Lögrétta - 02.04.1913, Blaðsíða 2
54
L0GRJETTA
öR. cmorsíeinsson
t2íefnaðarvöruverslun tjngójfsfivoli
hefur fengið nýjar vörur, feikna úrval.
Th.
Engin vefnaðarvöruverslnn hjer hefur jafn
smekklegar og ódýrar vörur, sem
Th.
TH. THORSTEINSSON
V efnaðarvöruverslun Ing’ólf shvoli.
um gjaldkerann, — hlýtur hún þá ekki
líka að heimfærast til bankastjór-
anna, sem lögin beint fyrirskipa dag-
legt eftirlit með starfsemi gjaldker-
ans? Lögr. getur ekki betur sjeð en
að svo hljóti að vera.
8taka.
Ut frá skáldi „andvaka"
einatt verða samferða
(veldur hólið heimskingja)
hortittur og rasbaga. x.
Lífsábyrgðaríjelagið »Danmark«,
sem við og við hefur verið auglýst
hjer í blaðinu, er örugt og áreiðan-
legt fjelag. í því voru trygðir sjó-
mennirnir, sem fórust hjer á skipi
Duusverslunar 1906.
Lðgrjetta kemur út á hverjum miö*
vikudegi og auk þess aukablöö við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg.
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlt.
konungssambands, eða eins og þeir
kalla það: »innlimuðum okkur af
frjálsum vilja«.
Kórvilla frumvarpsandstæðinga í
þessu efni sýnist sprottin af því að
þeir virðast helst leiða hjá sjer að skilja
það: að nú er annað stjórnarfyrir-
komulag og stórum breyttir hagir frá
því, er var á 13. öld, sem hjer kem-
ur til greina. T. d. er það auðskil-
ið að þingbundin konungstjórn getur
ekki samið rjett eða skyldur á þá
þjóð, sem hún er þingbundin af.
Þannig verður þessi hugmynd ekki
annað en hjegómamál, og slíkur
rjettur, sem ekkert getur af sjer leitt,
er öllum þýðingarlaus, sem eitthvað
annað þurfa til að lifa á en pólitískt
rifrildi. Þá hefur sú skoðun ekki
heldur legið í láginni, að við, með
því að samþykkja uppkastið, semjum
af okkur moguleika til að halda
samningum áfram í þeim málum, sem
ekki eru uppsegjanleg samkv. 9.
greininni, en eins og þráfaldlega hef-
ur verið bent á, er þessi skoðun al-
gerlega röng. í greinninni þeirri
stendur, að hvor aðili um sig getur
krafist endurskoðunar á lögunum, ekk-
ert undanskilið, eftir 25 ár eða síðar,
og með endurskoðun er hjer att við að
leita samninga á ný. Við stöndum
því að 25 árum liðnum nakvæmlega
á sama punkti og við stöndum nú,
með opna leið framundan til að semja,
ekki síður í utanríkismálum og her-
malum en öðrum atriðum samnings-
ins, ef Danir vilja þá, fremur en nú,
unna okkur meiri rjettar.
Það verður því ekki annað sjeð
en að rjett væri að samþykkja frum-
varpið, svo framarlega sem það ekki
í neinu atriði skapar okkur verra
ástand en það, sem við nú eigum
við að búa, — því framförin í ýms-
um atriðum er auðsæ — af þessum
ástæðum:
t, Að betra ástandi en því, sem
Við nú eigum við að búa, er, hag-
fræðislega sjeð, rangt að hafna, jafn-
vel þó um stuttan tíma væri að ræða;
með því getur tapast tími til umbóta,
sem ekki verður unninn upp síðar.
2. Að Samningar við Dani eru ó-
umflýjanlegir, svo framarlega sem
við óskum að iá betra fyrirkomulag
á ástandinu en við nú höfum, án
þess að skilja.
3. Að með þessu frumvarpi semj-
um við ekki af okkur möguleikann
til að halda samningum áfram, í
öllum atriðum samningsings, um lengri
tíma en 25 ár; en sá tími getur ekki
talist hafa neina þýðingu í lífi heillar
þjóðar; svo stuttur er hann.
y. b.
