Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.02.1914, Blaðsíða 2

Lögrétta - 21.02.1914, Blaðsíða 2
36 L0GRJETTA Mynd af Hallgrími Pj eturssyni fæst nú hjá bóksölum hjer í bænum og víðar og kostar 50 aura. Kaupendur barnabl. „Æislian66 fá hana ólteypis á af- greiðslunni um leið og þeir borga blaðið. Lógrjetta kemur út ó hverjum mió- vikudegi og auk þess aukablðð við og við, minst 60 blðð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagl 1. júlí. en vil telja sannað með reikningi mínum, að sje hún seld á 15 au. hjer, þá fær bóndi 10 au. fyrir hana flutta á brautarstöð, sleppi brotinu. Þá rengir B. Kr. það, að vöru- flutningarnir frá Rvík austur muni aukast. Þetta byggir hann nú fyrst og fremst á því, að nú kaupi menn að austan útl. varning hjer einungis af því, að þeir eigi önnur erindi hingað, nl. að flytja afurðir sínar á markað hjer. En skyldu þeir ekki halda áfram að eiga 'ónnur erindi hingað, þegar þeim bæði er gert hægra fyrir að komast hingað, og gert mögulegt að selja hjer miklar afurðir, sem nú eru óseljanlegar? Og ætli vöruflutningarnir hjeðan aukist þá ekki fyrst og fremst vegna þess, að þegar þeir geta selt meiri afurðir hafa þeir meira til að kaupa v'órur fyrir? í öðru lagi heldur B. Kr. því fram, að menn muni ekki flytja með brautinni, af því að það sje ódýrara fyrir þá að flytja á vögnum. Þessu til sönnunar setur hann fram það dæmi, að bóndi austur í miðjum Flóa sendir einn mann með þrjár kerrur til Reykjavíkur, og nernur flutningurinn samtals báðar leiðir 2600 pd. (1300 kg.), sem kosta mundi 26 kr. að flytja með brautinni. Kostnaðinn við þennan leiðangur gerir hann þannig upp: Einn unglingsmann í þrjá daga á 3 krónur.....................kr. 9,00 Vagna- og aktýgja-slit og vextir af verði þeirra .... —9,00 Samtals kr. 18,00« og svo bætir hann við: »Er þá eftir 8 krónur fyrir hestana, sem er góð leiga, þar sem þá þarf að eiga hvort sem er, má því telja þá upp- hæð fundið fje. Og eflaust mundi bóndinn kjósa held- ur að láta vinnumann sinn flrra sig þessum 9 kr. útgjöldum, sem áætlaðar eru fyrir daglaunum hans, en að ígjalda þær fyrir flutning«. Dæmi þetta er rangt. í fyrsta lagi er tíminn of stuttur, sem manninum er ætlaður, ef hestarnir eiga að vera óskemdir eftir ferðalagið, því að ávalt hlýtur nokkuð af tímanum að fara í heimanbúnað og til þess að láta á vagnana í kaupstaðnum. Jeg þori að fullyrða að venjulega mundu fara 4 dagar í slíka kaupstaðarferð (með svo þunga lest) frá Hraun- gerði til Rvíkur, en hitt má segja, að m'ógulegt er að gera það á 3 dögum um hásumarið. Svo nær það vitanlega engri átt að áætla aðeins 8 kr. í leigu fyrir hestana; þeir eru fjórir (einn til reiðar) og eru brúkaðir í 3 daga eftir reikningi B. Kr., en eiga að vera 4 dagar. Minni leigu en X kr. á dag má alls ekki reikna fyrir hestinn við svona brúkun, og verður það 16 kr. Verður því reikningurinn nær sanni þannig: Maður, 4 daga .... 12.00 Vagnar og aktýgi . . . 9.00 4 hestar á 4 kr............16 00 Samtals kr.: 37.00 Þessi kenning, að það kosti ekkert að brúka hestana, af því að bónd- Ínn „verði að eiga þá hvort sem er“, er ekki ný. Hún var hjer á árunum notuð sem mótbára gegn því að leggja akvegi frá kaupstöðunum upp f sveitirnar. Nú er kenningin alveg að deyja út í þeim hjeruðum, sem hafa fengið akvegi; sfðast hafði jeg orðið var við hana hjá einstöku mönnum í mesta kyrstöðuplássi síð- ustu áratuganna, Húnavatns- ogSkaga- fjarðarsýslum. Samt er hún áreiðan- lega að deyja út