Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.07.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 30.07.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. 'Veltusuxidi 1. Tilsími 359. LÖGRJETTA Rltstjori: PORSTEINN GtSLASON Pingholtsstræti 17. TaUimi 178. M 34. K,eykjavílc 30. júlí 1013. VIII. árK. I. O. O. F. 94819 Lárus Fjeldsted, YflrrJettarmalafœrslumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Alþingi. IV. Skattamálanefndin í n. d. hefur lokið störfum. Hún er tví- eða jafnvel þrí-klofin. Meiri hlut- inn (J. Magn., Ól. Br., J. ÓL, Matth. Ól.) leggur til að frv. um fasteignar- skatt og tekjuskatt sjeu samþykt með nokkrum breytingum, og segir svo meðal annars í áliti sínu (um fasteignaskattinn): „Engum, sem lætur sjer ant um fjárhag landssjóðs, mun blandast hugur um, að nauðsynlegt sje að koma á því skipulagi til frambúðar, að tekjurnar jafnist á við útgjöldin. Þessu jafnvægi verður ekki náð með öðru móti en því, að útgjöldunum sje haldið innan hæfilegra takmarka, og að sjeð verði fyrir nægilegum tekjum, eftir því sem þörf krefur. Éins og kunnugt er, eru aðaltekjur landssjóðs fólgnar í óbeinum skött- um eða tollum af aðfluttum vörum, er nema sem næst 3/5 af öllum tekj- unum, þar sem á hinn bóginn beinu skattarnir gera ekki betur en að jafnast á við llio af tollunum. Þetta hlutfall á að nokkru leyti rót sína að rekja til þess, að þegar á aukn- um tekjum hefur þurft að halda, hefur þeirra jafnaðarlega verið afiað með hækkun tolla eða fjölgun toll- stofna. Og að nokkru leyti hefur þetta komið iram við það, að toll- tekjur hafa stöðugt farið vaxandi jafnhliða fólksfjölgun og framförum í atvinnurekstri. Um beinu skattana er alt öðru máli að gegna, þar sem þeir hafa að mestu haldist óbreyttir um heilan mannsaldur. Þetta stafar meðal annars af því, að í skattalög- unum frá 1877 er aðeins að litlu leyti lagður beinn skattur á að- alverðmæti landsins, fasteignirnar, sem í mörgum löndum er ein helsta tekjugreinin, og hefur ýmsa mikil- vægu yfirburði fram yfir flestar aðr- ar skattaálögur, eins og bent er til í álitsskjölum milliþinganefndarinnar í skattamálum frá 1908. Það sýnist því vera tími til kom- inn að stíga fyrsta sporið í þá átt, að jafna hið óeðlilega hlutfall milli hinna beinu og óbeinu skatta, því fremur sem tollarnir, að því leyti sem þeir eru neytsluskattar, koma til- tölulega þyngst niður á fátækum fjölskyldumönnum, og eru auk þess dýrkeyptir gjaldendum, er hljóta að greiða af þeim hundraðsgjald til kaupmanna. Hins vegar getur ekki hjá því farið, að beinu skattarnir, ef þeim er haganlega fyrir komið, og þá einkum fasteignaskattur, komi aðallega * niður á mönnum, er hafa trygt sjer arðberandi eign eða aflað sjer nokkurs veltufjár. Til þess að fasteignaskattur komi að tilætluðum notum, verður að taka til greina tvö grundvallaratriði, annað það, að skatt- urinn sje bundinn við mat eða virð- ingu til peningaverðs, er fari fram með hæfilega löngu millibili, svo að fult tillit verði haft til verðhækkunar f sambandi við framþróun í atvinnu- vegum og viðskiftalífi, annað það, að skatturinn sje miðaður við verð- mæti eignarinnar, án tillits til veð- Vilhjálmur Stefánsson norðurfari. Hann er nú að leggja á stað í landkönnunarförina nýju til Norður- heimskautslandanna, er Kanadastjórn kostar, og er hópur manna í þeirri för, en Vilhjálmur er foringinn, og Ragnheiður Hafstein ráðherrafrú. Sungið vlð htískvedjuna 26. þ. m. er allur útbúnaður mjög góður. Um ferðir V. St., bæði þessa og hina fyrri, hefur verið mikið ritað í blöð- um og tímaritum erlendis. skulda, er