Lögrétta - 07.07.1915, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
iii
hensen 18 og sjera Jón Árnason 9,
en sjera Sig. Guömundsson ekkert.
867 atkv. voru alls greidd og er
sjera M. J. löglega kosinn.
Hafnarvörður. Samþ. var nýlega
á bæjarstjórnarfundi, aö skipa sjer-
stakan mann til umsjónar meö höfn-
inni og skyldi hann hafa í árslaun
3000 kr. Fyrsta áriö eiga þó launin
aö eins aö vera 2000 kr.
Stúdentar 1915. í þetta sinn uröu
stúdentarnir, sem útskrifuöust frá
Mentaskólanum, 31, karlar og kon-
ur, og hafa fengiö þessar einkunnir:
Áslaug Zoega 66 stig, Ásta Jóns-
dóttir 70 st., Björn Þórólfsson 73 st.,
Daníel Fjeldsted 61 st., Eggert Ein-
arsson 67 st., Friögeir Björnsson 59
st., Friörika Halldórsdóttir 57 st.,
Guðni Hjörleifsson 66 st., Gunnar
Halldórsson 57 st., Halldór Kolbeins
68 st., Helgi Tómásson 70 st., Ingi-
björg Guðmundsdóttir 69 st., Jón
Árnason 60 st., Jón Kjartansson 54
st., Jón Ólafsson 65 st., Katrin Thor-
oddsen 59 st., Kjartan Ólafsson 57
st., Kristín Bjarnadóttir 72 st., Krist-
inn Ármannsson 81 st., Lárus Arn-
órsson 70 st., Níels Pálsson 85 st.,
Ólafía Einarsdóttir 61 st., Óli Ketils-
son 72 st., Páll Jónsson 65 st., Sig-
urður Leví 58 st., Sveinn Ögmunds-
son 57 st., Þórunn Hafstein 67 st.,
Þorvaldur Árnason 56 st.
Utanskóla: Benedikt Árnason 52
sí., Freysteinn Gunnarsson 65 st.,
Trausti Ólafsson 71 st.
Níels Pálsson hefur fengiö hæsta
einkunn, sem gefist hefur frá því aö
nýja reglugerðin komst á.
Hjeraðssamkoma var haldin á
Breiöumýri í Bárðardal 19. júní og
voru þar um 1600 manns. Þar voru
ræðuhöld, íþróttakappleikar, iönaðar-
sýning, söngur og hornablástur, og
er látið vel af samkomunni.
Flutningabíll á í sumar að fara
um akbrautina milli Húsavíkur og
Breiðumýrar.
Rafmagnsstöð til lýsingar kvaö
eiga aö koma upp í sumar á Húsavík.
Ensk herskip segja Akureyrar-
blöðin að sjest hafi í vor norður hjá
Grímsey.
Tíðin hefur stööugt verið hin besta
hjer sunnanlands.
Leiðrjetting. í 29. tbl. Lögrjettu
þ. á., þar sem getið er um Þjóðfje-
lagsfræði Einars Arnórssonar, sem
Ungmennafjelag íslands hefur gefið
út, er sagt að bókin muni ekki
verða seld sjerstaklega, en þetta er
misskilningur.
Þjóðfjelagsfræðin fæst í flestum
bókaverslunum í Reykjavík og nokk-
urum úti um land, en þar sem upp-
lagið er lítið, fram yfir það, sem
gengur til kaupenda „Skinfaxa", þá
er vissara að draga ekki að fá sjer
bókina, áður en hún verður uppseld.
Leiðrjetting. I grein minni í „Lög-
rjettu“ 22. nr. þ. á., „Deyr svo marg-
ur að einginn bjargar", hef jeg tek-
ið eftir tveimur villum. Hin fyrri er
prentvilla, eða ef til vill ritvilla hjá
mjer, þar sem sagt er að til orða hafi
komið á alþingi 1907 að læknir yrði
settur í Hrútafjörð, en það er ekki
rjett, þvi það var 1897.
Hin villan stafar af ógætni minni,
það að hr. landlæknir G. Björnsson
segir i 6. nr. Lögr. þ. á. að þeir, sem
hefðu mælst til að hann semdi lækn-
ingabók, vildu spara sjer sem oftast
ómak og fyrirhöfn er ekki rjett,
en á að vera ómak og k o s t n a ð,
að leita læknis, og því á að falla burt
í grein minni, að hann nefni ekki
peningaútgjöld.
