Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.01.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 08.01.1913, Blaðsíða 4
8 LOGRJETTA Eítirraæli. Jóhann Jónasson óðalsbóndi í Öxn- ey a Breiðafirði ljetst á heimili sínu 13. nóv. síðastl., 79 ára að aldri, eftir heldur stutta legu. Þessi merkisbóndi er fæddur í Skoreyjum á Breiðafirði, sem nú eru í eyði, 10. okt. 1833. Foreldrar hans hjetu Jónas Jóhanns- son og Guðrún Steinólfsdóttir. Ólst hann þar upp til 9 ára aldurs, eða þangað til faðir hans dó. Þegar Páll bróðir Jóhanns sál. druknaði, tók Jó- hann að sjer heimili hans og gekk síðan að eiga ekkju hans, Ingveldi Þorgeirsdóttur. Varð þeim eigi barna auðið. Fóru þau að búa í Fagurey árið 1860, og var því Jóhann sál. búinn að búa í rjett 52 ár, er hann dó. Frá Fagurey fluttist Jóh. sál. vorið 1884 að Öxney og keypti þá jörð, og bjó þar svo til dauðadæg- urs. 20. okt. 1883 kvæntist Jóh. í annað sinn Ingveldi Ólafsdóttur, og andaðist hún 9. júlí 1886. Eignuð- ust þau 4 börn, og eru 3 þeirra á lífi: Sigurður, bóndi í Dal í Mikla- holtshreppi; Sigríður, kona Eiríks bónda Kuld á Ökrum, og Guðmund- ur, en nú dvelur á Holdsveikraspítal- anum í Lauganesi. Eftir lát mið- konu sinnar eignaðist Jóh. sál. 2 dætur, er heita Guðrún og Jóhanna, og lifa báðar. 24. sept. i89okvænt- ist Jóh. sál. í 3. sinn Sigurlaugu Jó- hannesdóttur, sem lifir nú mann sinn. Þau hafa átt 4 börn, en af þeim lifa 3 synir, er heita: Jónas, Björn og Jóhann Garðar. Jóhann sál. var atorkumaður hinn mesti. Hann hefur stórkostlega bætt bújörð sína, bygt þar vandað íbúðar- hús og peningshús og hlöður, girt tún og sljettað og bygt kálgarða. Hann var fyrirhyggju- og dugnaðar- maður með afburðum. Hann aflaði manna mest og best heyja, og seldi mikið af því á ári hverju. Einkum er það alkunnugt, hversu oft og vel hann hljóp undir bagga með hey, þegar harðindi gengu. Ekki var minni dugnaðurinn og atorkan á sjónum, enda er það skiljanlegt í eyjum, að oft þarf á ötulleik og dugnaði að halda, þar sem alt er sótt á sjóinn. Jóh. sál. var maður vel að sjer, hann kunni dönsku, var afburða-góður reikningsmaður og mjög vel að sjer í sögu landsins. Fámál- ugur var hann um aðra, en gat verið manna skemtilegastur og glaðastur í sinn hóp. Hann var stakur reglu- maður alla æfl, sannfæringarfastur og óhlutdeilinn Hann var alla æfi hinn gildasti bóndi og stoð sveitar sinnar. Hjálpsamur við bágstadda og ól upp 4 munaðarlaus börn, auk sinna barna. Má því segja, að með fráfalli hans sje stórt skarð fyrir skildi orðið í Skógarstrandarhreppi og yfirleitt um allan Breiðafjörð. Kunnugur. áfengistakmarkinu og menn þarfnast öltegunda, sem eru undir því. Carlsberg hefur því gert sjer nýtt til frægðar með því að búa til »Carls- berg skattefri Porter", sem nú fæst í verslunum, sjá auglýsingu hjer í blaðinu. Þessi öltegund er undir áfengis- markinu, en hefur í sjer meira af kjarnseyði en nokkur annar óáfengur »porter«, er nærandi, meltingarauk- andi, bragðgóður og styrkjandi. Carlsberg brugghús hefur enn frem- ur skýrt svo frá, að bæði »Lys