Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.01.1914, Blaðsíða 4

Lögrétta - 21.01.1914, Blaðsíða 4
16 L0GRJETTA Sjómenn! Hin ágætu Olíuföt eru komin. Mfer|ar Fleiri ára reynsla. M innist þess, þegar þið farið til sjávar. Virðingarí. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. jffosturstrœli 1. 50 aura gefur Klæðaverksmiðj an „Tðunn“ fyrir pundið af hvítri, góðri og vel þurri liaustull. Verð á annari ull þar eítir. Kjörfundur, til að kjósa 5 fulltrúa í bæjarstjórn Rvíkur, verður hald- inn í barnaskólahúsinu mánudaginn 26. jan. kl. 11 f. h. Sjá götuauglýsingar. cliorgarsijorinn. Tvær bækur handa æskulýðnum. i. Jón Sveinsson: Nonni. Erlebnisse eines jungen Islánders von ihm selbst erzáhlt. Freiburg in Breis- gau, (Herdersche Verlagsbuchs- handlung) 1913. Hinn góðkunni landi vor, Jesúít- inn síra Jón Sveinsson, hefur nýlega skrifað einkennilega bók, sem svo heitir. Þetta er í rauninni kafli úr æfisögu hans sjálfs. Hann segir þar frá því, hvernig það atvikaðist, að hann á barnsaldri var sendur að heiman til Kaupmannahafnar og það- an á skóla á Frakklandi. Bókin endar á komu drengsins til Khafnar og lýsir ágætlega, hve undarlega hitt og þetta, sem er algengt í útlönd- um, en óþekt heima, kemur fyrir sjónir saklausum, íslenskum dreng. En aðalkaflinn í bókinni er sjóferð- in. Þeir fara með litlu, dönsku segl- skipi og fá versta veður, lenda í hafís og eiga þar í bardaga við bjarndýr, og ýmisleg önnur merki- leg æfintýri koma fyrir þá. Frá þessu öllu er ljómandi vel sagt, og sum- staðar hreint og beint með verulegri skáldasnild. Efnisrík er bókin samt ekki, og það væri í rauninni óeðli- legt að hún væri það, en svo mikil er frásagnarsnild höfundarins og svo elskulegur og skemtilegur blærinn á henni, að ekki er hægt að lesa bók- ina án þess að verða hugfanginn af henni. Það er hrein og göfug barns- sál, sem lýsir sjer í henni. Á sjer- trúarskoðun höfundarins ber ekki neitt, að kalla má. Ef til vill mun sumum finnast einstöku orðatiltæki nokkuð barnaleg — en menn verða að hafa hugfast, að bókin er aðal- lega ætluð æskulýðnum. í svona bókum er altaf eitthvað skáldskapur, stundum vísvitandi; sumstaðar breyt- ir höf. viljandi um nöfn núlifandi manna, og á sumum stöðum hefur minni hans skjátlast, t. d. þegar hann meðal bóka, sem hann segist þá hafa lesið, nefnir sagnarit Hall- gríms og Páls Melsteðs; þetta er auðvitað misminni, þar sem Forn- aldarsaga Hallgrfms fyrst kom út árið 1900. Bókin er frumrituð á þýsku, og ber það til þess, að sfra Jón hefur árum saman mest verið innanum þýska menn. Að svo miklu leyti, sem jeg fæ sjeð, er málið á bókinni óvenjulega hreint og lipurt, og laust við stirðleika þann í fram- setningu, sem svo oft skemmir góð, þýsk rit. Ágætar myndir fylgja bók- inni. Fróðlegt verður að sjá fram- haldið, líf síra Jóns á Frakklandi og hvernig það atvikaðist að hann gerð- ist kaþólskur og varð Jesúíti. Þessi kaþólski landi okkar hefur verið og er okkur til sóma; hafi hann þökk fyrir bókina. II. Gudmund Shutte: Heltebogen om Bojerik og hans Mænd. Him> merboernes Storværker for 2000 Aar siden. Kbhavn. H. Hage- rups Forlag 1913. Jeg man eftir því frá því jeg var í skóla, að einn af skólabræðrum mfnum f þeim ágæta bekk Busfá átti í skriflegri landafræði við miðsvetrar- próf að segja frá þjóðum á Rúss- landi og atvinnuvegum þeirra. Efn- ið er nú mikið, og það var því eng- in furða, þó hann þyrfti að hugsa sig um nokkuð lengi, hvernig hann ætti með það að fara. Loks fór hann að skrifa; „ Á Rússlandi bjuggu forðum Cimbrar og Teutónar; nú búa þar Tyrkirog Tatarar". Þá sló klukkan og hann varð að skila rit- gerðinni, svo lengra varð það mál ekki. Kennarinn sagði nú, að hann hefði átt að nefna