Lögrétta - 23.10.1912, Side 3
L0GRJETTA
205
Lúðrafjelagfö „Harpa“
heldur HLUTAVELTU næstk. laugar-
dag og 8uniiudag.
Bj^T“ Nánar á götuauglýsingum.
Kvenna-
Karlmanna-
Drengja-
Telpna-
bæði Waterproof- og glans-kápur
í stærstu úrvali.
Brauns verslun „Hamborg", Aðalstrœti 9
anum Kullen í Svíþjóð, því að hann
er næstur. Smám saman þrengdist
og fóru að sjást turnarnirí nágranna-
bæjunum Helsingjaborg og Helsingja-
eyri. Við vorum nú að sigla inn í
hið fræga Eyrarsund, eina hina fjöl-
förnustu skipaleið í heimi, og mætt-
um gömlum kunningja, „Sterling" okk-
ar, þar á heimleið. Við staðnæmd-
umst eitt augnablik við Helsingja-
eyri, svo nærri bænum, að jeg gat
sjeð hann í kíki eins vel og jeg hefði
verið í landi, og hjeldum svo suður
sundið í því inndælasta veðri, sem
hugsast gat, himininn heiður, nema
hvað reykurinn úr skipunum sverti
hann, blæjalogn og sjórinn eins og
spegill, og alt í kring seglskip og
gufuskip með langa reykjarhala á
eftir sjer. Og svo hin unaðslega
strönd Sjálands á hægri hlið, með
skógum, trjálundum og alsett smá-
þorpum eða landbýlum (villum) ríkra
Kaupmannahafnara, sem njóta þar
sumarsælunnar og sundsins. Ameríku-
maðurinn var hrifinn, og það var jeg
líka, því að aldrei hafði jeg sjeð
Sundið jafn-fagurt og nú, líklega af
því að 18 ár voru liðin síðan jeg sá
það síðast. En ekki er Eyrarsund ætfð
jafn-blítt og í þetta skifti, og ekki
var nú liðið missiri frá því, að það
var alt fult af ís, líkt og norðíslensk-
ur fjörður á útmánuðum.
Smámsaman fóru einhverjir upp-
mjóir hlutir að koma í ljós í suðri;
það voru turnspírur Kaupmannahafn-
ar. Var sem jeg sæi þar gamla kunn-
ingja. Þó voru þar nokkrir turnar,
er jeg hafði eigi sjeð áður, en kann-
aðist fljótt við tvo, Ráðhústurninn
mikla og hinn nýja Nikolajturn, er
Jakobsen ljet reisa nýlega. En einn
bar þó af öllum, og það var hinn
mikli og undurfagri kúpull Marmara-
kirkjunnar; hannhvað aðeins vera3 —
4 fetum mjórri en kúpull St. Pjeturs-
kirkjunnar, og er hið fegursta sem
jeg hef sjeð af húsasmfði, einkum
þegar maður sjer hann í sólskini,
allan glitrandi í gulli og grænan af
eiri. Við nálguðumst nú óðum borg-
ina og fleira og fleira sá jeg af göml-
um kunningjum: Trekroner, Túborg-
flöskuna, Löngulínu, freigátuna „Sjá-
land" og gömlu skipskrokkana í flota-
höfninni. Kl. 5 lögðum við að Toll-
búðinni, eftir rjetta viku ferð.
(Frh).
Tyrkir og ítalir.
Friður saininn.
Símað er frá Khöfn 18. þ. m.:
„ Bráðabirgða-friðarsamningar milli
Tyrkja og ítala hafa verið undir-
skrifaðir".
Af síðustu útl. blöðum má sjá, að
þessir friðarskilmálar eru eins og frá
var sagt í sfðasta tbl. Lögr.
Ítalía afsalar sjer eyjum þeim, sem
hún hefur tekið í Grikklandshafi og
fellur frá kröfunni um. að Tyrkir við-
urkenni umráð ítala yfir Trfpólis og
Kyrenaika. Hinsvegar lýsir Tyrkja-
stjórn yfir því, að hún geti ekki
vegna ófriðarhorfanna á Balkanskag-
anum varið eignir sínar í Afríku og
eftirláti því íbúum þeirra landa sjálf-
um að jafna sakirnar við ítali. Einn-
ig er það ákveðið í samningunum,
að æðsti trúmálahöfðinginn þar syðra
verði eftir sem áður soldán Tyrkja
og hafi hann umboðsmann, er fari
þar með það vald. Svo eru fjár-
málasamningarnir, sem frá var sagt
í sfðasta tbl.
