Lögrétta

Issue

Lögrétta - 02.04.1913, Page 4

Lögrétta - 02.04.1913, Page 4
56 L0GRJETTA ætla að þjer hefðuð komið, ef hann hefði mætt, og yður þótt garðurinn þar laigri. En til eru menn, sem muna eftir því, að þjer um árið synjuðuð prestinum okkar um orðið á fjölmennum fundi í Hofsós, og þótti það klækilega gert — og alls ekki ugglaust. Getur verið, að yður hafi farið fram síðan. Sannsöglin yðar og hreinskilnin — það er veiklaður og vanmetafullur vonarpeningur. Þjer standið þarna státinn og bí- spertur og tilfærið orð eftir biskupn- um, sem þjer auðvitað, hvenær sem er, getið ekki sannað og vitið ekk- ert um. Þjer berið íslensku prestastjettinni á brýn hræsni og yfirdrepskap, en hljótið þó að vita — ef þjer annars nokkuð vitið um kirkjumál og presta — að prestastjettin íslenska er með afbrigðum hreinskilin og frjálslynd. Nei, Erlendur sælll Vjer höfum litla trú á hæfileikum yðar sem frí- kirkjufrömuðs, og hæpið væri að hafa yður fyrir stoðarstein í íslensku frí- kirkjuna, í stað hellubjargsins mikla. Vjer lifum á umbrota- og byltinga- tímum; viljum breyta, bæta og laga. Þjer segist vilja bæta og fá bætt kirkjufyrirkomulagið; en vjer eigum svo sárgrætilega erfitt með að trúa því, þykjumst reka svo mikið augun í úlfinn í allri framkomu yðar. Or- sökin kynni að vera sú, að í haust fenguð þjer sauðagærur með færra móti, og kjöt jafnvel með minna móti. Vjer höfum heyrt þess getið, að þegar ljónið er á veiður, safnast úlfarnir saman og góla og væla, í von um að eitthvað leggist til. Eitt slíkt óslitið, ónotalegt úlfavæl hefur öll yðar framkoma verið við prest- inn okkar, síðan hann gerðist for- maður kaupfjelagsskapar vors. Þjer leikið við hann hvert bragðið á fæt- ur öðru, — en hann er svo góður óg göfugur, að hann sinnir því eigi. Hann er skilnaðarmaður — ásína vísu — eins og þjer.en hugmeiri, hreinskiln- ari, mentaðri og vitrari. Hann veit það, að þessu hjeraði, sem þjer hafið nú verslað í um nær því heilan manns- aldur,' er lífsnauðsyn að eignast versl- um sína. Hann veit það, að um- setning hjeraðsins — um 60,000 kr. á ári — á hvergi annarstaðar að vera en í okkar eigin höndum. Með- an þjer hafið verið að fimbulfamba í blöðunum og rassakastast í sím- anum, hefur hann fórnað hugsjón sinni, kröftum sínum, eignum sínum og mannorði — en jafnframt stund- að embætti sitt með snild og áhuga, og verið í hvívetna hinn þarfasti sem embættismaður og fjelagsmaður sinn- ar sveitar. Hvers vegna má hann ekki vera formaður kaupfjelagsskapar vors, eins og aðrir prestar, er svipuðum störfum sinna? Hvers vegna viljið þjer—sem látist vera frjálslyndur skilnaðarmaður í kirkjumálum — synja oss um eins sjálfsagt frelsi og eðlileg mannrjettindi og það, að haga verslun vorri eins og oss þykir best henta? Þjer segið, að klerkurinn okkar sje kaupmaður, og munuð þjer eiga við með þvf, að hann einnig á því svæði sje hag- sýnn og duglegur. Þetta ætti að vekja með honum samhug og virð- ing allra góðra manna — á þessari kaupskaparöld, sem nú gengur yfir land vort. Því það þarf mikla hæfileika, einbeittan vilja, ein- lægni, hreinskilni og fórnfúsleik til þess að geta safnað saman heilu hjeraði af fátækum, fjeflettum mönn- um — og fengið þá til að vakna og skilja kröfur tímans, og sá maður, hvort