Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 08.10.1913, Side 3

Lögrétta - 08.10.1913, Side 3
L0GRJETTA 171 er nú flutt í Austurstæti 22 (gamla prestaskólahúsið) og fara þar fram almennar lækningar á þriðjudögum og föstudögum kl. 12—1. Tannlækningar á þriðjudögum kl. 2—3. Eyrna- nef- og hálslækn- ingar á föstudögum kl. 2—3, en ókeypis augnlækningar verða fyrst um sinn hjá augnlækninum í Lækjargötu 2 (suðurdyrnar, uppi) á miðvikudögum kl. 2—3. Áuka-niðurjöfnunarskrá Reykjavíkur liggur almenningi til sýnis á bæjarþingstof- unni dagana 8.-24. okt. cPáfí Cinarsson. Jeg sting upp á þessum nöfnum á skip Eimskipafjelags lslands: Norðurlandsskipið: ________________________________________ Suðurlandsskipið: hjá Guðrúnu Jónsdóttur. sem undanfarln sumur liefur haft k hendi matsölu k Þlngvöllum. Hvern, sem farið hefur í bíl milli Iiafnarfjarðar og Reykjavíkur, hlýt- ur að hrylla við því, að heyra vagn- stjórann hæla sjer at því að hafa ekið þá, leið á 15 mínútum — eins og vegurinn er nú. En það væri hæfilegur hraði á góðum vegi. 7. Xosningarnar nsstn. Þingrofið, sem nú stendur til, fer fram vegna stjórnarskrárbreytinganna, sem samþyktar voru á alþingi í sum- ar. Með kosningunum næstu eiga kjósendurnir að láta í ljósi, hvort þeir sjeu þeim samþykkir eða ekki. Lögr. álítur, að taka skuli frum- varpinu eins og það er, samþykkja það óbreytt á næsta þingi. Og þó er hún ekki ánægð með allar grein- ar þess, eins og fram var tekið í síðasta tbl. En hún telur samt sem áður rjettast, að láta þar við sitja, óvíst, að því fengist mjög til batn- aðar breytt, sem ábótavant er, þótt deilt yrði um það áfram, en hitt víst, að með breytingum eru margar þær umbætur fengnar, sem allir geta orðið ásáttir um. Síðan Lögr. kom út stðast hafa lfka tvö blöðin, fsaf. og Þjóðv., tekið eindregið í sama strengin og hún, að samþykkja beri stjórnarskrárfrumvarpið óbreytt. Líklega verða þá ekki miklar deilur út af því við kosningarnar, sem í hönd fara. En samt er þetta aðalmál kosninganna. Því má ekki gleyma. Það má ekki hverfa inn í hrærigraut annara mála. Og alger- lega óþarft líka, að vekja upp önn- ur deilumál við kosningarnar, sem beri það ofurliða og geti stofnað því í tvísýnu. Það er ekki síst ó- þarfi vegna þess, að verði stjórnar- skrárbreytingarnar samþyktar ó- breyttar á næsta þingi, þá fara nýjar kosningar fram undir eins að því loknu. Þá er aðeins kosið nú til aukaþingsins að sumri. Þó undarlegt megi virðast, þá Iít- ur út fyrir að ísaf. hugsi sjer enn kosningar um sambandsmálið. Hún vill að þær verði mótmæli gegn „samningatilraununum við Dani í sambandsmálinu". Og hún vill láta á sjer skilja, að hún hafi enn beyg af sambandslagafrumvarpinu frá 1908. Því er nú ver og miður, að ekki er hægt að kjósa að þessu sinni beinlínis um sambandsmálið, um samþyktirnar milli Heimastj.manna og Sjálfstæðismanna frá 1912, eða um frumvarpið frá 1908. En það er Dönum að kenna en ekki íslending- um, að þetta er ekki hægt nú. Þeir vilja nú hvorugt samþykkja. En fylgið við samtökin frá 1912, „bræð- inginn" svo kallaða, var svo mikið um alt land, að enginn efi er á því, að ef um þau hefði mátt kjósa nú, þá hefðu þau orðið ofan á með miklu meirihlutafylgi. Og Lögr. hyggur líka, að frumvarpið frá 1908 hafi nú fylgi meiri hluta Iandsmanna. En um það tjáir ekki að tala að svo stöddu. Við höfum yfirlýsingu frá Dönum um, að hvorugt þetta sje fáanlegt að svo komnu. Fyr en milligöngumanni okkar við Dani, ís- lenska ráðherranum, tekst að þoka þessu eitthvað til, er ekki til neins fyrir okkur að vera að rífast um þetta við kosningar hjer heima fyrir. Og síst væri það rifrildi happavæn- legt, þegar um er að ræða kosningar til eins aukaþings, þar sem höfuðmálið er, að binda