Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.02.1914, Blaðsíða 3

Lögrétta - 21.02.1914, Blaðsíða 3
LOGRJETTA 37 útsala Stór útsala byrjar í dag, laugardaginn 21. þ m. Alls konar vefnaðaryara. rPill>iiiiiii fatnaður. Vetrarírakkar og jakkar. Regnkápur (Waterproof) fyrir konur og karla. Hol^lín. Sliísi og slaufur. Skófatuaður alis konar o. 111. fl. selst með afarlágu verði. 10-40°lo afsláttur. Stnrla Jónsson. Frá Bandaríkjum Suður-Afríku. Eins og aður hefur verið um getið, var í vetur verkfall mikið þar syðra, og miðstöð þess í Jóhann- esborg. Deilan varð svo hörð, að stjórnin tók til hervaldsins gegn verkfallsmönnum og bældi svo niður það uppþot, sem úr þessu ætlaði að verða. 10 for- ingjar verkfallsmanna, sem verið höfðu í fangelsi, voru svo fluttir úl úr landinu án dóms og laga, og sendir með skipi til Englands. Var farið leynt með þessa ráða- gerð stjórnarinnar, þangað til mennirnir voru komnir á stað, og sjálfum var þeim ekki sagt frá, hvað við þá ætti að gera, fyr en skipið var komið með þá nokkuð frá landi. Þá var þeim sagt, að þeir ætlu að flytjast heim til Englands, en bátur væri til- búinn, sem færi til lands og tæki af þeim brjef til kunningja þeirra þar, ef þeir vildu skrifa og skýra frá, hvað af þeim yrði. En ekki hefur þessi aðferð mælst sem best fyrir, með þvi að mennirnir eigi auðvitað rjett á því, að mál þeirra komi fyrir dómstóla Bandaríkja Suður-Afríku, en stjórnin hefur gengið fram hjá þeim, og gerir mennina útlæga eftir sínum eigin dómi. Yfirráðherrann þarna syðra er Louis Botha, hinn frægi yfirfor- ingi Búa frá fyrri árum. Enn er hann maður á besta aldri, að eins fimtugur. Hann hefur gengið mjög hart fram gegn verkfalls- mönnum, en þeir, eða forsprakk- ar þeirra, munu einkum vera Englendingar. Flóð í Brasilíu. Seint i janúar komu þar svo mikil flóð í árnar af snjó, er fallið hafði og þá þiðnaði, að heil þorp fóru á flot og fjöldi manna beið bana. Uppþot á Hai'ti. Seint í janúar varð þar mikið uppþót og flj'ði forseti lýðveldisins burt á þýsku skipi. Dóttursonarsonur Alb. Thorvaldsens kom í vetur frá ltalíu til Khafnar. Hann heitir Aurelio Giorni og hefur nýlega tekið söngvarapróf. Hann er 18 ára gamall, og kom til Khafnar til þess að syngja þar opinberlega. Hann hefur útlit Norðurlandabúa, segja dönsku blöðin, er hár vexti og ljós yfir- litum. Ættartala hans frá Thor- valdsen er þessi: Thorvaldsen eignaðist dóttur í Róm með í- talskri konu. Þessi dóttir hans giftist síðan dönskum manni í Róm, sem Poulsen hjet og var fulltrúi Danmerkur við Páfahirð- ina. Að honum látnum giftist hún itölskum grasafræðingi, sem hjet Pietro Giorni, og átti með honum son, sem er kunnur lands- lagsmálari og kvæntur amerískri söngkonu af þýskum ættum, sem heilir Linda Giorni. Þeirra son- ur er þessi ungi söngmaður. — Hann kvað vera mjóg efnilegur í sinni ment. Leo Mechelin, frægur finskur stjórnmálamaður, er nýlega dáinn, 75 ára gamall. Hann