Lögrétta - 14.07.1915, Qupperneq 3
LÖGRJETTA
Sæll, Godafoss!
Hólpin er gnoðin bæði; í ís og eldi,
ef hún í voðann giftu’ í skútnum ber.
Siglirðu, Goðafoss, í vorsins veldi,
verður ei boðum sigurgjarnt á þjer.
Þjóðdáðin snjalla, íslendinga orkan,
áfram upp hallann! Skin á tindum er.
Áfram, svo mjallhvít, helköld hafísstorkan
hopi að kalla’ og gljúpni fyrir þjer.
þversum-mannanna innan Sjálfst.-
fl„ segir Isaf., að 8 voru henni fylgj-
andi, en 6 hafa þá verið á móti. Út
af þessu klofnaSi Sjálfst.fl. sí'ðastl.
föstudagskvöld, 9. þ. m., og sögSu
þeir ráðherra og Sv. Björnsson sig
þá úr honum, og líklega einnig sjera
Sig. Gunnarsson, og ef til vill fleiri,
þó ekki sje Lögr. fullkunnugt um
það. AS minsta kosti er þaö víst, að
þeir sjera Sig. Gunnarsson og sjera
Björn Þorláksson gengu báðir móti
Sjálfst.fl. í kosningum daginn eftir.
Um bændaflokkinn er það að segja,
aö hann hefur til þessa komiö fram i
neöri deild sem sjerstakur flokkur
viö nefndakosningar, en sagt er, aö
hann sje nú aö gliSna í sundur og
muni helst detta úr sögunni. Mun þá
óvíst um suma af þeim, sem þar eru,
hvar þeir skipa sjer.
En ruglingur sá, sem enn er á öllu
þessu, og óvissan, sem yfir þvi hvíl-
ir, hlýtur aS lama mjög starfsemi
þingsins. Væntanlega raknar fram úr
þessu áður langt um líður. En veröi
þaö ekki, þá er útlit fyrir, að þetta
verði magurt þing.
Stjórnarfrumvörp.
Eins og þegar hefur veriö getiö
um hjer i blaöinu, lagði stjórnin 22
frv. fyrir þingið. Þingiö hefur skip-
að þessar nefndir í þeim:
Fjárlög og fjáraukalög 1914—15':
Bj. Kr., Egg. Pálsson, P. Jónsson,
Sig. Sig., Sk. Th., Sv. Bj. og Þór.
Ben.
Samþ. landsreikninganna og fjár-
aukalög 1912—1913: Hj. Sn., M. Kr.
og Stef. Stef.
Gullforði íslandsbanka og seöla-
aukning íslandsbanka og breyting á
Landsbankalögum : Bj. Kr., H.Hafst.,
Hj. Sn., Jón á Hvanná, Jón Magn.,
Sig. Gunn. og Þorl. Jónsson.
Tolllög: Bj. Hallsson, Bj. Kr., Ein.
J., Matth. Ól. og Sig. Gunn.
Verðlag á víxlum: Ben. Sv., Jóh.
Eyj., Matth. Ól., Sv. Bj. og Þorl. J.
Ráðherrafjölgun: H. Hafstein, Sig.
Egg., Sig. Gunn., Stef. Stef og Sk.Th.
Stækkun kirkjugarðsins í Reykja-
vik: Guðm. H., Hj. Sn., Jón Magn.,
Matth. Ól. og Þór. Ben.
Sparisjóðir: Bj. Hall., G. Egg.,
Guöm. H., Matth. Ól., Stef. Stef.
Breyting á stýrimannaskólalögum,
stofnun vjelstjóraskóla, atvinnu viö
siglingar og atvinna við vjelgæslu:
Eir. Br., Hák. Kr., Karl Ein., Karl
Finnb. og Kr. Dan.
Ógilding viðskiftabrjefa: Bj. Þorl.,
Guðm. Ól. og Karl Ein.
Útflutningsbann á vistum frá Eng-
landi: Jós. Bj., Magn. Pjet., Stgr. J;
Mat á lóðum og löndum í Reykja-
vík: Eir. Br., Guðm. Bj. og Karl Ein.
Rafveita: Guðm. Bj., Karl Ein.,
Magn. Pjet.
Ullarmat: Bj. Þorl., Guðm. Ól.,
Jós. Bj.
Breyting á bæjarstjórnarlögum
ísafjarðar: Kr. Dan., Sig. St., Stgr.J.
