Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.11.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 19.11.1913, Blaðsíða 1
Afgrelðslu- og innhaimtum.i ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltusundi 1. Taliiml 359. LÖGRJETTA Rltstjorl: ÞORSTEINN 6ÍSLAS0N Pingholtsstræti 17. T«Uimi 178. M &<±. Heylcjavík: 19. nóvember 1913. VIII. ái-ir. I. O. O. F. 9511289. Lárus Fjeldsted, YflrrfettarmalafsBrslumaour. Lækjargata 2. Heima kl. 11-12 og 4-7. JESeekur*, fnnlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bökaversl. Sigfúsar Eymundssonar. CaJ'unnl. Claessen lseknir. Bókhlööustíg ÍO. Heima M. 1—8. Tttlsími 77. Bátstapi Vestanlands. 6 menn farast. Á þriðjudag í síðastl. viku rcru til fiskjar úr Súgandafirði 6 menn á báti og höfðu eigi komið fram í gærkvöld, er Lögr. átti tal við mann á ísafirði. Formaður bátsins og eig- andi hjet Jón Pálmason, en hinir, sem með honum voru, hjetu: H. Bjarnason, Bjarni Daníelsson, Óskar Guðmundsson, Jörundur Ebenesers- son og Sigurður Þorleifsson, alt ung- ir menn. Enginn efi er talinn á því, að báturinn hafi farist. Bandarikin <>í» Mexikó. Símað er frá Khöfn 14. þ. m.: „Bandaríkin skipa Huerta að leggja tafarlaust niður völd í Mexikó. Búist við ófriði milli ríkjanna". Friður á Balkan. Síroað er frá Khöfn 15. þ. m : „Grikkir og Tyrkir hafa sætst og fullur friður er kominn á milli Balk- anrikjanna". Grluksborgarættin. Kristján konungur IX. tók konungdóm 15. nóv. 1863. Var því 50 ára afmæli Gliiksborgarættarinnar á konungs- stóli síðastl. laugardag og var til minningar um það flaggað hjer í bænum, á stjórnarráðshúsinu og víðar. Beilismáliö. Það er raál, sem verið hefur fyrir dómstólun- um í Kiev í Rússlandi í haust og vakið athygli um alla Norð- urálfu vegna svívirðilegra aðfara gegn þeim manni, sem fyrir sök var hafður, en það er fátækur Gyðingur af verkmanna flokki, sem Beilis heitir. Ungur dreng- ur kristinn, Justjinski að nafni, hafði verið myrtur fyrir 2 árum, og þær sögur voru spunnar upp og studdar af all-útbreiddu blaði, sem »Kievlianin« heitir, að Gyð- ingar hefðu drepið drenginn til þess að nota blóð hans við fórn- færingar hjá sjer, og var svo bent á, að Beilis, aldraður mað- ur, sem átti konu og börn, væri morðinginn og hann var tekinn fastur. Málið var reist til osókn- ar Gyðingum yfir höfuð, að þvi er allir þóttust skilja, er farið var að gefa því gaum og rekja sögu þess. Auðvitað trúir enginn nokkurn veginn mentaður maður á sögur um slík fórnarmorð. En rússneski almúginn trúir þeim, og þær eru allvel til þess fallnar, að blása þar eldi að ofsóknunum gegn Gyðingunum, og þetta var þeim ætlað að vinna. Það er svo að sjá sem Beilis hafi verið val- inn fyrir sökudólg alveg aí handa hófi. Bakvið æsingarnar stóðu voldugir menn og múgurinn heimtaði hefnd íyrir morðið, svo að yfirvöld og dómstólar voru í vanda stödd. Rannsóknir hafa verið miklar og út aí þeim hefur gengið mikið á. I blöðunum hef- ur málið verið sótt og varið. Og úrslitadómsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eigi aðeins í Rússlandi, heldur og út um allan hinn mentaða heim. En nú var hann símaður hingað frá Khöfn 11. þ. m. og var, sem betur fór, á þá leið, að Beilis var alsýknaður. Einnig segir í skeyt- inu, að Gyðingaofsóknirnar, sem hófust út af þessu máli, sjeu nú rjenaðar. Namsöngur var haldinn tvö kvöld 1 vikunni sem leið undir stjórn Brynjólfs Þorláks- sonar, sem nú er í þann veginn að fara af landi burt. Söngfólkið var úr ýmsum áttum hjer í bænum og hefur víst aldrei sungið alt saman fyrri. Karlmennirnir