Lögrétta - 21.01.1914, Blaðsíða 3
L0GRJETTA
15
frá noríurjör Vilhjálms Stefánssonar.
Hjer á myndinni er sýnt skipið »Karluk«, sem Vilhjálmur
Steíánsson misli í ísreki vestan við Ameríku í haust, eins frá er skýrt
i 2. tbl. Lögr. þ. á. Skipstjórinn hjet Bartlett og er kunnur frá
norðurlerðum Pearys. Nýjar fregnir hafa ekki komið af skipnu eða
Vilhjálmi. En vonlaust er ekki um, að skipið hafi komið, eða
komi enn, fram.
halda sínum atkv. óskertum, hver
eftir því sem hann á hluti til.
Með þessum liœtti ráða allir
þrír aðilar nokkru, en enginn
öllu — og það eitt er rjettlátt*
Það getur aldrei orðið vit úr
því, að miða hlutdeild í atkvæða-
magni, við útbijti atkvæði. Þetta
er eina einfalda, örugga og rjett-
láta ráðið, að miða jafnan við
greidd atkvæði. Ef hin leiðin er
valin, getur vel farið svo, á ein-
um og sama fundi (ef menn
koma og fara) að í einni atkv.-
greiðslu hafi innlendir hluthafar
öll ráðin (yfir 50% atkv.), í ann-
ari Vestmannafulltrúinn, í þriðju
landssjóðsfulltrúinn.
Pingmaður.
Reykjavík.
Eimskipafjelagið. Eins og ráðgert
var á fundinum 17. þ. ni., bætti
bráðab.stj. við sig 3 mönnum til
þess að athuga breytingar á laga-
frumvarpinu til næsta fundar, og
voru þeir þessir: Garðar Gíslason
kaupm., Jón Kristjánsson prófessor
og ól. Johnsen kaupm.
Ráðherra hefur legið veikur síð-
ustu dagana.
Veðrið. Hlýindi mikil hafa verið
nú um tíma að undanförnu og veðr-
ið eins og á vori. Jörð orðin klaka-
laus.
»Ceres« kom frá útlöndum í gær.
Með henni kom meðal annara Helgi
Helgason tónskáld frá Ameríku, og
er sagt, að hann ætli að setjast
hjer að.
Eknasjóður Reykjavikur hjelt aðal-
fund sinn 2. þ. m. — Samkvæmt
reikningi sjóðsins 1913, er lagður var
fram og samþyktur á fundinum, var
eign sjóðsins í árslok 20553 kr., og
hafði sjóðurínn aukist um 800 kr. á
árinu, 55 ekkjum var veittur styrk-
ur úr sjóðnum árið sem leið, 12 kr.
hverri. — Fjelagatal 272. — í stjórn
sjóðsins eru: Jóhann Þorkelsson dóm-
kirkjuprestur (form.), Gunnar Gunn-
arsson kaupm. (fjeh.), Sighv. Bjarna-
son bankastjóri (ritari), Ásgeir Sig-
urðsson og Einar Árnason kaupmenn.
— Árstillag til sjóðs þessa er aðeins
2 kr. Fæstum því ofvaxið að ger*
ast meðlimir þessa nytsemdarsjóðs.
Styrktar- og sjúkra-sjóður versl-
unarmanna i Rvík hjelt aðalfund sinn
iá. þ. m. Lagður var fram Og sam-
þýktur reikningur sjóðsins fýrir árið
t|í|. — Styrkur hafði verið veittur
úr sjóðnum það ár alls iá^ö kr.
Eign sjóðsins var í árslok 43544 kr
og hafði aukist á árinu um e. 1560
kr. — Stungið var upp á að hækka
* Hjer mætti alt eins hafa aöra,
sVipaöa aöferö, sem sjálfsagt væri sú
allra rjettasta: 1) Láta öll atkvæði inn-
lendra hluthaía, sem greidd eru á
fundi, njóta sín óskert, en 2) draga úr
alkvæðamagni landssjóðsfulltrúa og
Vestmannafulltrúa sem því svarar
hlutfallslega, er vantar á fundina af
atkv. innl. hluthafa; komi t. d. ekki i
Ijós nema J/3 af atkv. innl. hluthaía,
Þá skuli umboðsmenn landssjóös og
Vestmanna ekki njóta nema Va at sínu
atkvæðamagni, hvor um sig. Ap.
