Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.02.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 21.02.1914, Blaðsíða 1
Atgreidslu- og innheimtum.: PORÁRINN B. F’ORLÁKSSON. 'Veltusu.ndi 1. T.liimi 369. Rltstjcrl: PORSTEINN GÍSLAS Pingholtastræti II. Tmlsímt 17S. M ÍO. Heykjnvík 31. iebriíar 1914. IX. áraf. Lárus Fjeldsted* YflrrJettarm*laf«Bralum«Our. Lækjargata 2. Hefma kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, ínnlendar og erlendar, pappír og allskyDS ritföng kaupa allir í Bókaversl. Slgfúsar Eymundssonar. Kosningarnar. Hyað menn greinir á um. Nú eru ekki eftir nema rjettar 7 vikur til kosninga. Það væri þá ekki óeðlilegt, að menn færu að hugsa um þær af alvöru, og að minsta kosti gera sjer ljóst, hvað það eiginlega er, sem menn greinir á um. Ætla mætti, eftir því, sem sum- um mönnum farast orð, að það ætti að vera vandalítið verk. Til dæmis að taka lýsir annað þing- mannsefni Sjálfstæðismanna hjer í bæ, yfirdómslögmaður Sveinn Björnsson, yfir því í þingmensku- framboði sínu, að hann telji »svo mikið djúp staðfest á milli grund- vallarskoðana núverandi stjórnar i þeim málum, sem flokkum skifta, og skoðana« hans »og annara Sjálfstæðismanna, að« hann getur »eigi talið á nokkurn hátt samrýmanlegt skoðunum« sínum »að styðja stjórn þá, ernú situr við völd«. Frambjóðandinn gerir ekki grein þess í framboði sínu, í hverju þetta »djúp« sje fólgið. Hann vísar i því efni til Ávarps þess, sem miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins birti landsmönnum síðastlið- ið haust. Þar eiga menn þá sjálfsagt að geta horft niður i »djúpið«. Nú hefur það margsinnis verið fram tekið, og fram á bað sýnt, að sljórn Sjálfstæðisflokksins hef- ur fylt stefnuskrá sína með mál- um, sem allir eru sammála um. Stjórnarskrána vilja allir láta samþykkja. Þetta vita allir. Yfir því hefur verið lýst frá öllum hliðum. Ráðherra hefur, gegn mjög örðugri mótspyrnu írá mik- ilsmetnum dönskuin mönnum, fengið konugnsloforð um staðfest- ing ástjórnarskránni, einmitt eins og siðasta alþingi gekk frá henni, og fyrir þá sök getur það ekki verið neinum vafa undirorpið í hugum skynsamra manna, að ráðherra yrði tafarlaust að segja af sjer, ef hann fengi ekki næsta þing til þess að samþykkja stjórnarskrána óbreytta. Einhver óvandaður þjóðmálaskúmur hefur samt kom- ið inn í síðustu Isafold löngum vitleysu-samsetningi um það, að allir aðrir en svo nefndir Sjálf- stæðismenn muni sitja á svikráð- um við stjórnarskrána. En það er ekki annað en ný vísbending um það, hver röksemda-þrot eru orðin þeim megin, hve hlægilegt öngþveiti menn eru þar komnir í. Um stjórnarskrármálið eru allir sammála. Allir vilja koma samgöngunum i hendur íslendinga, og í því efni hafa þing og stjórn gert þær ráð- stafanir, sem enginn ágreiningur er um. Allir vilja bœla samgöngurnar. Ávarpið minnist ekkert á það, hvernig eigi að bæta þær, hvort það skuli gera með járnbrauta- laguing eða með öðrum hætti — sjálfsagt af þeirri einíöldu ástæðu, j að stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ekki