Rússa, og að margt annað væri að athuga við rit- gerðina, meðal annars hefði hann komið fram með spánýja skoðun um bústaði Cimbra og Teutóna, og að það væri þó bót í máli, að hann kynni svo mikið í sögu, að hann vissi, að til hefðu verið þjóðir, er svo nefndust; svo hann fengi ekki núll, heldur eitthvað dálítið hærra. — En minn ágæti skólabróðir er nú reyndar ekki sá eini, sem flaskað hef- ur á uppruna þessara frægu þjóða; um það hafa verið ýmsar skoðanir; þó má nú álíta fullsannað, að þær hafa báðar verið frá Jótlandi upp- runalega og að Cimbrarnir, sem rjettara væri að kalla Kimbra, eftir þeirra tíma framburði á latínu, hafa dregið nafn sitt af hjeraðinu Him- merland (Himberland á miðalda- dönsku) fyrir sunnan Limafjörðinn, en Teutonarnir, Þjóðverjar, af hjer- aðinu Trjóðu, eða Thy, sem það nú heitir, nokkru vestar, fyrir norðan fjörðinn. Svo hafa ýmsir þýskir og máske keltneskir þjóðflokkar slegist með í ferð þeirra suður um Þýska- land, Frakkland og Ítalíu, en þessir tveir jótsku flokkar hafa verið skoð- aðir sem kjarninn í hernum, og Róm- verjar þektu aðkomumennina með þeirra nöfnum. Um hina frægu ferð Jótanna suð- ur á bóginn, bardaga þeirra við Rómverja og sigurvinningar og svo ósigurinn á endanum, hefur danskur málfræðingur, dr. Guðmund Schutte, sem mikið hefur fengist við að rann- saka eldri sögu Goðþjóða (þetta forn- íslenska nafn á „germönsku þjóðun- um" ættum við ekki að láta gleym- ast) ritað skemtilega bók, eins konar skáldsögu, og kent hana við Bojerik (lat. Boiorix, ísl. Bærek(f)), höfð- ingja Kimbra. Bókin er rituð með miklu fjöri og lærdómi, og er ágæt bók fyrir unglinga, en fullorðnir menn munu ekki síður geta haft bæði gaman og gagn af henni. Margar af aðalpersónunum eru kunn- ar úr sögunni, ekki síst Maríus, járn- karlinn rómverski, sem að lokum gat frelsað ættjörð sína undan áhlaupi hinna norrænu hreystimanna. Höf. heldur áfram sögunni eftir ósigur Kimbra og lætur seinustu leifar þeirra taka þáttf þrælauppreisninni miklu með Spartakusi. Einn af köppunum lætur hann svo komast aftur til Jótlands á gamals aldri; hittir hann þá gamla unnustu sína, sem er nú orðin hrum, en hefur ekki viljað giftast í öll þessi ár. Yrkir hann drápu til minn- is um Bærek og menn hans, og hina merkilegu suðurför. Bókin er prýdd með fjölda af myndum, er bæði sýna hvernig umhorfs var í róm- verska ríkinu, og svo ýmislegt úr lifnaðarháttum Goðþjóða. Oft sjest það á bókinni, að höf. gefur smá- hnútur ýmsu á okkar tímum, sem honuin þykir miður fara. Það er fótur og fit uppi á honum, þegar hann lýsir bardögunum; þær lýsing- ar eru framúrskarandi fjörugur, og finn jeg það eitt að þeim, að mjer þykja kappar hans helst til orðljótir stundum. Til að gera söguna að- gengilegri er það líklega, að höf. sumstaðar notar orðtæki og hugsanir, sem eru afarnýtískuleg, og fer stund- um ekki svo vel á því. Einkum finst mjer ófært, að nota eiginnöfn, sem má sanna að fyrst eru komin til Danmerkur eftir kristnina, t. d. Palle. Þess konar eru þó smávegis gallar. Yfirleitt ber meira á sög- unni en skáldskapnum. Þessi fróð- lega og skemtilega bók ætti það fullkomlega skilið, að komast á ís- lensku, en líklega mundi þurfa að breyta á henni nokkuð orðalaginu sumstaðar, til að koma íslenskum sögustíl á hana. Khöfn 8. des. 1913. Sigfús Blöndal. Nokkur orð um sullaveikí og hundalækningar. Jeg ætla það væri í »Ingólfi«, sem jeg sá þess getið, að JÞórður læknir á Kleppi hefði látið slátra 115 sauðum í haust, og veitt því eftirtekt, að af þeim voru aðeins tveir, sem ekki voru meira og minna með sullum. Sannarlega bendir þetta á, að ekki eru hundar of vel hreins- aðir í því bygðarlagi, sem þessar kindur hafa verið úr, og ekki um of farið hirðusamlega