Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.10.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 16.10.1912, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 201 Að versla við V. B. K. þýðir það sama og geta lagt nokkrar krónur í sparisjóð á mánuði, því V. B. K. gerir öllum innkaupin ódýrari en annarstaðar. Munið því að beina viðskiftum yðar til V. B. K. •••••«•••••• 1 Feri til Kaupaiáatnar. Eftir Bjarna Sœmundsson. Það þykja nú ekki lengur nein tíðindi, þó að einhver mörlandinn fari til kongs- ins Kaupmannahafnar, — samt hefur sú leið orðið mörgum íslendingum „Vej til Ros og Magt“ á stðari öldum, eins og hafið Dönum — og þess vegna hafði jeg alls ekki ætlað mjer að semja neina ferða- sögu, og því síður lofað Lögrjettu neinu, eins og ritstjóranum þóknaðist að birta fyrir löngu ( blaðinu. En af því að jeg tel það helga skyldu hvers ritstjóra, að fara aldrei með ósannindi, síst vtsvitandi, þá ætla jeg að reyna að bjarga ritstjóranum úr þess- um vanda, og hripa upp nokkur orð um ferðina, eða öllu heldur um eitt og annað af þvi, sem fyrir augun bar, helst á sjón- um, þv( að engin æfintýri komst jeg ( og ekkert gerðist sögulegt ( ferðinni. Þetta læt jeg vera nægan formála fyrir því, sem á eftir fer, en því ætla jeg að skifta í þrjá kafla, ferðina til Hafnar, dvölina þar og ferðina heim, en ritstjórinn verður að biðja menn að afsaka það, sem fram verð- ur borið, því að hann ber eiginlega ábyrgð- ina á því, ekki hvað sagt verður, heldur á þv(, að nokkur verður yfirleitt sagt. I. Jæja, jeg lagði af stað með „Ceres" að kveldi hins 30. júní í blíðviðri, og hjeldum við sem leið liggur til Vestmannaeyja og komum þangað kl. 4 morguninn eftir. Jeg man ekki í hvert sinni jeg var nú kominn að „Eyjum" (eins og Eyjamenn segja vanalega), en víst er það, að jeg hef komið þangað oft, og eins það, að ávalt þykir mjer jafn.ánægjulegt að koma að Eyjum í góðu veðri, því að þær eru svo svipfriðar og tilbreyt- ingamiklar, að maður verður seint leiður á að sjá þær, tindana, mó- bergshamrana, grasþekjurnar — því að sumar eyjarnar, eins og t.d. Álsey og Suðurey, líkjast mest húsum með hnausaveggjum og vel gróinni og grænni torfþekju, — eldfjöllin, bæði hið alþekta Helgafell — Vesúv Vest- mannaeyja, sagði gamli Þorsteinn læknir — og eyjarnar Elliðaey og Bjarnarey, sem báðar eru eldfjöll eða eldfjallaleifar — og hraunin, að ó- gleymdum öllum fuglunum. Lundinn og fýllinn eru þar, í kringum höfn- ina að minsta kosti, í algerðum meiri hluta. En mest ber þó á fýlnum („sladdanum", það er gælunafn þeirra þar á honum). Það er hann, sem eins og setur mark sitt á Hfið þar. Hann er sí-gargandi, samkomulagið milli hjónanna í hreiðrinu er ekki meira en í meðallagi, sífelt þras og arg allan daginn, og þegar fýllinn fer úr björgunum á haustin, hljóðnar yfir öllu. —Já, það mætti segja margt um Vestmannaeyjar, en í þetta skifti voru þær aðeins viðkomustaður. Við fórum þaðan eftir fárra tíma dvöl, styttri dvöl heldur en skipstjóri hafði boðað oss um morguninn, Kl. 3 var haldið af stað og stefna tekin beint á norðausturodda Skotlands (Duncansby-Head); það er í ASA, eða hjer um bil sama stefnan og frá