vöru aðalkjarn- inn úr „17. júní", kvenfólkið úr sóngflokkum beggja kirknanna, og Símon Þórðarson frá Hól og frk. Hólmfríður Halldórsdóttir voru til aðstoðar. Söngurinn fór yfirleitt prýðilega, einkum þó síðara kvöldið, og var hin besta skemtun. Efnisskráin var óvanalega fjöl- breitt. Karlakór söng tvisvar, ósam- kynja kór tvisvar og Brynjólfur sjálf- ur ljek tvisvar á harmóníum. í síð- ari karlakórs-lögunum söng Símon Þórðarson „sóló" í tveim lögum. Af karlakórslögunum þótti mjer mest um vert „Krigssáng" (eftir Danneström) og „Abschied von der Mutter" (eftir F. Bácker). Símon söng þar höfuðröddina einn. Hann hefur mikla rödd og mjúka og kann vel að beita henni. Það er ánægja að heyra hann syngja. Helst er til lýta fremur óskýr framburður orð- anna. Þrjú lög voru sungin ósamkynja röddum. Fyrst var „Sjá' jeg stjarn- anna sæg —" (eftir Södermann), þá „Morgunsöngur" (eftir Gade) og loks „Hirðingjar" (eftir Schumann). Morg- unsöngurinn tókst lang best, enda er það snildarfagurt lag. „Hirðingjar" er erfitt lag, og tókst þó svo vel, að allir vildu heyra það tvisvar bæði kvöldin. Þar söng ung stúlka „sóló", sem líklega kemur hjer opinberlega fram í fyrsta skifti. Hún hefur mikil og fögur hljóð, en skortir ennþá kunnáttu til að beita þeim. Lfklega er þar efni í afbrags söngkonu. „Sjáið stjarnanna sæg —" tókst lang lakast. Brynjólfur Ijek aðdáanlega á harm- óníum. Þó var „Ases Död" nokkuð skarpt og hart framan af. En næsta lagið, „Vögguljóð" (eftir Hassenstein), bætti það upp. Það var sannur guða- drykkur fyrir eyrun. Hin tvö lögin fóru hvort öðru yndislegar. „Sorgar- lag" Chopin's er orðinn gamall vin- ur. Það er sem Brynjólfur leiki það út úr sál sinni. 1 ekkert lag hef jeg heyrt hann leggja eins mikinn inni- leik. Frk. Hólmfríður Halldórsdóttir ljek undir sum lögin á fortepianó. Leitt, að ekki skuli vera til flygel til af- nota við slíka samsöngva. Samsöngurinn verður Hklega end- urtekinn áður en Brynjólfur fer. G. M. Umræður um stjórnarskrána í ríkisráðinu. Það er nýjung, sem mælast má vel fyrir, að birt sje, hvað fram hafi farið um ísl. mál í rikis- ráðinu, því áður stundum hefur það valdið tortrygni og getgátum. Umræðurnar um stjórnarskrána 20. f. m., sem birtar hafa verið áður í Lögb.bl., eru svohljóðandi: Thorvaldsens Museum. í dönsk- um blöðum er talað uro, að ráðgerð sje viðgerð á því, sem á að kosta alt að 400 þús. kr. Ráðherra íslands lagði þá til að efnt væri til nýrra kosninga til alþingis vegna þingrofs þess, sem samkvæmt stjórn- arskrá Islands á fram að fara þá er stjórnarskrár- frumvarp hefur verið samþykt af þinginu, og vakti jafnframt athygli á því, að æskilegt væri, að kjós- endur gætu þegar fengið vitneskju um, hvort vænta mætti staðfestingar konungs. Fór hann siðan um það svofeldum orðum: »Yðar hátign hefur áður tjáð ráðherra íslands, Kr. Jónssyni, sem hefur flutt alþingi ummæli Yðar hátignar, að konungur gæti ekki fallist á úrfelling rikisráðsákvæðisins úr stjórnarskránni, nema því að eins, að jafnframt yrði gerður sáttmáli um rik- isrjettarsamband Islands og Danmerkur að sam- eiginlegu ráði alþingis íslendinga og ríkisþings Dana. Alþingi hefur eigi að siður talið sjer skylt að standa íast við það, að i stjórnarskránni um sjermál ís- lands eigi ekki að standa ákvæði, sem gæti mis- skilist á þá leið, að það vald, er samkvæmt stjórn- arskránni liggur eingöngu undir konung og alþingi, eða ráðherra íslands framkvæmir fyrir konungs hönd, sje þó jafnframt lagt undir dönsk ríkisvöld. Með tilliti til þessa hvorstveggja hafa allar