Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.07.1915, Blaðsíða 2

Lögrétta - 07.07.1915, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á Islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. Eftir Guðmund Hjaltason. V. Skaftártunga. Jeg fór úr Álftaveri upp í Skaftár- tungu. Fyrst yfir ána Skálm, sem var lögð, svo yfir melótt, gamalt hraun, og svo yfir Hólmsá á brúnni. ÞaS var vatnsmesta áin, sem jeg fór yfir um á leiöinni. Hún er alt af mikil, enda mesta vatnið sem Kúðafljót myndast af. Var því sannarlegt þarfaverk að brúa hana. Skaftártungan er eiginlega tvær tungur. Hólmsá rennur vestan viS vestari tunguna. Tungufljót austan við hana, og svo Skaftá og Ásavatn austan við eystri tunguna. Bæöi vötn þessi eru alt af mikil nokkuö. f vest- ari tungunni vestan til er allmikill og víðlendur skógur, og dálítið skógar- kjarr er í eystri tungunni. Tungurnar eru grösugar og sljettlendar, enda er lítið um þúfur í Skaftafellssýslu. Bæði tún, engjar og hagar er meira eða minna greiðfært. En í móbergs- fjallabrekkunum eru þó oft eins og einlægar tröppur, sem þeir kalla paldra eða palla. Jeg hjelt 3 fyrirlestra í Ungmenna- fjelagi þar; vel sótt. Fjelagið hefur girt 900 ferf. og plantað m. a. fjall- furu og barfelli. Jeg var í Hemru r.okkra daga hjá Jóni hreppstjóra föð- ur Valdemars kennara og Ungmenna- fjel. formanns. Jón er vel greindur og fróður og sjálfstæður í skoðunum, góður heim að sækja, eins og fleiri bændaöldungar vorir. Sagði hann mjer meðal annars frá konu, er dó þar fyrir 20 árum 103 ára gömul! Sá, heyrði og talaði fram í dauðann, var glaðlynd og góðlynd. VI. Meðalland. Jeg fór úr Skaftártúngu yfir Ása- vatn á brú; hún er orðin nokkuð göm- ul, og mig minnir, farin að feyskj- ast eins og fleiri elstu brýr á landi voru. Þarf því sannarlega að gæta betur að þeim áður en þær brotna undir hestum, vögnum eða mönnum! Ásavatn er kvísl, sem rennur úr Skaftá og lendir svo í Kúðafljótinu. Er Ásavatnið mjótt, djúpt og strangt og víst oftast óreitt. Nokkru fyrir austan það eru þrjár kvíslar, sem heita Ásakvíslar; þær koma líka úr Skaftá og renna í Kúðafljótið. Þær eru oft djúpar, en voru nú á ís, enda var nú snjór mikill nokkuð í hraun- inu nýja frá 1783. Fór jeg svo yfir það og ofan í Meðallandið. Það liggur austan við Kúðafljót beint austur undan Álftaveri. Það er mjög sendið og nokkuð mýrlent sljettlendi. Þar hefur verið mikil meltekja, en er nú að minka. Sandfok er þar oft feikna mikið, og varð snjórinn svartur af því dagana sem jeg var þar. Sum- staðar grær þó upp, bæði þar sem melur var áður og enda víðar; en meira eyðist. Efnahagur þar held jeg sje bærilegur; mjer var sagt að það væri þetta x—3 kýr á heimili og 50— 60 ær. Jeg bjó hjá Lofti Guðmunds- syni á Strönd; góður bær. En annars virtust mjer byggingar í sveit þess- ari heldur smærri en víðast hvar annarstaðar í vestursýslunni. Enda væri Meðallendingum óráð að byggja stærra en þeir gera, því sveitin er al- veg í voða vegna sandfoks og hætt við að hún eyðileggist meira eða minna og ef til vill alveg, ef ekki er í tíma gert við eyðilegging þessari. . En það geta sveitarbúar varla gert af eigin ramleik. Austan til í Meðallandinu er Eld- vatnið. Það var nú rjett í kvið. En verður oft slæmt. Hraun og gjár eru i botni þess, og aðeins kunnugir geta varast þær. Jeg bjó hjá Hávarði Jónssyni. Hef- ur hann gert allmiklar jarðabætur, veitt Steinsmýrarfljótunum á órækt- arjörð sendna og graslitla og varla til beitar, og fær hann af henni