Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.01.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 22.01.1913, Blaðsíða 4
14 L0GRJETTA Oarlsberg- brug'g'húsin mæla með ljúsutn myrkum alkóhóllitlum, ekstraktrikum, bragðgóðum, haldgóðum. Garlsberg 5kattefri Garl$ber£ $kattefri porter hinni extraktríkustu af öllum portertegundum. Carlsberg sódayatn er áreiðanlega besta sódayatn % Sx dan<?ka Biojic) um \e^urA\mar JSóbsy" _ ingóífur" Mehla" cta Jsofofcf Srniórlihið einungiý fra : Oífo Mönsfed [Yr. s Kaupmannahöfn ogÁró^um ^ i Danmörku. o Fjölgun slavnesku þjóðanna. Það er ótti við vöxt og veldi slavnesku þjóðanna, sem er or- sök til þess, að stjórn Austuríkis og Ungverjalands hefur beitt sjer svo fastgegn því að Serbar fengju tand að Adriahafinu nú í lok Balkanstríðisins. Hjer um bil helmingur af þegnum keisarans í Austurríki og Ungverjalandi er af slavneskum uppruna, og í suð- austurhjeruðum ríkisins, næst Serbíu, er meginhluti íbúanna Serbar, sem fremst af öllu mundu kjósa að sameinast Serbíu, ef henni yxi fiskur um hrygg og hún yrði voldugt riki. Því er stjórn Austurríkis svo illa við að slav- nesku ríkin norðan til á Balkan- skaganum auki veldi sitt, að hætt er við að þetta kæmi áður en langt um líður niður á Austur- ríki. En jafnskjótt sem Serbum er ógnað frá Austuríki, eru Rússar við búnir til þess að taka mál- stað þeirra. Rússland er höfuð- ríki slavnesku þjóðanna, og Rúss- ar líta með ánægju á sigurvinn- ingar þeirra á Balkanskaganum. Það er sagt, að Rússland sje mjög farið að ná sjer eftir ósig- urinn fyrir Japansmönnum. Sið- ustu árin hefur uppskera verið þar góð og það er sagt, að fjár- hagur ríkisins sje nú í betra lagi en verið hafi lengi undanfarið. Rússar eru aftur farnir að koma upp flota í stað þess, sem Jap- anir eyðilögðu, og verja nú ár- lega til þess stórfje. Þar er nú kyrrara og friðsamlegra heima fyrir en áður hefur verið. íhalds- flokknum jókst ekki lítið lið á þingi við siðustu kosningar, í haust sem leið. Út af misklíðinni nú í vetur milli Rússa og Serba annarsveg- ár og Austurríkis hinsvegar, hafa komið fram ýmsar athuganir um afstöðu slavnesku þjóðanna til germönsku þjóðanna nú sem stendur. Slavnesku þjóðirnar eru nú taldar 160 miljónir, og er það meira en þriðjungur af íbúum Norðurálfunnar, en als eru þeir taldir 450 miljónir. Langflestir eru Slavar innan rússneska rík- isins, eða 120 milj. als. 10 milj. eru á Balkanskaganum. Svo eru 5 miljónir innan þýska ríkisins og 25 milj. innan keisaradæmis- ins Austuriki og Ungverjaland. Mannfjöldinn meðal slavnesku þjóðanna er miklu meiri en hjá öðrum þjóðum Norðurálfunnar. Innan Austurríkis og Ungverja- lands fjölgar þeim miklu meira en öðrum þjóðflokkum þar, og sama er í Þýskalandi. 1 Rúss- landí er mannfjölgunin nú nær 2 milj. árlega, og í slavnesku Balk- anríkjunum hefur hún einnig verið mikil, og verður án efa mjög mikil nú næstu árin eftir stríðið og mannfallið, því svo reynist það ætíð. Nú sem stendur eru stórveld- in hjer í álfu í tveimur banda- lögum, öðrumegin Þýskaland, Austurriki og Ítalía, hinumegin England, Frakkland ogRússsland. Hvað sem í því er, þá er nú far- ið að tala um, að samdráttur milli slavnesku ríkjanna og vald- sviðsaukning þeirra á Balkan- skaganum muni breyta þessu, og verða til