Lögrétta

Issue

Lögrétta - 14.07.1915, Page 1

Lögrétta - 14.07.1915, Page 1
Nr. 32 Reykjavík, 14. júlí 1915. Þessi mynd sýnir Englendinga á vesturherstöðvunum, sem verjast inni í húsi, sem að er sótt af Þjóðverj- um. Þeir nota húsgögn og sængurföt til þess að skýla sjer og skjóta meðan vært er inni og skotfærin endast. islenskar konur faona sirnilarjettiunum. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Búkauerslun SiQtíisar Eymundssonar. Larus Fjeldsted, Yfirrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. fioDskapur konunas til iinois. Þegar ráðherra setti þingi#, las hann upp fyrir þvi svohljóðandi á- varp frá konungi: „Christian hinn tíundi o. s. frv. Vora konunglegu kveðju! Samkvæmt þegnlegum tillögum ráðherra íslands höfum Vjer i dag staðfest stjórnarskipunarlög fslands. Með tveim konungsúrskurðum höf- um Vjer jafnframt ákveðið, að ís- lensk lög og mikilvægar stjórnarráð- stafanir skuli framvegis eins og hing- að til bera upp fyrir Oss í ríkisráð- inu, og auk þess ákveðið gerð hins sjerstaka íslenska fána, sem með kon- ungsúrskurði 22. nóvbr. 1913 var fög- giltur hvervetna á íslandi og á is- lenskum skipum í landhelgi íslands, þó að þvi viðbættu, að það væri vilji Vor, að rjettur manna til að draga upp dannebrogsfánann eins og að undanförnu sje óskertur og að á húsi eða lóð stjórnarráðs íslands sje jafn- framt dreginn upp hinn klofni danne- brogsfáni á ekki óveglegri stað nje rýrari að stærð. Það er von Vor, að þjer, Vorir kæru og trúu þegnar á íslandi, sjá- ið á þessu, að það er vilji Vor, að verða við óskum yðar um framgang þeirra mála, er þjer hafið lagt svo ríka áherslu á, og hafa í því efni ráð- ið hjá oss heitustu óskir Vorar um að tryggja góða sambúð milli íslands og Danmerkur. Um leið og Vjer þá sendum öllum íslendingum Vora konunglegu kveðju og þar með heitustu óskir Vorar um heillaríka framtíg. fslands, viljum Vjer láta þá vonVora i ljósi, að staðfesting hinna nýju stjórnarskip- unarlaga verði grundvöllurinn undir friðsamlegu og heillaríku starfi til eflingar hinum andlegu og efnalegu kröftum í landinu. Ritað á Amalíuborg, 19. júní 1915. Undir vorri konunglegu hendi og innsigli. Christian R.“ „Goðafoss" kooiion. f gærdag kl. 5 kom „Goðafoss" hingað inn á höfnina í fyrsta sinn. Hann kom norðan um land og hafði komist þar inn á allar hafnir, sem honum var ætlað að koma á, þrátt fyrir ísinn, en tafist hafði skipið nokkuð í ferðinni hans vegna. Eink- um kom það sjer vel fyrir sveitirnar kring um Húnaflóa, að „Goðafoss" skyldi komast með vörur inn á hafn- irnar þar, því vöruskortur var þar fyrirsjáanlegur, ef ekki hefði orðið bætt úr því nú, en til þessara hafna mun „Goðafoss“ hafa haft mikið af vörum. Þegar hingað kom, var lítið í honum. Stjórn Eimskipafjel. íslands hafði fengið Botnvörpuskipið „Rán“ til þess að fara á móti „Goðafossi" hjer út í flóann og bauð mörgum, þing- mönnum, blaðamönnum o. fl., að vera þar með. Var „Rán“ skreytt flögg- um og heilsaði „Goðafossi“ mitt á milli Akraness og Rvíkur og fylgdi honum síðan inn fyrir Engey, en þar gengu farþegarnir á „Rán“ yfir í „Goðafoss". Hann er fallegt skip, likur „Gull- fossi“ að allri útgerð. Skipstjóri er Július Júliníusson, sá er áður var skipstjóri á „Austra“, og með „Goða- fossi“ var nú framkvæmdarstjóri Eimskipafjelags Islands, E. Nielsen. Margir farþegar voru með skipinu að norðan: Matth. Jochumsson