þar, en mundi hún þá ekki rísa upp — eða ganga aftur — hjá alþingismanninum og landsbankastjóranum I Allir góðir búmenn vita nú og viðurkenna, að stefna ber að því, að eiga ekki fleiri brúkunarhesta en þá, sem þarf tii þess að vinna þá vinnu á heimilinu, sem með hestum verður unnin, og að þessir hestar eiga að | vinna hvern virkan dag, sem veður leyfir, eins og mennirnir. Þeir eiga að vinna við jarðyrkjuna alt vorið og haustið, og draga heim heyið — i vögnum — um sláttinn, og vinna við undirbúning húsa og annara mannvirkja að vetrinum, eftir því sem tíð leyfir og kringumstæður heimta. öll vinna þeirra á að bera bóndanum arð, meiri arð en tilkostn- aðinn við að eiga hestinn og fóðra hann. Flestir bændur á sljettlendinu austanfjalls, sem ekki hafa meira en meðalbú, munu komast af með 2 vinnuhesta, ef þe.ir þurfa ekki að eiga fleiri vegna kaufstaðarleiðangr- anna, sem B. Kr. vill kappkosta að ekki leggist niður. Vjer skulum nú gera ráð fyrir að bóndinn geti fækk- að vinnuhestum sínum um einn, með því að flytja með brautinni. Hvað skyldi þá vera rjett metin leiga fyrir þennan hest ef bóndinn vill eiga hann aðeins vegna svo sem tveggja Reykjavíkurtúra um árið? Mjög algengt er að fóðra má 5 til 10 ær á hestfóðrinu, og hver þeirra gefur bóndanum nú árlega 12—15 kr. í beinhörðum peningum. Það væri full ástæða til að rita meira um þessa kenningu B. Kr., ekki af því að þess þurfi til þess að skýra járnbrautarmálið, heldur af því að hún ogtrúináhanaer eitt af verstu átu- meinum búskaparins hvar sem er á landinu, og það er ekki vel gert af mönnum, sem vegna stöðu sinnar ættu fremur að vera forgöngumenn en eftirbátar, að vera að reyna að halda henni uppi. Ummælin um það, að bóndinn muni heldur kjósa að láta vinnumann sinn „firra sig þessum 9 kr. útgjöldum" (þ. e. kaupgjaldinu) „en að gjalda þær fyrir flutning“ þykir mjer lýsa bæði óhagsýni og ókunnugleik á landsháttum hjá höf. þeirra. Mjer skilst að tilgangur bónda — eins og hvers annars atvinnurekanda — með því að taka sjer verkafólk, sje sá, að hafa meiri tekjur af vinnu fólks- ins en tilkostnað sinn (kaup og fæði). Mismunurinn er arður bóndans af fólkshaldinu. Þessum arði tapar hann þá dagana, sem vinnumaður- inn er í kaupstaðarferðinni, þó hann spari bóndanum flutningsgjald móts við kaup og fæði. Og ekki lýsir það kunnugleika á landsháttum, að halda að bændur eigi svo auðvelt með að fá verkafólk, að þeir megi verða fegnir að láta það f ferðalög til þess að spara sjer kaup þess og fæðiskostnað á meðan. Og alveg eins og bóndinn tapar arði sínum af vinnumanninum, meðan hann er á ferðalaginu, eins tapar hann arðin- um af vinnuhestum si'num á meðan. Eða mundi B. Kr. bankastjóri ekki skilja það, að það væri tap fyrir verslunina B Kr., að Ioka búðinni 3 eða 4 daga, og leigja alt búðar- fólkið út til vinnu, þar sem verslunin fær fyrir það jafnmikið kaup og hún sjálf verður að gjaida því fyrir þá sömu daga? Sannleikurinn er sá, að til þess að samanburðurinn á flutningskostnaði með járnbr. og með vögnum verði rjettur, þarf að bæta við 37 krón- urnar þessum þrem liðum: 1. Töpuðum arði af vinnu manns- ins, 2. töpuðum arði af vinnu þeirra hesta, sem í ferðinni eru, og bóndi þarf að eiga. 3. Upphæð, sem nemur arði þeim, er hafa má af því að fóðra nytjapening á fóðri þeirra óþarfahesta, sem í ferðinni eru. Þetta var nú sumarflutningur á vögnum. Jeg geri ráð fyrir að óþarít sje, að fara hjer á eftir að bera haust-, vetrar- og vor flutninga á vögnum saman við