Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.01.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 08.01.1913, Blaðsíða 2
6 L0GRJETTA Lðgrjetta kemar át á hverjum míð- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blðð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Leikhúsið. „Álfhóll“, eftir J. L. Heiberg. Manni finst aldir vera liðnar síðan Heiberg var uppi; svo liggur margt milli okkar og hans í bókmentum Norðurlanda. Þó er ekki lengrasíð- an en svo, að miðaldra menn gætu vel munað eftir honum. Hann dó 1860. En hvílík stakkaskifti. Á hans dögum var „Álfhóll" (Elverhoj) talinn fegursta blóm bókmentanna, og Danir rjeðu sjer varla af gleði yfir því. Nú mundi hver sá maður verða hleginu í hel, sem færi að setja saman annað eins. „Álfhóll" var leikinn í Kaupm.höfn í fyrsta sinn 1828 til að auka gleð- ina af giftingarhátíð við konungshirð- ina. Danir höfðu þá í þjónustu sinni þýskan söngfræðing, Kuhlau að nafni, sem var einsýnn, en heilbrigður á heyrninni; hann gerði lög við leik- inn og notaði þar allmikið gömul, dönsk alþýðulög, sem þá var sem óðast verið að safna. Þessi lög þykja enn í dag einkar fögur og Kuhlau til hins mesta sóma. Síðan hafa Danir aldrei þreytst á að sjá „Álfhól" leikinn og heyra lög- in úr honum. Varla líður svo nokk- urt ár, að ekki sje hann leikinn á þjóðleikhúsi þeirra og ætíð til hans vandað. Nú hefur hann fyrir löngu fengið þar fegri og fullkomnari með- ferð en hann gat fengið á dögum höfundarins. Og þó sjónleikabók- mentir Dana sjeu fyrir langa-löngu búnar að taka aðra stefnu, og flest-alt af samtíðarleikjum „Álfhóls" sje fall- ið í gleymsku, una þeir honum ætíð jafn vel. Hjer á landi hafa verið gerðar til- raunir til að semja íslenskan leik í líkingu við »Álfhól«, leik, sem orðið gæti íslensk þjóðareign, og til þess hafa lögin úr »Álfhól« meðal annars verið tekin traustataki- »Álfhóll< hef- ur þyí í raun og veru getið af sjer »Skuggasvein« og »Nýjársnóttina«. Margir eru þeirrar skoðunar, að út fyrir Danmörku eigi leikur þessi lítið erindi; ekki hingað heldur. Hann sje of danskur fyrir alla, nema Dani sjálfa, og njóti sín ekki í neinni þýð- ingu. Talsvert er satt í þessu. Leik- urinn er danskur þjóðsöngur, rímuð þjóðsaga, sungin og leikin í anda danskrar alþýðu, sem fætt hefur hana af sjer. Þess vegna þykir þ e i m vænt um hann. Öðru máli er að gegna um okkur. Við fáum leikinn sem hvern annan útlendan leik, lán- aðan frá annari þjóð, og skiljum hann ekki nema til hálfs. Okkur getur þótt vænt um hann, en hjart- fólginn verðar hann okkur aldrei, fremur en annað, sem útlent er. Þess vegna furðaði marga á því, að Leikfjelagið skyldi gera hann að jólaleik sínum. Samt er þetta ekki illa ráðið. »Álf- hólb á svo mikið af sí-ungri fegurð, saklausri, barnslegri gleði, alúð og yndi fyrir augu og eyru, að hann hefur mikil skilyrði til að vera heppi- legur jólaleikur. Auðvitað er hann barnalegur, en hann breiðir þó út limið í veldi verulegrar listar. Enn er ekki leiklistin orðin svo þroskuð, síst hjá okkur, að ekki sje þar tals- vert verkefni. Börn erum við þó innan um og saman við frá vöggu til grafar, og hjer er einn af há-mentuðustu fag- urfræðingum sinnar tíðar að skemta okkur. Margir voru hræddir um, að Leik- fjelagið mundi ekkert ráða við »Álf- hól«. Því hefur þó tekist öllum vonum betur. Það sýnir leikinn yfirleitt lag- Iega og alstaðar stórlýtalaust, sum- staðar vel. Að minsta kosti mun hann vera betur sýndur hjer en dönsk alþýða utan stórbæjanna á kost á honum. — Hjer