enda á breytingar á stjórnarskránni. En Lögr. getur ekki gengið fram hjá að minnast á, hve undarlegt það er, að heyra ísaf. halda því fram, að kosningarnar nú eigi að mót- mæla „samningatilraunum við Dani í sambandsmálinu". Allir vita það, að blaðið ísaf., ritstjóri hennar, vinir hennar og styðjarar gengu í fyrra í einn flokk með Heimastjórnarmönn- um, „Sambandsflokkinn", sem mynd- aður var með því markmiði, að ná samningum við Dani um sambands- málið, sem allir gætu sætt sig við. Og ísaf. hefur fylgt þessari stefnu. Þó hún vildi ekki þá kosti, sem frek- ast voru fáanlegir haustið 1912, þá var það ekki afneitun þeirrar stefnu, sem hún hafði heitið fylgi og fylgt. Og þó hún vildi það, eins og aðr- ir, að málið hvíldist um hrfð, en væri ekki tekið upp á þinginu í sumar, sem leið, þá var það ekki heldur afneitun þeirrar stefnu, sem hún áður hafði tekið upp í málinu. En nú vill hún draga það * inn í kosningaþrætuna til þess að mót- mæla þar þeirri stefnu, sem hún sjálf hefur heitið fylgi og fylgt tvö síðastl. ár. í kosningahríðinni 1911 varþvíhald- ið að mönnum fram í rauðan dauðann af ísaf., að þá væri kosið um sam- bandsmálið og ekkert annað. Margir muna enn, hvernig þær kosningar fóru. Það sýndi sig þá, að kjósend- urnir voru ekki eins hræddir við sambandsmálsstefnu Heimastjórnar- flokksins og blaðið hjelt. Og með samtökunum í ársbyrjun 1912 var það sýnt, að stefnumunurinn í þessu máli milli aðalflokkanna í landinu var ekki eins mikill og látið hafði verið. Það var sýnt, að hægt var að brúa það sund. Reyndist, meira að segja, ekki mjög erfitt, þegar til kom. Og ísaf. og hennar lið vann í sambandi við Heimastjórnarblöðin og Heimastjórnarmenn að þessari brúarbyggingu. En nú virðist hún vera farin að sjá eftir, að hún gekk inn á þá braut. Hún er að afsaka þetta fyrir einhverjum, sem hún þó ekki nefnir. Og það er auðmýkt yðrunar og afturhvarís í tóninum. En vottur um trú og sannfæringu er þó enginn í orðunum. Hver setning er mótuð af hiki og fálmi, vandræðum og ráða- leysi. Og það er ekki nema von, að svo sje. Málstaðurinn er svo veill. Það er engin fótfesta til, þar sem hún er nú að leita fyrir sjer með tánni. Að kalla til þeirra, sem vildu fá breytingar á sambandslagafrum- varpinu við kosningarnar 1908 og biðja þá, að taka nú höndum sam- an aftur, það er ekki annað en hróp út f veður og vind. Getur ekki ann- að verið. Hvaða tengsl ættu það svo sem að geta verið milli manna nú, að þeir hafi 1908 óskað ein- hverra óákveðinna breytinga á sam- bandslagafrumvarpinu, einn þessarar, annar hinnar o. s. frv. ? Öllum lands- lýð er það kunnugt, að flestir helstu mótgangsmenn frumvarpsins 1908 hafa síðan myndað flokk með Heima- stjórnarmönnum til þess að vinna að framgangi sambandsmálsins. Og um alt Iand var þessum samtökum tekið níjög vel. Þegar nú blað, sem verið hefur í þessum samtökum og starf- að að þeim, hrópar upp um samtök milli þeirra, sem viljað hafa breyt- ingar á sambandslagafrumvarpinu 1908, þá er það eins og hróp í þoku frá viltum manni, sem mist hefur allar áttir. Og enn undarlegra og óskiljan- legra verður þetta óp blaðsins þeg- ar þess er gætt, að í stjórnarskrár- frumvarpinu, sem aukaþinginu að sumri er ætlað að samþykkja, stend- ur skýlaust ákvæði um, að „breyt- ing á sambandinu milli íslands og Danmerkur skuli leggja undir at- kvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþyktar eða synjunar". Því er miður, að ekki er til neins að kjósa um sambandsmálið nú, ekki hægt að leggja það undir atkvæði kjósenda í neinni mynd. En ef eitt- hvað ætti samt sem áður um það að segja nú við kosningarnar, þá ætti það fyrst og fremst að vera það, að menn lýstu vantrausti á þeim mönn- um og blöðum, sem altaf eru að