Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.07.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 30.07.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 127 Cips-loftlistar og loftrósir. Undirritaður leyfir sjer að mæla með sínu fjölbreytta úrvali af gips-loftlistum og loftrósum. — Sömuleiðis sínu viðurkenda —= „Kaffitíni“, =— sem allir maga- og taugaveikir mega drekka, og sem, ef rjett er til- búið, er hinn besti kaffidrykkur. Verðið (brent og malað) aðeins 80 aura. Viröingarfylst. Sveinn Jónsson, Templarasundi 1. Nú er skemtiferðatíminn. Munið eftir, áður en þjer farið upp í sveit að skemta yður, áð líta inn í BRAUNS VERSLUN, því þar eru margir þægilegir hlutir, sem gott er að hafa með sjer, og einnig margir hlutir, sem eru alveg ómissandi. 4 manna tjöld með öllu tilh., þyngd 4 kg., verð kr. 30,00. Sportföt, syu'tbuxur, sportsokkar, sportpeysur, sportliúfur, sportbelti, sportveski. Olíuföt, íjett og þægileg í meðför- um, handa sportfiskimönnum og skemtiferðamönnum, hvort sem þeir eru alandi, ríðandi eða gangandi. Baktöskur (Rygsækker) stórar og smáar, mikið úrvai. Nýtt! Nýttl Termoflöskur, sem halda innihaldinu heitu í 24 tíma, og köldu í marga daga. Mýflugnaslör, ómissandi á sumrin. Brauns verslun, Aðalstræti 9. Joh. Nilsson efnir til hljómleika í Bárubúð annað kvöld (fimtud.). §íðasta sKifti! Úrvalslög! Aðgöngum. 1 kr. Sjá götuauglýsingar! mótmæli frá Dönum gegn því að rekstur lotterísins færi fram í Dan- mörku, ekki af því að jeg viður- kenni neina yfirdrotnun í því efni, heldur af því, að við höfum sett lög um atriði, sem hliðstætt löggjafar- vald þeirra á yfir að ráða en ekki vjer. Þá er það fundið ráðherra að sök, að hann hafi ekki borið málið undir konung í haust, heldur látið það dragast þangað til lög voru komin í Danmörku, sem ónýttu alt málið. Jeg skal nú ekki orðlengja um það, sem er vitanlegt, að þessi lög gátu Danir eins sett fyrir sig, þótt kon- ungur hefði undirritað íslensku lott- erílögin. En ráðherra hefur ekki brotið á móti ráðherra-ábyrgðarlög- unum, þótt þessi dráttur yrði á því að leitað væri konungsstaðfestingar. Að minsta kosti segir stjórnlaga- kennarinn við háskólann svo í stjórn- lagafræði sinni: „Sje um framkvæind- arleysi að ræða eða það, að ráð- herra hafi látið óheimila framkvæmd viðgangast eftir b lið 2. gr., verður ekki leyst úr því með almennum orðum, hvenær brotið er. Sje að ræða um vanrækslu á að leita und- irskriftar konungs undir lagaboð, liggur vanrækslan fyrir, sje ekki undirskriftar konungs leitað áður næsta reglulegt alþingi kernur saman, því að eftir þann tíma ber, sainkv. 10. gr. stj.skr., að álíta alþingisfrv. fallin niður. Að öðru ieyti er það álitamál, sem leysa verður úr eftir atvikum, í hverju einstöku falli, hvort vítavert framkvæmdaleysi hafi átt sjer stað". Samt er því ekki að neita, og jeg býst við að hæstvirtur ráðherra viður- kenni það sjálfur, að honum hefur yfirsjest í þessu máli. Hann hefur verið of auðtrúa á það í þinginu í fyrra, að Danir mundu ekki hafa á móti því, að lotteríreksturinn færi fram í Khöfn, treyst of vel ummæl- um nefndarinnar hjer í málinu. En í þessu er þingið honum samsekt, og sjerstaklega á nefndin í lotterí- málinu í n. d. sök á þessu. Margt