var á ferð fyrir skömmu danskur leikaraflokkur, sem bauð mönnum eitthvert ágrip af leikn- um. Jeg sá hann þá ekki, vildi ekki sjá hann allan limlestan. En þeir, sem sáu hann þá, láta miklu betur af meðferð Leikfjel. á honum. Söngurinn er það, sem Leikfjel. á erfiðast með. Það er of fátækt til að afla sjer góðra söngkrafta og halda þeim hjá sjer. Hljóðfæri vanta í hljóðfæraflokkinn og raddir á leik- sviðið. Þetta er því tilfinnanlegra sem mikill hluti leiksins stendur og fellur með söngnum. Samspilið á þessi fáu hljóðfæri fór laglega úr hendi, en uppi á leiksviðinu kvað fremur lítið bæði að einsöng og sam- söng. Dansarnir fóru langt um bet- ur úr hendi og sumir þeirra, t. d. álfadansinn og barnadansinn, voru undur-fallegir. A kgl. leikhúsinu í Khöfn er þjóð- söng Dana („Kong Kristian—“) oft hnýtt aftan við leikinn og fer það vel, eftir að þjóðsagnakonungur þeirra hefur sagt þar síðasta orðið. Jeg saknaði þess að það niðurlag vant- aði hjer. Danskur þjóðleikur og danskur þjóðsöngur eiga saman. Annað atriði, sem afarmikið er undir komið í »Álfhól«, er skrautið, búningurinn, bæði á leikendunum og leiksviðinu. Þar náði Leikfjel. sjer niðri. Búningar fólksins voru fallegir, en búningur leiksviðsins var þó ennþá fegri, einkum í 4. þætti. Þótt ekki væri annað en skrautið og dansinn, væri leikurinn vel þess verður, að hann væri sóttur. Þó var gervi eins leikarans (Walkendorfs) undantekning frá þessu. Það minti á einhvern moðskegg með kórdyrabæn á vör- unum. Allur var leikurinn viðunanlega sýndur, en lang-best tókst þó að gefa hlutverki Björns Ólafssonar hold og blóð. Það var fyrsta leikkvöldið, sem jeg sá leikinn. Þá virtist mjer allir, sem jeg sá, skemta sjer vel. Nokkrir voru þó í leikhúsinu, sem voru beisk- ir í lund yfir því, að Leikfjel. skyldi vera að sýna þessa „dönsku dellu" og spöruðu ekki að láta það í ljósi milli þáttanna. En einnig þeir virt- ist mjer vera komnir í gott skap við leikslok. Sagnaheimur sá, er leikur- inn sýnir, er skapaður til að glæða mönnum glaðlyndi. G. M. Ólag á smjörbúunum. L. Zöllner konsúll í Newcastle on Tyne skrifar hingað nýlega: »Fyrir 20 árum, sendi jeg til ís- lands danskan smjörgerðarmann, til þess að gefa fyrstu leiðbeiningar við framleiðslu á smjöri, sem talist gæti hæfileg útflutningsvara. Mikil fram- för hefur orðið á þessum árum, en þó er ennþá alllangt í land. ís- lenska smjörið hefur alvarlegan galla: það geymist illa. í mörgum tunn- um er einskonar olíukent hráabragð að smjöririu, þegar tunnurnar eru opnaðar, og ágerist þetta mjög við geymsluna. Það smjör, sem enn er bragðgott, þegar hingað kemur, get- ur haldið sjer eina tíu daga, en svo fer um það sem hitt. Smásölumenn- irnir, sem ekkert hafa haft út á smjörið að setja við móttöku, hafa eftir nokkra daga orðið varir svo mikilla og illra breytinga á smjörinu, að þeir hafa jafnvel skilað aftur smjör- leyfum til stórsölumannanna. Þetta er alvarlegt mál fyrir álitið, og að sjálfsögðu líka verðið, á íslensku smjöri, og ættu menn að hefjast handa til þess að afstýra þessum skemdum. Jeg efast ekki um að úr þessu megi bæta, og ættu menn þess vegna nú þegar að fá þaulreynd- an smjörgerðarmann til þess að gera ransóknir í 'óllum smjörbúunum, þótt hann þyrfti alllangan tíma til þess. Jeg geri ráð fyrir, að landsstjórnin hafi ekki fje til þess að greiða kostn- að þann, er af þessu mundi leiða, en engum stendur nær að stuðla að þessu en smjörbúunum sjálfum, því að mest er þetta í þeirra þágu. Mætti ekki nota eitthvað af ije