var um eitt skeið yfirráðherra Finna og hjelt fost fram rjettindum þeirra gegn Bússum. Island erlendis. Heim frá Ameriku. Þess var get- ið í Lögr. nýlega, að næsta sumar væri Stefán Bjömsson ritstj. „Lög- bergs" í Winnipeg væntanlegur heim hingað, og nú er sagt, að hann muni sækja um Kolfreyjustað. Hann er fæddur þar, og uppalinn í Fá- skrúðsfirði, dóttursonur síra Stefáns Jónssonar, sem prestur var á Kol- freyjustað næst á undan síra Jónasi Hallgrímssyni. Hefur Stefán ritstj. nú verið io ár vestra og er sagður orðinn vel efnaður. Af prestaskól- anum hjer útskrifaðist hann 1903. Vestra hefur hann getið sjer góðan orðstír. Hefur hann hneigst þar að kirkjumálastefnu síra Jóns Bjarna- sonar. En hann kvað langa heim, á fornar stöðvar, og hefur hann trú á því, að búnað megi reka hjer heima með góðum árangri. Án efa væri það heppilegt fyrir hvert presta- kall sem er hjer heima, að fá prest með þeirri þekkingu og reynslu, sem dvölin vestan hafs hlýtur að gefa. „Gestur eineygði“, skáldsaga Gunn- ars Gunnarssonar, er að koma út í þýðingu á finsku hjá bókaversl. Otava í Helsingfors, í þýðingu eftir mag. Eivo Mela. — Þessi skáldsaga G. G. fær hvervetna í dönskum og norskum blöðum hið mesta lof. Skemtikvöld hjá íslendingum í Khöfn. „Hovedstaden” frá 26. jan. segir frá því, að íslendingar í Khöfn hafi haldið kvöldskemtun til ágóða fyrir ekkjur og börn Færeyinga þeirra, er fórust í sjó um sfðastl áramót. Blaðið prentar kvæði, sem Jónas Guðlaugsson flutti við það tækifæri. Jóhann S'gurjónsson sagði þar æfintýri, Eggert Stefánsson söng og þeir Eggert og Þórarinn Guð- mundssynir ljeku á hljóðfæri o. s frv. Blaðið lætur vel yfir samkom- unni og segir, að hún hafi gefið at sjer laglega upphæð handa þeim, sem styrkja átti með henni. Frá Khöfn er skrifað: „Við höfð um stúdentafund lijer í kvöld og ræddum þar breytingar á kenslu og fyrirkomulagi Mentaskólans. Voru nær því allir einhuga um, að nauð- syn bæri til að skiúa mentadeildinni í fleiri deildir, er legðu hver um sig meiri stund á sjerfræði en sú, sem nú er. Vildu menn að því leyti fylgja dæmi enskra og danskra skóla. — Sömul. var rætt og samþykt að minnast 300 ára afmælis Hallgríms Pjeturssonar þann 23. febr. Var helst talað um, að haldin yrði ís- lensk guðsþjónusta hjer kl. 6, og svo fyrirlestur með hátíðahaldi seinna um kvöldið. Búist við þátt- töku flestra eða allra lslendinga hjer. Charles Mauritzen kaupm. i Leith hefur tekið hluti í ísl. Eimskipafje- laginu fyrir 3000 kr. „Grípið lijófimi!“ Það er rjett að hvetja þjóðina til þess að hafa sem best eftirlit með starfsmönnum sínum og að sýna fram á það opinberlega, ef þeir gerast um of ásælnir við sam- eiginlegan sjóð þjóðarinnar. En viðkunnanlegast er, að slikar hvatningar og bendingar komi frá mönnum, sem ekki eru sjálfir sekir um það sarna, sem þeir tala um, að leiðrjetta þurfi. Því sje svo, þá er hætt við að mörg- um renni í hug gamla sagan með upphrópuninni: »Grípið þjófinn!