kemur fyrir, sem ólíklegt þykir, en bágt á jeg með að trúa því, fyr en jeg tek á því, að deildin gefi hon- um sök á þessu, eða að nokkrir þeir þingmenn telji hann ámælisverðan fyrir þetta, sem lotterífrumvarpið samþyktu í fyrra, og þannig eru sam- sekir, ef ráðherra er sekur. Jeg vil að minsta kosti ekki vera í þeirra tölu. Balkanstríðlð. Símað er frá Khöfn 25. þ. m., að Tyrkir hafi tekið Adríanópel og fleiri staði. Þeir daufheyrist við hótunum stórveldanna. Búlgarar sjeu að fram komnir. Friðarfundur komist væntan- lega bráðlega á í höfuðborg Rúmena, Búkarest. í síðustu útl. blöðum segir, að bæði Rúmenar og Serbar stefni her sínum til Sofíu. Það er látið mjög illa af ástandinu hjá her Búlgara, meðal annars vegna kólerusýkinnar. Búlgarar biðja Rússa hjálpar og gefa sig alveg á þeirra náðir. Talað er um að hreyfing sje á her Rússa í Kákasus og muni þeir hyggja til að ráðast inn í Armeníu, er þeim hefur lengi leikið hugur á að taka frá Tyrkjum. llyltliig- í Kina. Sfðustu útl. blöð segja frá uppreisn í Suður-Kína, er breiðist út um allan Jangtse-dalinn. Hafa uppreisnarmenn tekið nokkrar borgir og kastala. Kvað mikillar óvildar verða vart hjá uppreisnar- liðum gegn Norðurálfumönnum. Hljómleikar föstud. 1. ágúst kl. 9 síðd. í Bárubúð. Haraldur Sigurdsson frá Kallaðarnesi. Gustav Hansen aðstoðar. Nánar á gðtunum. Fyrirspurnin um lotterímálið. 13 þingmenn í neðri deild hafa lýst yfir, að þeir teldu meðferð ráð- herra á lotterífrv. sfðasta þings að- finslu verða. Málinu er ítarlega lýst í 32. tbl. Lögr., og hjer í blaðinu er einnig, f ræðu Jóns Magnússsonar bæjarfógeta, málið skýrt, einkum frá lögfræðinganna sjónarmiði. Lögr. er þess fullviss, að þessir 13 þingmenn eiga sárfáa fylgjendur meðal kjós- enda í þessu máli. Það liggur svo í augum uppi, að sökin er hjá þing- inu f heild sinni, en ekki hjá ráð- herra, og þá fremst og mest hjá þeim lögfræðingi þingsins, sem var aðalhöfundur og framsögumaður lott- erífrumvarpsins, en það er L. H. Bjarnason prófessor. Þingið hefur treyst á lögfræðismentun hans meira en það mátti; það er þess afsökun. En sjálfur hefur hann ekki aðra af- sökun en þá, að sig hafi vantað ann- aðhvort vit eða þekking, eða þá hvorttveggja, til þess að gera frumv. sæmilega úr garði. Þá afsökun verð- ur hann auðvitað að láta sjernægja. Hann hefur „gatificerað", maðurinn, og tekur upp þá óheppilegu aðferð að halda því fram, að „gat" sje ekki „gat“, þótt allir sjái í gegn um það, en það gerir einmitt „gatið" í ann- ara augum stærra og stærra, og hef- ur altaf þótt versti „gatista“-háttur- inn. En aðfinsluyfirlýsingin var sam- þykt á flokksfundum hjá þeim Lár- usarliðum og Landvarnarmönnum áð- ur en þeir heyrðu skýrslu ráðherra um lotterímálið. Aftalið milli Lár- usar, dr. Valtýs og Landvarnarmanna, var, að þetta ætti að vera vantrausts- yfirlýsing, er ráðherra viki fyrir, en hjá sínum mönnum hafði Lárus sagt, að þetta væri ekki annað en mein- laus aðfinning. Svo átti að segja Heimastj.mönnum á eftir, ef ráð- herra hefði sagt af sjer út af að finslunni, að hann hefði farið sjálf viljugur, hlaupið burt frá embættinu að ástæðulausu, Þeir aittu engan þátt í því, sem samþykt hefðu þessa meinlausu aðfinslu í lotterímálinu. Allir gætu sjeð, að