Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.07.1915, Blaðsíða 4

Lögrétta - 07.07.1915, Blaðsíða 4
112 LÖGRJETTA Gosdrykkja- og* aldinsafag'erdin við Reykjavík mælir með vörum sínum, notar að eins ný aldin og bestu efni. Alt vatn er dauðhreinsað, og jafnan gætt hins mesta hreinlætis í hvívetna. GUÐM. BJÖRNSSON, landlæknir, er eftirlitsmaður. Spyrjist fyrir um verd og biðjið um sýnishorn. byrjar eins og venjulega i. október og stendur til 14. maí n. k. Heima- vistir eru í skólanum, og selur skólir.n fæði. Síðastl. skólaár var fæðis- gjaldið 135 kr. og skólagjald 15 kr., en næsta skólaár er búist viö að fæðisgjald hækki eitthvað dálítiö vegna þess að allar nauðsynjar eru dýrar. Skólinn leggur til rúm með stoppuöum dýnum og púöum. Námsmeyj- ar þurfa því aö leggja sjer til yfirsængur, kodda og rekkjuvoöir. Helming af fæöis- og skólagjaldi skal borga viö komu í skólann, en hitt mánaöarlega síöara hluta skólaárs uns lokiö er. Á skólanum eru kendar þessar námsgreinar: íslenska, danska,, reikningur landafræði, saga, náttúrufræði, dráttlist, skrift, söngur, leikfimi, handavinna og hússtjórnarstörf. Þeim sem óska er veitt tilsögn i ensku. Sjerstök áhersla er lögö á handavinnuna, og hússtjórnarkenslan veröur aukin frá því sem verið hefur. Skilyrði fyrir inntöku í skólann eru: a. Aö umsækjandinn hafi engan næman sjúkdóm. b. Aö umsækjandinn hafi vottorð um góöa hegöun. c. Að umsækjandinn sanni með vottorði að hann hafi tekið fullnaðar- próf samkvæmt fræðslulögunum, ella gangi undir inntökupróf þeg- ar hann kemur á skólann. Nemendur, sem setjast vilja í aðra eða þriðju deild, skulu sanna fyrir kennurum skólans að þeir hafi kunn- áttu til þess, ella taki próf. Umsóknir um skólann skulu sendar fyrir lok ágústmánaðar n. k. til formanns skólanefndarinnar Árna Á. Þorkelssonar á Geitaskarði. Reglugerð skólans er prentuð í B-deild stjórnartíöindanna 1915, blaðs. 10—15, og er þeim sem vilja hægt aö kynna sjer þar nánar inntökuskil- yröin og annað um fyrirkomulag skólans. Forstöduneftidin. ráöi við forstjóra, ráði forstöðumenn slátrunar í Borgarnesi og Vík, skrif- lega og með ákveðnum launum, svo tímanlega, ef unt er, að ráðningin geti nægilega snemma orðið kunn á svæðum þeim, er að slátrunarstöðum þessum sækja, og að forstöðumenn- irnir sjeu skyldir að taka til starfa, og hafa það undirbúið, er til þarf, þá er slátrun á að byrja, samkvæmt tíllögum deildarstjórafunda fyrir hvort svæðið. 8. E r i n d r e k a s t a r’f i ð. Fund- urinn óskar eindregið að fjárveiting sú, er á núgildandi fjárlögum, 16. gr., 22. lið, er veitt til ráðanauts fyrir S. I. S. og Sf. Sl. fái að standa í fjárlögunum framvegis. Samþ. í e. hl. 9. Samþ. að byggja skýli undir suðurhlið kælihússins. 10. Frkv.nefnd falið að láta gera bryggjuna nothæfa til útskipunar, þó með sem minstum kostnaði, fyrir haustið. 11. Samþ. gerðir frkv.nefndar í málinu um beykisverkstæði og vjel- ar til tunnugerðar. 12. Raflýsing sláturhússins í Rvik. Forstjóra og frkv.nefnd falið að und- irbúa það mál fyrir aðalfund næst. 13. Umbætur á húsum og öðrum mannvirkjum fjel. í Borgarnesi, sem bráðnauðsynlegar eru og það sem fyrst, faldar Pjetri í Hjörsey, með því forstöðum. þar ekki var við- staddur, og talinn hafa öðru að sinna. 