Vaxtahækkun og verö«
brjefaíall erlendls. Vextireru
mjög að hækka víða í útlöndum,
Lágmarkið hjá Englandsbanka 5°/o.
Vextir þó enn ekki hækkaðir í Dan-
mörku.
Verðbrjef hafa mjög fallið í öllum
nálægum löndum. T. d. eru ensk
ríkisskuldabrjef og dönsk ríkisskulda-
brjef komin langt niður fyrir það,
sem þau hafa komist lengi áður.
Sama er um norsk ríkisskuldabrjef.
Öll dönsk verðbrjef hafa farið mjög
lækkandi, samkvæmt kauphallarverð-
skrá frá II. þ. m.
Balkanstríðið.
Símað er frá Khöfn 18. þ. m.:
„Tyrkland hefur sagt hinum Balkan-
ríkjunum stríð á hendur. Rúmenía
er hlutlaus".
Þó það sjeu Tyrkir, sem orðið hafa
til að skera upp úr með friðslitin,
næst Montenegró, þá er það af þvf
einu, að stríð var þeim óhjákvæmi-
legt. Þeir höfðu lofað, að uppfylla
þær kröfur, sem stórveldin höfðu
gert í milligöngu sinni um endur-
bætur á stjórn í Makedóníu. En
smáríkin vildu engri milligöngu sinna,
því það er landvinningur frá Tyrkj-
um, sem þau sækjast eftir. í boð-
skap stórveldanna til þeirra er það
þó skýrt tekið fram, að engra land-
vinninga geti þau vænst af ófriði.
Þegar Montenegró hóf ófriðinn, var
það auðvitað gert í samráði við hin
ríkin, og Nikita konungur hafði jafn-
vel oft sagt, áður til ófriðarins kom,
að hann byrjaði hann ekki nema
hann fengi til þess samþykki Rúss-
lands. Opinberlega hefur hann ekki
fengið það samþykki, hvað sem gerst
kann að hafa bak við tjöldin. En
Montenegró átti minst á hættu af
smáríkjunum, þótt það byrjaði. Milli
landsbúa þar og Tyrkja má heita
sífeldur ófriður. Mæti Tyrkir þeim
með ofurefli liðs, draga þeir her sinn
undan og upp í fjöllin, og þar verða
þeir ekki hæglega sóttir. En það
vita þeir, að Rússar muni aldrei leyfa
Tyrkjum að leggja Montenegró undir
sig. Hin smáríkin öll eiga miklu
erfiðara aðstöðu, ef Tyrkir sækja þau
heim með her. Skeytið segir Rú-
meníu hlutlausa. En fregnir í útlend-
um blöðum segja það rfki ef til kemur
fremur veitandi Tyrkjum en Búlgur-
um, því Rúmenir líti illum augum til
hins mikla uppgangs Búlgara á síð-
ari árum.
Þegar stjórnin í Montenegró sagði
Tyrkjum stríð á hendur, var því tekið
með miklum fögnuði í höfuðborginni
Cettinje. Fyrst sneri mannfjöldinn
sjer til konungsins og krónprinsins
og ljet fögnuð sinn í ljósi, en sfðan
til sendiherra Serbíu, Búlgaríu og
Rússlands.
Stjórnarnefnd Ungtyrkjaflokksins
hefur gefið út áskorun til allra flokks-
bræðra sinna um, að láta engar inn-
byrðis skærur meðal Tyrkja aftra sjer
frá að veita stjórninni fylgi nú, þegar
við utanaðkomandi óvini sje að etja.
Nú á hættunnar stund verði tyrk-
neska þjóðin að standa sem einn
maður.
Síðustu útlend blöð segja 200 þús.
manna her af Tyrkjum vera á landa-
mærum Búlgaríu, og þennan her sje
hægt að tvöfalda mjög fljótlega með
hersveitum frá Litluasfu.
Georg Grikkjakonungur kom heim
til Aþenu io, þ. m. Fjöldi fólks
fylgdi honum heim til konungshallar-
innar. Konungur hjelt ræðu til mann-
fjöldans og lýsti yfir trausti á þjóð-
inni og ráðaneytinu. Venizelos yfir-
ráðherra talaði á eftir og kvaðst enn
vænta, að friður gæti haldist, en
mannfjöldinn tók þá fram f fyrir
lionum og hrópaði: „Lifi stríðiðl"
Hann lýsti þá yfir, að ef til kæmi,
gæti þjóðin örugg treyst bæði hern-
um og flotanum.
