Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.07.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 30.07.1913, Blaðsíða 2
126 L0GRJETTA Valurinn Hjartanlegar þakkir mínar og barna minna, móður og tengda- móður, votta jeg öllum þeim, sem heiðruðu útför konu minn- ar elskulegrar, Ragnheiðar Haf- stein, með návist sinni, eða á annan hátt hafa sýnt okkur hluttekning í sárri sorg okkar yfir missi hennar. Reykjavík, 27. júli 1913. Hannes Hafstein. Sameinað þing. Fundur var haldinn þar 21. þ. m. Ráðherra þakkaði þinginu í heild sinni og hverjum einstökum þing- manni hluttekningu í sorg sinni, bæði samhrygðarávarp, er þingið hafði sent honum, og þann virðing- ingarvott, er það hafði látið í ljósi við jarðarför ráðherrafrúarinnar. Frá kosningum, er síðan fóru fram á þeim fundi, er skýrt á öðrum stað. PiHgmannafrnmvörp. 22. Um rafveitu fyrir Seyðisfjarðar- kaupstað. Flm.: Valt. G., Jóh. Jóh.: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar veitist einkaleyfi til að leggja og starfrækja rafveitu um Seyðis- fj arðarkaupstað. 23. Um friðun æðarfugls flytur æðar- eggjanefndin í e. d.: „Fyrir að drepa æðarfugl af ásettu ráði skal gjalda 50—100 kr. sekt fyrir hvern fugl, og tvöfaldast sektin við ítrekun brotsins. Eng- inn má selja eða kaupa æðar- nje á nokkurn hátt af hendi láta til annara utan heimilis síns, nema eggskurn til vísinda- legra þarfa, og enginn má hirða, kaupa eða selja dauða æðar- fugla eða hluta af þeim. Varðar þetta 25—50 kr. sektum, sem tvöfaldast við ítrekun brotsins. Frá 15. apríl til julímánaðarloka eru, nema nauðsyn beri til, öll skot bönnuð nær friðlýstu varpi en 4 km. Frá 1. apríl til júlí- mánaðarloka má enginn, án leyfis varpeiganda, leggja hrogn- kelsanet eða nokkur önnur net nær friðlýstu varpi hans en */a km. Brot gegn þessu varðar 10—25 kr. sektum, og auk þess sektir fyrir æðarfugla þá, sem drepnir eru. Hvergi má leggja æðarfuglanet. Sýslumenn skulu ár hvert ókeypis friðlýsa æðar- vörpum öllum í lögsagnarum- dæminu og brýna fyrir mönnum að hlýða lögum þessum. 24. Um breyting á lögum 16. nóv. 1907 um skipun læknahjeraða. Flm.: H. St.; að stofna nýtt læknishjerað úr Hnappadalssýslu og Staðarsveit, er nefnist Hnappa- dalshjerað. 25. Um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn ísafjarðar á lóð og mannvirkjum undir hafnar- bryggju- Flm.: Sig. Stef. 26. Um heiðursgjöf handa skáld- inu Steingrími Thorsteinsson flutti nefndin í e. d. (Jós. Bj., Bj. Þorl., H. J. Krist.), sem fjekk til meðferðar stj.frv. um eftirlaun Stgr., er n. d. sam- þykti óbreytt. Vildi hún, í stað þess að veita honum 1333 kr. 33 a. í viðbót við lögmæt eftirlaun, veita honum 4000 kr. heiðursgjöf úr landsjóði. í efri deild varð mikil rimma um frv,, því nefndin hjelt fast á sínu máli, um að veita hon- um 4000 kr. heiðurslaun eitt skifti fyrir öll, en svo lauk málinu, að 21. þ. m. var frumv. stjórnar- innar vísað til 3. umr. með 9 atkv. gegn 4 (nefndinni og Sig. Egg.); og 24. þ. m. var það af- greitt sem lög frá alþ. 27. Um breyting á sveitarstjórnar- lögum 10. nóv. 1905. Flm : St. Stef.; að leggja megi útsvör á verslanir í hreppnum, sem