Vatnsstígvjel og sjóstígvjel
kosta kr. 18,50, trollarastigvjel kr.
35,00. — Efni og vinna vönduð.
Jón Stefánsson.
Laugaveg' 14.
inntökugjald og árstillag. Kosin 5
manna nefnd til að íhuga tillögur
þessar og aðrar breytingar á lögum
sjóðsins. Stjórn endurkosin: Sighv.
Bjarnason (form), G. Ólsen (fjeh.),
Jes Zimsen (ritari), G. Zoega og Einar
Árnason. Endurskoðendur kosnir:
Helgi Zoega og Jón Laxdal.
Bæjarstjórnarkosning á að fara
fram mánud. 26 jan. 5 fulltrúa á
að kjósa, en út fara þessir: Halldór
Jónsson, Jón Jensson, Kl. Jónsson,
Kr. ó. Þorgrímsson og L. H.
Bjarnason.
Kosið verður í 6 kjördeildum og
hefur bæjarstjórnin skipað eftirlits-
mönnum þannig niður í þær:
1. kjördeild: Jón Þorláksson bæj-
arf., Laufey Vilhjálmsdóttir kensluk.,
Kr. Linnet lögfr.
2. kjördeild: Sv. Björftsson bæj-
arf, Ingibj. Sigurðardóttir kensluk.,
Jör. Brynjólfsson kennari.
3. kjördeild: H. Hafliðason bæj-
arf., Helga Torfason frú, Magnús
Sigurðsson lögfr.
4. kjördeild: Arinbj. Sveinbjarnar-
son bæjarf., Guðm. Ólafsson lögfr.,
Ingibj. Brands kensluk.
5. kjördeild: Kr. Ó. Þorgrímsson
bæjarf., Ól. Lárusson lögfr., Ragna
Stephensen kensluk.
6. kjördeild: Þorv. Þorvarðsson
bæjarf., Guðm. Sveinbjörnsson lögfr.,
Steinunn Bjarnadóttir,
Góðtemplara-reglan átti þrltugsaf-
mæli hjer á landi sunnudaginn n. þ.
m. og var þess minst á þann hátt, að
Templarar fóru í skrúðgöngu um
bæinn,
„Samverjinn“. Jeg kom í Góð-
templarahúsið, þar sem góðgerða-
starfsemin fer fram. Þar er forðabúr
niðri í litlu herbergi, umgengni
prýðileg og uppi eldhús og borð-
stofa, Borð er þar á miðju gólfi,
stólar og bekkir í kring; þar sat
fólk, börn og nokkrir fullorðnir, og
borðuðu framborinn góðann mat, og
það fólk, sem þar borðaði á meðan
jeg dvaldi inni, var ekki komið þar
án þarfar, enda mun það tæpast
koma fyrir. Menn og konur voru
þar, sem vísuðu komufólki jafnóðum
til sætis, og báru fram fyrir það
matinn, alt svo hlýlegt í viðmóti, og
glatt eins og það væri að ganga
um beina í brúðkaupsveislu, þar
sem aliir aðstandendur væru hjart-
anlega ánægðir. Ef einhverjir hafa
ekki komið sjer að að koma þang-
að, setti þó þurfa þess, þá segi jeg
þeim: Ekkert er að óttast; þar er
alt gert og starfað af kærleika, og
sama er að segja um þá, sem gefa
til þess, þeir gera það einnig af
mannúð og kærleika.
Enda er góðgerðasemi orðin svo
almenn og kunn hjer í bæ, bæði
meðal fjelaga, og einstakra manna.
Jeg hef oft orðið snortin af því,
hvað fólki hefur verið ljúft að bæta
úr þörfum annara, og er jeg þakk-
Iát öllum þeim, sem bæta kjör þeirra,
sem bágt eiga. I2/i '14. Þ. A. B.
M fallÉdui til iiricL
Mannalát. 5. þ. m. andaðist á
heilsuhælinu á Vífilsstöðum Jón
Jónasson kennari, eitt sinn ritstj.
„Fjallkonunnar".
2. þ. andaðist á Landakotsspítal-
anum hjer í bænum Ólafur Magnús-
son verslunarmaður frá Isafirði.
2. okt. sfðastl. andaðist Hólmfríð-
ur Sigurðardóttir, ekkja Þórarins
Hálfdánarsonar á Bakka á Langa-
nesströndum.
