Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.04.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 02.04.1913, Blaðsíða 1
Afgreiöslu- og innheimtum.: F’ORARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltasandi 1. Talilmi 359» Rltitjori: fORSTEINN BtSLASON Pinfholtastrnti 1T. Talaimi 17*. M Kjartan Einarsson prófastur. I. O. O. F. 94449- Lárus Fjeldsted. Yflrrj ottarmilaf enlumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. 1 1 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyDs ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. t Kjartan Einarsson pröíastur i Holti. Hann andaðist 24. f. m., á annan í páskum, en hafði verið lasinn af inflúensu síðan um jól í vetur. Á ný- ársdag messaði hann í siðasta sinn, og þá á Eyvindarhólum, en hafði þá verið töluvert lasinn. Kjartan prófastur var 58 ára gam- all, fæddur 2. febr. 1855 í Ytri- skógum undir Eyjafjöllum, sonur Ein- ars Kjartanssonar og Helgu Hjör- leifsdóttur frá Eystri-Skógum, er lengi bjuggu í Skálholti, en Einar var son- ur Kjartans prests Jónssonar, er síð- ast bjó á Elliðavatni og andaðist þar í hárri elli 1895. Hjá honum ólst síra Kjartan upp til 18 ára aldurs, en fór þá til foreldra sinna og kost- uðu þau hann til náms. Hann út- skrifaðist úr latínuskólanum 1878 og af prestaskólanum 1880. Vígðist sama ár til Húsavíkurprestakalls og varð skömmu síðar prófastur í Norð- ur-Þingeyjarsýslu. En 28. ág. 1885 fjekk hann Holt undir Eyjafjöllum; fluttist hann þangað vorið eftir og hefur verið þar síðan. Frá 1888 hefur hann verið prófastur í Rangár- vallaprófastsdæmi. Hann var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Guð- björg Sveinbjarnardóttir prests í Holti Guðmundssonar, en síðari konan, sem lifir mann sinn, Kristín Sveinbjarnar- dóttir prests Hallgrímssonar í Reykja- vík, systir Sveinbjöms yfirkennara í Arósum. Síra Kjartan var merkismaður, dugnaðarmaður og hjeraðshötðingi, mjög vel látinn af sóknarbörnum sínum, og mun hans saknað af mörg- um manni þar eystra. Nánar hefur verið frá honum sagt og starfsemi hans í janúarblaði „Óðins" 1912. JárnbrautarmállA. Hr. Ind- riði Reinholt, sem verið hefur að skoða sig um í vetur á þeirri leið hjer austur eftir, sem hugsað er til að járnbraut verði lögð um, lætur mjög vel yfir áliti sínu á fyrirtækinu. Honum leitst vel á landið og vel á búskapinn, þar sem hann fór um, og allir þar eystra, sem hann átti tal við, höfðu tjáð honum, að þeir vildu styðja fyrirtækið af fremsta megni. Um legu brautarinnar segir „Suðurl." að hann sje samdóma þeim, sem áður hafa gert mælingar um þetta: að brautin skuli liggja um Mosfells- heiði til Þingvalla, með Þingvalla- vatni að austan og niður í Grímsnes, svo vestur yfir Sogið, niður eftir austan Ingólfsfjalls og yfir Ölfusá hjá Selfossi. Þaðan svo aðal- brautin austur eftir, en hliðarálmur upp að Geysi og niður á Eyrarbakka. Kostnaðurinn er talinn 3—4 miljónir. Málið var rætt hjer nýlega í Stú- dentafjelaginu, og var það einkum Jón Þorláksson landsverkfræðingur, sem þar gaf upplýsingar um það. Lögr. býst við að geta bráðlega flutt nánari fregnir um þetta mikla framfaramál. 300 ára stjirnarajmæli Rómanóvættarinnar í Rússlandi. 1598 andaðist síðasti konungur Rússa, er kominn var í beina línu af Rúrik þeim, sem talinn er stofnandi rússneska ríkisins, en Rúrik var sænskur víkingur, sem stofnaði ríki þarna austurfrá nálægt 860 e. Kr. með höfuðborg í Novgorod, en dó 879. Þegar Rúriksættin var úr sög- unni, hófust blóðugar styrjaldir um völdin, er stóðu yfir allmörg ár, og lögðu þá Svíar og Pólverjar undir sig mikil lönd þar eystra. Loks risu Rússar upp, höfðu almenn samtök, komu upp her og hröktu útlendu yfirdrotnana af höndum sjer. Þetta var komið nokkurn veginn í lag haustið 1612 og þá var boðað til þjóðfundar í Moskvu, er koma skyldi saman í febrúar 1613 til þess að velja ríkinu nýjan konung. Það var þegar ákveðið, að hann ætti að vera af innlendri ætt og í svo nánum skyldleik við Rúriksættina sem unt væri. Var þá valinn Michail