ár- lega 400—500 hesta heys. Væri fljót- um þessum — þau eru smálækir, sem koma undan Skaftáreldahrauninu — veitt ofan á Meðallandssandana, þá mundu þeir gróa upp og verða að engi og góðum högum. En vatnsveit- ing sú yrði afardýr. í Meðallandi eru tvö ungmenna- fjelög og hjelt jeg 6 fyrirlestra í þeim, alvel sótta; áhugi með það sem fleira. Tílbúninpr barnafata. Ánægjulegasti og þakklátasti starfi kvenfólksins er að fást við barnaföt. Það er einkennilegt að taka eftir rnisr mun margra stórþjóðanna i meðferð þessa efnis. Frakkar, þessir smekkvísu drotnar tískunnar, virðast hafa leitt hest sinn hjá að eiga við barnafötin sjerstak- lcga. Þeir klæða smátelpurnar eins og fullorðna, svo að vesalings börn- in verða ýmist að hoppa í hafti eða 1. 2. dragast með margra álna vítt pils. Ýmist er mittið uppi undir höndum eða niður á mjöðmum. Gætið í þýskt tískublað. Þar takið þið eftir þyngjandi og óþjálum bún- ingi, sem gerir börnin nærri að ó- freskjum. Þar sem tveir saumar mundu nægja, eru fimm. Þar sem lít- ill hvítur kragi hefði verið næg prýði, ei hafður margfaldur kragi úr flau- eli, með blúndum, kniplingum og alls konar útflúri. Á öllum kjólnum er syndaflóð hnappa, spenna, slaufa og borða. En Englendingar og Ameríkumenn kunna að klæða börnin. Þeir gera þau ekki að fullorðnu fólki, en skilja, að þau eru sem sjerstakur heimur með sjerstökum lögum. Þar er aðalatrið- ið hvað er hentugast. Gullvæg regla er að hafa barnafötin sem einföldust — þá eru þau fegurst. Það er meira undir sniðinu en efninu komið. Kjóll úr sallafínu, dýru efni getur verið ljótur og farið illa, en ódýr ljerefts- kyrtill verið fallegri. Lítið þið á I. mynd. Kjóllinn getur nærri hæft á öllum aldri og úr hvaða efni sem 5- 6. er Úr hvítu efni getur hann verið . sparikjóll 6 ára stúlku, með klædd- um, ljósbláum silkihnöppum í sama lit og beltið og hárborðinn, og með eins litum króksaum (Heksesting) í hálsmáli og ermum. Systir hennar, il/2 árs gömul, getur haft hann eins, er. t. d. úr gráu ljerefti, með einlitu eða köflóttu skrauti. Önnur mynd sýnir það sem Ameríkumenn kalla „over all“, þ. e. hlífðarkyrtil til að skýla betri kjólnum meðan verið er að leikjum. En hagsýn móðir færir telpuna þó úr betri kjólnum, því hiífðarkyrtillinn er ágætt sjálfstætt fat. Það má gera hann úr hárauðu eða bláu ljerefti, með hvítu í háls- málinu og nokkrum gyltum hnöpp- urn. Á 3. og 4. mynd sjest góður hvers- dagsbúningur handa eldri telpum: 7. 8. laus, ljósleit ljerefts (satin) peysa og dökt pils. Sparikjóllinn á 4. mynd er einlitur, t. d. rauður með svörtu skrauti, eða blár með hvítu — úr ljer- efti eða ull. í stað silkibandanna framan á kjólnum má hafa stinna s’lkislaufu, dregna gegnum spennu. Handa drengjum er helst að geta Rússakyrtla og ensku jakkanna. Spariföt drengjanna eru úr flaueli eða klæði og undirtreyja úr smágerðu ljerefti með eins kraga og stúkum 9. 10. 11. (6. mynd). Jakkinn á 7. mynd getur verið yfirhöfn við þennan klæðnað. 8. mynd sýnir ágæta telpu-yfirhöfn. 