Kjörseyri 10. júní 1915-
Finnur Jónsson.
Þing'iii álafundir.
Hjer í Reykjavik var þingmála-
fundur haldinn síðastl. sunnudag, 4.
þ. m., í Barnaskólaportinu, og var
úann fjölsóttur. Magnús Einarsson
dýralæknir var fundarstjóri. Fyrst
töluðu þingmenn bæjarins, Jón
Magnússon bæjarfógeti og Sveinn
Björnsson lögmaöur, en síðan Sig.
Eggerz fyrv. ráðherra, E. Arnórsson
ráðherra, Bjarni frá Vogi alþm. og
Gísli Sveinsson lögmaður. Urðu um-
ræður snarpar um stjórnarskrár-
staðfestinguna, einkum milli S. E. og
E. A., en önnur mál voru ekki borin
fram. Þrjár tillögur komu fram, og
var fyrst borin upp til atkv. svo-
hljóðandi tillaga frá B. J. frá Vogi:
„Fundurinn skorar á alþingi að
lýsa yfir því, að : ef í staðfestingar-
skilyrðum stjórnarskrárinnar 19.
júní þ. á. sje vikið frá skilyrðum
alþingis 1914, eða ef nokkur maður
nokkru sinni vilji halda því fram,
að Dönum hafi með þeim verið gef-
ið nokkurt fyrirheit eða blandað þar
inn í sem þriðja málsaðila, þá sje það
að óvilja alþingis og geti eigi skuld-
bundið ísland.“
J. M. gerði skop að tillögunni, S.
E. var óánægður með hana og Sv. B.
rjeð flutningsmanni til að taka hana
aftur. En hann vildi fá hana borna
upp og var hún svo feld með mjög
miklum atkv.mun, hafði fengið, að
sögn, eitthvað 30—40 atkv., en mörg
hundruð manns voru þarna saman
komin.
Þá var borin upp svohljóðandi til-
laga frá G. Sv.:
„Fundurinn lýsir þakklæti sínu til
ráðherra Einars Arnórssonar og
þeirra manna, sem bjargað hafa
stjórnarskrármálinu og fánamálinu.“
Þessi tillaga var samþykt með
mjög miklum atkvæðamun, að eins
örfá atkvæði á móti, eitthvað 10—20,
að því er þeir segja, sem atkv. töldu.
En með þeirri samþykt taldi fund-
arstjóri fallna till., sem fram hafði
komið frá S. E., svohljóðandi:
„Fundurinn vítir meðferð ráðherra
á stjórnarskrármálinu og mótmælir
skilmálunum fyrir staðfestingunni.“
Ósigur þeirra, sem andæft hafa
stj.skr.staðfestingunni, var þarna svo
fullkominn, sem fremst mátti verða.
Auðvitað greiddu Heimastjórnar-
n.enn till. G. Sv. atkv. og svo Sjálf-
stæðismenn þeir, sem þrímenning-
unum fylgja. En „ef“-a-tillaga B. J.
fór alveg með hina, svo að þeir, eins
og rjett var af þeim, geymdu hend-
urnar í vösunum. Þeir munu hafa
hugsað sem svo, að úr því að jafn-
vel B. J. væri farinn að efast um
málstað þeirra, þá væri rjettara að
athuga málið betur áður en þeir
greiddu atkv., og væntanlega eru þeir
nú ánægðir, og sannfærðir um, að
þeir hafi gert rjett í þessu.
I Hafnarfirði var þingmálafundur
haldinn siðastl. sunnudagskvöld.
Þangað fóru nokkrir menn hjeðan
úr Reykjavík, þar á meðal ráðherra
og Sveinn Björnsson alþm. og fengu
þeir málfrelsi á fundinum. Þótti auð-
sjeð, að þingmenn kjördæmisins vildu
sem mest draga á langinn umræður
um stjórnarskr.staðfestinguna, því
fvrst voru hjeraðsmálin tekin fyrir.