Reykjanesi, það eru hjer um bil 560 mílur (frá Reykjanesi 70 mílum lengra; en skemsti vegur milli íslands (Vestra* horns) og Skotlands (Cape Wrath) er 450 mílur)1). Liggur leiðin fyrst meðfram brúninni á landgrunninu út at Eyjafjöllum og Mýrdal, en af þeirri brún snardýpkar frá 100 niður að 300 fðm., því að þá tekur við At- lantshafsdjúpið, er nær norður að hryggnum fræga milli íslands og Eæreyja og jarðfræðingar álíta leif- ar af landspöng, sem tengdi þessi lönd saman í fyrndinni, á surtar- brandstímanum (miocene). Þegar um kveldið var komið 80 mílur frá Vest- mannaeyjum, 35 ndlm- s, af Meðal- landi, og háttuðum við þá með 550 —600 faðma dýpi undir kjölnum og þægilegri meðvitund um, að ekki |>yrfti að óttast blindsker eða aðrar igrynningar. Svo smá-dýpkaði um móttina, og kl. 4—5 að morgni 2. Júlí vorum við komin út á mesta dýpið, sem er á þessari leið, það er nál. 1100 faðm., 100 mílur S. af Hornafirði; svo fer aftur að smá- grynnast upp að hinum breiða fiski- banka, suður og vestur af Færeyj- um. Hann er álíka stór um sig og Faxaflói, og liggur leiðin yfir hann 1) Hjer er alstaðar talið ( sjómílum (a: */4 jarðm(lum). miðjan, 2/3 vegar frá Reykjanesi til Skotlands. Svo dýpkar aftur niður í Hjaltlandsál; það er allbreiður og 3—6oc faðma djúpur áll, sem geng- ur frá Atlantshafsdjúpinu norður og austur milli Færeyjagrunnsins og hins breiða landgrunns, er gengur út frá Skotlandi og Orkneyjum. Að morgni 2. júlí vaknaði jeg úti á reginhafi og sást þá hvergi til lands, og sigldum við þannig allan þann dag og langt fram á næsta dag, að við sfíum ekki land, því að leiðin liggur svo langt fyrir sunnan og vestan Færeyjar, að ekkert sjer til þeirra. Það er eitthvað einkenni- legt, að sigla lengi þannig, að sjá ekki annað en himin og haf, dálitla 2—3 mílna breiða kringlu af haf- fletinum; og þó að skipið bruni á- fram með jafnmiklum hraða og hest- ur á harða spretti, þá breytist út- sýnið ekkert, haflötur og himinn eru sjálfum sjer líkir, svo að helst virð- ist svo sem ekkert miði áfram, en hins vegar finst manni alt takmarka- laust, og einhver óljós löngun til að þess að komast sem fljótast áfram að einhverju marki gerir vart við sig. Sama er sagt um ferðir á víð- áttumiklum sljettum, t. d. á steppum Rússlands. Jeg ruglast fljótt í átt- unum, eða finst eiginlega að engar áttir sjeu lengur til, og sjálfsagt mundu sjómennirnir geta ruglast líka, ef ekki væri áttavitinn og mælingaverkfærin, ekki síst í þokum og dimmviðrum, og mikið mega menn þakka öllum þeim vísindamönnum, eðlisfræðingum, stærðfræðingum og stjörnufræðingum (að jeg ekki nefni skipasmiðina), sem Iagst hafa á eitt í því, að greiða far- mönnum leið um úthöfin með átta- vita, kortum og mælingaverkfærum svo nákvæmum, að engu þarf að skeika, en veðurfræðingar og haf- fræðingar ransaka nú af kappi vinda og strauma í þágu sjóferðanna. Við það vinst enn meiri nákvæmni í staðarákvörðun skipsins, og loks geta nú skipin staðið í frjettasambandi við önnur skip og löndin með loftskeyt- um -— og þó finst mörgum, að vís- indin geri svo ósköp lítið gagn. Ætli það hafi ekki verið eitthvað erfiðara að fara þessa leið um það leyti sem ísland var að