Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.04.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 02.04.1913, Blaðsíða 3
LOGRJETTA 55 Nýungar I NýkomiÖ I Árni Eiríksson, Austurstræti 6. Með E/S »Botniu« komu nýjar birgðir af allskonar vefnaðarvöru og prjónavörum. Feiknamikið lírval ! Bezt að koma í tima, til þess að ná í það, sem fal- legast, er á undan öllum öðrum. Muniö að líta inn í Austurstræti 6. F jölt>reyttar I F'alleg’ar! Hlutavelíu hefur hljóðfærasveit sú, er herra P. Bernburg stýrir, í hyggju að halda 12. og 13. þ. m. Ættu bæði kaupmenn og aðrir eigi að láta sitt eftir liggja að styðja þessa hlutaveltu. Gjöfum er veitt móttaka í Grjótagötu 7 (uppi). Ágóðanum verður varið til hljóðfærakaupa. Aðalfundur Steinars er í Bárubúð uppi föstudaginn 4 þ. m. kl. 5. síðdegis. Áríð- andi að hluthafar mæti. Stjórnin. Slys i pýska sjólidinu. Snemma í mars vildi það slys til, að þýska herskipið „York" rakst á torpedóbát í myrkri skamt fyrir vest- an Helgoland og sökk hann þegar í stað. Á torpedóbátnum voru milli 80 og 90 manns og fórust flestir þeirra, eða yfir 70. Heræfingar stóðu yfir þarna, þegar slysið vildi til, en storm- ur var mikill og hafið ókyrt. Þeir, sem af komust, stukku fyrir borð undir eins. En eftir 2 mínútur frá því að áreksturinn átti sjer stað er sagt að skipið væri sokkið, og hafði það sogað mennina með sjer niður í hvirfilinn um leið og það sökk, og því björguðust svo fáir. Herskipið kastaði ljósi yfir svæðið svo fljótt sem því varð við komið, en þá var alt horfið nema fáir menn, sem hjeldu sjer uppi á sundi og varð bjargað. Reykjavík. ísaf.-málin. Sig. Hjörleifsson hefur nú stefnt þeim Birni Kristjáns- syni bankastjóra og Árna Jóhanns- syni bankaritara fyrir sömu sakir og Ólafi Björnssyni ritstjóra. B. Kr. hafði skriflega lofað framlagi til þess að launa S. H. við ísaf. og a öðru skjali hafði Á. Jóh. o. fl. lofað því sama. — Svo er nú sagt, að þeir B. Kr. og A. J. hafi einnig stefnt Sig. Hj., en ekki hefur Lögr. heyrt fyrir hvað honum er stefnt. Nýr bræðingur kvað nú vera á hlóðunum hjá þeim L. H. Bjarnason og Birni Kristjánssyni bankastjóra og sitja þeir nú hvor hjá öðrum, eink- um í rökkrunum, til þess að bera sig saman um blöndunina, að sögn. Sambandið mun vera myndað með því skilyrði frá beggja hálfu, að þeir verji hvor annan frá því, að lenda í ráðherrasætinu við næstu skifti, hvenær sem þau verða, og ráð vera fyrir því gert, að til þess þurfi þeir að halda á öllum sínum lipurleik, einkum L. H. B , — þess vegna þörf á nýjum smyrslum. L. H. B. mun hafa hótað Birni afsetningu, ef hann eigi lofaði að láta sig vera lausan, og getur hann líka vitnað til margra fyrri ummæla sinna þar að lútandi, og B. Kr. þá verið jafnharður á móti og áskilið, að ekki yrði lagt að sjer til þess að taka við tigninni. Laukurinn í þessum nýja bræðingi er auðvitað Lárus. Björn kvað leggja til svínafeitina, en grútar- ílátin eru þeir Bjarni og Bene- dikt. Þeir kvað hafa viljað fá mör hjá Skúla, en sagt að kvenfólkinu þar þyki svo vond lauklyktin, að það vilji ekkert við þennan nýja bræðing eiga. Gróa. Hafnargerðin. Það er nú byrjað að leggja járnbraut frá Öskjuhlíð til Grandans. Önnur á að koma aust- an við bæinn, frá Öskjuhlíð að Arn- arhóli. Þessar brautir á að nota til grjótflutninga og eiga gufuvagnar með 25 h. a. að draga grjótvagnana. Til grjótsprenginganna er ráðinn Her- mann Daníelsson. Sagt er, að um IOO erfiðismenn hafi nú varið ráðnir við hafnarvinnuna. Nýtt leilírit hefur Einar Hjör- leifsson samið í vetur og nýlega les- ið hjer upp fyrir leikendunum í Leik- fjelagi Rvíkur. Það heitir „Ljen- harður“, eftir Ljenharði fógeta, sem er höfuðmaður leiksins, að sögn. Ekki er sagt að sýna eigi þetta ieik- rit fyr en á næsta vetri. Veðrið. Fram yfir miðja vikuna sem leið