Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.04.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 23.04.1913, Blaðsíða 2
66 L0GRJETTA Da det desværre ikke var mig muligt personligt at takke alle dem, som i Anled- ning af at jeg nu ophörer at före s/s »Ceres« have vist mig saamegen Ære og Elskværdig- hed, beder jeg dem ad denne Vej at mod- tage min oprigtigste Tak. Ærbödigst Broberg. Lögrjetta kemnr út á hverjum mið* vikudegi og auk þass aukablóð við og við, minat 60 blðð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á islandi, erlendit 5 kr. Ojalddagi 1. júll. það vera óbólusett. Þvi ekki hef jeg heyrt þess getið, eða reynt það, að áhættuminna hafi reynst að bólusetja fje á þeim jörðum, þar sem lítil pestar- hætta er, en á þeim jörðum, þar sem hún er mikil. Hinsvegar veit jeg þess dæmi, að bóndi, sem búið hafði á sömu jörð í 27 ár, og mist sáralítið úr pest á þeim tíma, að eins endrum og sinnum 1 kind á vetri, misti á 28. árinu, sem hann bjó þar, 5. eða 6. part af fje sínu úr pestinni; og að þá tók ekki fyrir hana fyr en hann hafði látið bólusetja fje sitt tvisvar. Var þó ekki hægt að finna neina sjerstaka orsök til þess að pestin tók fje hans svo geyst þá, aðra en al- menna pestarhættu það ár. Sýnir þetta dæmi, að jafnvel þar sem pestarhættan er lítil, getur pestin þó gert mikinn usla á stundum. En aurarnir eru margir, sem bóndinn þarf að borga af hverri sinni kind; bæði tíundir og skattar, fyrir baðmeðul og bólusetningu o. fl. Og þó þeir sjeu ekki margir, sem gjalda þarf i hvern stað, þá safnast þegar saman kemur, og er bændum því engan veginn láandi, þótt þeir vilji spara þá aurana, sem þeir geta; og oft er það álitamál, hvort bet- ur borgar sig að halda eyrinum eða láta hann fyrir það, sem í boði er. Og þótt danska bóluefnið geti engan veg- inn talist dýrt á 3*/* eyri i kindina, miðað við gagnið, sem það gerir afar- viða, þá mun það meðfram hafa verið fyrir þá ástæðu, að nýrna-bóluefnið er selt miklu ódýrara — um 1 eyri á kind — að byrjað er aftur að bólusetja með nýrna-bóluefni, auk þess sem hörgull var á útlenda bóluefninu, og sumir hafa trú á því, að nýrna-bóluefni sje örugg- ari vörn móti pestinni en bláa bólu- efnið. Mörgum mun og þykja danska bóluefnið dýrt, sjeð frá þeirri hlið, að láta mun nærri, að það kosti tvöfalda þyngd sína i gulli. *En það er ekki fyrir þá að dæma um, hvort bóluefnið er selt við hæfilegu verði eða ekki, sem ekkert þekkja hvað kostar, að framleiða það. Og sjálfsagt er að setja það verð á bóluefnið sem nauðsynlegt er, og er svo fyrir notendur að ganga að eða frá. Hvað er þá hægt að gera til þess, að bóluefnið verði sem ódýrast og jafn- framt komið í tæka tlð til notenda þess? Þessari spurningu finst mjer nauð- synlegt að leitast sje við að svara; og jeg vil reyna það fyrir mitt leyti. Til þess að gera framleiðendum sem hægast að selja bóluefnið ódýrt, finst mjer nauðsynlegt, að þeim .sje trygð sem best borgun fyrir það efni, sem þeir framleiða, og jafnframt af notend- um þess látnir vita i tæka tið, hve mik- ið bóluefni þeir þurfi að framleiða það og það árið, svo þeir aldrei framleiði að mun meira en þeir eiga vísa