14. Innlausn stofnbrjefa. Ákveðið, eins og að undanförnu, að innleysa stofnbrjef dánarbúa, þurfa- manna og þeirra, er burtfluttir eru af fjelagssvæðinu (vorú það 23 menn). Synjað að svo stöddu fimm mönnum (J. G. Valbjarnarvöllum, J. Þ. frá Stafholti, G. Guðm.d. frá Siggaseli, Þ. Þ. frá Valshamri, M. E. frá Arnarholti). 15. Útsvarskærumál. Fund- urinn lítur svo á, að Sf. Sl. sje ekki að lögum útsvarsskylt í Rvík, og á lyktar að borga ekki útsvar það, er á fjelagið var lagt síðastl. vetur; en verði það tekið lögtaki, þá að mót- mæla og áfrýja lögtaksgerðinni til dómstólanna. 16. Erindi L. G. um vörusölu, eða hluttöku í væntanl. verslun hans, vís- að til forstjóra og frkv.nefndar. Fundurinn ekki hlyntur verslunar- hluttöku. 17. Húseignarsjóður. Til- laga um stofnun hans kom frá Pjetri í Hjörsey. Fundurinn viðurkennir rjettmæti tillögunnar, og vísar mál- inu til nefndar, er kosin sje nú á fundinum til að endurskoða lög fje- lagsins fyrir næsta aðalfund, og taki þá jafnframt til greina tillögu þessa. 18. Samþ. að gefa út rit með skýrslu um starfsemi fjelagsins hing- að til, ágrip af reikningum þess, rit- gerð til fræðslu og vakningar um samvinnufjelagsskap, einkum með tilliti til Sf. Sl. Skal það gefið út á fél. kostnað og sent öllum fjelags- mönnum. Umsjón útgáfunnar falin ritara fjel., B. B. í Grafarholti. 19. breyting á 13. gr. fjelagslag- anna, síðustu málsgr., að í stað 4 kr. komi 6 kr. hafði verið samþykt á þrem deildarstjórafundum. Sú breyt- ing nú samþ. og því orðin að lögum. 20. —21. Lagabreytingatillögur, er skotið var til væntanlegrar lagaend- urskoðunarnefndar. 22. Kauphækkanir. Vegna þess, að viðskiftaástandið eins og nú stendur hefur sjerstök áhrif á hag þeirra manna, er vinna fyrir ákveðnu kaupi, en hafa ekki framleiðsluvörur að selja, höfðu frá nokkrum föstum starfsmönnum fjelagsins komið til stjórnarinnar óskir um hækkun kaups þeirra, enda hefur nú kaup daglauna- manna hækkað um einn áttunda frá því er áður var. Sanngjarnt þótti að verða við óskum þessum. Samþ. að árskaup allra fastra starfsmanna fjel. frá 1. júlí þ. á. til 30. júní n. á. sje hækkað þannig: ............. þó með þeim fyrirvara að vörur fjelagsins striðsins vegna, komist óhindrað á markað erlendis. 23. Fyrir tillögu forstjóra var því hreyft, að heppilegra mundi að dýra- læknir stimplaði útflutningskjöt fje- lagsins í Borgarnesi. Með meiri hluta atkv. skaut fundurinn því máli frá sjer. 24. 1000 kr. hluttaka á ný í Eim- skipafjel. ísl. samþ. í e. hl. 25. Kosnir í lagaendurskoðunar- nefnd (sbr. 17. mál o. fl.): B. B., V. G. og P. Þ. 26. Ákveðið að forstöðum. slátrun- ar í Borgarnesi sjái um, að fram- kvæmd verði slátrun á fje þar fyrir fjelagsmenn eftir þörfum1, eftir að aðalslátrun er lokið á haustin. 27. Kosningar. form., varaform., frkv.nefnd, endurskoðari, gerðar- dómamenn — allir endurkosnir. 