Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.10.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 15.10.1913, Blaðsíða 2
174 L0GRJETTA Lðgrjetta kemur út á hverjum mið* vikudegl og auk pass aukablðð við og við, minst «0 blðð als a iri. Verð: 4 kr. árg. i íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júh. jíýju login um hval- veiíamenn. Ein nýju lögin frá alþingi 1 sumar eru um hvalveiðar, og eru þau prent- uð í Lögr. 17. sept. Með þeim er hvalveiðamönnum algerlega bannað að hafa bækistöðvar hjer við land fyrir útveg sinn, og skuli lögin öðl- ast gildi 1. okt. 1915 og gilda til 1. jan. 1925. Áður hafa frumvörp sama efnis verið lögð fyrir þingið, en ekki feng- ið þar fylgi. Ástæðan til þess, að frumvarpið komst í gegn nú, mun einmitt vera sú, að hvalveiðar eru að leggjast hjer niður hvort sem er. Hvalveiðamennirnir hafa á síðustu ár- um flutt sig hjeðan með útgerð sína til suðurhafanna. Futningsmaður frum- varpsins gat þess við framsóguna á þingi, að allir væru þeir nú fiuttir hjeðan nema 3, og þessir þrír, sem eftir væru, segðust stórtapa á útgerðinni. Af þessu virðist auðráðið, að hval- veiðarnar mundu hverfa með óllu innan skamms, þótt ekki væru þær hindraðar með lagaboði. Hvernig umræður um málið hafa fallið í þinginu, verður ekki sjeð enn. Þingtíðindaprentunin er ekki komin svo Iangt. En Lögr. þykist muna það rjett, að til orða kæmi í þing- inu, að ísjárvert þætti að samþykkja frumvarpið vegna þess, að hvalveiða- menn þeir, sem enn reka hjer veið- ar og eiga hjer veiðistöðvar með dýrum byggingum og áhöldum, mundu krefjast skaðabóta af landsjóði, og ekki væri fullskoðað, hver rjettur þeirra væri að lögum, ef til þess kæmi. Að minsta kosti er það víst, að spurst var fyrir um það til norsku stjórnarinnar, hvernig farið hefði ver- ið með þetta mál þar, þegar Stór- þingið bannaði hvalveiðar við Noreg. Svar upp á þessa fyrirspurn kom ekki eins fljótt og við var búist, en aðrar upplýsingar, sem alþingi fjekk um þetta mál, styrktu það f þeirri trú, að hvalveiðamenn hefðu engar skaðabætur fengið af ríkissjóði Nor> cgs, þegar þeim var bolað í burtu þaðan. Og í þeirri trú voru þing- menn, þegar þeir samþyktu frum- varpið hjer. En eftir þinglokin kom svarið frá norsku stjórninni. Hún segir, að Stórþingið hafi 18. maí 1904 heimil- að stjórninni 280 þúsund kr. til þess að uppfylla sanngirniskröfur, er þau li hvalveiðafjelög, sem friðunarlög- in hittu, ættu til bóta. Upphæðin hafi numið 2/j af þeirri verðrýrnun, sem talið hafi verið að yrði á veiði- stöðvunum með Ióðurn og fostum og lausum áhöldum við það, að veiðin varð að hætta. Fyrir báta og tekju- tap hafi engar bætur verið ætlaðar. —• Tíu af fjelögunum tóku þessum kostum, en eitt fór í mál. Þaðtap- aði málinu fyrir undirrjetti, hætti þá, og fjekk svo somu bætur og hin. Nú má telja það víst, eða mjög líklegt að minsta kosti, að ef þingið hefði fengið þetta svar frá norsku stjórninni nógu smemma, þá hefði það ekki samþykt frumvarpið um hvalveiðamenn. Það mundi ekkert hafa viljað eiga á hættu um skaða- bótagreiðslur úr landsjóði. Það var Ifka óþarfi, þar sem fyrirsjáanlegt er, að hvalveiðarnar leggjast hjer niður mjög bráðlega án afskifta