Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.06.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 04.06.1913, Blaðsíða 1
Afgreiöslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. CORLAKSSON. "Veltusundi 1. Talaimt 369 LÖGRJETTA Ritstjori: ÞORSTEINN SÍSLASON Pingholtsstræti 17. Taliimi 178. M 26. FTeykjavík: 4. jtíiií 1013. VHI. Ár«. I. o. o. F. 94669. Lárus Fjeldsted, Y'flFFjettarmálafsBFBlumaOur. Lækjargata 2. Hetma kl. 1 1 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Hið íslenska Bökmentafjelag. Aðalfundur verður haldinn þriðju- daginn 17. júní næstk. kl. 8V2 síðd. í Bárubúð. D a g s k r á: 1. Skírt frá athöfnum og hag fje- lagsins. 2. Lagður fram til úrskurðar og samþikkis ársreikningur og eigna- reikningur fjelagsins firir árið 1912. 3. Rædd önnur mál, er fjelagið varða. Bförn M. Úlsen, p. t. forseti. LánstraixstiÖ. KíoOu, er Þórður Bjarnason verslunar- stjóri nntti á fundi í fjelaginn „Frani" í apríl 1913. „Peningar eru afl þeirra hluta, sem gera skal", segir gamalt máltæki, og sfst ber því að neita, að þeir eru til margra hluta nytsamlegir; en oft finst mjer, þegar um þá er talað, að of- mikið sje úr þeim gert, og það al- mætti, sem sumir vilja tileinka þeim, get jeg alls eigi viðurkent. Sú skakka skoðun er afaralmenn, að peningarnir (mótið gull og silfur) sjeu á sííeldri ferð um heiminn, úr einum vasanum í annan, og ad þeir sjeu ávalt gjaldeyririnn í öllum við- skiftum. Slíkt er fjarstæða. — Það eru aðeins smápeningarnir, sem lagðir eru í þann leiðangur; gullforðinn, bæði myntaður og ómyntaður, Hggur kyr i bönkunum; og ef ætti að nota tóma peninga við alla verslun, sem á sjer stað í heiminum, væri svo mikilll skortur á gulli, að það mundi þurfa að margfalda gullforða heims- ins mörgum sinnum til að fullnægja viðskiftaþörfinni, auk þess sem það yrði ærið tafsamt í viðskiftum, að telja stórar upphæðir, sem skiftu um marga eigendur á einum degi. Sá gjaldeyrir er fyrst og fremst ónógur, en líka of tafsamur og þunglamalegur í fjörugu viðskiftalifi. í stað gullsins eru mikið notaðir brjefpeningar (banka- seðlar). Venjulega eru þeir ávisanir uppá tiltekna upphæð í gulli eða silfri f ákveðnum banka, og eru þeir seðlar kallaðir innleysanlegir seðlar. En til eru líka önnur tegund seðla, sem við þekkjum vel (Landsbanka- seðlarnir), sem eru óinnleysanlegir. Enginn hefur skyldu til að láta eiganda slíks seðils fá gull fyrir hann, ekki einu sinni vörur, sirs eða gling- ur í búðunum. Slíka seðla geta að- eins ríki eða lönd gefið út, og er þá ríkissjóður eða landssjóður skyld- ur til að taka þá með ákvæðisverði í öll opinber gjöld og skatta, og nægir sú kvöð ein til að gefa þeim gjaldeyrisgildi. Fljótt á að líta virð- ast því slíkir seðlar sem Landsbanka- seðl. vera óálitleg vara, en við nán- ari athugun er ekki svo. Landsjóð- ur ber ábyrgð á þeim, og meðan landsjóður hefur lánstraust eða tiltrú, þá er öllu borgið. Þeir seðlar geta ef til vill verið mun betri eign en aðrir seðlar, sem taldir eru innleys- anlegir með gulli, því venjulega er seðlafúlga sú, sem bönkum er leyft að hafa í umferð, mun stærri en gullforði sá, sem bankarnir liggja með. Það, sem fram yfir er gulltorð- ann, er þvf ekki trygt með öðru en gjaldþoli bankanna. Þarna er það aftur lánstraustið, sem bygt er á. Bankaseðlarnir getum við sagt að sjeu sá eiginlegi gjaldeyrir, og eru því