þess, að samlaða vest- urríkin meira en áður, draga úr kepninni milli Englandsog Þýska- lands, er lengi hefur verið sagt, að ekki gæti endað öðruvísi en með stríði. Verðlaunarit. Nýlega eru veitt tvenn verðlaun af „Gjöf Jóns Siðurðssonar". Önnur hefur Einar Arnórsson prófessor fengið fyrir rit- gerð um rjettarstöðu íslands að fornu og nýju. Hin hefur Jón prófastur Jónsson á Stafafelli fengið fyrir rit- gerð um herferðir víkinga á Norður- löndum. Hvor verðlaunin um sig eru 750 kr. í verðlaunanefndinni eru: B. M, Ólssen prófessor, Hannes Þorsteinsson, áður ritstjóri, og dr. Jón Þorkelsson skjalavörður. Ritgerð Einars prófessors Arnórs- sonar mun koma út í ár á kostnað Þjóðvinafjelagsins. Hefur nú ekki neitt verið veitt til verðlauna úrsjóði þessum síðan 1901 tyr en þetta, engin ritgerð borist í því skyni allan þann tfma, en þá fengu þeir verðlaun sr. Jón á Stafa- felli og Ól. Davíðsson heitinn frá Hofi. Á þessum tíma hefur og sjóð- urinn vaxið úr 12,000 kr. upp í 18,000 kr. Sr. J. J. fær í þetta sinn verð- laun úr sjóðnum í þriðja sinn. Fyrst voru verðlaun veitt úr honum 1889 og hlaut þau þá Þorv. Thoroddsen fyrir upphaf landfræðissögu sinnar. Þetta er 6. verðlaunaveitingin og hefur stundum verið veitt tveimur í einu, en stundum aðeins einum. Radgert flug yflr Atlants- Iiaf. Enski flugmaðurinn Graham White ráðgerir að fljúga frá Eng- landi til New-York næstkomandi sum- ar, eða haust. Flugvjelin, sem hann ætlar að nota, er nú í smíðum. Hún á að hafa fjórar hreyfivjelar, hverja um sig með 250 hesta afli. Hrað- inn á að verða 100 mílur á kl.st. 6 menn ætlar hann að hafa með sjer, 2 flugmenn, 2 vjelasmiði og 2 far- þega. Leiðina frá Englandi til New- York á að fara á 30 kl.stundum. G. White segir, að það sje trú sín, að eftir 10 —15 ár geti menn flogið þessa vegalengd á 15 kl.st. Kostnað við ferðina, með öllum útbúnaði, áætlar hann um 20 þús. pd. sterl. Vjelin á að vera þannig útbúin, að þótt hún lendi niður á haffletinum, sje hægt að hefja hana upp þaðan aft- ur án utanaðkomandi hjálpar. Stúlkur geta fengið ársvist á Heilsuhælinu á Vífilsstöðum, ein 1. mai næst- komandi og tvær 14. mai. Lyst- hafendur snúi sjer til yfirhjúkr- unarkonu Jenny Nielsen. Uiidirritadnr tekur að sjermál- færslu- og innheimtu-störf. Til við- tals kl 6—71/2 e. m. á Grettisgötu 20 B. Talsími 322. Marínó Hafstein. Eggert Claessen yflrrjettarmálaflutnlngsmaður. Pósthú88træti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Ilid íslenska kvenfjelag' hefur afmælisfagnað á »Hotel Reykja- vík« sunnudaginn 26. janúar kl. 8 siðd. Aðgöngumiðar fást til laug- ardags hjá frú Ingibjörgu Johnson, Lækjargötu 4. Brjef BjÖrnsóns. Nýlega eru komin út hjá Gyldendals bókaversl- un í Khöfn 2 fyrstu bindin af safni af brjefum Björnstjerne Björnsons. Þessi 2 bindi ná þó aðeins yfir tíma- bilið frá 1857—1870, eða frá því B. B. var 25 ára til 38 ára aldurs. Og þetta er aðeins úrval úr þeim brjefum, sem safnaranum, H. Koht, hafa borist. í ritgerð, sem brjefun- um fylgir, lýsir H. Koht Björnson ungum. Titill bókarinnar er „Gro- Tid" (Gróðrartfmi). Aflýst uppboð. Uppboðið á l/z hluta á fiski- skipinu »Bergþóra«, sem auglýst heíur verið hjer í blaðinu að halda ætti 25. þ. m., afturkallast hjermeð, með því að skipspart- urinn er seldur. