Lögrétta - 01.10.1913, Síða 2
162
L0GRJETTA
Netagarnið,
4ra- og 5-þiPtta, er koinið.
Hvergi lægra verð í borginni en í
• AUSTURSTRÆTi 1. •
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
ÍUP L H.
rt?
Priöja
Þjer hafið, herra ritstjóri, hvað
eftir annað lagt þessa spurningu
fyrir Iesendur yðar, og það í þeim
tón eins og L. H. B. hefði ekkert
gert. Enginn hefur orðið til þess
að svara henni, svo það lítur út sem
engum sjeu ljós afrek þessa manns.
Ur þvf nú enginn hefur treyst sjer
til að leysa úr þessari spurningu,
þá vil jeg ieyfa mjer að benda á
nokkur afrek hans, sem hann hefur
áorkað beinlínis eða óbeinlínis.
1. í bankaráð íslandsbanka var
hann kosinn á þingi 1903, þó hann
hefði barist með hnúum og hnefum
gegn stofnun þess banka, og sat
þar í 7 ár; fyrir það hefur hann
fengið 1000 kr. í laun árlega og
hlutdeild í ágóða, sem mun jafna
sig upp með 600 kr. árlega, eða
alls.....................kr. 11,200
2. Þar næst var hann
skipaður í milliþinga-
nefnd í kirkjumálum.
Nefndin var skipuð 22.
apríl 1904, og átti auð-
vitað að hafa lokið störf-
um sínum fyrir þing 1905,
en hún treindi sjer starfið
svo lengi, að hún kom
fyrst með tillögur sínar
fyrir þingið 1907. Nefnd-
in kostaði samkvæmt
Landsreikningnum kr.
4,756,29, og hefur hann
þá fengið að minsta kosti
fimta hluta af þessari upp-
hæð.......................— 950
3. Þá var hann einn í
millilandanefndinni, og
samdi, eins og menn muna,
Betænkning VI., sem all-
fræg er orðin, og iðulega
er vitnað til í stjórnlaga-
fræðinni nýju. Nefndin
fór hjeðan um miðjan fe-
brúar og sat til maíloka,
eða um 100 daga. Að'
sögn tók nefndin 20 kr.
á dag, aðrir segja 22 kr.,
og enn aðrir 24 kr. Það
er mjer hulið, hvað rjettast
er, en jeg tek lægstu
töluna, og kemur þá út
sú laglega summa ... — 2,000
4. Var hann svo lítil-
þægur að taka að sjer
endurskoðun landsreikn-
inganna í tvö ár. Laun
fyrir það 600 kr. árlega . — 1,200
5. Enn má nefna, að
að hann fjekk styrk til
að læra lög á ný, áður
en hann varð kennari við
lagaskólann...............— 2,500
6. Loks var hann skip-
aður formaður amtsráðs
Vesturamtsins, þegar amt-
mannaembættin voru lögð
niður. Því starfi gegndi
hann í 3 ár fyrir 300 kr.
árlega, og að auki fjekk
hann 300 kr. fyrir upp-
gerð amtsbúsins Stj.tíð.
1907 B, bls. 146 ... — 1200
Kr. 19,050
Alls hefur því þessi bitlingahatari
og ósjerplægni maður fengið fullar
19 þúsund krónur handa sjálfum sjer,
og hver getur svo sagt að hann hafi
ekkert afrekaðf X.
Nýjar steinolínnámnr eru sagðar
fundnar við Hope í Hannover og
olían þar ágæt.
Símað er frá Khöfn í gærkvöld:
„Tyrkir og Grikkir deila út af eyj-
unum í Grikklandshafi og öðrum frið-
arkostum. Grikkjakonungur skyndi-
lega kallaður heim. Þriðja Balkan-
stríðið virðist í aðsigi".
Frí fjalládi i ttiiða.
Heiðursamsæti. Sunnudaginn 14.
