Lögrétta - 22.01.1913, Blaðsíða 1
Aígreiflslu- og innheimtum.:
ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON.
Veltusundi 1.
Talsiml 359.
LÖGRJETTA
Ritstjori:
ÞORSTEINN GÍSLASON
Pingboltsstræti 17.
Talsimi 178.
M 4.
ITeylijavík: 22. Janiiar 1913.
VIII. argr.
I. O. O. F. 931249.
Þjóðmenjasafnið opiö á sunnud., þriðjud.
og fimtud. kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthusstr. 14) i, og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 11—1
alla daga.
Islands banki opinn 10—2'/» og 5T/»—7.
Landsbankinn io1/^—2x/». Bnkstj. við 12—1.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
, 12—3 og 5—8.
Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á
hverjum Iaugard. kl. 7—8 síðd.
Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1.
Lárus Fjeldsted,
Yfirrjettarm&IaffierslumaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. I 1 —12 og 4-7.
Bsekixr,
innlendar og erlendar, pappír og allskyns
ritföng kaupa allir í
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar.
„Raffltín"
drekka allir þeir, er vilja fá góðan, óskaðlegan
og ódýran kaffldrykk. — Jafngildir 1 pundi af
brendu og möluðu kaffi og «/» pundi af export.
tMT Fæst á aðeins 80 aura pundið hjá Sveini
Jónssyni, Templarasundi 1, er einnig
— - hefur til sölu Gibs-Rósettur og lista og mikið
^^Z^^^ZZZ^Z^^ZZZZZ úrval af Betrekki.
Kaupmenn snúi sjer til Sweins M. Sweinssonar, p. t Havnegade 47. Köbenhavn.
mg
á flskiTeiöunum Tið Arnarfjörð.
Síðan farið var að beita tál-
beitu, smokk, síld og kúfiski, hjer
við Arnarfjörð, muna menn varla
eftir eins miklu aílaleysi að haust-
inu eins og var síðastliðna haust-
vertið, og kenna menn, sem vafa-
laust er lika rjett, botnvörpung-
unum, sem aldrei síðan jeg man
eftir, — það er að segja yfir þann
tíma, sem varðskipið hefur haft
strandgæslu hjer við land — hafa
verið eins ákafir og, að manni
virðist, haft eins gott næði að vciða
fyrir innan landhelgi hjer eins og
síðastliðið vor, þar sem þeir svo
vikum skifti voru, og það oft
talsvert margir, á veiðum fyrir
innan landhelgi hjer í Arnaríirði.
Fyrst í vor leit út fyrir ágætis
afla, en svo komu botnvörpung-
arnir, og, ef mætti svo að orði
kveða, sópuðu í burtu þeim flski,
sem kominn var, og eins og sigt-
uðu hvern drátt jafnóðum og
hann kom í fjörðinn, og ekki
nóg með það, heldur eyðilögðu
þeir veiðarfæri fyrir mönnum,
og hart var á því að þorandi
væri að leggja kastlóðir, hvað þá
heldur að eiga legulóðir í sjó,
því að fyrir kom að ræningjar
þessir tóku af þeim meira og
minna, svo að menn komu slippir
og lóðalausir i land; voru menn
því komnir á fremsta hlunn með
að hætta vertíð á miðjum tíma.
Einlægt voru menn að vona
að varðskipið mundi nú koma, og
láta lögbrjóta þessa og ræningja
fá sín makleg málagjöld, því
simað mun hafa verið um yfir-
gang þeirra til sýslumanns okkar,
sem er einn af þeim fáu sýs'.u-
mönnum, sem sýnt hefur þann
lofsverða dugnað áður, að taka
án hjálpar varðskipsins botnvörp-
unga við ólöglegar verðar íland-
helgi og sekta þá, og gæti maður því
ímyndað sjer að hann muni hafa
gert alt, sem i hans valdi stóð, að
fá varðskipið hingað, til þess að
taka ræningjana. Ekki sást samt
varðskipið koma, svo ræningjar
þessir máttu i besta næði og mak-
indum halda áfram að hrifsa
björgina frá munninum á fátæk-
um fjölskyldumönnum.