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósar-sýslu 17. jan. 1913. Magnús Jónsson. Jörðiri Gröf í Hrunamannahreppi í Arnes- sýslu, 24,2 hundr. að mati, fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1913. Öll hús á jörðinni nýlega bygð, mikið unnið að jarðabót- um hin síðustu ár, þar á meðal afgirt túnið. Gefur af sjer í með- alári 200 hesta af töðu og 500 af útheyi. Með sjerstökum kostum má telja sjóðandi hver í túninu, matjurtagarðar ágætir, túnefni ótakraarkað. Lysthafendur snúi sjer til Jóns Guðmundssonar ráðsmanns á Vífilsstöðum. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. Afgreiðslustofa Lögrjettu er i Veltusundi nr. 1. Talsími 359. Ótal íslenskar sögubækur fást í Afgreiðslustofu Lögrjettu. Uraslög, stór og góð, ioo st. á 25 aura, fást í I’appírsversl. Þór. B. Þorlákssonar (Afgreiðslu- stofu Lögrjettu). Þeir kaupendur Lögrjettu, sem ekki fá blaðið með skilum, eru beðnir að gera afgreiðslumanni við- vart sem fyrst svo úr því verði bætt. Talsími 359. Samkvæmt ályktun skiptafund- ar i dánarbúi Jóns Jónssonar bónda í Melshúsum í Seltjarnar- neshreppi 28. f. m., verður jörð- in Melshús í tjeðiim hreppi, ef viðunanlegt boð fæst, seld við opinbert uppboð, sem haldið verð- ur á eigninni sjálfri fimtudaginn þann 20. febr. næstkomandi, kl. 12 á hád. — Jörð þessari, sem er 5 hndr. að dýrl., fylgir auk túns, sem er sljett og umgirt, og mat- jurtagarða, ca. 800 ferfaðm., íbúð- arhús úr steini, 12x11 áln. með kjallara, fjós og heyhús 19X8‘/2 al. með steinlímdri safnþró und- ir fjósinu öllu, geymsluhús, 8^2X7 áln., hjallhús, 9x6 áln., þvotta og geymsluhús, 14x4 áln., fisk- geymsluhús, 24 x áln., og annað fiskhús, 14X8 áln., fiskþvottahús, 13X9 áln. ásamt tilheyr. útbún- aði, fiskverkunarreitir, 381x21 al., með járnbrautarteinum, skifti- skífu og vögnum, bryggja úr eik og furu 5 álna breið og 105 álnir á lengd, traust og varanleg, og loks vatnsleiðsla í íbúðarhús og þvottahús, 345 áln. á lengd, á- samt dælum og öðrum áhöld- um. — Á sama uppboði verður einnig seld þurrabúðin Bakkakot ásamt lóðarrjettindum. — Uppboðsskilmálar, veðbókar- vottorð og nánari upplýsingar viðvíkjandi fyrgreindnm eignum búsins, verða til sýnis hjer skrifstofunni og á uppboðinu. — Skrifstofa Gullbringu- og Kjósar- sýslu 2. janúar 1913. — 2 Magnús Jónsson. 7i ðeipur og fleðumælgi. Og Hrefna brosir. Hrefna er svo góðlát-—hún vill engan styggja. Spilamaðurinn hvílir sig, til undir- búnings undir síðasta dansinn, —- stökkul, sem á að verða lengstur og bestur allra dansa það kvöld. Sigurður bróðir Hrefnu kemur yfir gólfið til Einars. Sigurður hefur verið eitthvað svo þungbúinn alt kvöldið, hugsar Einar með sjer, og sama sem ekkert dansað, —- einungis stöku dans við systur sína. Hefði Einar verið lítið eitt eftir* tektabetri en hann var, mundi hann líklega hafa tekið eftir að systkinin, meðan þau dönsuðu, skiptust napur- yrðum — ofurlágt — og að Hrefna oftast sleit sig af Sigurði í miðjum dansi, en honum þyngdist brún í hvert skifti. Misklíð systkinanna fór fyrir ofan garð og neðan hjá Einari. Sigurður gekk fast að honum. „Þú dansar líklega við Hrefnu seinasta dansinnf" 72 „Jeg hafði ætlað mjer það“. Ein* ar brosir. Sigurður segir ekki meira. Hann snýr bakinu við honum, og fer út úr stofunni. Alt í einu tekur