venjulega sett ströng lög um það, að þeir sjeu vel trygðir. En þó þau lög sjeu talin allströng, verður vart hjá því komist, að undirstaðan undir þeim gjaldeyri sje að nokkru leyti lánstraust þess eða þeirra banka, sem seðlaútgáfurjett hafa. Margur mun nú hugsa sem svo, að hinir svoköll- uðu innleysanlegu seðlar sjeu þó ein- att tryggari að því leyti til, að nokk- ur hluti þeirra muni verða innleystur með því gulli, sem bankinn er með lögum skyldur að hafa til fyrirliggj- andi til innlausnar seðlum sínum, en það þarf alls ekki að vera. Starf- svið seðlanna, ef jeg mætti komast svo að orði, er það, að bankinn lætur einhvern mann fá þá, annaðhvort upp í skuld eða að láni, og svo ganga þeir ef til vill mann frá manni, þar til einhver kemur með þá aftur í bankann, annaðhvort til að borga skuld sína, eða selur bankanum þá á vöxtu, ef hann (eigandi seðlanna) ber fult traust til bankans, að óhætt sje að lána honum fjeð. Umferð seðlanna er þannig eins og blóðrás í líkama mannsins, á sífeldri hring- ferð, þar sem bankarnir eru hjartað. Verulega þýðingu hefur það því ekki, hvort seðlarnir eru innleysan- legir eða óinnleysanlegir, fyr en láns- traust þeirrar stofnunar, sem gefið hefur þá út, er lamað eða þrotið, og þannig er það traust og öryggi þeirrar stofnunar, sem seðlana hefur gefið út, sem er aðalhyrningar- steinninn undir verðmæti þeirra, en ekki hitt, hvort þeir eru kallaðir inn- leysanlegir eða ekki. Jeg gat þess áðan að gull- og silfur-forði heimsins væri ekki nema lítið brot af þeim gjaldeyri, sem til þess þarf að reka heimsverslunina, eða að þeir fullnægðu engan veginn viðskiftaþörfinni, og þó bankaseðlarnir, sem í þeirra stað koma, sjeu miklu meiri upphæð, eru þeir ekki nema lítið brot af þeirri upphæð, sem viðskiftin krefjast. Að- algjaldeyririnn eru víxlar og ávís- anir, í verslunarviðskiftum, og skulda- brjef með veðsetningu, til fastra fyrir- tækja. Vixlar og ávísanir, sem óhætt mun mega telja að sjeu aðalgjaldeyrir i öllum stærri verslunarviðskiftum, eru einungis bygð á lánslrausti þeirra manna eða stofnana, sem nöfn sín hafa ritað á þá, og má því með rjettu segja, að aðalgjaldeyrir bæði þjóðanna í heild sinni og stærri og smærri fjelaga og einstaklinganna sje lánstraustið. Oft heyrist í dag- legu tali rætt um peningaskort og peningavandræði, og aftur að rætst hafi úr peningaþrönginni, en þetta er misnefni; það eru ekki peningar, sem einstaklinga, fjelög, eða þjóð- irnar, vantar, nei, það er lánstraustið, sem fer þverrandi eða vaxandi. Peningaskortur er blátt áfram ekki til, heldur lánstraustsskortur. Sá, sem hefur lánstraust, hefur líka peninga. Það er því auðsætt, hve mikils virði lánstraustið er og hve áríðandi það er einstaklingnum og þjóðfjelögunum í heild sinni, að halda því sem best við, og til þess eru mörg meðul, sum holl og góð, sum óholl og slæm, og þau vil jeg kalla ókyjileg meðul. Láns- traustið er einvörðungu bygt á þvi, að sá, sem lánar, telur lánþega bæði hafa vilja og getu til að borga lánið á tilteknum tíma, því hafi lánþegi ekki þetta hvorttveggja, má lánveitandi bú- ast við að tapa öllu eða einhverju af láninu, en sjerhvert slíkt tap, auk þess að rýra eignir lánveitenda, þá rýrir það og líka lánstraust hans. Það er því siðferðislega rangt nokk- urn tíma að taka lán, sem maður hefur ekki fulla vissu fyrir, að geta greitt á gjalddaga. Því öll