Lögrétta - 02.09.1914, Blaðsíða 1
AfgreiÖslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON,
Veltusundi i.
Talsími 359.
LÖGRJETTA
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON,
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178.
Nr. 44.
Reykjavík, 2. sept. 1914.
IX. árg.
Úr stridinu.
Lögr. hefur áöur sýnt myndir af yfirhershöföingjum ÞjóíSverja og Rússa.
Hjer koma nú herforingjar frá hinum ófriðarlöndunum. Fyrst yfirforingi
flota Breta og Frakka í Englandshafi, eöa Norðursjónum, Jellico aðmíráll. —
Þar næst yfirherforingi Frakka, Joffre. — Þá er yfirhershöfðinginn í landher
Breta, John French. Ilann er kunnur frá Búastríðinu, því honum er þakkað
Jellico aðmíráll.
Joffre.
John French.
Stóraðmíráll von Tirpitz.
það, að Cronje Búahershöfðingi komst á vald Breta og varð fangi þeirra.
1907 varð J. French aðaleftirlitsmaður hersins í Englandi, en sagði nýlega
af sjer út af missættinni, sem varð milli stjórnar og hers í Ulsterdeilunni. En
nú er hann tekinn við yfirstjórn landhersins. Hann er 62 ára. — Næstur er
flotamálaráðherra Þjóðverja, Stóraðmíráll von Tirpitz. Hann hefur nú gegnt
þessu embætti í 16 ár, og það er að miklu leyti hans verk, hve flotinn hefur
verið aukinn mikið á þessu tímabili. Áður hafði hann lengi umsjón með
tundurbátum flotans. Hann er 65 ára gamall.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappir og alls
konar ritföng kaupa allir i
Bókauerslun Siyiíisar Eymundssonar.
Lrus Fjeldsted,
Y firr jettarmálaf ærslumaður.
LÆKJARGATA 2.
Venjulega heima kl. 4—7 síöd.
Oerlarannsdknarstola
íisla GuDmundssonar
LÆKJARGÖTU 14 B
(uppi á lofti)
er venjulega opin n—3 virka daga.
„Skfili lógef ferst.
Rekst i tunduÉfl uið fnoland.
4 menn farast, 3 meiDast.
13 bjargast.
Þetta hörmulega slys varð síðastl.
fimtudag, 27. f. m., og var símað
hingað þá um kvöldið. Skipið var á
heimleið frá Hull og hafði selt afla
sinn þar, en slysið varð á móts við
Newcastle, 35 enskar mílur austur
undan mynni Tynefljótsins. Önnur
fregn sagði, að þennan sama dag
hefðu 5 skip rekist á tundurdufl á
þessum sömu stöðvum og sokkið, og
er líklega „Skúli fógeti“ einn í þeirri
tölu.
Mennirnir, sem fórust, voru þessir,
allir hjeðan úr bænum:
Jón Jónsson frá Oddgeirsbæ, ó-
kvæntur;
Jón Kr. Jónsson, einnig ókvæntur;
Þorvaldur Sigurðsson frá Blómstur-
völlum, lætur eftir sig konu og
börn;
Þorkell Guðmundsson, ókvæntur.
Ekki hefur frjetst, hve mikil brögð
sjeu að meiðslunum á þremur af
mönnunum, sem af komust. En L.
Zöllner konsúll í Newcastle tók á
móti skipbrotsmönnunum og greiðir
fyrir þeim ytra.
Skipstjóri á „Skúla fógeta" var nú
Kristján Kristjánsson, en hafði verið
það að eins stuttan tíma. Áður hafði
Halldór Þorsteinsson haft skipstjórn-
ina, og var hann einn af eigendum
skipsins. Það var smiðað eftir hans
fyrirsögn i Selby á Englandi 1911 og
kom hann hingað með það nýsmíð-
að þá í árslokin. Síðan hafði hann á
hendi skipstjórnina þangað til í júlí-
byrjun í sumar. Skipið var talið með
bestu botnvörpuskipunum hjer, og
Halldór aflaði oft vel á því.
Hlutafjelagið „Alliance“ var eig-
andi skipsins og hefur það við þetta
slys orðið fyrir miklu tjóni, um 200
þús. kr., því vátryggingarsjóðir
borga ekki, er svona stendur á. Hlut-
hafar í „Alliance“-fjelaginu eru þeir
Gunnar Gunnarsson kaupm., Magnús
Magnússon kennari og skipstjórarnir
Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson og Hal-
dór og Kolbeinn Þorsteinssynir. „Jón
forseti“ er nú eign þessa fjelags, og
nýtt botnvörpuskip er í smíðum ytra,
sem sumir af hluthöfum „Alliance“-
fjelagsins eru eigendur að.