heldur er prestur eða aðrir, sem þetta getur — hann getur fleira. — Samvinnustörf í verslun er ein af framtíðarkröfunum. Vjer þurfum ekki að benda yður á haginn beina og óbeina, sem vjer höfum nú þegar af þessu hlotið — hann er fjölda manna kunnur og þakkaður að verðleikum. Yður blæðir hann í augum — mörg þúsund krónur út úr höndunum á yður og fjelögum yðar; t. d. 10—12 króna hagnaður á haframjölstunnunni frá yðar verði, og svo hagnaðurinn á ullarhnoðranum, kjötinu og gær- unum, sem þjer eruð að skopast að. — Á það má og benda, að geti kauptjelagsskapur vor haldið áfram að starfa, undir góðra manna stjórn, þrátt fyrir árásir yðar í blöðunum og undirróður heima í hjeraði, eru líkur til að fje manna falli ekki unn- vörpum, ef eitthvað blæs á móti, eins og verið hefur — að vjer ekki nefn- um skortinn og skamtinn. — Já, Erlendur sæll. Vjer höfum miklu meiri trú á kaupfjelagsstarfinu okkar en kirkjumálabraskinu yðar. Og þó presturinn okkar sje með oss í þessari umbótaviðleitni, getum vjer ekki sjeð að það nái neitt til yðar hvað prestinn snertir. Að hann og við höfum ákveðið takmark fyrir augum, og reynum að keppa að því með samtökum og trúmensku, virðist oss kostur og gera það líklegra, að eitthvað vinnist á. Og svo grípið þjer til þeirra ráða, að ófrægja prestinn okkar — og ger- ið það í nafni fríkirkju eða aðskiln- aðar. í hennar nafni skrökvið þjer því upp á hann, að hann sje kom- inn í mál við eitt eða fleiri sóknar- börn. Þetta er Ijótur tilbúningur og illa hallað rjettu máli. Nei, prestur- inn okkar fer ekki í mál við sóknar- börnin — meira að segja ekki við Erlend. — En þó að svo hefði verið, að okkar prestur, eða einhver prest- ur, hefði farið í mál við sóknarbarn, sjáum vjer ekki hvaða ástæða er til að gera slfkt að blaðamáli. Það er annars einkennilegt með suma menn — og þjer eruð líklega einn af þeim — sem endilega vilja með alt í blöðin. Ef eitthvað á að gera náunganum til hnjóðs eða van- sæmdar — þá er sjálfsagt að fara með það í blöðin. Eða var það ekki svipan, sem þið kirkjuvinirnir ætluðuð að hafa á prestinn okkar, ef hann ekki hætti þvf skelfilega at- hæfi, að styðja kaupskap vorn? Rjett eins og vjer þorum ekki að sjá framan í yður í blöðunum. Jú, sann- arlega. Þó þjer gerið lítið úr kenni- mannlegum hæfileikum prestsins okk- ar, þá er hann svo mikill ræðu- skörungur, bæði í kirkju og utan kirkju, að vjer hefðum ekki þurft að heyra hann eins oft og vjer höfum gert, til þess að nema af honum svo mikla orðfimi og hagleik, að vjer getum goldið Erlendi rauðan belg fyrir gráan — bæði f blöðunum og á mannfundum. Og því meir sem þjer hamist og æðið — því hraklegri skal för yðar verða. Að gera lítið úr kennimannlegum hæfileikum prests vors er yður Iíkast, — en það er flónska, því hann er viðurkendur mælskumaður og gáfu- maður. Þetta vitið þjer vel og hafið víst fengið að kenna á því sjálfur. En við útkjálkamenn eigum ekki ætíð kost á að velja úr prestum — og benda mætti á það, þó viðkvæmt sje, að meiri orðstír mundi prestur vor hafa getið sjer í bjeraðspresta- kalli. Og spá vor er sú, að lengur lifi nafn hans en Erlendar, ef honum endist Iff og heilsa, og yfir því verði annar blær, meira að segja þó Er- lendur verði með tímanum fríkirkju- prestur. Til smekks