löggjafar- valdsins. Aftur á móti væri það ekki ónýtt fyrir hvalveiðastöðvaeigendurna, ef þeir kynnu að geta látið landsjóð borga sjer að meira eða minna leyti stöðvarnar, sem ella yrðu þeim verðlitlar, ef þeir verða að yfirgcfa þær hvort sem er, af því að þeir hafa nú árlega stórtap á útgcrðinni, eins og framsögumaður frumvarpsins sagði hjcr í þinginu. En hvað á nú ráðherrann að gera við lög frá alþingi, sem svona stend- ur á um? Á hann að fá þau stað- fest þegar í stað, úr því að þingið afgreiddi þau til staðfestingar, þó fram sjeu komnar upplýsingar, sem geri það mjög líklegt, að þingið hefði ekki afgreitt lögin, ef þær hefðu legið fyrir því? Eða á hann að fresta uppburðinum fyrir konungi til staðfestingar og leggja málið aft- ur fyrir næsta þingf Hjer stendur nú svo sjerstaklega á, að lögunum er ekki ætlað að koma í gildi fyr en 1. okt. 1915, svo að næsta þing getur sagt álit sitt um málið fyrir þann tíma. En ef svo hefði ekki verið, ef þau hefðu átt að ganga í gildi þegar í stað, hvort væri þá rjettara, að fá lögin staðfest undir eins eða gefa þinginu kost á að at- huga málið að nýjuf Lögr. er fyrir sitt leyti ekki í neinum vafa um svarið, en hún setur fram spurning- una mönnum til athugunar. Hjer er nýtt tilfelli af líku tægi og lotterímálið, sem svo mikið var um rætt á síðasta þingi. Mjólkin upp í 22 aura. Ekki hærra í þetta sinn. En ráð- gert var, að smella henni upp í 25 au. í haust. Þeim hefur þótt stökk- ið of stórt frá 20—25 au. En nú mega þeir góðu kúabænd- ur fara að vara sig. Þegar þeim var gert að skyldu að selja hreina mjólk hjerna um árið, þá þótti þeim það svo mikill aukakostnaður — frá því sem verið hafði, að þeir ruku til og hækkuðu hana um 2 aura pottinn. Það var þá látið heita svo, að þetta háa verð ætti að standa nokkrar vik- ur meðan verið væri að vinna upp kostnaðinn við hreinlætið. í haust hefði því mátt búast við, að þessi vara lœkkaði að minsta kosti ofan í 18 aura. En í stað þess hækkar hún upp í 22 au. Þvf segi jeg: mjólkurframleiðendurnir mega nú fara að vara sig, að þeir eyðileggi ekki fyrir sjer þennan ágæta markað með græðginni. Húsmæðurnar hjerna í Reykjavík, og bændur þeirra, eiga að hafa leyfi til að leggja orð í belg um það, hvað þær gefa fyrir sfna vöru. 22 aurar fyrir mjólkurpott er oý hátt verð\ mjólkin er ekki þess virði, og þarf ekki að vera svo dýr. Hjer eru iáir milliliðir, og framleiðandinn þarf ekki 20 au. fyrir pottinn til þess að lifa góðu lffi af þvf að framleiða mjólk. Og minna má gagn gera en þessi hækkun: 4 aurar á pottinn á 1—2 árum. Fátæklinga-heimili, sem hafa 4 börn eða fleiri, þurfa c. 700 potta af mjólk á ári. Verðhækkunin nem- ur fyrir þau 28 kr. á ári. Og á efn- aðra heimili er þessi verðhækkun svo sem 40—50 kr. árlegur skattur. Þetta væri ekkert um að tala, ef það væri nauðsynlegt. En það er ekki nauð- synlegt að leggja þennan skatt á sig, eða láta leggja hann á sig; og það er ekki rjett fyrir þá, sem hafa tök á því, að ljetta þessari óþorfu byrði af fátæklingunum, að láta undir höf- uð leggjast að gera það. Sveitabændur segja, að það sjeu Reykvíkingar, sem skapi þetta óhæfi- lega háa verð á mjólkina; þar sjeu upptökin. Má vel vera, jeg