því, sem ætlað er til verðlauna? Sjerfræðingur mun fljótt geta fund- ið ástæðurnar til þess, að smjörið geymist svo illa, hvort það kemur af fóðrinu, eða, sem sennilegra er, Hjer með tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að konan mín elskuleg, Sigriður Einarsdóttir, andaðist á Landakots- spitalanum 5. p. m. — Jarðarförin fer fram frá þjóðkirkjunni föstudaginn 10. p. m. ki. l'/a. Guðmundur Guðmundsson frá Vælugerði í Flóa. af rangri sýringu. Ef til vill ráðlegði hann flóun (pasteurisering) á mjólk- inni, sem nú tíðkast í öllum dönsk- um smjörbúum. Gæta verður og þess, að rjett tegund af smjörsalti sje notuð, og annara smáatriða«. Frd íslenskum mentamanni erlendis. (Úr brjefi til Rvíkur). „. . . Hvað hugsið þið annars þarna í Rvík um okkar mentalíf! Nú er háskólinn kominn og sá besti kenn- ari í íslenskum fræðum, sem hægt er að fá. Það þarf að lemja því inn í hausana á þessum blessuðum em bættismannaefnum, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, þeir þurfi að hafa áhuga á einhverju andlegu um leið og þeir stunda embættis- námið — því jeg geri ráð fyrir að fæstir fari að eiga við vísindalega læknisfræði, lögfræði og guðfræði, en pjakki aðeins gegnum það, sem þarf til prófs — svo er það hjer yfirleitt og svo verður það auðvitað heima. En þú og einstöku aðrir, sem virkilega hafið áhuga og þekkingu á ýmsu andlegu fyrir utan ykkar embættisgreinar, þið ættuð einmitt að leiða unglingana inn á þær brautir, sem þið sjálfir hafið gengið á, ykk- ur til ævarandi sóma og ánægju, og sýna drjólunum að það geti verið t. d. fult eins mikil skemtun og nautn í því, þó á annan veg sje, að bera saman Hests-annál við aðra annála, eða safna kvæðum Guðmundar Berg- þórssonar eða lögfræðisritum Bárðar Gíslasonar og Þorsteins Magnússon- ar eins og í því að spila l’hombre og hvolfa í sig whiskýi nótt eftir nótt, og öllu hollari iðja fyrir landið. Einkum fynst mjer þyrfti að taka júristunum tak; mig hryllir við að sjá hvað margir gáfaðir menn, sem jeg hef þekt, eru orðnir andlega sljófgaðir og áhugalausir, og ef þeir hefðu haft eitthvað auksýslis, hefðu þeir áreiðanlega orðið miklu þarfari menn að öllu leyti. Sýslumennirnir ættu fyrst og fremst að láta sjer ant um sögu hjeraðanna. Espólín gamli var fyrirmyndin. ..." Smáyegis frá StoHMnL Eftir Á. IV. Folkdag pá Skansen. Það rignir úti. Kvöldið er kalt og dimt. Himininn á ekkert til nema harma, og alla einförula einstaklinga vill hann neyða til að verða þung- lynda. Regninu hellir hann niður, jafnt yfir alt, til þess að þeir geti hvergi komist undan því. Jeg byrgi gluggann og gleymi því, sem úti er. Jeg stytti mjer stundir með því að segja þjer, lesari góður, frá því, er jeg og hún systir mín vorum á Skansinum. Þú sest hjá mjer — bara að „þykjast" eins og saklausu börnin segja og jeg segi þjer frá. Skansinn — já, það er satt, þú veitst ekkert um hann ennþá. Nafn sitt hefur hann líklega af því að hafa einhvern tíma verið eins konar Jör- undarvígi, en það er hann nú ekki lengur. Þegar við stóðum fyrir framan konunglega sjónleikahúsið og horfð- um eftir Strandveginum, þá sáum við Skansinn. Skansinn er hæð úti á Djurgárden, allhá, sem rís brött upp af sljettunum, sem næstar eru Strandveginum og brúnni, sem ligg- ur yfir álinn. Þessi hæð er þjóð- menjasafn og dýrasafn, sem hefur ekkert þak yfir sjer annað en him- ininn. Það er sjerstök deild frá Nor- ræna safninu (Nordiska muséet), sá hluti þess, sem kemst ekki fyrir inn- an húss. Hæðin þessi, Skansinn, er því