Lögrétta - 11.03.1914, Qupperneq 4
50
L!0GR’JETTA
JOuóvig Jlnósrsen
ÆirRjusírœti 10.
Stærsta úrval í bænum af
cXafaefhum.
Nýtt með hverju skipi.
50 aura
gelur Klæðaverksraiðjan „Tðunn“
pundið af livítri, góðri og vel þurri
haustull.
Verð á aniuiri ull þnr eftir.
Sjömsnn!
Óskað er eftir tilboði frá duglegum manni til að taka að sjer
formensku á vjelarbát til að reka eftirlit úr landi með fiskiveiðum
i Garðsjó, frá 1. apríl til 20. des. næstkomandi.
Ætlast er til að formaðurinn ráði vjelarmann og háseta og
kosti sig og þá að öllu leyti.
Einnig er ætlast til að hann megi stunda fiskiveiðar á eftirlits-
svæðinu og eigi allan afla sinn, þó svo að ekki komi í bága við
eftirlitið og á þann hátt, sem nákvæmar verður samið um.
Tilboð óskast komið fyrir 25. mars til
Þórarins Böðvarssonar
verslunarstj. í Geröum.
INSTED^
dan^Ra smjörliki er besf.
wm tegunfeirnar
„0 rn” „Tip-Top’9„5vai e ” „Lquc”
Smjörlikib fce^t frd:
Otto Mönsted
Kaupmönnahöfn 03 /íro^um
i öanmörku.
Um fánann.
Einhver S. P. ritar um hann í 56.
tbl. Lögr. f. á. og segir meðal annars,
að „íslendingum væri það lítill sómi,
ef þeir ekki gætu komið sjer saman
um, hvernig þessi „blessaður dúkur á
að vera að lit'. Ennfremur vill hann
„benda mönnum á þann sannleika,
að hvernig sem gerð fánans yrði,
mundi hann niðjum vorum jafnhelg-
ur og ástfólginn; þeir mundu aldrei
finna til neinnar óánægju út af lit
eða lögun á fána sínum". Þetta,
sem S. P. segir, er ekki óalgengt
hugsunarleysi. —
.Það er ekki sopið kálið, þótt í
ausuna sje komið". Eins er það
með fánamál okkar. Við megum
ekki kasta til þess höndunum, að
velja okkur fána, og ættum við að
hljóta sæmd af honum, þar sem hann
blaktir, en ekki það gagnstæða.
Við eigum sögu, íslendingarnir,
með okkar eigin menningu og sjer-
kennum, sem ávalt skipar okkur í
þá heild, sem við erum fæddir í.
ög með mörgum myndum úr lífi
annara þjóða höfum við fegrað okk-
ar fámenna hóp, með því að velja
það, sem hefur átt við okkur, og
höldum áfram að gera það.
Nú er komið að okkur að velja
okkur fána. Hinar Norðurlandaþjóð-
irnar hafa flestar valið sína fyrir
löngu, og það á bernskualdri þjóð-
lífs þeirra, og þó eru þeir fallegir
fánarnir sumir hverjir. Ættum við
nú, íslendingarnir, loksins, þegar Ijós-
geislinn nær til okkar, að bregða við
höllum lófanum, taka bara eitthvað
af handahófi? Höfum við ekki haft
minst tvö merki áður — fugl og fisk,
höfði og hrygg rændan? Erum við
ekki óánægðir með þau merki? Og
voru það þó ekki þeir dánu, sem gáfu
okkur þau? Ættum við ekki að
læra nokkuð þar af, og búa þann
nýja svo úr garði, að honum yrði
ekki ekki raskað, að hann stæðist
dóm niðja vorra? — Svo mikla menn-
ingu ættum við að eiga nú, og þykj-
umst eiga, að við ættum að geta
gert verk okkar öll þannig, að þau
bæru á sjer þjóðernismerkið fram og
upp, en ekki aftur á bak — einnig
f þessu örlitla spori, að skapa okkur
fána, sem væri jafnfallegur öðrum
þjóðarfánum, nema fegri væri,
í staðinn fyrir að breyta annara
þjóða fánum og aflaga þá, eigum við
að leita að honum i okkar eigin
þjóðarsál, og hljótum að finna hann
þar.
Að einu leyti má segja að við
stöndum ver að vfgi en þjóðir þær,
sem hafa valið sjer fána fyrir löngu.
