Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.09.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 13.09.1913, Blaðsíða 2
156 L0GRJETTA Fundnir peningar má segja að það sje, þegar maður kemur inn í fata- og sKóverslun Ediuborgar og kaupir t. d. fatuad, sem kostar 22 krónur, á 15 krónur, skó eða stígvjel, sem kosta 9 kr. 75 aur., á 5 kr, 25 aur.; þá eru 7 Krónur og 4 Kr. 50 aur. sem fundnir peningar. Konur jafnt sem karlar ættu að sjá sjer hag í því að koma, skoða og kaupa, þegar útsalan byrjar í versluninni Edinborg máiiudaginn 15. september. m m 31. Frumvarp til laga um hag- Stofu íslands. 1. gr. Það skal falið sjerstakri stofnun að safna skýrslum um lands- hagi íslands, vinna úr þeim og koma þeim fyrir almennings sjónir. Stofn- unin nefnist hagstofa Islands, og stendur beinlínis undir ráðherranum. 2. gr. Þessi eru meginatriði lands- hagsins, sem hagstofunni bsr eink- anlega að rannsaka: 1. Fólksmagn: a, manntöl; b, fæðingar; c, hjóna- bönd; d, heilsufar; e, manndauði; f, fólksflutningar. 2. Dómsmál, þar með talin einkamál, sáttanefndarmál, sakamál og lögreglumál. 3. Atvinnu- vegir: a, landbúnaður; b, iðnaður; c, fi-kiveiðar; d, siglingar og versl- un; e, bankar, sparisjóðir og aðrar alsherjar lánsstofnanir. 4. Efnahag- ur landsmanna: a, tekjur af eign og atvinnu; b, virðingarverð jarðeigna og þinglesnar veðskuldir á þeim; c, virðingarverð húseigna með lóðum og veðskuldir á þeim eignum; d, verðmæti skipa og báta og veð- skuldir, er á hvila. 5. Stjórnmál: a, notkun kosningarrjettar; b, starfs- menn þjóðfjelagsins. 6. Fjárhagur landsins, sýslutjelaga og sveitarfje- laga, gjafasjóðir og styrktarsjóðir. 7. Þjóðareignir til almenningsnytja: a, vegir og brýr; b, ritsímar og tal- símar; c, póstflutningar, 8. Fræðslu- mál: a, barnafræðsla; b, unglinga- skólar og aðrir alþýðuskólar. 9. Tryggingarstíirfsemi: a, líftrygging; b, heilsutrygging; c, eignatrygging. — Áuk skýrslna um framangreind atriði vinnur hagstofan að skýrslum, er hjer eftir kunna að verða lög- boðnar eða fyrirskipaðar af lands- stjórninni, eða hagstofan sjálf óskar eftir í samráði við hlutaðeigandi stjórnarvöld. 3. gr. Hagstofan á að aðstoða landsstjórnina með hagfræðisútreikn- ingum og skýringum, er hún óskar eftir, og gefa henni álit og yfirlýs- ingar, þegar þess er leitað. — Lands- hagsskýrslur skulu koma út svo fljótt sem unt er, jafnóðum og þær eru tilbúnar frá hendi hagstofunnar. — Árlega skal gefa út stuttan útdrátt úr helstu landshagsskýrslum síðasta árs, með þýðingum á eitthvert hinna þriggja aðal-mentamála. 4. gr. Öll þau störf viðvíkjandi söfnun og móttöku landshagsskýrslna, sem samkvæmt gildandi lögum, reglugerðum o. fl. nú hvíla á stjórn- arráði íslands, hefur hagstofan á hendi eftirleiðis. — Heimilt er hag- stofunni að fyrirskipa, að skýrslur, sem hingað til hafa verið sendar frá hreppstjórnarvöldum eða einstökum mönnum til sýslumanns, sjeu sendar beint til hagstofunnar, og getur hún endursent til leiðrjettingar skýrslur, er henni þykja ófullnægjandi, heimt- að frekari upplýsingar, með þeim viðurlögum, sem lög greina um van- rækslu í því, að inna af hendi lög- mælt skýrsluskil. 