skal ekki dæma um það. Eðlilegt og, að nær- sveitamenn láti ekki lengi neyða sig til að taka hærra verðið, þegar það er í boði. Jeg segi: minna má gagn gera en þessi verðhækkun. Lftum á hvað hún þýðir fyrir mjólkurframleiðand- ann. Það er ónýt kýr og ekki hald- andi, sem ekki mjólkar 2500 potta á ári. Verðhœkkunin nemur þá 100 kr. á kverri kýrnyt; það er 1000 kr. tekjuaufci á ári fyrir 10 kúa bónda. Eigum við, kaupendurnir, nú að iáta halda áfram að mjólka pyngjur okkar, eða eigum við að fara að tala með um það, hvað við viljum gefa fyrir okkar vörurf Þetta ónáttúrlega háa verð á mjólk hjer í Rvfk þarf að lagfæra. Og það duga engin ráð til þess nema samtök húsmæðra. Jeg skrifa þess- ar lfnur aðeins til þess að vekja máls á frckju mjólkursalanna, til þess að aðrar húsmæður taki þetta til yfirveg- unar. En jeg vænti þess, að þess verði ekki langt að bfða, að nokkr- ar konur í Reykjavfk tali sig saman um, hverri aðferð skuli beita til að færa þessa vitleysu í lag. Mjólkursalarnir verða væntanlega svo skynsamir að þegja við þessum athugasemdum mfnum; þeir mega trúa því, að hvert orð, sem þeir færu að reyna að bera í bætifláka fyrir sig með, mundi verða þcim til meiri óþæginda, en ekki til ávinnings. Jeg heyri sagt, að enn sjeu aðeins 2 eða 2 mjólkuframleiðendur, sem hækkað hafi mjólkurverðir; en hve Iangt verð- ur þangað til hinir koma með, ef allir þegjaf H ú s m ó ð i r. Bólsafregii. Islandica VI.: Icelandic aut- hors of to-day. By Halldór Hermannsson. Itaca, N. Y. 1913. Hjer er enn eitt bindi af hinu ágæta safnriti Halldórs Hermanns- sonar, og hefur inni að halda nafna- skrá yfir núlifandi fslenska rithöfunda; er þar stuttlega getið um helstu æfi- atriði og talin upp rit þeirra, og víðast ritgerðir, sem nokkuð kveður að. Á undan er fróðlegur og vel saminn formáli um fslenskar bók- mentir. Bendir höf. þar alveg rjetti- lega á mikilsvert atriði, sem aldrei má gleyma, að mikill hluti ritsmfða vorra frá því um 1550 og fram á 19. öld er enn óprentaður. En það vita allir, sem til þekkja, að í því er mjög margt merkilegt, og þegar öll kurl koma til grafar, hygg jeg megi fullyrða, að þegar litið er á fbúa- töluna á íslandi og hún borin saman við fbúatöluna f Danmörku, Noregi og Svfþjóð á sama tímabili, þá munu bókmentir okkar frá siðabótartíman- um og fram undir daga Holbergs vera undir það eins miklar hlutýalls- lega og bókmentir bræðraþjóða vorra, og þær hafa áreiðanlega það fram yfir, að á þeim er einkennilega þjóðlegur blær, en um bókmentir hinna Norðurlandaþjóðanna á þeim tfmum gætir þjóðernisins lítið (nema helst hjá Svíum). — Svo á 18. öld- inni komast systurþjóðirnar langt fram úr okkur, og í vísindalegum bókmentum á latínumáli gátum við aldrei jafnast á við þær, því hinir miklu lærdómsmenn okkar, er á þá tungu rita, sneru allir að heita má að einu, fornöld Norðurlanda, en við eignuðumst aldrei vísindamenn eins og Bartholinana eða Steno, sem urðu fræg- ir um allan heim fyrir uppgötvanir sínar í læknisfræði og nátúruvfsind- um. En við megum vera þeim mönn- um þakklátir, sem hjeldu uppi heiðri þjóðarinnar og glæddu andlegt Iff hennar á verstu eymdartímum henn- ar. Á 19. öldinni verða prentuðu bókmentirnar