Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.02.1914, Blaðsíða 4

Lögrétta - 21.02.1914, Blaðsíða 4
38 L0GRJETTA «*» «*« «*« 4*4 «v« «f» «*» «f« «f« «f« «f» «f» «f» «f» «f» «f» «f» «f» fc0í£0it0ii03503£03£03i03fc03€0í€03E03fc03503»03fc°3»03»03 «»f «*» «»» «*► «4» «4* «*► «** «*► «*► «*► «*► «4» *4* *4* «4* «4» «4* Útsalan hjá Jóni Björnssyni & Co. Bankastræti 8 varir að eins fáa daga eimþá. Góðar og gagnlegar yeíiiaðarvörur fást þar fyrir lágt verð. 4*4 ««* 4*4 «f 4 «»4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 t0it0ít0it0it0ít0ít0it0,J*03*0ít0it0it0i*04404404*f04*0^ *4* *4* *4* *4* *4» *4* *4* *4* «4* *4* *4* *4* *4* «4* *4* *4* *4* *4* Sjómenn! Sjóföt — Nærföt — Peysur kaupið þið best og- ódýrast í Austurstræti I. Margra ára reynsla fengin. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 4*4 «?' i 4*4 t0it0it03t03to3to3to3to3to$*o3to3to3to3to3to3^o3»o*»o* *4» *4» *4* *4» *4* *4» *4» *4* *4* *4* *4* *4* *4* *4* *4* *4* *4* *4* V. B. K. TVi'í er útsalan mikla bráðum á enda. Best verður því að trygga sjer vandaðar og ódýrar vefnaðarvörur með því að kaupa þær þessa dagana bjá Versl. Björn Kristjánsson. BÚNAÐARFJEL. (SLANDS. Ársíundur Búnaðarfjelags íslands verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík laugardaginn 16. mai þ. á. og byrjar kl. 5 síðdegis. Þar verður skýrt frá fjárhag fjelags- ins, framkvæmdum þess og fyrir- ætlunum, rædd búnaðarmálefni og bornar upp tillögur, er fund- urinn óskar að búnaðarþingið taki til greina. Rvík 9. febr. 1914. Ghiðiuundur Helgason. jjútiaðarnámsskeii) verður haldið i Hjarðarholti í Döl- um 30. mars til 4. apr. i vetur. Nemendur gefi sig fram við Olaf próf. ólafsson í Hjarðarholti. Búnaðarfjelag íslands. jldjólknrskólinn á Hvítárvölluin. Kensluskeiðið næsta, 1914— 1915, stendur yfir frá 15. okt. til 14. maí. Námsmeyjar greiða fyrir fæði 16 kr. 50 au. um mánuð- inn. Þær, sem nokkuð langt eru að, fá ferðastyrk. Umsóknir sjeu sendar Búnaðarijelagi íslands, (og þarf þeim að fylgja læknisvottorð um heilsufar. Námsskeið fyrir eflirlitsmenn nautgriparæktarfjelaga verður haldið í Reykjavík 1. nóv. til 15. des. 1914. Meðal annars verður veitt tilsögn í að gera berkla- veikisrannsóknir á kúm og að bólusetja sauðfje við bráðapest. Nemendur fá 30 kr. námsstyrk, og þeir, sem nokkuð langt eru að, fá ferðastyrk að auki, ef þeir eru ráðnir eftirlitsmenn hjá einhverju nautgriparæktarfjelagi. Þarf þá umsókninni að fylgja vottorð um það. Umsóknir sjeu sendar Bún- aðarfjelagi íslands. Slátrunarnám. Eftir samningi við Búnaðarfje- lag íslands tekur Sláturfjelag Suðurlands 4 menn til kenslu í sláturstörfum haustið 1914. Aðal- námstíminn verður frá 15. sept. til 15. nóv. Þó geta 1 eða 2 menn fengið kenslu í 21/* mánuð, frá 1. sept. Kostir sömu og áður. Umsóknir sjeu sendar Búnaðar- fjelaginu fyrir lok maímánaðar. Hafi umsækjandi ekki áður sótt slátrunarnámsskeiðið, þarf í um- sókninni að geta aldurs hans, og vottorð að fylgja um það, að hann sje vel vinnufær. Þeir verða látnir ganga fyrir, sem eru ráðnir til sláturstarfa framvegis eða hata áður verið við slátrun- arnám. Mtar iaift. Jarðirnar Korpúlfs- staðir í Kjósarsýslu og IPlelitIii.ivík í Gullbr.