9., 10. og 11. mynd sýna smátelpna- kjóla, hentuga og ljetta. í litlu húf- una eru saumaðar fallegar rósir. K o n a. t Dorgils OjaliandL 23. júní síðastl. andaðist sagna- skáldið Jón Stefánsson bóndi á Litlu- strönd við Mývatn, sem er þjóðkunn- ur maður undir rithöfundarnafninu Þorgils gjallandi. Hann var 63 ára gamall. Hafði hann veikst í vetur, sem leið, og verið skorinn upp, og batnaði honum þá, en svo tók veik- in sig snögglega upp aftur og dó hann þá eftir stutta legu. Hans verður nánar getið síðar hjer i blaðinu. ísland erlendis. Alexander Jóhannesson, er fyrir nokkru tók meistarapróf í þýsku við háskólann í Khöfn, er nýorðinn dok- tor við háskólann í Halle í Þýska- landi fyrir ritgerð „Um undrin í leik- riti Schillers ‘Mærin frá Orleans’, og rannsókn á afstöðu þeirra í leikrita- skáldskap", segir Mrg.bl. Hr. A. Jóh. hefur þýtt á íslensku þetta leikrit Schillers, en útgefanda að þýðingunni hefur hann ekki fengið hjer enn. Jónas Guðlaugsson skáld fjekk í vor ferðastyrk af sjóði C. Möllers, en sá styrkur mun vera 600 kr. og er ár- lega veittur einu ungu og efnilegu skáldi. Meðal þeirra, sem veitingunni ráða, er Vilh. Andersen prófessor, sem næst eftir G. Brandes prófessor er mest metni listadómari Dana nú. Nýjustu bækur íslensk söngbók. 300 söngvar. 2. útg. endurskoðuð. Verð innb. kr. 1.75. Guðm. Finnbogason: Vit og strit. Verð innb. kr. 1.35. Fást hjá bóksölum. ■W| Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Rvík. HK Þvegna vornll hvita og* mislita, kaupa G. GÍSLASON & HAY, Reykjavík. Alþingi sett. Það var sett í dag eftir guðsþjón- ustu í dómkirkjunni, er hófst kl. 12. Sjera Eggert Pálsson á Breiðabóls- stað prjedikaði. Forseti í samein. þingi var kos- inn sjera Kristinn Daníelsson með 19 atkv., en varaforseti sjera Sig. Gunnarsson með 20 atkv. Skrifarar sjera Sig. Stefánsson og Magnús Pjetursson. I neðri deild var kosinn forseti Ólafur Briem, en varaforsetar Pjet- ur Jónsson og Guðm. Hannesson, og skrifarar Eggert Pálsson og Björn Hallsson. í efri deild forseti Stefán Stefáns- son, en varaforsetar Jósef Björns- son og Karl Einarsson, en skrifarar Steingr. Jónsson og sjera Björn Þor- láksson. Allir þingmenn komnir nema Magnús Kristjánsson, Pjetur Jónsson og Karl Einarsson. Stríðið. Khöfn 29. júní: Þjóðverjar hafa sótt fram í Argonnehjeraðinu fyrir norðan og vestan Wienne le Chateau og tekið hæð á hálsinum við Maas- fljótið, suðvestur af Eparges. Allur her von Linsingens hefur far- ið yfir Dnjesterfljótið. Khöfn 6. júlí: Iier von Linsingens hefur tekið 21oto. Rússar hafa eyði- lagt þýska herskipið „Albatross" við Gotland, í sænskri landhelgi. Skeytin sýna, að Þjóðverjar sækja fast fram á eystri herstöðvunum og eru nú komnir inn í Rússland frá Galizíu. Frá suðurherstöðvunum og vesturherstöðvunum eru aftur á móti engin stórtíðindi sögð, og eigi held- ur frá Dardanellasundinu. Frjettir. Frá Skotlandi heitir nýútkomin bók frá Fjallkonu-útgáfunni, eftir J. H. Þorbergsson fjárræktarmann. Plann lýsir þar dvöl sinni í Skotlandi vorið og sumarið 1914, en áður hefur hann einnig dvalið þar eitt ár, og segir frá búnaði og búnaðarháttum Skota. Ritið er fróðlegt og hr. J. H. Þ. segir alt af fjörlega og skemti- lega frá. Stærðin er 126 bls. og inn- an um bæklinginn margar myndir af skotsku búfje. Verður nánar getið síðar. Dáinn er 4. þ. m. Ólafur Jónsson hreppstjóri á Geldingaá í Leirár- sveit í Borgarfirði, einn af helstu bændum þar í hjeraðinu. Almennur kvennafundur verður haldinn hjer í dag til þess að fagna stjórnmálarjettindum kvenna, sem fengin eru með hinni nýju stjórnar- skrá. Verður ræða flutt á Austur- velli af frú Bríet Bjarnhjeðinsdótt- ur, kvæði sungin og alþingi fært á- varp. Strokinn úr gæsluvarðhaldi er Jón Pálmi Jónsson ljósmyndari á Sauð- árkróki, sem tekinn var fastur út af seðlafölsuninni síðastl. haust. Hald- ið er að hann hafi komist í skip og með því til útlanda. „Goðafoss." Honum hefur verið tekið með miklum fögnuði á höfn- unum austanlands og norðan, þegar