með sulli. Svona mun víðar vera, þótt ekki sje eftir því tekið nje um getið. Hundalækningar eru víða svo illa framkvæmdar að það eru hrein undur, að slíkt skuli vera látið við gangast, þrátt fyrir það, að kunnugt er orðið, að sulla- veiki er skaðleg bæði mönnum og skepnum og bakar árlega land- inu manna missi og eignatjón. Jeg hef átt tal við glögga og gætna sveitamenn, sem segja, að höfuðsótt sje að ágerast að mun i sauðfje. Sje svo, sem jeg ekki efa, þá liggur sú sök á þeim, sem við hundalækningar fást. Hinir svokölluðu hundalæknar eru engu eftirliti háðir, og má nærri geta að á meðal svo margra muni ekki vandvirknin vera á of- háu stigi. Par sem jeg þekki til, er hund- um gefið inn á löglegum tíma, og að einhverju leyti mun vera klínt nafni á að baða hundana eftir að þeir eiga að vera hreinsaðir. Pað þarf meira en gefa hundun- um inn hinn lögskipaða ínngjaf- arskamt, það þarf vel að gæta þess, að hundarnir ekki æli inn- gjöfmni, því geri þeir það, verður að gefa þeim inn á ný, og getur vel komið fyrir að sami hundur- inn komi skamtinum upp úr sjer tvisvar eða oftar. Hjer þarf vand- virkni við, ef vel á að fara. Víða mun eiga sjer stað, að milli 10 og 20 hundum er gefið inn hverjum á eftir öðrum, og má þá nærri geta, hvað eftirlitíð er áreiðanlegt hjá upp og niður vandvirkum hundalæknum. Það þarf að hafa nákvæmt eft- irlit með hverjum einstökum hundi, eftir að búið er að gefa honum inn, þar í liggur vand- virknin. Hinn góðkunni prófessor Guð- mundur Hannesson ritar í »Skírni« þetta ár um »Lyf og lækn- ingar«. í þeirri ritgerð minnist hann á sullaveiki hjer á landi, á- samt öðru fleiru fróðlegu og skemtilegu, sem þar má lesa. Prófessorinn segir: »Ekkert er auðveldara en að útrýma henni (sullaveikinni) algerlega úr land- inu, því það eitt nægir, að hund- ar nái aldrei í sulli, þegar kind- um er slátrað«. Það er rjett mælt, en á meðan hirðuleysið og ó- prútnin er á jafnháu stigi og það nú er með meðferð á sullum, verður að hafa gott eftirlit með hundalækningunum; meðan það er ekki gert, er voðinn vís. Hundalæknir ætti að vera einn í hverjum hreppi á landinu, og öllum hundum ætti að vera gefið inn til hreinsunar sama daginn. Meðan sú regla er ekki við höfð, má búast við að hinir sjúku eða óhreinsuðu hundar hlaupi á milli bæja og sýki þá nýhreinsuðu, og má þá ætíð, meðan svo er, búast við að hreinsunin komi að litlu haldi. Eins og jeg hef áður tekið fram, ætti öllum hundum að vera geíið inn sama daginn. Skylda menn til, þótt þeir væru á ferðalagi, að láta hunda sína á næstu lækn- ingastöð, þar sem þeir eru staddir. Heppilegt mundi vera að láta hundalækningar fara fram undir eftirliti viðkomandi hjeraðslæknis. — Þá má fyrst vænta góðs árang- urs og að ekki liði á löngu, þar til sullaveikin væri upprætt úr landinu. Við erum svo hepnir að hafa áhugamikinn landlækni. — Snúi hann sjer fyrir alvöru að þessu máli, efast jeg ekki um góðan sigur, og þess vænti jeg, að hann geri það. Brh. 15. des. 1913. Dan. Daníelsson. Dimskipanöfnin. Góðar horfur sýnast vera með stofnun Eimskipafjelags íslands, og svo er að sjá af Lögrjettu að ekki muni fjelagið þurfa að flosna upp af skorti á skipanöfnum. Oftast eru nöfn skipa höfð karl- eða kven-kend. Þótt þessi siður sje gamall, kann jeg ekki við hann; því sameiginlega nafnið, „skip", er kyn- laust. Mjer finst betur falla i málið að nefna bát karlnafni, t. d. Haffari, ferju eða snekkju kvennafni, t. d. Sæbjörg, en skip kynlaust, t. d. Norðurljósið; og í málinu eru óþrjót- andi nafnorð samkynja nafninu „skipið". Ýms af nöfnum þeim, sem birst hafa í Lögr., eru fögur og góð (þó kynjuð sje), en sum eru full-yfirlæt- isleg og sum löng og stirð (svo sem flest tveggja orða nöfnin, þar á meðal