Lögrétta - 15.04.1914, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON.
"Veltu.su.ncli 1.
Tftlsimi 359«
LOGRJETTA
Ritstjori:
f’ORSTEINN BÍSLASON
PingholtiitrBtl f T.
Talsimi 17«.
M 31.
Reykj nvík
15. apríl 1014.
IX. árg.
= BETRI GJAFIR =
verða börnum ekki gefnar en bækur þær, sem hjer eru taldar:
Dýramyndir, kr. 1,50; Hans og Grjeta, 1,50; öskubuska, 1,50;
För Gullivers til putalands, 0,75; Ferðir Miinchhausens baróns,
° 75'i Sagan af Tuma þumli, 0,75; Þrautir Heraklesar, 0,75.
(Hver þeirra fjögra siðasttöldu með um 40 myndum). Hrói
höttur, 0,85; Engilbörnin, 0,25. — Bækur þessar fást hjá öllum
bóksölum á íslandi, Spyrjið eftir þessum bókum og fáið að sjá þær.
Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Rvík.
Lárus Fjeldsted,
TflrrJettarmálafnralumaOur.
Ltekjargatm 2.
Hetma kl. I t 12 og 4—7.
Bækur,
Innlandar og erlendar, pappír og allskyDs
ritföng kaupa allir í
Bókaver8l. Slgfúsar Eymundssonar.
Kosningin í Reykjavík.
Hún stóð yfir frá hádegi á laugard
og fram til kl. 9V2 um kvöldið Var
svo byrjað að telja atkvæðin kl.
10V4 og því lokið kl. 1V2 um
nóttina.
1407 menn kusu og skiftust at-
kvæðin þannig:
J. M. og J. Þ. . fengu 543
J. M. og L. H. B. . — 63
J. M. og S. J. . . . — 3
J. M. og Sv. B. . . — 46
J. Þ. og L. H. B.. . — 27
J. Þ. og S. J. . . . — 1
J. Þ. og Sv. B. . . — 36
L H. B. og S. J. — 54
L. H. B. og Sv. B. . — 176
S. J. og Sv. B. . . — 442
Samtals fær þá Sveinn Björnsson
700, Jón Magnússon 655, Jón Þor-
láksson 607, Sig. Jónsson 500 og
L. H. Bjarnason 320,
16 seðlar vota ógildir.
Flokka-afstaðan kemur ekki ljóst
fram við þessa kosningu af því að
frambjóðendur eru ekki 2 af hverj-
um flokki. Klofningsflokksbrot L.
H. B. hefur ekki nema eitt þing-
mannsefni, svo að þeir, sem vilja
koma þvf að, verða að kjósa ein-
hvern með úr öðrum hvorum aðal-
flokkanna.
Eindregið flokksfylgi stjórnar-
manna megin kemur fram f þeirri
atkvæðatölu, sem J. M. og J. Þ. fá
saman, en þannig greiða atkv. 543
kjósendur. Sjálfstæðismanna megin
kemur eindregna flokksfylgið fram I
þeirri atkvæðatölu, sem þeir S. J.
og Sv. B. fá saman, en þannig
greiða 442 kjósendur atkvæði.
Til samans fá þingmannaefni
stjórnarflokksins 1262, en þing-
mannaefni Sjálfstæðisflokksins 1200
atkvæði.
Það, sem fleytir Sv. B. inn á
þingið, er bandalagið við L. H. B.
Þeir fá saman 176 atkv. Þetta
bandalag þeirra í milli komst ekki
á fyr en á sfðustu stundu. Aður var
svo um talað, að S. J. fengi þann
styrk, sem L. H. B. mætti veita.
°g þÁ hefði hann komið Sv. B. í
óhag. Þaðan stöfuðu árásir ísaf. á
L. H. B. fyrir kosningarnar. En svo
verður það úr á sfðustu stundu, að
L. H. B. fær stuðningsloforð hjá Sv.
B. og slær sínu fylgi yfir á hann.
Sá, sem þar ijet ginnast og blekkj-
ast, var L. H. B. Hann mun hafa
ætlast til, er hann samlagaði sig
Sv. B., að S. J. yrði fenginn til að
draga sig í hlje, eða þá að atkvæð-
um yrði teflt frá honum yfir til sfn
miklu meira en raun varð á. ísaf.-
mönnum þótti hins vegar gott að
nota L. H. B, en þeir vildu sem
allra minst fyrir hann gera f móti.