byggjast? Veðrið var hið unaðslegasta á hafinu; það var hægur andvari á eftir, sólskin og undiralda úr NA, svo lítil, að skipið hreýfðist varla. Jeg hef aldrei farið um sljettara úthaf. Farþegar voru flestir hressir og skemtu sjer eftir föngum, flestir segi jeg, því að það eru ávalt einhverjir, helst kvenfólkið, sem álítur það sjálfsagða skyldu, að vera veikt á sjó, hve sljettur sem hann er. Festir voru landar og vanir millilandaferðum, og svo nokkrir Bretar, 1 Tjekki, serri við engan vildi tala, I Þjóðverji frá On- undarfirði og I fullorðinn enskumæl- indi Bandaríkjamaður, mesta prúð- menni, á leið til Olympíuleikanna í Stokkhólmi, og hafði „tekið ísland með“. Aðalskemtunin var að vera uppi og njóta veðurbliðunnar og sól- skinsins og sjávarins. Á kveldin skemtu yfirmenn skipsins með hljóð- færaslætti niðri í salnum. Broberg skipstjóri Ijek snildarlega á fiðlu og Kriiger yfirmeistari ljek undir á píanóið. 2. júlí var tekin sólarhæð á há- degi og vorum við þá á 61° 31' Nbr., 13° x6' VI., eða 280 sjómílur frá Vestmannaeyjum, á c. 600 faðma dýpi, en vorum farin að nálgast Færeyjagrunnið. Kl. 6 um kvöldið vorum við á því miðju, og er ekki nema 50 faðma dýpi á því, þar sem leið vor lá yfir. Þá vorum við 75 sjómílur beint í SV. af Suðurey og hið næsta Færeyjum, en þó alt of langt í burtu til þess að þær sæjust. Það sást líka, að við vorum nú ekki mjög langt frá landi á því, hve margt var um fugla; kveldið áður sást eng- in kvik kind á sjónum, nú voru þar nokkrir fýlar, skarfur og I svartfugl. Fýllinn sást öðru hvoru alla leið suður í Norðursjó; hann er reglulegur ís- hafsfugl, en kvað á síðári áratugum ávalt vera að breiðast út suður á bóginn. 1840 settust þeir að í Fær- eyjum. Um morguninn höfðum við mætt þrem botnvörpungum frá Grims- by (með stýrishúsið við afturmastrið) á leið til íslands, en á Færeyjabank- anum sáust engin skip; þau eru fleiri þar á veturna. (Frh.). Reykj avík. Jón Kristjánsson læknir Skag- firðinga er hjer staddur og fer til út- landa til dvalar um tíma. Th. Krabbe verkfræðingur. Það var rangt, sem í Lögr. stóð nýlega, að hann hefði farið til útlanda. Gteir Thorsteinson, sonur Th. Thorsteinsons kaupmanns, er nýlega farinn til Portugal, ætlar að vera í Lissabon 2 ár og kynnast þar salt- fisksverslun. Island erlendis. Jónas Guðlaugsson. Eftir hann er komin út hjá Gyldendal f Khöfn ný kvæðabók, sem heitir Viddernes Poesi". Mynd er af Jónasi í septem- berblaði bókmentablaðs Gyldendals „Bókavinarins" („Bogvennen") og grein, er segir frá helstu æfiatriðum og ritstörfum Jónasar. Vilhjálmur Stefánsson. Það er mikið talað í útlendum blöðum um norðurför hans og fund hinna hvítu skrælingja. Sú skoðun er í fyrir- rúmi, að þetta sjeu leifar frá íslensku fornaldarbygðinni í Grænlandi, og að því er blöðin segja hyggur V. St. sjálfur að svo muni vera og færir fyrir því ýmsar Hkur. Bók um för- ina er væntanleg frá honum bráðum. Nýjar landmælingar hefur hann gert þarna nyrðra og segir hinar eldri mjög rangar. Hann kvað ráðgera að fara norður þangað aftur bráðlega til frekari rannsókna. Slys í Bússlnndi. Nýlega fórst gufuskip á Dvínufljóti á þann hátt, að það rakst á flutningaskip og