- sýslu eru til kaups nú þeg- ar. — Góð jörð, helst við sjó, á Suðvesturlandi, óskast til kaups. Semja ber við Boga Brynjólfs- son yfirrjettarmálaflutn- ingsmann, Hótel fsland, Að- alstræti 5, Reykjavík. M IjðJIÉduiD til Sskiiniða. Úr Suður-Múlasýslu er skrifað 6. jan.: „ . . . Árið 1913 hygg jeg vera hið besta, sem komið hefur á Austurlandi í langan tíma, og í raun og veru hið besta síðan land bygð- ist, þegar á alt er litið, — tíðarfarið, fjárhöldin, grasvöxt og nýting, versl- un og heilsufar manna, — fagnaðar- ár, yfirleitt mótlætislaust, og gróðaár fyrir Austfirði. — Norðanátt og norðanstormar hafa nú verið við og við síðan um jól. Nú lítill snjór og nægir hagar, og skot minni komin í hlöðurnar en venja hefur verið til um þetta leyti". Úr Rangárvallasýslu er skrifað 28. jan.: 1 „ . . . Veturinn lagðist snemma á með gaddi og snjókomu, svo að taka varð lömb á gjöf 2—3 vikur af vetri, og hross voru sum- staðar tekin litlu síðar. Gekk svo ekki á öðru en einlægum snjókom- um og blotum á víxl fram undir nýár. Voru stundum allgóðar hlákur 2—3 daga, en enduðu æfinlega með slyddu og snjó af útsuðri, svo að oft var verra að ná til jarðar, þegar loksins upp stytti, en áður var. En sfðan um nýár hefur verið fádæma blíða, svona um miðjan vetur, ýmist þurt eða litlar úðaskúrir, og ekki ýmað á polli á nóttum, þar til fyrir 2 dögum, og er nú útsynnisjelja- gangur, hægur þó. Heilsufar alment gott. Hettusótt hefur þó gert vart við sig á einstöku bæ, en verið væg. 11. þ. m. dó í Hvammi í Holtum Einar Guðmundsson smiður, hálf bróðir Þórðar í Hala. Hann var fæddur 1833 að Kvíárholti í Holt- um og hafði alið allan aldur sinn hjer utan nokkur sumur, sem hann var kaupamaður í Norðurlandi. Hann var alla æfi fátækur; bjó jafnan í kofa einhverstaðar frá bæ. Seinast var hann 10—12 ár einsamall í kofa í Sumarliðabæjarhögum, og lifði á smíðum og góðsemi fólks mest á síðkastið. Kallaði hann þar „Brúna- læk“. Var hann þar þangað til fyrir 2 árum rúmum, en fór þá að Hvammi. Var hann þá orðinn far- inn mjög að heilsu, einkum fóta- veiki; var það eðlileg afleiðing þess, að hann varð lengst af að bera alt að sjer, bæði mat og eldivið. Síð- an hefur hann lengst um verið í rúminu. — Einar heitinn var allein- kennilegur maður. Hann var óvana- lega ómannblendinn og einelskur. Dulur var hann og fátalaður, en gat þó verið gamansamur og skrítinn í viðræðu, því hann var vel greindur og fróðleiksgjarn, og í einu orði sagt: vel að sjer, las og skrifaði betur en margir hinna yngri manna nú gera. Hann var og vel hagmæltur, þó lít- ið bæri á. Smiður var hann talinn góður, var þó ólærður — Smíðaði einkum líkkistur. Sagði hann svo sjálfur, að í Marteinstungu-kirkju- garði einum væru 200 líkkistur eftir sig smíðaðar. Einari var „flest vel gefið", og sannaðist því á honum, eins og ýmsum fleirum, að „sitt er hvað gæfa og gervileiki". Úr Borgarfirði. í tilefni af Borg- firska brjefinu og grein Bjarnar úr Gröf finn jeg ástæðu til að biðja Lögr. fyrir eftirfarandi leiðrjetting til B. B. G. A fundi, er haldinn var að Hvítár- völlum um mánaðamótin ágúst og september, mættu allir fulltrúar úr deildum S. F. S. — Eitt af því, sem á fundi þessum var gert, var það, að deildarstjórarnir tilkyntu, hve mörgu yrði slátrað úr sínum deild- um, og var það samtals um 22000 fjár. Eftir þessari fjártölu var svo farið, þegar hverri deild voru ákveðn- ir