Carls- berg« og »Mörk Carlsberg« sjeu nú talsvert kjarnseyðisríkari en áður og betri efni í þeim en var. Enn frem- ur eru báðar þessar öltegundir geril- sneyddar og halda sjer óskemdar, án þess að ölið dofni tímunum saman. Samkvæmt ályktun skiptafund- ar i dánarbúi Jóns Jónssonar bónda í Melshúsum í Seltjarnar- neshreppi 28. f. m., verður jörð- in Melshús í tjeðum hreppi, ef viðunanlegt boð fæst, seld við opinbertuppboð, sem haldið verð- ur á eigninni sjálfri fimtudaginn þann 20. febr. næstkomandi, kl. 12 á hád. — Jörð þessari, sem er 5 hndr. að dýrl., fylgir auk túns, sem er sljett og umgirt, og mat- jurtagarða, ca. 800 ferfaðm., ibúð- arhús úr steini, 12x11 áln. með kjallara, fjós og heyhús 19X8V2 al. með steinlímdri safnþró und- ir fjósinu öllu, geymsluhús, 8>/2X7 áln., hjallhús, 9x6 áln., þvolta og geymsluhús, 14x4 áln., fisk- geymsluhús, 24 x áln., og annað fiskhús, 14X8 áln., íiskþvottahús, 13X9 áln. ásamt tilheyr. útbún- aði, fiskverkunarreitir, 381x21 al., með járnbrautarteinum, skifti- skífu og vögnum, bryggja úr eik og furu 5 álna breið og 105 álnir á lengd, traust og varanleg, og loks vatnsleiðsla í íbúðarhús og þvottahús, 345 áln. á lengd, á- samt dælum og öðrum áhöld- um. — Á sama uppboði verður einnig seld þurrabúðin Bakkakot ásamt lóðarrjettindum. — •Uppboðsskilmálar, veðbókar- vottorð og nánari upplýsingar viðvíkjandi fyrgreindnm eignum búsins, verða til sýnis hjer á skrifstofunni og á uppboðinu. — Skrifstofa Gullbringu- og Kjósar- sýslu 2. janúar 1913. — 2 Magnus Jónsson. Nýtt »Carlsberg-öl«. Carlsberg- öl, eða það, sem við oftast nefnum »bjór«, er, eins og kunnugt er, orðið veraldarfrægt. En »bjór« er yfir Undirritaöur tekur að sjer mál- færslu- og innheimtu-störf. Til við- tals kl. 6—7'/2 e. m. á Grettisgötn 20 B. Talsími 322. Marínó Hafstein. Mánudaginn þann 25. þ. m., kl. 1 e. hád., verður samkvæmt ályktun skiftafundar í dánarbúi Jóns Jónssonar bónda í Melshús- um 28. f. m., ef viðunanlegt boð fæst, seldur við opinbert uppboð V3 hluti í fiskiskipinu »Bergþóru«, R. E. 53, eign tjeðs dánarbús, ásamt öllu því, er skipshlut þess- um fylgir að rjettu hlutfalli; hinn meðeigandi skips þessa er Guð- mundur bóndi Ólafsson í Nýja- bæ á Seltjarnarnesi. — Uppboðið fer fram á skipinu sjálfu á Eiðsvík. Uppboðsskil- málar, veðbókarvottorð og nánari upplýsingar viðvíkjandi skipi þessu verða til sýnis hjer á skrifstof- unni og á uppboðinu. — Skrifstofu Gullbringu- og Kjósar- sýslu 2. Janúar 1913. 3 Magnús Jónsson. Jörðiri Gröf í Hrunamannahreppi i Árnes- sýslu, 24,2 hundr. að mati, fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1913. ÖII hús á jörðinni nýlega bygð, mikið unnið að jarðabót- um hin síðustu ár, þar á meðal afgirt túnið. Gefur af sjer í með- alári 200 hesta af töðu og 500 af útheyi. Með sjerstökum kostum má telja sjóðandi hver í túninu, matjurtagarðar ágætir, túnefni ótakmarkað. Lysthafendur snúi sjer til Jóns Guðmundssonar ráðsmanns á Vífilsstöðum. j Garlsber^ skattefri Carlsberg1 brug-g'húsin mæla með ijósum myrkum alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. Garl$berg skattefri porter hinni extraktríkustu af öllum portertegundum. Carlsberg sódayatn er áreiðanlega besta sódavatn. 