Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.11.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 27.11.1912, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ARIN8J. SVEINBJARNARSON. Laubcaveu; 411. Talsimi 74. Ri t s tj o ri: f’ORSTEINN GÍSLASON Plngholtsstræti 17. Talsimi 178. M <30. I. O. O. F. 93 n 299. KB 13. 9. 9. 28. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3. md. 1 mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjókravitj. Io’/» —12 og 4—5* . Islands banki opinn 10—21/. og 5y»—7• Landsbankinn io1/.—21/.. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8 Ókeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I. Lárus FjeldstedU Yflrrj ettarmilaf»rslum«Our. Lækjargata 2. Heima kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. + Björn Jónsson ritstjóri — ráðlierra. Fæddur 8. okt. 1846 í Djúpadal í Barðastrandarsýslu, sonur Jóns hrepp- stjóra Jónssonar og Sigríðar Jóns- dóttur. Stúdent 1869 með 1. eink- unn; var næsta vetur kennari í Flatey; stundaði síðan laganám í Höfn; hvarf frá því aftur; stofnaði blaðið ísafold 1874 og var ritstjóri þess til 1909; setti upp prentsmiðju 1877 og síðar bókband og bóka- verslun. Formaður Bókmentafjelags- ins 1884—94, síðar heiðursfjelagi þess. Viðriðinn stofnun og stjórn margra fjelaga (Goodtemplarafj., Odd- fellowfj., Heilsuhælisíj., Búnaðarfjel. íslands, íshúsfj. o. fl.). Var í bæjar- stjórn Reykjavíkur um 1890. Þing- maður Strandam. 1879; þingm. Barð- strendinga frá 1908. Ráðherra ís- lands 1909 — 1911. Hann var kvænt- ur Elísabetu, dóttur sjera Sveins Níelssonar, systur Hallgríms biskups; hún lifir mann sinn, og 4 börn þeirra: Guðrún, gift Þórði lækni Pálssyni; Sveinn yfirdómslögmaður; Sigríður, ógift; Ólafur, ritstjóri ísafoldar. Andaðist af heilablóðfalli 24. nóv. 1912. Blöðin eru ekki „sjöunda stór- veldið", eins og sagt hefur verið; þau eru stærsta veldi nú á dögum í hverju því landi, þar sem allir eru læsir. Eftir blöðunum dansar lýðurinn, óaf- vitandi. Áður á tfmum voru prest- arnir höfðingjar yfir. hugum manna; nú eru það blaðamennirnir. Kirkj- urnar standa hálftómar eða galtóm- ar, en allir lesa blöðin. Mikilhæf- ustu blaðamennirnir eru því nú á tímum allra manna voldugastir; þeim getur tekist að ná algerðum yftrráð- um yfir hugarfari þjóðar sinnar og breytni hennar, og þeir geta, eins og harðstjórarnir í gamla daga, unnið þjóð sinni ómetanlegt gagn — eða stórkostlegt tjón; oftast vinna þeir hvorttveggja, bæði gagn og tjón, því öllum er áfátt, en engum alls varnað. Við íslendingar höfum átt og eig- um í okkar hóp marga atorkusama blaðamenn; en það er fljótsagt, að nú eigum við á bak að sjá þeim mikilhæfasta og atkvæðamesta blaða- manni, sem uppi hefur verið á voru landi alt til þessa. Það er ekki um að villast, virðist mjer, að undanfar- in 30 ár hefur enginn einn maður haft jafnmikil og margvísleg áhrif á hugarfar og breytni þjóðarinnar eins og Björn Jónsson ritstjóri. Jeg veit það vel, að dómar um nýdauða menn eru vandasamir; síð- ar dæmir saga, og oftast rjettar, en oft þó líka skakt; því sumir menn eru eins og vandráðin gáta; og það var Björn Jónsson. Jeg hef haft mjög náin kynni af flestum helstu Keykjavík 37. nóvember 1913. vn. J. Björn Jónsson F. 1846. D. 1912. stjórnmálamönnum hjer á landi und- anfarin 18 ár. Allir hafa þeir orðið fyrir hatri og skömmum, rógi og lygum, röngum getsökum og mis- skilningi. En jafnan hafa mjer fund- ist getsakirnar magnaðastar og rót- grónastar í garð Björns ritstjóra og hann einna mest misskilinn. Það