5. gr. Hagstofunni stýrir hag- stofustjóri og einn aðstoðarmaður, skipaður af ráðherra. Vanalega hafa þeir einir rjett til þessara starfa, er lokið hafa háskólaprófi í stjórnfræði. — Hagstofustjóri hefir að Iaunum 3000 kr., en aðstoöarmaður 2500 kr. 6. gr. Til stofnsetningar hagstof- unnar veitast alt að 3000 kr. af landssjóði. — Laun starfsmanna og árskostnaður til húsaJeigu, ljóss og ræstingar, svo og til aukavinnu, prentunarkostnaðar og venjulegs skrif- stofukostnaðar veitist á fjáriögunum fyrir hvert ár. 32. Um friðun fugla og eggja. 1. gr. Þessar fuglategundir skulu íriðaðar vera árið um kring: 1. Erlur. 2. Steindeplar. 3. Þrestir. 4. Músar- rindlar. 5. Þúfutitlingar (grátitlingar). 6. Auðnutitlingar. 7. Sólskríkjur(snjó- titlingar). 8. Svölur. 9 Starrar. 10. Óðinshanar. 11. Þórshanar. i2.Rauð- brystingar. 13 Sendlingar. 14 Lóu- þrælar. 15. Hrossagaukar. 16. Tildr- ur. 17. Sandlóur. 18. Jaðrakön. 19. Keldusvín. 20. Heiðlóur. 21. Tjald- ur. 22. Stelkar. 23. Vepjur. 24. Hegr- ar. 25. Svanir. 26. Æðarkongar. 27. Kríur. 28. Hettumáfar. 29. Haftyrðl- ar. 30. Snæuglur. 2. gr. Þessar fuglategundir skulu ekki vera friðaðar á neinum tíma árs: Valir, smyrlar, hrafnar, kjóar, skúmar, svartbakar, hvítmáfar, grá- máfar, helsingjar, skarfar, súlur, svart- fuglar, ritur, álkur, sefandir, topp- andir, himbrimar og hrotgæsir. 3. gr. Aðrar fuglategundir skulu friðaðar svo sem hjer segir: a. Rjúp- ur alfriðaðar á tímabilinu frá 1. fe- brúar til 20, sept., og auk þess alt árið 1915 og úr því 7. hvert ár. b. Sýslunefndum veitist heimild til að ákveða friðunartímann fyrir fýl, hverri f sínu hjeraði, þó má friðunartíminn ekki byrja síðar en 20. mars og ekki enda fyr en Ió. ágúst. c. Lundi frá 10. maí til 20 júní........d. Allar fuglategundir, sem hjer hafa ekki verið taldar, nema friðaðar sjeu með sjerstökum lögum, skulu friðaðar vera frá 1. apríl til 1. ágúst. e. Ernir skulu friðaðir 5 ár frá því lög þessi koma í gildi, en síðan ófriðaðir og teljast undir 2. gr. 4. gr. Fyrir hvern fugl, sem frið- lýstur er í lögum þessum, skal sá, er brotlegur verður, gjalda 2 kr. sekt, er tvöfaldast við ítrekun brotsins, alt að 32 kr. Brot gegn 3. gr. e. varð- ar 25 kr. sektum. 5. gr. Egg þeirra fugla, sem tald- ir eru í 1. gr., skulu friðuð vera, nemu kríuegg. Ennfremur skulu rjúpnaegg og arnaregg vera friðuð. 6. gr. Fyrir hvert friðað egg, er tekið er, skal sá, er brotlegur verður, greiða 1 kr. sekt, en fyrir arnaregg skal greiða 10 kr. sekt........... Fjárlögin. í morgun samþykti efri deild þau óbreytt eins og neðri deild skildi við þau eftir eina umræðu í fyrra- dag. Þykir rjett að gefa ítarlegt yfirlit yfir þau, þótt áður hafi verið minst á ýms atriði þeirra hjer í blað- inu. Tekjurnar eru áætlaðar 3,718,- 470 en útgjöldin 4,035,183 kr. 85 aur., svo tekjuhallinn er 316,713 kr. 85 aur. Greiðslur af lánum lands- sjóðs 450,284 kr. 05 aur. — Til æðstu stjórnar landsins, 106,000 kr.