hringla í málinu aftur á bak og áfram, sítalandi um það og vitandi þó ald- rei í hvern fótinn þau eiga að stíga, en kysu þá eina, sem styddu sam- tökinogsamvinnunaíþessu máli meðal sem flestra manna í landinu. Nýútkomið „Kirkjubl." talar um kosningarnar næstu. Það kallar þingið í sumar „Hrossakaupaþingið". Það lítur á fjármálameðferðina þar að sumu leyti líkt og gert er í grein Jóh. Jóhannessonar kaupm. hjer í blaðinu. Ög „alt er orðið ábyrgð- arlaust", segir það, vegna flokkariðl- unarinnar. „Símaútgjöldin miklu 1905 voru af völdum þingflokks, undir for- ustu ráðherra, sem bar veg og vanda af. Þar maðurinn, sem að mátti ganga. Ekkert því Iíkt á þessu þingi". Það vill leggja að kjósendum við næstu kosningar um „aðhaldogíhald við fjárausturinn". Þar telur það vera „kosningarefnið mikla". En munurinn mikli liggur í því, til hvers fjeð er notað. Sje það lagt f almenn framfarafyrirtæki, eins og t. d. símafyrirtækið var og járnbraut- arfyrirtækið er, sem svæft var á síð- asta þingi, þá er öðru máli að gegna heldur en þegar eytt er fje á báða bóga og þess sjer hvergi stað á eftir. €imskipajjdagií. Hvað eiga íslensku skipin að heita? Skeyti frá Vestur-íslendingum. Eins og sjá má í auglýsingu á öðr- um stað í blaðinu, hefur nú bráða- birgðastjórn fjelagsins ákveðið, að stofnfundur þess verði haldinn hjer í Reykjavík 17. janúar næstk. Síðastl. sunnudag kom skeyti frá forgangsnefnd málsins í Winnipeg, en í henni sitja 15 menn, og var skeytið sent af Tómasi H. Johnson lögmanni og þingmanni. Íþvísegir, að nefndin styðji fyrirtækið. Al- mennur fundur um það hafi verið haidinn fyrir 3 vikum. Útlitið sje gott. Enn er tími til að skrifa sig fyrir hlutum í fjelaginu fyrir þá, sem ekki hafa þegar gert það, og hina, sem kynnu að vilja bæta við það, sem þeir hafa lagt fram, eða skrifað sig fyrir. Þótt kalla megi, að fjársöfn- unin hafi gengið vel, þá er enn þörf fyrir meira fje. Og margir eru þeir enn, sem ekki hafa lagt neitt fram. Lesið auglýsinguna frá bráða- birgðastjórn fjelagsins. Skipin eiga að verða tvö, annað Norðurlandsskip, hitt Suðurlandsskip. Hvað vilja menn láta skipin heita? Lögr. býður mönnum að keppa um val á nöfnum og skulu verðlaun gefin fyrir bestu nöfnin, sem tekin verða, en úrskurðarvald um það hefur væntanleg stjórn fjelagsins. Uppástungarnar verða birtar f Lögr. Hjer í blaðinu er seðill, ætlaður til útklippingar, sem menn geta skrifað uppástungur sfnar á og sent sfðan blaðinu. Balkandeilan. Serbar og Montenegrómenn hafa sent 50 þús. manna her inn í Al- baníu. Stríðið var þó byrjað af Albönum. Þeir mótmæltu landa- skiftingunni, sem gerð hafði verið, vildu halda Albaníu heilli og óskiftri ogsögðu.að hvorki Serbíanje Monte- negró skyldu færa út kvíarnar á hennar kostnað. Það hafa í sífellu verið róstur og óeirðir í Albaníu, meðal landsmanna sjálfra er hver höndin upp á móti annari og bráða- byrgðastjórnin er innbyrðis sund- urþykk. Það er jafnvel sagt, að hik sje komið á stórveldin í því að halda uppi sjálfstjórn í Albaníu. Serbar og Montenegrómenn hafa auðvitað í öllu yfirhöndina, þegar til ófriðar kemur, ef engin afskifti verða af honum utan frá. Tyrkir heimla af Grikkjum eyj- arnar Mytilene og Kios og búast til að taka þær með hervaldi, segja síðustu útl. blöð. Þeir draga í sí- fellu samau her í Asíu. í morgun er símað frá Khöfn, að Albanir sjeu gersigraðir og frið- arhorfur sjeu nú betri en áður. Japau og- Kína. Þegar stjórnarherinn í Kína tók Nanking í sumar af uppreisnar- mönnum, höfðu verið drepnir þar nokkrir japanskir menn. Þetta er að verða ófriðarefni milli Kína og Japans, segja síðustu útlend blöð. Japanir eru mjög strangir í kröf- um og nota þetta sem ástæðu til þess að ógna Kínverjum. 