5. nóv. síðastl. andaðist ekkjan
Kristín Jónsdóttir, er lengi hafði
búið á Bjarnarstöðum í Bárðardal,
móðir Jóns bónda þar.
Stórviðri á Austfjörðum. „Austri"
frá 6. des. segir töluverða skaða
hafa orðið þar af stórviðri í byrjun
mánaðarins; vjelarbátar höfðu lask-
ast meira og minna á Norðfirði og
Mjóafirði, og einn alveg eyðilagst,
eign Gunnars bónda í Holti í Mjóa-
firði. í Fjallseli á Hjeraði höfðu
farist 80 kindur, og víðar urðu
nokkrir fjárskaðar.
Hólakirkja átti 150 ára afmæli 23.
nóv. í haust og hjeldu þá 3 prestar
þar guðsþjónustu, Björn prófastur
Jónsson í Miklabæ, síra Pálmi Þór-
oddsson í Hofsósi og sóknarprestur-
inn. Að henni lokinni flutti Sigurður
skólastjóri ræðu og sagði sögu Hóla-
kirkju. Vildi hann lála endurnýja
hana sem mest í gömlum stfl og
flytja þangað aftur fornmuni þá,
sem burt hafa verið teknir frá henni.
Guðm. Friðjónsson skáld hjelt nú
í skammdeginu tvo fyrirlestra á
Akureyri. Annan nefndi hann
„Glámsaugun", en hinn var um
„næstu kosningar og völdin í land-
inu".
Nýtt blað er farið að koma út á
Akureyri og heitir „Mjölnir". Ritstj.
er Guðm. Guðlaugsson og „sjálf-
stæðis"-útgerð á blaðinu.
ísland erlendis.
Helgi Heigason tónskáld. Lögb.
frá 11. des. skýrir frá því, að
hann sje þá kominn á stað i
ferð til Khafnar og ætli að dvelja
þar nokkra mánuði til þess að
sjá um útgáfu og prentun á nýj-
um sönglögum eftir sig, um 50
talsins, og þar á meðal lag við
kvæðið »Gunnarshólmi« eftir
Jónas Hallgrímsson. Var Helgi
kvaddur kvöldið 2. des. með
samsæti af löndum sinum í
Wanyard í Saskatsewan, en þar
er heimili hans. Einn af for-
gangsmönnum kveðjusamsætisins
var Sveinn Oddsson, sá er hjer
var síðastl, sumar, og Sig. Júl.
Jóhannesson læknir o. íl. mæltu
þar fyrir minni Helga.
Guðm. Kamban hefur samið nýtt
leikrit á dönsku, sem heitir
»Kongeglimen« og fer fram hjer
í Reykjavik og á Þingvöllum.
D. Thomsen konsúll. Þegar K.
Berlín hjelt ræðuna á fundi Ung-
hægrimanna i Khöfn, sem áður
hefur verið frá sagt hjer í blað-
inu, var D. Thomsen konsúll
þar og andmælti honum. Síðan
hefur írjetst, að D. Th. hafi hald-
ið fyrirlestur í Khöfn 20. des. til
þess að andmæla Berlín, bæði út
af fánamálinu og stjórnarskrár-
málinu, og hafl verið vel yfir
þeim fyrirlestri látið.
Ósannindi „Ingólfs“
ttm Steinolíufjelagið.
»Ingólfur« flytur i gær pá sögu, að
D. D. P. A. hafi bannað Hinu íslenska
steinolíuhlutafjelagi, að styðja Eim-
skipafjelag íslands á nokkurn hátt, og
stafi þetta bann af samningum, sem D.
D. P. A. hafi gert við Sameinaða Gufu-
skipafjelagið.
En petta er alt tilhœfulaus tllbúningur
og lýsum vjer ofangreinda frásögn blaðs-
ins hrein ósannindu
Hið íslenska steittolíuhlutafjelag heí-
ur auðvitað gert ílutningasamniuga
bæði við Sameinaða gufuskipafjelagið
og Björgvinjargufuskipafjelagið um
flutninga fyrir ákveðið flutningsgjald.
í þeim stendur ekkert orð í þá átt, að
Steinolíufjelagið megi ekki styðja hvaða
fjelag, sam vera skal og á hvern hátt,
sem vera skal. Samningar þessir eru
því ekki til fyrirstöðu, að Steinolíu-
fjelagið geri flutningasamninga við
Eímskipafjelag íslands, þegar það get-
ur tekið til starfa fyrri hluta ársins
1915.