Eins og allir vita, eru skilyrðin
til þess að geta lifað hjcr ein-
göngu af landinu þau, að flestum
mun virðast það litt mögulegt.
Hjer er hrjóstugt land, og því
Htlir og viðast hvar slæmir hagar,
snöggar, þýfðar og litlar útslægjur
og Util, þýfð og, sem vcrst cr,
grýtt tún.
Allir geta því sjeð, að til þess að
framfleyta lífinu verðum við því
aðallega að reiða okkur á sjávar-
aflann; bregðist hann algjörlega,
má búast við hallæri.
Enginn mun geta annað sagt
en við Arnfirðingar gerum frem-
ur litlar kröfur til landssjóðsins;
það er víst mjög sjaldgæft, að frá
okkur komi til alþingis fjárbeiðn-
ir til nokkurra fyrirtækja eða
framkvæmda, en við borgum þó
í landssjóðinn, eins og hinir, sem
sækja um bitlinga og fá þá.
Það mun því ekki virðast ó-
sanngjarnt af okkur Arnfirðing-
um þótt við færum þess á leit
við landsstjórnina, að hún hlut-
aðist til um að varðskipið verji
betur landhelgina við Arnarfjörð
næsta sumar, heldur en það virt-
istgcraí sumar, semleið —látiekki
þessa lögbrjóta hafa eins gott
næði til að eyðileggja lífsveg
okkar eins og þeir virtust hafa
síðastliðið vor.
Arnarfjörður hefur verið álitinn,
sem líka mun vera rjett, mjög
aflasæll fjörður, og er þvi eðli-
legt að botnvörpungarnir haldi
sig um fiskgöngutímann, sem hjer
er að vorinu ogsumrinu, á næstu
grösum, og þurfa þeir því hjer
strangara eftirlit en víða annar-
staðar.
Hringsdal 20. des. 1912.
Einar Bogason.
Balkanstríðið.
Ýmislegt nra ófriðinn.
Danskur blaðamaður, Anker
Kirkeby, sem/verið hefur í Sofiju,
höfuðborg Búlgara, meðan á stríð-
inu stóð, segir, að þar hafi menn
fengið mjög ófullkomnar fregnir
af því, sem á herstöðvunum gerð-
ist. Aðalfrjettastöðin var ein litil
rúða í glugga hjá hermálaráða-
neytinu. Innan á hana voru
festir miðar með helstu frjettun-
um og þeim mjög stuttorðum.
Sami miðinn var oft lengi á rúð-
unni. En utan við þennan glugga
var altaf fult af fólki. Blöðin og
fregnmiðar frá þeim fluttu ógreini-
legar fregnir eftir hinum og öðr-
um, sem um fóru. Brjefaskoðun
var mjög nákvæm á aðalpóststöð-
inni í Sofiju; það var sagt, að 40
manns hefði þar nóg að gera við
að opna grunsöm brjef og skoða
hvert hraðskeyti. Mesti fjöldi af
hvorutveggja var stöðvað þar og
kom aldrei fram.
10. hvert mannsbarn í Búlgar-
íu var í hernum, eða því sem
nær annarhver fullorðinn karl-
maður. Frá svo að segja hverju
heimili í landinu var einhver í
striðinu. Utan úr hjeruðunum
komu margir til höfuðborgarinn-
ar til þess að fá frjettir. Bar
mikiðáþví i mannfæðinni á göt-
um borgarinnar. Bændafólkið er
einkennilega búið. Karlmennirn-
ir eru í kápum, sem fóðraðar eru
með sauðskinnum, og ganga við
krókstafi. Brjefritarinn segir að
Búlgarar sjeu sparsamir og hugsi
ekki um annað en að græða.