Einar eftir drag- spilstónum. Hann hefurstaðiðoghorft hissa á eltir Sigurði. Nú áttar hann sig, hleypur til og ætlar að ná í Hrefnu. En Indriði hefur orðið fyrri til — og Einar gengur út, því hann kærir sig ekki um að dansa við neina aðra en Hrefnu. í göngunum mætir hann Sigurði, sem hrekkur saman, eins og hann sæi sjálfan djöfulinn ganga ljósum logum. „Ert þú ekki inni að dansaf" „Jeg skal segja þjer, — Indriði varð fljótari til að ná í-------“. „Þorskhausinn þinn". Sigurður æðir framhjá honum. Einar stendur orðlaus af undrun nokkra stund, því þannig hefur vin- ur hans aldrei yrt á hann fyr. Svo lallar hann út í tunglsljósið. — Kallaði hann mig þorskhausf spyr hann, eins og einhver gengi 73 með honum. Og alt í einu skilur hann hvernig í öllu liggur, — skelli- hlær og þykir það vera afar kát- broslegt, „Ha ha hal — og hann kallaði mig þorskhaus". F.n þegar hann er komin á móts við stofugluggana, heyrir hann há- vaða, sem ekki stafar frá dansinum, — hvað er að tarnaf Stökkulspilið endar í löngum, fölskum skræk. Svo heyrist hark og brestir, og háreysti í körlum og konum. Þar næst ruðn- ingar og brothljóð — og eitthvað kvikt sjest í skaflinum utan við gluggann. Hver djeskotinn er um að veraf Ef til vill hefur kálfaulinn, sem er heimagangur í eldhúsinu, álpast inn í stofuna, ærst af hávaðanum þar og leitað útgöngu gegn um gluggarin. Það er þó best að líta eftir hvað um er að vera. „Hvert í logandi!" Það er Indriði, sem er að brölta í skaflinum. Hann stendur seinlega á fætur. Hann hefur fengið blóðnasir, 74 og þerir blóðið burt með snjó. Ein* ar gengur nær. »Ha ha ha, það er skrítin leið, sem þú hefur valið þjer". „Haltu kjafti" 1 „Segirðu mjer að halda kjaftif Þjer ferst að vera stór upp á þig, ------þriggja feðra afkvæmið þittl" Einar brýtur upp treyjuermarn- ar, — býr sig til að skera úr þræt- unni með venjulegum hætti. En hann getur ekki fengið af sjer að berja Indriða meðan honum ekki er hætt að blæða nasir. Þegar Indriði er búinn að stöðva blóðrásina, veður hann að Einari. En rjett í því þeir ætla að taka saman, fara honum aftur að blæða nasir og hann verður á ný að stöðva blóðrásina með snjó. „Bíddu andartak............" Einar notar frestinn til þess að æsa sjálfan sig með því að ausa úr sjer skömmum yfir Indriða. Indriði rýkur á hann, — hann er náfölur. — Rjett á eftir voru þeir skildir að. 75 II. Hrefna með augun dökku, sam Iýstu eins og kolaglóð, strauk um vorið með Indriða til Vesturheims. Það kom algerlega flatt upp á Einar. Hann hafði ver gjörblindur fyrir öllu, sem var Hrefnu og Indriða á milli. Hann hafði aldrei hugsað sjer það mögulegt, að Hrefna yrði nokkurs annars manns kona en hans. Og vegna þess að það, að hans áliti, var ákveðið og alveg óhagganlegt, hafði honum ekkert fundist liggja á að tala nánara um það fyrst um sinn. Kossinn, sem einu sinni var gefinn og þeginn, var frá hans hálfu órjúfandi heit. Honum hugkvæmdist ekki að hún gæti Iagt annan skilning í hann. Þetta þögla heit fanst honum vera jafnbindandi sem margir dýrir eiðar og skriflegir samningar. Hann var yfirkominn af harmi. En hann leyndi harminum, og forð- aðist að láta nokkurn fá vitneskju um eymd sína og örvæntingu. Oft- ast var hann rólegur og hæglátur.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.