er mælt, að lengi skal manninn reyna; en þá er hann fullreyndur, ef við höfum átt hann fyrir vin og sfðan fyrir óvin. Jeg var í miklu vinfengi við Björn Jónsson í 10 ár, 1894— 1904, en sfðan hef jeg verið í sí- feldri óvináttu við hann út af stjórn- málum, og þó einiægt haft ýmis- leg kynni af honum. Minn dómur er nú á þessa leið: Þegar jeg kom hingað i894 0gtók til minna starfa, þá fann jeg það fljótt, að Björn Jónsson var höfuð-ritstjóri þjóðarinnar og besta athvarf allra ný- græðinga. Hann hafði alla tíð heit- an og einlægan hug á, að bæta hag þjóðarinnar, og vann að þvíátvenn- an hátt; annars vegar rjeðist hann á alt það, sem honum fanst rangt eða órjettlátt, og var þá jafnan harðleik- inn og oft óaðgætinn; hins vegar var hann allra manna fljótastur og fús- astur til að styðja hverskonar fram- faraviðleitni og nýbreytni ungra manna; ekkert átti eins vel við hann eins og einmitt það, að berjast fyrir óvinsælum nýjungum, t. d. bindindis- málinu. Hann var óþreytandi og óbilandi í öllum sínum mörgu áhuga- málum, og alstaðar margra manna maki, meðan hanu var í fullu fjöri. Greinar hans í ísafold voru oft eins og þrumur og eldingar, æfinlega kjarnyrtar og einkennilega orðaðar, aldrei merglausar, eða marklausar, hvort sem hann fór með rjett mál eða rangt; lesendum ísafoldar duldist aldrei hvað var eftir hann og hvað eftir aðra. Það er vandalaust að finna og telja þau mörgu og góðu málefni, sem hann hefur stutt til sigurs. Því sleppi jeg. Það er auðvitað, að honum voru oft mislagðar hendur, svo að hann snerist móti góðum og þarf- legum málefnum, en því sleppi jeg líka; slíkt hendir alla afburðamenn; öllum er áfátt. Jeg er miklu hræddari um, að hald- ast kunni rangir dómar um mann- kosti hans — og þeim sleppi jeg ekki. Shakespeare leggur Hamlet þessi orð í munnn: Einstakir menn með einum galla — segi’jeg, — náttúru manns, eða’ illrar auðnu merki— fá stundum allra last af einu lýti, þótt sjeu þeir að öðrum kosti englar og fullkomnir, sem menskir mega verða. Björn Jónsson hefur hlotið margra manna last fyrir ýms ómakleg um- mæli um aðra menn og snögg skoð- anaskifti; margir lifa í þeirri trú, að hannhafi verið óvandaður maður, iðu- lega farið með vísvitandi ósannindi, og þrásinnis breytt á móti betri vit- und í stjórnmálabaráttu sinni. Jeg segi ekki, að þessi trú manna sje ástæðu- laus, en jeg segi að hún sje röng, gersamlega röng. Hann hafði þá náttúru, að hann var mjög geð- ríkur maður, svo að geðshræringar lömuðu oftsinnis aðgæsluna, og jafn- framt of auðtrúa og eftirlátur við vini sína, of tortryggur og heift- rækinn við óvini sína. Þetta var hans galli, hans illrar auðnu merki. Af því stöfuðu yfirsjónir hans og misskilningur annara manna á hegð- un hans — allar getsakirnar. Sann- leikurinn er sá, að hann var alla tíð heiðarlegasti maður, brjóstgóður og hjálpsamur, og það er mín trú, bygð á miklum kunnugleika, að hann hafi aldrei af ásettu ráði farið meðósannindi og aldrei breitt beint á móti sannfær- ingu sinni. Hans önnur óhamingja var það, að hann bar illa aldurinn, varð snemma ellihrumur, miklu fyr en hann sjálfan varði og vini hans. Á fyrri árum sá hann manna best og talaði oft í mín eyru um þá miklu vitleysu, að setja aldurhnigna menn í vandasömustu embætti, ætla þeim þá að byrja á nýjum og vandasöm- um störfum. En 1908 var honum mjög farið að hnigna; annars hefði hann ekki orðið ráðherra, heldur sagst — eins og satt var — vera orðinn of gamali til þess. Fyrir skömmu mistu Englending- ar sinn merkasta blaðamann, Willi- am