Fregnir frá Rússlandi segja, að þar
haldi menn fundi og búi út sjálfboða-
sveitir, er fara til ófriðarins til þess
að berjast með Serbum.
Sam. g'ufuskipafjel. segir
upp sainningum. Lögr. hefur
heyrt, að Sam. gufusk.fjel. hafi sagt
upp samningnum um skipaferðir
hingað, er gerður var 1909, eins og
menn muna, til 10 ára. Ástæðan,
sem fjelagið ber fyrir sig, kvað vera
sú, að gjald er lagt á innflutt kol
með vörutollslögunum, sem alþing
samþykti f sumar, og mun fjelagið
þá ætla að halda því fram, að með
þessu sje lagt hjer á sig gjald, sem
samningurinn geri ekki ráð fyrir.
Stadfest lö|f. Öll lög síðasta
alþingis fengu konungsstaðfestingu í
gær ntma lotterflögin. Þau bfða
enn.
Þetta er úr símskeyti frá ráðherra
til landritara.
Með þessu er þó alls eigi sagt, að
lotterílögin verði ekki staðfest, en
þau hafa, eins og áður er kunnugt
um, mætt mótspyrnu í dönskum
blöðum.
Iláskóllnn. Þar voru fyrirlestrar
í heimspekisdeildinni síðastl. vetur
sóttir af mörgum fleiri en stúdent-
um, og eins er enn.
Björn M. Ólsen prófessor byrjaði
fyrirlestra sína um íslenska bókmenta-
sögu 19. þ. m. og heldur þá á þriðju-
dögum og laugardögum kl. 5—6. Æf-
ingar út af Eddukvæðunum hefnr
hann fimtudaga kl. 5—6 og laug-
ardaga kl. 6—7. Auk þessa fyrir
takmarkaða tölu nemenda: æfingar í
lestri íslenskra rita f sundurlausu máli
með sjerstöku tilliti til íslenskrar mál-
fræði, 1—2 stundir á viku.
Ág. H. Bjarnason prófessor heldur
fyrirlestra um sögu heimspekinnar frá
Bacon fram að Kant mánudaga og
föstudaga kl. 7—8, auk þeirrar kenslu
í heimspeki, sem sjerstaklega er ætl-
uð stúdentum til undirbúnings prófs.
Jón Jónsson docent heldur fyrir-
lestra um sögu íslands þriðjudaga og
laugardaga kl. 7—8, og fyrirlestra
um sögu og fornfræðaiðkanir íslend-
inga eftir siðaskiftin fimtudaga kl.
7—8.
A. Courmont dócent er nýlega kom
inn frá útlöndum og ekki byrjaður
enn.
Nýr norskur stúdent hefur enn
bætst við, Ivar Hövik að nafni, og
ætlar að nema norrænu.
Fyrsta árbók háskólans, sem ný-
lega er út komin, fyrir háskólaárið
1911—1012, hefur inni að halda frá-
sögn um stofnun háskólans og til-
drög til hennar, og svo skýrslur um
kenslu þar, um sjóði háskólans o. s.
frv. Ennfremur eru þar prentuð lög
þau, sem háskólann snerta, og erindis-
brjef starfsmanna hans. Fylgirit með
árbókinni er Stúfs saga, gefin út í
fyrsta sinn eftir handiitunum af Birni
M. Ólsen.
Árbókin er mjög vönduð að öll-
um frágangi.
ísland erlendis.
Triílofuð eru í Khöfn frk Sigrún
Jóhannesdóttir sýslumanns Ólafssonar
og Joh. Madsen rafmagnsfræðingur
frá Hilleröd.
ísl. liestar í Kanada. Lögb. frá
3. þ. m. skýrir frá þvf, að farið sje
að selja íslenska hesta í Vinnipeg.