Feo- dorovitsch Romanov, 17 ára gamall maður af voldugri ætt, er mjög var tengd Rúriksættinni, og tók hann við konungsnatni 6. mars 1613. Síðan hafa afkomendur hans ráðið rfkjum í Rússlandi og er Pjetur mikli einn þeirra. Elsta dóttir hans, Anna Pet- rovna, giftist Karli Friðriki hertoga af Gottorp og hafa afkomendur þeirra ráðið rfkinu frá 1762. Til minningar um þetta 300 ára afmæli voru mikil hátíðahöld í Rúss- landi nú í vetur 6. mars. Stór- gjöfum var útbýtt til fátækra og sakir upp gefnar fjölda manna. Dauða- dómar allir voru mildaðir. Stjórn- málaafbrotamönnum öllum gefinn eftir Reykjavík 3. apríl 1013. VIII. árg. Framtíöin. Nú birtir! Nú birtir um land og lá og lognþokan hverfur af tindum. Og framtíðin blasir við hrein og há í hrífandi fögrum myndum. Min fósturförð kœr! Pitt sonanna safn mí sœkir fram til að hefja þitt nafn. Að sigra á sjó og landi ei samtaka Igð er vandi. Og senn yfir landið vort svifa fer á samfeldum brautum úr stáli sá menningar kostur, sem knúinn er af krafti frá eimi’ og báli. Pó grænlenskur ár vor heiðbláu höf þá hylji, ei verður oss opin gröf, því samband slikt milli sveita þá sulti í gnœgð mun bregta. Sem lútandi gestur á leigðri gnoð ei lengur vill Frónbúinn standa. Hann sjálfur vill ráða’ yfir súð og voð og siglingu milli landa. Og íslenskur fáni á efstu skal stöng af íslending dreginn, við frónskan söng, þá sgna erlendum svœðum vort sœkonungsblóð í œðum. Svo bjart verður yfir landi og lá að Ijóminn frá sagnanna dögum liann bliknar, og verður að víkja frá fyr’ vorsól og bættum högum. »/ nafni vors Guðs, og allir sem eitt!« Pað er orðtak, sem getur sigur veitt. Pað veri’ i orði’ og verki oss vöm og framtíðarmerki. þriðjungur refsingar. Flugumenn og föðurlandssvikarar voru einir undan skildir allri náðun. Frá Suðurhelinskiiuts- löndum. Af rannsóknarleiðangri suður þangað, sem gerður hefur ver- ið út frá Ástralíu, hafa nýlega kom- ið fregnir. Foringi leiðangursins heit- ir Mawson. Þeir Mawson og fje- lagar hans höfðu vetrarsetu þar syðra og voru 3 á ferð, hjer um bil 300 er.skar mílur frá vetrarsetustöðinni, er það slys vildi til, að einn þeirra, Ninnis lautinant, hvarf ofan í botn- lausa íssprungu með hundum sínum og sleða, og var þar á megnið af vistaforða þeirra fjelaga. Hinir höfðu þá 6 hunda eftir og drápu þá til matar sjer á Ieiðinni til vetrarsetu- staðarins. Aunar þeirra, dr. Merz, ljetst á leiðinni, 17. janúar, en Maw- son náði 7. febr. mjög þjakaður til vetrarsetukofans. Hann er þar nú við sjöunda mann og verður að bíða næsta vors þar syðra. Þetta er á Addielandi, sem ekki er mjög sunn- arlega, þótt ís lyki um það á vetr- um, og er þar loftskeytastöð, sem fregnirnar hafa komið frá. Yillijáliuu r Stefánsson noróurfari. Frásögn hans um hvíta Eskimóaflokkinn nyrst í Ame- ríku hefur vakið mikla athygli og umtal. Nú gerir Kanadastjórn hann út í nýjan leiðangur norður þangað til frekari rannsókna, og er ráðgert, að hann leggi á stað í hann f maí í vor á hvalveiðaskipi. Hann fer norður um Beringssund til Herschell- eynnar og þar á skipið að skilja við hann og fjelaga hans og snúa aftur. En ráðgert er, að þeir verði í ferða- lagi þar nyrðra næstu 4 árin. Roald Amundsen. Hann hefur í amerísku tímariti gert grein fyrir norðurför sinni, þeirri sem nú stendur til. Hann segir þar meðal annars, að það sje mönnum ný hugs- un, að jarðlífið fái kraft frá ísbreið- um heimskautanna, en þó sje því svo varið. Köldu straumarnir í höfun- um yngi þar upp lífið. Fiskalífinu f Atlantshafinu berist fæða að norðan með köldu straumunum. Við blönd- un straumanna komi fram hið marg- brotna líf í hafinu. Þessa strauma kveðst hann ætla að rannsaka þar norður frá. Svo kveðst hann ætla að hafa með sjer loftskeytaáhöld norður í heim- skautslöndin og hafa gert samband um það við þýska prófessorinn Herge- sell, sem er samverkamaður Zeppe- lins greifa. Þeir hugsa sjer loft- skeytastöðvar settar upp í Alaska, á Labrador, á Spitsbergen og í Sí- beríu, er Amundsen geti staðið í sambandi við meðan hann er við