ræki- lega afgirt, ýmist með klettum, sem enginn kemst upp, eða girðingu, sem enginn kemst yfir, eða að minsta kosti enginn fer yfir. Inn fær mað- ur þó að komast, ef maður hefur aurana með; venjulega kostar það 50 aura. Dýrasafnið þar er ekkert sjer- lega stórt. Þar eru bændahíbýli frá ýmsum sveitum Svíþjóðar, búshlutir og verkfæri, gamlir bautasteinar, sýnis- horn af steinum, sem málmur er unn- inn úr, og margt fleira. Þar eru einnig Lappar í eðlilegum hfbýlum sínum. Breiðablik heitir turn, sem er efst uppi á hæðinni. Þaðan er útsýni vítt og fagurt. A Skansinum sjer maður fleira en sýnishorn af dauðum hlutum frá sveitahjeruðunum. Hið sjerkennileg- asta og fegursta við sveitalífið er einnig sýnt þar. Sjerstaka sunnu- daga er inngangseyrir færður niður í 25 au. Það eru hinir svonefndu „Folk- dagar". Ágústssólin skein í heiði, er við systir mín fórum þangað; það var síðla dags og voru því geislar henn- ar hlýir en ekki heitir. Hún bar íslenskan búning, upphlut og möttul, bláan með ljósum, dropóttum skinn- kraga. Það var bratt upp að ganga; við gengum því hægt og gáfum okkur tíma til að sjá það, sem í kring um okkur var. Og það voru fleiri en við á leiðinni upp. „Þjer, sem þykir svo gaman að sjá fallegar stúlkur", sagði systir mín, „líttu þangað til hliðar! Er hún ekki falleg?" „Jú, hún er fríð, yndislega falleg. En sú, sem með henni er, er ekki neitt". „Nei, hún er nú bara ljót. En hún hin; hún gefur þjer gotu. Var- aðu þig nú, vertu nú ekki skotinn!" Hún systir mín hefur dálítið af kvenlegu viskunni, sem alt þykist sjá, án þess að nokkur verði var við annar en hún. „Og nú talar hún um þig. Jeg sje það“. „Jeg ætla þá að ganga nær og vita, hvort jeg heyri það ekki. Þær halda auðvitað að við skiljum jafn- lítið þeirra mál, eins og þær skilja okkur. Með þessu áformi hjeldum við áfram jafn-hratt og þær. „Og hvað segir hún þá?" „Hún talar um þig". „Nei, jeg sje að hún talar um þig. Hún er áreiðanlega ástfangin". „Hún talar um okkur bæði. Hún segir, að við sjeum Grænlendingar! Þessi skinnkragi, sem hún hefur", sagði hún, „og jafnvel hárið er meira en á Evrópumönnum. Og hann svona gulur og svartur. Ekkert annað en Grænlendingar. Heldurðu ekki að hún sje ástfangin í Græn- lending?" „Skammist þær sín! Hvor þeirra sagði þetta?" „Sú fallega, hún sem gengur nær mjer". „Þykir þjer hún fallegri, sú ljóta? Hefurðu þá ekki betri smekk á kven- lega fegurð en þetta?" „Nú þykir mjer þær báðar ljótar!" Við gengum fram og aftur eins og fólksmergðin, sem þar var. Skoð- uðum dýrin, vesalings fangana, horfðum á trjen og runnana og á Strandveginn og eldiviðarskipin há- sigldu þar fyrir framan. Þau voru þá ekki orðin eins mörg og þau verða, þegar betur haustar að. Og við skoðuðum mannfólkið, sem í kringum okkur var, og sænsku þjóð- búningana, sem bar fyrir við og við. Og við drukkum okkur hress og glöð af veðurblíðunni og hreina loftinu. Gömlu bændastofurnar eru einstak- lega viðfeldnar, traustlega bygðar, úr timbri, sumar með hálmþaki. Lágar undir þak, gluggarnir allstórir með mörgum smáum rúðum. Morastugan (Mora er í Dölum) er skreytt að inn- an með málverkum, barnslega hugs- uðum myndum úr sögnum biblíunnar, Við og við eru lesin kvæði eða sagð- ar sögur á sveitamállýskum í þess- um bændahúsum. Og úti er altaf eitthvað að heyra og sjá. Við „Sagaliden" stendur Johan Andersson og leikur alþýðu- lög á fiðlu sína, roskinn karl, hár og vel vaxinn, með svartan hatt mik- inn á höfði, í ljósri síðkápu aðeins hnepptri að hálsinum, stuttbuxum