Þessi íslenská hestasala hafði byrjað
í Quebek f fyrra haust. Þá hafði
maður, er Maughan heitir, flutt þang-
að 50 ísl. hesta og seldi fljótt. 3
eða 4 af þeim höfðu enskir Winni-
pegbúar keypt. Nú í haust sendi
Maughan hóp af íslenskum hestum
til Winnipeg. Höfðu íslendingar
keypt flesta þeirrá, A. S. Bardal 8,
Árni Eggertsson 3, Jón Eggertsson
2, L. J. Hallgrímsson 4 og enskur
maður 6. Skömmu áður höfðu þeir
Árni Eggertsson og A. S. Bardal
keypt 6 íslenska hesta, sem blaðið
„Telegram" hafði til sölu. Eru þá
23 ísl. hestar nú í eign íslendinga í
Winnipeg. Greinarhöf. í Lögb. seg-
ist hafa sjeð hestana flestalla og sjeu
þeir furðu útlitsgóðir eftir jafnlanga
ferð, og sumir spikfeitir. Alt voru
þetta ungir hestar, 4—6 vetra. Svo
er að heyra á Lögb. sem það búist
við framhaldi á þessari sölu. En um
verð hestanna þar getur það ekki.
siáttuvjelar. „Suðurl." segir að
nær 100 sláttuvjelar muni hafa ver-
ið starfandi í sumar í sýslunum þremur
austanfjalls, og hafi milli 70 og 80
komið tvö síðustu árin. Til mikilla
hagsmuna segir blaðið að þær hafi
verið; engjar sumstaðar slegnar því
sem næst eingöngu með sláttuvjel-
um. Notkun rakstursvjela segir blað-
ið aftur á móti aðeins í byrjun þar
eystra. Heysnúningsvjelar segir það
að notaðar sjeu á Hvanneyri og á
Reynistað í Skagafirði og muni hafa
gefist vel.
Eldskaði. Fyrir nokkru kviknaði
í húsi, sem Kaupfjel. Þingeyinga á
á Húsavík og skemdist það allmikið,
og eins brann þar nokkuð af mun-
um og bókum, sem íbúandi átti,
Ben. Bjarnarson kennari.
Bátahöfn segir „Þjóðv." að til
standi að gera á Súgandafirði. Th.
Krabbe verkfr. hafi gert þar í sumar
mælingar til undirbúnings.
Hólaskóli. Nýkomin er út skýrsla
um hann 1910—1912. Haustið 1910
komu í skólann 30 nemendur, en
hausið 1911 44. Frá bændafundum
og styttri námsskeiðum á Hólum er
líka sagt í skýrslunni, frá húsabótum
þar, vinnu að því að koma þar upp
gróðrarstöð, fjelagsskap og samkom-
um o. fl., o. fl.
Gagníræðaskólinn á Akureyri.
Skýrsla um. hann skólaárið 1911 —-
12 segir þar hafa verið 116 nemend-
ur. Framan við skýrsluna eru ræð-
ur, sem haldnar voru við setningu
skólans, og á eftir er kafli um „skóla-
lffið", sagt frá, hvað skólaveran kosti
og frá fjelögum nemenda, fundahöld-
um og skemtunum.
Sjóður Kristjáns IX. Heiðurslaun
úr honum hafa nýlega verið veitt
Birni sýslumanni Bjarnasyni á Sauða-
felli og Ingvari Þorsteinssyni bónda
á Sólheimum í Húnavatnssýslu, 140
kr. hvorum.
Hafnarnesvitinn. 3. þ. m. var
kveykt á nýja vitanum á Hafnarnesi
við Fáskrúðsfjörð.
Bráðabirgðauppbót prestakalla
hafa þessi brauð hlotið: Hjaltastað-
ur 100 kr., Bjarnanes 400, Torfa-
staðir 400, Mosfell í Mosf.sv. 200,
Reynivellir 150, Hcstþing 400, Lund-
ur 500, Miklaholt 300, Hjarðarholt
275, Sandar 375, Dýrafjarðarþing
375, Bægisá 475, Vellir 100, Greni-
vík 200, Laufás 100 og Suðurdals-
þing 150 kr.
Druknun. Nýlega druknaði mað-
Skrifið eftir!!!
Prima gráu kjólavergarni 0,50. —
Röndóttu kjólavergarni 0,50—0,63. —
Ekta bláu níðsterku kjóla-cheviot 0,70.
— Góðu, fallegu, heimaofnu kjólaklæði
með allskonar litum. 0,75 — Röndóttum,
fallegum vetrarkjólum 0,80. — Ekta
bláu kamgarns-cheviot 1,00. — Svört-
um og mislitum kjólaefnum af öllum
litum 0,85—1,00—1,15—1,35.