rekn- ar eru að minsta kosti 4 vikur af gjaldárinu, og aðrar arð- samar stofnanir og fyrirtæki í hreppnum, sem rekin eru að minsta kosti 4 mánuði af gjald- árinu, þótt eigendur þeirra hafi ekki haft þar fast aðsetur. Öllum, öllum haukum hærra himinleiðir vængjum knýr; horfir fastar, hugsar stærra, harðlyndur og greindarskýr. Hvílir sig á hæsta tindi, hressir sig á norðanvindi. Horfir þaðan hvössum augum hátt og lágt um strönd og ver; týnda oft i öskuhaugum eðalmálma glögt hann sjer. »Gullið, sem þeir glopra niður, gengur þeim að finna miður«. Hauknum lætur hátt í eyra hanagal í hverri sveit; »firn er að sjá og firn að heyra tlökt og gal á sama reit. Lofthræddir og lágfleygastir löngum eru háværastir«. Valnum gremjast sumar sýnir; svellur honum reiðilund, þegar glóey geislum krýnir gjörvalt land um árdags stund, ef þá sveitir engar vaka, undir ljóssins kveðjur taka. Hvestust augun hvöss um daginn. »Hvað er nú í vörum títt‘?« Dökka mekki dró á sæinn, drekar klufu brimið stritt. Landsmenn þar gegn stormastreytu stýrðu sjálfir eigin ileytu. »Það skal verða arfgengt yndi okkar vala’ og skylduboð, að svíía hátt í hörðum vindi og horfa á hverja frónska gnoð -----sjá þeim fjölga’ á íslands-álum undir lýðsins framamálum«. Hann mun ennþá hugum-stærri hauka sjá með nýrri tíð; girnast mörkin hærri’ og hærri handa sinum vildarlýð, þar til öíl með íslands sonum eiga leið með hugsjónonum. Þá mun oft at efstu tindum augum vais um landið rent; gagnvart þeim i þjóðlífs-myndum þá mun ljóma einkum tvent: Frjáls og víðsýnn vorrænn hugur, vetri skyldur framtaks dugur. Jakob Thorarensen. veiði í landareign hans, en allir aðrir 5 kr. á ári, er rennur í sveitarsjóð. — Þeir, er veiða fugla án þess að hafa veiðimerki, skulu sektum sæta 20—50 kr., er tvöfaldast við ítrekun brots- ins; sömuleiðis þeir, er veiða fugla fyrir utan heimildarsvæði sitt. Um umboð þjóðjarða. Flm.: ÓI. Br. Hreppstjórar skulu, hver í sínum hreppi, hafa um- ráð yfir öllum þjóðjörðum, öðrum en þeim, er standa und- ir umsjón sýslumanna. Um gjafasjóð Jóns Sigurðssonar handa fátækum í Eyjatjarðar- sýslu, að ákvæðin í skipulags- skrá sjóðsins skuli ekki vera því til fyrirstöðu, að árstekjum af gjafasjóðnum, eða nokkru af þeim, verði varið til kornforða- tryggingar í Eyjafjarðarsýslu eftir tillögum sýslunefndar, til að koma í veg fyrir hallæri. Flm.: St. St. Um friðun fugla og eggja flytur fuglafriðunarnefndin í e. d. (Bj. Þorl., J. Jónat. og Þór. J.). Um breytingu á Iögum nr. 86, 22. nóv. 1907, að borgarstjóri Reykjavíkur skuli vera kosinn af atkvæðisbærum borgurum kaupstaðarins til 6 ára í senn. Flm.: L. H. B„ Ben. Sv., Matth. Ól. Um stimpilgjald, flytur skatta- málanefnd n. d. Um heimild ráðherra til að selja hjáleiguna Mosfellsbringur í Mos- fellssveit. Flm.: Bj. Kr. Um síldarleifar. Flm.: P. J. og St. St., að síldar- og lifrar- bræðslumönnum sje skylt að gæta þess, að sjór taki ekki neinar leifar af bræddri nje ó- bræddri síld eða lifur eða. að óhollusta stafi af leifum þessum fyrir menn og fjenað. Til hafnarlaga fyrir Vestmanna- eyjar. Flm.: Jón Magnússon. Til hafnargerðar í Vestmanna- eyjum