Lögrétta - 16.10.1912, Blaðsíða 2
200
LÖGRJETTA
/ versiun Jóns Zoega
Epli
fdst margskonar ávextir:
Vínber
„Bananer“
Melónur
Laukur og m. m. fl.
Notið nú talsímann!
Hringið upp nr. 128 og pantiðl
^Zarsfun dóns SEoaga,
Bankastræti 14.
Myndin er frá komu Zeppelins til Khafnar 19. f. m. og sýnir
stjórnendabátinn á loftskipinu »Hansa« og Zeppelin sjálfan þar uppi.
Skipið fór á 6 kl.tímum frá Hamborg til Khafnar.
Slys á SteingrimsjirBi.
I.augardaginn 5. okt. reru margir
bátar á Steingrímsfjörð, en snögg-
lega skall á aftaka vestanveður og
urðu flestir að hleypa yfir á Selströnd;
þetta fataðist þó einum og fórst hann
með fjórum mönnum á. Sást það
af nærstöddum bátum, að seglið rifn-
aði og er mælt, að báturinn bafi
laskast nokkuð um leið, og í sömu
svipan veltist holskefla yfir hann og
reið honum að fullu. Þeir, sem þarna
druknuðu, voru þessir: formaðurinn,
Sigurður Kárason, og Benedikt Sæ-
mundsson, báðir úr Bolungarvík, Jón
Eðvald Magnússon, unglingsmaður
frá Kirkjubóli ytra í.Steingrímsfirði, og
Halldór bóndi Jónsson í Miðdalsgröf
í Steingr.f.; lætur hann eftir sig konu
og 5 eða 6 börn ung.
Að Halldóri er mikil eftirsjá; hann
var prýðilega greindur maður og hag-
leíksmaður á marga grein. skrifaði
meðal annars svo fagra hönd, að
óvíða sjest hennar líki. Hann átti
líka mörg handrit í fórum sínum, því
bæði var hann hagorður og vel fær
að rita óbundið mál og safnaði auk
þess alþýðukveðskap, hvar sem til
hans náði og nokkurs var virði. Hann
ljet sjer umhugað að tala og skrifa
íslensku sem best, enda fór betur um
tunguna hjá honum en flestum öðr-
um. Halldór var enginn auðmaður,
en bjó snoturlega, og vel var um
gengið hjá honum utan húsa og
innan. Hann naut almennings trausts
og hafði á höndum trúnaðarstörf fyrir
sveitarfjelag sitt. J. Th.
Hóstur í ungverska þiug:>
inu. Það kom saman 17. f. m.
og hófust þar þegar álíka læti og
sfðastl. vor, nema nú voru ekki skot-
vopn á lofti. Mótsöðumenn stjórnar-
innar höfðu slík ólæti í frammi, að
ekkert var unt að gera; þeir bljesu
í pípur og æptu að forseta, Tissa
greifa, og yfirráðherranum, dr. Lukacs.
Alt, sem kasta mátti, hafði þó verið
borið burtu úr salnum, þar á meðal
blekbytturnar. Forseti reyndi að
tala, en það var ógerningur. Svo
sleit hann fundinum eftir 2 tíma setu
í forsetastólnum, en setti hann aftur
að lítilli stundu liðinni. En alt gekk
eins og fyr. Enn sat forseti í 2
tfma, en bað þá varaforseta að taka
við. En það var sama. Enn var
reynt að fresta fundi tvisvar, en ólæt-
in hófust aftur jafnskjótt og fundur
var settur. Loks þraut þolinmæði
forseta og gerði hann boð eftir lög-
regluliði. Ruddust þá 100 lögreglu-
þjónar inn í þingsalinn. Forseti hafði
skrifað upp nöfn þeirra, sem verst
ljetu, og bað lögreglumennina að
koma þeim út. Var fyrst farið vel að
þeim, en þeir neituðu, bjuggust til varn-
ar bak við borð og stóla og buðu lög-
reglumönnunum þaðan byrginn. Lög-
reglumennirnir sóttu eftir þeim, sem
stóðu á lista forsetans, en hinir vörðu
þá. Einn greip listann af lögreglum.
og reif hann sundur, en hinir klöpp-
uðu. Ruddust nú ófriðarmennirnir á
lögregluliðið og þar fremstur í flokki
Karolyi greifi, og hrukku lögreglu-
mennirnir fyrir og út úr salnum. Einn
af þeim kvaðst ekki leggja hendur
á frjálsa þingmenn, og var mikið
klappað fyrir þeim ummælum. Nú
kom yfirlögreglustjórinn til og skip-
aði að fyrirmælum forseta væri tafar-
laust hlýtt, og var þá þingsalurinn
ruddur með fjölda lögregluliðs. Karo-
lyi greifi datt í þeirri viðureign og
meiddist svo, að læknar urðu að
taka hann að sjer. Sumir voru
bundnir, áður þeim yrði komið út.