var hjer alt þakið snjó og hafði um tíma verið bjart veður og frost. Én á fimtud. var skifti um og kom þíðviðri, svo að snjóinn hef- ur nú mjög tekið upp. Föstudag til mánudags var besta veður og sól- bráð. í gærmorgun snjóaði aftur um stund. í nótt sem leið hefur frosið lítið eitt. í dag bjart og kyrt veður. Yflrsetukveniiapróf. Yfirsetu- kvennaskólinn byrjaði hjer síðastl. haust og hafa nú, í gær, 12 stúlkur lokið þar prófi. Af þeim fjekk ein ágætiseink. (Petra Guðmundsdóttir, úr ísafjarðarsýslu), 3 fyrstu eink. og 8 aðra eink. Prófið stóð í 3 daga. Kennari skólans er landlæknir. Próf- Siöí margar fallegar tegundir nýkomnar. Par á meðal hin góðkunnu assim irsjö l. Ennfremur feiknin öll af annari V ef naðar vöru. Verð og gæði alkunn. Verslunin Jjörn Xristjánsson. Stórtjón í Bandaríkjuiium. Símað er frá Khöfn 28. f. in. að fellibylur hafa geysað um Mið-Banda- rfkin og valdið eldsvoðum og vatna- gangi. Um 1000 mans hafi farist, en 250 þús. húsviltir. Eignatjón feikilegt. Ráðaueytaskifti á Frakk- landi. Símskeyti frá Khöfn í síð- astl. viku sagði Bríandsráðaneytið fallið á kosningalögunum. Mjólk. Þeir, sem kynnu að vilja selja Laugarnesspítala, um eitt ár frá 1. júni næstk. að telja, mjólk þá, er spítalinn þarlnast, flutta heim á spítalann á hverjum morgni, sendi tilboð sín um besta verð til ráðsmanns spítalans fyrir 20. þ. m. Þess skal getið að spítalinn brúkar hjerumbil 1000 ptt. ný- mjólk og 500 pt. undanrennu mánaðarlega. Adrínópel. Símskeyti frá Khöfn 27. f. m. sagði það til viðbótar fregninni í síðasta tbl. um töku borg- arinnar, að Tyrkir hefðu sjálfir sprengt í loft upp vopnabúr sín og opinber- ar byggingar; margar þúsundir af íbúum borgarinnar hefðu mist lífið, en hinir flúið í allar áttir. 55 DAN U Frá 1. maí næstkomandi verð- ur tekið við iðgjöldum til lífsá- byrgðarfjelagsins »Dan« heima hjá undirrituðum í Miðstræti 6 frá kl. 12—2 hvern virkan dag. Á öðrum tima dags tjáir ekki að koma. Reykjavík 27. mars 1913. A. Y. Tulinius, aðalumboðsmaður lífsáb.fjel. „Dan“ á íslandi. Oddur Gíslason yrirrjettarmálaflutningsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. Nýr fermingarhjóll til sölu í Þingholtsstræti 3. dómari er skipaður til 6 ára prófessor Sæm. Bjarnhjeðinsson. Aflabrögð. Botnvörpuskipin afla nú vel. „Admírállinn" og Skalla- grímur" nýkomnir inn, annar eftir 14, hinn eftir 10 daga útivist, báðir með góðan afla. Sagt er að skút- j'læstu harðinðin. Eftir G. Björnsson. Sjer- prentun úr Lögrjettu. Fæst hjá bóksölum. Verð: 40 au. Mannskaðar á íslandi. Eftir sama höfund. Verð: 15 aurar. urnar sjeu nú einnig farnir að afla vel. í Grindavík eru nú hlutir sagðir um 200; stöðugar ógæftir banna þar sjósókn, en fiskur nógur þar úti fyrir nú. l)áin er hjer sfðastl. nótt Ragn- heiður Þorsteinsdóttir Helgasonar prests í Reykholti og Þórunnar Páls- dóttur frá Krossavík, ekkja eftir Skúla lækni Thorarensen, 80 ára gömul. Hún andaðist hjer hjá tengdasyni sínum, Magnúsi Helgasyni kennara- skólastjóra. »Fálkinn« tók síðastl. laugardag 2 útl. botnvörpunga við Vestmanna- eyjar, fulla af fiski að sögn, er var gerður upptækur, auk sektar. Kosningarjettur konunga. Þeg- ar kjósendalisti var saminn í Róma- borg í vetur, spurði nefndin, sem listann samdi, Victor Emanúel kon- ung, hvort hann ætti ekki rjett á því, að teljast meðal kjósendanna og, hvort hann vildi ekki hafa nafn sitt á listanum. Konungur svaraði, að fara skyldi í þessu eftir því, sem lögin mæltu fyrir. Var hann svo settur á kosningalistann. En þegar það varð kunnugt, að svo hefði verið gert, reis upp áköf þræta um það í blöðunum, hvort konungurinn hefði að rjettu lagi kosningarjett eða ekki. Allir helstu lagamennirnir tóku þar til máls með eða móti. Til þess að fá þrætuna útkljáða tók svo ritstjóri einn, sem var kjósandi í sama