ekki væri það nein vantraustsyfirlýsing o. s. frv. Ráðherra lýsti því líka skýrt yfir, er tillagan kom fram, að ef það væri vilji þeirra, sem hana styddu, að hann legði niður völd, þá vildi hann að það kæmi skýrt fram og að á reyndi, hvort helmingur þingsins, eða helmingur þjóðkjörinna þing- manna, væri því fylgjandi. Til þess- arar tillögu kvaðst hann ekkert tillit taka, þótt hún yrði samþykt, svo loðin og óskýr sem hún væri, og bað um skýringu á henni. Lárus neitaði að gefa neina skýringu á til- lögunni, en af ræðu Eggerts Páls- sonar þóttust áheyrendur skilja, að frá hans sjónarmiði væri ekki um neina vantraustsyfirlýsingu að ræða, þótt tillagan yrði samþykt. Aðrir tóku ekki til máls af þeim, sem greiddu tillögunni atkvæði. Einar Jónsson, Jóh. Jóhannesson og Kr. Jónsson, sýndu fram á það í ræðum sínum, til hverra vandræða stjórnar- skifti nú mundu leiða, eins og ástatt væri í þinginu, og óskuðu, að ráð- herra tæki ekki tillit til þess, hvort tillagan yrði samþykt eða ekki. Pjetur Jónsson benti á, að enda þótt lotterífrumvarpið hefði verið stað- fest mótmælalaust undir eins haustið !9i2, eins og önnur frumvörp al- þingis, þá hefðu Danir með lögum þeim, sem þeir hafa nú sett þessu víðvíkjandi, hindrað framkvæmd ísl. lotterílaganna, svo að þau hefðu að engu gagni komið. |-J 1 i 1 Biografteater J V J Reykjavíkur. Til að gefa öllum ennþá tækifæri til að sjá hina afarfögru ogstóru mynd, Grimmúðug kona, verður hún sýnd aftur og í síðasta sinni föstud. 1. ág. kl. 9—1 1. 1. sæti 0,70, 2. sæti 0,50, 3. sæti 0,30. Bráðsnemmbær kýr fæst keypt hjá Jóni Guðmundssyni á Osi í Borgarfjarðarsýslu. Eimskipafjelagið. Bráðabirgðastjórn þess hefir sent alþingi beiðni um styrk, og fer fram á þetta: 1. „Að stjórninni verði veittheim- ild til þess fyrir landsjóðs hönd, að kaupa hluti í hlutafjelaginu „Eim- skipafjelag íslands" fyrir alt að 100 þús. kr." 2. Að stjórninni veitist heimild til þess að veita sama hlutafjelagi 65 þús. kr. styrk árið 1915 til þess að halda uppi með tveim skipum líkum ferðum og gert er ráð fyrir í hluta- útboðsbrjefinu". í skýrslu sinni til alþingis segir bráðabirgðastjórnin, að til sín sje komin tilkynning um árangur af hlutasöfuuninni frá 187 umboðsmönn- um, en ókomin svör frá 177. Til- kynt hluttaka er þegar orðin nær 228 þús. kr. Langmest er þetta í smáhlutum. Þó hafa einstakir menn, ' kaupfjelög og samvinnufjelög, skrif- að sig fyrir álitlegum upphæðum. Þrír Vestur-íslendingar, sem hjer eru staddir, Arni Eggertsson, Jón Tr. Bergmann og Ásmundur Jóhannsson, hafa hver um sig tekið hluti í fje- laginu fyrir 10 þús. kr, og er það stórmyndarlega gert. Járnbrautarslys í Dan> inörku. Símað er frá Khöfn í gærkvöld, að Esbjerg-lestin hafi síð- astl. laugardag oltið út af brautar- teinunum og 15 manns beðið bana við það slys, þar á meðal Sabroe Fólksþingsmaður. Peter Sabroe hafði verið þing- maður frá 1901, fæddur 1867, og var þjóðkunnur maður í flokki jafn- aðarmanna. Hann var lengi starfs- maður við „Social-Demokraten". Upp- runalega var hann skósmiður. »Pingmaðnrinn er kominn!