getað komið sjer saman um það. Allir mundu viija bœla banka- fgrirkomulagið, þannig að verslun landsins liefði »nægilegt og eðli- legt veltufje í innlendum bönk- um i landinu sjálfu«, eins og kveðið er að orði í Ávarpinu, — ef ráðið til þess væri fundið. En flokkstjórnin hefur enn ekki bent á nokkuð ráð. Allir vilja bœta og efta álit og lánstraust áreiðanlegra, innlendra verslana — ef þeim er bent á skynsamlegt ráð til þess. En stjórn Sjálfstæðisflokksins liefnr enn láðst að benda á ráðið til þess. Landbúnað og fiskiveiðar vilja allir styðja og efla. Hag húsmanna og verkamanna vilja aliir sjálfsagtj líka efla með endurskoðun á löggjöfmni, — þegar sýnt verður fram á það, hver löggjafar-endurskoðun væri skynsamleg í því efni. En það er enn ógert. Þá er loks sambandsmálið. Hjer skal ekki fjölyrt um það, sem sýnt hefur verið svo greinilega fram á áður, hver fjarstæða það er, að mennirnir, sem sjerstak- lega telja sitt hlutverk að efla sjálfstœði landsins, skuli gera það að flokks-auðkenni sínu að vilja alls . ekkert um það sjálfstæði semja. Ekki skal það heldur út- listað hjer, hver fásinna það væri af hverjum íslendingi sem er, að taka slíka stefnu af reiði við Dani, eins og stjórn Sjálfstæðis- flokksins gerir, — eða, rjettara sagt, lætur sem hún vilji gera. Þetta segjum vjer fyrir þá sök, að ef nokkuð má marka ein- hvern helsta manninn í flokk- stjórninni, elsta stjórnmálaleiðtog- ann þar, Skúla Thóroddsen, þá er þessi samningafælni flokk- stjórnarinnar ekkert annað en látalæti. Hann segir svo í Þjóðviljanum 14. nóv. f. á.: »Vitaskuld er það og, að fari kosningarnar 11. apríl næstk., sem vjer vonum, á þá leið, að Sjálfstæðismenn fái nú meiri hlutann á þinginu, þá láta þeir að sjálfsögðu — þrált fyrir orða- lagið í Ávarpinu — alls einskis færis ófreistað'), til að gera sitt ítrasta til þess að þoka sambands- málinu — sem og öðrum sjálf- stæðismálum þjóðarinnar — svo áleiðis sem unt er«. Oss er ekki Ijóst, hvernig nokk- ur Sambandsflokksmaður gæti kveðið rikara að orði en þetta. Vjer sjáum ekki »djúpið«. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til sambandmálsins er þá sú, eftir því sem Sk. Th. farast orð, að verði Sjálfstæðisflokkurinn í minni hluta, þá ætlar hann að telja þá menn, eins og hann telur þá nú, óalandi og óferjandi, sem eitthvað vilja reyna að greiða fyrir sam- bandsmálinu. En verði hann i meiri hluta, þá ætlar hann að láta »alls einskis færis ófreistað, til að gera sitt itrasta til þess að þoka sambandsmálinu svo áleiðis sem unt er«. Vjer gerum ráð fyrir, að þetta sje sjálfsagt einhver »stefna«. En oss virðist hún ekki vera sem beinust. Og vjer efumst um, að nokkur stjórnmálaflokkur í ver- öldinni hafi nokkuru sinni gert grein fyrir jafn kynlegri stefnu. Þegar nú þar við bætist, að ekki er fyrirsjáanlegt, að nokkurn skapaðan hlut verði unt að gera í sambandsmálinu á næsta þingi, 1) Leturbreitingin í Pjóöv. — eina þinginu, sem kosið verð- ur til 11. april næstk. — nema ef það væri það að reyna að