Einar Þveræingur). Best mun fara á þvi, að hafa nöfnin yfirlætislaus í fyrstu, stutt og skýr; og ef svo skyldi fara, að skip fjelagsins fjölguðu, færi vel á því, að nöfnin hefðu eitthvað sjerkenni- legt við sig, svo sem sameiginlega ending. Ekki ómögulegri en mörg önnur, sem fram hafa komið, eru t. d. sum þessi nöfn: Barnið, Unglið1), Frelsið, Fólkið, Frónið, Landið, Norðrið, Suðrið, Vestrið, Austrið; Eflið2), Megnið, Yndið, Lánið, Valdið, Traustið, Strindið, Vengið, Farið, Fleyið. Fjallið. Bjargið, Markið; Sviðið, Hafið, Stælið Þrekið, Þorið; Þingið, Starfið. Lagið Málið! Sigmundar í Veri. Tvær konur. Dánarminngar þykja stundum þurr- ár blaðagreinar. Þó geta þær oft, ef laglega er með efnið fanð, haft gagnlega þýðingu. Á þessum timum, er svo mikið er um jafnrjetti karla og kvenna skrif- að, og það jafnvel er farið að hafa áhrif á löggjöfina, mun ekki verða hneykslast á því, þótt haldið sje á lofti minning merkilegra kvenna, ekki síður en annara borgara þjóð- fjelagsins. Jeg vil minnast tveggja, sem nýlega hafa lokið störfum: 1. Gróa Jónsdóttir. Hún var frá Hvanneyri í Borgarfjarðarsýslu, fædd 31. marz 1864, af mjög góðum ættum. Móðir hennar, er bjó þar lengi ekkja, var vanheil oft, og vandist þá þessi dóttir hennar við búsforstöðustörf, og var heimilinu hin þarfasta, uns móðir hennar brá búi. Mun Gróa heitin þá hafa verið á 4. tugi aldurs síns. Var hún þá síðari kona Sig- urðar Jónssonar bókbindara og bók- sala í Reykjavík. Fylgdi hin aldur- hnigna móðir henni þangað, og var hjá dóttur sinni meðan hún (Gróa) 1) Ungl=ungviði, unglingur. ^- 2) Efli=máttur, afl. lifði. Annaðist hún heimilið alt, börn manns síns af fyrra hjónabandi, hann og móður sína sem sín eigin börn. Svo segir kunnugur maður um hana: „Með sínu síglaða við- móti og góða dagfari laðaði hún alla að sjer, er henni kyntust. Hún lifðiað- allega fyrir þá hugsjón, að gera þeim, sem hún umgekst, lífið þægilegt og ánægjulegt. Hún var greindarkona og skildi svo vel stöðu sína, sem móðir og húsfreyja, að hún vann þar að óskift, enda sýndu verkin merkin. í þeim reit hefur því „urtabygðin* mikils mist, þótt „hamrabeltin„ hafi þagað. Slíkar konur eru þjóð sinni þarfari en margir þeir, er hærra lata og meira er látið af, þá er frá falla. — Síðasta stríðið var langt og strangt, en þar kom fram stefnan sem í daglega lífinu: þolgæði, still- ing og hugrekki. Hún andaðist 21. júní f. á. 2. Gróa Gísladóttir. í Kjalar- neshreppi fæddist hún 1856 og ólst þar upp; föðurættin skaftfelsk; hafði afi hennar „flúið eldana* og fengið bólfestu í Hvaleyrarhverfi; móður- ætt var borgfirsk. I Kjalarness- og Mosfellshreppum var hún mestan hluta æfinnar sem vinnukona og þótti „karlmannsfgildi" til flestra verka; var þó vel verki farin til tóskapar o. fl. venjul. kvennavinnu, en sjer- staklega sýnt um skepnuhirðing og jarðyrkjustörf, eins og sýndi sig sfð- ustu árin, er hún bjóein: yrkti jarð- arblett, bygði öll hús, er hún þurfti, aflaði fóðurs og hirti skepnur sfnar. Hafði hún þannig 2 kýr og um 30 kindur, er henni dugði vel til fram- færis og allra útgjalda. Sfðustu 2 árin hjelt hún munaðarlaust barn án meðgjafar (á 3. ári, er hún tók það), og leið því hið besta hjá henni. Jarðabætur hennar 3 síðustu árin voru 52 dagsverk, auk bygginganna. En húsin voru í hlaða, stofa til fbúð- ar (5-f-6 al.), eldhús (og til eldsneytis- geymslu), fjós og fjárhús, að mestu undir járnþaki, öll sambygð, svo innangengt var. — Hún var jafnan fremur veitandi en þiggjandi, eink- um lagði hún mikið lið þurfandi frændfólki sínu. — Hún andaðist eftir stutta legu 18. júlí f. á. B. B. Auglýsingum i „Lög- rjettu“ tekur afgreiðslan við eða prentsmiðjan. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.