« Bjarni viðskiftaráðanautur var fjar- verandi í byrjun fundar í sam. þingi í fyrradag, er kosnir voru fulltrúar í bankaráð íslands banka. Kosning Stefáns Stefánssonar var um garð gengin, en þingmenn voru að skrifa nöfn síðari fulltrúans á miða í sæt- um sínum og skrifararnir að tína þá saman hjá þeim. En þá kom við- skiftaráðanauturinn móður og más- andi inn í salinn og var auðsjeð á honum, að hann hafði hlaupið undir spreng. Hann fjekk nú miða, skrif- aði eitthvað á hann, eins og hinir, og sýndi J. Ól. miðann áður en hann braut hann saman. Menn hjeldu að hann he0i hlaupið svona ákaft til þess að gefa sjálfum sjer atkvæði, en svo var ekki. Hann gerði það til þess að Lárus Bjarnason skyldi ekki missa af atkvæðinu, því honum hafði hann lofað því áður. Lárusi varð líka svo mikið um, þegar hinn lafmóði fylgifiskur kom inn úr dyr- unum, að hann kallaði upp hástöf- um: „Þingmaðurinn er kominnl" Hyer loflð «4. Lögr. er það mikil ánægja, að flytja hin „viturlegu um- mæli", sem prentuð eru upp eftir viðskiftaráðanautnum okkar í ræðu J. M. bæjarfógeta hjer í blaðinu, og lofleg orð, sem þeim fylgja. En það var Einar prófessor Arnórsson, sem um þingtímann í fyrra benti ýmsum á þann galla á lotterífrumvarpinu, sem þar er um að ræða, og þá án efa einnig B. J. Lárus H. Bjarnason hefði ekki þurft lengra að leita í fyrra en til starfsbróður síns í laga- kenslunni við háskólann, til þess að fá að láni þá lagaþekkingu, sem með þurfti til þess að búa lotterífrum- varpið úr garði. Tveir fátæklingar. Alþingi hefur nú þegar með bitlingagjöfum bætt úr sárri ntyð tveggja fátæklinga, en það eru þeir Stefán Stefánsson skólameistari á Akureyri og Lárus H. Bjarnason prófessor. Hina brýnu þörf prófessorsins þekkjum við best hjerna í Reykjavík, en um þörf hins hafði Jóhannes ferðamaður sagt enn átakanlegri sögur. Landritari mætti um hríð í þing- ingu í umboði ráðherra, meðan stóð á þyngstu veikindum ráðherrafrúar- innar og fram yfir greftrunina. Þegar launafrv. var til umræðu í n. d. svaraði landritari aðkasti til hans, sem fram hafði komið í deild- inni frá ritstj. „Ingólfs" við umræð- urnar, sem þar urðu um málið áður en það fór í nefnd, og prentað hafði svo verið í „Ingólfi". Þótti þeim, sem á heyrðu, ræða hans góð, og það vel rekið aftur, sem til hans hafði verið kastað fjarverandi, en ritstj. „Ing.“ svaraði nú fáu til. Meðal annars var þarna minst á stjórnar- ráðsfrímerkin, sem orðin eru svo margumtöluð í „Ing.“, o. fl. o. fl. Reykjavík. Haraldnr Sigurðsson píanóleik- ari frá Kaldaðarnesi kom heim hing- að um miðjan þennan mánuð og hefur dvaldið síðan heima hjá föður sínum. Með honum kom danskur maður, Gustav Hansen, sem er lærð- ur fortepíanóleikari, og hefur hann verið með Haraldi eystra. Haraldur heldur hljómleika í Bárubúð næst- komandi föstudagskvöld, og leika þeir saman ýms lög hann og hr. G. Hansen, ýmist fjórhent, eða á tvö hljóðfæri. Við píanóleik hr. H. S. kannast menn hjer frá því fyrra sumar, en þá hlaut hann mikið lof, og væntanlega hefur honum ekki farið aftur síðan. Jarðavför ráðherrafi'úarinnar fór fram síðastl. laugardag og var mjög fjölmenn. Húskveðju flutti Jón Helgason prófessor og var sungið við húskveðjuna kvæði það eftir Guðmund skáld Magnússon, sem prentað er á öðrum stað hjer í blað- inu. En í kirkjunni talaði Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur. Þar ljek fiðlusnillingurinn sænski, sem