Lögrétta - 22.01.1913, Blaðsíða 3
LOGRJETTA
13
Hjá undirrituðum fást ofannefnd
lijól, einnig uppsettar kerrur. Ættu
því allir, er slíkt þurfa að nota,
að leita upplýsinga um verð og
gæði og panta í tíma.
Páll Magnússon,
Bergstaðastr. 4.
Reykj avík.
Gasið. Bætt var um það á bæj-
arstjórnarfundi síðastl. fimtudag, og
að umræðum loknum samþykt svo-
hljóðandi ályktun:
„Bæjarstjórnin ályktar, að síma
þegar Carl Francke svohljóðandi:
Bæjarstjórnin krefst þess af firma
Carl Francke, að það sendi hingað
tafarlaust, á þess kost.nað, sjerfræð-
ing, er geti fundið út af hverju hið
megna ólag á gasframleiðslunni staf-
ar, og ráðið bót á því. Verði firmað
ekki við þessari kröfu, hefur bæjar-
stjórnin ákveðið, að útvega hingað
sjálf slíkan mann og greiða kostnað-
inn af tryggingarfje því, er Carl
France hefur sett fyrir tilhlýðilegum
rekstri stöðvarinnar, og krefjast sím-
svars“.
Trúlofuð eru kand. theol Tryggvi
Þórhallsson (biskups) og frk. Anna
Klemenz, dóttir Kl. Jónssonar land-
ritara.
Nýtt guf uskipafjelag. Thor Jen-
sen kaupmaður lýsti því yfir á Stú-
dentafjelagsfundi nýlega, er sam-
göngumálið var rætt þar, að í undir-
búningi væri hjer stofnun fjelags til
þess að taka að sjer gufuskipaferðir
hjer við land. Lögr. hefur síðan
spurt hann um þetta og sagði hann
að nánari fregnir af þessu kæmu
bráðlega, en að svo stöddu væri ekki
hægt af því að segja frekar enþetta.
Kvöldskemtun heldur Bjarni Björns-
son leikari í kvöld.
Látin er hjer í bænum 8. þ. m.
frú Elísabet S. Árnadóttir, kona Jóns
Sveinssonar trjesmíðameistara. Jarð-
arför hennar fór fram 16. þ. m.
Forsetakosning d Frakklandi.
Hún fór fram 17. þ. m. í sím-
skeyti frá Khöfn 18. þ. m. segir:
„Poincaró fjekk 483 atkv., Pams
(núv. landbúnaðarráðherra) 206 og
Vaillant 69“.
Poincaré er þá kosinn íorseti tilnæstu
7 ára. Hann er rúmlega fimtugur
að aldri, fæddur 20. ág. 1860. Hann
er lögfræðingur og fjekst áður fyrri
við málfærslu, en þingmaður hefur
hann lengi verið og oft gegnt ráð-
herrastörfum. Nú að síðustu hefur
hann um tíma verið yfirráðherra.
Yjelarbátur ferst.
5 menn drukna
10. þ. m. fórst af ísafirði vjel-
arbáturinn »Hekla«, eign Guðrn.
Guðmundssonar bátasmiðs, og
fórust þar 5 menn:
1. Jósep Sigmundsson, á ísa-
íirði, ekkjumaður, og lætur eftir
sig tvö börn. Hann var formað-
ur á bátnum.
2. Guðjón Þorsteinsson, ókvænt-
ur maður á ísafirði.
3. Jóhann Jóhannesson, kvænt-
ur maður á ísafirði, en barnlaus.
4. Jón Kristjánsson, — einnig
kvæntur maður á ísafirði, en
lætur eftir sig eitt barn.
5. Teodor Guðmundsson, heit-
ins Gíslasonar, formanns á Stakka-
nesi. Hann var ókvænturmaður, en
mun hafa búið með unnusti sinni,
og lætur eftir sig þrjú börn.
FridargerÖin d Balkan-
skaganum.
Símað er frá Khöfn í morgun, að
stórveldin hafi í sameiningu fastlega
ráðið Tyrkjum til þess að afsala
Adríanópel, en svar Tyrkja sje enn ó-
komið.
í síðustu útlendum blöðum er mjög
lítið nýtt að heyra af viðureigninni
þar austur frá. Ófriðurinn hefur ekki
verið reistur að nýju og alt hefur
gengið í þófi. Engin af borgum þeim,
sem um var setið, hefur gefist upp,
og mál Serba um Adríahafshöfnina
er óútkljáð.
*
Heimastjórn Irlands.
Símað er frá Khöfn 18. þ. m.
að heimastjórnarfrumvarp írlands
sje samþykt í neðri málstofunni
með 368 atkv. gegn 258.