— Til alþingiskostnað 65,000. — Til landsreikninga yfirskoðunar 2,400 kr. — Til útgjalda við dómgæsluna °g lögreglustjórnina o. fl. 257,130 kr. — Til útgjalda við læknaskipun- ina 365,329 kr. 80 aur., þar af eru laun 192,400 kr.; til holtsveikisspítal- ans, 95,894 kr. 80 aur.; til geðveikra- hælisins á Kleppi 42,035 kr.; til heilshælisins á Vífilstöðum 53,000 kr. — Til póstmála 291,000 kr., þar af 35.000 f. á. til pósthúsbyggingar í Rvík. — Til vegabóta: Stjórn og undirbúningur vegagerða o. fl. 21,500 kr.: Borgarfjarðarbraut 20,000 kr.; Reykjadalsbraut 15,000 kr.; Eyja- fjarðarbraut 20,000 kr.; Húnvetninga- braut 30,000 kr.; Skagfirðingabraut 20,000 kr.; Grímsnesbraut 20,000 kr. og til viðhalds flutningabrautar 22,000 kr.; Stykkishólmsvegur 16,000 kr.; brú á Eystri-Rangá 18,000 kr.; brú á Ljá í Dalasýslu 3,000 kr.; brú á Fáskrúð í Dalasýslu 10,000 kr.; brú á Hamarsá 11,000 kr.; brú á Síká í Hrútafirði 4,000 kr.; brú á Langadalsá 8,000 kr.; til þjóðveg- ar í A-Skaftafellssýslu 5,000 kr.; til að setja dragferju á Blöndu hjá Löngumýri 1300 kr.; til Hvamms- tangavega 2000 kr.; til að gera ak- færan veg frá Kópaskeri að Jökulsár- brú 2000 kr,; til akvegar í Svarfaðar- dal 4,000 kr.; til Keflavíkurvegar (endurgreiðslu) 5,600 kr.; til stein- steypubrúa á Miðfjarðará og Hölkná 6000 kr.; til Grindavíkurvegar 5000 kr. o. fl. Alls er veitt til vegabóta 352,800 kr. — Samgöngur á sjó: Til strandferða 120,000 kr*; til Eim- skipafjelags íslands 40,000 kr.; til bátaferða á flóum, fjörðum og vötn- um 99,800 kr., alls 267,800 kr. — Til hraðskeyta- og talsímasambands 249,000 kr. — Til vitamála 95,600 kr., þar af til byggingar vita á Svörtuloftum 18,000 kr. og Ingólfs- höfða 16,000 kr. AIIs er veitt til samgöngumála 1,256,200 kr. — Til kirkju- og kenslumála: Andlega stjett- in 136,900 kr.; háskólinn 130,320 kr., mentaskólinn 82,640 kr.; gagn- fræðaskólinn á Akureyri 42,400 kr.; kennaraskólinn 28,800 kr.; stýri- mannaskólinn 16,200 kr. Til bænda- kenslu 59,900 kr. Til iðnfræðslu 15.200 kr. Til verslunarskóla 10,000 kr. Til húsmæðrafræðslu 2,400 kr. Yfirsetukvennaskóli 8,000 kr. Til kvennaskóla 28,600 kr. Til almennr- ar barnafræðslu 159,800 kr. Til unglingaskóla 42,000 kr. Til sund- kenslu og leikfimi 5,400 kr. o. fl. — Til vísinda, bókmenta og lista: Lands- bókasafnið 39,920 kr.; landsskjala- safnið 11,700; þjóðmenjasafnið 11,- 600 kr.; náttúrufræðisfjelagið 2,000 kr.; landsbókasafnshúsið 13,750 kr.; til kaupstaða og sýslubókasafna 7000 kr; til Bókmentafjelagsins 4000 kr.; til Þjóðvinafjelagsins 1,500 kr.; til Fornleifafjelagsins 800 kr.; til Sögu- fjelagsins 1,500 kr.; til útgáfu forn- brjefasafns 1,600 kr.; til útgáfu al- þingisbóka 2000 kr.; til Leikfjelags Reykjav. 4,000 kr. Skáldin Ein. Hjörl., Þorst. Erl. og Guðm. Magn. 2,400 kr. hver; Guðm. Guðm. 2,000 kr.; Vald. Br. 1600 og Guðm. Frið- jónssvn 1,200 kr. (allir f. á.). Einar Jónsson myndasmiður 1,800 kr. (f. á.). Til að kaupa listaverk og málaverk eftir íslenska menn 4,000 kr.; til Jóh. S. Kjarval 1,000 kr. (f. á.); Guð- jóns Samúelss. 600 kr. á ári; Rík- harðs Jónssonar 1,000 kr. á ári; Kristínar Jónsdóttir 400 kr. á ári; Sigfúsar Einarssonar 1,100 kr. áári; Magnúsar Einarssonar 300 kr. á ári; Jóns Ólafssonar 3,000 kr. hv. á.; ferðastyrkur til Jóns Jónssonar dó- cents 1,200 kr. f. á.; til að gefa út á þýsku „Rjettarstöðu íslands" eftir Einar Arnórsson 4,000 kr. f. á.; til Bjarna Jónss. frá Vogi til ritstarfa 1.200 kr. hv. á.; til Hannesar Þor- steinssonar 2,000 hv. á.; Boga Mel- steðs 800 kr. hv. á.; Guðm. Finnb.s. 600 kr. hv. á.; Brynjólfs Jónssonar 400 hv. á.; Bjarna Sæmundssonar 600 kr. hv. á.; Helga Jónss. 