°g þetta varð endirinn á allri hinni
langvinnu streitu Lárusar okkar, að
hann varð verkfæri í höndum
Sjálfstæðismanna til þess að koma
Sv. B. að, en hafði sjálfur ekki
annað en fyrirhöfnina, ergelsið og
armæðuna.
Það má hugsa sjer. að hann líti
ekki með neinni ánægju yfir at-
kvæðatölurnar frá því á laugardag-
inn og horfi á sig langar Jeiðir á
eftir öllum hinum, nærri 200 atkv. á
eftir Sig. Jónssyni barnakennara. Því
engin huggun getur honum verið það,
að hafa veitt bræðingsmanninum Sv. |
B þann styrk, sem dugði. Því fer
svo fjarri, að hann gerði þetta af
nokkurri velvild til Sv. B. Hann
gerði það eingöngu sjalfs sín vegna,
af þvf að hann, alt þangað til að
talandi tölurnar lágu frammi fyrir
augum hans, misskildi gersamlega
afstöðu sína til kjósendanna.
Reykjavík.
Heilsuhælisdcild Reykjavíkur
heldur fund annað kvöld, 16. þ. m.,
f Bárubúð uppi Meðal annars held-
ur Ólafur læknir Gunnarsson þar
fyrirlestur um Ifkamsskekkjur. Þetta
er aðalfundur deildarinnar.
Bjarni Porkelsson bátasmiður
hefur fengið tilboð frá fortsöðunefnd
fiskiveiðasýningar, sem haldin verður
í sumar f Frakklandi, um að senda
þangað sýningargripi. Sýning þessi
stendur undir umsjón frönsku stjórn-
arinnar, og það mun vera fyrir á-
bending frá forstöðunefnd dönsku
fiskiveiðasýningarinnar, sem Bjarni
sótti fyrir tveimur árum, að honum
er nú gert þetta tilboð.
Karl Sigvaldason búfræðiskand.
kom hingað með ,Pollux* um dag-
inn frá Noregi. Hefur verið þar
sfðastl. vetur og haldið þar fyrir-
lestra um ísland og sýnt þar skugga-
myndir. Erindi hans til Noregs var,
að kynna sjer þar landbúnaðarvjelar.
Hann ráðgerir að verða f sumar f
þjónustu Búnaðarsambands Austur-
lands
Gifting. Þann 11. þ. m. voru
gefin saman f hjónaband Jón G.
Jónsson (prentara Jónssonar) og yng-
ismey Sigríður L. Nikulásdóttir.
Veðrið breyttist f gærkvöld, komu
hlýindi og suðaustanvindur með litlu
regni f stað norðanáttar og kulda
áður.
Fyrirlestnr hjelt Guðm. Björns-
son iandlæknir í Stúdentafjelaginu í
gærkvöld um „kviksett* og „útlæg"
orð, og var gerður að honum hinn
besti rómur, en umræður fóru fram
um hann á eftir.
»Hadda Padda«, leikrit f 4 þátt-
um eftir Guðmund Kamban, er ný-
komið hjer út, og hefur vinur höf.
og námsfjelagi áður, hr. Ólafur Thors,
gefið bókina út. Lögr. mun síðar
geta hennar nánar. Áður var leik-
urinn kominn út á dönsku og tek-
inn til sýningar af Kngl. leikhúsinu
í Khöfn. Ritdómur um hann er f
Berl. tfðindum frá 10. f. m. og þar
lokið lofsorði á hann. Segir ritstjór-
inn, að það sje skáld, sem skrifað
hafi þá bók.
ísland erlendis.
A. Courmont, sem hjer var áður
fronskukennari við haskólann, hjelt
fyrirlestur um ísland f So'bonne-
háskolanum (Svartaskóla) i Parfs 23.
febr. f vetur, og var fyrirlesturinn
vel sóttur og þótti góður. Fyrirlest-
urinn stóð f sambindi við fjelags-
stofnunarhugmynd, sem ráðgerð er
þar í P.irts með því markmiði að
leiðbeina stúdentum frá Norðurlönd-
um, sem nám stunda þar, og efla
áhuga á þvf, að kynnast menning
Norðurlanda. Forgangsmaðurinn er
Verrier docent, sem kunnur er fyrir
þekkingu sína á Norðurlandabók-
mentum, en fjelagið á að heita
»Normannia“.