Logberg House.
London 31. desmber 1912.
Herra ritstjóri! Eftirfarandi línur leyfi
jeg mjer að beiðast að þjer takið upp í
yðar heiðraða blað.
Mjer barst fyrir skömmu eintak áf
ísafold dags. 28. sept. s.l, hvar f stendur
grein með fyrirsögninni »Grár leikur«.
Grein þessari og missögnum hennar hef-
ur mjer hingað til ekki þótt taka að
svara. En í viðbæti við nefnda grein
hafa mjer einnig borist frá Reykjavík
ýmsar fyrir mig meiðandi ósanninda-
sögur, sem eru merktar öfundarmerki
sumra labbakúta Reykjavfkur. Það má
ekki skiljast svo, að jeg með línum þess-
um sje að reyna á nokkurn hátt að bera
af mjer missagnir nefndrar greinar, og
ekki heldur ósannindasamanhnoð öfund-
sjúkra veslinga, er hnoða slfkum róg-
burðarsögum saman um mig (og aðra), —
í þeirri von, að jeg ekki fái vitneskju
um þær eða tækifæri að bera þær af
mjer.
Jeg hef komist að þeirri niðurstöðu
(sem er óefað sú rjetta) í þessu efni, og
hún er sú, að feður slíkra lyga og róg-
burðar í minn garð sjeu ekki þeir skiln-
ingsgarpar eða blaðalesarar, að það sje
míns tíma virði að færa blaðalega vörn
með sannanagögnum, heldur kýs jeg
mjer að geyma rjett minn næstu funda
og þá aðstoðar laganna að verja mig
gegn burðarrokkum reykvíksrar lygi.
Oska jeg löndum mínum gleðilegra
jóla og góðs nýjárs.
Vinsamlegast
C. B. Eyjólfsson.
Selirasrausterið í Adríanópel.
Af íbúunum í Adríanópel er
ekki nema helmingurinn Múham-
eðstrúar. Samt eru tryknesku
musterin það, sem mest ber á i
í borginni, og er þetta eitt hið
helsta þeirra.
Dönsku grundvallarlög:iii.
Þau voru sett í nefnd i Lands-
þinginu, segja siðustu Khafnar-
blöð. Áður urðu þó nokkrar
umræður um breytingarnar og var
Estrup gamli einn af þeim, sem
fastlega andmælti þeim.
Pjóðsögur Jóns Arnasonar.
Þær hafa lengi verið flestra ís-
lenskra bóka vinsælastar, augasteinn
alþýðunnar og uppáhald læröra sem
leikra.
En löngu er svo komið, að þær
eru aðeins í höndum örfárra manna.
Tímans tönn er búin að vinna á þeim.
Bækurnar eru slitnar, týndar og eyði-
lagðar, sem von er, — full hálf öld
liðin síðan þær voru gefnar út.
Þjóðsögurnar eru svo ágæta skemti-
legar, sem kunnugt er. Hvar sem
flett er upp í þeim brosa frásagn-
irnar móti manni, smellnar og fjör-
ugar og — íslenskar út í ystu æsar.
Auk þess er fólginn svo mikill
bókmentakjarri í þeim, að leitun er
á ígildi hans í bókmentum okkar yfir-
leitt. Draugarnir eru þarna skáld
og skriftlærðir spekingar og allskon-
ar forynjur tala við lesendurna í
spakmælum og af djúpri andagift. —
Jafnvel fjandinn sjálfur er þar óvið-
jafnanlegur fræðari. Sí-prjedikandi
allskonar heilnæma og nytsama líf-
speki leiðir hann okkur um heima
og geima og opnar okkur allavega
andlegt víðsýni.
cFunáur i „t&ram"
verður haldinn í Gtoodtemplara-
liúsinu næstk. laugardag (25.
jan.) kl. 872 e. li.
Umræðuefni:
Samgöngusantningarnir.
Bjarni Björnsson:
Gftlrliennu- og ganian-
visnakvöld
í gárubúð
Með virðingu fyrir öllum þeim
þjóðsagnakverum, sem hafa verið
gefin út á síðari árum, virðist mjer
þjóðsögur J. A. bera ægishjálm yfir
þeim öllum, að efnismerg. Enda er
það furðulaust. Þegar þær voru
gefnar út var auðvitað úr mestu
efni að gramsa.
Nú er er eigi annað sýnna en
uppvaxandi kynslóð fari á mis við
alla þá skemtun og skínandi list,
sem þjóðsögurnar geyma í skauti
sínu, og væri það illa farið.
Jeg skýt nú þeirri spurningu til
íslenskra bóksala, hvort eigi muni
tiltækilegt að gefa út þjóðsögur Jóns
Árnasonar að nyju, flestar eða allar
í heild. Mundi hver, sem það gerði,
hljóta þjóðarþökk og heiður fyrir
vikið.