Síðan urðu þó miklar umræður um
stjórnarskrármálið og stóðu fram yf-
ir miðnætti. En er ekki virtist annað
eftir en atkvæðagreiðslan, þá fundu
þeir upp á því, að fresta fundinum
tii næsta kvölds. Urðu þá enn um-
ræður um málið, og töluðu ýmsir,
auk þingmannanna, en að lokum var
samþykt með 30 atkv. gegn 13 svo-
hljóðandi till. frá Sigf. Bergmann
kaupmanni:
„Um leið og fundurinn lýsir fullu
trausti á þingmönnum kjördæmisins,
felur hann þeim að ráða fram úr því,
fyrir kjördæmisins hönd, hvernig al-
þing skuli taka staðfestingarskilyrði
stjórnarskrárinnaf.“
Þessa till. virðist eðlilegast að skilja
svo sem kjósendurnir ætli þingmönn-
um kjördæmisins að fallast á skoð-
anir mótstöðumanna sinna þegar á al-
þing korni, þótt þeir ekki gerðu það
á fundinum. — Þó var feld með 27
atkv. gegn 19 svohljóðandi tillaga
frá Þórði Edilonssyni lækni:
„Með því að fundurinn lítur svo á,
að staðfesting stjórnarskrárinnar sje
fengin að óskertum landsrjettindum
vorum, lýsir hann ánægju sinni yfir
staðfestingunni, og sömuleiðis yfir
löggilding fánans.“
Á Akranesi var þingmálafundur
haldinn á mánudaginn og töluðu þeir
þar m. a. ráðherra E. Arnórsson og
fyrv. ráðherra Sig. Eggerz. Samþykt
var með 21 atkv. gegn 4 traustsyfir-
lýsing til ráðherra og þökk til hans
og annara þeirra, sem unnið hefðu að
þvi að bjarga stjórnarskrármálinu.
Einnig voru þeir Ingólfs-þingmenn-
irnir harðlega víttir í fundarsamþykt-
inni fyrir birtingu þrímenninga-til-
boðanna. Þingm. kjördæmisins, Hj.
Snorras., sýndi sig ekki á fundinum.
Stórstúkuþingid
var haldið hjer í Reykjavík dagana
26. til 30. júní s. k. Það hófst með
guðsþjónustu í Fríkirkjunni kl. 12 á
hád. og prjedikaði sjera Ólafur frí-
kirkjuprestur Ólafsson vel og sköru-
lega. Gengu framkvæmdarnefnd
Stórstúkunnar, embættismenn henn-
ar, fulltrúar og aðrir. Templarar í
skrúðgöngu til kirkjunnar og var
hinn nýi íslenski fáni borinn fyrir
fylkingunni.
Kl. 134 var svo þingið, sett að
fjölda Templara viðstöddum. 26 full-
trúar mættu á þinginu; slæmar og
óreglulegar skipaferðir hindruðu
menn frá að mæta.
Æðsti maður Reglunnar um allan
heim, Edv. Wavrinsky rikisþingmað-
ur í stokkhólmi, ætlaði að mæta á
þinginu, en gat það ekki sökum veik-
inda. — Hann sendi Stórstúkunni
brjef og stóra mynd af sjer.
Þessir voru kosnir í stjórn Regl-
unnar hjer á landi til næstu tveggja
ára: Stór-Templar Guðm. Guð-
mundsson, skáld; Stór-Kanslari
Þorv. Þorvarðsson, prentsmiðjustj.;
Stór-Vara-Templar Ottó N. Þorláks-
son, skipstjóri; Stór-Gæslum. Ung-
Templara Sigurjón Jónsson, málari,
Stór-Gæslumaður kosninga Sigurður
Eiríksson, regluboði;, Stór-Ritari
Jón Árnason, prentari; Stór-Gjald-
keri Jóh. Ögm. Oddson kaupm.; Stór-
Kapilán Pjetur Halldórsson, bóksali
og Fyrv. Stór-Templar Indriði Ein-
arsson, skrifstofustjóri. Umboðsmað-
ur Alþjóða-Æðsta-Templars var
kjörinn Guðm. landlæknir Björnsson.
Fulltrúi til að mæta á alþjóðaþing-
inu í Minneapolis, Minnisota 1917,
var kosinn Einar Hjörleifsson skáld
og varafulltrúi Indriði Einarsson.