0TT0 M WMW danska smjörliki er Biöjiö um \e$uruiimar -Sóíey"’ „Ingóífur" mHehla"eða JisafoldT Smjðrlihiö fœ$\ einungiý frdi Ofto Mönsfed Vr. s Kaupmannahðfn og/frÓ5um sdr - i Oanmðrku. '/v ' Uppsátur fyrir mótorbáta og aðra fiskibáta, einnig húspláss lil íbúðar fyrir sjómenn og fisk- söltun, fæst hvergi eins ákjósanlegt og ódýrt eins og í Narfakoti í Njarðvíkum. Út- gerðarmenn ættu því að semja sem allra fyrst við bóndann þar, Ágúst Pálmason, eða Sigurð Björnsson kaupm. í Reykjavík. brúkuð ísslerisli:, alls- konar borgar enginn betur en Helgi Helgason (hjá Zimsen) Reykjavík. Oddur Gislason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Lanfásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. Tuttugu ára afmæli fjelagsins verður haldið hátíðlegt í Hótel Rvik. laugardag 11. janúar kl. 8V2 síðdegis. Hátíðin hefst kl. 8V2 síðdegis með borðhaldi eins og venja er til. Dans og aðrar skemtanir á eftir. Aðgöngumiðar (fyrir skuldlausa fjelaga eina) fást hjá Carli Bartels úrsmið (Hotel ísland) þangað til á fimtudagskvöld 9. jan. og kosta kr. 2.75. NB. Ógreidd fjelagaskírteini liggja til innlausnar hjá Bartels. í St. Josephs sjúkrahúsi í Landakoti verður framvegis — frá 1. jan. 1918 — lcl. 11—1 jafnt á helgidögum sem rúmhelgum. Eggert Claessen yfi r rj etta r m ál afl u t n I n gsm að u r. Pósthósstræti 17. Venjulega heima kl. 10—li og 4—5. Talsimi 16. cTunóur i „cFram" verður haldinn í Gtoodtemplarn- húsinu næstk. langardag (21. des.) kl. 81/* e. h. Landlæknir Gnðmnndur Björns- son talar. við Lækjartorg er til kaups eða leigu með góðum skil- málum. Semjist við (úsíanés BanRa. Nýjatúnið er til leigu. Lysthafendur snúi sjer til cand. f*órðar Jenssonar í Stjórnarráðinu fyrir janúarmánaðar lok. Prentsmiðjan Gutenberg. Stjórnin. Þeim, sem ekki hafa enn kom- ið með hunda sína til hreinsun- ar, gefst kostur á að fá hreinsun næstkom. Föstudag og Laugar- dag. Reykjavík 6. jan. 1913. I'orsteinn Lorsteinsson Laugaveg 38 B. Stúlkur geta fengið ársvist á Heilsuhælinu á Vifilsstöðum, ein 1. maí næst- komandi og tvær 14. mai, Lyst- hafendur 'snúi sjer til yfirhjúkr- unarkonu Jenny Nielsen. 61 hafði ætlað að gæta, þangað til lög- regluþjón bæri að, sem hann svo gæti fengið til að hafa auga með honum, meðan hann sjálfur útvegaði hest, og þaut af stað. Fyrst hljóp hann í þá átt, sem bófarnir höfðu horfið í, þar næst — þegar hann ekk- ert sá til ferða þeirra á lögreglu- stöðina, og sagði þar söguna. Það sýndi sig við rannsókn, að seðlarnir voru ekki falskir, svo honum varð hughægra. Steinar útvegaði Sporði húsaskjól hjá gestgjafa, sem hann þekti. Löngu eftir að hesturinn hafði feng- ið kornmat og hey, og Bárður var farinn heim, var Steinar enn hjá hon- um og klappaði og kembdi honum. Frá þeim degi var Steinar allur annar maður. Þó aðeins að nokkru leyti, — því í rauninni var hann hinn sami og áður. Hann var jafnkátur og glaðlynd* ur, en notaði tíma sinn og krafta sína