Sem eitt dæmi um það segir hann
þá sögu, að vel klæddur borgari
hafi keypt fregnmiða á götunni,
gengið með hann út úr mann-
ösinni og litið yfir hann. Svo
fjekk hann miðann syni sinum
litlum, sem með honum var, og
að lítilli stundu liðinni hafði dreng-
urinn selt hann öðrum og fjekk
föður sinum peningana, svo að á
þennan hátt hafði hann lesið
miðann fyrir ekkert. A veitinga-
húsum borgarinnar segir brjefrit-
arinn að varla sjáist innlendur
maður, nema ef einhverjum sje
boðið inn þangað af útlendum
gesti. í öllum fjöldanum, sem
lagði á stað þaðan í ófriðinn, segir
hann að ekki hafi sjest einn
einasti maður drukkinn. Honum
þykir sparsemin og gróðamenskan
helst um of.
Meðal særðra manna, sem heim
höfðu verið sendir frá ófriðar-
stöðvunum, 'hitti hann á sjúkra-
húsi nafnkunnan búlgarskan
málaflutningsmann og rithöfund.
Hann hafði mist annan fótinn
í striðinu. Illa ljet hann af ó-
friðnum og honum blöskraði
mannfallið. Hann sagði, að frá
byrjun striðsins hefðu dátarnir í
her Búlgara verið eins og æðis-
gengnir. Foringjarnir hefðu við
ekkert ráðið; dátarnir hefðu ætt
fram og ekkert skeytt um að hlífa
sjer. Þeir hefðu ekki haft þolin-
mæði til þess að biða og láta
stórskotaliðið vinna það, sem það
hefði getað unnið, heldur hefðu
þeir ruðst áfram með byssusting-
ina fyrir sjer óðir af grimd og
ósefandi fyr en þeir hefðu getað
stungið stálinu i hold óvina sinna.
Hann sagði, að fáir menn i her
Balkanþjóðanna væru skotmenn
að gagni. En í þessum orustum,
þar sem maður gengur móti
manni með eggvopn í höndum,
þar væru þeir duglegir. Þetta
væri margra alda arfur frá for-
feðrunum. Hann kvaðst hafa
litið á margt andlit, er fallbyssu-
skotin fóru fyrst að dynja frá
vígstöðvum óvinanna. En hvergi
hefði hann sjeð ótta, heldur al-
staðar villidýrsins löngun í bráð.
»Það er þetta kæringarleysi dát-
anna um líf og dauða, og svo
hefnigirnin, sem gefið hefur okk-
ur frá byrjun stríðsins sigur eftir
sigur«, sagði hann. »Við urðum
íyrst þreytunnar varir, þegar við
komum austur að Tchataljavirkj-
unum. Þá vorum við saddir af
blóði, þá höfðum við hefnt okk-
ar og þá höfðum við náð mark-
inu. Þá var eins og stríðsæðið
væri úti. Jeg sá heilar herdeild-
ir hníga þar niður á þriggja daga
fresti örmagna af þreytu. Við
höfðum ofreynt kraftana vikurn-
ar á undan, og nú hnigum við
magnþrota fyrir óveðrinu ogsjúk-
dómunum«.
Um þetta leiti gengu þar stór-
rigningar.' Láglendið fór á kaf í
vatn og vegir urða víða ófærir.
Hermenn Búlgara grófu sjer skýli
oían í hæðirnar, en voru þó að
jafnaði holdvotir bæði nótt og
dag. Samt rjeðu þeir þarna á
virki Tyrkja, en urðu frá að
hverfa. 1 einu af þeim áhlaup-
um særðist þessi maður, sem hjer
segir frá, og skildi þannig við
herinn.
Frá byrjun stríðsins tók Eleó-
nóra drotning Búlgara þátt í
hjúkrunarstöfum undir merkjum
fjelagsins »Rauði krossinn«. Eleó-
nóra drotning er þýsk, prinsessa
af Reuss, og giftist Ferdínand
Þegar Amundsen norski kom til Suður-
heimskautsins, þá var það fyrsta, sem hann
sá þar„ auglýsing frá
og aðra hafði Peary fundið á Norðurheim-
skautinu. Þetta er órækur vottur um, að
Edinborg er ætíð á undan öðrum.