rýra ekki afnotagildi eign- arinnar sjálfrar, og hvíla stundum alls ekki á eigandanum eða þá ekki nema í orði kveðnu. Enda er því síður ástæða til að láta veðskuldir koma hjer til frádráttar, þar sem búast má við, að þegar fasteignir eru leigðar, fái eigandinn skattinn endurgoldinn að meira eða minna leyti, og í annan stað er gert ráð fyrir, að vextir af skuldum sje dregn- ir frá skattskyldum tekjum". Um tekjuskattinn segir meiri hl.: „í frumvarpi þessu er tekið upp það nýmæli, að tekjuskattur nái til allra atvinnuvega, þar á meðal land- búnaðar og sjávarútvegs. Gegn því skipulagi hefur einkum verið hreyft þeirri mótbáru, að örðugt verði að ná rjettu tekjuframtali af landbúnaði, þar sem allmikill hluti afurðanna renni inn í búið reikningslaust. Því verður eigi neitað, að þessi mótbára hafi við mikil rök að styðjast, með- an búreikningar eru ekki alment haldnir. En jafnframt má ganga að því vísu, að þeir örðugleikar, sem þessu eru samfara, verði mestir fyrst í stað, og muni smámsaman hverfa við aukna menningu, eftir því sem almenningur fær betra skynbragð á fjármálum og venst við að gera sjer reikningslega grein fyrir tekjum sín- um og gjöldum. Slíkt efnahagsyfir- lit er hverjum manni nauðsynlegt, til þess að geta haft gát á fjárhag sínum og varast að eyða meiru en aflað er. í þessu efni er lögskipað árlegt tekjuframtal líklegt til að flýta fyrir góðum árangri. Að öðru leyti skiftir það mestu í máli þessu, að almennur tekjuskattur er eina ráðið til að koma á samræmi í skattálögum á ýmsar atvinnugrein- ar landsins*. En minni hlutinn (Kr. Dan., Halld. St. og Tr. B. með fyrirvara) er á móti frv. og fer um það svofeldum orðum: „Skattarnir mundu verða mjög óvinsælir, koma allþungt niður á marga, og afraksturinn þó verða lítill á móts við þetta, og hinar gagn- gerðu breytingar, sem þessu eru samfara frá því, sem nú er og menn eru orðnir vanir við, svo að auðvelt mundi vera að afla landsjóði, ef brýn þörf væri til, álíka tekjuauka, með fyrirhafnarminna móti og þó minna tiliinnanlegu og óvinsælu. Að vísu mun nú mega telja, að allar gjalda-álögur sjeu óvinsælar í fyrstu, og sje það ekkert sjerstakt einkenni fyrir þessa. En þess má gæta, að svo mjög skamt er síðan, er landsmönnum var íþyngt með Ljós skína yfir öllum hennár sporum, ástúðar-ljós, sem dauðinn fær ei grandað. Oss finst á margt af förnum vegum vorum vorblæ og yndi þaðan hafi andað. Ljós það, sem skein i hennar sál og hjarta, hefir svo mörgum skapað daga bjarta. »Blessuð sje hennar minning«, segir móðir mætastri dóttur svift á besta skeiði; landsmanna allra hugir mætast hljóðir, harmandi þungt við slikrar konu leiði. Engin er til, sem á svo mikla hylli, engin er til, sem sætið betur fylli. í þessum sölum hugann hrifur lotning, — hjer mætti' oss jafnan svip'rinn tignar-friði, hjer bar hún íslands heiður eins og drotning, hjer var hún allra landsins kverra prýði. Hjer stóð hún dygg við hlið síns manns á verði, húsið að sælli friðarborg hún gerði. --------Móðir og kona, guð, sem gaf þig slíka, gleðji og blessi alt, sem þjer var kærast! Hjartað þitt góða, hreina, elskuríka, heyrum vjer enn í verkum þínum bærast. Hugsjónir þinar hefja betri daga, heiti þitt lengi blessar íslands saga. G. M. vörutollslögunum, svo að þeim þykir — ekki með öllu ástæðulaust — að verið sje að elta þá með öllu móti til að auka þeim byrðar, enda hafa þegar komið fram slíkar raddir, auk þess sem þess varð víða vart, þegar er tillögur skattanefndarinnar frá 1907 urðu kunnar, að menn hugðu ilt einkum til fasteignaskattsins, en hafa síðan búist við, að