Veit jeg það að sönnu, að til allrar
ar bölvunar var dálítið hrafl úr Þjóð-
sögunum gefið út hjerna á árunum
og kallað »Úrval«. Mundi það ef til
vill verða þyrnir í augum nýs útgef-
anda. En bæði er það nú mjög
vafasamt, hvernig þetta »Urval« hefur
tekist og eigi síður hins að gæta, að
þetta er aðeins örlítið brot. Margir
gimsteinarnir, jafnvel flestar helstu
gersemarnar, hafa eftir orðið og á al-
þýða manna engan kost á að sjá þær,
eins og nú er komið.
Víst er um það, að margir mundu
kaupendur þjóðsagnanna verða. Eigi
ólíklegt, að fyrir fram mætti fá svo
álitlegan áskrifendahóp, að ný út-
gáfa yrði áhættulaus.
7. Th.
Flogiö jfir Miðjaröarhai.
Garros
10. des. síðast. ilaug ílugmað-
urinn Garros yfir Miðjarðarhafið
frá Afriku, og lentí á Sikiley.
Vegalengdin yfir hafið er40niilur
og þykir förin frægileg. Garros
er frá Suður-Ameriku.
í kvöld kl. 9
(sjá götuauglýsingar).
ísfj elagið
við Faxaflóa heldur aðalfund á
Hólel Reykjavík 3. febr. þ. á. kl.
5. e. h.
Til urnræðu er bygging íshúss.
Ársreikningar fram lagðir, einn
maður kosinn í stjórn og 2 end-
urskoðunarmenn.
Tr. Gunnarsson.
við Faxaflóa heldur aðalfnnd á
Hótel Reykjavík 7. fbr. þ. á. kl.
5. e. h.
Ársreikningar framlagðir, 1
maður kosinn i stjórn og 2 end-
urskoðendur.
Tr. Gunnarsson.
j'lámujjelag Jslanðs
heldur aðalfund í Iðnaðarinanna-
húsinu, uppi á lofti, 4 febrúar þ.
á. kl. 5 e. h.
Ársreikningar framlagðir, 2
menn kosnir í stjórn og 2 end-
urskoðunarmenn.
Tr. Gunnarsson.
L
FjÉa-Ejviníiir,
leikrit í 5 þáttum, eftir Jóhann
Sigurjónsson, fæst hjá öllum
ísl. bóksölum. Verð 2 kr.
Bestn og ódýrnstn
Sjóraannalíf, eftir R. Kipling. Verð
kr. 1,50.
ívar hlújárn, eftir V. Scott. Verð
kr. 2,50.
Baskerville-hnndurinn, eftir Conan
Doyle. Verð kr. 1,50.
Þrjár sðgur, eftir C. Ewald og B.
v. Suttner. Verð kr. 0,40.
brúkuð íslensk, alls-
konar borgar enginn
betur en
Helgi Helgason
(hjá Zimsen)
Reykjavík.
Cunnar Gnnnarsson;
66
Hefndin.
67
68
69
70
fremur gladdi það hann. Það var
ekki laust við, að honum fyndist það
vera sigur fyrir sig.
Hæ-hæ, þeir voru allir ástfangnir
í Hrefnu, ungu mennirnir. En ætli
hún liti við nokkrum öðrum en hon-
um? Og var það nú í rauninni svo
undarlegt? Hver varð fremstur á
kirkjugólfinu við ferminguna? Var
pabbi hans ekki hreppstjóri, oddviti
og forsöngvari? Var ekki Sigurður
bróðir hennar besti vinur hans, _____
höfðu þeir ekki fyrir langa löngu
ákveðið, að Hrefna skyldi giftast
honum — honum, og engum öðrum?
— Hann man, að hann hefur svarið
þess dýran eið, að svo skuli ske, —
og einu sinni skar hann sig í fingur-
inn, til þess að geta skrifað heitið
með blóði sínu á seðil, sem hann
síðan faldi í móhelluklöpp. Hann
hálfskammaðist sín fyrir að kannast
v*ð það fyrir sjálfum sjer, — því
hann gerði það í þeirri von, að
I Irefna — sem oft ljek sjer undir mó-
helluklöppinni — fyndi seðilinn og
yrði snortin af ást til hans. — Þá voru
þau börn, — honum finst vera svo
langt síðan. Hann veit, að augna*
ráð hans og viðmót fyrir löngu hefur
sagt henni, að hann elskaði hana, og
að enginn gæti elskað hana heitar.