vanskil eru sýking á viðskiftalffinu, og þegar mikið kveður að þeim hjá einhverri þjóð, segjum vjer að viðskiftalít þeirrar þjóðar sje sjúkt, og sje við- skiftalífið sjúkt hjá einhverri þjóð, þá er þar með lánstraust hennar lamað. Um það málefni, hvernig viðskiftalíf okkar væri til heilsunnar og hvernig lánstrausti okkar liði, vildi jeg hjer tala nokkur orð. Um það eru víst allir sammála, nú, að aldrei hafi verið eins ílt að fá lán í bönkunum hjer eins og nú, og margir bæta því við, að þeir geti ekki lánað, þeir sjeu peningalausir. Sje hið síðara rjett, þá vantar þá lánstraust, og hver er ástæðan fyrir því, að þá vanti það? Liggur ekki næst að halda að hún sje sú, að er- lendar peningastofnanir hafi það álit á bönkunum hjer, að eignir þeirra, sem mest eru útistandandi skuldir hjá landsmönnum og fjelögum (sum- part trygðar með veðböndum en sum- part með gjaldþoli lántakanda), sjeu ekki trygg eign. Meiri eða minni hluti af þeim muni ekki fást borgaðar, sumt ekki á rjettum tfma og sumt ef til vill aldrei. Því sje það örugt, að allir skuldunautar einnar bankastofn- unar standi í skilum við hana, þá er ekki minsti vafi á, að sama bankastofn- un getur staðið í skilum við sína lánardrotna, en standi lántakendur ekki í skilum við bankann, þá verð- ur sá halli, sem hann þannig verður fyrir, að greiðast af varasjóði hans, svo lengi sem hann hrekkur til, þvf næst af hluthafafje, sje bankinn hlutabanki, en af ríkissjóði sje bankinn ríkiseign. Þegar hlutafje hlutafjárbanka er upp- etið, þá yfirfærist þetta tap á lánar- drotna bankans. Gjaldþol lanþega bankans er þvf um leið gjaldþol hans sjalfs, og sje það örugt, er bank- inn lika öruggur, sje alt með feldu. Sje það þá rjett, að bankarnir hjer sjeu frjárvana til að greiða úr við- skiftaþörf landsins, er lánstraust þeirra lamað, annaðhvort af því, að lanþeg- ar þeirra eru ekki abyggilegir, eða eru álitnir vera óabyggilegir. Hafi bankarnir hinsvegar fje til umraða, hlýtur lántregðan að stafa af því, að bankastjórnunum finnist að einstakhngarnir hjer sjeu sumpart svo skuldugir og sumpart svo óareið- anlegir, að meiru fje sje þeim ekki óhætt að trúaþjóðinni fyrir, ánþessað veikja þar með lánstraust sitt. Nú sje mælirinn fullur, meira fje sje þjóðin ekki fær um að ávaxta heldur en hún hafi þegar fengið. — Um það, hvor af þessum ástæðum hjer sje fyrir hendi, ætla jeg ekki að dæma, en eitt er víst, og það er, að bank- arnir hjer hafa langt frá þvf næg gögn til að dæma um gjaldþol manna og fjelaga, og f viðskiftalíf- inu hjer er það mjög tilfinnanlegt, að slík gögn eru ekki fyrir hendi, og flest lán verða að veitast mót veði í lán- takandans ærlega andliti. Það á víst að heita svo, að flestir fjársýslu-menn og hlutafjelög árlega geri upp sinn efnahagsreikning, og sje sá reikning- ur áreiðanlegur, er hann hyrningar- steinn undir gjaldþoli viðkomandi manns eða fjelags. Það er því afar- áríðandi að þessir reikningar sjeu sem sannastir og rjettastir, því um leið og þeir eru hyrningarsteinninn undir gjaldþoli einstaklingsins eru þeir, hver um sig, brot úr undirstöðunni undir lánstrausti bankanna og þjóðarinnar í heild sinni. Að þessir reikningar sjeu í góðu lagi hjá oss, er því mið- ur sorglegur misbrestur á. Kaup- mönnum og þeim fjelögum, sem reka verslun og iðnaðarfyrirtæki, er auð- vitað með lögum gert að skyldu ár- lega að gera slíkan