Hafði þessi leikur staðið frá kl. 10
um morguninn til kl. 8 um kvöldið.
Næsta dag, er forseti setti þing-
fund, byrjuðu sömu lætin. Forseti
frestaði þá þegar fundinum og kall-
aði lögreglulið til hjálpar, og viku
þá ófriðarmennirnir sjálfkrafa út úr
salnum. Fundur var aftur settur eftir
tíma hlje og var þá samþykt tillaga
um, að útiloka ófriðarflokkinn frá
Stefán Tissa greifi.
þingfundum, 50 þingmenn frá 30 næstu
fundum, en 10 frá 15 næstu fund-
um. Síðan var fundum þingsins
frestað um óákveðinn tíma.
Sama dag kom út æsingagrein í
blaði verkmannaflokksins, og var
það gert uppfækt. Búist var við
uppreisn á götunum um kvöldið, en
úr því varð þó ekki.
Lætin eru út af kröfu um almenn-
an kosningarrjett og hófust í vor, er
helsti mótstöðumaður þeirrar kröfu,
Stefan Tissa greifi, var gerður for*
seti þingsins. Kosningalögunum var
slegið á frest, en stjórnin fjekk sam-
þykt ný herskyldulög, sem mótflokk-
ur hennar vildi láta bíða þar til af-
gert væri um kosningarjettinn. Stjórn-
in hefur fylgi meiri hluta þingsins,
en það er minni hlutinn sem róst-
urnar gerir.
Tyrkir og- ítalir. Það geng-
ur enn í þófi milli þeirra um friðar-
samningana. Stjórn ítala vill ekki
frá þeirri kröfu falla, að Tyrkir viður-
kenni fullveldi Ítalíu yfir Trípólis, en
það kveðst Tyrkjastjórn ekki geta
gert, því með því ætti hún á hættu,
að Arabar risu upp alstaðar annar-
staðar í ríkinu með árásum gegn sjer
fyrir það, að hafa að nauðsynjalausu
selt landið af hendi, meðan lands-
menn sjálfir hjeldu þar vörnum uppi.
Aftur á móti hefur Tyrkjastjórn boð-
ist til að taka samskonar fyrirkomu-
Iagi og nú er á stjórn Egyftalands.
Tyrkneskur kediv skuli að nafninu
til stjórna landinu, en ítölum skuli
heimilt að hafa þar her til gæslu.
Egyftaland er enn að nafninu tyrk-
neskt land og kedivinn þar er land-
stjóri soldánsins í Konstantínópel, en
Kitchener lávarður, sem í reyndinni
stjórnar landinu fyrir hönd ensku
stjórnarinnar, kallast aðeins stjórnar-
umboðsmaður eða aðalkonsúll Eng-
lands. Svo hefur verið þar lengi, og
Englendingar sækjast ekki eftir neinni
opinberri viðurkenningu frá Tyrkja-
stjórnar hálfu á fullveldi yfir Egyfta-
landi, en láta sjer nægja að hafa það
í reyndinni, og líkt er um Frakka í
Túnis. Það þykir því líklegt, að
Italir verði að sætta sig við að taka
þessu boði Tyrkjastjórnar.
Annars hefur verið gert ráð fyrir
því í friðarsamningunum, að Ítalía
borgi til Tyrklands fyrir þá lands-
hluta, sem hún gerir tilkall til að fá
umráð yfir, en hefur eigi tekið með
hervaldi, gjald, sem afborgist á 66
árum. Svo hefur verið gert ráð fyrir
lánsútvegun handa Tyrklandi, 600
milj. líra, og taki þá Ítalía að sjer
ábyrgð á IOO milj. af því. Enn-
fremur að Arabar í Trípólis haldi
fullkomnu trúarbragðafrelsi og að
ítalir skili aftur eyjum þeim, sem
þeir hafa tekið í Grikklandshafi.
Ilervarnir ISreta og ný-
lemlur þeirra. Borden, hinn
nýi stjórnarformaður Kanada, hefur
í sumar verið í heimsókn í Lundún-
um og hefur farið mjög vel á með
honum og ensku stjórninni. Nú er
hann kominn heim og hefur 1 ræðu,
sem hann hefur haldið nýlega, mælt
mjög vingjarnlega til Bretlands.