„It Hiicklef]all“, ferðabók Eng-
ströms málara hins sænska hjeðan,
sem Lögr, hefur getið um og „Vísir*
heiur verið að flytja kafla úr síðastl
vetur, hefur verið tekið svo vel f
Svlþjóð, að fyrsta prentun, sem
kom út síðastl. haust, er útseld og
önnur prentun nú fyrir nokkru
komin út. — Nokkur eintök af
bókinni eru til sölu hjá Ársæl
Ámasyni á bókbindaraverkstofu
Landsbókasafnsins.
Sxnskir stjirnmálamenn.
Foringi hægrimanna f hinnu mklu
deilu, sem nú stendur yfir í Svíþjóð,
er Arvild Lindman aðmíall. Hann
Lindman.
var yfirráðherra I906 — II, ræst a
undan Staiff. Þó he ur nú < æsing
Staaff.
unum borið mest á þeim Mit'ag-Leffler
og Hedin Asfufara. Karl Staa'f fyrv.
Branting.
ráðherra er foringi vinstrimanna, en
Hjalmar Branting foringi Jafnaðar-
mannaflokksins.
Pýskír botnvörpumenn kæra.
Símað er frá Khöfn 12. þ. m., að
skipstjóri af þýsku fiskiskipi, sem
tekið hafi verið fyrir nokkru við
Vestmannaeyjar og sektað þar, hafi
sent kæru yfir þessu til dönsku
stjórnarinnar og segi þar, að hann
hafi verið beittur ofbcldi og ólögum.
„Þýsk blöð eru óð og uppvæg
yfir þessu", segir skeytið „og segja,
að hjer sje framið sjórán. Fálk-
inn dregur taum fiskiskipsins*.
Hjer mun vera um að ræða sama
skipið, sem frá er sagt á öðrum
stað hjer í blaðinu. En stjórnarráð-
ið hjer hefur enn engin skeyti feng-
ið um þessi kærumál.
Ranglát kjördœmasklfting.
Eftirtekta vert dæmi um það, hve
ranglát kjördæmaskiftingin er hjer á
landi, má finna, er menn aðgæta það
nú f kosningunum, að 76 kjósendur
á Seyðisfvði hafa ráðid kosningu eins
at þingmönnunum, sem nú eru Wosn-
ir, en 607 kjósendur í Reykjavfk
koma ekki að þeim manni, sem þeir
kjósa.
Getur slfkt misrjetti haldist til
lengdar?
Gjalir til Heilsuhælisfjelagsins
afhentar f jehirði þess, Sighvati banka-
stjóra Bjarnasyni:
G|öf tra ónefndum (J. S.) 100 kr.;
Solodurch í Chervindele: Þ. Þ. kr.
1,40, E. Á. kr. 3,20, S. Bj. kr. 1,85;
aheit fra Á G. 20 kr., Pall Palsson,
Krossi 1 Fellum, 10 kr ; S. S , Bræðra-
borgarstig, 5 kr; Jón Steingrímsson,
Akureyri, 2 kr.; Þorlákur Marteins-
son, Kaupangi, 10 kr ; kona á Hólma-
vík 10 kr.; E. S. kr. 1,25; G. A. í
Kolbeinsstaðahreppi 5 kr.; Ella litla
(J. L ) 25 kr.; Guðm. Helgason, Mel-
stað i Ketildælahreppi, 10 kr.
Fyrsta norska flaggiA,
27. febr. 1814 var sú ákvörðun
tekin, að Noregur skyldi fá eigið
flaggl, og 16. mars það sama ár
kom út fyrirskipun um þetta frá
Kristjáni Friðriki prinsi, er þá stýrði
Noregi. Gerðin skyldi vera eins og
á danska flagginu, en rfkismerki Nor-
egs í efri rauða reitnum við flagg-
stöngina, og skyldi það vera gult.
Þetta flagg er «ýnt hjer á myndinm.