1,500 hv. á.; Helga Pjeturss 1,800 kr. hv. á.; Sigurðar Guðmundssonar 6oö kr. hv. á.; til Laufeyjar Valdimarsdótt- ur 600 kr. hv. á.; til Þórarins Guð- mundssonar 800 kr. f. á.; til Guðm. Hjaltasonar 600 kr. hv. á.; til Sighv. Gr. Borgfirðings 300 kr. f. á.; til íþróttasambands íslands 1,000 kr. f. á., 500 s. á.; til taflfjelags Rvíkur il að senda mann á skakþing Norð- urlanda 1914 400 kr. f. á. Allseru veittar til vísinda, bókmenta og lista 187,770 kr. — Til verklegra fyrir- tækja eru veittar 372,920 kr.; þaraf til Búnaðarfjelags íslands 108,000 kr.; til nýrra rannsókna til undirbúnings áveitu á Skeið og Flóa 5,000 kr. f. á.; til búnaðarfjelaga 44,000; til fyr- Stakkar, Buxur, Doppur, Skálmar, og fleira, sem er nauðsyril. fyrir menn, er stunda botnvörpuveiðar, ódýrast í Austurstræti 1. s Asg. Gr. (xiiimlaugsson A Co. irhleðslu fyrir Holtsá 3,700 kr.; til skóræktar 30,000 kr.; til húsabóta á Vöglum 2,500 kr. f. á.; til sand- græðslu 10,000 kr.; til dýralækn- inga 10,400 kr.; til efnafræðisrann- sóknarstofu í Reykjavík 8,200 kr.; til Gísla Guðmundssonar til gerla- rannsóknar 1,500 f. á.; til bygginga- fróðs manns (Rögnv. Ól.) 2,500 kr. hv. á.; til leiðbeininga í húsagerð til sveita 1,000 kr. hv. á.; til iðnaðarnáms 6,000 kr.; til fiskveiðasjóðs íslands 12,000 kr.; til fiskifjelagsins 26,500kr.; til samábyrgðarinnar 5,000 kr. f. á.; til fiskimatsmanna 16,800 kr.; til síldar- matsmanna 4,800 kr.; til sambands íslenskra samvinnufjelaga og Slátur- fjelags Suðurlands, til þess að launa erindreka erlendis, er hefur með höndum sölu og útbreiðslu landaf- urða 4,000 kr. hv. á.; til erindreka erlendis, er hefur með höndum sölu og útbreiðslu sjávarafurða 4,000 kr. hv. á.; til leiðbeiningar í ullarverkun 1,600 kr. hv. á.; til heimilisiðnarfje- Iags Islands 500 kr. hv. á.; til ung- rnennafjelaga 1,500 kr. hv. á.: til Sveirts Oddssonar til bifreiðarferða 5,000 kr. f. á.; til Hjálpræðishersins 1,000 kr. f. á.; til Steingríms Jóns- sonar til að halda áfram námi á fjöllistaskóla 800 kr. s. á.; til Egg- erts Briem til að nema rafmagns og vjelafræði 600 kr. hv. á ; til Guðm. sýslumanns Björnssonar og Snæ- bjarnar hreppstj. Kristjánssonar 500 kr. hvers; til bryggjugerðar á Sauð- árkróks 6,000; til framhalds brim- brjótinum f Bolungarvík 20,000 kr. — Til eftirlauna, styrktarfjár og til- lags í elllistyrktarsjóð 163,800 kr. — Lánveitingar úr viðlagasjóði eru heimilaðar Reykjavikurdómkirkju 20,- 000 kr.; lán til bænda til girðingar- efniskaupa 10,000 kr. hv. á.; 5,000 hv. á. handa þurrabúðarmönnum til jarðræktar og húsabóta; 25,090 kr. til sýslufjelaga, sem leggja fram á- skilið framlag til landsímalagningar; 5,000 kr. til stofnunar smjörbúa; 14,- 000 til Rangárvallasýslu til aðkaupa Stórólfshvol fyrir læknissetur; 5,000 kr. hv. á. til að koma upp korn- forðabúrum til skepnufóðurs; Hóls- hreppi í Norður-ísafjarðars. 