Ýms mál voruræd d á þinginu og
þeim ráðið til lykta: Úrskurðaðir
reikningar embættismanna fyrir síð-
astl. tímabil, feldir úrskurðir um á-
frýjunarmál, rædd unglingareglumál,
hvernig því starfi skuli hagað fram-
vegis, rætt um bannlögin og fram-
kvæmd þeirra, um siðbækur Regl-
unnar, gerðar fjárhagsáætlanir fyrir
næsta tímabil. o. fl.
Þing þetta var fremur rólegt og
hafði að ýmsu leyti frábrugðinn blæ
hinum þingunum, sem áður hafa ver-
ið haldin.
Eins og venja er til, þa hjeldu
Templarar hjer samsæti, í sambandi
við stórstúkuþingið, og tóku nálægt
50 manns þátt í því. Voru þar haldn-
ar 20 ræður bæði af körlum og kon-
um og var þar sungið mikið og vel.
Fyrir minni íslands talaði Einar
skáld Hjörleifsson, minni Reglunnar
Þórður J. Thoroddsen, minni bann-
laganna Guðm. landlæknir Björnsson,
minni alþjóða Æ.-T. Indriði Einars-
son, minni kvenna Brynl. Tobíasson,
minni karla Þórdís ljósmóðir Símon-
ardóttir á Eyrarbakka, og svo hjelt
Þorst. Jónsson á Grund á Akranesi
eina af skemtiræðum sínum og kom
öllum til að hlæja. Samsætið var hið
skemtilegasta.
Næsta þing, 1917, verður haldið í
Hafnarfirði.
Adalfundur
Sláturfjelags Suðurlands 1915.
var 28.—30. júní Mættir voru allir
stjórnarmenn (nema Hj. Snorrason)
og framkvæmdarnefnd, auk þess
endurskoð. Egg. Ben., eftirlitsmaður
Lár. Helg. og Pjetur Þórðarson
hreppstj. i Hjörsey, varastjórnarm.
fyrir Mýras. (sem einn deildarstjóra
sýnir þann áhuga, að sækja og sitja
reglulega alla aðalfundi fjel. og taka
þátt í störfum þeirra). Fyrir Borg-
arfj.s. sótti fundinn varastjórnarm.
Jón Hannesson í Deildartungu.
1. Reikningar ársins 1914 lesnir,
skýrðir, ræddir og síðan samþ. í e. hl.
2. Deildarstjórafundargerðir lesnar
og tillögur út af þeim teknar til um-
ræðu.
3. Frkvn. hafði, þá er Þorkell heit-
inn Hreinsson dó af byltu við bygg-
ing kælihússins, sent ekkju hans 100
kr. frá fjelaginu. Nú var samþ. eftir
tilllögu frá Þjórsárbrúarf. að fjel.
sendi henni aðrar 100 kr. sem hlut-
tekningarvott.
4. Eftir till. sama fundar samþ. að
slátur sje selt með garnmör að eins.
5. Eftir till. Borgarnessfundar
samþ. lítilsháttar breyting á flokkun
dilkakjöts.
6. Slátrun í Vík leyfð með sömu
kjörum, nema hvað felt var burt
skilyrði um að læknisstimplunin sje
borguð af Skaftfellingum einum.
Ilún verður nú á fjel. kostnað.
7. Samþ. var að formaður, í sam-
204
201
„svo að jeg hygg, að storminum sloti kl.