2 áln. breið góð karlmannsfata-
efni 2,00—2,35—3,00. — Sterkt drengja-
fataefni 1,00—1,13. — Níðsterkt tau í
skólaföt, grátt 1,35. — Ekta blátt sterkt
drengja-cheviot 1,15. Okkar alþekta
níðsterka ofurhuga cheviot fínt 2,00 —
gróft 2,35 — prima 2,65. — Níðsterkt
ofuihugatau til slits 2,65. — Ekta blátt
þykt pilsa-cheviot 1,15. — Fallegt, gott,
svart klæði 2,00. — Ekta blátt kam-
garns-serges til fata frá 2,00. — Grá
og grænröndótt efni í hversdagspils 1,00
—1,15. — Þykk kápu- og frakka-efni
2,00—2,35—2,75. — Svart kápuplyss og
allavega litt. Okkar alkunna „Jydsk
Jagtklub-serges" í karlmanns- og kven-
föt 3,15—4,00—5,00. — Góð hestateppi
4,00—5,00. Falleg ferðateppi 5,00—
6,50. — Hlý ullarteppi 3,50—4,00—5,00.
t skiftum fyrir vötur eru teknir
hreinir prjónaðir ullarklútar d 60 aur.
kílóið, og ull á 1,00 til 1,70 kílóið.
Jydsk Kjoleklædehus,
Köbmagergade 46, Köbenhavn K.
Sjðl,
nokkrar tegundir, komu með
„Botníu“.
Verslunin
Björn Kristjánsson.
ur á Hnífsdalsvík vestra, Guðm. Sjg-
urðsson að nafni; var að fara út í
vjelarbát þar á víkinni með öðrum
manni.
Skipstrand. Síðastl. föstudags-
nótt rak upp f Þorlákshöfn seglskipið
»Svend«,eign Lefolliisverslunar á Eyr-
arbakka, og brotnaði það. Það ætl-
aði með vörur upp til Eyrarbakka,
en komst ekki þar inn og hleypti
þá inn í Þorlákshöfn. Skipstjórinn
hafði meiðst nokkuð, er slysið varð.
Reykjavík.
Húsnæðisleysi er nú mjög -til-
finnanlegt hjer f bænum á þessu
hausti. Jóh. Jóhannesson kaupm.
hefur nýlega skrifað um það í »Vísi«,
lætur mjög illa af ástandinu og skor-
ar á bæjarstjórnina að finna bætur
við því.
7 manna orkester, er hr. P.
Bernburg hefur æft og stýrir, ætlar
að skemta í Bárubúð næstk. sunnu-
dagskvöld.
Tungumálakensla. Frk. Þuríður
Árnadóttir Jónsson, Grundarstíg 4,
dóttir síra Árna á Skútustöðum, aug-
lýsti í síðasta tbl. Lögr. kenslu í
ensku, dönsku og þýsku. Hún hefur
dvalið erlendis og numið þar málin,
verið bæði í Englandi, Danmörku og
Þýskalandi, síðastl. 2 ár á skrifstofu
þeirra stórkaupm. Garðars Gíslason-
ar & Hay í Leith, og er sögð afkunn-
ugum mjög vel að sjer. Hún kom
heim hingað seint í sumar.
»Ingólfur Arnarson« heitir yngsta
botnvörpuskipið reýkVíkska, og kóm
það hingað nýsmíðað frá Englandi
síðastl. laugardag. Utgerðarfjelagþess
heitir »Haukur« og er P. J. Thor-
steinsson formaður þess. Kom hann
með því frá Englandi og Gunnar
Egilsen tengdasonur hans, er verið
hafa þar um tíma. Skipstjóri er Pjet-
ur Bjarnason.
»Flóra« kom síðastl. laugard. og
hafði fengið vont veður sfðustu dag-
ana. Með henni kom frá Akureyri
Vilh. Knudsen, alfluttur hingað, og
O. Björnsson prentari. Frá Aust-
fjörðum kom A. Tulinius fyrv. sýslu-
maður o. fl.
»Botnia« kom frá útl. á mánud.
Með henni komu kaupm. A. F. Möller
og Ö. Ólafsen o. fl. — Frá Vest-
m.eyjum Karl Einarsson sýslum.
Iívöldskemtun hjelt Bjarni Björns-
son leikari í Bárubúð síðastl. sunnnd,-
kvöld með eftirhermum og gaman-
vísnasöng. Húsið troðfult.
Yeðrið óstöðugt undanfarið, oft
regn og stormar. í dag besta veður.