skáld, Magnús Kristjánsson alþm., Karl Nikulásson verslunarstj., Ragnar Ó- lafsson kaupm., E. Stefánsson símrit- ari, allir frá Akureyri, Árni Riis kaupmaður frá Borðeyri, Þorsteinn Hjálmarsson frá Hvammstanga, M. Jónsson sýslum. frá Hafnarfirði, Guðm. Kamban rithöfundur o. m. fl. Þegar inn á höfnina kom, söfnuð- ust menn um stund saman í veitinga- sal skipsis og voru þar mörg minni drukkin. Form. Eimskipafjel., Sveinn Björnsson, las upp kvæði til „Goða- foss“ eftir H. S. Blöndal, og vísu Jóns Ólafssonar, sem hjer er í blaðinu, en forseti samein. þings bauð skipið vel- komið i nafni alþingis. HjOrtur Thordarson, ísl. hugvitsmaðurinn í Chicago. I Lögb. frá 3. júní er grein um hann og segir þar m. a.: Hjörtur lifir i stórhýsi mikílu í þeim hluta borgarinnar, sem efna- mennirnir búa í. En þó að hann búi í stóru og fögru húsi og sje að öðru leyti efalaust vel efnum búinn, þá er þó langt frá því, að hann berist mikið á; enda sjálfsagt alt of mik- ii! starfsmaður til þess að eyða tíma sinum við hjegóma tildur og heimsku glys samkvæmislífsins. En hann er samt sem áður mynd- armaður hinn mesti og híbýlaprúður mjög. Gestrisinn er hann og góður heim að sækja, viðræðinn og skemti- legur í tali. Það, sem fyrst vekur eftirtekt komumanns á heimili hans, er hið afarstóra og vandaða bókasafn hans. Vænt mun honum þykja um íslenska bókasafnið, enda hefur hann búið það í skrautlegan búning. Allar þess- ar bækur, og þær eru margar, send- ir hann til Englands til þess að bind- ast í hið allra vandaðasta skraut- band. Annað safn á hann af bókum á ensku um ísland; mun það geyma flest, sem ritað hefur verið á þessu máli um land vort og þjóð. Auk þess hefur hann • afardýrt og auðugt safn af ýmsum bókum og tímaritum um náttúrufræðisleg efni, einkum grasa- og dýrafræði; er hann vel fróður i þeim efnum og gaman að eiga viðræður við hann um þau. Sum- ar af þessum bókum eru afarsjald- gæfar 0g margar þeirra fleiri hundr- uð dollara virði.“ Höf. greínarinnar segir, að Hjört- ur Thordarson hafi margar vjelar og uppfyndingar á sýningunni miklu í San Francisko, og gerir ráð fyrir, að minnast á þær siðar. Daginn, sem Alþingi kom saman, 7. þ. m., hjeldu konur hjer í bænum almennan kvennafund. Þær komu saman í Barnaskólagarðinum kl. nál. 5 og gengu þaðan i skrúðgöngu, með hornaflokki og ísl. flöggum í farar^ broddi, niður á Austurvöll og skip- uðtt þar liði, en fremstar í skrúð- göngunni gengu stúlkur á barnsaldri, ljósklæddar og allar með smáflögg í höndum. Inngangurinn til Austurvall- ar, móti þinghúsdyrunum, var skreyttur flöggum og veifum, og fratnan við Thorvaldsenslíkneskið var reistur ræðustóll. Þegar inn á Austurvöll var komið, en það var um kl. 6, gengu 5 konur þaðan, er valdar höfðu verið í forstöðunefnd hátíða- haldsins, inn í þinghúsið, og voru þingmenn þá komnir þar saman, i fundarsal neðri deildar. Þessar 5 kon- ur voru í forstöðunefndinni: frúrn- ar Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, Elín Stephensen, Kristín Jakobsson og Þórunn Jónassen, og frk. Ingibjörg H. Bjarnason skólaforstóðukona. Forseti samein. þings, sjera Kristinn Daníelsson, bauð sendinefndina vel- komna, en frk. I. H. B. hafði orð fyrir nefndinni, las upp ávarp til þingsins frá kvennafundinum og af- henti það forseta skrautritað og bundið inn í fallega kápu. Forseti og ráðherra hjeldu síðan stuttar ræður, þökkuðu ávarpið og