Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.01.1914, Blaðsíða 2

Lögrétta - 21.01.1914, Blaðsíða 2
14 L0G.RJETTA Lðgrjetta kemar út i hverjum mtð* vikudegl og auk þess aukablðð vlð og vlð, minst (0 blðð als i iri. Verð: 4 kr. irg. i íslandi, erlendis S kr. Gjalddagi 1. jdli. ungi í ríkisráðinu, að undan- gengnum umræðum á ríkisþingi og alþingi. Alt, sem stjórnarvöld láta prenta, sje geflð út samtímis á báðum málunum, á ábyrgð eiðsvarinna þýðenda, sem kon- ungur skipar. Önnur atriði geti verið samn- ingaatriði; frá þessum atriðum verði ekki vikið. Neiti íslendingar spurningunni, vilji þeir leysa sambandið sund- ur, þá eigi að koma skilnaðin- um í framkvæmd svo fljótt, sem unt sje með lögum, samþyktum af rikisþingi og alþingi, staðfest- um af konungi og undirskrifuð- um af forsætisráðherra Dana og ráðherra íslands. Slík úrslit mundu vekja sorg hjá öllum dönskum mönnum, segir höf. Fyrir Danmörk yrði það afturför, fyrir allar Norður- landaþjóðir aukin sundrungar- veiklun, og islenskri þjóð yrði það tortíming. Að lokum gerir höf. grein þeirrar hættu, sem hann fullyrðir að vjer mundum stofna oss í með skilnaði. Vjer mundum ekki geta til lengdar h'aldið oss sem sjálfstætt ríki. Samband við Noreg sje ver- ið að hjala um, en þar mundum vjer fá verri sambandskjör, og sjálfstæðið yrði ekkert. íslend- ingar mundu komast í dauðans hættu með þjóðerni sitt, stjórn- mála-sjálfstæði og Qárhaginn, ef þeir skildu við það riki og þá þjóð, sem býður þeim frjáls- legri þroskunarkjör en nokkurt stórveldi mundi geta boðið og vilja bjóða. Að hinu sama mundi reka, hvort sem vjer yrðum fyrir hermenskuharðstjórn og málkúg- un Þjóðverjá, eða verksmiðju- auðvaldi Englendinga eða Banda- ríkjamanna. Þetta er aðalefnið i grein hr. Rördams. II. Það er, eins og vjer tókum fram áður, mjög ólíklegt, að hr. Rördam sje fulltrúi þeirra manna, sem mestu ráða i Danmörk. Óss er alveg ókunnugt um það, enda teljum það mjög ólíklegt, að konungur hugsi til þess að gera leik að þvi að sleppa ís- landi. Oss er líka ókunnugt um það, að nokkur danskur stjórnmála- leiðtogi vilji haga sjer við oss eins og hr. Rördam talar um, segja við oss, að annaðhvort skulum vjer ganga að sambands- kjörum, sem kunnugt er að ís- lendingar mundu ekki vilja þýð- ast góðfúslega, eða fara út úr sambandinu sem allra fyrst. JHins höfum vjer heyrt getið, að sumir danskir stjórnmála- menn hafi sagt, að úr skiinaði skyidi aldrei verða — hvað sem það kostaði. En aðrar eins greinar og þessi hafa áhrif, ekki sist þegar þær koma frá þjóðkunnum og mik- ils metnum mönnum. -Þær hafa áhrif í báðum lönd- unum. í Danmörk æsa þær menn upp gegn oss, og spilla fyrir allri góðri sambúð við þá. Flestir Danir eru ókunnugir þjarki ís- lendinga við danska stjórnmála- menn. Og sá skilningur kemst eðlilega inn hjá þeim, þegar þeir lesa slíkar greinar, að íslending- ar sjeu svo örðugir viðureignar, að annaðhvort verði að hafa fast- ara taumhald á þeim, eða þá losa sig alveg við þá — þrátt fyrir það, að skilnaður væri óynd- isúrræði, afturför og skömm fyrir Dani. En slíkt verði menn til að vinna, til þess að girða fyrir enn meira tjón og enn meiri skömm af Islendingum, ef þeir haldi áfram eins og þeir hafi hagað sjer hing- að til. Geta má nærri, hver hugur vaknar í Danmörk til vor við slíkan skilning. Hjer á landi hafa slíkar grein- ar þau áhrif, að æsa upp skiln- aðar-tilhneigingarnar. Vjer lýstum yfir þeirri