Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.05.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 21.05.1913, Blaðsíða 3
L0GRJE.TTA 87 Tryggvason og Halldór Benediktsson þvottafat’með skolpi í kastast úr einu eldhúshorni í annað, og kom það þar á hvolf ofan á hlemm, er var yfir kollu á gólfinu, og var þá enginn maður 1 eldhúsinu. Litlu síðar sáu þau Jóhann Tryggva- son, Snæbjörn Arnljótsson og Valgerður á Hallgilstöðum bolla detta úr hillu í búri, án þess að nokkur kæmi við hann; voru þær þá 1 búri Ragnheiður og Val- gerður. Líka voru þeir staddir í eldhúsi Dav(ð Kristjánsson og Aðalsteinn í Hvammi og segist Aðalsteinn hafa heyrt, er skál fjell af hillu í búri, og sáu þeir báðir að hún lá á hvolfi á gólfinu, og var enginn þá í búrinu. Frú Bcrghild Arnljótsson sá könnu kastast á gólfið í baðstofu, og var Ragn- heiður þar hjá henni; en ekki sá hún það svo glögt að hún fullyrði að það geti ekki skeð, að Ragnheiður hefði ekki með snarræði getað verið völd að því. Líka sá Jóhann Gunnlaugsson kommóðu velta um í baðstofunni, og var þá Ragnheiður þar og engir aðrir, en ekki sá hann það svo glögt, að hann fullyrði að hún ekki hefði getað það, en þó með snarræði, er jeg og fleiri, er þekkjum stúlkuna, hugsum að hún eigi ekki til. Um kvöldið fóru allir heim til sfn, jeg líka; hafði þá ekkert komið fyrir, nemaþað sama. Þó segir Aðalsteinn mjer, að um kvöldið, þegar Ragnheiður fór að mjólka kýrnar, hafi hún haft með sjer ljós og krakka á 7..eða 8. ári; kom hún þá með miklum flýti inn f bað- stofuna og var því llkast sem það ætl- aði að líða yfir hana, en fyr segist hann ekki hafa orðið var við svo mikla hræðslu hjá henni. Háttaði hún svo strax og fór upp f efri bæinn strax morguninn eftir, og litlu síðar út í Þörshöfn, og er þar hjá móður sinni sfðan. Jeg skal geta þess, að tveir menn, Stefán á Gunnarsstöðum og Jóhann Tryggvason, sáu Ragnheiði kasta hlutum; sá fyrnefndi sá hana kasta til steini í göngunum, og hinn sá hana kasta flösku, sem brotnaði í göngunum, en hvort hún hefur gert þetta sjálfrátt, eða ósjálf- rátt, vitum við ekki. Þar á móti er flest af þvf, sem jeg sá og heyrði þannig lagað, að hún gat alls ekki gert það á nokkurn skiljanlegan hátt, og sama má segja um flest af því, sem jeg hef talið hjer að framan og aðrir hafa sjeð. Jeg skal nú að síðustu taka það fram, að í þessa 3 daga, er jeg dvaldi í Hvammi, gat jeg ekki orðið þess var, að nokkur maður stæði í sambandi við þetta, nema Ragnheiður, eins og áður er á vikið. Lfka skal jeg geta þess, að jeg stend fullkomlega í þeirri meiningu, að henni sje samband þetta ósjálfrátt, og það þykist jeg alveg viss um, að henni fellur þetta mjög illa; jeg tók eftir því, að í hvert sinn, er einhverju var kastað eða högg heyrðist, hrökk hún við eða tók kipp, enda hygg jeg að hún sje ekki kjarkmikil. Af því þessir kynlegu viðburðir eru svo fátíðir hjer um slóðir, myndast út af þeim ýmsar sögur, sem svo breytast og aflagast, mann frá manni, og verða því að nokkrum tíma liðnum blandað- ur svo miklum ósannindum og