28. Rekstursfje til haustsins (við- búnaður). Fjármark mitt er: Andfjaðrað aftan hægra, fjöður aftan vinstra og biti framan. ILLUGI G. PÓSTUR. Hvítsstöðum. Álftaneshrepp. Mýrasýslu. FUNDIST HEFUR peningabudda á Skeiðaveginum. Rjettur eigandi vitji hennar til Jóh. Jónssonar, Klöft- um, og borgi auglýsingu þessa. Hjer með er skorað á erfingja sjó- mannsins John Eisenberg, sem druknaði 17. jan. þ. á. af ensku gufu- skipi Penarth frá Cardiff, og talinn er hafa verið frá Reykjavik, að segja undirrituðum skiftaráðanda til sín. Sjómaður þessi er talinn hafa verið 37 ára að aldri. Skiftaráðandinn í ReRykjavík, 29. júní 1915. Jón Magnússon. Nokkrar húseignir, a góðum stöðum í bænum fást keypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kL 3—6 síðdegis. Vátryggið fyrir eldsvoða í GENERAL. Stofnsett 1885. Varnarþing í Reykjavík. SIG. THORODDSEN. Sími 227. Umboðsm. óskast á Akranesi, Kefla- vík, Vík, Stykkishólmi, ölafsvík. í veikindum mínum og erfiðum heimil- isástæðum, á síðastl. hausti, urðu margir góðir menn til að rjetta mjer hjálparhönd. Yrði það oflangt mál að tilgreina nöfn allra þeirra, sem mjer hjálpuðu bæði með gjöfum og á annan hátt. Vil jeg þó sjerstaklega nefna hjeraðs- ltckni minn Guðmund Guðfinnsson, sem með stakri alúð og nákvæmni stundaði mig í veikindunum, og gerðist svo einn af forgöngumönnum fyrir samskotum handa mjer ásamt þeim hreppstj. Einari Einarssyni, Vestri-Garðsauka, og hrepps- nefndaroddvita Bergsteini Ólafssyni, Ár- gilsstöðum. Samskot þessi urðu svo rífleg og almenn hjer, meðal sveitunga minna, að jeg gat ekki við slíku búist. Og síðast og ekki síst vil jeg tilnefna prestana þá prófast Skúla Skúlason, Odda og sjera Eggert Pálsson Breiðabólstað, sem báðir rjettu mjer örláta hjálparhönd með gjöfum. Fyrir allar þessar gjafir og hluttekningu votta jeg gefendunum mitt innilegasta hjartans þakklæti og bið góð- an guð að launa hverjum og einum eft- ir því, sem hann sjer þeim best henta. Langagerði i Hvolshreppi 10. júní 1915. Gísli Gunnarsson. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður. LAUFÁSVEG 22. venjul. heima kl. 11—12 og 4—7. EIRÍKUR EINARSSON. yfirdómslögmaður, Laugaveg 18 A, (uppi). Talsími 433. Venjul. heima kl. 12—1 og 4—5 e. h. Klæðaverksmiðjan Álafoss kembir, spinnur, tvinnar, þæfir, ló- sker, pressar, litar, gagneimir (af- dampar) og býr til falleg tau. Vinnulaun lægri en hjá öðrum klæða- verksmiðjum hjer á landi. „Álafoss“-afgreiðslan: Laugaveg 34. Rvík sími 404. Bogi D. ]. DdrOarson. Prentsmiðjan Rún. 202 203 listann, heldur skrifaði undir hin daglegu skjöl mín og sendi þau inn á skrifstofu flotaforingjans, eins og ekkert hefði í skorist. Eftir 6 vikur gat jeg skjökt dálítið um og Circe var loks sögð tilbúin. Mjer var boðið að leggja af stað, hvenær sem byr leyfði, til þess að hitta herskipaflotann í Texel og Norðursjónum. Jeg hafði flutt mig á skip út og beið í tvo daga, meðan hann var þálhvass á austan. Þá mintist jeg þess, að jeg hafði lofað að skrifa herra Warden, og þegar jeg hafði læst öllum skjölum mínum: til lávarðar Verselý, hefð- armeynnar Delmar, með afsökun, að hafa ekki getað kvatt hana, áður en jeg færi, til móður minnar, móðursystur minnar, hús- frú Bridgeman, ásetti jeg mjer að skrifa honum rækilega, áður en jeg sigldi. Þetta gerði jeg einnig og lýsti fyrir honum öll- um atvikum við hólmgönguna, breytni Delmars ofursta og grunsemd minni til hans; jafnframt kvaðst jeg ekki vita, hvers vegna hann leitaðist