kjör- dæmi, sig til og kærði yfir því að konungur væri tekinn á listann. Dómnefndin tók kæruna til greina og kvað upp þann úrskúrð, að kon- ungurinn væri sjálfstæður liður í lög- gjöfinni og gæti því ekki jafnframt verið hluti í öðrum lið hennar (þing- inu). Því skyldi hann takast út af kjósendalistanum. Sambandsmálid. Greinin, sem birtist nú um það hjer í blaðinu, er eftir bónda hjer nærlendis, greindan mann og merkan. En málið hefur verið of lítið rætt. Niðurl. greinar hans kemur í næsta tbl. jtorðan úr fljótum. Fjörlega rituð grein, en fautalega« „Norðurlands"grein yðar, Erlend- ur sælll Eftirtekta vert, ef satt er, að „Norðurl." skyldi klykkja út með slíkum svanasöng. Engu líkara en ólund og bræði heillar mannsæfi hafi safnast fyrir í yður — svo fauta- lega og ógætilega skrifið þjer. Og þó getum vjer trúað því, að þjer hefðuð oft og mörgum sinnum áður leyst frá skjóðunni og svalað skapi yðar, í tíma og ótíma. Minna hefði þó mátt gagn gera gömlum, gildum, einlægum og ráðsettum kirkjuvini. En það er líka til mikils að vinna fyrir yður: aðskilnaður ríkis og kirkju, og svo — en líklega er það auka- atriði — að ófrægja biskup landsins, prestastjettina og Hólafundarmenn, en einkum prestinn okkar. En haldið þjer ekki, að þjer spillið málstað yðar með þessu, Erlendur? Hvernig stendur á því, að æfinlega, þegar þjer ritið um þetta þýðingar- mikla malefni — fríkirkjumálið — þá gerið þjer það í hita og setjið það í samband við persónulega hagsmuni yðar eða parsónulega óvild? Það skal játað, að mannkynssagan sýnir oss það með ljósum dæmum, að upp hafa vakist góðir menn á ýmsum tímum til þess að ryðja braut bestu og þýðingarmestu málum mann- lífsins. Þeir hafa sjeð það, sem fjöld- inn sá ekki, og mistök og rangsleitni heilla alda og kynslóða hafa legið eins og farg á sálum þeirra. Þessir menn hafa rutt brautir, — en hvað hefur það kostað þá? Finst yður — í alvöru og einlægni — að þjer sjeuð einn af þeim mönn- um, að þjer sjeuð kallaður til þess, að koma fríkirkjuhugsjóninni í fram- kvæmd? Minnist þess, að mennirnir, sem kallaðir voru til þess að verða braut- ryðjendur góðu málefnanna — ei- lífðarmálefnanna — voru ekki aðeins yfirburðamenn, heldur einnig góðir menn. Þeir voru einlægustu, fórn- fúsustu og hreinlífustu menn sinnar tíðar; þeir voru þvingaðir afkærleika Krists. Getur yður dottið í hug, að nokk- ur, sem þekkir yður, líti svo á, að þjer sjeuð þannig skapi farinn — eins og þjer látið? Fyrst mætti líta á fórnirnar yðar. Jú, viti menn. Þjer skrifið ádeilu- greinar í blöðin; sparkið í alt og alla: þjóðkirkjuna og biskupinn, prestastefnuna og prestana. Heima á bóli yðar knjesetjið þjer þetta alt — og eruð státinn. En ekki ganga neinar sögur af því, hvað þjer gerið mikið gagn kirkjumálunum heima í sókn yðar. Til eru menn, sem gætu trúað því, að þjer væruð fúsari til þess að koma af stað svarra og sundrungu, óþægð og illindum, en að styrkja prestinn yðar, sem er klerkur góður og sæmd- armaður í hvívetna, til að leiða yður og aðra á vegu guðsríkis. Og hugrekkið yðar. Þá er það ekki smáræði. Talað hefur það ver- ið, að yður hafi sjerstaklega verið boðið á prestastefnuna á Hólum. Tækifærið tilvalið þar að sýna hug- rekki yðar og mótmæla kröftuglega öldungnum, sem erindið flutti um fríkirkjumálið. En þangað komuð þjer ekki — og er eftirtekta vert. Af því yður er sjerstaklega í nöp við prestinn okkar, mundi máske mega Th. Thorsteinsson & Co. Karlmannafataverslun Hafnarstræti 4 Th. Th hefur fengið stærra og betra úrval en nokkru sinni fyr af öllum. þeim vörum, er karlmenn og drengir með þuría til klæðnadar. Munið Th. Thorsteinsson & Co. Fataverslun Hafnarstræti 4. yíths. Verslun þessi Jlytur i byrjun næsta mánaðar á Ijornið yiusturstrœti 12.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.