missögn- úm,-' að ómögulegt mun að vita hvað satt er eða ósatt, og fanst mjer því rjett að færa það í letur sem fyrst, eins og það kom mjer og þeim, sem jeg hef nafn- greint, fyrir augu og eyru. Álandi ytra 29. mars 1913. Hjörtur Þorkelsson. Að það, sem að framan er ritað, sje rjett hermt, hvað nöfn vor áhrærir, vottast hjermeð. Þorsteinn Þórarinss. Þorldkur Stefdnss. Gtiðlaugur H. Vigfúss. Adalsteinn Jónass. Jóhanna Sigfúsd. Pjetur Metúsalemss. Björn Guðmundss. Guðrún Björnsd. Halldór Benediktss. Árni Benediktss. Valgerður Frtðriksd. Snœbjörn Arnljótss. Borghild Amljótss. Jóh. Tryggvas. Jóhann Guttnlögss. Davíð Kristjdnss. Jóhannes Árnas. Stefán Guðmundss. Landsbjálfti. Þorsteinn Erlings- son skáld skrifar Lögr.: „Það er ástæðulaust að halda svo fastíorðið „jarðskjálfti", eins og blöð- in gera nú. Snorraedda hefur „land- skjálfta", eins og var í minni sveit, og sama heyrði jeg á Austurlandi. Jarðskjálfti kemur aðeins fyrir í þýðingum útlendra bóka og er ekki hugsað á norrænu. Löndin skjálfa þar, en sjórinn aldrei. Þar verða menn þessa varir aðeins á flóðöld- unni" Um Sauðjjárbaðanir. (Nl.). ----- Baðmeðul. Þá er jeg nú kominn að þvf að minnast á baðmeðulin. Það er með þau sem aðrar vörur, að kaupendur vilja að þau sjeu góð, og ekki of dýr, sem rjett er, en þeir, sem búa þau til og selja, halda hver með sinni vöru og náttúrlega vilja ekki skaðast á skiftunum. En nú eru baðmeðulin misjöfn að verði og gæðum, sem menn hafa orðið varir við, og eru því margir hikandi og óvissir um, hvað helst skuli nota af þeim. Fjölmargir bændur hafa spurt mig, hvaða baðmeðul væru best, en jeg er enginn sjerfræðingur f þeirri grein, og það er enginn maður hjer á landi. Það ætti ekki að vera vandi að vita hvaða baðlyf drepa best, en það er vandi að vita hvaða ahrif þau hafa á kindurnar og á ullina. Um öll áhrif baðmeðalanna á ullina er ekki hægt að vita nema með ná- kvæmri rannsókn. Oft er því slegið fram, að sum bað- meðul auki langt um meira ullarvöxt- inn en önnur. En satt að segja vex ullin aðallega mikið og lítið eftir við- urværi og ullarfári fjárins. En þó er ekki ómögulegt að baðmeðulin geti haft ofurlítil bein áhrif á ullar- vöxtinn, og þá mismunandi. Jeg hef nýverið lesið ofurlftinn bækling um áhrif baðmeðalanna á ullina, eftir enskan höfund, S. B. Hollings að nafni. Hann kveðst hafa gert rannsóknir sínar á ull, er koni á markaðinn f Bradford. Hann kveðst og hafa í þessum rannsóknum sett sig í samsamband við og leitað upplýsinga hjá nokkrum hundruðum heldri bænda, ullarkaupmönnum, ull- arþvottamönnum, ullarlitunarmönnum og öðrum mönnum vfðsvegar um heiminn, er við þetta fást. Að þess- um tilraunum kveðst hann hafa unnið nokkur ár. Skal jeg nú í fáum orðum geta þess helsta, er hann segir um þau baðmeðul, er við þekkjum. Tóbaksbað kveður hann hafa þau áhrif á ullina, að hún verði blökk og taki illa litum og verði þess vegna óhæf f bestu dúkategundir. Stund- um kveður hann bera lftið á þessu og þá fyrir það, að fjeð hafi aðeins verið baðað upp úr tóbakinu nýrúið. Karból- eða