Stead. Fjöldamargir íslendingar hafa árum saman lesið tímarit hans „Review of Reviews" og márgoft hefur verið ritað um þann ágætis- mann í íslenskum blöðum. Björn Jónsson var að náttúrufari og gáfna- fari merkilega líkur þessum fræga Englending, búinn sömu kostum — og kenjum. Hann var okkar Stead. Við eigum eftir merkum manni að sjá. G. Bj'órnsson. Stríðið. Símað er frá Khöfn 22. þ. m.: „Friðarkjör Balkanríkjanna: 'i'yrk- ir haldi aðeins Konstantínópel með nágrenni. Tyrkir þverneita þeim kostum. Búlgarar fara halloka við Chatalja". Sóttvarnabók. II. „Sóttvarnabók" er nafn á bæklingi, sem landstjórnin er nýbúinn að gefa út á kostnað landsjóðs; hún er send ókeypis ýmsum starfsmönnum lands- ins, en útsöluverð er 20 aur. Efni bæklingsins eru reglur þær, sem gilda nú um heftingar farsótta innanlands. Lögin um sóttvarnir eru frá árinu 1907, allítarleg, en nokkuð ruglings- lega samin, og þurfa því skýringa og útlistunar og er það gert í fyrri hluta bæklings þessa; því þar eru fyrst skráðar reglur um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma, settar af stjórnarráðinu 12. okt. 1912. Er þar — eins og í lögunum — gjörð- ur allmikill munur á vörnum við far- sóttir þær, sem alltaf er skylt að hefta (kóleru dílasótt, bólusótt, misl- inga og skarlasótt, pest og gula hitasótt) og við hinar, sem land- stjórnin getur skipað varnir við, ef þær eru skæðar (barnaveiki, tauga- veiki, hettusótt, kikhósti, blóðsótt, inflúensa). í reglum þessum eru hjer- aðslæknum gefnar nákvæmar fyrir- skipanir um, hvað þeir eigi að gera ef farsótt kemur upp, sagt hvernig eigi að sóttkvía heimili, þar er skip- að fyrir um sótthreinsun og sótt- hreinsunarmenn. Ef til vill álíta menn, að ekki sje nauðsynlegt að almenningur kynni sjer þessar reglur, en sú skoðun er röng. Hjeraðsstjórnir verða oft að aðstoða lækninn og taka þátt f sótt- vörnum, enn fremur hafa þær mikil afskifti af fjárhagshlið málsins, en í reglum þessum er gerð grein fyrir hvernig kostnaðurinn kemur niður, þurfa þeir því að kynna sjer reglur þessar. En sama mál er um allan almenning, sumpart til þess að geta mótmælt öllum órjetti, ef því væri að skifta, sumpart til þess að vita, að hann hefur líka sfnar skyldur og skal hjer bent á eina, sem oft er vanrækt: það er lagaskylda að til- kynna hjeraðslækni ef næm sótt kemur upp á heimili eða ef grunur er á að sóttin sje næm. Af þessum ástæðum er þegar fyrri hluti sótt- varnarbókarinnar þarfur öllum, en það er þó sjerstaklega vegna síðara hlutans, sem hefur að geyma sótt- hreinsunarreglur eftir landlæknir Guð- mund Björnsson, að bæklingurinn verður ómissandi hverju heimili. Þessar sótthreinsunarreglur eru með nokkuð öðru sniði en vant er, af því að hjer er komið á einn stað nákvæmum reglum um sótthreinsan- ir hjá sjúkum meðan að veikindin standa yfir, og svo reglum fyrir skip- aða sótthreinsunarmenn, en vanalega fást opinberar sótthreinsunarreglur eingöngu um hið síðastgreinda. Það er mjög þarflegt, að fyrst er ofarstutt skýring á sóttkveikjum, útbreiðsla þeirra, hvernig þær berast til annara, meðgöngutíma farsótta og sóttmeng- uðum útgangi hjá hverri einstakri farsótt, því öll sótthreinsun verður ófullkomin og gerð í óvissu, ef menn ekki hafa hugmynd um af hvaða á- stæðu verkið eigi að vera á þenn- an veg, og annan ekki. Nú á tímum verður ljósara með degi hverjum, að aðalefni og megin- þáttur allra sóttvarna er að eyða sóttkveikjunum jafnótt og þær koma út úr líkama sjúklingsins, enda er þetta brýnt fyrir mönnum í bæklingn- um hvað eftir annað og mönnum bent