hnýttum að sokkabandi með rauðu bandi og stórum skúfum á. Á danspallinn kemur hópur barna, piltar og stúlkur. Þau eru öll í þjóðbúningum, gular buxur, rauð pils, grænir bolir, hvítar skyrtur o. s. frv., hvervetna sterku litirnir í mestum metum. Þeim fylgja þrír fiðluleikarar í sínum búningum, og einn þeirra er gamli Johan Anderson. Og fiðlararnir leika, og börnin syngja og dansa og Ieika eftir hljóm- pallinum. Bæði mjer og systur minni þótti gaman að horfa á marglitu börnin og leik þeirra. Og mergð af fólki safnaðist í kring til að horfa á þau. Og öðru sinni koma fiðluleikararn- ir á danspallinn, og nú fylgir þeim dálítill flokkur af fullorðnu fólki. Það er einnig í litklæðum, þjóðbún- ingum, bæði piltar og stúlkur. Og fiðlararnir leika og litklædda fólkið stígur sína dansa. Þeir eru mjög svo fallegir sumir og viðfeldnir, mættu jafnvel fremur kallast leikfimi en dansar. Reykvíkingar áttu kost á að sjá suma þessara dansa á skemtunum þeim, er frú Óskars Jó- hansens hjelt síðastliðið vor. Þó að sumir þessara „dansa,, sjeu hálf hjákátlegir, og jafnvel sumir búningarnir lika, hafa þeir þó eitt- hvað heillandi við sig. Augað vill losna við allan þennan urmul áhorf- enda og helst ekki sjá bleikan inni- verulitarhátt á þeim, sem klæða sig í sveitarbúningana. Hugurinn þýtur út í einhverja blómlega sveit Svíþjóð- ar, þar sem mætast sljettar ekrur, vatn og skógar, eins og allvíða er. Og þar vill hann finna flokk ungra, íturvaxinna æskumanna, á fögru vor- kvöldi eða sunnudegi, að þessum dönsum. Þegar þessi flokkur kemur fram á náttúrumynd eins og þeirri, er Fröding dregur upp í „Det var dans bort í vágen", svo lipurt og fagurlega: Öfver bygden lág tindrandi stjárn- fager natten, det lág glimtande sken öfver skvalpande vatten í den löf- skogsbekransade sjön o. s. frv. Þá er það, sem hann verður verulega geðþekkur, þá er yfir honum hraust- leiki og unaður og sakleysi sveita- lífsins. Mjer fanst það svo, og systur minni fanst það líka. — Og finst þjer það ekki einnig? „Nergárds-Lasse á Jöddes sten" kl. þetta, stóð á skránni. Við þang- að, að hlusta á hann, eða öllu heldur að horfa á hann. Nergárds-Lasse er reglulega sveitarlegur að sjá og getur ekki talist til unga fólksins. Hann ber sveitaklæðnað, eins og vænta mátti, stuttbuxur, stórköflótt vesti, svarta síðkápu með rauðum bryddingum, köflótta vaðmálshúfu með deri og eyrlfaskýlum, bundnum upp með gildum tengslum yfir koll- inn; hún situr vel niðri á höfðinu. Hárið er klift að neðan, skeggið rakað af dálitlum bletti neðan við munninn, en klift jafnt munninum á efri vörinni, alveg eins og á honum Jóni gamla á Melnum, sem jeg gat aldrei gert mjer í hugarlund að hefði nokkurn tíma verið ungur. Líklega er þetta skegg á Lassa álímt, en ekki eðlilega vaxið. Og Lasse fór upp á steininn og var þá miklu hærri mannfjöldanum, sem kring um hann var. Til að byrja með varð hann að snýta sjer í kápulafið, krafla „snúsið" úr munn- inum með vísifingrinum, þurka sjer um munninn (þar sem rakað var!) á ermi sinni o. s. frv. Og svo fór hann að segja sögur á máli, sem var ekki öllum auðgert að skilja en því auðveldara að brosa að. Og sjálfar voru sögurnar broslegar, en ekki að sama skapi efnisríkar. T. d. sú um skorna tóbakið, sem honum var gefið. (Svíar hafa þann sið að tyggja það, en ekki troða þvf upp í nefið.) Hann tók eins og toldi milli fingranna, eins og hann var vanur, þrýsti því dálítið saman og stakk þvf upp í sig. En gjafarinn Þ

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.