sökk nær samstundis. Um 70 menn fór- ust. Það er sagt, að bæði hafi skip- stjórinn verið drukkinn og Iíka megn- ið af farþegunum. Marschall v. Bieberstcin fríherra, sendiherra Þjóðverja í Lundúnum, andaðist 24. f. m., um sjötugt. Hann hafði áður verið sendiherra í Kon- stantfnópel, en var kvaddur þaðan og sendur til Lundúna síðastl. sumar. Hann þótti mjög merkur stjórnmála- maður. Brdkuð íelensk Frímerki kaupir háu verði Sigurður Jónsson, Lindargötu 1 B, Reykjavík. Bókafregn. Halldór Hermannsson: Biblio- graphy of the mythical-heroic sagas (Fornaldarsögur). Ithaca, N. Y. 1912. (Islandica V.). Hjer kemur fimti árgangurinn af Islandica, og hefur inni að halda skrá yfir útgáfur á Fornaldarsögum Norður- landa og líkum sögum (Þiðreks sögu af Bern). Ennfremur er í viðbæti útgáfur af Danmerkursögu Saxós, Hveðnarkroníku og nokkrum „forn- aldarsögum", sem telja má víst, að eru ritaðar löngu seinna en hinar eiginlegu Fornaldarsögur. Það er um þetta rit einungis hið sama að segja og hin fyrri bókfræðis- rit Halldórs Hermannssonar, að það er samið með mestu vandvirkni og samviskusemi og ber víða vott um fróðleik og skarpskygni höfundarins. Einstöku smáathugasemdir má þó gera. Líklega hefði það verið hent- ugra, ef Danmerkursaga Saxós hefði verið tekin fyrir í bindinu 1910 með Noregskonungasögum, úr því þar eru líka tilfærð önnur fornrit um Dan- merkur sögu (Jómsvíkinga- og Knyt- linga saga); mikill hluti hennar er al- veg sögulegur og öll á hún betur heima þar en með fornaldarsögun- um, þó auðvitað allur fyrri hluti henn- ar hafi líkan blæ og þær. — Þar, sem getið er um Hervarar sögu, hefði líka mátt tilfæra, að gátur Gestum blinda eru prentaðar í „Gátum, þul- um og skemtunum" Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðssonar, 1. bindi. — Bls. 40, þar sem ritin um Brávalla- bardaga eru nefnd, má ómögulega sleppa riti Finns Magnússonar um Rúnamó, og deiluritum þeim, er risu út af því. Einstöku aðrar smáað- finningar má gera, en þær eru allar þýðingarlausar og rýra ekki hina miklu kosti bókarinnar, sem, einsog hin ritin, er og verður ómissandi hverjum, sem ætlar sjer að fást vfs- indalega við þess konar efni fram- vegis. Khöfn. 14. sept. 1912. Sigfús Blóndal. Eítirmæli. Hinn 4. júní andaðist að heimili sínu á Blönduósi Benedikt Pjetursson smiður, 74 ára gamall. Hann var fæddur að Hjaltabakka í Torfulækjarhreppi 27.jan. 1838. — Fyrstu barns- og unglingsárin var hann hjá móðursystur sinni, en fór svo til vandalauss fólks. Var hann snemma tápmikill og harðger og gat fljótt unnið sjer brauð. Sem ungur mað- ur stundaði hann sjóróðra bæði sunnan- lands og norðan, og þótti ágætur sjó- maður. Hann lærði og járnsmíði. Var hagleiksmaður að náttúru og smíðaði bæði trje og járn. Árið 1865, 29. ókt., kvæntist hann konu sinni, Hólmfríði Helgadóttir frá Miðhús um. Byrjaði hann þá búskap, bjó fyrst á Marðarnúpi og síðan í Vatnahverfi, en eftir s ár ljet hann af búskap og flutti til Skagastrandar. Stundaði hann' þar sjó og smíðar jöfnum höndum. Þau hjón áttu 11 börn, 4 dóu í æsku, 1 upp- kominn og efnilegan son misti hann í sjóinn, en 6 börnin eru á lífl, 2 kvæntir, búsettir synir, 2 giftar konur, og 