Sagði hann, að þrátt fyrir fjarlægð-
irnar væri móðurlandið og nýlend-
urnar eins og óskift heild, er til þess
kæmi að halda uppi valdi og áhrif-
um hins bretska ríkis.
Það, sem um hefur verið rætt, er
þátttaka nýlendanna í hervörnum
ríkisins, hver hún skuli vera og
hvernig henni skuli háttað. Nú segja
síðustu fregnir íútl. blöðum, að Borden
fylgi því fram að Kanada styrki
enska flotann með því að leggja til
3 stórherskip, og sama styrk, eða
enn meiri, vilji Ástralía leggja fram.
j'lýjustu striðsjregnir.
Grikkland tekur Krítey.
Símað er frá Khöfn í gærkvöld:
„Grikkland hefur lýst yfir, að það
taki Krítey. — Hernaðarástand í
reyndinni komið á".
í síðustu útlendum blöðum er þess
getið, að þingmenn frá Krítey sjeu
komnir til Aþenu og muni nú fá
sæti í gríska þinginu. Hefur það
vetið fyrirboði þess, sem skeytið
segir frá.
Björnstjerne Björnson. Gylden-
dals bókaverslun er nýlega byrjuð á
útgáfu af úrvali úr ræðum hans og
blaðagrcinum. Þetta úrval á að koma
út í 35 heftum og kostar hvert um
s g 30 aura. Formála fyrir þessu
verki hefur J. E. Sars prófessor
skrifað.
Fellibylur í Japan. Seint í síð-
a ,tl. n.ánuði kom slfkur fellibylur í
J pan, að menn segja annan slíkan
ckki hafa komið þar á síðustu 50
árum. Tjónið er gífurlegt, áætlað
um 40 milj. yena. Hús og skip hafa
brotnað í þúsur.dum og fjöldi manna
mist lífið.
Skotið á Roosevelt.
Símað er frá Khöfn í gærkvöld,
að Roosevelt hafi verið skotinn í
brjóstið úr skammbyssu af sósíalista
og særður, en sárið sje þó ekki hættu-
legt fyrir líf hans.
Kuud ISorlin prófossor
skrifar nú hverja greinina eftir
aðra í dönsk blöð um íslensk stjórn-
mál, og snýr sjer af öllum mætti
gegn Sambandsflokknum. Tvær grein-
ar eru eftir hann í „Pólitiken«, frá
16. f. m. og 5. þ. m., og ein í »Riget«,
frá 23. f. m.
í greininni í „Riget" hefur hann
alveg endaskifti á sannleikanum þar
sem hann segir frá rökstuddri dag-
skrá alþingis um frestun stjórnar-
skrármálsins. Hann skýrir með mestu
nákvæmni frá, hvernig á því standi,
að úr henni hafi verið feld klausa
um það, að nýjar samningaumleitanir
við Dani skyldu fram fara á grund-
velli sambandslaganefndarfrv. frá 1908.
Segir, að meiri hlutinn hafi orðið að
gera þetta vegna þess, að það hafi
verið heimtað af minni hlutanum.
En alt er þetta sannleikanum gagn-
stætt. Rökstudda dagskráin mun
vera prentuð orðrjett í flestum ís-
lenskum blöðum, eins og hún var
samþykt (Lögr. 44. tbl.), en hún var
samþykt með þeirri klausu sem K. B.
segir að úr henni hafi verið feld.
Við þessa frásögn sína styður
hann svo tilgátur um það, hver vera
muni stefnuskrá hins nýja Sambands-
flokks.
Greinin í „Pólit." frá 16. f. m.
virðist helst vera skrifuð með því
markmiði, að vara konunginn við
því, að koma ekki eins fram í ís-
landsmálum og faðir hans hafi gert.
í síðari greininni mælir K. B. fast
fram með jarlshugmyndinni.
Roald Amundsen heimskautsfari
lítur nú svona út. Hann fer nú
land úr landi og flytur fyrirlestra
um suðurheimskautsförina.
Járnbraut yfir Sahara. NefnJ,
sem haft hefur það mál til rar.n-
sóknar, hvort gerlegt væri að leggja
járnbraut yfir Sahara, hefur nýlega
komið fram með álit sitt, og telur
þetta ekki ógerlegt, en mjög dýrt.
Verði brautin lögð, sameinar hún
eignir Frakka í Norður-Afríku og
Mið-Afríku.
Noregs saga.