sameina hugi þjóðrækinna og ofsalausra manna í því máli, þá er ekki auðvelt að sjá, hvernig »djúpið«, sem á að aðgreina menn svo stórkostlega á undan næstu kosningum, getur verið fólgið í þessu máli. Um stefnuskrá Þjóðreisnar- manna, eins og Jón ólafsson hefur gert grein fyrir henni í Ár- vakri getur ekki verið þörf að fjölyrða. Hún er ekkert annað en uppjetningur eftir Sjálfstæðis- mönnum — nema það, að Þjóð- reisnarmenn vilji engum rýrari kostum taka í sambandsmálinu, en til boða stóðu 1908. Það vill enginn íslendingur. Sambands- flokkurinn herti þar á 1912, en dró ekki úr. Hvar er þá »djúpið«. Það »djúp«, sem Sveinn Björns- son og aðrir Sjálfstæðisflokks- menn eru að tala um, er ekki til. Þeir hafa ekkert mál nú, sem þeir einir haldi fram. Þeir veita heldur ekki af alvöru neinu mót- spyrnu, sem aðrir menn vilja (sbr. yfirlýsing Þjóðviljans). Það er ekki afstaðan til mál- anna, sem greinir menn sundur. Það er afstaðan til mannanna. Stjórnarandstæðingarvilja hrinda H. Hafstein úr ráðherrasessi á næsta þingi. Sem stendur vilja þeir ekkert annað. Hjer skal ekkert um það sagt, hvað þeim gangi til. Hvatirnar eru sjálfsagt mismunandi. Þeir gera enga skynsamlega grein þeirra. Eiga líka eðlilega nokkuð örðugt með það, þar sem ágreininginn vantar um málin. En það hlýtur að vera bersýni- legt öllum mönnum, sem blöðin lesa af nokkurri athygli, að þetta er það, sem skilur. Um þetta verða kosningarnar 11. apríl. Fyrir því er það ekki að eins rjettmæt, heldur og sjálfsögð spurning: Hvern œtla þeir menn, að setja í stað H. Hafsleins, sem vilja hrinda honum af ráðherrastóli? Er það Lárus H. Bjarnason? Sjálfstæðismenn eru reyndar alt af sverja fyrir hann af eins mikilli ákefð, eins og nokkur maður hefur svarið fyrir óskil- getið barn. En alt af eru að koma fregnir um það, að þrátt fyrir allar yfirlýsingar og allan undirbúnings-kosningaleik ætli þeir samt að kjósa hann, margir þeirra, og vilji gera hann að ráð- herra. Það er jafnvel sagt, að ekki all-fáir hafi kosið hann við undirbúnings-kosningarnar, sem nú eru ný-afstaðnar, þó að hann væri þar ekki i kjöri. En hvað sem um þetta er, þá er það á allra manna vitorði, að ekki stóð á Sjálfstæðisflokks- mönnum á síðasta þingi með að gera L. H. B. að ráðherra. Sú fyrirætlan strandaði annarstaðar. Svo að það er engin ástæða fyrir þann flokk, að bregðast neitt reiður við, þó að hann sje eitt- hvað bendlaður við L. H. B. i hugum manna. Eða er það Björn Kristjánsson, sem menn ætlast til, að taki við af H. Hafstein? Eða er það Skúli Thoroddsen? Það er ekki nema eðlilegt, að þeir sem trúa einhverjum öðrum betur en H. Hafstein fyrir mál- efnum þjóðar sinnar, þeir kjósi samkvæmt því. En þar sem nú er ómótmælanlega kosið um menn, en ekki um luálefni, eins og að framan hefur verið sýnt, þá á þjóðin heimting á að fá að vita á undan kosningunum, hvað hugs- að er til að bjóða henni, hvern mann þingmannsefnin hafa i hyggju, að gera að æðsta valds- manni hennar hjer á landi. Kjósendur mega ekki leggjast undir höfuð að spyrja um