til náms og lesturs, í stað þess 62 að eyða hvorutveggju í þreytandi skemtanir. Sporði kom hann fyrir hjá bónda, er hann þekti, sem bjó skamt frá Höfn. Þar gat hann litið til hans eins oft og hann vildi. Eftir þennan síðasta atburð var Steinar ennþá hálft annað ár erlendis, og kynti sjer á þeim tíma Iandbún- að, bæði í Danmörku og Noregi. Þegar hann svo kom heim, tók hann strax við búinu af föður sín- um. Á meðan hann var í burtu, var það orðið skuldum hlaðið. Jörð- in var þar að auki komin í hálf- gerða niðurníðslu og húsakynni farin að hrörna. Hann ræktaði jörðina, svo hún nokkrum árum síðar var orðin meira en tvisvar sinnum grasgefnari en áður. Bæjarhús og úthýsi bygði hann frá nýju. — Mennirnir eiga að búa í almennilegum húsum, var haft eftir honum, — og sömuleiðis dýrin. Einkum bygði hann hesthúsið bjart og loftgott. í sjerstökum bás, sem 63 var öndvegi hesthússins, átti gráf hestur heima — grár hestur, dökk* ur á fax og tagl. Það var Sporður, Ætíð, þegar Steinari varð gengið um hesthúsið — og það var ósjald- an — stansaði hann til þess að klappa hestinum og gæla lítið eitt við hann. Hesturinn þakkaði honum með rólegu ánægjuhneggi. Steinar átti aldrei svo annríkt, að hann gleymdi, eða ljeti hjá líða að klappa hestinum. Væru ókunnugir viðstaddir, var hann vanur að segja — ofur rólega, með fremur lágri rödd: lOkkur þykir vænt hvorum um annan, eins og bræðrum, Sporði og mjer. Hann hefur líka gefið mjer lffið í afmælisgjöf — einum tvisvar sinn- um, að jeg held. Jeg man honum það. Hefndin. 1. Það var að kvöidlagi, eða öllu heldur næturlagi — um miðsvetrar* leytið. Frammi í stofunni á Torfastöðum, sem var tæmd að húsgögnum, var dansað af miklu kappi. Meðfram veggjunum voru setbekkir, — gólf- borð, lögð á milli hripa og stóla. Þar gat dansfólkið sest niður til að varpa mæðinni og þurka af sjer svit- ann. En oftast nær stóðu bekkirnir tómir, — að öðru en gömlu fólki, eða höltum og vönuðum. Steinolíulampi hjekk í einu stofu- horninu. Undir honum sat sá, er á dragspilið ljek, allur í einu löðri, og spilaði af mikium móð. Einar var allur á lofti. Pabbi hans 65 átti stofuna, sem dansað var í, — þvílík stofa var ekki önnur til í hjer- aðinu, — hann fann, hvernig meðvit- undin um það stælti leggvöðvana « og steig eins og víma til höluðsins. Einar var góður piltur, — ekki sjerlega fríður sýnum nje gáfumaður með afbrigðum, — helst til trúgjarn og þungur í svifum andlega, en trú* lyndur og áreiðanlegur. Einar dansaði oft við Hrefnu, dótt- ur nágrannans — dökkeygða, svart- hærða yngismey, sem honum leitst einkar vel á. Fleirum en honum geðjaðist vel að Hrefnu og drógu litla dul á það. Einn þeirra, og sá sem var áleitn* astur og einna mest varð ágengt, var Indriði — umrenningur, sem kominn var þangað í bygðarlagið í fyrra vor, fótgangandi, á stagbættum leðurskóm — og guð veit hvaðan. Sfðan flækt- ist hann bæ frá bæ og var kaupa- maður. Indriði var mjög ástfanginn í Hrefnu. Einar sá það. En það vakti hvorki óró hans nje afbrýðissemi, — miklu

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.