fyrir Erlend viljum vjer benda á erindi eftir prest vorn: „í sálunum titrar in nýja tíð með takmarki háu og siðprýðisljóma; á vegum og strætunum vakningar hljóma: Verið ei hræddir og óttist ei stríð; því lávarður himinsins lausnarinn mannanna, leitar að þroskuðum, tápmiklum lýð, er vinnur og starfar að velmegun bræðranna og vermir og gleður sem ársólin blíð, og færir burt sundrung og heiftina og hrygðina, en helga vill drotni einum gjörvalla bygðina — sorginni dreifandi, sæluna veitandi, sífelt að kjörorði frelsarans leitandi; elskaðu, blessaðu, faðmaðu, fagnaðu, fórnaðu sjálfum þjer — bræðrunum gagnaðu. — Lffið er hátt eins og himinsins bládýpi, heilagt og stórt eins og kvöldloftsins fjölstirni, — en hjartað er veikt eins og vonin í andstreymi, og viljinn er bundinn og haldinn af syndinni. En elskan — hún leitar sjer ráðs yfir lífinu, lyftir burt mæðunni’og sigrast á kífinu; elskan er sambandstaug hjartans og himinsins, Fermingarföt nýkomin i stóru urvali frá kr. 14,50 til 25,00 cfirauns varsíun úCamBorg. G. B. Lux er hið einasta verulega góða ljós nútímans. Lux breytir nóttinni í dag. Leitið því úr nóttinni í daginn og notið I iiix! Lux! Lux! Lux! Einkasali fyrir ísland er: Guðmundur Böðvarsson, Reykjavík. Garlsberg 5kattefri Carlsberg- brugg'húsin mæla með ljósum myrkum alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. Garl$berg $kattefri porter hinni extraktríkustu af öllum portertegundum. Oarlsberg sódayatn er áreiðanlega besta sódavatn. rit ír seljast með hálfvirði meðan útsalan stendur yfir, sem aðeins verður 2—3 daga. VÖRUHÚSIÐ Hótel ísland Pritajel á knji beinili er hið gagnlegasta áhald, sem unt er að útvega því. — Lindéns heimilisprjónavjel, sem einkarjett hefur um allan heim, er ein- földust, hentugust og ódýrust allra prjónavjela. Á hana má jafnt prjóna munsturprjón og sokka, brugðna kvensokka, treyjur, nærföt, vetlinga o. s. frv. í fyrra hlant vjelin tvenn verðlaun úr gulli. Hún kostar að eins 55 kr. Hverri vjel fylgir nákvæmur leiðarvísir. Einkasali Jakob Gunnlögson, Köbenhavn K. Duglegir umboðsmenn óskast. OTTOHBNSTEDs dan 5Íta smjörlibi cr be$l. Biðjið um legundirnar „Sóley’' „Ingólfur” „Hehla"eða Jsofold' Smjörlikið fœ$Y einungis frá: Otto Mönsted h/f. Kaupmannahöfn og/Jro'$um i Danmörku. $ heilagur vörðurum lífsþroska mannkynsins, lögmál, sem blessandi breiðir út armana, brosandi í dauða með tárvota hvarmana. Helga þig, maður, því heilögu líferni, hafnaðu efanum, ófriðnum, vantrúnni. Minstu þess: guð á hvern gramsþunga’ af jörðunni, og gefur þjer alt, sem þjer veitist und sólunni. Gef honum líf þitt með heilagri hugprýði, helga’ ’honum starf þitt og von þína’ og málefni. Vík þú svo djarfur mót gæfunni — gröfinni, hann geymir þig — ber þig f heilagri vernd sinni". Þessi erindi eru úr ræðunni, sem presturinn flutti fyrir fjölmennum söfnuði sunnudaginn eftir að honum barst greinin góða. Dettur oss í hug, að ekki hafi klerkur þá stundina hugsað fast um kjöt og gærur, og að guðsmaðurinn hafi þá verið með sæmilegu fjöri. Því trauðla mun svalan Gunnhildar verið hafa Agli andstyggilegri en gargið Erlendar geðríkum, góðum kennimanni við ræðugerð. 