Því skal bætt við, að meðundiritað-
ur H. Debell hefur ekki — eins og
Ingólfur segir — sagt nokkrum manni
úr bráðabirgðastjórn Eimskipafjelags
íslands nje öðrum framangreinda ó-
sannindasögu.
Reykjavík 18. janúur 1914.
Holgeir Debell. Jes Zimsen.
Eggerl Claessen.
Til íslenskra sjómanna.
Sjómannamissíonin í Hull (Eng-
landi) býður hjartanlega vel-
komna alla sjómenn á íslenskum
botnvörpungum og aðra til að
heimsækja sjómannakirkju og
lesstofur vorar. Kirkjan er í
Osborne Street í miðbænum. —
Er þar gugsþjónusta kl. 11 og kl.
7 á hverjum sunnudegi. — Vega-
lengdin frá ystu brún fiskiskipa-
hafnarinnar (St. Andréw’s dock)
til kirkjunnar er um 3 km., og á
sunnudögum ganga ekki spor-
vagnar fyr en kl. 1 e. h. Farseð-
ill með þeim kostar 1 penny. —
Lesstofurnar eru tvæí: önnur við
kirkjuna, opin daglega kl. 6—10
síðd., nema á sunnudögum kl.
2—10 síðd. — Til hinnar lestrar-
stofunnar (í West Dock Avenue
37) má ganga á 5 mínútum frá
höfninni, og þar eru íslensk blöð.
Sú lestrarstofa er daglega opin
frá 10—2 og 4—10.
Munið eftir að heimsækja oss,
þegar þjer komið til Hull: 35, May
Tree Avenue.
Hull I3/F14.
A. Lindegaard-Petersen.
Ofanritað ávarp, skrifaðádönsku,
barst mjer í dag frá sjómanna-
prestinum danska í Hull, sem
vera mun lærðari en alment ger-
ist um presta, þar sem hann er
bæði lic. theol. og cand. mag.
Hann getur þess í brjefi til mín,
að íslendingar, bæði búsettir í
Hull og af botnvörpungum, komi
við og við í lestrarstofuna, og rit-
stjórar blaðanna ísafoldar og Lög-
rjettu hafi sýnt þá góðvild, að
senda blöð sín til annarar lestr-
stofunnar, en kærkomin væru
fleiri íslensk blöð eða tímarit, og
allra best væri að fá 2 eintök, svo
að báðar sjómannastofurnar gætu
notið þeirra jöfnum höndum.
Loks bætir hann því við, að
sænski sjómannapresturinn í
Grimsby, A. H. Lindström, sje
ágætur maður, Hann býr í 10.
Abbey Driw East Grimsby. —
Eru íslenskir sjómenn sjálfsagt
velkomnir til hans, en ókunnugt
er mjer um, hvort hann hefur
ísl. blöð að bjóða í lestrarstofu
»skandinaviskra« sjómanna í
Grimsby.
Ennfremur skal jeg geta þess,
viðvikjandi Hull, að sænska sjó-
mannakirkjan er í Lee Smith
Street, »skandinaviskt« sjómanna-
heimili i 21 Wilton Street, Hol-
derness Road, finsk sjómanna-
kirkja í High Street og enskt sjó-
mannaheimili (Fishemen’s Be-
thel), þar sem Hessle Road og
og Bouleward mætast.
20. jan. 1014.
Sigurbj. Á. Gíslason.
Landsbankamál á „Sjálfst.“fundi.
B. Kr. bankastj. hjelt fyrirlestur á
„Sjálfst."fundi í gærkvöld um veð-
deildarlögin nýju o. fl., og bauð
þangað Jóh. Jóhannessyni kaupm.
Urðu síðan nokkrar úmræður um
málið og hafði B. Kr. staðið þar
aleinn uppi veðdeildarlögunum til
Sli öía tii aður,
vandaður, fallegur, ódýrastur i
skóverslun
Jóns Stefánssonar.
Laugaveg 14.
Furðuverk nútímans.
100 skrautgripir, allir úr hreinu amerísku
gull-»double«, fyrir aðeins kr. 9,50.
10 ára ábyrgð.