járnbrautarflutn., en minni aðeins á, að brautinni er ætlað að flytja fyrir sama verð ait árið. En hjer við bætist nú, að þessi flutningskostnaðar-samanburður er fremur þýðingarlítill, að því er snert- ir flutningavon járnbrautarinnar. Viss- an um flutning útlendu vörunnar með brautinni byggist á því tvennu: 1. að mikið af þungavöruverslun- inni flytst til brautarstöðvanna austanfjalls, vegna þess, hve mikið kaupstaðarleið manna styttist við það, og 2. verðið verður á allmörgum vör- um lítið eða ekkert hærra við brautarstöðvarnar uppi í sveit- unum, heldur en á Eyrarbakka eða Stokkseyri nú, vegna þess, að á þeim vörum er Eyrar- bakkaverð nú svo miklu hærra en Reykjavíkurverð, að full- komlega nemur járnbrautar- taxtanum (2 au. á kg.). Á þessu, og svo á aukning fram- leiðslunnar, hef jeg bygt það, að aukast mundu vöruflutningar frá R.- vík austur. Kaupstaðarleiðin (talin til næstu járnbrautarstöðva) styttist sem hjer segir, móts við kaupstað- arleiðina til Eyrarbakka nú: Fyrir Rangárvallasýslu . um 30 km. Skeið, Hreppa.Tungurneðri— 26 — Grafning, að meðaltali . — 24 — Grímsnes...................— 19 — Ölfus......................— ii — Flóann ofan til um 11 km. og þar yfir. Það má því telja áreiðanlegt, að t. d. öll þungavara til Rangárvalla- sýslu verður send með brautinni til endastöðvarinnar við Þjórsá. Versl- anirnar og kauprjelögin hafa þar vörugeymslu, a. m. k. í kauptíðun- um. En ómögulegt er að segja fyrir- fram, hve mikið af vörunni verður sent þangað frá Rvík, og hve mikið frá Eyrarb. og Stokkseyri, ef braut- arálma er lögð þangað. Jeg hygg sönnu næst, að frá maí til ágúst- loka standi báðir verslunarstaðirnir nokkurn veginn jafnt að vígi með sölu á þungavöru við Þjórsá, ef til vill að fráskildum allra þyngstu vör- unum, svo sem kolum, ef teknar eru til Eyrarb. í seglskipaförmum, en allan hinn árstímann stendur Rvík betur að vígi, og það svo, að eflaust má telja, að Eyrarb. og Stokkseyri fái sínar vörur með brautinni frá R.- vík þann tímann, ef brautarálma liggur þangað ,niður. Til sönnunar því, að flutningsgjald það, er jeg hef áætlað, 20 au. fyrir tonnkílómetrann, sje ekki svo hátt, að fráfælandi sje að flytja vörur með brautinni, skal jeg aðeins nefna 3 at- riði. Það fyrst, að ýmsir reyndir og gætnir menn austan fjalls hafa sagt við mig, að óhætt væri að áætla flutningsgjaldið hærra en þetta, ef það væri nauðsynlegt til að afla brautinni meiri tekna. Þeir hafa sagt sem svo, að flutningar þeirra sjeu nú svo dýrir, að þeim væri mikill Ijettir, þótt þeir ættu að borga meira en hið áætlaða. Samt álít jeg ekki rjett að gera þetta, vegna þess, að taxtinn getur ekki verið alveg eins fyrir allar vörur, og jeg hygg, að meðaltaxtinn ætti ekki að verahærri en þetta. Næst vil jeg geta þess, að greindur og athugull bóndi í Grafningi gat þess við mig í fyrra, að svo væri mikill munur á vöru- verði á Eyrarb. og Rvík, að hann, sem verslað haíði austan fjalls þang- að til, ætlaði nú að sækja útkndu vöruna á vögnum til Rvlkur — taldi sjer hag í því. Og loks vil jeg segja frá einni sögu, sem mjer var sögð í margra manna áheyrn í fyrra vetur. Maður einn austan fjalls hafði 100 pund af smjöri til að versla með. Hann fór með smjörbaggann til Eyrarb. og seldi fyrir 70 au. pd. Á sama tíma var smjörekla hin mesta í Rvfk, og var það mjög auðselt á 90 au. pd. Hann tapaði því 20 kr. á innlegginu við að versla eystra. Ut á andvirðið tók hann hvítasykur, og fjekk af honum 200 pd , því að pundið kostaði 35 