þetta. Þingmannaefnin hljóla að geta svarað. Þau hljóta að geta svarað þvi, hvort þau vilji fella ráðherra á næsta þingi. Og þau hljóta að geta svarað því, hvern mann þau hyggist að styðja í ráðherrastöðu, ef þau vilja fella núverandi ráðherra. Þau hljóta að geta svarað þessu, ef þau eru hæf fyrir vitsmuna sakir til þess að fara á þing. Og leggist kjósendur þetta undir höfuð, getur orðið leikið svo með þá, að þeim þyki ver farið en heima setið. Skalla-Grímur. Eftir Jön Þorláksson. II. Nefndarálit B. Kr. Þá er hin aukningin, milli Rvíkur Og Suðurlandsundirlendis, úr IÖOO upp í 3000 tonn. í Sk. hef jeg farið þessum orðum þar um: »Hin áætlaða aukning .... nemur 1400 tonnum; ef jeg geri ráð fyrir að helmingur þar af sjeu vörur frá Rvík austur — að þyngd á við h. u. b hluta þess, sem nú er flutt inn til Eyr- arbakka og Stokkseyrar —, þá er hinn helmingurinn, eða 700 tons, afurðir aust- an að. Nú vegur eitt kýrfóður af heyi 4 tonn, ársnyt úr meðalkú, án lláta, 2J/i tonn, og með ílátunum, sem þurfa að fara fram og aftur, má lfklegagera hana 3 tonn; ef aukningin væri öll 1 heyi, samsvarar hún þá 175 kýrfóðrum, og ef hún væri öll í mjólk, samsvarar hún 233V3 kýrnyt. Jeg skil ekki annað en að allir, sem nokkuð þekkja til, muni áltta þetta of lágt áætlað, muni álfta, að flutningaauknmgin verði meiri þegar fyrsta árið«. Gignvart þessu staðhaefir nú B. Kr. fyrst, að engin þurð sje á heyi í Rvfk, og geti þvf ekki verið um heyflutning að ræða. Þetta vita nú allir R< ykvlkingar að er ekki rjett hjá honum. Hjer má raunar fá nokkurn veginn nóg af mýraheyi, eltingarbornu, handa hestum bæjar- manna í flestum árum, fyrir hátt verð. En á kúaheyi er megn þurð og alkunn, sem hefur gert m. a. það að verkum, að hver sá blettur hjer í nánd, sem kýrgæft hey fæst af, er kominn í alveg óeðlilcga hátt verð. Glöggur maður og kunnugur þessu hefur sagt mjer, að hver sá blettur hjer í nágrenninu, sem gefu' aí sjer kýrfóður, sje nú 2000 kr. virði, og jeg held að það sje rjett. Þar af má marka kúaheyekluna. Þessu næst tekur B. Kr. sjer fyrir hendur að sanna, að ekki muni held- ur verða flutt mjólk að austan með brautinni. Áður en jeg hrek þann reikning, vil jeg taka það fram, að mjólkurekla og kúaheyekla er í raun rjettri hið sama, og jeg fullyrði ekkert um hvort heldur verður hing- að flutt, hey til að fóðra á fleiri kýr en hjer eru nú, eða mjólk, en annað- hvort verðum vjer að fá. Reikningur B. Kr. um mjólkur- verslun Arnesinga hjer lítur þann- ig út: Söluverð á 100 pottum . . .15,00 Frádr. 5. pt. f. vanhöldum 0,75 Flutningsgj. á járnbr. . . 2,00 Flutn.gj, umbúða fram og aftur...................i-20 Sölulaun......................... 