hann kom til landsins í fyrsta sinn. Með honum er Nielsen fram- kvæmdastjóri. Slys kvað hafa orðið við affermingu skipsins á Raufar- höfn á þann hátt, að kassi fjell ofan á einn af hásetunum, Bjarna Jónsson að nafni, og lærbraut hann. Var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. Jarðarför Jóns Jenssonar yfirdóm- ara fór fram síðastl. laugardag. Jón Helgason prófessor flutti húskveðju og sjera Jóh. Þorkelsson talaði í kirkjunni, en líkræða var þar engin flutt vegna þess að Jón heitinn Jens- son hafði mælt svo fyrir, að það yrði ekki gert. Jarðarförin var fjölmenn. Mikli maðurinn frá norðri. Menn kannast við spádómana um komu hins mikla manns frá norðri, sem loks á að kæfa niður heimsófriðinn, sem nú geysar. Hafa margir haldið, að þeir spádómar ættu við hr. Bjarna frá Vogi, fyrv. viðskiftaráðanaut, eða einhvern af okkar fyrirvara- og íjármálagörpum. En nú er nýlega kominn hingað gamall maður aust- an úr Árnessýslu, sem segist vera þessi mikli maður, sem spádómarn- ir ræði um. En ekki er hann stjórn- málamaður, heldur trúmálamaður, og er Opinberunarbók Ritningarinnar það rit, sem hann byggir mest á. Hann segir að Salómon konungur hafi oft birtst sjer og meðal annars tjáð sjer að hann ætti eftir að eign- ast 20 konur, og eiga þær allar að vinna að því, að sauma eitt mikið brúðkaupsklæði, sem um er spáð í Opinberunarbókinni. Idann nefnir sig „ráðherra kirkjunnar“, og köll- un sína segir hann vera þá, að stilla nú til friðar í heiminum. x. Varúðarmerkin á „Gu)lfossi“. Hr. E. Nielsen framkvæmdastjóri Eim- skipafjelags Islands hefur 1. þ. m. ritað grein í Khafnarblaðið „Nati- onaltidende“ um yfirmálning dönsku flagganna á hliðum „Gullfoss", er 'nann kom hingað í fyrsta sinn, og segir þar, að málað hafi verið yfir flöggin eftir sinni skipun og einskis annars, en um þessa yfrmálningu hafði orðið nokkurt skraf í dönskum blöðum og var henni tekið þar illa af sumum. Að yfirmálningin hafi ver- iö gerð af „pólitískum ástæðum“, seg- ír E. N. að sje fjarri rjettu lagi. Árnessprestakall. Um það sækja sjera Jóh. L. L. Jóhannesson á Kvennabrekku, sjera Ól. Stephensen í Grundarfirði, sjera Sveinn Guð- mundsson á Litla-Múla í Saurbæ og sjera Þorv. Þorvarðsson i Vík í Mýr- dal. Búnaðarþingið var sett hjer í gær. Ormaveiki í fje hefur verið skæð í vor og síðari hluta vetrar í Austur- Skaftafellssýslu og hefur margt drep- ist á sumum bæjum, og í Suður-Múla- sýslu hefur hún einnig verið sum- staðar, svo sem á Hólmum í Reyðar- firði. Mest tjón hefur fjárpestin gert i Lóni og svo í Nesjum, á nokkrum bæjum. Að eins einn bóndi á Mýrum misti fje að nokkru ráði. Annars hef- ur pestin gert vart við sig nær á hverjum bæ. Allskæð var hún í Álfta- firði og kom einnig nokkuð við á Berufjarðarströnd. Hafís og skipaferðir. Hafísinn er nú lausari fyrir en áður við Norður- land. „Goðafoss" var í gær á Blöndu- ósi á vesturleið, og ísafoldin hefur komist áleiðis alla leið austur með landi að norðan. Dilkskrokkur seldur fyrir kr. 25.50. Fyrir fáum dögum var maður hjer í bænum beðinn um lambskrokk. Hann slátraði tveggja mánaða gömlum tví- lembing; skrokkurinn var 17 pd. og pd. selt á kr. 1.50. Ærin hafði geng- ið í eyju í vor. Prestskosningin á ísafirði 30. f. m. fór þannig, að sjera Magnús jónsson, sem nú er prestur hjá Vestur-íslend- ingum, fjekk 468 atkv., sjera Páll Sigurðsson í Bolungarvík 198, sjera Sigurbj. Á. Gíslason 104, sjera Ás- geir í Hvammi 70, sjera Páll Step-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.