1 Ijómandi falllegt, þunt 14
kar. gull-double anker gangs
karlmanns vasaúr, sem geng-
ur 36 tíma, ábyrgst að gangi
rjett í 4 ár, 1 fyrirtaks leð-
ur-mappa, 1 tvöföld karlm,-
úrfesti, 1 skrautaskja með
manchettu-, flibba- og brjóst-
hnöppum með patent-lásum,
1 fingurgull, 1 slipsnæla, i
kven brjóstnál (síðasta nýung),
1 hvítt perluband, 1 fyrirtaks
vasa-ritföng, 1 vasaspegill í
hulstri, 80 gagnsmunir fyrir
hvert heimili, alt safnið, með 14 kar. gyltu
karlmanns-úri, sem með rafmagni er húðað
með hreinu gulli, kostar aðeins kr. 9,25 heim-
sent. Sendist með póstkröfu. —- Weltver-
sandhaus P. Buchbinder, Krakau, Österrige,
nr. 235. — Þeim, er kaupir meira en 1
safn, verður sendur ókeypis með hverju
safni 1 ágætur vasa-vindlakveykjari. Sjeu
vörurnar ekki að óskum, verða peningarnir
sendir aftur; þess vegna engin áhætta.
„Iðunnardúkar“
eru ódýrustu, haldbestu fatatauin.
Það viðurkenna allir, sem reynt
hafa. — Úr miklu að velja.
QiÁmonnl Munið eftir rúmtepp-
OjUIIltíIlIl! unum og Dess. 322.
DAMER, som sender denne An-
nonse til „Klædefabr. Kontoret“, Kö-
benhavn S., faar frit tilsendt 4 mtr.
125 ct. b. sort, mörkblaa, marine-
blaa, brun el. grön finulds Klæde
til en flot Dragt for 10 Kr.
OdduF Gislason
yflrrjettarmálaflutnlngsmaður,
Laufúsveg 22.
Venjul. heima kl. n—12 og 4—5.
Eggert Claessen
yflrrjettarmálaflutnlngsmaður.
PÓ8thússtrœtl 17. Venjulsga helma kl. 10—II
og 4—5. Taltíml 16.
Af því útlit er fyrir, að at-
vinnuskortur verði hjer í Reykja-
vík í vetur og vor, býð jeg hjer
með »Dagsbrúnar« mönnum til
leigu þilskipið »Akorn« gegn
hæfilegri borgun, og tryggingu
fyrir því, að hún verði greidd á
rjettum tíma.
Tryggvi (xunnarsson.
varnar, en móti honum mæltu Jóh.
Jóh., Þórður Thoroddsen læknir og
E. Jónasson málaflm. Segja menn,
að B Kr. hafi fengið þar engu betri
útreið en á borgarafundi Jóhanns.
Eiinskipafjelagsst)órnar-
kosningin. Blöðin hafa öðru
hvoru nú að undanförnu verið að
tala um, að mikið væri í það varið,
að sem best tækist kosning hinnar
fyrstu stjórnar ísl. eimskipafjelags-
ins, og er það rjett. Fyrst og fremst
virðist það heppilegast og eðlilegast,
að valdir væru þeir menn, sem mest
hafa starfað að undirbúningi fyrir-
tækisins og eru þar af leiðandi orðnir
því kunnugri en aðrir og hafa sýnt,
að þeir láta sjer ant um það. Sum-
ir úr bráðab.stj. mun alls ekki vilja
gefa kost á sjer í stjórn fjelagsins
áfram. ,En Lögr. hefur heyrt, að
verið sje að róa á móti kosningu
eins af þeim mönnum, sem mest hafa
starfað í bráðab.stjórninni, meðal
þeirra, sem aðra stjórnmálaflokka
fylla, og er það ekki góð byrjun.
Josept Chamberlain, hinn gamal-
kunni stjórnmálaforkur Englendinga,
hefur nýlega tilkynt kjósendum sín-
um í Birmingham, að hann bjóði
sig ekki fram við næstu kosningar.
Hann hefur verið veikur síðustu árin.
En 37 ár hefur hann verið þingmaður
þessa kjördæmis. Sagt er, að sonur
hans muni taka við því af honum.
Frá Suöur-Afriku. Járnbrautar-
mannaverkfall mikið stendur nú yfir
í Johannesburg, segja síðustu útlend
blöð, og hafa út af því orðið mikl-
ar róstur.