Kreólín- baðlyf segir hann að oft stórskemmi ullina, sjeu þau illa tilbúin og blönduð með ýms- um óhroða. Tekur hann til dæmis að fyrir nokkrum árum hafi skotsk ull fallið mjög í verði fyrir skemdir afþessum baðlyfjum. Segir hann, að skotskir bændur hafi þá freistast til að kaupa ódýr baðlyf af þessu tægi, er blönduð hafi verið með tjörukendri olfu, sem mest hafi valdið skemdun- um. Hann kvað skotsku bændurna hafa hætt við þessi baðlyf, er þeir sáu að þeir sköðuðust meira á ullinni en þeir spöruðu við að kaupa ódýru og vondu baðmeðulin. Hann segir enn fremur að frá Rússlandi komi oft mjög skemd ull af áhrifum ó- hreinsaðrar karbólsýru, sem notuð er í þessi baðlyf. Hann segir og að ef menn noti þessi baðlyf, verði menn að vera vissir um að þau sjeu unnin í góðum verksmiðjum, en jafnvel frá þeim segir hann að geti komið bað- lyf af þessu tægi, með óuppleysan- legri tjöru, er skemmi ullina (karból- sýra og kreólin er unnið úr tjöru). Um arsenik-böð segir höfundurinn að þau geri fniristár skémdir á' ull- inni og, sjeu þau rjett til búin, valdi þau engum skemdum. Hann segir að þar sem óvönduð baðgerð sje, hafi þessi böð stundum valdið skemdum vegna þess að efnahlutföllin hafi ekki verið rjett í blönduninni, eða hún ekki nógu vel soðin. Hann segir að arsenik-duftböðin sjeu víða lang-mest notuð, t. d. í Ástralíu og Tasmaniu, þar sem aðalarður fjársins sje ull (af Merinófje) og að þaðan komi best ull til Bradford. Höfund- urinn minnist á heimatilbúin baðlyf, og ullarskemdir af þeim. Telur hann það óráð að bændur sjeu sjalfir að kaupa efni í baðlyfin og búa þau til heima, heldur eigi menn að kaupa þau frá vönduðum verksmiðjum. Ullarskemdirnar voru fólgnar í því að ullin tapaði góðum blæ, mýkt, fjaðurmagni og teygju, varð ekki þvegin eins vel og tók ver litum. Auðvitað voru skemdirnar mismun- andi miklar eftir böðunum og efnum þeirra. Á þessu sjest það, sem menn vita, að það er mjög nauðsynlegt að kaupa baðlyf frá góðum verksmiðj- um. Nú sem stendur eru Coopers-bað- lyfin mest notuð hjer á landi. Það eru þrjár tegundir og eru þau tilbúin af W. Cooper & Nephews ( Barkhamsted á Englandi. Verksmiðjueigendur þess- ir eru jafnframt bændur, sem eiga margt fjenaðar og nota auðvitað sín baðmeðul á hann. Jeg hef hjer á milli handa heilmikið af plöggum viðvíkjandi þessum verksmiðjueig- endum, eða verksmiðju þeirra og baðmeðulum. Það eru vottorð og meðmæli frá einstökum mönnum (bændum), bún- aðarfjelögum og landstjórnum víðs- vegar um heim. Svo og skýrslur eða vottorð frá eftirlitsmönnum, er skoðað hafa verksmiðjuna og farið f gegn um viðskiftabækur hennar. Öll þessi plögg hljóða upp á það, að bað- lyfin sjeu góð og reynist vel og að verksmiðjan sje mjög vönduð og hin langstærsta í heimi. Þar er sagt að um 95% af því fje, er komi á lands- sýninguna í Englandi, sje baðað úr þessum baðlyfjum og að um 373,500,594 sauðfjár sje árlega bað- að um allan heim, en að þessi verk- smiðja selji árlega baðlyf í 260 miljónir sauðfjár. (Þar stendur að sauðfjárfjöldi í heimi sje 631,500,594 og að 258 miljónir