Snjór í Noregi. Framan af mars
var tið ill við vesturströnd Noregs
og snjóveður mikil til fjalla, svo að
járnbrautalestir teptust og símasam-
bönd eyðilögðust.
Disilvjelaskip. Austur-Asíufje-
lagið danska hefur nú 7 ný disil-
vjelaskip í smíðum og er þar að
auki að láta setja disilvjelar í 3 af
eldri skipum sínum.
Dómurinn.
(Aðsent utan af landi, 1 nafni fleiri manna).
Gjaldkeramálið svo nefnda er vafalaust
það mál, sem mest hefur verið rætt og
mestum æsingi hefur valdið af öllum
málum, sem komið hafa fyrir hjer á
landi hin síðustu árin. Þarf ekki annað
þessu til sönnunar en að minna á allar
bankarannsóknirnar, æsingauppþotin 1
Reykjavík — borgarafundina svonefndu
— og alt umtal manna á milli um þetta
mál, frá því fyrsta og fram á þennan
dag.
Ætla mætti, að úr því svo langt var
komið, að sakamálsrannsókn var skipuð
gegn gjaldkera og stðan sakamálshöfð-
un, að mönnum hjer sem annarstaðar
mæíti nægja, að þetta mál, eins og hvert
annað, gengi sinn gang fyrir dómstól-
unum og sakborningur fengi að vera
óáreittur á meðan. En hjer vlkur nokk-
uð öðruvísi við, því að heita má, að lát-
lausar æsingar hafi átt sjer stað 1 þessu
máli á meðan það var undir rannsókn
og dómi, og sakborningur, sem ekki gat
borið hönd fyrir höfuð sjer, aldrei látinn
í friði af lúalegum árásum. Og því und-
arlegri eru þessar æsingar og árásir sem
þær, því nær allar, hafa verið einhliða.
Þó kastar fyrst tólfunum nú, þegar
dómur er upp kveðinn 1 málinu.
Hingað til hefur, á meðal allra siðaðra
þjóða, verið litið svo á, að dómstólarnir
væru friðhelg stofnun og að úrslitin fyrir
þeim sjeu síðasta orðið í hverju máli.
Sjeu menn óánægðir með dóm — og
það mun sá, er undir verður, jafnaðar-
legast vera — þá hefur það hingað til
verið boðleiðin, að áfrýja málinu til
æðra dóms, uns fullnaðarúrslit eru feng-
in. Hitt mun því nær dæmalaust, að
menn leyfi sjer oþinberlega að rífa sund-
ur uppkveðinn dóm og svívirða dómar-
ann. Það er og bersýnilegt, að alt rjett-
arfar er í fullkomnum voða, ef að slfkt
færi að tíðkast óátalið. Og mestri furðu
sætir það, þegar einn af lagaprófessor-
um háskólans fer opinberlega að finna
að uppkveðnum dómi í blöðunum, og má
þó játa, að greinin, sem hjer er átt við,
er nokkurn veginn sæmilega rituð og
heldur sjer við málefnið hnútukastslítið
til dómara og sakbornings.
Alt öðru máli er að gegna með grein-
ar þær, er birtst hafa í blaðinu „Ing-
ólfur" um sama efni, hvort sem þær eru
samdar af ritstj. sjálfum eða einhverjum
blaðnjálgi hans, þvf að þær greinar eru
vissulega eitt hið versta og skaðlegasta,
er vjer minnumst að hafa sjeð pappfr
svertan með.