reikning; en eftir- litið með því, að þeir sjeu gerðir og hvernig þeir sjeu gerðir, er ekkert. Þeim, sem slíka reikninga gera og sýna þá lánardrotnum sínum, er fullljóst, að því glæsilegri sem sá reikningurinn er, því meira er lánstraustið. En þegar illa hefur látið í ári eða menn orðið fyrir skaða, er freistingin mikil til að hefla ójöfnurnar af þessum reikning- um og Iáta þá líta sem glæsilegast út á pappírnum, og er þá venjulega gripið til þeirra meðala, til að skreyta þennan reikning og þar með auka lánstraustið, sem jeg áðan nefndi hin óhollu og óleyfilegu. Jeg hef átt kost á að sjá, að hjer í Reykjavík er því miður stór mis- brestur á að allir þeir, sem gera sinn efnahagsreikning, geri hann rjettan og samviskusamlega. Jeg hef sjeð kaupsýslumenn telja efni sín svo miklu hærri en þau í raun rjettri eru. Virða húseignir sínar með geipi verði, skip sfn í fylsta kaupverði, sem ný. væru, ef ekki hærra, þó þau sjeu margra ára gömul. Jeg hef meira að segja orðið þess var, að veiðar- færum, sem fylgdu botnvörpuskipi þegar það var keypt, var hnuplað frá því og gerður úr þeim sjerstakur eignaliður á efnahagsreikningi fjelags- ins, án þess að draga verðmæti þeirra frá verði skipsins. Jeg hef sjeð vör- ur taldar sem netto-eign, en reikn- aðar með hæsta útsöluverði, og gamlar og lítt nýtar skuldir tilfærðar an atsláttar sem aktiva. Jeg hef sjeð reikninga fjelags eins, sem hafði sam fleitt 3 ár sýnt hagnað á sínum efna- hagsreikningum; svo verður fjelagið fyrir því happi reglulega að græða 20 þús. kr., og þó sýndi það sig, að þegar því hafði bætst þessi fjárhæð, þá var hagur þess ekki pósitivur, eða það átti engar eignir umfram skuldir og hlutafje, þrátt fyrir það að ekk- ert var þá farið að leggja til hliðar tyrir fyrningu á fasteign fjelagsins. Forstöðumanni þessa fjelags var bor- ið það á brýn, á aðalfundi þess, að reikningarnir undanfarin ár hefðu ekki verið rjettir. Svar hans var, að þeir hefðu verið endurskoðaðir og samþyktir svona, en heíði hann átt að skýra rjett frá hag fjelagsins fyr en nú, hefði lánstraust þess verið þrotið, hvorki bönkum nje kaup- mönnum hefði komið til hugar að trúa því fyrir eyrisvirði, auk þess sem hlutafje fjelagsins hefði þá verið tapað. Meðan fjelag þetta stendur svona völtum fótum, hefur það fult lánstraust bæði hjá bönkum og kaup- mönnum, og hlutabrjef þess gengu kaupum og sölum sem góð og gild vara í stað þess, að hefðu menn vit- að sannleikann, þá voru þau einskis- virði. Formaður þessa fjelags virtist ekki gera sjer neitt samviskunag út af því, að hann með röngum efna- hagsreikningi hafði haldið á mark- aðnum i fleiri ár svikinni vöru (jeg kalla hjer hlutabrjef þessa fjelags svikna vöru), auk þess sem hann hafði gint banka og kaupmenn til að lána fje, sem enginn vissa var fyrir að fjelagið gæti endurgreitt. Annað fjelag hef jeg líka komist i kunningskap við, sem um eitt skeið stóð í miklum blóma, gaf hluthöfum árlega í arð 15 af hundraði. Hluta- brjefin þess þóttu því ágæt eign. En viti menn, skip þessa fjelags ferst, vátryggingafjeð fæst að fullu greitt, og fjelaginu var þá slitið, en iookrónu hlutabrjef þessa fjelags, sem eftir þeim arði, er þau gáfu, áttu að geta verið 2—300 kr. virði, reyndust að- eins 60 kr. virði. Fleirum dæmum þessu líkum hef jeg kynst, en álít óþarft og ekki við- eigandi hjer á þessum stað að tína þau til. Þó get