sje ekki baðað, en það er tekið fram, að tala óbað- aðs fjár sje ekki vel ábyggileg. Þar er talið að alt fje í Evrópu sje baðað, en mest af óböðuðu fje í Asíu). Sumir mundu nú ef til vill segja að þetta væri bara skrum, en jeg sje ekki að það sje mögulegt að verksmiðjueigendur færu að búa til ósannindi um menn, stjórnir og fje- lög, setja á prent og senda út um allan heim; þeir gætu ekki haldið áliti eða viðskiftum með því lagi. Það er alt annað þegar einstakir menn auglýsa vöru sína, eða þegar einhver lætur kaupa sig til að mæla með einhverri vöru án þess ef til vill að vita um gidi hennar eða gæði. Næst skal jeg þá minnast á Coo- pers-baðlyfin eins og þau reynast hjer á landi. Coopersduýtið (arsenik-duftbað) hef- ur reynst að drepa ágætlega; en á því er galli — sem ekki sakar í heitu löndunum —, að það er fitu- laust; úr því má bæta með því að blanda það öðrum baðlyfjum. Önnur fita en sú, sem er f baðlyfi og í sapu, samlagast ekki baðinu. Þetta bað hefur gert mjög mikið gagn hjer á landi að eyða óþrifum. Upp á síðkastið hafa einstakir menn þótst taka eftir ullarlosi á fje sfnu, er þeir halda að sje þessu baðlyfi að kenna. Jeg hef töluvert reynt að leita mjer upplýsinga um þetta og komist að þessari niðurstöðu: Aðeins sumir hafa orðið varir við ullarlosið, og þá að- eins á sumum kindum í fjenu og á stöku blettum á hverri kind. Mjer þykir sennilegast, að ef þetta ullar- los kemur af baðinu, sje það af því, að það sje ekki nógu vel uppleyst eða hrært á meðan baðað er. Það þarf að hræra hvern pakka í fötu, láta fyrst duftið í fötuna og smá bæta vatni í, og svo er gott að hella úr fötunni f gegnum sfu, og eins er talið gott að láta vatn standa á duftinu 3—4 tfma, áður en farið er að hræra og baða. Jeg hef sjeð fje upp úr þessu baði með duftflekki á mölunum og víðar, — hver veit nema það geti valdið ullarlosinu. En svo getur ull losnað og slæðst af fje, sje heitt mjög og þröngt í húsum og ef kindur taka mjög snöggum bata af gjöf. Albyn-lögur („Albyn fluid" karból- bað). Það bað hefur ekki reynst eins örugt að drepa sem hið áður- nefnda, en í því er fita. Það er sagt svo fyrir í notkunarreglunum, að blandan eigi að vera 1 : 150; en mörgum hefur reynst það of veikt og að blandan þyrfti að vera 1 : 120. En það þarf þó ekki að verða dýrt bað. En sje duftbaðinu blandað saman við, eins og fyrir segir f „Handbók bænda", þá má blanda þetta bað eins og notkunarreglurnar segja, þegar um vanalegt þrifabað er að gera. — Ráðlegging um blönd- un þessara baðlyfja er frá framleið- endum. Albyn past (karbólbað). Það hefur líkar verkanir og hið síðasttalda, en reynist öruggara að drepa. í því er meiri fita, og því betra á beitarfje. (Fita í ullinni heldur henni saman, svo hún skýlir betur kindinni; þá hrindir ullin og betur af sjer vatni; að vísu er altaf sauðfita f ullinni, en mismunandi mikil, eftir því hvað fjeð á gott og eftir þvf hvort það er mikið úti og í hrakviðrum). Þá er kreolfnið. Kreolinbað er töluvert notað hjer og mun, ef það er gott, hafa svip- aðar verkanir og hin tvö