au. Ásamatíma kostaði sams konar sykur í Rvík 25 au. Hann tapaði því öðrum 20 kr. á úttektinni. Undir þessum kring- umstæðum finst mjer það vera skilj- anlegt, að mönnum þyki ekki dýrt að borga 1 eyri fyrir pundið í flutn- ingsgjald með járnbr. frá Rvík — eða þangað. í þessu síðastnefnda dæmi hefði bóndi goldið 3 kr. fyrir járnbrautarflutning, en grætt 37 kr. á því. (Frh.) Bankahneyksli i Álaborg. Símað er frá Khöfn í morgun: Mikil bankasvik hafa komist upp í Álaborg og valda stórhneyksli. M. G. Picquart, fyrv. hermála- ráðherra Frakka, sem heims- kunnur varð meðan stóð á Drey- fussmálinu, andaðist 21. jan. síðastl. Hann fjell af hesti og beið bana af þeirri byltu. ijallgrimur pjetursson. Samkvæmt fyrirmælum biskups verður 300 ára afmælis Hallgríms Pjeturssonar sálmaskálds minst í öllum kirkjum landsins á morg- un. Hjer í dómkirkjunni verða 2 messur, önnur kl. 12, hin kl. 5, og verða báðar helgaðar minn- ingu H. P. Kl. 12 flytur síra Bjarni Jónsson ræðu, en kl. 5 sira Jóh. Þorkelsson. Kirkju- sálmabókin verður notuð, en að- eins sungnir sálmar eftir H. P., og um hann verður aðalefnið í báðum ræðunum. Sigf. Einars- son tónskáld hefur búið út orgel- lag út af sálminum »Alt eins og blómstrið eina«, og leikur það við guðsþjónustugerðirnar. Kl. 5 verður guðspjónusta í frí- kirkjunni og talar síra Ól. ólafs- son þar um H. P. Kl. 12 mess- ar hann í Hafnarfirði. Kl. 5 heldur Árni Pátsson sagn- fræðingur alþýðufyrirlestur um H. P. í Iðnaðarmannahúsinu. Mynd af Hallgrimi Pjeturssyni hafa útgefendur »Æskunnar« gefið út, allstóra, sem ætluð er til að setjast í ramma, og er hún nú til sölu og kostar aðeins 50 au. Nótnaútgáfa Jónasar Jónssonar af Passíusálmum Hallgríms er samkv. auglýsingu frá honum seld um þetta leyti með mjög nið- ursettu verðu. Sjaldgæft mun það vera, að minning manna sje jafnlifandi meðal almennings efiir 300 ár eins og hjer á sjer stað um Hallgrim Pjetursson. Þin^meiiskuíramboð. Þau eru ekki fast-ákveðin enn í öllum kjördæmum. En það, sem næst verður komist um þau nú, er þetta: í Borgarfj.s.: Halld. Vilhjálms- son skólastj., Hjörtur á Skelja- brekku. Mýrasýslu: Jóhann í Sveinatungu, Jóhann á Hamri. Snæfellsness.: Sig. Gunnarsson próf., H. Steinssen læknir. Dala- sýslu: Björn Magnússon símastj. á Borðeyri, Bjarni frá Vogi. Barðastr.sýslu: Hákon í Haga, Snæbjörn í Hergilsey eða sr. Þor- valdur i Sauðlauksdal. Vestur- ísafj.s.: Matth. ólafsson, sr. Þórð- ur á Söndum. ísafj.kaupstaður: sr. Sigurður í Vigur, M. Torfason sýslum. Norður-ísafj.s.: Skúli Thoroddsen. Strandas.: Guðjón Guðlaugsson, Magnús Pjetursson læknir. Húnav.: Tr. Bjarnason, Þórarinn á Hjaltabakka, Guðm. Hannesson prófessor, Guðmund- ur í Ásí, Björn Þórðarson sýslum. Skagafj.s.: Ól. Briem, Jósef Björns- son. Eyjafj.s.: H. Hafstein, Stefán í Fagraskógi, Jón Stefánsson ritstj. Akureyri: Magnús Kristjánsson kaupm., Ásgeir Pjetursson kaupm. S.-Þingeyjars.: Pjetur á Gaut- löndum. N.-Þiugeyjars.: Steingr. Jónsson sýslum., Ben. Sveinsson. N.-Múlas.: sr. Einar á Hofi, Ing- ólfur Gíslason læknir, Björn á Rangá, Jón á Hvanná. Seyðisfj.- kaupstað: dr. Valtýr Guðmunds- son, Hermann Þorsteinss. skósm. S.