sann- færing vorri í síðasta blaði, að skilnaðurinn sje skamt kominn áleiðis í hugum manna hjer á landi. Vjer hyggjum, að allir kunnugir menn, sem satt vilja segja, sjeu oss sammála um það. En hitt er líka áreiðanlegt, að það væri Dönum auðvelt verk, að blása þar að kolunum, svo að tiltölulega fljótlega yrði úr því mikill eldur. Þeir þurfa ekki að skrifa margar greinar í helstu blöð Danmerkur um það, að ís- lendingar sjeu óhafandi í sam- bandinu eins og þeir eru, og að annaðhvort verði þeir að fara úr þvi, eða sætta sig við það, að þeim verði settur danskur jarl til þess að hafa eftirlit með þeim manninum, sem á að bera ábyrgð fyrir löggjafarþingi þjóðarinnar, og að þeim verði stungið inn í danska herinn — þeir þurfa ekki að skrifa margar greinar um þetta, til þess að kul fari að koma í skilnaðarseglin hjer á landi. III. Þó að vjer gerum ekki ráð fyr- ir þvi, að þeir stjórnmálamenn, sem nú ráða mestu í Danmörk, sjeu hr. Rördam sammála, þá getum vjer auðvitað ekkert um það sagt, hve marga hann og skoðanabróðir hans, prófessor Knud Berlín, kuijna að fá á sitt mál. Æsing nokkur virðist hafa orðið úti um Danmörk út af því, sem ráðherra vorum hefir orðið ágengt í fánamálinu. ólíklegt er það, en hver veit samt, nema meiri hluti danskrar þjóðar fari að láta æsast til þess að heimta af oss þjóðaratkvæði um skilnað eða þrengri kosti í þjóðasambúð- inni, og að hún fái þá stjórn- málamenn, sem taki slíkt að sjer? Þá þaðl Enginn Islendingur mundi taka gildar danskar fullyrðingar um þau kjör, sem vjer ættum i vænd- um, ef skilnaður yrði. Það væri alveg órannsakað og ósannað mál, þrátt fyrir þær fullyrðingar, hver þau yrðu. íslensk stjórn mundi krefjast þess, að geta rannsakað það mál hjá öðrum þjóðum, án þess að Danir yrðu þrándur i götu fyrir þeirri rannsókn. Gæti ekki sú rannsókn farið fram, mundi eng- in stjórn bera þetta mál undir þjóðaratkvæði Islendinga. Vjer getum auðvitað ekkert um það fullyrt, hvernig sú rannsókn mundi fara. Ekki heldur um það, hver úrslit atkvæðagreiðsl- unnar mundu verða. , En grunur vor er sá, að skiln- aðarkjörin yrðu að vera mjög örðug til þess, að íslendingar höfnuðu skilnaðinum — ef þeir ættu að vinna það til sambands- ins við Dani að fá sambandskjör- in stórskemd frá því sem þau eru nú. Vjer hyggjum líka, að þess ættu Danir sjálfir að óska. Svo mannúðlegri og göfugri þjóð, sem sjálf á í vök að verjast fyrir voldugum nágranna, gæti ekki verið neitt tilhlökkunarefni að halda við sambandinu við okkur, eftir að rjeltmæt gremja við hana hefði altekið íslendinga. En jafnframt því sem vjer segjum þetta, er það sannfæring vor, að til þessa komi aldrei. Vjer trúum ekki öðru, en að vitið og stillingin megi sín svo mikils með Dönum, að þeir sjái það, að það væri nokkuð bráð- ræðiskent af þeim að reka okkur út úr fjelagsskap við sig, eða sama sem reka okkur. Slíkt atferli yrði ekki rjettlætt með neinu öðru en því, að vjer hefðum stofnað eða gerðum oss liklega til þess að stofna danskri þjóð í einhverja hættu. Það höf- um vjer ekki gert, og mundum aldrei vilja gera. Þessi Rördams-grein er sprottin af einberum yfirdrotnunaranda, þrátt fyrir þá viðurkenning höf- undarins, að vjer eigum rjett á að skilja við Dani, ef oss sje það alvara. »Út með ykkur úr sam- bandinu, ef við megum ekki drotna yfir ykkur!