« En það var einmitt þjófurinn sjálfur, sem æpti, og ginti múginn á þann hátt svo, að allir hlupu og hver hjelt um annan, að þar væri sá seki. En svo labbaði þjófsi sjálfur óáreitt- ur heim með þýfið i vasanum. — Lögr. datt þetta í hug út af grein, sem nýl. kom út í einu blaðinu hjer í bænum. Reykjavík. Leiðrjetting. Ummæli Lögrjettu í dag um að ísafold hafi stungið undir stól yfirlýsing Snæbjarnar í Her- egilsey, þeirri er blaðið birtir — eru með öllu staðlaus. Sömuleiðis er það ósatt, að hr. Jónas Snæbjörnsson hafi beðið ísafold fyrir hana. — Um þessa yfirlýsing hafði jeg enga hug- mynd fyr en í dag milli kl. 12 og 1, er maður sá, sem Snjæbjörn hafði beðið að koma henni á framfæri, afhenti mjer hana. Við hann sagði jeg, að jeg mundi að sjálfsögðu taka yfirlýsinguna í næsta blað og veit jeg, að hann kannast við þetta, ef reynt verður. — Af þessu má öllum vera ljóst, að dylgjur Lögr. í garð ísafoldar út af þessu, eru ástæðulausar. Rvík 18. febr. 1914. Ólafur Bjórnsson. Lögr. kemur ekki til hugar, að rengja frásögn hr. Ó. B. um þetta, enda er henni málið óviðkomandi. Skipstrand á Skerjafirði. í siðastl. viku fór enskur botnvörpungur, „Minora" frá Grimsby, upp á sker í miðju Skerjafjarmynni. „Geir* náði honum út og var gert svo við hann, að hann fór út aftur til veiða. Læknapróf við háskólann. Fyrri hl. þess hafa tekið nýlega Helgi Skúla- son frá Odda og Þórh. Jóhannesson, baðir með 1. eink. Almenn rökfræði heitir nýútkomin bók eftir Ag. Bjarnason prófessor. Leikhúsið. Þar er nú farið að leika „Æfintýri á gönguför“. Ljenharður fógeti var alls leikinn 18 sinnum. Botnia fór til Austfjarða og út- landa á mánud.kvöld. Til Aust- fjarða fóru meðal annara Jónas Gísla- son á Fögrumýri f Fáskrúðsfirði, Vig- fús Sigurðsson Grænlandsfari og Sig. Baldvinsson skrifari. Til útlanda meðal annara Jón Jónsson docent, og dvelur f Khöfn við sögurannsóknir fram á næsta sumar. Bæjarstjórnin. Nýkosnu fulltrúarnir tóku þar sæti fyrra fimtudag. Fóru svo fram venjul. nefndakosningar. í fjárhagsnefnd voru kosnir Sighv. Bj. og J. Þorl.; í fasteignanefnd Arinbj. Sveinbj. og K. Zimsen; í fatækra- nefnd G. Lárusd., H. Hafl., Sig. J. og P. Guðm.; í bygginganefnd K. Z. og Þorv. Þorv., og utan bæjarstj* Rögnv. ól. og Sigv. Bjarnason; f veganefnd J. Þorl, Tr. G., Jóh. Jóh. og M H ; f brunamálan. A. Sv., H. Hafl. og J. Þorl; í skattanefnd Sighv. Bj. og Sv. B; f heilbrigðisnefnd Sv. B ; í vatnsnefnd Þ. Þ. og Jóh. Jóh.; í gasnefnd B. Bjarnhj.d , K. Magn., ^S. S>K jj: fX. J^\fK J^fif\. mÆmMÆMík ÁRNI EIRÍKSSON, Austurstræti 6. Bæjarins besta yerslun með: Hreinlœtisvörur, Vefnadarvörur til allsk. fatasaums og hannyrða Prjónavörur. Nærföt fyrir unga og gamla. Sokkaplögg og vetlinga og peysur. Og fjölda margt fleira. flest sem þarf til þvotta og ræstingar. Glisvarningur. Leikföng og smávörur, hentugir til gjafa. Skákþing-ið hefur staðið yfir þessa dagana, byrjaði 10. þ. m. Var teflt um mar- maraskákborðið góða er próf. Fiske gaf og teflt var um í fyrra, ásamt »Staunton«-mönnum. Eins og meðfylgjandi tafla sýnir fóru leikar svo að Pjetur Zophóníasson hjelt borðinu. N S f n: j 12. Þorlákur Ófeigsson . i 11. Stefán Ólafsson . . . | 10. Stefán Kristinsson . . 