veitist alt að 83,000 kr. úr landssjóði gegn þreföldu fjár- framlagi úr hafnarsjóði. Um viðauka og breytingar á að- flutningsbannslöguuum; aðsendi- ræðismönnum framandi ríkja sje heimilt að flytja frá útlöndum einu sinni á ári hæfilegan áfeng- isforða til heimilisþarfa sinna um eitt ár í einu; svo getur og landstjórnin veitt útlendingum, sem annaðhvort vinna í þarfir landstjórnarinnar eða útlendra stjórna, sömu undanþágu. Flm.: L. H. B. og Egg. P. Um Iögreglusamþykt og bygg- ingarsamþykt fyrir Vestmanna- eyjasýslu. Flm.: J. Magn. Um verðhækkunargjald út af járnbrautarlagningu. Flm.: J. Magn., Egg. P., Ein.J., Sig.Sig.; að af verðhækkun þeirri, sem verður af bygðum og óbygðum jarðeignum í Reykjavík, Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Árnes- sýslu og Rangárvallasýslu, skuli greiða sjerstakt tímabundið gjald, er nefnist verðhækkunargjald. 48. Um sauðfjárbaðanir. Flm.: Þór. J., Guðj. Guðl., Hákon Kr. Þrifa- böðun skal árlega fara fram á öllu sauðfje á landinu á tímabilinu 1. nóv.—15. jan. 49. Um breyting á lögum 3. okt. 1903 um kosningar til alþingis. Flm. Hák. Kr., Bj. Þorl. 50. Til viðaukalaga við lög 9. júlí 1909 um samþyktir um korn- forðabúr til skepnufóðurs. Flm.: P. J., E. J., Sig. Sig. 51. Um hallærisvarnir. Flm.: Guðj. Guðl., Jós.Bj., Hák. Kr. Stofna skal sjóð, er nefnist hallæris- sjóður til hjálpar í hallæri, er hlýtst af hafís eða eldgosum eða öðrum stórfeldum orsökum. Hver maður 18—60 ára skal greiða 1 kr. gjald á ári í sjóðinn, nema þeir, sem njóta sveitarstyrks eða hafa fyrir ómögum að sjá, enda greiði þeir ekki aukaútsvör, og þeir, sem sæta hegningarvinnu. Landssjóður skal leggja í sjóð- inn 50 a. fyrir hvern gjald- skyldan mann. 52. Um lögskipaða endurskoðendur. FJm.: Bjarni Jónsson. Stjórnar- ráðið skipar endurskoðendur op- inberra sjóða og hlutafjelaga. 53. Um heimild fyrir stjórnarráðið til þess að veita mönnum rjett til að vera dómtúlkar og skjala- þýðendur. Flm.: Bjarni Jónsson. 54. Um málskostnað. Flm : Jón Ó1; að þeim aðila, sem algerlega vinnur mál, skuli dæmdur máls- kostnaður að skaðlausu. 55. Um heimild fyrir veðdeild Lands- bankans að láta skoða á 5 ára fresti fasteignir þær á kosnað lántakanda, er hún hefur að veði, eða heimta fullnægjandi skírteini fyrir því, að veðin hafi eigi rýrnað. Flm.: Bj. Kr. Snmarblóm 2. og 3. ág. Mætti jeg enn einu sinni segja nokkur með- mælaorð með sumarblómunum, sem á að selja til ágóða byggingarfyrir- tæki okkar hjer í Reykjavfk. — Þar sem þetta litla blóm kostar aðeins 10 aura, eru þeir án efa ekki margir, sem þurfa að vera án þess sakir getuleysis, heldur þá af því að vilj- ann vanti. En við hugsum, að hann vanti ekki. Því hingað til höfum við mætt samhug og fúsleik til stuðn- ings fyrirtæki okkar, ekki síst í Rvík, því þar hafa okkur gefist um 1500 kr. til fyrirtækisins, og væntum við, að þessir dagar verði engin undan- tekning — en að blómasalan gangi fljótt og vel. — Mættu nú allir, ríkir og fátækir, fullorðnir og börn, konur og menn, vera með, og guð svo lcggja blessun sína yfir verkið. Virðingarfylst. N. E d e1b o leiðtogi Hjálpræðishersins á íslandi. 