Með löngum inngangi byrjar þessi
grein á að óvirða dómarann. Honum
er fundið það að sök, að hann hafi haft
málið undir dómi f »hálft ár eða næst-
um því«. Raunar voru það ekki nema
5 mánuðir, en hitt mun þykja meira í
munni, og nær einnig betur þeim til-
gangi sínum, að sverta dómarann í aug-
um hugsunarlauss almennings. Á hitt er
slður litið, sem þó sennilega mátti vera
þeim, er Ingólfsgreinina reit, allvel kunn-
ugt, að dómarinn, sem hjer á hlut að
máli, hefur svo umfangsmiklu embætti
að gegna, að hann hlaut að hafa þetta
mál í algerðum hjáverkum. Málið í ann-
an stað svo óvenjulegt, umfangsmikið og
dómaranum með öllu ókunnugt frá
byrjun, að hann hlaut að verja til þess
löngum tíma, sem þó ekki gat verið
nema frístundir frá skyldustörfum, — og
loks er það alveg víst, að dómaranum
voru af hálfu stjórnarvaldanna engin tak-
mörk sett í þessu máli, sem og hefði
verið alls ósanngjarnt, eins og hjer stóð
á. Alt umtal um ótilhlýðilegan drátt frá
dómarans hálfu er þvf fullkomin fjar-
stæða og á alls engum rökum bygt.
Þá er dómaranum fundið það til for-
áttu, að hann sje farinn að eldast og
það fyllilega gefið í skyn, að hann, fyrir
aldurs sakir, hafi verið óhæfur til að
fjalla um þetta mál, og að rjettara hefði
verið að fá málið ungum manni í hend-
ur, Þetta hyggjum vjer vera eina hina
mestu fjarstæðu, er borin hefur verið
opinberlega á borð fyrir almenning.
Engum, sem til þekkir, mun vera það
kunnugt, að dómaranum, sem hjer á
hlut að máli, sje í neinu farið að förlast
fyrir aldurs sakir; og ekki getur löng
dómarastarfsemi hans gert hann óhæfari
til að dæma í þessu máli; það væri
sama og að halda því fram, að öll æfing
væri til ills eins. Þvert á móti munu
allir óhlutdrægir menn líta svo á, að
þetta gjaidkeramál hafi helst til seint
komist í hendur fullorðins og gætins
manns, sem enga hvöt gat haft til þess
„að gera númer« úr málinu. Beinn voði
hefði það á hinn bóginn getað verið, að
láta ungan og óreyndan gapa fást við
málið, jafn-viðkvæmt og það var.
Óvildin gegn gjaldkeranum gægist al-
staðar fram í þessum „Ingólfs“-greinum,
en hann er nú víst fyrir löngu orðinn
svo vanur slíku, að það er vonandi
hætt að bíta á hann.
Annars var það ekki tilgangurinn með
línum þessum, að elta ólar við fjarstæð-
ur „Ingólfs“-greinanna, því þær eru svo
fullar af almennum ogl lögfræðilegum
stórvitleysum, að til þess höfum vjer
eogan tíma. En hitt var tilgangur vor,
að sýna fram á, hve svívirðilegt og als
óþolandi athæfi það er, að gera dóma
og dómsályktanir að æsingamáli, rjett
eins og slíkt ætti að bera undir alþýðu-
atkvæði. Og tilgangurinn með slíku get-
ur naumast verið annar en sá, að æsa
upp almenningsálitið, sem aftur geti haft
sjálfráð eða ósjálfráð áhrif á væntanleg-
an yfirdóm.
Vjer segjum „væntanlegan yfirdóm",
því heyrst hefur, að máli þessu sje nú
áfrýjað. En ekki dylst oss það þó, að
langheppilegast hefði verið, að láta nú í
þessu máli hjer staðar numið. Ekki er
það þó gjaldkerans vegna, hvernig sem
niðurstaða æðra dóms yrði honura til
handa, heldur vegna bankans sjálfs.