Til eru sagnir um, að prinsinn hafi
orðið að hafa flaggið þannig af þvf
að svo iftið hafi verið til af flagg-
dúk f landinu og þvi hægast að
breyta gömlu flöggunum, sem til
voru, á þann hátt, að skera aðeins
úr þeim annan af minni rauðu reit-
unum og setja þar f staðinn nýjan
reit með rfkismerkinu í. Þetta var
verslunar- og ríkis-flagg Noregs til
1821, en þá var samþykt, að taka
upp það flagg, sem sfðan hefur verið
notað, og er það lfka sniðið eftir
dannebrogsflagginu þannig, að bætt
er blaum krossi innan f þann hvfta.
Slys í Vonesíu. Þar vildi það
nýlega til inni á höfninni að fólks-
flutningaskip rakst á torpedóbát og
sökk það samstundis. Um 100
manns fórst þar.
ynþingisk osningarnar.
Atkvæðatala er kominn fram í
þeim kjördæmum, sem hjer eru tal-
in á eftir, og eru þessir kosnir:
Á ísafirði: Sira Sigurður Stefáns-
son með 139 atkv.
M-ignús Torfason sýslum. fjekk
135-
Á Akureyri: Magnús Kristjánsson
kaupm. með 157 atkv.
Asg. Pjetursson kaupm. fjekk 148.
Á Seyðisfirði: Karl Finnbogason
kennari með 76 atkv.
Dr Valtýr Guðmundsson fjekk 52.
í Reykjavík: Sveinn Björnsson
málaflm. með 700 atkv og Jón
Magnússon bœjarfógeti með 655 atkv.
Jón Þorláksson landsverkfr. fjekk
607, Sig. Jónsson barnakennari 500
og L. H. Bjamason prófessor 320.
í Vestmannaeyjum: Karl Einars-
son sýslumaður með 181 atkv.
Hjalti Jónsson skipstj. fjekk 48
í Gullbr Kióssr sýslu: Björn Krist-
jánsson bankastj. með 428 atkv. og
sira Kristinn Danielsson með 401
atkv.
M. Blöndah! fjekk 133 og Björn
Bjarnarson hreppstj. 120.
í Rangárvallasýslu: Einar Jónsson
á Geldingalæk með 240 atkv. og
sira Eggert Pálsson með 236 atkv.
Jónas á Reynifelli fjekk 185 og
Einar í Miðey 183.
í Mýrasýslu: Jóhann Egjólfsson
f Sveinatungu með 117 atkv.
Sveinn Nlelsson fjekk 97
í Vestur-ísatjarðarsýslu: Matth.
Olafsson ráðanautur með 142 atkv.
Stra Þórður Ólafsson fjekk 139
í Bor^arf jarðarsýslu: Hjörtur
Snorrason á Skeljabrekku með 142
atkv.
Halldór Vilhjalmsson skólastjóri
fjekk II6.
1 Ámessýslu: Sig. Sigurðsson róða-
nautur með 418 atkv. og Einar
Arnórsson prófessor með 353 atxv
Þorfinnur a Spó stöðum fjekk 285
atkv. og Jón Jónatansson 270 atkv.
»Edda« heitir nýtl tímarit, sem
farið er að koma úl í Kristjaníu,
hjá Aschehougs bókverslun, og á
að fást við bókfræðisrannsóknir.
Það er stórt og vandað. í l.heft-
inu er meðal annars ritgerð, sem
snertir isl. fornkvæði, eftir Fr.
Paaske. Ritstj. er Gerhard Gran.
Albania og Epirns. Essad pasja
er hermálaráðherra í hinu nýja
Albaníuráðaneyti, og heldur hann
þvi fram, að nauðsynlegt sje að
beita þegar miklum strangleik til
þess að brjóta niður uppreistina i
Epírus. Býðst hann til að láta á
eigin kostnað útbúa 25 þús. manna
her í þessu skyni. Út af þessu
varð missætti innan ráðaneytisins,
og er sagt að hann haíi hótað að
segja af sjer, ef sinum ráðum væri
ekki fylgt í þessu máli.
Tíðiu úti um löud. 20. mars
var mjög mikil snjókoma i Suður-
Englandi, kringum Lundúnir. Mikil
frost voru þar þá einnig á nóttum.