við að skaða mig. Þetta brjef endaði jeg seint um kvöldið og sigldi af stað morguninn eftir, þar eð vind- ur hafði breytt sjer. Þegar jeg var enn þá einu sinni kominn út á sjóinn, hugsaði jeg ekki um annað, en stöðu mína. Vjer hittum brátt flota- deildina í Norðursjónum, og daginn eftir skildi Circe halda upp að landi, ásamt Dryad; áttum vjer að hafa augastað á fall- byssubátum þeim, er höfðu safnast saman á hinum ýmsu ám og víkum. Vjer áttum að sökkva þeim, brenna þá og eyðileggja, eftir megni; það var karlmannlegt verk, en hættulegt, þar eð óvinirnir stóðu miklu betur að vígi, innan um sandrif og grynn- ingar, og naumast leið svo nokkur dag- ur, að við ættum ekki í orustu við bátana og skotvígin. En veður var fagurt, því veturinn hafði sest snemma að, en var nú liðinn, og tvo mánuði vorum vjer að þessu þófi og lið mitt æfðist vel á því tímabili. Einn morgun var sagt, að frá siglutopp- inum sæist til herskútu frá flotanum, og hugsuðum vjer, að vjer bráðum mundum fá brjef frá Englandi, en þá gaf Dryad bendingu um, að 6 bátar sæust meðfram landi. Báðar fregáturnar undu upp öll segl, til þess að elta þá, en herskútan var látin eiga sig á eftir oss. Sjófræðingar vorir voru vel kunnir öllum grynningum á ströndinni, og þræddum vjer gegnum þær að óvinunum. Vjer vorum komnir í skotmál og höfðum skotist á við skotvígin, en bátarnir sluppu inn í litla vík, og gátum vjer þá ekkert framar gert. Dryad gaf bendingu um að halda út. Það var timi til þess, því að eigi voru nema 4 stundir til rökkurs, en vjer flæktir innan um sandrifa-grynningar. Vindurinn hafði verið snarpur, en tók nú að hvessa og voru allar horfur á stór- viðri. Vjer sigldum svo hratt út, sem vjer gátum, og klukkan 9 um kvöldið vorum vjer lausir við sandrifin og komnir á rúm- sjó, en stórviðrið hafði brostið svo sviplega á, að vjer gátum ekki haft uppi nema lít- il toppsegl. Sandrifin voru á hljeborða og því var nauðsynlegt, að vjer kæmumst sem lengst út, enda sigldum vjer með svo mikl- um seglum sem auðið var, alla nóttina, en að síðustu rauk svo, að vjer gátum ekki haft uppi nema samandregið fram- og aft- ursegl; aldan var geysimikil, og sáum vjer að vjer vorum staddir í mestu hættu. Þegar dagur rann upp, varð oss fyrst fyrir, að gæta að því, hvernig Dryad væri stödd, en lengi sáum vjer ekkert til henn- ar. Þegar ofurlítið ljetti til, sáum vjer hvar hún reis upp úr hinu þykka þokulofti á hljeborða við oss, líkari vofu en verki dauðlegra handa; það var dökkgrá þústa á bjartari, gráum grunni. Toppsiglurnar voru brotnar; hún hjó og reis á öldunum, en henni virtist ekkert miða áfram, þó hún væri með fram- og afturseglum. „Þarna er hún, herra,“ sagði herra Wil- son, „og haldist stormurinn við, er útsjeð um hana.“ — „Haldist stormurinn, herra Wilson,“ sagði jeg í lágum hljóðum, „grun- ar mig, að þjer einnig megið syngja sálu- messu vora, en vjer verðum að treysta guði og vorri eigin viðleitni; komið með grunn- sökkustrenginn, herra Iiawkins.“ — „Svo skal gert,“ svaraði varðoffíserinn; „á að gefa langt út, herra?“ — „Fjöritiu faðma.