LANDSTJÓRAFRú INDLANDS,
lady Harding, er nýlega dáin í Lund-
únum, kom heim þangað til lækninga
síðastl. vor frá Indlandi. Hún hafði
verið mjög vinsæl orðin i Indlandi
fyrir líknarstarfsemi, en eins og menn
muna, var tekið á móti þeirn hjónun-
um þar með tundurvjelakasti í Delfi,
er þau komu þangað seint á ári 1912.
Yfirlit.
II. Upphaf Evrópustríðsins.
Stjórnir og þjóðhöfðingjar allra
þeirra ríkja, sem út í ófriðinn eru
komin, hafa hátíðlega lýst yfir því,
að ekki sje stríðið sjer að kenna; þau
vilji halda frið, en sjeu neydd út í
stríð. Fullyrðingar um þetta frá því
ríkinu, sem ófriðinn hóf, Austurríki,
eru prentaðar hjer á undan. I Serbíu
var þingið kvatt saman undir eins
og ófriðarboðið kom. Alexander prins
sagði, er hann setti þingið, að Serba-
stjórn liefði gert alt, sem sórni lands-
ins leyfði, til þess að forðast stríð;
hún bæri því enga ábyrgð á því, að
út í það væri komið. En svo bætir
hann við og leggur áherslu á það,
að hið stóra Rússland og þess göfugi
stjórnandi, Nikulás keisari, hafi með
nákvæmri athygli og velvilja til Ser-
bíu athugað málavextina í deilu
þeirri, sem Austurríki hafi reist á
hendur henni, og hefði fullvissað um,
að hann ljeti Serbíu ekki eina. Einnig
gat hann skýrt frá, að Frakkland og
England væru þeim megin, því þing-
ið var ekki sett fyr en 6. ágúst.
Það er ekki auðvelt um það að
dæma, hverjum ófriðurinn sje að
kenna, er hver ber af sjer og þykist
færa góð rök fyrir því, að sökin sje
hjá öðrum. En það er Austurríki, sem
ófriðinn byrjar. Um það þarf ekki
að deila. Það kom beint fram í Aust-
urríkskum blöðum, að þau ætluðust
til stríðs við Serbíu. Þess vegna var
öllu flýtt svo mjög. En þau munu
hafa ætlast til, að erkihertogamorðið
gerði það að verkum, að Austurríki
yrði leyft að dusta Serbíu til án þess
að aðrir skærust í leikinn. I rússnesk-
um blöðum kváðu þær raddir undir
eins við, að það horfði ekki hlutlaust
á, ef Serbía yrði fyrir hernaði frá
Austurríki. Og i þýskum blöðum
kváðu við þær raddir á móti, að ef
Rússar færu á stað, þá væri Þjóðverj-
um að mæta.
Rússneska blaðið „Novoje Vrem-
ja“ sagði um horfurnar, er ófriður-
inn var í byrjun: „Austurríki-Ung-
verjaland dirfist ekki eitt út af fyrir
sig að rjúfa friðinn. Eitt orð frá
þýska keisaranum er nægilegt til að
stöðva það. Keisarinn veit, að Rúss-
land er neytt til að veita Serbíu her-
hjálp. Árás Austurríkis á Serbíu þýð-
ir stríð við Rússland. Stríð milli
Austurríkis og Rússlands knýr
Þýskaland fram, og stríð milli Rúss-
lands og Þýskalands dregur Frakk-
land inn í ófriðinn og jafnvel Eng-
land líka. .Ábyrgðin á því, að ekki
komi til þessa, hvilir á Þýskalandi og
stjórnanda þess.“
Þýska blaðið „Vossiche Zeitung“
sagði, að úti væri um friðarhorfurnar
i Evrópu, ef þriðja veldi gripi fram
í stríðið milli Austurríkis og Serbíu.
þýska stjórnin hafi fyrirfram tekið
fyrir allan efa um það, að Þýskaland
væri tafarlaust til þess búið að ganga
í lið með Austurríki, ef þriðja ríkið
gripi fram í viðureign þess við Ser-
bíu. Stríðið sje óhjákvæmilegt, ef
Rússland og bandamenn þess taki
málstað Serbiu gegn Austurríki.
Aðalmálgagn þýsku stjórnarinnar,
„Norddeutsche Allgemeine Zeitung",
sagði, að kröfur Austurrikis gegn
Serbíu væru fyllilega rjettmætar.
Hlutdeild serbneskra manna í erki-
hertogamorðinu og samsæri gegn
austurríkska keisaraveldinu sje sýnd
og sönnuð, þar á meðal manna í opin-
berri þjónustu. Kveður blaðið óhjá-
kvæmilegt, að Austurriki verði að fá
að gera upp við Serbíu slikar sakir
og væntir, að stjórnir stórveldanna
láti ekki út af þeirri sakauppgerð
kvikna vandræði, sem fái mjög víð-
tæk áhrif.