á, að þessi sóttkveikjueyðing er auðveld með mjög einföldum aðferð- um (suðu, þvotti, eldi) og án veru- legs kostnaðar, ef sótthreinsunarlyf eru ekki til, eða vandfengin. Þetta er útlistað svo nákvæmlega í bækl- ingnum, að hver meðalskynsamur maður á að geta fylgt ráðum þess- um, ef viljann ekki vantar, og verði reglunum fylgt er lítill vafi á því, að það kemur sjaldnar fyrir en nú, að fleiri (eða allir) veikjast á heimili þar sem einn hefur lagst í næmri sótt. Sóttvarnarbókin er skýr óg ljós, leiðbeiningarnar eru skipulegar og fullnægjandi, málið gott; um nokkut smáatriði má eflaust deila, en þýð- ingarlaust er að fara hjer út í þá sálma. Af öllum þessum ástæðum og svo af því að þetta er einasta rit um þessi efni á íslensku — er það brýn nauð- syn að bæklingurinn nái sem mestri útbreiðslu og komist á hvert heim- ili, verði lesinn og geymdur vel og menn hagnýti sjer hollu ráðin, sem í honum eru, þegar ógæfa farsóttaT steðjar að. Reykjavfk 'S/n’12 J. Hj. Sigurðsson. BlómsYeigasjóður Þorbjargar Sveinssdóttur. Sjóður þessi er, eins og mörgum mun kunnugt, stofnaður hjer í Reykja- vík. Hann er stofnaður 1904 með 1500 krónum sem höfuðstól. A hverju ári hefur nokkru af vöxtum hans verið varið til að hjálpa sárfá- tækum sængurkonum til að fá sjer nauðsynlegt viðurværi, þegar nýr heimsborgari hefur bætst í hópinn þeirra, og þó að þessi styrkur hafi ekki verið stór, þá hefur hann þó komið sjer vel, því lítið dregur fá- tækan, Af áheitum hefur sjóðurinn ekki auðgast, því að engum mun hafa til hugar komið að heita á hann; mætti þó vera, að hann yrði engu síður heilladrjúgur til áheita en hver annar sjóður eða stofnun, og reyn- andi væri, hvernig það tækist. Hins vegar hefur sjóðnum bætst fje, sem gefið hefur verið í dánarminningar. Þær eru fjórar: Guðrúnar Brynjólfs- dóttur, húsfreyju frá Melshúsum (100 kr., áður auglýst), Skúla Sívertssen, óðalsbónda frá Hrappsey (10 kr.), húsfrúr Ólafar Pálsdóttur (10 kr.) og ekkjufrúar Sigþrúðar Friðriksdóttur, ekkju jóns Pjeturssonar háyfirdómara (130 kr.). Hinar þrjár síðasttöldu dánarminningar hafa verið gefnar á þessu ári. Þessberogað geta, að „Hið íslenska kvenfjelag" sýndi þá rögg af sjer að gefa út á sinn kostnað „Minningarrit Þorbjargar Sveinsdótt- ur" og ljet ágóðann renna í Blóm- sveigasjóðinn. Þetta minningarrit er prýðilega úr garði gert og mynd Þorbjargar þar framan við. Það ættu sem flestir að kaupa, því bæði er það eigulegt og svo er það ein leið af fleirum til að efla sjóðinn. Nú í árslokin verður sjóðurinn hjer um bil 2000 krónur, en hann þarf að vaxa að stórum mun, ef hann á að koma að verulegu gagni. Reyk- víkingum er öðrum fremur skylt að minnast hans með dánargjöfum og fleiru, því það er hvorttveggja, að sjóðurinn er eins konar fátækrasjóð- ur bæjarbúa, til að bæta úr sárustu þ'órf þeirra fjölskyldufeðra, sem oft með litlum kröftum og lítilli heilsu eru að berjast fyrir sjer og sínum, og svo er þessi hugsun, að gefa nauðstöddum fje 1 stað þess að leggja blómsveiga á látinna manna kistur ekki fyrst til vor komin handan yfir hafið, heldur á hún upptök sín hjer heima í Reykjavík. Það er frumleg hugsun hinnar líknsömu ljósmóður Þor- bjargar Sveinsdóttur, og eftir því sem mannfjöldinn eykst hjer í bænum og fátæklingunum fjölgar kemur það æ betur í ljós, hversu þetta er þarft og gott. Enginn hefur enn látið á- góða af skemtun renna í sjóð þenn- an, en hver veit hvað framtíðin geymir í skauti sínu. Einu sinni ver^ur alt fyrst. Það er ekki loku

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.