Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.09.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 13.09.1913, Blaðsíða 4
158 L0GRJETTA 11. gr. 18. gr. stjórnarskrárinnar orðist þannig: Kjörgengur við óhlutbundnar kosningar er hver sá, sem kosningarrjett á til þeirra; kjósa má samt þann mann, sem á heima utan kjördæmis, eða hefur átt þar heima skemur en eitt ár. Kjörgengur við hlutbundnar kosning- ar er hver sá, er kosningarrjett á til þeirra. Heimilisfesta innan lands er skilyrði fyrir kjörgengi, bæði við hlutbundnar og óhlutbundnar kosningar. Þeir dómendur, er hafa ekki umboðsstörf á hendi, eru þó hvorki kjör- gengir til neðri nje efri deildar.6) 12. gr. 7. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt 1903 (19. gr. stjórnarskrár- innar) falli burt, en í staðinn komi: Reglulegt Alþingi skal saman koma lögmæltan dag annaðhvort ár, hafi konungur ekki tiltekið annan samkomudag fyrri það ár. Breyta má þessu með lögum. Nú krefst meiri hluti þingmanna hvorrar deildar, að aukaþing sje haldið, og kveður þá konungur Alþingi til setu svo fljótt sem unt er. Eigi má það þing lengur sitja en 4 vikur, án samþykkis konungs.7) 13. gr. Á undan 20 gr. stjórnarskrárinnar komi ný grein svo látandi: Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess nje frelsi. lk. gr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903 (1. málsgr. 25. gr. stjórn- arskrárinnar) falli burt, en í staðinn komi: Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, undir eins og það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga íyrir það fjárhagstímabil, sem í hönd fer.8) 15. gr. 26. gr. stjórnarskrárinnar falli burt, en í staðinn komi: Sameinað Alþingi kýs 3 yfirskoðunarmenn, og skulu þeim veitt laun fyrir starfa sinn. Feir skulu kosnir með hlutfallskosningu. Yfirskoðunarmenn þessir eiga að gagnskoða árlega reikninga um tekjur og gjöld landsins, og gæta þess, hvort tekjur landsins sjeu þar allar taldar, og hvort nokkuð haíi verið út goldið án heimildar. Þeir geta, hver um sig, tveir eða allir, krafist að fá allar skýrslur þær og skjöl, sem þeim þykir þurfa. Síðan skal safna þessum reikningum fyrir hvert flárhagstímabil í einn reikning og leggja hann fyrir Alþingi ásamt athugasemdum yfirskoðunarmanna, og skal því næst sam- þykkja hann með lögum. Rjett er yfirskoðunarmönnum, einum eða fleirum, að fá að sjá reikn- inga og bækur gjaldkera landssjóðs, og sömuleiðis stjórnarráðsins, fyrir ár það, sem er að líða eða liðið er. Þyki þeim nokkuð athugavert, skulu þeir gera eftirmönnum sínum vísbendingu um það skriflega.9) 16. gr. 29. gr. stjórnarskrárinnar falli burl, en í staðinn komi: Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess sje löglega kosnir, svo og úr þvi, hvort þingmaður hafi mist kjörgengi.10) 17. gr. Aftan við 45. gr. stjórnarskrárinnar bætist: Breyta má þessu með lögum.11) 18. gr. Aftan við 47. gr. stjórnarskrárinnar bætist: 7) Síðari málsgreinin, um rjett meiri hluta þingmanna til að kreQast aukaþings, er ný viðbót. 8) Hjer er breytingin sú, að ekki sje fastákveðið, að fjárhagstímabilið skuli vera 2 ár, eins og gert er i núgild. stj.skrá, og er það í samræmi við 20. gr. stj.skrárinnar, er heimilar þá breytingu með einföldum lögum, að alþing verði haldið oftar eða sjaldnar en annaðhvort ár. 9) Nú kjósa deildir þingsins sinn endurskoðunarmanninn hvor. Hjer er nokkru nánar ákveðið um starf endurskoðunarmanna cn áður. 10) Hjer er það ný viðbót, að alþingi er falið að skera úr þvi, hvort þingmaður hafi misl kjörgcngi. 