Þegar hreyfingar fóru að gerast í
her Rússa þeim megin, sem að Aust-
urriki vissi, og likindi voru til að þeir
ætluðu að grípa inn í viðureign Aust-
urríkis og Serbíu, spurðist stjórn
Þjóðverja fyrir líjá stjórninni í St.
Pjetursborg um fyrirætlanir Rússa
cg krafðist ákveðins svars innan 24
kl.tíma. Um þetta segir þýska blaðið
„Deutsche Tageszeitung", að það hafi
verið með öllu óhjákvæmilegt, eigi
að eins til tryggingar þýskum hags-
munum, heldur og til verndar þjóð-
inni. Þjóðverjum verði að vera það
fullkomlega ljóst, hvað Rússar ætli
sjer. Það hafi verið skylda þýsku
stjórnarinnar að spyrjast fyrir um
þetta í allri vinsemd, en jafnframt
með fullri festu að heimta skýrt svar
frá Rússlands hálfu. Ef Rússar geti
svarað svo, að hernaðarútbúnaður
þeirra sje ekki til annars gerður en
að bæla niður uppreisn í Suður-Rúss-
landi og þeir jafnframt vilji gefa
yfirlýsingu um, að þeir ætli að láta
afskiftalaust stríðið milli Austurríkis
og Serbíu, þá geti öll Norðurálfan
verið róleg. En geti Rússastjórn ekki
eða vilji hún ekki gefa þá yfirlýs-
ingu, þá verði Þjóðverjar líka að
kalla her sinn saman. Og þeir sjeu þá
ekki einungis neyddir til að kalla
saman herinn á austurtakmörkum
ríkisins, heldur allan þýska herinn.
Því þótt opinberlega hafi verið neit-
að, að hersamblástur ætti sjer stað í
Frakklandi, þá sje það ekki satt. Þar
sje nú í ákafa verið aö draga herinn
saman. Þess vegna megi búast við,
að þýska stjórnin geri nú sams konar
fyrirspurn til Frakka og hún hafi
þegar gert til Rússa. Og blaðið
kveðst ekki efast um, hver svörin
verði þar. Þjóðverjar verði að vera
við öllu búnir. Ekki sje annað sjáan-
legt, en að stríð sje fyrir höndum.
En sökina fyrir friðarslitin leggur
það á Rússland.
Annað þýskt blað segir: „Það er
ljóst, hvað Rússar ætla sjer, enda hef-
ur það lengi kveðið við í stórslav-
nesku hreyfingunni, að til þess að
vinna Konstantínópel yrðu Rússar
að ganga yfir rústir Berlínar og Vín-
ar. En það er úti um sjálfstæðið á
Balkanskaganum, það er úti um Rú-
meníu, ef Rússar sigra Austurriki.
Fyr eða síðar svelgir þá Rússland
okkur alla. Það er þá úti um önnur
stórveldi í Norðurálfunni. Þau verða
þá öll háð Rússlandi. Og bretska
veldið fær þá líka að kenna á því
Þá er vegurinn þangað opinn. Fyrsti
áfanginn í áætlun Rússa er þá farinn.
En sá næsti byrjar bráðlega.“
Franska blaðið „Le Matin“ vildi
skella skuldinni á Þjóðverja, þar sem
stjórn þeirra hefði ekki stöðvað Aust-
urríkismenn . „Þjóðverjar hafa ekki
viljað það,“ segir franska blaðið, „og
liafa þannig skilið sig frá öðrum Ev-
rópuríkjum. Enginn trúir þvi, að orð
þýsku stjórnarinnar megi sín svo lit-
ils í Wien, að hún hefði ekki getað
stöðvað ófriðinn, ef hún hefði viljað.
En hún hefur tungurnar tvær, eins og
sjá má á undirtektum hennar undir
sáttaumleitanir ensku stjórnarinnar.“
27. júlí skýrði utanríkisráðherra
Breta, Edw. Grey, frá því i neðri mál-
stofu þingsins, að hann hefði gefið
ensku sendiherrunum í París, Berlín
og Róm skipun um að spyrjast fyr-
ir um það hjá stjórnarvöldunum í
þessum höfuðbprgum, hvort þau sjeu
því samþykk, að sendiherrar þeirra
í Lundúnum komi á fund með honum
til þess að reyna að leysa úr hinum
yfirstandandi vandræðum. EinnÍg
hafi það verið lagt fyrir ensku sendi-
herrana, að skjóta því til áður-
nefndra stjórnarvalda, hvort þau
vildu ekki láta sendiherra sína í Wien,
St. Pjetursborg og Belgrad tilkynna
stjórnarvöldunum þar, að stungið
hefði verið upp á þessu fundarhaldi í
I.undúnum og hvetja þær jafnframt
til að hætta öllum ófriðarviðbúnaði
þangað til sýnt væri, hvað á þessum
fundi gerðist. Frakkar og ítalir tóku
vel þessum sáttaumleitunum, en
Þjóðverjar eyddu því, að nokkuð yrði
úr þeim.