hjer er staddur, Jóh. Nilsson, á hljóð- færi á eftir ræðunni, en hljóðfæra- sveit Bernburgs Ijek úti fyrir meðan líkfylgdin fór framhjá. Alþingi hafði gefið silfursveig á kistuna, en blómsveigar voru fjölda- margir. Leiðrjettlngar. Það er ekki rjett í síðasta tbl. Lögr., að Guðl. Guð- mundsson bæjarfógeti hafi sagt af sjer embætti. Hann hefur aðeins fengið tveggja mánaða lausn og gegnir Júl. Havsteen embættisstörfum á meðan á hans ábyrgð. Misskilningur var það líka í síð- asta tbl., á fregn í „Norðra", að Vilh. Finsen væri sestur að á Ak- ureyri. Hann er væntanlegur bráð- um hingað til Rvíkur og mun ætla að setjast hjer að. Frú Anna G. Hjaltested andað- ist á Sunnuhvoli hjer í bænum 24. þ. m., 69 ára gömul, fædd 12. júlí 1844, móðir P. Hjaltesteds úrsmiðs og eiganda Sunnuhvols, og þeirra bræðra, ekkja Einars Hjaltesteds, sem látinn er fyrir mörgum árum, merkiskona. 25 ára kennaraafmæli átti St. Stefánsson alþm., skólameistari á Akureyri, 25. þ. m. En fimtugsaf- mæli á hann 1. n. m. Fádæma óþurkar eru nú stöðugt hjer sunnanlands, sjaldan þó mikið regn. í Norðurlandi er aftur á móti sagt sólskin á hverjum degi. Gjaldkeramáliö. Engir dómarar eru enn skipaðir til þess að dæma það, og eru það rangar fregnir, sem út hafa borist um þetta og komist í „Vestra", segir stjórnarráðið. Úr Húnavatnssýslu komu hing- að landveg um síðastl. helgi Björn Þórðarson sýslumaður og Jón Jóns- son læknir. Sesselja Torherg, eða frú Sesselja Schjörring, eins og hún var nefnd síðan hún giftist, einkadóttir lands- höfðingja Bergs Thorbergs og frú Elinborgar Thorberg, andaðist í Khöfn 30. júní þ. á. Sesselja var fædd 25. sept 1875 í Reykjavík, en þar var faðir hennar þá amtmaður, og ólst hún þar upp með foreldrum sínum, en misti föður sinn 21. jan. 1886. Sesselja sál. var, eins og Pjetur sál. bróðir hennar, snemmamesta efnis- barn. En þá er hin mannskæða mislingasótt gekk á íslandi vorið og sumarið 1882, varð hún mjög veik og varð eiginlega aldrei fyllilega jafngóð eftir mislingana. Til þess að leita henni sem bestrar læknis- hjálpar og fullrar heilsubótar, ef hægt væri, flutti móðir hennar til Khafnar með bæði börn sín og mágkonu, frk. Ólöfu Thorberg. En þótt hin góða og umhyggjusama móðir með mestu ást og alúð gerði alt, sem hún mátti til þess að dóttirin fengi fullan bata og heilsu, tókst það þó ekki full- komlega. Þó var Sesselja Thorberg orðin nokkurn veginn heilsuhraust, er hún fyrir tæpum þremur árum gift- ist kapteini H. Schjörring í Hels- ingjaeyri, liðsforingja í landvarnar- hernum, syni skáldkonunnar frú Jo- hanne Schjörring. Með honum eign- aðist hún son, sem er nú kominn á annað ár. Fram úr því tók heilsu hennar aftur mjög að hnigna og eftir langa legu andaðist hún hjá móður sinni í Khöfn og naut hjúkrunar hennar til andlátsins. — Sesselja var góð og gáfuð kona og mjög fríð sýn- um. Hún fjekk hið besta uppeldi og mikla mentun. Hún var sjerstak- lega hneigð fyrir bókmentir og fagr- ar listir, og bar gott skyn á þær. Hún var laglega hagyrt, og þýddi nokkur kvæði eftir Steingrím Thor- steinsson og fleiri íslensk skáld á dönsku, Nokkur þeirra komu út í vikuritinu „Hver 8. Dag“, og í ýms- um dönskum blöðum. a.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.