27. jan. 1913. Margir sóknarmenn. Óskilafjenadarauglýsingar. Talsverð andlega raun getur það ver- ið, að lesa sumt, sem á prenti er birt. Einkum á þetta sjer stað um auglýsing- ar; því þar kemur smekkleysið fram í frummynd sinni. I þeim er oft sá hræri- grautur af málblendingi, málleysum og setningarugli, að næst gengur sumu slíku í Vesturheimsblöðunum, sem ís- lensk eiga að heita. Að lesa sllkt er fyrir mállega tilfinning beinlínis limlest- andi og sárt, á sinn hátt eins og að ganga um kargahraun í myrkri, og ým- ist steyta á hvössum nibbum eða steyp- ast í djúpar gjótur. Manni Iíður svo illa við slíkan lestur, að maður á ekki við hann, nema til sje neyddur; en svo er oft. Óskilafjenaðarauglýsingar í Lögb.bl., eins og flestir semja þær, eru meðal þessara andlegu fótbrotahrauna. Röð- unin svo dásamlega óregluleg sem mest má verða. Lýsing hverrar skepnu byrj- ar á lit, hornum eða kynferði, orðin: mark, hægra, vinstra, verður að lesa eins oft og mörg eru hin seldu dýr. Mörkin eru sett síðast, eins og annað algerlega reglulaust. Hafi maður rekið sig á mark, sem hann kannast við, er engin leið að finna það aftur, nema lesa á ný hina leiðinlegu auglýsingar- þvælu alla. Þetta er engu líkara en að verið væri að gera leik til þess, að fela mörkin, sem þó eru aðal- eignarskilrlkin íyrir fjenaðinum. Er það þó vitanlega einskis tilætlun, heldur byggist þetta á gömlum óvana og athugunarleysi. Eftir því sem mörkum ijölgar og markaóreglan eykst, eins og víða á sjer stað, að sama skapi lengjast óskilafjár- dálkarnir f Lbl. Helst ætti að augl. í einu úr hverri sýslu, og raða mörkunum eins og í markaskrá. Það eru ekki svo margir menn á landinu, sem að þessu vinna, og síst meðal hinna tornæmustu, svo líklegt er að fá mætti bót á því. Sýslunefndir geta ráðið þessu. Fyrir- myndir hefur á síðari árum mátt sjá í Lbl., í augl. þeirra Björnsf Grafarholti, Guðmundar í Sandvík og Jónasar í Hrauntúni. Tökum t. d. brot úr augl. úr Mýrasýslu: 1. 3 bitar aft. | Lögg aft. | hrútl. | Þverárhl.hr. 4. Blaðstýft fr. | Sneitt aft. biti fr. | S. Þ. S. | hornm. á mór. á, sbr. 7, og eyrnam. á hrútl. | Hvítárs.hr. 7. Blaðst. fr. fj. a. | Sneitt a. biti fr. | eyrnam. á ánni 4. 25. Sýlt | Sýlt | 2 lömb, gmb. og gld. j Hvítárs. hr. 34. Tvístýft aft. fjöð. fr. | gagnbitað | grátt gbrl. í Hvítárs.hr., og sauður 1 v. f Þverárhl.hr. — o. s. frv. (Sje sauðfje hvftt, sem er algengast, er óþarft að tilgreina lit, en aðeinsef mislitt er). Eignarrjetturinn er friðhelgur. Menn eiga heimting á, að óskilafjáraugl., eins og aðrar opinb. skýrslur, sjeu svo skýrar, að ná megi rjetti sínum eftir þeim. Skyldi ekki mega vænta, að »Skrá yfir óskilafje, selt í . . . . sýslu«, verði eftirleiðis færð í viðunandi formi? Eða þarf stjórnarboð til að koma hlutaðeig- endum í skilning um svona einfalt atriði ? B. B. Stór brnnl. í Omaha í Ame- ríku brann nýlega gestgjafahús og fórust þar inni 75 menn. Pakbarávarp. jeg varð fyrir þvf slysi á sfðastl. sumri, að meiðast í hendi og þar ofan á bættist taugaveiki, svo að jeg hef verið frá vinnu síðan alt til þessa dags. T il að bæta úr þessu gekst Guðmundur Ásbjarnarson trjesmiður fyrir samskotum handa mjer, sem urðu 326 kr. Fyrir þetta þakka jeg hjer með honum og þeim, sem til samskotanna gáfu. Reykjavík 31. mars 1913. Guðm. Kr. Halldórsson.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.