Hjeraðsdómarinn komst að þeirri niður-
stöðu, að um stórar misfellur sje að ræða
frá bankastjórnarinnar hálfu, þar sem
gjaldkeri hefur unnið eftirlitslaust, óhæfi-
lega miklum störfum verið á hann dembt,
og bankastjórarnir vita ekki einu sinni
sjálfir, hvort fyrirskipunum þeirra er
hlýtt eða ekki, gera að minsta kosti ekki
gangskör að því að framkvæma þær
(sbr. dómsástæðurnar). Færi mál þetta
fyrir hæstarjett, mundi talsmaður ákærða
verða furðu fljótur að athuga gerðir
bankastjórnarinnar í þessu máli, og er
þá hætt við, að lánardrotnum bankans
litist ekki á blikuna. Því jafnvel þótt
gengið væri að því vísu — sem þó ekki
er — að gjaldkeri hafi dregið sjer fje
vísvitandi með rangri bókfærslu, þá er
bankastjórnin ekki að bættari fyrir það,
því að hennar var að gæta þess, að
starfsmenn bankans gœtu ekki beitt slíkri
aðferð, þótt fegnir vildu. Getum vjer
ekki óskað þess, eftir þær óheppilegu
bankarannsóknir, sem á undan eru gengn-
ar, að eitt bankahneykslið enn bætist
við, bankanum til tjóns og landinu til
skammar.
Höfum vjer ekki öðru við að bæta en
því, að fullvissa „Ingólf" um það, að ill
skifti mundu Árnesingum þykja það, að
missa sinn núverandi dómara fyrirþenn-
an með tólfkongavitið, sem í „Ingólf"
hefur skrifað, eða annan slíkan. Og
hversu sem blaðinu lltst að æsa hugs-
unarlausan skrílinn í Reykjavlk, þá er
almenningur upp til sveitanna og úti um
landið gætnari en svo, að hann láti
hlaupa með sig í gönur.
Að endingu má og taka það fram, að
ekki er óllklegt að jafnvel pessir menn,
er skrifað hata opinberlega um þennan
dóm, hefðu komist að nokkuð annari nið-
urstöðu en þeir gera, ef að þeir sjdlfir
hefðu átt að dæma málið og bera dbyrgð
á dómi sínum fyrir æðri dómstólum.
Hitt er æfinlega hægra, að skrifa með
þeim tilgangi einum, að æsa heimska
menn og hugsunarlausa.
Pólitík og bankastjórn.
Frá því hefur verið sagt í ein-
hverjum af blöðunum, að „Sjálfstæð-
is“fjelagið hafi nýskeð kosið sjer
stjórn og þessir lent í henni: A. J.
Johnson bankar., Björn Kristjánsson
bankastj., Br. Björnsson tannlæknir,
Sigurbj. Þorkelsson verslunarm. og
Sig. Jónsson barnakennari, og er
hinn síðastnefndi formaður fjelags-
ins. — Nú hefur því ekki ósjaldan
verið hreyft, að stjórn Landsbank-
ans ætti að vera sem mest laus við
stjórnmálavastur, og Björn Krist-
jánsson var áður fyrri á þeirri skoð-
un, að þingmenska ætti jafnvel ekki
að leyfast bankastjóranum. Hvað
segja menn þá um það, að nú lætur
hann kjósa sig í stjórn „Sjálfstæðis"-
fjelagsins, sem verið hefur oft áður
ofstækisfult óspektafjelag, hvað sem
hjer eftir kann að verða, — því nú
hefur það sofið um hríð og vaknar
kannske upp til nýs og betra lífernis.
í Landsbankanum er nú ástandið
svo, að ógerningur má heita að taka
lán í veðdeildinni, því út á veð-
deildarbrjefin fæst nú ekki nema
gj,ll2°lo, afföllin 6 kr. 50 au. á hverju
hundraði. Mundi ekki Landsbank-
inn verða skaðlaus af því, eða jafn-
vel vel það, ef bankastjórastarfinu
væri ljett af Birni Kristjánssyni, svo
að hann gæti gefið sig með óskift-
um kröftum að stjórnarstörfunum í
„Sjalfstæðis" fjelaginu ?
Sjá.lfstseÖisvísa,«
Skörðum helsið, ekki er
ofstór flokkur ríkja;
vörðum frelsið, hvergi hjer
hæfir okkur víkja.
(Fardu’ að cins og fjandinn,
þá flýr allur vandinn).
G s t r.
