn 7. október, kl. II1/., frá húsinu nr. 4 á Smiðjustig. Aðstandendurnir. Stúlba getur fengið vist hjá AU- Hansen, Þingholtsstræti 28. Dömuklæði alklæði, afarmargar tegundir, best og ódýrast. Sturla Jónsson. mikið úrval. Síuría Sónsson. RáAlierra fór utan með „Botníu" 27. f. m. með lög og erindi síðasta alþingis. Hve lengi hann dvelur ytra er óvíst. Ffá Ijátói til fiskimiða, Símastarfsmanni f ibið frá. Egg- erti Stefánssyni símrita, sem nú síð- ast var á Seyðisfjarðarstöðinni, er ný- lega vikið frá starfinu vegna þess, að hann hefur brotið þar skyldur sínar, farið á bak við stöðvarstjóra með skeytasendingar, að því er Lögr. er sagt. Kjötsboðunarlæknar eru þegar tilnefndir samkvæmt lögum síðasta þings, er staðfest voru 13. f. m.: Gísli Pjetursson á Húsavík, Jón Jónsson á Blönduósi og Júl. Halldórsson íReykja- vík. Póstafgreiðslan í Hafnarfirði er auglýst laus frá fyrsta apríl n. á. Árslaun 350 kr. Vjelarbátur fórst nýlega frá Hrísey í Eyjafirði með 3 mönnum. Formaðurinn hjet Halldór Sigurbjarn- arson, úr Hrísey. Báturinn var á heimleið af fiskimiði. Jón í Múla. Hann fór hjeðan heim til Seyðisfjarðar skömmu eftir þinglokin, og þá mikið veikur. í síðustu fregnum að austan er látið illa yfir heilsu hans. Porlábshöfn. Út af því, sem haft var í siðasta tbl. Lögr. eftir „Suðurl." um fyrirtæki Frakka í Þor- lákshöfn, hefur hr. Brillouin, sem er aðalmaðurinn hjer í því fyrir Frakka hönd, beðið Lögr. að geta þess, að um það fyrirtæki sje ekkert fastráðið enn, hvorki um uppgjöf nje áfram- hald. Georg Carstensen, sá er meðal annars stofnaði Tívólí í Khöfn, átti IOO ára afmæli 31. ág. og var þess minst í Tívólí með mikilli viðhöfn. Tívólí er nú 69 ára gömul og lík- neski Carstensens hefur lengi staðið þar. Carl Lumholtz heitir norskur landkönnunarmaður, sem kunnur er af ferðum sínum í Ástralíu. Nú er hann að búa sig í för til Nýju- Guineu og ætlar að kanna þar inn- landið, sem enn er næsta lítið þekt í þeim hlutanum, sem Hollandi til- heyrir. Ingólf's-ríinur. Símon Dala- skáld hefur nýlega gefið hjer út rímur af Ingólfi landnámsmanni, sem hann hefur sjálfur kveðið, og kosta í kápu 75 au., en í bandi, með mynd hans framan við, 1 kr. Langir mansöngv- ar eru þar inni á milli, og kveður hann í einum mikið um Skagafjörð, í öðrum um veru sína á Kleppi o. fl. o. fl.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.