28. Frv. til landskiftalaga. Flm.: Jón Jónat,, Guðj. Guðl., Jós. Bj. Öll heimalönd sveitabýla, sem fleiri jarðir hafa til samnota, tún, engi og úthaga, og sem ekki hefur áður verið skift til eignar og afnota svo sannanlegt sje, eða viðurkend skifti eru til um, geta komið til skifta, sam- kvæmt lögum þessum. 29. Um líftrygging sjómanna. Flm.: Matth. Ól., M. J. Kr., Sk. Th., Kr. Dan. Allir menn, sem sjó stunda, hvort heldur eru á fiski- skipum, farmskipum, mannflutn- ingaskipum eða róðrabátum, skulu vera trygðir fyrir druknun í sjó. Iðgjöld skulu vera fyrir tímabil- ið i.jan.—30. apríl kr. 5,00, 1. maí—3i.ág.kr.3,ooogfrá 1. sept. —31. des. kr. 4,00, og fyrir heilt ár í einu 10 kr. og skal iðgjald- ið greitt um leið og þeir eru innritaðir sem sjómenn; en þeir eiga heimting á V5 gjaldsins hjá útgerðarmanni um leið og lög- skráning fer fram. — Líftrygg- ingasjóður greiðir aðstandendum þeirra, sem í sjó farast og eru líftrygðir, 200 kr. á ári næstu 4 árin. 30. Um viðauka og breyting á lög- um um bygging, ábúð og út- tekt jarða frá 12. jan. 1884. Flm.: Sig. Sig. Enga jörð má byggja til skemri tíma en 10 ára; en sje um engan tíma tekið fram í byggingarbrjefi, skal skoða það sem lífstíðarábúð, nema ann- að verði sannað. Ekkja heldur ábúðarrjetti manns síns, og gift- ist hún aftur, helst ábúðarrjettur- inn óbreyttur næstu 10 ár. 31. Um löggilding verslunarstaða við Karlseyjarvík, við Reykhóla og f Hagabót í Barðastrandarsýslu. Flm.: H. J. Krist. 32. Um járnbrautarlagning (prentað í síðasta blaði). 33. Um breyting á lögum 11. júlf 1911 um skoðun á síld. Flm.: M. J. Kr., Matth. Ól. 34. Um að landssjóður leggi Lands bankanum til 100 þús. kr. næstu 20 ár, og 35. Um landsjóðsábyrgð á sparisjóðs- fje og innlánsfje Landsbankans og útbúa hans og um meðferð á varasjóði bankans. Frá Lands- bankanefndinni. 36. Um veiðiskatt. Flm.: G. Bj., Þór. J. Hver sem vill fást við fuglaveiðar skal vera skyldur að sanna veiðiheimild sína fyrir lög- reglustjóra og kaupa veiðimerki og hafa það á sjer í hvert sinn, er hann fer til veiða, og sýna hverjum þeim, er þess krefst, til sönnunar á heimild sinni. Veiðimerkið kostar 1 kr. og rennur helmingur andvirðisins til lögreglustjóra og helmingur í landssjóð. Hver landseti, sem hefur fengið veiðimerki, skal greiða 1 kr. á ári fyrir veiði- heimild og 1 kr. heimamann sinn, 37. 3». 39- 40. 41. 42. 43- 44. 45- 46. 47- fyrir hvern er stundar Lotterí-málið. Itæðíi Jóns Mngnússonnr bæjnrfógetn út nf fyrirspnrninni um finó í n. d. 28. júlí. Jeg er samdóma hv. 1. þm. Rvk. um það, að ráðherra-ábyrgðarlögin fyrirskipi beinum orðum, að ráðherra skuli leita konungsstaðfestingar á lögum þeim, er alþingi samþykkir, og ráðherra-ábyrgðarlögin nefna enga undantekning frá þeirri reglu. En mundi nú þessi regla vera undan- tekningarlaus, þannig að ráðherra ætti að sjálfsögðu að teljast sekur, ef útaf brygði. Jeg held ekki, og skal jeg að þessu leyti skírskota til stjórnlagakennarans við háskólann, prófessors Lárusar H. Bjarnason. Hann telur það í nýútkominni stjórn- lagafræði sinni, góðri bók, ekki víta- laust ráðherra, að útvega konungs- undirskrift undir