Af hinni miklu Noregs sögu, sem
H. Ascehoug forlagið er að gefa út
og jeg mintist eitt sinn á í Lögr.,
eru nú komin út 74 hefti, og er þá
helmingnum af henni lokið; það eru
6 hálf bindi, því að hvert bindi er
í tveim hlutum. Fyrsta bindið, eftir
prófessor Alexander Bugge, er alt
komið út og nær fram til 1030.
Fjórða bindið, sem nær frá 1537
1660, eftir prófessor Yngvar Nielsen,
er einnig alt komið út. Þá er fyrra
hlutanum af fimta bindinu, um ein-
veldistímann fram til 1746, eftir dr.
Osc. Alb. Johnsen, einnig lokið, og
síðari hlutinn af seinasta bindinu, um
árin 1885 til 1905, eftir prófessor J.
E. Sars, var eitt af því, sem fyrst
kom út.
Þetta ágæta rit er líka vandað að
öllum ytra frágangi og með mörgum
góðum myndum og uppdráttum. Alt
á það að verða komið út 1914, þá
er Norðmenn halda 100 ára stjórnar-
skrárhátfð sfna.
B. Th. M.
Þóröur Edílonsion læknir
og frú hans, Helga Benediktsdóttir
Gröndals, komu heim úr utanlands-
för í fyrra kvöld og höfðu verið í
þeirri ferð 4 mánuði. Fyrst í Khöfn,
og gekk hann þar á spítala um
hríð. Fóru þau svo til Þýskalands
og voru í Berlín 10 daga. Þá til
Svfþjóðar og voru þar viku. Nú
síðast voru þau aftur í Khöfn.
í Svíþjóð voru þau nokkra daga
hjá síra Júlíusi Þórðarsyni. Honum
lfður mjög vel, og hann er vinsæll
og í góðu áliti.
í Berlfn hittu þau Pjetur Jónsson
söngvara. Hann er þar við eitt af
stærstu leikhúsunum og hefur komið
þar fram hvað eftir annað í litlu
hlutverki, en býst nú við stærra
hlutverki innan skamms. Laun hans
eru nú í byrjuninni 300 mrk. á tnán-
uði. En kennarar hans láta mjög
vel af söng hans. Hann var eitt
sinn fenginn til þess að syngja í
grammófón 12 ísl. sönglög og fjekk
fyrir það 300 mrk. Kveðst Þórður
læknir búast við að Pjetur eigi góða
framtíð fyrir höndum þar syðra.
í Árósum hittu þau hjónin Svein-
björn Sveinbjörnsson kennara og er
hann þar í miklu áliti. Hann er nú
meðal annars kennari barna konungs-
ins í frönsku og ensku.
Það segir Þórður Iæknir, að Jó-
hann Sigurjónsson hafi nú fengið
nýtt leikrit tekið á Dagmarleikhúsinu,
en nafn á því veit hann ekki. Fjalla-
Eyvind á að fara að leika í Krist-
janíu og ef til vill í Þýskalandi.
Alþjóðaþing i Qenf. Þar
var 17. alþjóðaþingsamkoman háð í
síðastliðnum mánuði og voru þátttak-
endur 170, stjórnmálamenn frá ýms-
um löndum, þar á meðal 40 frá
Norðurlöndum. Þessi fundur átti að
haldast í Róm 1 fyrra, en fórst
fyrir vegna þess að þá var þar kól-
erusýki. Síðan hafa ítalir sagt upp
þátttöku í þessum þinghöldum vegna
opinberra ummæla frá milliþinga-
stjórn þeirra um stríðið milli Ítalíu
og Tyrklands, en þau ummæli þótt-
ust ítalir ekki mega þola. Milli-
þingastjórnin var komin saman í
París 4. okt. í fyrra og samþykti þá
ályktun í þá átt, að það Ijeti í ljósi;
aðfinslu út af því, hve skyndilega
ítalir hefðu ráðist í þetta stríð, svo
að utanaðkomandi áhrif til friðarum-
leitana hefðu ekki komist að. f
milliþingastjórninni er meðal annara
Fr. Bajer frá Khöfn. Aðalviðfangs-
efni þessara funda eru reglur fyrir
samningum milli ríkja og alþjóða-
friðarmál. í þetta sinn var aðalum-
ræðuefnið um gerðardóma milli ríkja..
Einn af þeim, er ræður fluttu þæ,-
var Hagerup sendiherra Norðmanna
í Khöfn.
Stríðskostnaður Tyrkja f Ítalíu-
stríðinu var sagður seint í fyrra mán*-
uði alls orðinn 167 milj. kr.