12.“ —• „Það gleður mig, herra, því við
höfum fullnóg af honum,“ svaraði 1. laut-
inantinn. — „Sjáið þjer Drayd?“ — „Nei,
herra, það er aftur orðið svo þyknmikið
á hljeborða; vjer höfum ekki sjeð hana
síðustu tíu mínúturnar.“ — „Guði sje lof
fyrir það,“ hugsaði jeg, „því að þeir munu
aldrei sjá hana aftur. Hvað var dýpið mik-
ið síðast?“ — „Fjórtán faðmar, herra!“—
„Jeg hygg, að vjer komumst fram hjá
taglinu á ströndinni á miklu minna dýpi,“
mælti jeg, „en þegar vjer erum lausir við
það, höfum vjer nægilegt svigrúm.“
Þar eð kafteinninn er nokkurs konar
goðasvar á hættunnar stundu, hentu skip-
verjar hvert orð, er jeg talaði; af því sem
þeir fengu út úr orðum mínum, hugðu
þeir, að þeir væru ekki í stórkostlegri
hættu. En eigi að síður gekk sjófræðingur-
inn eftir þiljunum, eins og í leiðslu út af
hinni yfirvofandi hættu. Það var eigi að
undra, aumingja maðurinn. Það er eigi að
búast við því, að sá, sem á konu og börn,
sem treysta á forsjá hans, geti án sárra
tilfinninga hugsað til viðskilnaðarins. Sjó-
maður ætti aldrei að giftast, en geri hann
það, ætt hjónaband hans, til hags fyrir
herþjónustuna, að vera ógæfusamlegt, því
það gerði hann áhyggjuminni. Hvað hugs-
anir mínar snerti, er hægt að skýra frá
þeim í fám orðum: Þær hnigu allar að
hjegómlegleika mannlegra óska. Hvort
sem jeg hefði hætt við hið eina mark og
mið, er jeg hafði fyrir augum, hver sem
gæfa mín hefði orðið, hefði jeg lifað,
hvort sem jeg hefði gifst Minnie á kom-
andi tíma, eða hvað sem hefði fyrir mig
komið, hvort heldur gott eða ilt, eða hvað
annað, gæti drottinn breytt þessu á svip-
stundu. í öðrum heimi ætti hvorki gifting
nje hjónabönd sjer stað; þar væri auður,
metorð, ættgöfgi og alt annað jarðneskt
einskis virði; alt sem jeg hefði að gera,
væri því að deyja serr maður og gera
skyldu mína til hins ýtrasta, treystandi
miskunsömum guði að fyrirgefa mjer
syndir mínar og yfirsjónir; með þessari
heimspeki var jeg búinn við því, er verða
vildi.
Um nónbilið birti aftur upp á hljeborða,
en Dryad var ekki sýnileg og var mjer
sagt frá því; jeg vissi alt of vel um afdrif
hennar, því að það voru því nær þrjár
stundir liðnar síðan vjer höfðum sjeð
hana; hún hafði nægan tima til að vera
komin í land og brotna í spón. Eigi að
síður beindi jeg sjónpípu minni i þá átt
og sagði kaldur: „Jeg hygg, að hún hafi
komist fyrir taglið og komist af; það var
hið besta, sem hún gat gert.“ Þvi næst
spurði jeg sjófræðinginn, hvort hann hefði
dregið upp sjóúrið og fór svo ofan i ká-
etu. Jeg var ekki búinn að aðgæta sjóupp-
dráttinn mínútu lengur, er varðoffíserinn
kom ofan og sagði, að oss hefði borið inn
á 12 faðma dýpi.
„Það er gott, herra Hawkins; vjer kom-
umst bráðum grynnra; látið mig vita, ef
einhver breyting verður á dýpinu.“
Þegar hann hafði lokað dyrunum, fór
jeg að reikna út, hvenær fallið mundi
breytast móti oss, og fann jeg að það hafði
breytst fyrir stundu, að minsta kosti; þess
fyr er það afstaðið, hugsaði jeg, og kast-
aði frá mjer ritblýinu.
„Herra Kross óskar að tala við yður,
herra,“ sagði vörðurinn og opnaði káetu-
dyrnar. — „Segið honum að koma inn,“
svaraði jeg. „Hvað er á höndum, Kross?“
— -Jeg var að tala um það við I. lautin-
antinn að setja upp nýtt stag, því fram-
stagið er orðið töluvert núið, það er að
segja, ef þjer álitið, að það komi að nokkru
haldi ?“ — „Komi að haldi; hvað meinið
þjer með því ?“ — „Þó enginn geti sjeð það
á yður, herra, líður ekki langt um, ef
marka skal svipinn á sjófræöingnum, og er
hann engin skræfa, að vjer komumst allir
inn í annan heim. Jeg hef svo oft slagað
ur mig vissulega, kaft. Green, því jeg ber
enga óvild til majórsins og breytni hans
hefur verið mjer óskiljanleg."
Eftir að hann hafði spurt um sár mitt
og látið í ljósi þá von, að mjer batnaði
skjótt, fór kaft. Green burtu, en jeg tók
eftir því, að hann gaf ofurstanum engan
gaum, nema kastaði kaldri kveðju á hann,
um leið og hann fór út, og furðaði mig
það þá, að ofursti Delmar kvaðst álíta
það ráðlegt fyrir sig, er hann hugsaði sig
betur um, að fara burtu um tíma.