jeg ekki stilt mig um að minnast á eitt hluthafafjelag hjer , í bænum; það stóð ekki lengi, varð fyrir tjóni, svo hjerumbil helmingur af hlutafjenu tapaðist. En hvað gera hluthafar þáf Þeir hirða það, sem eftir var af hlutafjenu óeytt, en svo ganga hhitabrjefin kaupum og sölum á eftir upp í hús. Það skal tekið fram, að reikningar þeirra fjelaga, er jeg hjer hef nefnt, voru allir endurskoðaðir af endur- skoðendum þeirra, er aðalfundur hafði kosið, án nokkurra markverðra at- hugasemda, og ætti það ljóslega að sýna, hve lftil trygging er í því, að láta aðalfundi f hlutafjelögum velja sjer endurskoðunarmenn, sem venju- lega eru valdir meðal hluthafa sjálfra, og ekki ávalt færustu- mennirnir, heldur oft þeir, sem koma sjer vel við stjórnir fjelaganna og fá því bein að bfta, að hirða endurskoðunarþókn- unina, fyrir illa unnið eða óunnið verk. Jeg veit, að mjer er ekki kunnugt nema um lftið brot af því, sem mið- ur fer í þessu efni, en flestir fjár- sýslumenn munu hafa rekið sig á eitt- hvað líkt þeim dæmum, sem jeg hef hjer nefnt, og eitt er víst, og það er, að lánstraust þjóðarinnar og ein- staklinganna er lamað vegna þess, að enginn getur með nokkurri vissu sagt um, hverjum óhætt sje að lána; saklausir gjalda þar hinna seku. Því hjer er engin stofnun, sem kaup- sýslumaðurinn getur farið til og sagt við: Jeg óska, að minn efnahags- reikningur sje athugaður nákvæmlega, og mjer gefnar leiðbeiningar, ef nokk- uð er ábótavant. Jeg vil að lánar- drottnar mínir hafi fulla vissu tyrir að jeg blekki þá ekki. Jeg vil halda lánstrausti mfnu með heiðarlegu móti en ekki með táldrægni. Hlutafjelög eru hjer óðum að myndast, og er það gott að ryðja þeim tyrirtækjum braut með fjelags- skap, sem einstaklingarnir eru ekki færir um að lyfta einir; en hvergi er þörfin eins brýn á að reiknings- færsla öll sje í góðu lagi sem hjá hlutafjelögum, því höfuðstóll þeirra er á tvennan hátt undirstaða undir lánstrausti. Fyrst hefur hlutafjelag- ið sjálft lánstraust vegna hlutafjár síns, og svo hafa eigendur hlutabrjef- anna lánstraust, vegna hlutabrjefanna, lántraust bygt á þeim. Sama fj'eð verður þannig undirstaða undir tvö- földu lánstrausti. Aðrar þjóðir hafa fyrir löngu viðurkent eftirlitsþörfina og hafa gert mikið til að bæta úr henni, sumar þjóðir hafa endurskoð- unarskoðunarbanka, t. d. Danir, en aðrir eru komnir lengra, t. d. Svíar og Englendingar; þar eru sjerstakir embættismenn, sem af stjórninni eru settir til að hafa á hendi slíkt eftirlit, og opinber hlutafjelög, sem al- menningur leggur fje sitt i eða þarf mikið við að skifta, eru beinlfnis með lögum skylduð til árlega að lata st/ómar-endurskoð&nda. rannsaka reiknmga sína. Jeg hef vakið máls á þessu hjer í tjelaginu. af því mjer finst við fje- lagsmenn eigum að segja hvar okk- ur finnist skórnir kreppa að, ef þing- menn vorir gætu lagað það. Hjer finst mjer að sje alvarlega þörf að taka f taumana; minsta kosti málið þess vert, að mjer skarpskygnari menn athugi það og ráði því til lykta, en til þess tel jeg ótvírætt að vjer verðum að njóta að fulltingis lög- gjafarvaldsins. Eftirlitsleysið, eins og það nú er, er ófært, þvf meðan það er, vantar algjörlega undirstöðurnar undir gjaldþoli og lánstrausti einstak- linganna, stærri og smærri fjelaga, bankanna, og þar af leiðandi þjóð- arinnar.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.