þ. m. hjeldu Vatnsdælingar samsæti
að Undirfelli þeim heiðurshjónum
Birni bónda Guðmundssyni og hús-
freyju Þorbjörgu Helgadóttur frá
Marðarnúpi, til minningar um 50 ára
hjúskap þeirra. Samsæti þetta sátu
nærfelt sex tugir manna, flestir bú-
endur úr dalnum, sóknarpestur, börn
og vandamenn þeirra hjóna. Fór það
vel og skipulega fram. Að endaðri
skálaræðu fyrir minni þeirra hjóna,
færðu sveitungar þeirra þeim tvo gripi
að gjöf, honum silfurbúinn staf með
skornum rostungstannarhaus, en henni
kaffikönnu úr silfri, hvorttveggja með
áletruðum nöfnum þeirra og ártali:
1863—1913. Börn þeirra gáfu þeim
silfurbikar. Mörg minni voru drukk-
in, bæði vandamanna þeirra hjóna
nær og fjær o. fl. Nokkur kveðju-
skeyti, ásamt heillaóskum, voru þeim
send: Frá syni þeirra landlækni
Guðm. Björnssyni, Svínavatnshrepp-
ingum o. fl. Kristján kennari Sig-
urðsson flutti þeim snjalt kvæði. Að
loknu borðhaldi skemti fólkið sjer
við söng og dans til kl. 12 um nótt-
ina. Fimtíu ára búskapur er því
miður fremur sjaldgæfur hjer á landi,
en þó mun það sjaidgæfara, að sjá
hjón eftir hálfrar aldar strit við bú-
skap halda sjer líkt sem þessi hjón
gera. Hann — 79 ára — er að
sönnu orðinn stirður og stinghaltur,
en er enn „þjettur á velli og þjettur
í lund“, sem til forna. Hún — 75
ára — kát og lífsglöð eins og í
gamla daga. Sje litið yfir búskap-
arferil þeirra hjóna, barnauppeldi
o. fl., virðist sem sú hugsjón hafi
ráðið í hvívetna: fyrir ættjörðina
gerðum við það, sem við gátum. —
Vatnsdœlingur.
Myndir af þeim Birni og Þor-
björgu koma innan skamms í „Óðni"
Gunnar Gunnarsson:
Hjálmar flækingur.
Það fór ekki sem best orð af
Hjálmari. Margir nörtuðu í hann.
En því gat enginn neitað, að hann
væri framúrskarandi rennari.
Að vísu voru hlutir, sem hann
hafði rent, sjaldgæfir — eins og alt
annað gott. Orsökin var sumpart sú,
að hann hafði hvergi verkstæði, held-
ur flæktist hann stöðugt bygð úr
bygð. En þar eð honum — eins og
allir vissu — oft hafði verið böðið
verkstæði með smíðatólum upp á
ágæt kjör, verður því ekki neitað,
að höfuðorsökin var ótætis letin í
honum og leiði hans á reglubundinni
vinnu.
Jafnvel í sjálfum höfuðstaðnum
hafði honum staðið til boða húsnæði.
Regnkápur
á karlmenn og unglinga
nýkomnar i stóru Úr v ali
• í AUSTURSTRJITI l.a
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
og með þeim grein eftir Björn á
Kornsá.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Það
er sagt í síðasta tb!.. að hún
eigi að kosta 8000 kr. En þetta er
ekki nema að nokkru leyti rjett. Það
er trjeverkið eitt, sem samið hefur
verið um fyrir 8000 kr. Þar fyrir
utan er svo grunnur og gólf að
nokkru leyti, því það á að vera
steypt í ganginum inn eftir kirkj-
unni. Stærðin á henni er sögð 28 X
18 álnir. — Talað er um að gera
grafreit í hrauninu þar skamt frá í
katakombu-stfl, þ. e. hella, sem
grafirnar verði múraðar í til beggja
hliða.
Bátstapi á ísafirði. Þar fórst
bátur með 3 rnönnum aðfaranótt 30.
f. m. Er haldið, að þeir hafi siglt
sig um, því báturinn fanst á hvolfi
og hvast veður hafði verið.
Þeir, sem þarna fórust, voru Guðm.
Guðmundsson frá Sæbóli, Guðm.
Finnbogason og Þórður Grunnvík-
ingur, allir ísfirðingar. Guðm. Finn-
bogason lætur ettir sig konu og
börn.
Reykjavík.
Slys við Hafnargerðina. Það
slys vildi hjer til f gærkvöld, að
maður fjell í sjóinn af hafnargarðin-
um nýja og druknaði; hafði sporð-
reists planki, sem hann gekk eftir.
Maðurinn hjet Tómas Tómassonog var
verkamaður við hafnargerðina.