heimsóknina og óskuðu konunum til hamingju með hin nýfengnu rjettindi. Síðan hróp- uðu þingmenn fjórfalt húrra fyrir kvenfólkinu. Að þessu loknu var af kvennasöng- flokki á Austurvelli sungið kvæði eft- ir Guðmund Magnússon, sem prentað er hjer í blaðinu. En síðan stje frk. í. H. B. í ræðustólinn og las upp á- varp, sem kvennafundurinn hafði sent konungshjónunum í simskeyti, og svo ávarpið, sem Alþingi hafði verið fíutt. Þar næst flutti frú Bríet itar- lega ræðu um sögu kvenrjettinda- ntálsins hjer á landi, og var svo sung- ið kvæði eftir frk. Maríu Jóhanns- dóttur, sem prentað er hjer í blaðinu. Að lokum talaði frk. í. H. B. og skýrði frá því, að kvenfólkið hefði fyrst og fremst sett það mál á stefnu- skrá sína, að koma hjer upp lands- spitala. Endaði svo ræðu sína með því, að ntæla fyrir minni íslands. Var svo sungið af kvennasöngflokknum „Eldgamla ísafold". Þessi fagnaðarsamkoma kvenfólks- ins fór að öllu leyti mjög vel fram. Síðan var veislusamkoma í Iðnaðar- mannahúsinu, er margt af kvenfólk- inu tók þátt í, og stóð hún fram á nótt. Ávarpið til konungs og drotningar. „Vjer íslenskar konur, samankomn- ar á fundi i Reykjavík samtímis og Alþingi íslands kemur saman fyrsta sinni eftir að hin nýja stjórnarskrá vor hefur öðlast staðfestingu yðar hátignar, sendum yðar hátign og drotningunni allra þegnsamlegasta kveðju og vottum yðar hátign þakk- læti og gleði margra þúsunda is- lenskra kvenna yfir þeim fullu póli- tisku rjettindum, sem stjórnarskráin veitir oss, sem vjer vonum og óskum a? megi verða til heilla fyrir fóstur- jörð vora. Fyrir hönd kvennafundarins í Rvík 7. júlí 1915. Bríet Ásmundsson. Ingibjörg H. Bjarnason. Kristín V. Jakobsson. Þórunn Jónassen. Elín Stephensen.“ 8. júlí kom svohljóðandi símskeyti frá konunginum til forstöðunefndar kvennafundarins: „Dronningen og jeg bringer isr landske Kvinder vor hjerteliga Tak og Genhilsen. Christian R.“ Ávarp kvenna til Alþingis. „Á þessum mikilvægu timamótum, þegar hið háa alþingi kemur saman í fyrsta sinni eftir að islenskar konur hafa með nýjum stjórnarskrárbreyt- ingum öðlast full stjórnmálaleg rjett- indi, þá hafa konur Reykjavíkurbæj- ar óskað að votta hinu háa Alþingi og hæstvirtum ráðherra vorum gleði vora og þakklæti fyrir þau mikils- verðu rjettindi, sem stjórnarskráin veitir íslenskum konum. Vjer könn- umst fyllilega við það frjálslyndi og rjettlæti, sem hið háa Alþingi hefur sýnt i mörgum og mikilsverðum rjettarbótum nú á síðari árum, ís- lenskum konum til handa, sem jafn- an hafa verið samþyktar af miklum meirihluta allra hinna politísku flokka þingsins. Vér vitum vel, að auknum rjettind- um fylgja auknar skyldur. En vjer tökum móti hvorutveggja með gleði. Vjer vitum og skiljum að kosninga- rjettur til alþingis og kjörgengi, er lykillinn að löggjafarvaldi landsins, sem á að fjalla um hagsmuni allrár þjóðarinnar, jafnt karla sem kvenna. Vjer vitum vel, að auknum rjettind- stóra heimilið vor allra, þarfnist starfskrafta allra sinna barna, jafnt kvenna sem karla, eins og einkaheim- ilin þarfnast starfskrafta alls heim- ilisfólksins, og vjer trúum því, að vjer eigum skyldum að gegna og störf að rækja i löggjöf lands og þjóðar, eins og á einkaheimilum. X. árg. Vjer vonum einlæglega að hin nýja samvinna vor með bræðrum vorum á komandi tímum í landsmál- um verði þjóðinni til heilla.