talsvert fjölskrúðugri, og nú í byrjun 20. aldar má með rjettu segja, að f skáldskap og í einstöku vfsindagreinum eigum við menn, sem okkur er mikill sómi að. En einu tekur maður eftir, þegar maður lítur yfir þessa bók, og þáð er, hvað fáar fróðleiksbœkur eru gefnar út á íslensku. Ritgerð- um og smápjesum er nóg af, en bœkurnar eru fáar, alt of fáar. Þetta leiðir sumpart sjálfsagt af þvf, hvað dýrt er að prenta þær, en getur líka bent á annað, að fáir af fræði- mönnum okkar hafa það starfsþrek, sem þarf til að scmja heila bók, suma vantar sjálfsagt tfma, aðrir kunna ekki að nota hann, þó þeir hafi hann. Það er nærri því grát- legt að hugsa til þess, að til er á íslandi fjöldi ritfærra og fróðra manna, sem ekki geta fengið sig til að sigrast á tómlæti sfnu og semja bækur um hitt og þctta, sem þeir þekkja betur en islensk alþýða gerir alment. Enn eru mörg svið mann- legrar þekkingar, sem eru okkar gáf- uðu alþýðu ókunn eða lftt kunn, af því aldrci hefur verið ritað um þau á íslensku. Og ef menn ekki treysta sjer til að frumrita, þá má þó þýða út- lcndar fræðibækur. Mjer er f barns- minni, hvað mikla ánægju jeg hafði af Eðlisfræði Fischers og Stolls grísku goðafræði, tveimur ágætlega þýddum fræðibókum, góðum fyrir sinn tfma. Og þó slíkar ritsmfðar ekki altaf sjeu cins frumlegar eða dýrðlega úr garði gerðar með mynd- um og rit útlendra fræðimanna, sem w I Snotrir Ulstrar og Vetrarfrakkar í eindæmis úrvali frá 12,50—65,00. Fallegt snið, nýtfsku litir. Föt frá 12,50—45,00 Sá, sem vill fá sjer snotur nýtísku- föt, ætti að líta á ensku sýnishornin hjá mjer, sem kosta kr. 35,00 og 45,00. Snoturt snið, nýtísku efni. NB. Athugið það, að hvergi á íslandi fæst karlmannsfatnaður jafn (róður og ödýr sem í Brauns verslun, sem sje frá hvirfli til ilja, frá instu fötum til hinna ystu, alt fyrir einar 17 krónur. b éirauns versíun Aðalstrœti 9. standa betur að vígi, geta þær haft mikla þýðingu fyrir okkur, lagt fyrsta grundvöllinn á bókmentagrein, sem er ný á okkar tungu, og það er ekki lftills virði. Eins og við mátti búast, er rit Halldórs leyst af hendi með sömu vandvirkni og samviskusemi og fyrri bindin af Islandica. Það má auðvit- að altaf deila um það, hverja á að taka upp f þess konar rithófundatal og hverja ekki, óg getur verið að höf. hafi farið fullangt í því að taka upp suma ritgerða- og kvæðahöf- unda. Jeg sakna þó einstöku rit- höfunda. Þannig finst mjer það galli, að ekki er getið um Odd Björnsson, okar einasta guðspeking að kalla má, sem auk þess hefur ritað ýmis- legt annað, og hefur það fram yfir marga islenska höfunda, að hann kann að rita fallega íslensku. Það er auðvitað af vangá að hann hefur fallið úr. Á einum stað hef jeg rekið mig á leiðinleg prentvillu, þar sem dánarár Bóluhjálmars er á bls. 9 talið 1871 fyrir 1875, en annars virðast prófarkir vel lesnar. Þá hefði jeg og viljað óska, að rit hvers höf- undar hefðu altaf verið talin í þeirri röð, sem þau hafa komið út í; það er gert yfirleitt, en bregður út af stundum. En þetta eru alt smágall- ar. Þá er það mjög gott, að höf. tilfærir nákvæmlega helstu ritgerðir og bækur, sem geta um menn þá, er hann nefnir, og getur um hvar myndir af þeim