sláturdagar í sláturhúsinu í Borg- arnesi í haust. — Fjártöluna var Hirti Snorrasyni falið að tilkynna stjórn fjelagsins, og efa jeg ekki, að hann hafi gert það. — Nú er slátur- tfð afstaðin og hefur þá alls verið slátrað liðugum 20000 í Borgarnesi, eða tæpum 2000 minna en áætlað var á Hvítárvallafundinum og tilkynt stjórn fjelagsins. Og orsök þess, að minna var slátrað, var, sumpart að minsta kosti, drátturinn, sem varð á slátruninni. — Borgfirsku deildarstjór- arnir eru sýknir af þessu tunnumáli, og hefði B. B., G. átt að geta þess, að það, að þessu sinni að minsta kosti, væru þeir austan fjalls, sem sökin lendir á, ef hún er hjá öðrum en stjórninni sjálfri. Kunnugur. Úr Nesjum í Hornafirði er skrif- að 28. des. „ . . . Heyskapur gekk hjer vel sfðastl. sumar fram til 20. ág. Ur því fór heldur að þyngja, þó ekki væri mikið um stórrigning- ar. Mun heyfengur hafa orðið f góðu meðallagi. Það, sem af er vetri, hefur tfð verið einmuna góð. Fjártaka mun hafa verið með mesta móti hjer á Höfn í haust, enda verð á sláturfje óvanalega hátt. — Prestslausir erum við hjer enn. Því kemur ekki Þórður presturf Þykir kynlegt, þegar búið er að veita embætti, að þeim, sem veitt er, skuli þolast að draga á langinn mánuðum og missirum saman að komast þangað, sem þeim er stað- urinn fyrir búinn. Tvær messur höfum við fengið f vetur. Síra Gísli Kjartansson messaði bæði skfftin. Þykir hann klerkur góður. Girðingafjelag var stofnað hjer í sveit síðastl. vor, og 2000 kr. lán tekið úr landssjóði til samgirðinga. En þá var eftir þyngsti böggullinn, að fá á hentugum tíma girðingaefn- ið á Hcrnafjörð, því allir, sem þekkja til samgangnanna á sjónum, vita, að Skaftfellingar eru þar olnbogabörn. Fjelagsmenn þorðu ekki að reiða sig á hinar fáu og óvissu strandferðir. Sneru menn sjer þá til kaupmanns- ins, sem þektur er að dugnaði og hagsýni, með pöntun á girðingar- staurum, því hann gerði mönnum góðar vonir um, að hann fengi vöru- skip sitt í fyrra lagi. Skipið kom f júní, og með staurana. Voru þá liðn- ar 32 vikur frá síðustu vöruskips- ferð áður til verslunarinnar. Af þessu geta menn sjeð, hve hag- kvæmar eru skipaferðir á Horna- fjörð. Líka gerði kaupmaðurinn góð- ar vonir um, að fjelagsmenn mundu fá staurana með heldur lægra verði en menn höfðu áður átt að venjast, þar sem um stóra pöntun var að ræða. Fólu menn honum því alla framkvæmd í þessu efni. Svo kem- ur haust, og þá komu reikn- ingarnir og var verð stauranna sem hjer segir: Þeir sverari kr. 1,10, en þeir grennri kr. 0,80. — „Dönskum þá í brúnir brá. Bíta ekkert vopn- ið má frekar en trjeð. Þá gljúpnar geð. Galdrakraftur fylgdi með“. — Getur nokkur gefið upp myndar- legra stauraverð? Það sýnist hyggilegra alþýðu, að leggja færra upp í hendur kaup- mannanna en alment gertist. Nesjamadur. Úr Borgarflrði er skrifað 15. febr.: „ . . . Nýbúið að skoða hjá mönnum heybirgðir. Veit aðeins um Andakílshrepp, að hann stendur sig vel. Veturinn harður, fje á gjöf frá því rjett með vetri, að hálfum mán- uði frátöldum". Af Fljótsdalshjeraði er skrifað 30. des.: „Árið 1913 má heita með bestu árum hjer, að minsta kosti á 20. öldinni. En ekki líkaði mjer þingið í sumar, sem leið. Bændum og búaliðum fer ekki að lítast á, ef mörg þing verða háð á líkum grundvelli og þetta þing, að