11) 45. gr. núgild. stj.skrár mælir svo fyrir, að hin evang. lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja a íslandi og hið opiobera að því leyti styðja hana og vernda. Nú má með einföldum lögum breyta þessu. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til neinnar annarar guðsdýrkunar en þeirrar, er hann sjálfur aðhyllist. Nú er maður utan þjóðkirkjunnar, og geldur hann þá til háskóla ís- lands, eða einhvers styrktarsjóðs við þann skóla, eftir því sem á verður kveð- ið, gjöld þau, er honum ella hefði borið að greiða til þjóðkirkjunnar, enda heyri hann ekki til öðrum trúarbragðaflokki, er viðurkendur sje i landinu. Breyta má þessu með lögum.12) 19. gr. 48. gr. stjórnarskrárinnar falli burt, en i hennar stað komi: Hvern þann, sem tekinn er fastur, skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sje hann eigi jafnskjótt látinn laus, skal dómari, áður sólarhringur sje liðinn, leggja rökstuddan úrskurð á, hvort hann skuli settur í varðhald. Megi láta hann lausan gegn veði, þá skal ákveða í úrskurði, hvert og hversu mikið það skuli vera. Úrskurði dómara má þegar skjóta til æðra dóms, og fer um birting og áfrýjun slíks úrskurðar sem um birting og áfrýjun dóms i sakamálum. Engan má setja i gæsluvarðhald fyrir sök, er að eins varðar fjesekt eða einföldu fangelsi.18) 20. gr. 60. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo: Sjerrjettindi, er bundin sje við aðal, nafnbætur og lögtign, má eigi lögleiða. 21. gr. 61. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo: Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þess- ari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki beggja þingdeildanna, skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til al- mennra kosninga af nýju. Samþykki báðar deildir þingsins ályktunina ó- breytta, og nái hún staðfestingu konungs, þá hefir hún gildi sem stjórnar- skipunarlög. Nú samþykkir Alþingi breyting á sambandinu milli íslands og Dan- merkur, og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþyktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.14) Akvæði um stundarsakir. Umboð konungkjörinna þingmanna falla niður, þegar stjórnarskipunar- lög þessi koma í gildi, og skulu þá kosnir i fyrsta sinn 6 þingmenn til efri deildar og jafnmargir varamenn með hlutfallskosningum um land alt. Á fyrsta reglulegu Alþingi eftir kosningar skal ákveða með hlutkesti, hverjir skuli fara frá eftir 6 ár, þeirra sem kosnir voru hlutbundnum kosn- ingum. Almennar óhlutbundnar kosningar skulu fara fram sem fyrst eftir hlut- tallskosníngar, og ekki síðar en innan ársfjórðungs. 2. málsgrein 11. gr. tekur ekki til dómara þeirra, er nú skipa lands- yfirrjettinn. Heimilisfesta innanlands er ekki skilyrði fyrir kjörgengi þeirra manna, sem þá kunna að eiga setu á Alþingi, er stjórnarskipunarlög þessi öðlast gildi. 12) 47. gr. núgild. stj.skrár er svohljóðandi: »Enginn má neinsímissa af borgara- legum og þjóðlegum rjettingum fyrir sakir trúarbragða sinna, nje hcldur má nokkur fyrir pá sök skorast undan almennri tjelagsskyldu«. 13) Aðalbreytingin er hjer, að sett cr »áður sólarhringur sje liðinn« fyrr »áður 3 dagar sjeu liðnir« í nú^ild. stj.skrá. 14) Síðari málsgreinin, um almenna atkv.greiðslu um breyting á sambandi ís- lands og Danmerkur, er ný viðbót.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.