frá því ráði hafi verið horfið, og kæmi það því nú mjög á óvart, að það sje aftur upp tekið og framkvæmt umsvifalaust. Teljum vjer af þessari ástæðu rjett, þótt málið sje fram komið, að láta það ekki verða að lögum á þessu þingi. Skattarnir mundu, einkum sá er hjer liggur fyrir, leggja tilfinnanlegan byrðarauka á ekki allfáa einstaka menn, sem hvergi nærri færi ávalt eftir gjaldþoli, og kæmi oft þar nið- ur, sem fullkomnir erfiðleikar eru fyrir að sjá sjer og sínum borgið, svo að ekki væri á bætandi. Ætlast er ti), að fasteignarskatturinn hvíli á jörðum, htísum og lóðum, þótt þess- ar eignir sjeu veðsettar fyrir skuld- um, svo að þær eru ekki nema að nafninu eign þess, er skatturinn er krafinn af, og verður slíkt að teljast ófæra með öllu. Hins vegar mundu aftur, þar sem slíkar eignir eru í annars manns leigu, eigandinn, svo fljótt sem hann gæti, koma skattin- um öllum af sjer á leigjanda, og hann þá verða beinn skattur á at- vinnu leigjandans, auk þess sem hann af henni yrði að greiða tekjuskatt. Jafnframt mundi þetta geta haft rýr- andi áhrif á veðgildi slíkra eigna, og er það út af fyrir sig mikilsvarðandi. Tekjuskattinn teldum vjer aftur síður varhugaverðan og mundum geta fallist á að leiða hann í lög, en þar sem hann stendur í nánu sambandi við fasteignaskattinn og hann einn út af fyrir sig gæfi lítið af sjer, búumst vjer við, að hann að svo stöddu yrði heldur ekki leiddur í lög". Nefndin leggur til, að frv. um skattanefudir, um jarðamat, um Iaun hreppstjóra, um manntalsþing og um verðlag sjeu samþykt með nokkrum breytingum. Lannamálin. Nefndin klofnaði. Meiri hlutinn (G. Egg., Sig. Sig., Ben. Sv., Ól. Br.) lagði til að launahækkunarfrv. væru feld. Taldi hann laun alls þorra þeirra manna, sem teknir væru í stj.frv., nægilega há nú, móts við hag þjóðarinnar, svo ekki bæri bráða nje brýna nauðsyn að breyta þeim. En hann neitaði því ekki, að laun einstaka þeirra, sem nefndir eru í frv., og annara, þurfi lagfæringar við, og mætti, ef brýna nauðsyn þætti bera til slíks, gera það með persónulegri launaviðbót í fjárlögun- um. Nefndinni þótti stjórninni hafa yfirsjest, aðtaka ekki til greina hin- ar margítrekuðu óskir almennings og þingsályktunartillögu alþingis 1911, að undirbúa frv. um afnám eftirlauna, og taldi hún þetta launa- og eftirlaunamál svo gersamlega ó- undirbúið til nokkurrar hlýtar, að hún taldi ókleift og ekki forsvaran- legt að tara að grauta í launalögun- um að svo vöxnu máli. Minni hlutinn (M. J. Kr.) taldi kvartanir kennaranna við mentaskól- ann ekki ástæðulausar, og áleit því rjett, að launakjörum þeirra verði breytt á þann hátt, sem farið væri fram á í stj.frv., og kvað það varla geta talist óviðeigandi, þó launum kennaranna, einum út af fyrir sig, væri breytt; því þingið hafði undan- farið verið að bæta kjör einstakra flokka embættismanna, svo sem lækna, presta og háskólakennara o. fl., og sjeu það því fáir embættis- menn aðrir en mentaskólakennararnir, sem hafa átt við sömu launakjör að búa yfir 20 ár. Vildi hann því að frv. yrði breytt þannig, að það tæki aðeins til mentaskólakennaranna. Málið var til umræðu í neðri deild á föstudaginn og urðu um það nokkrar umræður, er þeir Sig. Sig., M. J. Kr., landritari og B. Sv. og Kr Dan. tóku þátt í, en síðan var gengið til atkvæða, og var haft nafnakall um öll frv. Með hækkun launa biskups var einn (Kr. J.) og einn greiddi ekki atkv. (P. J.) Með hækkun launa landritara og skrifstofustjóra stjórnarráðsins var eng- inn, en Kr. J. greiddi ekki atkv. Með hækkun launa landsyfirrjettar- dómaranna voru tveir (Jóh. Jóh. og