Einu sinni kysti hún hann — löngum,
innilegum kossi. Reyndar hafði hvor-
ugt þeirra sagt orð, — þau urðu bæði
svo utan við sig, — en einungis það,
að hún hafði kyst hann, þ a n n i g —
var það ekki nóg sönnun?
Æjú, — Indriði vinur, þú ættir ekki
að hætta hrygg þínuml —
Dragspilið þegir.
Hrefna stendur við annan stofu-
gluggann, styður vinstri öxlinni upp
að karminum og skiftir spaugsyrðum
við eina vinkonu sína.
Ætti hann að ganga til hennar og
gefa sig á tal við hana?— Nei, það
er best hann standi kyr og horfi á
hana. Hún er svo yndisleg.
Sjáðu brjóstin, hvað þau eru hvelfd
og há. Og lendaboginn — dásam-
legur hreint og beint. Ög munnur-
inn á henni -- varirnar eru rauðir
rósahnappar.
Hann man eftir hvað vel hún kyssir
og brosir til sjálfs sín glöðu laun-
brosi, eins og maður brósir til trún-
aðarmanns síns í undursamlegum
hlutum.
Hún hefur ofurlitla spjekoppa í
fallegu kinnunum sínum — ávölu epla-
kinnunum, sem hann langar til að
bíta hana í. Og tennurnar skína
mjallhvítar, þegar hún hlær.
Leit hún ekki á hann núna?—og
brosti. — Eða horfði hún fram hjá
honum? — Hann lítur um öxl. Ind-
riði stendur á bak við hann. Hún
getur ekki hafa brosað þannig til
Indriða, — hann sjálfur hlýtur að hafa
átt brosið. Hvílík augu! — himneski
faðir, — dökk og tindrandi!-----
Spilamaðurinn þenur dragspilið.
lndriði dansar við Hrefnu. — Lfttu
á hann! Sjáðu hvað hann þrýstir
henni fast upp að sjer. Sjáðu hvað
hann sveiflar henni örugt. Jú, Indriði
dansar vel. í því er Einar eftir-
bátur hans. En hvað gerir það til?
Það er þó ekki alt undir því komið,
að kunna vel að dansa. Og Einari
finst hann eiga marga kosti fram
yfir Indriða, sem ríflega vegi upp
dansfimi hans. Indriði á til dæmis
engan almennilegan föður. Hann
gortar af því, að hann eigi þrjá, gor-
geirsblesinn og guðleysinginn sá arna!
------En líttu á, hvað hann er hár
og grannvaxinn. Og hvað hann ber
vel fallega höfuðið sitt. Hann hefur
svart, hrokkið hár, sem hann skilur
yfir miðju enni. Hann er dökkur í
andliti og útitekinn, og andlitssvip-
urinn er karlmannlegur — en fremur
kaldranalegur.
En Einari finst nú reyndar, satt
að segja, að hann sjálfur ekki sje
svo óálitlegur — án alls yfirlætis auð-
vitað. Hann er í nýsaumuðum föt-
um, úr svörtu, nýlituðu vaðmáli. En
sá er galli á, að hann verður stöð-
ugt að gæta sín, að hann snerti ekki
við þeim með höndunum, til þess að
þær verði ekki biksvartar, eins og á
blökkumanni — ófjetis vaðmálið litar
frá sjer. Hann lítur fyrirlitlega á
bryddu skóna hans lndriða, því hann
er sjálfur á nýjum, spegilgljáandi stíg-
vjelum, hælaháum og totumjóum —
þvílík eru aldrei áður sjen þar um
slóðir. Sunnlenska vinnukonan, sem
hafði verið í Reykjavík, og þess vegna
þóttist vita flesta hluti öllum öðrum
betur, hló, þegar hún sá hann á þeim
og sagði það væru kvenstígvjel —
bjálfinn sá arna; hún var auðvitað
öfundsjúk! — Hann nenti ekki að taka
það með í reikninginn, að háralitur
hans var frámunalega Ijótur, og al-
ment fyrirlitinn, og heldur ekki hitt,
að hann hafði mestu guðsblessun af
freknum, dreifðum jafnt yfir alt and-
litið, — hann vildi bara reikna fötin
og kynið. Já, þegar hann lagði sæmd
föður síns, jörðina, sem hann stóð til
að erfa, og frægð forfeðra sinna —
Egils og Gunnars — á metaskálarnar,
þá bar ekki að neita, að honum sýnd-
ist sinn hlutur mætti verða mun
þyngri en Indriða. Hvað Indriði varð
smár og lítilfjörlegur 1 — þrátt fyrir
limafegurðina og hrokna hárið.
Þarna dansar hann enn við Hrefnu.
Hann er hlæjandi út undir eyru og
lætur kjaftinn ganga — auðvitað