Fæðingardagur konnngs. Hans
var minst með samsæti 26. þ. m. og
í því um 50 manns. Forsetar þings-
ins, þeir Júl. Havsteen og J. Ólafs-
son, sendu konungi heillaóskaskeyti
og fengu aftur frá lionum svör og
þökk.
Bílafjeiag er nýstofnað hjer í
bænum og í stjórn þess A. Tulinius
fyrv. sýslum., P. Þ. Gunnarsson hó-
telsstjóri og Sv. Björnsson yfird.
lögm. Fjelagið ætlar frá næsta vori
að hafa 5 bíla í förum hjeðan út
frá bænum.
Matth. Jochumsson skáld er
væntanlegur hingað í haust og ráð-
gerir að dvelja hjer í bænum næstk.
vetur.
2
„Það var hár maður, með pípuhatt
á höfðinu, sem freistaði mín“, var
hann vanur að segja. „Hann sýndi
mjer verkstæði, í nýju húsi, sem ilm-
aði af fernis og trjáhvoðu; rennibekk,
svo skínandi fagran, að mig klæjaði
í gómana eftir að snerta við honum,
eins og þegar jeg sje unga blómarós;
skáp, fullan af allavega sporjárnum,
sem hefði mátt renna með allan
skollann. Hann vildi ráða mig, sam-
stundis, og láta mig fara að vinna —
og gefa mjer peninga ofan í kaupið.
Jeg tók við peningunum, krotaði eitt-
hvað á blað og hjelt svo heim á leið,
þangað sem jeg gisti. En jeg gat
ekki sofið þá nótt; það var nú iika
í miðju bjartnættinu, og jeg vissi, að
úti flugu allavega lit fiðrildi blóm af
blómi, og sugu döggina, sem hafði
drukkið í sig fínasta ilm blómsins. Þá
hugsaði jeg með sjálfum mjer, að nú
væri að duga eða drepast, og sagði
eins og Jesús við freistarann forðum:
Vík frá mjer og — já, um morgun-
uninn var jeg allur á burtu".
Upp frá því gekk Hjálmar í eilíf-
Silfnrhrdðkaup áttu Einar skáld
Hjörleifsson og frú hans 22 f. m.
Fimtánhundraðasti fundur í
stúkunni „Verðandi", elstu Templ-
arastúku Reykjavíkur, var haldinn
síðastl. miðvikudag.
Guðmundur Magnússon pró-
fessor varð fimtugur 25. f. m.
Hann dvelur nú erlendis.
Íslandsglíman. Það kvað ekki
mikið að henni í þetta skiftið. Að-
eins 4 reyndu sig, 2 frá glímufjelög-
unum hjer í bænum og aðrir 2 frá
glímufjelögum í Þmgeyjargýslu. Sig-
urjón Pjetursson vann nú beltið í 4.
sinn, feldi hina þrjá, en næstur hon-
um var Guðm. Kr. Guðmundsson,
þá Kári Arngrímsson frá Ljósavatni,
en Magnús Jakobssoh^frá Ungm.fjel.
Reykdæla, síðastur. G. Kr. G. var
frá U. M. F. R., en Sigurjón frá
Ármannsfj elaginu.
Til Ameríku fóru hjeðan með
„Sterling" síðast ungfrú Salóme Ól-
afsdóttir saumakona hjeðan úr bæn-
um og ungfrú Jóhanna Þ. Guð-
mundsdóttir, starfsstúlka frá Heilsu-
hælinu á Vífilsstöðum.
Dáinn er hjer á Landakotsspítal-
anum 27. f. m. Kristján H. Jónsson
prentari frá ísafirði, áður útgefandi
og ritstjóri „Vestra". Hann hafði
legið hjer þungt haldinn frá því um
mitt sumar. Konu Jætur hann eftir
S'S °S 5 börn ung. Hann var dugn-
aðar maður og drengur góður.
Barnaskólinn. Bæjarstjórnin hef-
ur nýlega samþykt eftirfarandi 5
ákvæði um kensluna þar:
1. Að framvegis verði ekki tek-
3
um ótta fyrir að maðurinn með pípu-
hattinn, sem hann hafði þegið pen-
ingana af, mundi láta boð út ganga,
og hann yrði tekinn fastur. Þess
vegna kom hann aldrei upp frá þeim
degi í nánd við nokkurn valdsmann,
°g nálgaðist, þó ekki væri nema
hreppstjóri þann bæ, sem hann var
staddur á, flýði hann óðara alt hvað
af tók.