« Það er frum- tónninn. Sama er að segja um ýmsar aðrar greinar, sem komið hafa út í dönskum blöðum ný- lega. Þeir Danir, sem af einlægni telja það illa farið, ef samband íslenskrar og danskrar þjóðar slitnar með öllu, ættu að gjalda varhug við slíkum greinum og slíkum hugsunarhætti. Skalla-Grímur. Ný för til snðnrheimsbautsins. Hinn frægi enski suðurfari, Ernest Shackleton herforingi, ætl- ar nú bráðlega að leggja á stað í nýja för til suðurheimskauts- landanna. Hann ætlar að fara þvert yfir frá Weddel-hafi, koma við á suðurheimskautinu og halda svo til strandar Ross-hafs- ins, en þaðan hafa allir ferða- £. Shackleton. menn áður lagt upp til þess að ná á suðurheimskautið. Vega- lengdin er hjer um bil 5000 km. Tvö skip eiga að verða i förinni, og á annað að hafa bækistöð i Ross-hafinu, enn hitt í Weddel- hafinu. 30 menn taka þátt í för- inni, og útbúnaðinum verður hagað líkt og hjá Amundsen. €lðgos í japan. Símað er frá Khöfn 17. þ. m., að eldfjallið Sakura i Japan hafi gosið og sje tjónið afskaplegt; menn hafi farist þúsundum saman. Eldfjallið Sakura (Sakura-sen), 1140 stikur að hæð, stendur á samnefndri ey í Kagoschima-flóa, en hann skerst sunnan i Kiruschiu, sem er syðsta japanska stóreyjan. Báðumegin við flóa þennan ganga fram fjallgárðar miklir með mörg- um og stórum eldfjöllum, sem oft hafa valdið miklu tjóni. Bygð er allmikil með flóanum, en stærsta borgin stendur rjett vest- an við Sakúra-eyjarsundið, sem er örmjótt (tæpar 2 rastir); hún heitir Kagoscliima og hefur nær 70 þúsundir íbúa. Má búast við að sú borg, svo nálægt eldgosinu, leggist í eyði. »Vísir«. LandstjórniD og Eimskipafjel. A stofnfundi fjelagsins 17. þ. m. talaði landritari fyrir stjórnar- innar hönd, með því að ráðherra vjek burtu af fundinum sökum lasleika. Er það, sem hjer fer á eftir, aðalefnið úr ræða landrit- ara, en í öðru blaði hafa um- mæli hans verið höfð mjög rangt eftir. Hann sagði, að þar sem þegar hefði verið minst á hluttöku af landsjóðs hálfu í fjelaginu, væri það eðlilegt, að fundarmenn fýsti að heyra, hvort nokkuð mundi Árni Thorsteinsson: r*i’jú sönglög úr sjónleiknum „Ljenharður fógeti“ eru komin út, og fást hjá öllum bóksölum í bænum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tyrkir eignast nýtísku stórherskip. Osman soldán. Tyrkir hafa nýlega keypt herskip, bygt í Englandi og af sömu gerð og hinir stóru orustudrekar Englendinga. Skipið var bygt eftir pöntun frá stjórninni í Brasilíu og fjekk nafnið »Rio de Janeiro«. En svo var skipið boðið til sölu, vegna þess, að sögn, að Brasilíustjórn vildi heldur fá sjer enn stærra skip. Ítalía, Grikkland og Tyrkland gerðu boð í skipið, og það fór svo, að Tyrkland hrepti það. En í Braselíu reis upp mikil rimma út af sölunni. Flotaforingi einn ámælti stjórninni harðlega fyrir söluna á skipinu, og var tekinn fastur og'honum varpað í fangelsi. I Tyrklandi er mikil gleði á ferðum yfir skipinu, og Tyrkir grobba nú af því, að undir eins næsta vor segi þeir Grikkjum strið á hendur út af eyjunum í Grikk- landshafi. Það er líka vafalaust* að nú hafa Tyrkir yfirhöndina í viðureign við Grikki á sjó. Grikkir láta líka illa yfir þessu og eru órólegir. Frökkum er ekki heldur vel við þessi kaup Tyrkja. Hjá þeim hafa Tyrkir lánað fje til skipakaupanna, en Frakkar draga taum Grikkja í viðureign þeirra við Tyrki. Englendingar eru ekki heldur ánægðir með þetta. En það eru enskir sjóliðsforingjar, sem nú eiga að koma skipulagi á flota Tyrkja, svo að það bætir úr. — Tyrkir hafa skírt nýja skipið »Osman soldán«. Það er 27 þús. tonn, með 