Jón Magn.) og þrír (Kr. Dan., Kr. J. °g P- ]•) greiddu ekki atkv. Með hækkun launa póstmeistara, landsímastjóra og landsverkfræðings- ins var enginn, og einn (Kr. J.) greiddi ekki atkvæði. Með hækkun launa mentaskóla- kennaranna voru 7 (Jón J., Jóh. Jóh., J. M., Kr. J., M. Kr., Matth. Ól., P- JO °g 3 greiddu ekki atkv. (Egg. Pálss.), Kr. Dan. og L. H. B.) og þar með var frv. fallið. Þá var líka á dagskrá frv. um laun landsbókasafnsvarðanna og fjell það með öllum atkv., en 4 (J. Magn., Kr. J., M. Kr., P. J.) greiddu ekki atkv. og tveir (Matth. 01. og Þorl. J.) voru fjarverandi. Hækkun launa fræðslumálastjóra var og feld með öllum atkv. gegn 3 (Jón Magn., J. 01., Kr. J.) og þrír (M. Kr., Matth. Ól., og P. J.) greiddu ekki atkv. og Jóh. Jóh. var fjarverandi, og frv. um verkfræðing landsins var felt með öllum atkv. gegn tveimur (Jón Magn. og Kr. J.). M. Kr. greiddi ekki atkv. Þannig eru öll launahækkunarfrv. fallin nema frv. um laun kennara- skólakennaranna, sem enn er ókomið frá nefndinni og kvað eiga að sofa þar. Fyrirspurn Lárusar H. Bjarnasonar út aflott- erfmálinu var til umræðu í fyrradag, og eftir að umræður höfðu staðið í þrjá tíma, er þeir fyrirspyrjandi og ráðherra, báðir þingmenn Rángæinga, Jóh. Jóhannesson, Jón Magnússon og Kristján Jónsson, tóku þátt í, var svohljóðandi rökstudd dagskrá frá L. H. B. samþykt með 13 atkv. gegn 11: „Deildin telur frammistöðu ráð- herra í lotterímálinu mjög aðfinslu- verða, en tekur þó fyrir næsta mál á dagskrá í því trausti, að slfkt komi eigi fyrir aftur". Þeir, sem greiddu atkv. með dag- skránni, voru: Ben. Sv., Bjarni, Bj. Kr., Egg.P., G. Egg., H.St., JónJ., Jón Ól., Kr. Dan., L. H. B., Sk. Th., Valtýr og Þorleifur. En á móti voru: Einar, Jóh. Jóh., Jón Magn., Kr. J., M. Kr., Matth. Ól., 01. Br., P. J , Sig. Sig., St. St., og Tr. B. — Ráðherra greiddi ekki atkv. Nefndir. Ed.: Vitagjald: Stgr. J. (form.), Sig. St. (skr.), Guðj. G. Fiskiveiðaeftirlit: Sig. E. (form.), Stgr. J. (skr.), Sig. St. Barnakennarasjóður: E. Br. (form), Jós. Bj. (skr.), Þór. J. Samgöngumál: G. Bj. (form.), Sig. Egg. (skr.), Ein. J., J. Jónat., Guðj. G. Veiðiskattur: G. Bj., J. Hav., Þór. J. Nd.: Reykjanefnd: Tr. Bj., Egg. P., G. Egg., Jón M., Kr. Dan. Sjávarútvegur: V. G. (form.), Kr. Dan. (skr.), St. St., Halld. St., Matth. 01., G. Egg., M. Kr. Ábyrgðarfjelög: Ól. Br., J. Ól., Jóh. Jóh., Bjarni J., Tr. B. Hagstofa: Jón M. (form.), V. G. (skr.), Jón. J., Bj. Kr., Ein. J. Umboð þjóðjarða: Ól. Br., Egg. P., Ben. Sv., Jóh. Jóh., Þorl. J. Mannanafnanefnd: Þorl. J., Jón Ól., Bjarni J„ Matth. Ól., Valt. G. Eosningar. í stjórn minningarsjóðs Jóns Sig- urðssonar á Gautlöndum kaus n. d. 24. þ. m. Pjetur Jónsson og Eirík Briem. í bankaráð íslands banka kaus sameinað þing í fyrra dag Stefán Stefánsson skólameistara með 28 atkv. til aðalfundar 1916, og Lárus H. Bjarnason frá 1914 til aðalfundar 1917 með 21 atkv.; Pjetur Jónsson fjekk 18 atkv. Endurskoðunarmann Landsreikn- ingsins fyrir árin 1912—1913 kaus neðri deild í gær Skúla Thoroddsen með 17 atkv. Lög frá alþingi. 1. Um sjerstök eftirlaun handa skáldinu Steingrími Thorsteinsson rektor. — Þá er hann lætur af embætti veitist honum, viðbót við lögmæt eftirlaun, kr. 1333,33, sem árlegheið- urslaun. 2. Um breyting á tollögum fyrir ísland, 11. júlí 1911, að 15. liður 1. gr. orðist svo: Af öllum brjóst- sykri og konfekt-tegundum og öðrum sætindatilbúningi, sem notaður er á sama hátt og brjóstsykur og konfekt, þar með taldir sykraðir ávextir, 80 aura af hverju kílógr.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.