heimskautið, og á þann hátt hugsa þeir sjer að geta gert nákvæmar at- huganir um loftstrauma og veðurlag þar nyrðra. Frá Rexikó. Ýmsir merkir menn frá Mexikó, sem fylgt hafa Maderó að málum, hata fiúið land og farið til Kúbu, þar á meðal 2 bræður Maderós. Þeir halda því fram, að Maderó og Suares hafi verið skotnir í stjórnarhöllinni, síðan hafi líkin verið látin í vagn og menn fengnir til þess að ráðast á þá, sem með vagninn fóru, — alt hafi verið trúðleikur til þess að dylja það, að nýju stjórnendurnir hafi látið myrða Maderó. — Días gamli fyrv. forseti var f Egyftalandi, er sfðast komu frjettir af honum, og kveðst ekki ráðgera að halda heim að svo stöddu. Mf aóferd vlð frysting-u matvæla er sögð fundin upp af dönskuin manni, Ottesen að nafni, frá Thisted, og hefur hann fengið einkaleyfi til notkunarinnar. í stað þess að nota kalt loft til frystingar- innar notar hann vökva, er getur orðið alt að 20 st. kaldur án þess að frjósa. Ofan í þennan vökva er fiskurinn lagður nýr, er hann hefur verið þveginn og verkaður. Hann frýs fljótt og heldur sjer þannig lengi án þess að missa bragð það, sem er að nýjum fiski. Eins kvað mega nota aðferðina við frysting kjöts, og er látið mikið af því, að þessi aðferð muni ryðja sjer til rúms, einkum á stórum fiskiskipum. Háir vextir af gufuskipa- útgerö. „Pólitiken" frá 7. þ. m. segir frá því, að gufuskipafjelagið „Cimbria", sem er smáfjelag eftir út- lendum mælikvarða, með 700 þús. kr. höfuðstól, gefi eftir síðastl. ár 15% í ágóða til hluthafa, en margir þeirra sjeu óánægðir með það og heimti 20%. Hreinn ágóði fjelags- ins á árinu hefur verið 337 þús. kr., eða nær helmingur á við allan höf- uðstólinn. Stjórn fjelagsins vill borga til hluthafa af ágóðanum 105 þús., en leggja hitt í varasjóð, er þá verð- ur 636 þús., en hluthöfunum sum- H. S. B. um þykir það óþarfi og heimta 20°/o. Þrætan um þetta er ekki útkljáð, er blaðið segir frá henni. Sambanðsmálið nýja. I. Þá er nú sambandsmálið enn á ný komið á stokkana. En ekki vill byr- lega blása fremur en fyrri daginn, þar sem jafnvel gamlir frumvarps- menn hafa sýnt sig þvíandvíga; enda verður því ekki neitað, að frumvarp þetta, sem ráðherra kom með, — jeg leyfi mjer að kalla það frumvarp, þó hjer sje eiginlega ekki um neitt frumvarp að tala, — er í sumum at- riðum lakara en uppkastið frá 1908 ; aftur hefur það líka i sumum atrið- um miklu skýrari sjálfstæðisákvæði, sem ættu að geta unnið hitt upp, að minsta kosti í augum Sjálfstæðis- manna. En hvað sem öðru líður, þá verð- ur það, sem nú ríður á öllu öðru fremur, að menn láti ekki lengur tilfinningar til einstakra manna, flokks- æsingar og taumlausar blekkingar, — sem líklega verður nóg til af, — ráða skoðun sinni á málinu; heldur athugi málið með dálítilli stillingu, án flokkarígs og hleypidóma nú til næstu þingmálafunda, svo þjóðin þá geti látið uppi skoðun sína bygða á nokkurri yfirvegun. Menn virðast nokkuð alment vera komnir inn á þá skoðun nú, að rjett sje að fresta málinu, fresta því um óákveðinn tíma, þar til, ef svo vildi verða, að Dönum snerist hugur og betri boð væru fáanleg; en þessi skoðun er ekki einasta röng, held- ur stórskaðleg, svo framarlega sem umbætur fást með frumvarpinu, þvf sje framförum frestað um nokkurn tíma, getur svo farið, að þjóðin vinni þann tíma aldrei upp. Hefðum við ekki fengið stjórnarskrána frá 1874 — þó gölluð væri — fyr en segjum t. d. 1910, hvar stæðum við þá? Það er jafnhættulegt að fresta að semja, eða að neita um óákveðinn tfma, þegar um kosti er að ræða í samn- ingum, eins og það er hættulegt að semja á sig nokkra galla, sem máli skifta. Andstæðingar frumvarpsins hafa þráfaldlega haldið því fram, og jafn- vel sumir frumvarpsmenn hafa vilst inn á þá skoðun, að einn höfuðgalli á þessari samningaumleitun okkar væri það, að semja við Dani, þar sem konungur einn samkvæmt tgamla sáttmála<í væri hjer hinn rjetti samn- ingsaðili, og að við með samningn- um semdum af okkur rjettinn til

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.