14 tólþuml. og 20 sexþuml. fallbyssum. úr þeirri hluttöku verða, og með hvaða kjörum. Síðasta alþingi hafði heimilað landstjórninni að gerast hluthafi i Eimskipafjelag- inu með 400,000 krónum, ef samningar tækjust við fjelagið um strandferðir. Nánari skilyrði fyrir þessari hluttöku væri að finna í sameiginlegu áliíi sam- göngumálanefnda beggja deilda á þskj. 835. En þessi skilyrði væru engan veginn greinileg, annars- vegar er það skýrt tekið fram, að ekki sje ætlast til, að land- sjóður fái fullan atkvæðisrjett eftir krónutali, en þó ekkert sagt, hve mikinn atkvæðisrjett ætíast sje til, að hann hafi, en hins vegar leggja nefndirnar áherslu á, að stjórnin hagi samningum svo, að trygging fáist fyrir því, að fjelagið geti aldrei gengið úr greipum íslendinga í hendur út- lendinga. Það sje nú að vísu lík- legt, að ljósari skýring á vilja þingsins komi fram í umræðun- um, en þær sjeu ekki prentað- ar enn*. En það mundi þó varla verða lagt stjórninni út til áfellis, þó hún væri treg á, að gera fullnaðarsamninga, fyr en hún hefði haft tækifæri til að kynna sjer umræður. um málið. Ef taka ætti tillit til nefndará- litsins, sem væri það eina um- boð, er lægi fyrir stjórninni, þá ætti hún að bera ábyrgð á því, að svo yrði búið um hnútana, að fjelagið gæti aldrei komist i útlendar hendur, en þá væri það auðsætt, að það atkvæðamagn, sem bráðabirgðastjórnin ætlaði landstjórninni, nfl. 4000 atkv., væri alt of lítið. En þó umræður um málið á þingi lægju fyrir prentaðar, og fullkomnari vissa um vilja þingsins en nú væri, þá væru þó atvikin frá því í sumar svo breytt, að landsstjórnin gæti ekki að svo stöddu gert fullnað- arsamning. Pá hefðu allir talið það víst, — það væri vist óhætt * í siðari ræðu gat landritari þcss, að Jón Olafsson alþm. hefði tjáð sjer, að umræður um þetta mál væru um það bil fullprentaðar, og mundu koma i hendur manna næsta mánu- dag. að fullyrða — að takast mundi að ná saman nægilegu hlutafje með góðum tilstyrk Vestur-ís- lendinga, en mönnum hefði eigi dottið í hug, að þeir mundu setja þau skilyrði, sem nú væru fram komin, og meðan ekki væri kom- ið á samkomulag um þau, milli bráðabirgðastj. og umboðsmanns þeirra, gæti landstjórnin ekki tekið endilega ákvörðun. Hún yrði að bíða eftir því. LandstjÖrn- in mætti því hjer á fundinum fremur sem á heyrandi en sem hluttakandi, og mundi því ekki láta umræðurnar sig frekara skifta, nema sjerstök ástæða væri til. Málamidlun. Allir aðilar í Eimsk.fj. skulu á fundum eiga 1 atkvæði fyrir hverjar 25 kr. af hlutafje sínu, þó svo, að atkvæði landssjóðsfull- trúans og umboðsmanns Vestan-r manna nemi aldrei samanlögð meiru en tvöfaldri atkvæðatölu innlendra hluthafa, sem atkvBéði greiða, og skal þá niðurfæfslán! á atkvæðamagni landsSjóðs og Vestanmanna fara í rjettum hlut- föllum eftir hlutafjáreign hvors um sig. Dœmi: Greidd innlend hluthafaatkv. 2500 Landssjóðsatkvæði . . . 16000 Fulltrúi Vestanmanna . . 8000 Þá skal L+V gera 5000 (= 2 X2500) og verður þá 16000x5000 16000+8000 8000x5000 16000+8000 = 3333l/$ — Í666V3 Samtals 5000* Ef svo slendur á sem hjer var nefnt, þá fær landssjóður 3333 atkv. í stað 16000, og Vestan- menn 1666 atkv. í stað 8000, en innlendir hluthafar á fundinum * Pessi útreikningur cr — eins og hjer má sjá — ofur einfaldur, því að aldrei þarf að reikna út nema aðra töluna; hin fæst þá með einföldum frádrætti.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.