sje að finna. Óskandi er að Halldóri auðnist að gefa út margar auknar og end- urbættar útgáfur af rithöfundatali sínu, svo sem 10. hvert ár eða svo. Nú hafa flestar þjóðir skrár yfir kunna menn, og þó þeim öllum sje ábótavant eins og eðlilegt er, þar sem mjög erfitt er að semja slfk rit, þá eru þau altaf einkar þarflegar og fróðlegar bækur. Og um bók Hall- dórs má með fullum sanni segja, að þó hún grfpi yfír lftið svið, þá má þó telja hana f besta flokki þess- konar bóka. Khöfn. »3/9 1913. Sigfús Blöndal. Uýjar bækur. Nýútkomnar skáldsögur eru: „Sög- ur frá Skaftáreldi", 2. bindi, eftir Jón Trausta, „Frá ýmsum hliðum", smásögur eftir Einar Hjörleifsson. Eitt leikrit er nýútkomið, „Ljen- harður fógeti", eftir Einar Hjörleifs- son. „Hrannir" heitir nýútkomið safn af ljóðmælum, eftir Einar Benedikts- son. Enn er nýútkomið: „í helheimi", eftir Arne Garborg, ljóðsaga, þýdd af Bjarna frá Vogi, og „Ingvi hrafn", saga eftir Gustav Freytag, þýdd af sama. Allar þessar bækur eru frá bóka- verslun Sig. Kristjánssonar og verð- ur sfðar getið nánar. Bókmentafjelagsbækur í ár eru: Eitt hefti af „Safni til sögu íslands", framhald eftir B. Th. Melsteð, hefti af Sýslumannaæfum og hefti af Fornbrjefasafni. Ennfremur „Goða- fræði Norðmanna og íslendinga", eftir Finn Jónsson prófessor, og svo „Skírnir". Á Gullbrúðkaupsdegi hjonanna Þorbjargar Helgadóttur og BjBrns Guðmundssonar á Marðarnúpí, 14. sept. 1913. Til heiðurs ykkur helgist þessi stund og hugans alúð sitt mun best til leggja; við heilsum ykkur vinar meður mund á merkisdegi' í lffsferð ykkar beggja. Þvf mjer og öðrum finst þið koma' úr ferð; við farsælt leiði ykkur ber að landi Þau fimtán árin eru' ei lftils verð, sem eydduð þið f góðu hjónabandi. Að leggja' af stað með ekki mikinn auð og eiga á hættu að mæta ýmsum vanda og þurfa að vinna mörgum börnum brauð er best, ef hönd úr ermi' er látin standa. Pá oft má herða afl f vöðvataug og áhyggjurnar værð og hvfldir banna. f laun þið hafið meira' en brot af baug, já, baugur heill, það dæmir okkur sanna. Heimili ykkar fslenskt jafnan var, þið altaf gerðuð minna þiggja' en veita, og gæfa' er það, ef götur auðmýktar ei ganga þarf og hjálpar sjer að leita. Og landið hefur hlotið ykkar jóð; þið helgar skyldur með þvf viljið ynna, já, lagt af mörkum f þann eignasjóð hvar ættjörðin má sitt hið besta finna. Já, gaman er að bjarga sfnum bát og bera hærri hlut f ölduskvaki. Þið eruð ekki ennþá orðin mát, þó áratugir margir sjeu' að baki. Og heiðum degi heilsið lengi enn og hamingjan ei Iáti ykkur bresta; jeg óska þess, að uppvaxandi menn sjer ykkar sögu f minni vildu festa. Kristjdn Sigurisscn. Kjötröntun í Noregi. Borgar- stjórnin í Kristjaníu samþykti nýlega áskorun til stjórnarinnar um, að af- numið yrði bann gegn innflutningi á frystu kjöti frá Argentínu, en norskir landbændur höfðu á sinni tíð fengið þetta bann lögtekið. Segir í ástæðum fyrir þessari áskorun, að meðal borga- og kaupstaða-búa í Noregi sje kjöt orðin svo dýr vara, að ekki sje öðrum fært að kaupa hana en rfkisrnönnum. Eigi almcnn- ingur að geta veitt sjer kjöt til fæðu, verði að flytja það inn í landið.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.