sölu á, og aldrei verði vöntun á bóluefni. Jafnvel í janúarmánuði, og þvi heldur sem lengra liður á veturinn, ætti engri hreppsnefnd, með aðstoð bólusetjara, að vera vorkunn á, að safna pöntun eða gera nógu nákvæma áætlun um, hve mikið bóluefni þurfi á næsta hausti i sinni sveit. Auðsætt er, hve miklu auð- veldara hreppsnefndum, með aðstoð bólu- setjara, er, að gera slíka áætlun, en framleiðendum bóluefnisins. Framleið- endur hafa ekki annað að fara eftir við samning slíkrar áætlunar en hve mikið hefur selst af bóluefninu og skýrslur þær, sem sendar eru um árangur af bólu- setningunni, sem dýralæknir, M. Ein- arsson, kvartar þó mjög um, að sjeu í molum. Er þetta hvorttveggja næsta ónákvæmur mælikvarði; þvi eins og tekið var fram, er að sögn vanrækt að senda skýrslur yfir margt af því fje, sem bólusett er, og eftirspurn eftir bóluefn- inu fer mjög svo eftir þvi, hve mikið pestin gerir vart við sig það og það árið. Hreppsnefndirnar geta aftur á móti vitað með nokkurn veginn vissu, hve mikið er til ónotað áriega af eldra bólu- efni, og hve margt fje mundi verða bólusett i sinni sveit, þegar pestin er sem svæsnust, og gert svo pöntun eftir því. Tel jeg sjálfsagt fyrir þær að vera ætíð viðbúnar verstu tilfellunum, enda áhættulaust fyrir þær að panta meira en notað verður, því bóluefnið þölir geymslu, og hef jeg margreynt það í 14 siðastl. ár, sem jeg hef bólusett fleira eða færra fje árleð með bóluefni frá C. O. Jen- sen. Eitt dæmi set jeg hjer, sem mjer finst áþreifanlegust sönnun fyrir því, að það þoli geymslu. Það var seint á hausti árið 1908 að pestin tók að drepa fje Jóns bónda í Öxl. Þá var hjer mikill hörgull á bólu- efni — mig minnir helst, að ekkert út- lent bóluefni kæmi hjer í sveit það ár. — Kom Jón þá til mín og spurði mig, hvort jeg gæti nú ekkert hjálpað sjer. Jeg haíði þá ekkert bóluefni til yngra en frá 1902, þ. e. 6 ára gamalt. Kom okkur þá saman um að reyna það, því jeg hef aldrei búið til bóluefni úr nýr- um. Bólusetti jeg svo hjá honum 150 kindur með þessu efni, þær, sem voru á 5. vetur (heldur en 5 vetra) og yngri, en eldra fjeð var óbólusett. Bólusetn- ingin tókst ágætlega að öðru en því, að ein kind bólgnaði að mun, og varð að gefa henni lengi inni. Pestin hætti al- gerlega að drepa bólusetta fjeð, en af elstu ánum var hún að smádrepa allan vet- urinn. Er þó gömlum ám venjulega óhættara fyrir pest en yngra fje. Líklegt þykir mjer þó, að bóluefnið dofni eitthvað lítið eitt við geymsluna. Sje nú það verð, sem nú er á bólu- etninu — þ. e. 3* 1 2 3 4 5/* eyrir efnið í kind- ina — hæfilega hátt sett, og framleið- endur standi vel við að selja það fyrir þetta verð, finst mjer auðsætt, að þeir mundu standa eins vel við að selja það á 2'/« eyri f kindina, ef tekin væri upp sú reglu, að allar hreppsnefndir á land- inu pöntuðu fyrirfram, í tæka t(ð, bólu- efni, hver fyrir sína sveit, ábyrgðust jafnframt borgunina og sendu hana strax og bóluefnið er komið. Því með því fyrirkomulagi, sem nú er á sölunni, hlýtur framleiðandi að liggja árlega með mikið óselt bóluefni, nema svo lltið sje framleitt, að það gangi ávalt út, og er þá auðsæ vöntuninn á stundum, eins og