9. Pjetur Zóphóníasson. 8. Magnús Magnússon . J 7. Magnús Guðbrandss. 6. Kristinn Auðunsson . 5. Haraldur Sigurðsson 4. Guðm. Breiðfjörð . . j 3. Erlendur Jóhanness.. 2. Brynjólfur N. Jónsson 1. Benedikt Sæmundss. Vinn- ingar. 1. Benedikt Sæmundss. »IIIIIIOOOO I 7 2. Brynjólfur N. Jónsson o»iioiiiooY*i 61/» 3. Erlendur Jóhanness.. OOÍOOO I ‘/í 0 0 0 0 i‘/» 4. Guðm. Breiðfjörð . . OOI »0010000 0 2 5. Haraldur Sigurðsson 0111 »110010 I 7 6 Kristinn Auðunsson . OOIIO»OlOOO I 4 7. Magnús Guðbrandss. 0 0 0 0 0 V 0 0 0 2 */» 1 8. Magnús Magnússon . io'/alioosooo 0 31/* 9. Pjetur Zóphóníasson. IIIIIIII»OI 1 IO 10. Stefán Kristinsson . . 1 1 1 1 0 1 v» 1 1 » 0 0 7*/» | 11. Stefán Olafsson . . . I */a 1 1 1 1 I I O I » I 9 V» 12. Þorlákur Ófeigsson . OOIIOOIIOIO » 5 P. G. og K. Z., í hafnarnefnd Tr G. og Sv. B., og utan bæjarstj. Ásg. Sig. konsúll og J. Ól. skipstj. í stjórn Fiskimannasjóð^ins var kos- inn Tr. Gunnarsson. — Borgarstjór- inn er sjálfkjörinn f nefndirnar. Fjórðungarmót. Vestfirðingar hjer í Rvík hafa samkomu á manudags- kvöld, Norðlingar á þriðjudagskvöld og Rangvellingar og Árnesingar 28. þ. m. Gjaldkeramálið. Því verður ekki áfrýjað til hæsta rjettar, og hefur nú hr. Halldór Jónsson greitt til Landsbankans það fje, sem yfirdóm- urinn taldi honum bera að greiða þangað. Heinrich Edward Brockhaus, einn af kunnustu bóksölum Þýskalands, er nýlega dáinn, 84 ára gamall. Brockhaus-bókaverslunin er yfir 100 ára gömul og stofnuð af afa þessa manns, er dó 1823. Síðan stýrði sonur hans bókaverslun- inni til 1874, en þá tók sonur hans við, sá er nú fjell frá. Þessi bókaverslun hefur meðal annars gefið út hina alkunnu fjölfræðis- orðabók, sem kend er við Brock- haus. Með R. Scott í suðurför hans var að eins einn útlendingur. Það var Norðmaður, Tiyggve Gran að natni, og var veðurfræð- ingur. Hann var einn af þeim, sem fundu þá Scott og fjelaga hans örenda. Tr. Gran var í vetur í Iíhöfn og hjelt þar fyrir- lestur um suðurförina. Svarta höndin, hið alræmda bófa- fjelag í New-York, hefur ekki látið til sín heyra um all-langan tima, þar til nú i vetur. Rikur Kaliforníubúi, Clark að nafni, hvarf í New-York, og nokkru síðar Qekk lögreglustjórnin í Los Angelos tilkynning um, að Clark yrði skilað aftur gegn 300 þús. kr. lausnargjaldi, og var tilboðið undirskrifað »Svarta höndin«. — Lögreglustjórnin var beðin um, að annast milligöngu í málinu við ættingja Clarks. Kona hans svaraði samstundis, að hún skyldi þegar greiða lausnargjaldið. Vegna þrengsia verður enri að bíða til miðvikudags framhalds- svar hr. Jóh. Jóh. um veðdeild- arlögin. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.