-Múlas.: Björn Stefánss. kaupm., Gutt. Vigfússon umboðsm., Bjarni Sigurðsson á Eskifirði, G. Eggerz sýslum. Austur-Skaftafellss.: Sig. Sigurðsson kand. theol. frá Flatey, Þorl. Jónsson. Vestur-Skaftaf.s.: Sig. Eggerz sýslum. Rangárv.s.: sr. E. Pálsson, Einar á Geldinga- læk. Vestm.eyjum: Hjalti Jóns- son skipstj., K. Einarsson sýslum. Árnessýsla: Sig. Sigurðsson búfr., Þorfinnur á Spástöðum, Jón Jóna- tansson. Gullbr. og Kjósars.: Björn i Gröf, B. Kristjánsson bankastj., sr. Kr. Daníelsson og ef til vill Jóh. Jóhannesson kaupm. I Rvík: Jón Þorláksson landsverkfr., Sv; Björnsson málafl., Sig. Jónsson barnak., L. H. Bjarnason prófessor. Óráðið er enn uin eitt þing- mannsefni Reykjavíkur, sem býð- ur sig fram með J. Þ. Enn fremur má telja víst, að frambjóðendur bætist við í N.-ísafj.s., Skagafj.s., S.-Þingeyjars., V.-Skaftaf.s., Rang- árvallas., og ef til vill Árnessýslu og Seyðisfirði. Frá Suður-Jótlandi. Danski jafn- aðarmannaforinginn og þingmað- urinn Stauning ætlaði í janúar í vetur að halda fyrirlestur hjá skoð- anabræðrum sínum í Flensborg í Suður-Jótlandi, en fjekk þær viðtökur hjá yfirvöldunum, að honum var ekki að eins bannað að tala, heldur var honum þegar vísað út úr landinu. Frú Louise Phister, fyr meir fræg- asta leikkona Dana, andaðist í Iíhöfn 12. jan. síðastl., nær 98 ára gömul, fædd 21. jan. 1816. Samein. gufuskipafjel. A stjórn- aríundi þess 13. jan. var ákveðið að leita tilboða um smíði á 3 nýjum skipum. Er eitt þeirra ætlað til ferða um Norðursjó og Eystrasalt, annað milli Danmerk- ur og Noregs, og hið þriðja milli Danmerkur og íslands, segir »Politiken«. Í stað Estrups, sem var konung- kjörinn þingmaður í Danmörku, hefur verið valinn fyrv. yfirráð- herra Deuntzer. Danmörk 1864. Nýkomið er út rit eftir D. G. Monrad biskup, sem var yfirráðherra Dana 1864, og hefur hann skrifað þetta rit á árunum 1880—81, til þess að gera grein fyrir afstöðu sinni til þess, sem fram fór í Danmörku 1864, en ritið hefur ekki verið gefið út fyr en nú. Monrad dó 1887. Rit þetta þykir merkilegt. Holdsveiki á Frakklandi. Við rann- sókn hefur það komið fram í vetur, að 5 af hndr. af rottunum í Paríg eru holdsveikar. Rott- urnar hafa flutt sýkina til mann- anna, og eru nú taldir 300 holds- veikir menn i París, en voru í fyrra 50. Á einum stað í Bre- tagne eru 40 holdsveikissjúklingar, og suður undir landamærum í- talíu er einnig blettur með 60 sjúklingum. í Marseille hafafund- ist nokkrir. Stjórnin hefur látið málið til sín taka, og er nefnd skipuð til þess, að finna ráð til útrýmingar veikinni. Herkostnaðar-aukning Frakklands. Þriggja ára herþjónustuskyldan í Frakklandi hefur í för með sjer mikil útgjöld fyrir rikið. Eftir áætlunum stjórnarinnar þarf að verja 650 milj. franka til þess, að byggja hermannabústaði, og 1400 milj. til þess, að endurbæta vopn hersins. Og enn eru áætl- aðar 1200 milj. franka á næstu 7 árum til ýmislegs hermensku- útbúnaðar. Alls eru það 3250 milj. franka, sem ráðslafað er til landvarna í sambandi við lenging herþjónustu-skyldunnar, sem ný- lega er lögtekin. Prins Aage, sonur Valdemars prins, föðurbróður Kristjáns kon- ungs X., er nýlega kvæntur ítalskri greifadóttur, Mathilde Calvi di Bergola. Faðir hennar var áður sendiherra í Khöfn. Brúðkaup- ið fór fram suður i Turin. Veturinn úti um Evrópu. Aðfara- nótt 14. jan. var 9 st. frost í Paris. Þá var snjókoma mikil i MarseiJle og sagt, að þá hafi verið 15 ár síðan snjór fjell þar síðast. í Norður-Rússlandi og Mið-Rúss- landi var þá snjókoma svo mikil, að járnbrautaferðir hættu. Þar voru frost mikil, sumstaðar alt að 35 st. í Berlín var aðfaranótt 14. jan. 12 st. frost. Sama var suður í Bozníu og Herzegovinu, að þar fjell svo mikill snjór í miðjum janúar, að járnbrautar- lestir komust ekki áfram.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.