viljað hefur verða að þessu; einkum að bóluefnið hafi verið til á þeim tíma, sem helst ætti að bólusetja. Jeg vil því stinga upp á þessu: 1. Að Búnaðarfjelag Islands leiti fyrir sjer hjá C. 0. Jensen — eða öðrum fram- leiðanda bráðapestarbóluefnis — fyrir hvaða verð hann treysti sjer að selja það bóluefni minst, sem pantað er nógu löngum tfma fyrirfram og borgað við móttöku. Komist jafntramt eftir því, fyrir hvaða tfma pantanir þurfa að vera komnar, til þess að vissa sje fyrir því að bóluefnið sje komið til notenda fyrir miðjan október næst á eftir; og til- kynni þetta hvorttveggja slðan öllum hreppsnefndum á landinu. 2. Að öllum hreppsnefndum á land- inu veitist heimild — annaðhvort með lögum eða sýslufundasamþyktum — til að panta árlega það bóluefni, sem þær álíta þurfa fyrir sfna sveit, næsta haust, og borga það til bráðabyrgða af sveit- arsjóði, en hann fái það svo endur- borgað frá notendum þess jafnóðum og þeir fengju það 1 hendur. 3. Að auk þess bóluefnis, sem þann- ig yrði pantað fyrirfram, verði búið til dálítið bóluefni, sem haft væri til sölu á einum eða tveim stöðum á landinu. 4. Að á miðanum á hverju glasi, sem bóluefni er selt í, standi, auk ártals og mánaðar og þess, í hve margar kindur innihaldið er ætlað, eins og verið hefur, hve mikið það inniheldur af bakteríu- klaki Og bráðapestarserum, hvoru fyrir sig. 5. Að hrepsnefndirnar takist þá skyldu á hendur, að annast um, að skýrslur um árangur af bólusetningunni verði sendar á meðan það er álitið nauðsynlegt. Viðvíkjandi á. uppástungunni skal jeg geta þess, að jeg sje ekki nema eina hættu fyrir sveitasjóðina að leggja til bráðabyrgða út peninga fyrir bóluefnið, ef ekki er pantað af verulegri ógengd. Hún er sú, ef bóluefnið kynni eitthvert sinn að reynast annaðhvort mjög ljelegt til varnar pestinni, eða mjög hættulegt fyrir fjeð; því þá mætti búast við, að það gengi mjög seint eða alls ekki út. En þessa hættu tel jeg hvergi nærri vega á móti þeirri tryggingu, sem það veitir fjárstofni sveitarinnar, að ávalt sje til nægilegt bóluefni í henni. Sjálfsagt tel jeg, að það bóluefni, sem haft væri til sölu samkv. 3. upptalning- unni, verði selt miklu dýrara en hitt, því það yrði ekki notað af öðrUm sveit- um en þeim, sem hefðu trassað að panta, ekki pantað nóg eða pöntun hefði glatast frá, og er vonandi, að ekki fyndust margar sveitir í neinum af þess- um flokkum, ef þessi hugmynd mín nær fram að ganga og bóluefnið er fáanlegt við litlu verði. Það getur verið stór leiðbeining fyrir æfða bólusetjara, að á glösunum standi skýring um efnisinnihald þeirra samkv. 4. uppástungu. Hver bólusetjari mætti ekki hafa fleiri en 20 bæi undir til þess að bólusetn- ing geti alstaðar farið fram á hentug- um tíma. Athugasemdir. Mjer hefur gefist kostur á að lesa grein þessa áður en hún var prentuð, og leyfi jeg mjer að láta henni fylgja þessar skýringar og athugasemdir: Að r• Þegar verð bóluefnisins var ákveðið (af stjórnarráði landbúnaðar- - málanna dönsku og stjórnarráði Islands), var það sett svo lágt, sem frekast þótti fært, þannig, að ríflega fengist endur- greiddur sá sjerstaklegi kostnaður, sem »Serumlaboratoriet« hafði af