Hjálmar flakkaði eirðarlaust, vetur
og sumar, stað úr stað, hringinn f
kring um landið alt, og æfinlega
fótgangandi.
Dvalastaðir hans urðu smám sam-
an þeir sömu, ferð eftir ferð. En
ætíð kom hann að óvörum. Stund-
um var hann í leiðangri árum saman,
áður hann kom á sama bæinn aftur;
stundum var hann aftur á móti ekki
nema nokkrar vikur eða mánuði í
burtu.
Hann var forvitinn á frjettir, sagði
vel og fúslega frá þeim, sem hann
sjálfur vissi, og var því nokkurskon-
ar frjettablað, sem fólki, er bjó á
útkjálkum, þótti gaman að rýna í.
in í skólann yngri börn en 8 ára, og
eigi svo mörg, sem orðin eru 14 ára
eða eldri, að fjölga þurfi bekkjum.
2. Að 8 og 9 ára börnum sje
eigi kent nema 2 stundir á dag.
3. Að 8 og 9 ára börnum sje
aðallega kent í sjerstökuui bekkjum,
I. og II., en ekki með börnum á
skólaskyldualdri, og greitt sje skóla-
gjald fyrir þau.
4. Að fækkað sje stundum til
bóklegs náms, byrjað með mjög litlu
og látið aukast smátt og smátt eftir
því, sem börnin hækka í bekkjunum
og þeim fer fram.
5. Að aðgreining sje gerð í bekk
á milli barna á líku reki eftir hæfi-
leikum.
Sig. Jónsson barnakennari hefur
síðan gefið út flugrit, „Barnaskólinn
og bæjarstjórnin", og er hann þess-
um nýju ákvæðum mjög mótfallinn.
Fyrirspurn. Er það lögum
samkvæmt, að útlent hlutafjelag
geti notað nöfn tveggja „firma",
til þess að versla með í sömu húsum
og á sama verslunarstað? — annað
þeirra var þinglesið á manntalsþingi
í vor sem leið en hefur samt ennþá
ekki leyst hið lögboðna verslun-
arleyfi, en hitt hætti verslun við árs-
lok 1912. — J. Jónsson.
Svar: Fráleitt hefur nokkurt
hlutafjelag leyfi til þess, að nota
þannig annað en sitt eigið firma,
og auðvitað má ekki versla undir
nafni neins firma, sem ekki hefur
verslunarleyfi.
Fyrsta svariö upp á fyrir-
spurnina, sem Lögr. hefur flutt um
það, hvað lægi eftir L. H. Bjarna-
son, er nú komið og má lesa það á
öðrum stað í blaðinu. En nokkuð
er það á annan hátt en Lögr. hafði
búist við. Það er auðvitað mikið í
í það varið, að vera fengsæll á fje
4
En þó var, jáfnopinskár eins og
hann virtist vera, eitthvað leyndar-
dómsfult við hann, eins og við þann,
er þegir um sumt, er hann veit.
Orsökin var víst sú, að menn þótt-
ust vita, — þó enginn gæti fært á
það sönnur, — að meðal annara
hluta í strigapokanum sínum bæri
hann meira eða minna saklausa pistla
milli manna og kvenna, sem væru of
leynilegir til þess að sendast með
póstinum.
Aldrei — eða að minsta kosti
mJög ógjarna, — settist hann að á
sama stað meira en eina nótt í senn
og þá aðeins í manndrápsbyl, því
honum varð aldrei misdægurt. —
Að sofa tvær nætur í einu í sama
rúminu, þoldi flökkublóðið í honum
með engu móti.
Þó hann, eins og áður er sagt,
færi ekki nema til næsta bæjar —
það var þó ofurlftil umbreyting. Og
stöðug umbreyting var orðin lífskil-
yrði fyrir hann.
Verkefni tók hann sjer aldrei í
hönd. Nema ef einhver húsmóðir
Allar vefnaðarvörur
eru ódýrastar og bestar
hjá Th. Th. Ing-ólfshvoli.
II verg’i í bænum er meira t'ir* aö veljji aí
>V»1UAI VÖRUM með jafn lágu verði og í
Fataverslun TH. TH. & Co. Austurstræti 14. j
Aí þeim er nú gefinn lQ°/o afwláít ur.