Um afstöðu Breta til ófriðar milli
Þjóðverja og Frakka sagði „Times“
meðan á viðbúnaðinum stóð, að svo
framarlega sem Þjóðverjar biðu út
her gegn Frökkum, þá væri Bretum
ljóst, hvað skyldan biði, þeir yrðu
undir eins að vera við því búnir, að
koma Frökkum til hjálpar. Það væri
eigi einasta skylda við vini og banda-
menn, heldur lika nauðsynleg sjáífs-
vörn. Ef bandamenn Breta yrðu und-
ir, þá væri veldi Bretlands út á við
i voða og tvísýnt um þjóðarframtíð
þeirra. Sigurvegararnir mundu verða
heimtufrekir og óseðjandi, og það
koma fram gegn Bretum á þann hátt,
að þeim yrði það óþolandi. Þeir gætu
ekki setið hjá; bæði þjóðarheiður
þeirra og hagsmunir ríkisins heimt-
uðu hitt. Ef þeir sýndu nú hik á sjer
og tvískinnungshátt, þá gæti engin
þjóð treyst þeim framar. „Við skul-
um eins og áður vinna fyrir friðinn,
en sú stund er þegar komin, að við
neyðumst til að búast í stríð. Dauð-
ans engill fer yfir löndin. Við finnum
svo að segja þytinn frá vængjum
hans. Má vera, að hann stefni fram
hjá okkur. En ef sverð hans hittir
bandamenn okkar, þá verðum við að
borga okkar hluta af skattinum til
hans án möglunar.“
Þýska jafnaðarmannablaðið „Vor-
warts“ birti ávarp frá flokksstjórn
jafnaðarmanna, er mótmælti stríði
með kröftugum orðum. Þeir segast
fordæma Stórserba-æsingarnar, en
samt mótmæla með áherslu aðferð
Austurríkisstjórnar, og telja kröfur
hennar gegn Serbíu ósæmilegar og
engin dæmi til þess, að aðrir eins
kostir hafi verið settir sjálfstæðu ríki.
„Hinn fjelagsbundni þýski öreiga-
lýður,“ segir i ávarpinu, „sendir í als
mannkynsins og menningarinnar
nafni logandi mótmæli gegn þessu
glæpsamlega æsingastríði. - Hann
heimtar með valdi af hinni þýsku
stjórn, að hún neiti áhrifa sinna hjá
stjórn Austurríkis til þess að halda
uppi friðnum, og að hún, ef eigi reyn-
ist hægt að stöðva hinn svíviröilega
ófrið, haldi sjer frá allri hluttöku i
honum. Það má ekki eyða einum
dropa af þýsku blóði til þess að full-
nægja stórmenskuóráði hinna aust-
urrísku valdhafa. — Fjelagsbræður!
Vjer skorum á yður að sýna nú á
múgafundum friðarvilja hins fjelags-
bundna öreigalýðs. Nú eru alvarlegir
tímar, alvarlegri en nokkurntíma áð-
ur á hinum síðastliðnu áratugum.
Hættan er mikil, heimsstríðið vofir
yfir. Ráðandi stjettirnar, sem á frið-
artímum múlbinda ykkur, nota sjer
ykkur og fyrirlíta ykkur, ætla nú að
misbrúka ykkur og hafa ykkur fyrir
fallbyssufæðu. Alstaðar verður að
orga í eyrum valdhafanna: Við vilj-
um ekkert stríð! Niður með ófriðinn!
Lifi hið alþjóðlega bræðraband milli
landa og lýða!“
Kvöldið 28. júlí voru mikil læti á
götunum í Berlin. Það hafði reyndar
verið svo í 3 daga og 3 nætur að und-
anförnu, en þá voru það hernaðarvin-
irnir, sem hávaðann höfðu og lög-
regluliðið ljet þá afskiftalausa. En
kvöldið 28. júlí vildu friðarvinirnir
lika láta til sín heyra. Jafnaðarmenn
höfðu kl. 8 um kvöldið boðað til
funda á 22 stöðum í borginni til þess
að mótmæla stríði. Fjölmennust var
samkoman í Móabit. Þar komu saman
4000 menn. Samhljóða ályktun gegn
ófriðnum var samþykt á öllum fund-
unum. Eftir það gengu þeir, sem á
fundunum höfðu verið, um göturnar
i flokkum og hrópuðu: „Niður með
striðið! Lifi próletariatið (þ. e. ör-
eigalýðurinn)!“ og svo sungu þeir
Marseillaisen, þjóðsöng Frakka.
Þeir komu svo saman frammi fyrir
sendiherrahöll Austurríkis. En nú
v