tilbúningi bóluefnisins, og var þá ekki tekið tillit til þess, að greiðslusvik á andvirðinu ættu sjer stað eða yrðu stofnuninni að tjóni. Sala og afhending bóluefnisins, sem og umsjón með bólusetningunum yfirleitt, var mjer svo falin. Bóluefnið panta jeg árlega á hverju vori hjá stofn- uninni, svo mikið sem þurfa þykir, og stend jeg henni í ábyrgð fyrir því efni, er jeg tek á móti. Komi það fyrir, að kaupendur efnisins standi ekki í skilum með borgunina, er áhættan mín en ekki stofnunarinnar. — Það eru því litlar líkur til að stofnunin vilji eða sjái sjer fært að slá af verðinu. — Og hins vegar er það óviðkunnanlegt að fara fram á, að stofnunin selji efnið ódýrara en hún getur framleitt það. 1 króna á hverjar hundr- að kindur, meira eða minna, munar kaupendur litlu, en seljanda miklu. Bóluefnið kemur hingað altaf í júll— ágúst og er þá strax sent öllum, sern pantað hafa, og síðan eftir því, sem pantanir koma. Vildu menn panta efn- ið hjá mjer nógu snemma, skyldi aldrei verða skortur á því. Það hefur reynd- ar aldrei komið fyrir síðan farið var að selja það, nema um tíma síðastliðið haust. Eftirspurnin varð þá, seinni hluta októbers, svo óvenjumikil, að efnið gekk upp, en ný sending gat ekki kom- ið fyr en um miðjan nóvember. Úr því var nóg til. Hreppsnefndum hef jeg frá byrjun veitt þau hlunnindi, að þær hafa ekki þurft að borga efnið fyr en fyrir áramótin næstu, og þó trassa margar hreppsnefndir öðrum fremur að panta efnið í tímn. Að 2. Gott að hreppsnefndir fengju heimild til að leggja út peninga fyrir bóluefnið, ef þær hafa ekki þá heimild þegar. Óvíst, að sumar þeirra, sem illa hafa staðið í skilum, fái lán framvegis. Að 3. Eitt bóluefni — tvennir prís- arl Eftir minni reynslu mundi það verða reglan, að menn pöntuðu ekki fyrirfram, en biðu til haustsins. Yrðiþá mikill eða meiri hluti efnisins seldur með hærra verðinu. Að 4. Öllum þeim, sem keypt hafa hjá mjer bóluefni, hef jeg sent prentað brjef, þar sem meðal annars er skýrt frá því, hvernig efnið er saman sett. Að 5. Með bóluefninu sendi jeg ætíð, bæði hreppsnefndum óg öðrum, eyðublöð til að gefa á skýrslur um bólu- setninguna, og hvílir sú skylda á mót- takendum að sjá um, að skýrslurnar sjeu gefnar og sendar mjer. Magnús Einarsson, Þing'mennsknframboðin. Þær fregnir eru nú komnar af þeim eftir að síðasta tbl. Lögr. kom út, að hr. Sveinn Ólafsson í Firði hafi dregið sig í hlje og verði ekki í kjöri í Suðurmúlasýslu. Aftur hefur boðið sig þar tram, auk Guðmundar sýlum. Eggerz, Þórarinn Benedikts- son bóndi í Gílsarteigi, greindarmað- ur og merkur bóndi, áður eindreg- inn stuðningsmaður þeirra Jónanna, svo að báðir eru frambjóðendur gamlir og góðir heimastjórnarmenn. En fregnir að austan segja sýslu- mann hafa meira fylgi. í Barðastrandasýslu eru frambjóð- endurnir þeir tveir, sem áður hefur verið á minst, Hákon bóndi í Haga og Snæbjörn hreppstjóri í Hergilsey, báðir „sjálfstæðis“ menn, að því er segir í brjefi þaðan að vestan. í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru þeir þrír í kjöri, sem áður hafa ver- ið nefndir, og segja sfðustu fregnirn- ar að fylgi sr. Kristins muni ekki vera mikið. yímeríkubrjej. Tveimur