“ Menn röðuðu sjer meðfram borðstokkn- um á hljeborða og röktu úr grunnsökku- strengnum aftan af skipinu og að akkeris- stokknum framan í; þar var sakkan höfð, og er strengurinn var til taks, var skipinu snúið upp í vindinn, til þess að taka af því mesta skriðið, en sökkunni var fleygt út, og um leið og hún sökk, gaf hver af öðr- um strenginn út, eftir því sem hann flaug aftur eftir, en er kom að sjófræðingnum, er var síðastur, varð hann að draga inn slakann strenginn, í stað þess að finna 40 faðma dýpi, eins og hann hugði, þangað til sakkan var komin aftur fyrir skipið, svo eigi varð neitt reglulegt dýptarmál. En svo mikið var víst, að vjer vorum miklu grynnra, en vjer hugðum. Sjófræð- ingurinn var mjög órór og bað heræfinga- kennarann að fara inn í akkerisstokkinn og leitast við að mæla dýpið með hand- sökkunni, meðan hinir voru að draga inn djúpmálsstrenginn. Bob Kross varð fyrri til, en heræfingakennarinn; hann stökk inn í akkerisstokkinn, greiddi strenginn, og er hann hafði sveiflað sökkunni tvisvar eða þrisvar, slepti hann henni út. Það er ekki hægt að lýsa angist minni, sjófræðingsins og offíseranna, er vjer horfðum á streng- inn, þegar sakkan var að sökkva. Þegar strengurinn var kominn 16 faðma út, kendi sakkan grunns. Kross dró að sjer slakan strenginn og reyndist þá dýpið 14J/2 faðm- ur.—„Herra Hillyer," sagði jeg, „gerið svo vel að koma ofan í káetu.“ Sjófræðingur- inn fór þegar með mjer; uppdrátturinn lá á borðinu í framkáetunni. „Oss hefur hlotið að bera óttalega und- an, herra.“ — „Já,“ svaraði jeg, „en straumurinn er svo ógurlegur í stórviðri og svo óstöðugur á jiessu svæði, að mig undrar jiað ekki. Vjer hljótum að hafa bor- ist fyrir suðaustan straumi og líklega er- um vjer á þessum stöðvum,“ mælti jeg enn fremur og setti sirkiloddinn á staðinn. „Það virðist naumast mögulegt, herra,“ svaraði sjófræðingurinn, „en þó er jeg hræddur um, að svo sje, og sje svo,“ mælti hann enn fremur og andvarpaði þunglega, „er jeg hræddur um, að vjer sjeum farnir, nema fyrir einhverja sjerlega mildi.“ — „Jeg er á yðar skoðun, herra Hillyer, en þjer skulið ekki tala neitt um það; storm- inum kann að slota, vindstaðan að breyt- ast, og fari svo, kunnum vjer að frelsast. Að minsta kosti kemur það að engu haldi að segja ill tiðindi of fljótt, og þess vegna vil jeg biðja yður að tala ekkert um þetta efni; fáar stundir ráða kjörum vorum.“ — „En Dryad er góðar 4 mílur á hljeborða við oss og dýptin minkar hjer svo fljótt, að hún hlýtur eftir klukkustund að rekast á land með þeim seglum, er hún hefur.“ -— „Hún hefur vissulega ekkert undanfæri," svaraði jeg, en jeg vona einungis, að það verði svo Jiyknmikið, að vjer sjáum liana ekki.“ — „Enginn einasti kemst af, herra,“ svaraði sjófræðingurinn með hryllingi. — „Mjer er nær að ætla það sje óhugsandi, herra Hillyen, en vjer eigum eitt sinn allir að deyja, og fari þeir fyrst, en vjer á eft- ir, j)á látum oss að minsta kosti gera skyldu vora, þangað til tíminn kemur, en örvænta eigi. Svo lengi sem vjer lifum, lif- ir vonin; við skulum nú fara upp á þiljur og bera okkur svo vel sem vjer getum.“ 39. kapítuli. Jeg fór upp á þiljur og sjófræðingurinn á eftir mjer; „loftjiyngdarmælirinn er að stíga,“ sagði jeg hátt við 1. lautinantinn,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.