20,000 kr. til framhalds brimbrjótnum í Bolungavík; Hvammshreppi 5,000 kr. til að raflýsa Vík í Mýrdal; Hvanneyrarhreppi 18,000 kr. til að raflýsa Siglufjörð; Jóni Björnssyni & Co. í Borgarnesi 7,000 kr. til bygg- ingar ullarþvottahúss, og Árnessýslu 25,000 kr. til áveitu úr Þjórsá á Skeiðin. Aths. Sje eigi annars getið, er fjárveiting talin eins og hún er bæði árin samtals. Milliþingaforsetar. í e. d. í fyrra dag var Júlíus Hav- steen kosinn milliþingaforseti með 11 atkv; en í n. d. gegnir Jón Ólafsson forsetastörfum milli þinga. BÚNABARFJEL. ISLANDS. Umsóknir til búnaðarfjelagsins nm styrk til nautgriparæktarfje- laga 1514, með venjulegum skýrsl- um, þurfa að vera komnar til fje- lagsins fyrir lok febrúarmánaðar. Umsóknir um styrk til búpen- ingssýninga 1914 þurfa að vera komnar til búnaðarfjelagsins fyrir 15. mars. Á sýningum þeim, sem fje- lagið styrkir, má ekki veita verðlaun fyrir sauðfje frá öðrum bæjum en þeim, þar sem fjeð hefur verið þrifa- baðað veturinn áður. Þó þarf það ekki að valda verðlaunasynjun, þótt sauðir þrevetrir og eldri hafi verið látnir óbaðaðir. Umsóknir um styrk til jarða- bóta 1914 er æskilegt að komnar sje til búnaðarfjelagsins fyrir lok marsmánaðar. Umsóknir um garðyrkjukenslu í gróðrarstöðinni í Reykjavík 1914 sje sendar Einari Helgasyni garð- yrkjumanni fyrir lók janúarmánaðar. Kenslutími 6 vikur, frá byrjun maí- mánaðar. Nemendur fá 40 kr. námsstyrk, og auk þess nokkurn ferðastyrk þeir, sem langt eru að. Umsóknir um plægingarkenslu o. fl. hjá Alfred Kristensen f Einars- nesi 1914 sje sendar honum fyrir lok marsmánaðar. Kenslutími 6 vikur, frá miðjum maí. Kostir sömu og áður. Auglýsing um drátt i ingólfslotteríinu. Samkvæmt beiðni Ingólfsnefndar Iðnaðarmannafjelagsins hjer er öllum mönnum, er það mál snertir, til vitundar gefið, að lotterídráttur um Ingólfshúsið við Bergstaðastræti, óháð öllum veðböndum, fer fram föstudag- inn 2. janúar næstkomandi kl. 10 árdegis í bæjarþingsstofunni hjer. Nefndin heitir því að láta mála húsið og gera við það, er aflaga kann að hafa farið, áður en drátturinn fer fram. Húsið er virt til brunabóta á kr. 10347,00. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 21. júlí 1913. Jón Magnússon. jtf. jMagnús (JiíIím) læknir, sjerfræðingur í húðsjúk- Pinglok. Fundur f samein. þingi hófst kl. 1 f dag. Tvö mál lágu þar fyrir til úrslita: frumv. um að sendiræðis- mönnum erlendra ríkja veitist leyfi til að flytja inn vín til heimilisþarfa, og frumv. um nýja seríu bankavaxta- brjefa í Landsbankanum. Voru bæði samþykt. Var svo þingi slitið kl. 3r/a. Pingrof. Af samþykt frumv. um breyting á stjórnarskránni leiðir það, að þing verður nú rofið, nýjar kosningar látnar fram fara og aukaþing næsta sumar. Stjórnarskrárbreytingafruinv. er prentað hjer þannig, að menn geti klipt það frá blaðinu. dómum* Viðtalstími kl. 9—11 árdegis. Kirkjustræti 12. íbrúkuð íslensk’alls- borgar enginn betur en Helgi Helgason (hjá Zimsen) Reykjavík. Eggert Claessen yflrrjottarmálaflutnlngsmaður. Pósthússtrœtl 17. Venjulega helma kl. 10—11 og 4—B. Talalml 16. Oddur Gislason yfírrjettarmálaflutnlngsmaður, Lanfásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. Auglýsingum í „Lög- rjetlu“ tekur afgreiðslan við eða prentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.