Það er ekkert eftir handa okkur af
þessum fallegu, einföldu merkjum, og
við getum heldur ekki breytt þeim
svo, að þau verði fallegri en þau
eru. Bláhvfti fáninn, sem allir þekkja
nú orðið svo vel, er ekki okkar, þó
að litirnir sjeu það; það er búið að
velja hann löngu á undan okkur.
Við vitum það nú. Það er bara lftið
dæmi, er sýnir, að allir eiga nokkuð
af sömu litunum, sömu fegurðinni,
hvort sem það er einstaklingur eða
heil þjóð, og sjáifsagt hafa þeir ekki
vitað það þá, sem báru hann fram,
bláhvfta fánann, að hann var staðar-
fáni suður á Balkan. Faninn okkar
á að vera svo sjálfstæður sem mögu-
legt er, og hlutlaus út á við; við
verðum þvf að leita að honum hjá
okkur sjálfum meira en gert hefur
verið hingað til.
Það eru til dulræn merki frá löngu
liðnum öldum, sem höfðu sfna sjer-
stöku merkingu, eftir þvf, hvernig
þeim var snúið, og þvf meira gildi
hafa þau af þeim, sem um leið eru
stærðfræðisleg undirstöðuatriði flat-
ar- og rúmmálsfræðinnar, svo sem
þrfhyrningur, og margskonar marg-
hyrningar; einnig eru rúnir og
vopnamerki; mætti reyna að stilla
þessum merkjum saman á ýmsa
vegu, og helst samkynja merkj-
um f hvern feld (annars er hætt við,
að hann yrði of laus) og svo mörg-
um eða fáum, sem hægt er að kom-
ast af með, og hvert með sínum lit,
og þannig, að bæði litir og lögun
merkjanna haldi eðli sfnu, þegar þeim
er blandað saman, og láta þau ganga
hvert upp í annað eftir stærðfræði-
legum lögum — þangað til feldurinn
er þakinn, eins og maðurinn, sem
býr hann til, vill hafa hann.— Merk-
in má tengja og hnýta saman eftir
þvf, hvernig Iiggur f þeim, en aldrei
á þann veginn að þau missi jafn-
vægi sitt — eða svo mikið að þau
týni sfnu upprunalega eðli*).
Liti finnur hver sá, er reynir, og
þeir eru margir f fslenskri náttúru,
og f sálarlífi okkar, og ótrúlegt væri,
ef við leituðum lengi og vel hjá okk-
ur sjálfum, — þegar við nú vitum, að
við megum ekki nota t. d. bláhvfta
fánann og sjálfsagt einnig ekki nokkra
aðra, — að við ekki fyndum eitthvað
jafn-fallegt þessum forboðnu. Að
fáninn yrði dýrari eftir þvf sem
hann verður fjölbreyttari, er svo
eðlilegt, og ætti það ekki að vera
næg mótbára gegn honum, ef hann
einungis yrði fallegur og við okkar
hæfi.
Jóh. S. Kjarval.
*
* *
Aths. Grein þessi er skrifuð áð-
ur en höf. er kunnugt um skipun
fánanefndarinnar. En sú nefndar-
skipun hefur sýnt bæði honum
og öðrum, að stjórninni er ant um,
að gerð fánans takist sem best, og
mega menn vel bera fult traust til
fánanefndarinnar f þessu, enda hafa
líka blöðin hjer orðið vel við áskor-
un hennar um, að leggja niður þræt-
ur um fánagerðina meðan nefndin
sæti að störfum. En grein þessa
virtist Lögr. samt rjett að birta, þar
sem hún er frá einum málaranum
okkar. Höf. er f Khöfn, og greinin
er þar skrifuð, en birting hennar
hefur dregist nokkuð. Ritstj.
Fjölnytjahús.
Það eru hyggindi,
sem ( hag koma.
Hvenær skyldu íslendingar kom-
ast á það hyggindastig, að byggja
almenningshús sfn eins og skynsömu
fólki er samboðið, svo að þau verði
fjölnytjahús! Hvergi getur verið
meiri hagsýni og þörf f þessu efni
en einmitt hjer. Vegna loftslagsins
getum vjer ekki án húsa verið; vegna
þess að byggingaefni þarf svo mjög
að kaupa frá öðrum löndum, er það
dýrara hjer en vfða annarstaðar, og
vegna þess að fjelög þau, er húsin
eiga að nota, oftast eru smá og efna-
lítil, þurfa húsin að borga sig sem
best. En til þess verður að nota
þau svo sem kostur er.