bryndrekum hleypt af stokkunum. Þeir eru þó ekki alveg eins bygðir og hjá Þjóðverjum eða Énglending- um, enda eru þeir sendir frá Canada; og þótt Canada tilheyri Bretum í orði kveðnu, þá hafa Canadamenn þó sína sjerstöku hernaðaraðferð. Hún er ekki í því falin, að drepa eða myrða, heldur í þvf, að leggja net, aðeins til að flækja fólkið f, taka það til fanga og flytja það svo heim til sfn. Nú er verið að hleypa tveimur þessum bryndrekum af stokkunum hjer í Canada og eiga þeir að send- ast til íslands. í alvöru talað: Nú eru tveir agentar sendir heim, auk hjálpardrengja, til að smala fólki til Canada, Gósen- landsins óviðjafnanlega! En mundi ekki vera rjett fyrir landana heima, að athuga vel, hvort meira vegur á metaskálunum: kost- irnir eða gallarnir hjer, áður en þeir flana frá föðurlandi sínu. Þá er fyrst loftslagið, þetta dæma- lausa holla loftslag! já, jeg held nú það! þar sem ýmist brennur eða frýs! Enda hefur það sýnt sig í vetur, því hávaði fólks hefur verið meira og minna Iasinn, og fjöldi legið rúmfastur f lengri og skemri tíma; meiri hlutinn kom- ist úr rúminu aftur, þó allmargir dá- ið. Að mínu áliti er fslenska lofts- lagið langtum hollara. Til krank- leika hjer geta auðvitað legið fleiri ástæður, svo sem slæmt húsnæði, ljeleg fæða, eða óvarkár meðferð Ifkamans á ýmsan hátt. Þá eru nú atvínnuvegirnir. í fljótu bragði virðast þeir vera góðir; kaup- ið hátt þann tíma, sem vinnan end- ist, en því miður ganga frá einir þrír til fjórir mánuðir hjá allflestum, og er það þungur skattur, þar sem allar Iffsnauðsynjar kosta hið sama og með- an atvinnan helst. Verður því lítill afgangurinn: hjá fjöldanum enginn, hjá allmörgum miklu minna en ekki neitt; og þetta er nú gullnáman, sem fólk er að sækja í vestur um haf. Skyldi nú ekki vera betra að leggja rækt við sitt eigið land; reyna með fjelagsskap og samtökum að fá það til að framleiða alt hið besta, er það hefur í tje að láta; sitja kyr heima, heldur en að gana hjer í stórborg- irnar vestra, eða flækjast út í eyði- merkur, þar sem ekki tekur við ann- að en endalaust strit, alt fram f dauð- ann hjá mörgum? Auðvitað hljóm- ar ætíð í bjöllunni; „Það er fyrir börninog barna-börnin mín!" En því þá ekki að slíta kröftum sínum á sínu föðurlandi fyrir afkomendur sína? Hreint ekki fyrir blinda ættjarðarást, heldur fyrir það, að ísland er eitt af bestu löndum hnattarins, ef það væri aðeins rjett setið. Jeg hef skrifað þessar línur af tals- verðri þekkingu og bestu sannfær- ingu, og óska, að þær komi ein- hverjum til að hugsa um framtíð sína og hvað honum mundi vera fyrir bestu. Winnipeg 14. mars 1913. Páll Bergsson. Bvaö lipr bak viö? Utan af landinu eru frjettirnar farn- ar að berast um að konurnar sjeu að safna undirskriftum undir áskorun þá til Alþingis, sem Sambandsstjórn kven- rjettindafjelags íslands sendi út í vetur. Fjöldamargar konur eru þessu sam- þykkar, einkum þær, sem komnar eru til vits og ára. Við vitum, að það er ekki lengra sfðan en 1907, að 12,000—13,000 íslenskra kvenna skrifuðu nöfn sfn undir samskonar áskorun. Það sýndi þá eindreginn vilja íslensku kven- þjóðarinnar. En hvað liggur bak við þennan