28. f. m. voru 10 stór japönsk herskip komin til Nanking. Daníel Brnun kafteinn hefur samið handbók til leiðbeiningar ferðamönnum hjer á landi og kring um landið. Bókin er nýkomin út hjá Gyldendals bókaverslun. „Dagbókin mín, orð úr heilagri ritningu og ljóð fyrir hvern dag ársins" er titill á bók, sem út kom í sumar, eftir Valgerði sál. Jónsdóttur biskupsfrú. Hverjum degi ársins er þar valin ritningargrein og vers úr sálmi. Bókin er falleg og getur án efa orðið mörgum til ánægju, ekki síst þeim, sem líkt er ástatt fyrir og höf., þegar hún safnaði til bókarinn- ar, en það mun hún hafa að mestu gert í hinum þungu veikindum, sem hún átti við að stríða síðasta hluta æfinnar. Hún segir í formálanum, að þetta verk hafi verið sjer til mikillar ánægju og stytt sjer marga stund; það hafi fyrst átt að vera aðeins dægradvöl, en hún vænti samt, að það megi leiða eitthvað gott af sjer. Alt, sem kemur fyrir sölu bókarinnar, hafði hún ánafnað konum, sem við sama sjúkdóm ættu að stríða og hún sjálf. Verð bókarinnar er 1 kr. og fæst hún í bókaverslunum. í „Nýju kirkjubl." f júlí f sumar er getið um aðra skrifaða bók, sem frúin hafi látið eftir sig, og úr henni er þar meðal annars prentaður þessi kafli með fyrirsögninni: „Á sjúkrabeði". „Ef einhver hluti Ifkama þíns er veikur, þá getur það hjálpað þjer stórmikið, að þú hugsir þjer, að smáagnirnar, borgararnir, í þessum hluta sjeu í besta lagi og skynjandi og geti sjálfir hjálpað til að hrinda verður haldinn laugardaginn 18. þ. m. kl. 1 um miðdegi í bæjar- þingsstofunni hjer, i þrotabúi Baldvins Einarssonar aktýja- smiðs, og verða þá lagðar fram skýrslur um eignir búsins og skrá yfir skuldir þess. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 7. okt. 1913. Jón Magnússon. verður haldinn laugardaginn 18. þ. m. kl. 12 á hádegi i bæjarþing- stofunni hjer i dánarbúi Helga Hannessonar úrsmiðs. Verður þá skýrt frá hag búsins og lögð fram skýrsla um skuldir þess. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 6. okt. 1913. Jön Magnússon. þessum sjókómi burtu, og fært f lag það, sem ábótavant er. Hugsaða þjer þá sem persónur, talaðu við þá sem hvern annan mann, sem þú værir að reyna að hjálpa, og hughreystu þá eins og þú getur. Með því að hugsa þannig, getur þú dregið heilsu og lífsafl í þann sýkta part. Þú verður að hugsa þjer þennan part heilan, svo heilan að hann geti gegnt öllum störfum sfnum. Þessari hugsun þinni fylgir áreiðanlega Iffgandi og heilsugefandi afl, og þig mun fljótt undra, hve skjót áhrif hugsunin hefur. Það er hugsunin sem verkur svo mjög á allan líkamann: Farsæld og sorg, gleði, volæði, ást, hatur — það breiðist alt með hraða um Hkamann". Gjaflr til Heilsuhælisins, (af- hentar fjehirði þess, Sighvati Bjarnasyni bankastj.): Þ. B. Stefáns- son verslunarstjóri á Djúpavogi og fjölskylda hans 50 kr.; Jón Oddsson, Kaupangi, 10 kr.; íslandsbanki (fyrir brúkuð frfmerki) 36 kr. 36 au.; Solo- durch (E. Á.) 1 kr. 50 au.; áheit frá Guðm. Þórðarsyni 4 kr.; gjöf frá 10 mönnum við miðdegisverð á Hotel ísland (Ó. J.) IOO kr.; frá Guðna Jóns- syni, Höfn í Hornafirði (áheit og fyrir 9 matadora f l’hombre) 10 kr. Reykjavík. Dáin er hjer í bænum 29. f. m. frú Margrjet Egilsdóttir, ekkja Hall- dórs Bjarnasonar áður sýslumanns á Patreksfirði, en dóttir Egils heitins Jónssonar bókbindara. Banameinið var krabbamein. Frú Margrjet var góð kona og vel látin. Hún var komin hátt á sextugs aldur. Frú Karólína Þorkelsson er ný- lega komin heim frá Khöfn, oghef- ur verið þar um tíma til þess að kynna sjer framfarir f þeirri grein, sem hún stundar hjer, en það eru höfuðlækningar, og vill Lögr. vekja athygli á auglýsingu hennar um þetta á öðrum stað f blaðinu.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.