í öllum kauptúnum iandsins og
fjölbygðum þorpum, þar sem kirkja
er, barnaskólahald og fundahöld, gæti
og ætti eitt hús að nægja og vera
notað til alls þessa. Og hverjum
manni á að geta legið f augum uppi,
hve mikið væri með þessu sparað,
móts við það, að hafa 3 hús til
þessara nota, eða jafnvel fleiri, og
hve miklu betra þetta eina hús
mætti gera með samanlögðum efnum
allra, er hlut eiga að málum.
Friðrik prestur Friðriksson getur
þess nú nýlega f ferðasögu sinni um
Ameríku, að hann var þar við messu
f kirkju, sem búin var út fremur sem
fundarsalur en venjulegt kirkjuhús,
en hvergi hafi hann orðið var við
meiri hjartanleika. Oftast eru f
vestanblöðunum boðaðir stærri fundir
og skemtisamkomur f kirkjunum, og
f þeim eru þar einnig haldnir skólar.
í þessu sem sjálfsagt mörgu öðru
lftur út fyrir að þeir þar sjeu langt
á undan okkur f hagsýninni, þó
efnin til að byggja sjeu Ifklega ekki
minni nje erfiðleikarnir við að koma
húsunum upp meiri en hjer.
En hjer gera menn sig árlega og
víða um land seka í bersýnilegu
ráðleysi f þessu efni. Sífelt er verið
að klöngra upp Ijelegum, óvistleg-
um kofum, sínum f hverju lagi og
sfnum til hverra nota f sama bæ, kaup-
túni, þorpi eða sveit, f stað þess að
*) Sjálfur þekki jeg fæst af þessum
merkjum, en margur mun sá á Fróni, er
þekkir, og því bendi jeg á þau hjer, ef
vera kynni að þeir vildu reyna að leysa
þrautina á þennan hátt; jeg skal og gera
hvað jeg get. Höf \
samlaga alt í eitt gott og vandað
hús.
Til dæmis má nefna Hafnarfjörð,
þó líkt eigi sjer stað vfða. Þar er
nú til bindindismannasamkomuhús,
kvikmyndaleikhús, barnaskólahús og
bráðum tvær kirkjur, en viðunanlegt
fundahús vantar bæinn. Líklegt er
að alt þetta hefði mátt sameina f
einu myndarlegu húsi, sem væri miklu
betra og eigi dýrara en hin eru til
samans, þau er til eru.
í Keflavfk á nú f 3. eða 4. sinn
að efna til nýrrar kirkju. Til er þar
þó barnaskólahús nýbygt og Templ-
arahús. Skyldu þeir nú ekki geta
selt hús þessi eða breytt þeim fbúðt
arhús, en byggja svo kirkjuna með
þeirri hagsýni, að hún nægði þorpinu
til allra almennra nota?
Og þannig ætti að fara að alstaðj
ar á landinu, þar sem eftirleiðis eru
bygð slfk hús fyrir almenna notkun.
Allir, sem að slfku standa, safnaða-
stjórnir, sveitastjórnir, skóla- eða
fræðslumálastjórnir, stjórnir einkafje-
laga (Templarar o. s. frv.) og yfir-
stjórnir þessara stofnana (biskup,
fræðslumálastjóri og landsstjórnin) —
allir þurfa að snúa hjer að einu
máli, og koma f veg fyrir þá krafta-
sandrung og fjáreyðslu, sem sam-
fara er gamla fyrirkomulaginu á
þessu sviði.
Það er verkefni fyrir efnilega
húsasmiði að leggja á ráð til hent-
ugs fyrirkomulags á þessum fjöl-
nýtishúsum, svo alt fari vel í þeim.
Notkuninni er þannig háttað, að hún
þarf sjaldan að rekast á. Og þótt
svo bæri við, að fáum sinnum á ári
þyrfti einn að hliðra til fyrir öðrum,
er það minni bagi, en að láta hus
standa notkunarlaust mestan hluta
ársins, eins og nú á sjer stað með
marga af þessum almenningskofum.
Hagkvæmnin og hirðingin fer þá
líka oftast eftir tekjunum.
í fjölnýtishúsum í kaupstöðum,
kauptúnum og fjölbygðum þorpum,
mundi fara vel á því, að umsjónar-
maður hússins ætti íbúð f einhverj-
um hluta þess.