alþingisfrumvarp, er færi í bága við stjórnarskrána. Jeg er samdóma þessu. En mundu und- antekningarnar þar meðtæmdar? Jeg held varla. Ef ráðherra kæmist að þeirri niðurstöðu, að alþingisfrumvarp væri hættulegt að einhverju leyti fyrir frelsi eða sjálfstæði landsins, þótt ekki kæmi það í bága við stjórn- arskrána, þá væri honum eflaust ekki vítalaust að útvega konungsstaðfest- ingu á frumvarpið. Hitt er annað mál, að vilji alþingi halda máli því til streitu, þá verður ráðherra að fara. Og jeg held að undantekning- arnar sjeu fleiri. Ef ráðherra kemst að þeirri niðurstöðu, meðan alþingi ekki er saman, að alþingisfrumvarp komi í bága við rjett annarar þjóð- ar, einkum ef mótmæli koma fram af hálfu þeirrar þjóðar, þá hygg jeg að honum sje ekki vítalaust að leita konungsstaðfestingar á frumvarpinu, að minsta kosti ekki fyr en hann hefur borið málið aftur fyrir þingið. Nú er jeg þeirrar skoðunar, eins og háttvirtur þm. Dalamanna, að eitt atriði.og þaðaðalatriði, hafi verið sett í lotterílögin, er önnur þjóð átti fullan rjett á að mótmæla, nefnilega að starfsemi lotterísins, stjórn, dráttur o. s. frv. skuli vera í Khöfn. Með leyfi hæstvirts forseta skal jeg lesa upp álit hv. þm. Dalamanna um þetta atriði í fyrra. Hann segir svo í minnihl.nefndaráliti sínu um málið: „Alþingi hefur ekki vald til þess, að setja lög um að slíkt fyrirtæki sem þetta skuli eiga heima í Khöfn, því að vjer höfum engin yfirráð yfir Dönum. Gætum vjer eins vel sett í lögin að drættir skyldu fram fara í Hamborg eða Paris. Væntanlegum leyfishöfum yrði slfkt lagaákvæði ó- nýtt, ef það fengi ekki góðfúslega leyfi hjá stjórn þess lands, eða væri það heimilt eftir þess lögum. Hins- vegar getur oss enginn hagur verið í því, að binda þá við Kaupmanna- höfn, fremur en einhvern annan stór- bæ, einkum þar sem á öðrum stað í lögunum er bannað að selja happ- drættismiða í Danmörku. Mundu og flestir hyggja, að hjer væri um nýtt nýlendu happdrætti (Kolaoniallotteri) að ræða, enda mundu Danir leyfa slíkt einmitt í þeirri veru (sbr. orðin utan ríkis í 4. gr.)“. Að ekki var gefinn gaumur að þessum viturlegu ummælum hv. þm. Dalamanna, kom til af því, að í nefndaráliti meirihl. er gefið í skyn, að Danir muni góð- fúslega leyfa þetta. Þar segir svo, að leyfishafar þykist hafa vissu fyrir að mega reka lotteríið í Khöfn, „fái þeir leyfi löggjafarvaldsins, kon- ungs og alþingis, til lotteríhaldsins. Þeir fara þannig í rauninni aðeins fram því, að mega kenna lotteríið við ísland”. Nú er sagt að vísu, að engin dönsk lög hafi bannað þetta, að lotterídráttur íslensks lotter- erís færi þar fram. Hvort svo hafi verið eða eigi, um það skal jeg ekkert segja, hvorki til nje frá. En engin íslensk lög gátu hindrað það, að Danir bönnuðu þetta. Jeg býst við að allir sjeu samdóma um það, að hjer sje um tvö algerlega aðskil- in löggjafarsvæði að ræða, þar er hvor þjóðin hafi ein ráð á sínu lög- gjafarsvæði, þannig að hvor um sig eigi rjett á að mótmæla, ef hin fer inn á löggjafarsvæði hennar. Mín skoðun er sú, að ekki hafi vcrið unt annað en taka til greina

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.