kvennavilja? Hvers vegna heimta þær slík rjettindi? Á bak við þessar kröfur liggur fyrst og fremst það, að konurnar eru farnar að sjá, að ef þær eiga nokk- urn tíma að geta komist úr þeim kút, sem margra alda misrjetti hefur sett þær í, þá þurfa þær að fá einasta meðalið, sem til er, til þess að þær geti fengið þá, sem völdin hafa, til að hlusta á sig og taka tillit til sín. Baráttan fyrir lífinu harðnar alt af, eftir því sem samkepnin eykst. Kori- urnar hafa aldrei átt aðgang að öðr- um störfum en þeim, sem eru lægst launuð. Menn segja, að heimilis- störfin sjeu grundvöllurinn undir þjóð- arvelgengninni, og mikilvægust allra þeirra starfa, sem konur geti með höndum haft. En því eru þau þá launuð lægst af öllum störfum? Og því er eiginkonan á heimilinu talin ómagi? I venjulegu máli er sagt, að maðurinn „hafi fyrir kor.u og börnum að sjá". Og hvað gera karlmennirnir, sem lögin skapa í landinu, til að vernda rjett þessara atkvæðislausu kvenna, sem engan fulltrúa hafa til þess, að tala sínu máli á þingum og þjóð- fundum? Lftið á ótal störf, sem nokkurn veginn eru launuð. Sjaldn- ast komast konur að þeim, og það þótt þau heimti engan sjerstakan undirbúning. Sjáum t. d. póstþjóna störf og póstafgreiðslumanna. Hvers vegna komast konur þar ekki að hjer á landi eins og f öðrum lönduin. Við símastöðvarnar eru konur komnar að lægstu störfunum, en al- staðar með lægri launum en karl- menn. Sömuleiðis við verslun og á skrifstofum. En þótt menn játi um sumar stúlkur, að þær jafnist fylli- lega á við karlmennina, sem vinna sömu störf, þá finst þeim fjarstæða, að gjalda þeim sömu Iaun »af því þær sjeu í pilsi«, eins og einn vinnu- veitandi komst einu sinni að orði. Við barnakenslu hafa konur kom- ist að með sömu tímalaunum og karlmenn. En þær hafa örsjaldan fengið föstu embættin eða orðið yfir- kennarar og forstöðumenn barna- skólanna, þótt engin lög hafi verið því til fyrirstöðu. Venjan er orðin svo rfk, að þær fái að eins molana, að hitt eru enn þá bara heiðarlegar undantekningar frá reglunni. Lftum á laun forstöðukvenna Kvennaskólanna. Auðvitað eru þeir ekki þjóðstofnanir, launaðir af lands- ins fje eins og karlmannaskólarnir, heldur að eins styrktir af landssjóði. En aldrei mundi nokkrum karlmanni, sem fær þætti til að standa fyrir jafnstórum skóla, boðin 400—600 kr. laun, og enginn slfkur maður mundi heldur sætta sig við það. En kon- urnar verða í því tilliti að gera sjer alt að góðu. Þakka fyrir að fá eitt hvað. Og verkakonurnar, sem gánga i þyngstu erfiðisvinnu jafnt og karl* mennirnir,— hvernig er peim launað. Hvað oft hefir það ekki komið fyrir, að konur hafa við uppskipun borið byrðar jafnt og karlmenn, stundum á börum á móti þeim, og fengið svo helmingi lægri laun, eða jafnvel enn þá minna? Sama er að segja um stúlkur, sem ganga í fiskvinnu. Þær hafa minna en helmings laun á við karlmenn. Sjaldnast meira en helming á við þá f daglegri tímavinnu, og til skams tíma ekki heldur í eftirvinnu, nætur- vinnu eða sunnudagavinnu. Menn munu segja, að slíkt komi ekki þinginu við. Það fari að eins milli þeirra, sem vinnuna veita Og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.