síðasttöldu baðlyf. En það reynist mjög mis- jafnlega, og, eftir því sem menn hafa sagt mjer, oft vel, en lfka stundum illa, — drepur ekki. Svo er verðið á því mismunandi. Jeg veit til þess, að potturinn hefur verið seldur á kr. 0,80 og blandað í 50 pt. vatns, en það verður um 6V2 eyrir á kind. En svo er það stundum ódýrara, og víst eins ódýrt og Coopers-baðlyfin. En þau kosta um 4 aura á kind. Búast má við því, að hið versta af því skemmi ullina. Eitthvað fleira hefur flutst hingað af karból- eða kreolfn-baðlyfjum, og þar á meðal nú sfðast þetta baðlyf, er Jón Ólafsson í Geldingaholti nefnir Skotska fjárbaðið. Það mun vera svipað bað og ýmsar karból-baðteg- undir, sem seldar eru á Skotlandi. En vegna þess, hve það er dýrt, ætti enginn að kaupa það, og svo er það heldur ekki frá eins fullkominni verk- smiðju og Coopers-baðlyfin. Mjer er nær að halda, að verðið á þessu baði muni vera nærri 100% hærra hjer en á Skotlandi. Um varanleika baðlyfjanna á ull- inni vitum við ekki, en sennilegt er, að þau baðlyf haldist skemur f ull- inni, er uppleyst eru í köldu vatni — eyðist frekar í rigningum. En þó hefur reynslan sýnt, að duftið eyðir best færilúsinni, en það kemur ef til vill af því, að eitrið f baðinu getur eyðilagt púpuna. Unginn er um 3 vikur að vaxa út úr púpunni. Að lokum vil jeg þa láta í ljósi, að jeg vildi helst nota Coopers- baðlyfin, og það af þessum ástæðum: Þau baðlyf eru frá vandaðri verk- smiðju, og má því ætla að þau hafi ekki þau áhrif á ullina, er spilli verði hennar á markaðinum. Þau baðlyf má ætla að sjeu altaf eins að sam- setningu, hver tegund, og má því ná með þeim ábyggilegri reynslu. Þau eru ekki dýr, en fremur þægileg í allri meðferð, og svo er duftbaðið áreiðanlega örugt kláðabað. En það er ekki lítils virði á meðan kláð- inn lifir að til sjeu baðmeðul, er vinni vel á honum. Hafi menn baðmeðal, er drepur vel klaðann, og baði menn rækilega — t. d. tvisvar á ári, þar sem menn óttast kláða — mun klaðinn hverfa með tfmanum og ekki gera teljandi usla. — Nú kunna menn lfka að lækna klaðasjúkar kindur. Jeg het auðvitað enga ástæðu til að vera á móti öðrum baðlyfjum, ef menn eru vissir um að þau sjeu vel gerð, og ef þau reynast vel og eru ekki of dýr. Annars vantar innlend- ar tilraunir eða glöggar athuganir hvað baðlyfin snertir. 3°/4' 13 Jón H. Þorbergsson. Aldan og leiðin. Þegar maður er að forðast fjölyrði, getur oft svo farið, að atriði megi finna, sem ekki er nógu vel skýrt fyrir alla. Kunnugu mennirnir eru mjer sammála um, að fyrir Brgfs. sje lending við Hvalfjörð hentugust á því svæði, sem jeg hef bent á, milli Kalmannsár og Saurbæjar. Hvar hún er valin á því svæði, sýnist mest undir því komið, hvar aðdýpst er, og því best bryggjusiæði\ því fram f tímann verður að horfa. Á þess- um stað er pað eitt, sem verulega þýðingu hefur. Útsynnings-öldugjálp- ið er þar svo kraftlítið, að varla tek- ur tali. Vegarleiðin neðan við Kalastaða- hæðir er svo sjálfsögð, eins og S. J. lýsir henni, að um það þótti mjer ekki þörf að ræða. Vegurinn kemur enn