En nú verðið þjer að hregða fljött
við, ef þjer viljið ná í hinn ákaflega ódýra
Strausy/iur (Qasfor), cJianóís,
t&úéursyRur.
Líka er nauðsynlegt að leggja það á minn-
ið, að „Edinborg"- og „íslandl"-
margarínið kostar hjer að eins 55 og 65 aura
pundið. Ódýrara, ef keypt eru 10 pd. í einu.
ÁVEXTIR nýkomnir.
Eins og að ofan er sagt, er það nú orðið
kunnugt heimsendanna á milli, að betri kaup
býðar enginn en
Nýlenduvörudeild
Bdinborg-ar.
Lífsálíriíarslofim rírisifls.
Bonus-útborg-un
fyrir fimm ára tímabilið 1906—1910 byrjar þriðjudaginn 4. febrúar
1913 hjá umboðsmanni stofnunarinnar í Reykjavík.
Lifsábyrgðarskirteini skulu fram lögð, nema þau sjeu í vörsl-
um sfjórnarvalds eða stofnunarinnar.
Stjórn framannefndrar stofnunar 8. janúar 1913.
@. c*. ^Hoifíe.
J. C, Hansen.
Samkvæmt framanskrifuðu verður skrifstofa undirskrifaðs
umboðsmanns lífsábyrgðarstofnunarinnar opin til Bonus-útborgunar
4., 5. og 6. febr. næstk. frá kl. 11 f. m. til 2 e. m., en að þessum
þremur dögum liðnum (frá og með 7. febr.) útborgast Bonus á
mínum venjulega skrifstofutíma kl. 4—5 siðdegis.
Reykjavík, Lækjargötu 8, 21. jan. 1913.
Þórunn Jónassen.
1908. Áður var hann kvæntur
Maríu Lovisu af Parma og dó
hún 1899.
Línnr nra Landsbókasafnið.
Háttvirtu Reykvíkingar! Alveg er
jeg hissa á því, hvað þið notið lítið
Landsbókasafnið. Oft hef jeg komið
þangað á „fyrri tímanum" og þá hafið
þið setið þar 5 eða 6. Hvar voru
allir hinir? — Út um hvippinn og
hvappinn. Sumir að störfum sínum,
en Hklega nærri eins margir aðgerða-
lausir, — um þetta leyti árs — ráfandi
um götur og torg.
Hvað hugsið þið, blessaðir verið
þið, að líta ekki heldur inn á Lands-
bókasatnið og biðja Halldór um bók
stundarkorn?
Halldór er allra liðlegasti karl og
furðu fljótur í snúningum, svo rosk-
J inn maður. Af öllum þeim þúsund-
um bóka, sem þar eru saman komn-
ar, veit Halldór upp á hár, hvar hvert
kver er fólgið og nær því á svip-
stundu, þegar hann heyrir fyrirsögn-
ina nefnda.
1 lestrarsalnum er hlýtt og bjart.
Þar eru stólar og borð af góðri gerð.
Blek og pennar eru þar til taks og
frjálsrar notkunar, og sem miklu skiftir,
þar eru þerriblóð, sem Hannes Haf-
stein hefur kveðið svo fagurlega um.
Þótt oft sje fáment á Landsbóka-
safninu, koma þar ýmsir góðir menn.
— Þar situr Pjetur og les „Þjóðólf".
Þangað kemur Bjarni og les í „Kol-
brún", og þar sit jeg og les „Kapí-
tólu". —
Landsbókasafnið er opið frákl. 12
—3 °g S—«•
Á seinni tímanum eru þar oft stúlk-
ur, svo þá ættuð þið þó að koma,
piltar, ef þið hafið ekki öðrum hnöpp-
um að hneppa. J.