2 ógift í heimahúsum, sonur og dóttir. Konuna misti hann árið 1891, eftir 26 ára góða og farsæla sambúð, flutti hann þá árið eftir á Blöndós, og hafði þar á dánardægri 20 ár dvalið. Benedikt sál. var dugnaðarmaður í fremstu röð, reglufastur, áreiðanlegur og skyldurækinn við öll störf sín. Hann var góður og umhyggjusamur húsfaðir, og stóð yfirleitt með heiðri og sóma í verkahring sínum. Hann var skynsam- ur maður og bókhneigður, sjálfstæður og ákveðinn í skoðunum, og hreinn og beinn í orðum og framkomu. Mikið dagsverk hafði hann unnið í líf- inu, og góður orðstír fylgdi honum til grafarinnar. Kunnugur. Hver vill ná í miljónina? Allir standa jafnt að vigi, sem kaupa lóðseðil í næstu seríu i danska kólóníal klassa-lotteríi. Danska ríkið ábyrgist. Lotteríið selur 50,000 lóðseðla, og á þá falla 25,550 vinningar og 8 preminr, er nema samtals 5 miljónum 175,000 franka. Hæsti vinningur þegar bezt gengur er 1,000,000 franka (ein miljón franka) sjerstaklega 1 á 450 000 5 á 15 000 1 - 250 000 10 - 10 000 1 - 150 000 24 - 5 000 1 - 100 000 34 - 3 000 1 - 80 000 «4 - 2 000 1 - 70 000 210 - 1000 1 - <50 000 einnig 21107 3 - 50 000 vinningar á 2 . 40 000 500 300 250 2 - 80 000 200 153 2 - 20 000 0. s. frv. Það er dregið einu sinni i hverjum mánuði, og gjaldið er í hverjum drætti fyrir J/i lóð kr. 22,50] að meðtöldu — J/2 — — 11,501 burðargjaldi — J/é — — 6,— ( undirlóðseðil — J/s — — 3,251 og dráttarlista. Vegna fjarlægðarinnar og hinna seinu póstgangna er ekki tekið á inóti borgnn fyrir niinna en tvo drætti, og sendist upphæðin á póstávísun eða í ábyrgðarbrjefi. Danska ríkið ábyrgist að vinning- arnir sjeu til, og eru þeir borgaðir út í peningnm og án nokknrs frá- dráttar. Vegna hinna miklu vinnings- möguleika (hjer nm bil annaðhvert númer vinnur), eru likiadi til að seðlarnir þrjóti fljótlega, og er- uð þjer því beðinn að senda pöntun yðar sem allra fyrst. Utanáskrift: C. Ed.eling’, Kobenhavn O. Danniark. Besta otj óðýrasta tóbaksverslun bæjarins yiðurkenna allir að sjc verslun c76ns SZoega. Oöngustafir nýkomnir. Sturla Jónsson. Kartöflur, guirófur og fóðurrófur fást ennþá í Gróðrarstöðinni. Þeir, sem hafa pantað, geri svo vel að sækja fyrir helgi. J íæjarins sttersta úrval af handsápum er í verslun jjóns Zoega. TJllar tau! með stórkaupaverði. Með því verði, sem hjer segir, eru boðin góð, sterk, jótsk ullarföt: 4 mjög þykkar og hlýjar karlmanna- skyrtur...............á kr. 7,80 4 dto sjerlega stórar ... - — 8,90 4nar buxur úr sama efni . . - — 8,60 4nar dto sjerlega stórar . . - — 9,90 ' V« dusin þykkir, grófir karlmannasokkar aðeins á kr. 5,40. J/2 dúsin þykkir, svartir kvensokkar aðeins kr. 6,83. Prjónuð karl- manna-ullarvesti, blá, brún og svört á kr. 3.40—4,80—5,72—6,59—7,82. Þykkar, bláar sjómannapeysur frá kr. 3,70—5,48—6,28— 7,54. Prjónuð kven ullarvesti, margir litir, frá 1,62—1,88—2,12—2,37. Sterkir og hlýir kven-ullarsokkar frá kr. 1,83—3,48. Öll nær- föt og sokkar handa börnum fyrir sama, lága verðið. Alt sendist viðstöðuiaust, portófrítt gegn eftirkröfu. Trikotagefabriken Skjold Damgaard Nielsen, Torvegade 24, Kobenhavn C.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.