flokkadeildir á alþingi komið sjer saman um, að leggja það á vald Yðar hátignar, hvar íslensk lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skuli bornar upp fyrir konungi þannig, að það sje forrjettur kon- ungs, fráskilinn ákvörðun alþingis. Það hefur ver- ið litið svo á, að konungurinn muni vilja geta notið aðstoðar allra ráðgjafa sinna, er ábyrgð bera, efsvo kynni til að vilja, að skera þyrfti úr ágreiningi um tak- mörkin milli hins sameiginlega löggjafarvalds og hins sjerstaka íslenska löggjafarvalds, og alþingi hefur viljaðtryggja Yðar hátign það stjórnskipulega, að geta fengið þessu framgengt á þann hátt, sem konung- ur telur bestan, án tilhlutunar frá þingsins hálfu. Samkvæmt þeim fyrirmælum, sem sett eru um þetta í 1. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins, er konungi í hendur lagið að gera með undirskrift íslandsráð- herra þá skipan, sem hann vill ákveða, þannig að hún sje skuldbindandi fyrir ísland og eins hald- góð eins og núverandi ríkisráðsákvæði, alla þá stund, er vilji konungs er um þetta óbreyttur. Á alþingi ljetu menn sjer það skiljast, að kon- ungur mundi að líkindum nota þennan rjett sinn til þess að ákvarða, að þau mál, er hjer er um að ræða, skuli borin upp fyrir honum í ríkisráðinu, eins og verið hefur. Athygli mín hefur verið leidd að þvi, að það þyki uggvænt, að sú ákvörðun riði í bága við al- mennan fæðingjarjett sem sameiginlegt málefni, að binda kosningarrjettinn til alþingis annaðhvort við fæðingu á Islandi eða 5 ára fasta dvöl þar. En á íslandi hefur enginn haft ásetning til þessa. Stjórnarskrárfrumvarpið er i þessu atriði alveg sam- hljóða stjórnarskrárfrumvarpinu frá 1911. Að vísu verður að kannasl við, að munur er gerður á rikis- borgurum að þvi er snertir kosningarrjelt til al- þingis, eftir því, hvort þeir eru fæddir á Islandi eða ekki, með því að þeir, sem þar eru fæddir, þurfa að eins að hafa verið búsettir í kjördœminu i eitt ár, en hinir verða þar að auki að hafa verið búsettir i landinu í 5 ár á undan kosningunni. En þau forrjettindi, sem þeir, sem fæddir eru á íslandi, mundu njóta að þessu leyti, eiga ekki sammerkt við almennan fæðingjarjett i lagalegum skilningi þess orðs. Fæðingjarjett hafa t. d. ekki þeir einir, sem fæddir eru í ríkinu, heldur einnig börn innborinna ríkisborgara, þótt þau hafi fæðst á ferðalagi eða dvöl erlendis. En þá sjerstöðu, sem stjórnarskrárbreytingin veitir mönnum til að njóta kosningarrjettar til hinnar sjerstöku löggjafarsam- kundu íslands, alþingis, hafa þeir einir, sem fæddir eru þar í raun og veru, en ekki allir, sern innbornir teljast að lögum, og á hinn bóginn hafa hana allir, sem fæddir eru á Islandi, án tillits til þess, hvar þeir eiga fæðingjarjett að lögum. Þetta ákvæði nær til barna utanríkis foreldra, sem fæðast á íslandi í ferðalagi, en nær aftur ekki til barna af íslensku foreldri, sem fæðast á ferðalagi i Danmörku eða i öðrum löndum. Ákvæðið um fæðing á íslandi er ekki sett sem rýmkun á rjettindum, heldur sem takmörkun á tölu kosningarbærra manna. En ó- fært þótti að láta fasta borgara landsins, sem kynnu að takast ferð á hendur til útlanda og sleppa heim- ilisfestu um stundarsakir, missa fyrir það kosning- arrjett um margra ára bil. Til þessa kosningarrjettarákvæðis getur ekki oi'ðið skírskotað svo sem fordæmis um, að hið sjerstaka íslenska löggjafarvald geti bundið önnur borgaraleg rjettindi svo sem rjettinn tii verslunar, fiskiveiða o. s.