„Jeg felst á það með yður,“ svaraði jeg,
þvi jeg vildi verða laus við hann; það
greip mig svo undarlega, að hann skyldi
þegar fara að tala um burtför, er majór
Stapleton var lifandi og von var um, að
honum batnaði, þar sem hann hafði áður
neitað að fara, er hann hjelt hann dauð-
an. Jeg varð þvi glaður mjög, er hann einni
eða tveim stundum síðar kvaddi og hjelt
til Lundúna, eftir því sem hann sagði.
38. kapítuli.
Mjer batnaði skjótt, þvi eftir tæpan
hálfan mánuð gat jeg setið i sófanum.
Fregátan var albúin, bæði að reiða, vatni
og vistum og sögð ferðbúin eftir mánuð,
þvi að oss vantaði enn um 40 menn. Jeg sá
oftlega kaft. Green, þvi hann heimsótti
mig að kalla daglega, og einu sinni, þegar
við áttum tal um hólmgönguna, gerði jeg
hina sömu athugasemd og áður, er Delmar
ofursti beitti hrakyrðunum yfir likama hr.
Stapletons. „Já,“ svaraði kaft. Green, „jeg
áleit það skyldu mína að segja honum orð
Delmars ofursta. Hann komst í mikla geðs-
hræringu og svaraði: „Hinn mesta fant;
talaði hann svo? Þá er djöfullinn betri, en
þeir, er hann freistar, en eigi að síður er-
um við báðir, hvor á annars valdi. Jeg verð
fyrst að láta mjer batna og síðan að taka
til framkvæmda. Það er einhver leyndar-
dómur við þetta; árásin var svo ástæðu-
laus,ásetningurinn svo skýlaus. „Hafið þjer
nokkra ástæðu til að ætla.að Delmar ofursti
sje óvinur yðar, kaft. Keene? Því vissulega
virtist hann að gera alt, er hann gat í hólm-
stefnunni, mótstöðumanni yðar í hag.“
Jeg hef alls enga ástæðu til að ætla, að
hann hafi orsök til að vera óvinur minn, en
eigi að síður get jeg ekki annað en haft
grun um, að hann sje það af einhverri or-
sök, eða mjer óvitanlegri orsök.“
Þegar kaft. Green var farinn, reyndi jeg
með öllu móti að ráða þá gátu, hvers vegna
ofursti Delmar væri mjer óvinveittur. Jeg
vissi vel, að hann var álitinn erfingi hefð-
armeynnar Delmar, en þótt hún eftirskildi
mjer nokkur þúsund, var það sannarlega
ekki næg ástæða til þess, að sækjast eftir
lífi mínu. Lávarður Verselý hafði ekekrt
eftir að skilja! jeg gat að engri fullnægj-
andi ágiskun komist. Þá fór jeg að hugsa
um, hvort jeg ætti að skrifa lávarði Ver-
sely og skýra honum frá öllu, en jeg rjeð
af að gera það ekki. Byrjuninni til hólm-
göngunnar hafði verið lýst í blöðunum og
hefði hann lesið hana, mundi hann hafa
skrifað og spurt um atvikin. Það hafði
móðir mín gert og ásetti jeg mjer að svara
brjefi hennar, er til þessa hafði legið á
borðinu. Jeg sendi eftir skáborðinu mínu,
og þegar þjónninn kom með það, hjekk
lyklakippan í skránni., Þetta þótti mjðr
kynlegt, þar sem jeg hafði lokað þvi, áð-
ur en jeg gekk á hólminn við majór Stap-
leton og hafði eigi sent eftir þvi síðan.
Þjónninn gat ekkert sagt um þetta annað
en það, að það hefði verið svona, er hann
kom að þvi; þó mintist hann þess, eftir
litla stund, að læknirinn hefði beðið um
penna og blek, til þess að skrifa lækninga-
blað og að ofurstinn hefði tekið lyklana og
fært honum hið umbeðna. Þetta var látið
gott heita og eigi minst á það framar.
Flotaráðið skifti sjer ekkert af því, er fram
hafði farið, þó öllum væri það kunnugt.
Jeg hafði ekki sett sjálfan mig á sjúkra-