neðar út með firðinum, ef stöðin er innar en við Kalastaðakots land. Hvoru megin Þórisstaðavatnsbraut- in á að liggja, er mikið undir því komið, hvort brú á ósinn milli vatn- anna ekki er dýrari en brýr á hinar árnar tvær; en líklegt að svo yrði. P'yrir neðan Eyrarvatn yrði ekki farið. Syðri leiðin verður ódýrari í bráð, vegna þess, að þar er nokkuð af leið- inni sjálfgert. Úr þessum smáatriðum verður skor- ið með mælingum. B. B. Steingrímur Thorsteinsson. 1 1. tbl. „ísaf." þ. á. minnist hr. Indriði Einarsson skrifst.stjóri á Stgr. Thorsteinsson f sambandi við minn- ingarrit, er útlendingurinn Poestion hefur skráð um hann. Hr. I. E. segir, að íslendingar megi fyrirverða sig fyrir að hafa ekki haft manndáð til að verða fyrri til með þetta rit. Enn fremur spyr hann, hvað við Islend- ingar getum gert fyrir Stgr Th , og stingur jafnframt upp á, að honum verði veitt full rektorslaun á næsta þingi sem eftirlaun. Jeg álft nú, eins og fyr, að það sje vansæmd fyrir þjóðina, að sýna ekki Stgr. Th. sæmilega og viðeig- andi viðurkenning f verki. Og úr þessu má ennþá bæta, þó altof seint sje. Tillaga hr. I. E er góð að vfsu, en þó líkar mjer hún ekki fyllilega. Skáldlaun vil jeg að þjóðin veiti honum, og væri alls ekki sæmilegt að þau yrðu minni en 3000 kr. á ári. Enda mun mega telja víst, að þjóðin — eða sá hluti hennar, sem kann að meta góðan skáldskap — teldi ekki eftir, þótt Stgr. væri launuð sæmilega ljóð sín. Ljóðmæli Stgr. Tr. eru yfirlætis- laus, holl og vermandi, og mörg þeirra sannnefnd spakmæli. Og því fremur ber að launa þau ríflega, sem þetta hefur dregist óskilj- anlega lengi. Ef Stgr. segði af sjer embætti, ætti hann að hafa að minsta kosti half embættislaun, og mælir öll sann- girni með, að hann hefði meira. Hann er nú búinn að gegna em- bætti yfir 40 ár. Og eru vel og dyggilega unnin verk aldrei oflaunuð. Þetta er vonandi að næsta alþing taki til athugunar, og mætti ætla, að umræður um það þyrftu ekki að verða langar, því gera verður ráð fyrir, að þinginu sje augljóst, að hjer er skuld, sem verður að minsta kosti að svara rentum af. Það, sem stung- ið hefur verið upp á hjer að framan, er alls ekki nema viðurkenning í verki. Ólafsey, í mars 1913. Ólafur Jóhannsson. Reykjavík. Indriði Reinholt lagði á stað hjeðan heimleiðis vestur með „Ster- ling" síðastl. laugardag. Samningar gátu ekki tekist með honum og bæj- arstjórnmni um sporbrautalagninguna, drógust á langinu, uns hann tók um- sókn sína aftur. Út af því samþykti bæjarstjórnin á síðasta fundi svolát- andi tillögu: „Bæjarstjórninni þykir leitt, að leýfisbeiðandi skuli hafa tekið um- sókn sína aftur án þess að tilgreina ástæður, og lýsir því jafnframt yfir, að hún er fús til að taka upp samn- ingaumleitanir aftur, fari leyfisbeið- andi fram á það". Hr. Indriði Reinholt kvaðst mundu koma hingað aftur næsta vetur til þess að vita, hvernig þá stæðu hjer sakirnar. Eins og Lögr. hefur áður tekið fram, telur hún leitt, að hr. I. R. skyldi ekki geta flengst hjer og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.