“ Ræða frú Bríetar Bjarnhjeðinsdóttur. Háttvirta samkoma! Mjer hefur hlotnast sú sæmd að mega ávarpa yður hjer á þessum mik- ilvægu tímamótum okkar islensku kvennanna. Og fegin hefði jeg viljað vera þvi vaxin, að geta látið endur- minningar, óskir og vonir okkar allra bergmála svo í orðum mínum, að þau snertu allar ykkar instu og bestu tilfinningar: að þau vektu heilar fylkingar af björtum hugsjónum og góðum framtiðarvonum, um leið og þjer mintust liðna tímans með öllu hans striti og stríði, gleði og sorg- um. En einmitt af þvi að mjer finst að framtíðin brosi svo sólbjört fram- undan okkur, þá er það einni ástæð- unni fleira til að staldra við og líta til baka til liðna tímans, til þess að athuga, hvernig hann hefur skilið við okkur og hvað við höfum honum að þakka. Nitjánda öldin mun lengi verða i minnum höfð fyrir sínar stórstígu framfarir í öllum efnum. Konurnar, sem hvarvetna í heiminum hafa átt erfiðara hlutskifti að sæta en karl- mennirnir, hafa á henni risið upp til jiýrrar menningar og nýrra starfa. Jafnvel hingað hefur ómurinn af framfaragný stórþjóðanna borist, og hinar háværu jafnrjettiskröfur systra vorra úti í heiminum hafa vakið hjer bergmál, þótt veikt sje, og borið á- vöxt í meiri menningu, meira jafn- rjetti og betri kjörum að öllu leyti fyrir oss, heldur en vjer áttum áður að fagna. Það yrði of langt mál að fara hjer að telja upp allar þær umbætur á kiörum vorum, sem urðu á nítjándu öldinni, og það þvi fremur, sem vjer getum ekki þakkað oss sjálfum fyr- ir þær. íslendingar hafa yfirleitt fremur verið á undan en eftir öðrum þjóðum með að veita konum sínum ýmsar frjálslegar rjettarbætur. Þann- ig voru erfðalögin, sem veittu systr- unum jafnan arf og bræðrum, samþ. hjer 7 árum áður en þau komust á í Danmörku. Og eftir að alþingi varð löggefandi, tók það óðum að bæta hagi vora með ýmsum frjálslegum lögum. Þannig voru samþykt á al- þingi 1881 lög um kosningarrjett allra sjálfstæðra kvenna til sýslu- nefnda, bæjarstjórna, hreppsnefnda og safnaðarnefnda með sömu skilyrð- um og karlmanna, og 1886 var kon- um veitt leyfi til að taka próf frá 4. bekk latínuskólans og stúdentspróf, en hvorki máttu þær sitja í tímunum í skólanum, nje gátu fengið nokkurn r.ámsstyrk við hann. Sömuleiðis máttu þær hlýða á fyrirlestra við læknaskólann og taka jafnvel próf þaðan, en án þess að geta fengið að- gang að embættum á eftir. Nokkurs- konar nám máttu þær og stunda á prestaskólanum, en engin fullnaðar- próf taka þaðan. í engum af þessum umbótum áttum vjer konur nokkurn þátt svo að kunnugt sje; það var að eins löggjafarvaldið, sem af „frjálsu fullveldi“, óbeðið af oss, veitti oss þessar umbætur. Árið 1891 fluttu þeir Skúli Thor- oddsen og sr. Ól. Ólafsson ýms góð og gagnleg lagafrumvörp á alþingi, t. d. um kjörgengi sjálfstæðra kvenna í öllum þeim málum, sem þær höfðu áður kosningarrjett til, og um mynd- ugleika giftra kvenna, sömuleiðis flutti sjera Ól. Ólafsson frumvarp um rjett kvenna til að njóta sama náms- styrks og aðgangs að mentastofnun- um landsins og karlmenn hefðu, þótt ekki næði það þá fram að ganga. Oss konum hefur oft verið brugð- ið um, að við höfum ekkert gert sjálf- ar til þess að fá aukin rjettindi vor. Og það er satt, að lengi fram eftir var það svo. Hvern skyldi líka furða á þvi að í landi, sem hvorki hefur nokkrar mentastofnanir handa kon- um sínum, nje aðrar atvinnugreinar

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.