| frv. því skilyrði, að menn sjeu fæddir á íslandi, og á þann hátt bægt í burtu þeim ríkisborgurum, sem fæddir eru í Danmörku. Þessi takmörkun á kosningarrjetti er sprottin af alveg sjerstökum ástæðum, er sjerstaks eðlis og tekur að engu leyti til fæðingjarjettar. Það hefur sjálfsagt ekki neinum manni i hug komið þegar þessi stjórnarskrárbreyting var sam- þykt, að lögleiða sjerstakan íslenskan fæðingjarjett með islenskri lagasetning eingöngu«. Forsœtisráðherrann tók þá til máls og mælti: »Þarsem svo er ákveðið í stjórnarskrárfrum- varpi því, er samþykt hefur verið á síðastliðnu al- þingi, að ráðherra íslands skuli »bera upp fyrir konungi lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir, þar sem konungur ákveður«, þá getur þetta ákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins því að eins samrýmst því tilliti, er taka verður til hinna sameiginlegu ríkismálefna til tryggingar þvi, að ekki verði á þau gengið með sjerstakri íslenskri löggjöf, að Yðar hátign neyti þess valds, sem lagt er undir konung í 1. gr. stjórnarskrárlaganna, til að ákveða eitt skifti fyrir öll, að ráðherra íslands beri upp lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir í ríkisráð- inu eins og að undanförnu, nema þvi aðeins að gefin verði út lög að sameiginlegu ráði ríkisþings og alþingis, um ríkisrjettarsamband Danmerkur og íslands, þar sem ný skipun verði á gjörð. Þetta á einnig við fæðingjarjettinn, og jeg geri ráð fyrir samkvæmt ummælum ráðherra íslands, að í ákvæði frumvarpsins um kosningarrjettinn fel- ist ekki neitt fordæmi um, að hið sjerstaka, íslenska löggjafarvald geti bundið heimild til borgaralegra rjettinda svo sem verslunar, fiskiveiða o. s. frv. því skilyrði, að menn sjeu fæddir á íslandi og visað með því á bug ríkisborgurum, fæddum í Danmörku. Það er ekki tilgangurinn, þótt haldið sje áfram að bera upp islensk mál í ríkisráðinu, að ná nein- um tökum af Dana hálfu á þeim sjermálum, sem áskilin eru islensku löggjafarvaldi. Markmiðið með því er, að dönskum ráðgjöfum Yðar hátignar veit- ist kostur á hluttöku í dómi um, hvort í lögum eða ályktunum, sem ráðherra íslands ber upp, felist ákvæði, er varði sameiginleg ríkismálefni, er að eins verður tekin ákvörðun um í sameiningu við dönsk löggjafarvöld«. Hans hátign konungurinn mælti: »Ef stjórnarskrárfrumvarpið verður samþykt óbreytt á hinu nýkosna alþingi, er það ætlun mín að staðfesta það; en jeg verð þá um leið í eitt skifti fyrir öll að ákveða í úrskurði, er ráðherra íslands nafnsetur, að íslensk lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skuli bera upp fyrir mjer í rikisráði nú eins og að undanförnu, og mun jeg, er þar að kemur, í konunglegri auglýsingu, er for- sætisráðherrann nafnsetur, kunngjöra það í Dan- mörku, sem jeg nú mun taka fram í konung- legu opnu brjefi um nýjar kosningar til alþingis, að á þessu geti engin breyting orðið, nema jeg staðfesti lög um ríkisrjettarsamband Danmerkur og íslands, samþykt bæði af ríkisþinginu og al- þingi, þar er ný skipan verði gjörð«. Ráðherra íslands mælti þvínæst á þessa leið: »Eftir að jeg hefi heyrt þessi ummæli Yðar hátignar leyfi jeg mjer að taka aftur hreinskrift þá að opnu brjefi um nýjar kosningar til alþingis, er jeg hefi sent til undirskriftar, og mun jeg rita nýtt opið brjef, stílað samkvæmt ákvörðun Yðar hátignar«. Forsætisráðherrann bað um.leyfi konungs til að birta í Danmörku þau ummæli, er fram höfðu komið á ríkisráðs- fundinum um þetta mál. Ráðherra islands beiddist hins sama að því er ísland snerti. Hans hátign konungurinn veitti leyfi til að ummælin yrðu birt.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.