»Dómuriun«. Út af greininni
hjer í blaðinu um gjaldkeramálsdóm-
inn, minnist Lögr. eins atriðis í ísaf.-
grein Einars prófessors Arnórs-
sonar. Hann segir eitthvað á þá
leið, að lagagrein um vanrækt og
hirðuleysi í embættisrekstri hefði átt
þarna við, en fram hjá henni hafi
dómarinn alveg gengið. — En ef svo
er, að þessi lagagrein eigi þarna við
I
Drófastur í Rangáryallasýslu er
settur síra Skúli Skúlason í Odda.
Fingmenskuframboð. Þórður
Thoroddsen Iæknir hefur boðið sig
fram í Gullbr.- og Kjósar-sýslu, auk
þeirra B. B. og sr. Kr. D.
í Barðastrandasýslu kvað hafa boð-
ið sig fram Hákon Kristófersson
bóndi í Haga og veit Lögr. ekki
frekari deili á honum. En sú frjett
hefur líka komið, að Snæbjörn Krist-
jánsson í Hergilsey muni verða þar
í kjöri, alkunnur merkismaður, og
má telja víst, að hann hafi mikið
fylgi, ef það er satt, að hann verði
í kjöri.
Um frambjóðendur í Suður-Múla-
sýslu er ekki fullkunnugt um.
»Reimleikar«. Norðanblöðin segja
frá því, að í Hvammi í Þistilfirði
hafi nýlega gerst ýms dularfull fyrir-
brigði, hlutur færst úr stað, hlóðar-
steinar dansað o. s. frv. og er þetta
sett í samband við unga stúlku, sem
á að vera gædd svona sterkri „mið-
ilsgáfu" og hefur verið flutt burt
af bænum. Hafa utanaðkomandi
menn, að sögn, verið að rannsaka
þetta, en ekki fundið lausnina.
Aftakaveðnr var í Skaftafellssýsl-
um 13. f. m., en verst í Öræfum.
Á Svínafelli höfðu farist um 30 fjár.
Einnig sagt að fje hafi fent á Rang-
árvöllum.
Hafíslxroði er sagt að hafi sjest
norður undan Sljettu og Langanesi,
en rekið frá aftur.
Gullfrjettir úr Skagafirði. „Norð-
url.“ segir að miklar sögur gangi
þar nyðra um að gull sje fundið í
Hofslandi í Skagafirði og hafi Arni
J. Hafstað frá Vík keypt blettinn,
sem gullið á að vera í. En mikinn
trúnað skyldu menn ekki leggja á
slíkar frjettir að öllu óreyndu.
Aug. Flygenring kaupm. hefur
sagt af sjer þingmensku; getur eigi
mist tíma til þingsetu frá verslunar-
stjórnarstörfunum.
Norðan úr Fljótum. Greinin hjer
í blaðinu með þessari fyrirsögn hef-
ur beðið alllengi vegna rúmleysis.
Lögr. er ókunnug þrætumálinu, sem
þar liggur fyrir, og blandar sjer ekki
í það, en hitt telur hún rjett, að ljá
Fljótamönnum rúm fyrir svar gegn
árás, þótt annarstaðar hafi hún kom-
ið fram.
Hlákan, sem verið hefur hjer und-
anfarið, hefur náð yfir alt land. Hey-
skortur var orðinn hjer sumstaðar í
Gullbringusýslunni og tæpt orðið með
hey sumstaðar austanfjalls, en nú er
jörð komin upp. Ástæður sagðar
betri í Norðurlandi og hafði verið
þar snjóljettara í harðindakaflanum í
mars.
Castró. Það er sagt að Castró
fyrv. forseti í Venezúela hafi nú her-
flokka uppi og sje þess albúinn að
ráðast inn í Venezuela og brjótast
þar aftur til valda.
Slys í námu. Seint í febrúar
vildi það slys til hjá bænum Gijons
á Spáni, að eldur komst í púður,
sem notað var til sprenginga í námu,
og varð gífurlegt tjón af. 200 menn
fórust.