skiftast í smáflokka, vera í sífeldum hrossa- kaupum, og reyna að ríða hvern þann mann niður, sem með völdin fer. Að stæra sig af þvf, að strfða stjórninni og gera sjer alt far um að fella stjórnarfrumvörp, jafnvel að lftt rannsökuðu máli, er blátt áfram strákslegt. Og ekki lfkar okkur það, að sjá ausið út fje á báða bóga í ónauðsynleg fyrirtæki og til bitlinga handa landsómögum. Slíkt iná þjóðin ekki lengur þola, og gerir það ekki heldur. Þeir, sem neyta brauðs síns í sveita síns andlitis, eins og jeg og fleiri, þola tkki þann óþarfa fjáraust- ur. Þingmenn þeir, sem fyrir honum beitast, eiga ekki að eiga afturkvæmt á þing. ..." • Úr Vopnaflrði er skrifað 26. jan.: ........Nú lætur vel í ári fyrir landbóndann hjer um slóðir, síðasta sumar eitthvert það besta sem menn muna eftir, heybirgðir því góðar og og miklar; verslunin hagstæð, að minsta kosti hvað ísl. vöruna snertir, og svo veturinn mildur og snjóljettur sem af er. Mjög Iftið búið að gefa hrossum og fullorðnu fje. Skepnu- höld líka góð. Hvað heilsufar manna snertir, þá hefur blóðkrrppusótt gert töluvert vart við sig hjer um tíma og sömui. kvefpest, en hettusóttin ókomin enn. — Mönnum er farið að lengja eftir að sjá skip, því síð- ustu 4 mánuði hefur ekkert skip komið hingar frá útlöndum; má geta nærri að farið er mjög að ganga á vörubirgðir kaupmanna og yrði nú ísinn á undan Vestu, sem á að koma eftir fáa daga, þá gæti farið illa fyrir mönnum hjer, nfl. styst í þeirra líkamlegu vellíðan; en þó að loft- vogin sje nú að falla, er samt von- andi að Vesta verði á undan og sigri í þvf kapphlaupi. Þeir, sem tala um pólitfk hjer um slóðir, virðast flestir sáróánægðir yfir árásunum, sem gerðar voru á ráð- herra á síðasta þingi, telja enga á- stæðu til að eyða neinum tíma á næsta þingi til rifrildis um völdin og treysta Hannesi Hafstein til að halda best um stjórnartaumana fyrst um sinn. — Hjer virðist mönnum lfka vel, hverjir kosnir voru í stjórn Eimskipafjel. ísl., treysta hinum ungu og áhugasömu mönnum til alls hins besta, enda mætti ekki þessi tilraun, til að setja öfluga stoð undir sjálf- stæði fslands, fara í handaskolum. Ef engir hnekkir koma fyrir menn út um landið, þykir mjer ekki ólík- legt að margur yrði til að skrifa sig fyrir hlutabrjefum aftur í vor, ef for- göngumenn hjeldu því máli vel vak- andi og hefðu hlutabrjefin á boð- stólum". 2 monn urðu úti 3. þ. m. milli Keflavíkur og Stafaness. Voru á leið að Stafnesi fótgangandi. Brydes verslun í Borgarnesi hefur Gísli Jónsson, sem þar hefur verið verslunarstjóri nokkur ár, keypt, og ætlar að fara að reka hana á eigin spýtur. c7jCtirðir ocj glucjgar. Euvindur Arnason. á Seltjarnarnesi, með grasi og mann- virkjum, ágætlega fallin til fiskverk- unar, fæst til leigu frá 1 mars næstkomandi, hvort heldur öll í einu lagi eða fiskverkunarreitir og fisk- verkunartæki sjer. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að leigja jörðina, eru beðnir að senda skrifleg tilboð til hafnsögnmanns Odds Jónssonar í Ráðagerði, íyrir lok þessa mán- aðar. Kaupandi að hestum og nautgripum til slátrunar, skinnum og mörgum öðrum landsafurðum. Virðingarfylst, A. Hansen, Laugarveg 76. yfy Auglýsingum i „Lög- rjettu(< tekur afgreiðslan við eða prentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.