5-95 Afgangur kr. 9,05 »og er þó ótalin flutningskostnaður til stöðvarinnar. Bóndinn fengi þannig 9 áu. fyrir mjólkurpottinn, að ófrádregnu flutnings- gjaldi til járnbrautarinnar........... Og engin vissa væri fyrir að mjólkin seldist hjer yfir höfuð, þegar hún væri hingað komin, og allra síst fyrir þetta verð. Pað virðist pví ekki vera hœgt að gera rdð fyrir neinurn mjólkurflutningi til Reykjavíkut “. í þessum reikningi eru nú ýmsar villur. Prentvillu, sem er í honum í Alþt hef jeg hjer leiðrjett. Fyrsta villan er sú, að hann áætl- ar brautinni hærri tekjur af flutn- ingi þessara 100 potta, en jeg hef gert. Hann gerir flutningskostnað- inn fyrir 100 potta með ílatum kr. 3.20, eða fyrir meðal ársnyt, 2500 pt., alls 80 kr. En jeg hef í minni áætlun ekki talið brautinni nema 60 kr. tekjur fyrir þennan flutning, sem samsvarar kr 2,40 fyrir 100 pt. Því næst tel jeg það rangt, að áætla sölulaun 2 au. á pottinn, þeg- ar útsöluverðið er 15 au. Nú er út- söluverðið 20 au. og söiulaun 2 au., eða io°/o. Mjer finst mjólkin eiga að fylgj^ sömu lögum og aðrar versl- unarvörur, að sólulaun sjeu einn hundraðshluti af útsöluverði, og sje ekki ástæðu til að hækka sölulaunin upp í 131/3°/o þó verðið lækki nið- ur í 15 au. Jeg vil telja það 10%, eins og það er nú, og er alveg viss um, að mjólkurversluninni má haga svo, að með 5°/o frádrætti fyrir van- höldum og 10% sölulaunum má borga allan kostnaðinn hjer í Rvík, einnig flutning frá brautarstöðinni hjer. Það má meira að segja skila henni heim til hvers kaupanda með minni kostnaði en þetta, ef tekiðerupp það fyrirkomulag, sem tíðicast allstað- ar annarstaðar, að senda mjólkina í hæfilega stórum flöskum (>/2 og 1 pt.) og skila beint til kaupenda. Jeg geri samt reikninginn upp þannig: Söluverð á 100 pt. . . kr. 15,00 Flutningsgjald , kr. 2,40 Vanhöld ... — 0,75 Sölulaun, io°/o, — 1.50___ 4,65 Afgangur kr. 10,35, eða um 10V3 eyris fyrir pottinn Þó er enn ótalin stærsta villan hjá B. Kr., og hún er sú, að reikning- urinn og ályktun sú, sem hann dreg- ur út af honum, mynda Jrá byrjun til enda eina stóra hugsunarvillu. Til þess að sjá þetta, verða menn aðeins að vita það, að mjólkurverðið í Rvlk er ekki 15 au., heldur 20 au. fyrir pottinn. Og það er ekki útlit fyrir neina lækkun; þvert á móti var að því komið í vetur að hækka upp í 22 au„ enda stöðug mjólkurekla nú. Engin ástæða til verðfalls niður í 15 au. er að svo stöddu hugsan- leg, önnur en sú, að svo mikil mjólk berist hingað með járnbrautinni, að verðið þess vegna falli. Rökfærsla B. Kr. er þá á þessa leið: Með járnbrautinni kemur svo mikil mjólk að austan, að verð hennar fellur úr 10 au. niður í 15 au. En reikningurinn sýnir, að það borgar sig ekki fyrir bændurna að selja hana fyrir 15 au„ og þess vegna kemur engin mjólk með járnbrautinni að austan. Það er aumt að þurfa að eyða orðum að annari eins vitleysu og þessu. Hver heilvita maður sjer, að ef ekki þykir borga sig að selja mjólkina á 15 au„ og bændur eystra þess vegna ekki senda hana, þá fell- ur verð hennar ekki niður i 15 au. Verðið skapast af tilboði og eftir- spurn. Ef framleiðendur vilja ekki selja hana lægra en á 16 au, þá senda þeir hingað svo mikið, sem selst fyrir 16 au„ en ekki meira. Jeg mun reyna seinna að gera grein fyrir mjólkurþörfinni hjer, og hvort járnbrautin muni bæta úr hcnni,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.