Mig hefur lengi tekið sárt til þess
rænuleysis Frfkirkjusafnaðarstjórnar-
innar f Rvfk, að reyna ekki að láta
Frfkirkjuna vinna meira fyrir sjer en
gert hefur verið. En nú er búið að
halda f henni Eimskipafjelagsstofn-
fundinn og tór alt vel, svo nú má
vænta að farið verði að leigja hana
til fundahalda, ekki sfst þar sem
nú er tilfinnanleg vöntun fundarsala
í Reykjavík, og hefur um spilst síð-
an pósthúsið lagði Bárubúð undir
sig.
Er ekki mögulegt að fá menn til
að rœða þetta almenningshúsabygg-
ingamál? Orðin liggja til þess fyrst,
eins og margs annars. Og við um-
ræður skýrast málin. Þangað til fram-
kvæmdirnar verða almennar, er um
það „góð vfsa aldrei of oft kveðin".
B. B.
Minningar ieðra vorra eftir Sig-
urð Þórólfsson er hentug bók öllum
fróðleiksfúsum alþýðumönnum, eink-
um „ungmennafjel.'meðlimum.
Dr. Valtýr Guðmundsson skrifar
um I. bindið (Eimreiðin XVII. ár
1. h.): „Framsetningin er eintöld og
látlaus og hæfilega mikið tekið af
hverju tægi: Landsmálasögu, atriðin
úr hetjulífinu, menningarsögu og
þjóðháttum, bókmentasögunni, goða-
fræði o. s. frv. Má það lofsvert
heita, hve vel höf. hefur tekist
að takmarka sig f hverri grein, og
taka hvorki of mikið nje of Iftið.
Og þó er framsetningin einkar glögg
og skilmerkileg, og ónákvæmni eða
villur mjög óverulegar".
Um 2. bindið, meðal annars (Eimr.
XVII. ár 2. h.): „ . . . og er bókin
góð bók og þörf, svo góð, að margir
„lærðu" mennirnir, mættu þakka fyrir
ef annað eins lægi eftir þá. Það má
auðvitað fetta fingur út í hitt og
þetta, en þá má heldur ekki gleyma
hinu, hve mikla örðugleika er við
að strfða og hve mikla elju þarf
til að rita slfka bók f hjáverkum".
Bókin er 37 arkir, kostar 5 kr.,
fæst hjá bóksölum.
óCuréir og gluggar.
Eyvindur Arnason.
Vátryggið fyrir eldsvoða í
General-
Stofnsett 1885. — Varnarþing I Reykjavik.
Sig. Thoroddsen. Sími 227.
Umboð8menn óskast á Akranesi, Keflavik,
Vlk, Stykki8hólmi, Ólafsvik.
„I9unnardúkar“
eru ódýrustu, haldbestu fatatauin.
Það viðurkenna allir, sem reynt
hafa. — tJr miblu að velja.
Sjómenn!
<SiriRur Cinarsson,
Yfirdómslögmaður,
Laugaveg 18 A, (uppi). Talsimi 433.
Flytur mál fyrir undirrjetti og yfir-
dómi. Annast kaup og sölu fasteigna.
Venjulega heima kl. 12—1 og 4—5 e. h.
S. C. Xraul7 a
Forsendelsoshus
(útsendingahús)
Horoens _
sendir ókeyplg öllum
skrautverðskrá sína.
’Xalsimi 801.
Slíöíatnadur,
vandaður, fallegur, ódýrastur [i
skóverslun
Jóns Stefánssonar.
Laugaveg 14.
Pappír •» ritf æri
er best að kaupa í Pappírsversl-
un Pór. B. Þorlákssonar, Yeltu-
sundi 1.
brúkuð islensk alls-
konar borgar enginn
betur en
Helgi Helgason
(hjá Zimsen)
Reykjavík.
Eggert Claessen
yflrrjettarmálaflutnlngemaður.
Pétthðwtræti 17. Venjolega halæa kl. 10—11
eg 4—5. Talalæl 16.
Oddur Qlslason
yflrrJettarmálaflutnlngsmaOur,
Laufásreg 22.
Venjul. heima kl 11—12 og 4—5.
ygr Auglýsingum i „Lög-
rjettu(í tekur afgreiðslan við
eða prentsmiðjan.
Prentsmiðjan Gutenberg.