Þingsályktunartillögur
1. Um skipun sjávarútvegsnefndar
(n. d.).
2. Um að skipa nefnd í fjárlögin
(e. d.).
3. Um að skipa nefnd til að ihuga
og gera tillögur um dýrtíðarráðstaf-
anir o. fl. (n. d.).
4. Um skipun landbúnaðarnefndar
(n. d.).
5. —6. Um skipup nefndar til að
ihuga og koma fram með tillögur ttm
strandferðir (í báðum deildum).
7-—8. Um skipun nefndar til að í-
huga og koma fram með tillögur um
lög um þingsköp handa alþingi (í
báðurn deildum).
Starfsmenn Alþingis
eru nú þessir:
Skrifstofustjóri; Einar Þorkelsson.
Skrifarar á skrifstofu: Einar Hjör-
leifsson stud. med., Pjetur Magnús-
son cand. jur. og Helgi Salómonsson
kennari.
Skrifarar í efri deild: Árni Pálsson
bókavörður, Pjetur Zophoniasson,
Jón Ásbjörnsson, Friðrik Jónasson,
Ragnar Hjörleifsson og Páll Jónsson.
Skrifarar i neðri deild: Vilmund-
ur Jónsson stud. med., Pjetur Lárus-
son organisti, Páll E. Ólafsson, Eirik-
ur Albertsson, Andrjes Björnsson,
Skúli Thoroddsen, Tryggvi Hjör-
leifsson og Baldur Sveinsson.
Gæslumaður í lestrarsal: Kristinn
H. Ármannsson stud.
Pallaverðir: Magnús Gunnarsson
og Kristján Helgason.
Stríðið.
Khöfn 10. júlí: „Þjóðverjar hafa
hrundið árásum bandamanna og sótt
fram við Souchez, en bandamenn hafa
hrundið Þjóðverjum frá 631. hæð-
inni, nálægt Ban Sapt.
Austurríkismenn hafa eyðilagt
ítalskt herskip og hrundið árásum
Itala á suðurvígstöðvunum.
Við Dardanellasund og á austur-
herstöðvunum er alt óbreytt."
6. þ. m. var símað frá Khöfn, að
Þjóðverjar hefðu náð fram um 1500
metra hjá Croix des Carmes og tek-
ið þar fanga, og má einnig sjá það
á skeytum ensku stjórnarinnar, að
viðureignin þar hafi verið hörð.
Það er sagt, að Þjóðverjar muni nú
hafa aukið her sinn allmikið á vest-
urherstöðvunum og við búið, að við-
ureignin verði þar snarpari hjer eft-
ir en að undanförnu.
í skeytum ensku stjórnarinnar frá
12. þ. m. er sagt, að nú sje þýska
herskipið „Königsberg“ eyðilagt, en
það hefur frá þvi i haust, sem leið,
hafst við uppi í Refugi-fljótinu í
Austur-Afriku, en tveir vígbátar voru
nú sendir þangað til þess að vinna á
því, og segja þeir, sem þá ferð fóru,
skipið algerlega ónýtt, eftir tvær á-
rásir, sem gerðar voru 4. og II. þ. m.
f Rússlandi er sagt, að til standi
ráðaneytisbreyting, og hefur keisar-
inn kvatt þingið saman í ágústmán.
Skortur á skotfærum og hergögnum
kvað nú mjög kreppa að Rússum.
í Balkanlöndunum, sem hlutlaus
hafa verið, er alt kyrt enn, enda þótt
flokkur Venizelos’s hafi sigrað við
kosningar i Grykklandi. Konstantín
konungur liggur enn sjúkur.
Frjettir.
Söngfjelagið „17. júní“ gaf mönn-
um kost á að heyra til sin laugard. 10.
og sunnud. 11. þ. m. kl. 9 um kvöld-
ið í Báruhúsinu.
Voru samsöngvar þessir vel sóttir,
eins og við var að búast, nálega hús-
fyllir bæði kvöldin, og munu flestir
hafa farið mæta vel ánægðir heim
að kvöldi, ef dæma má eftir hinu
mikla lófaklappi, sem söngmönnunum
var látið í tje.
Söngskráin var sjerlega vel valin,
og söngnum stýrt með list af Sigfúsi
Einarssyni organleikara. Fóru sam-
söngvar þessir yfirleitt hið besta
fram, enda eru söngkraftar góðir;
hafa margir þeirra fjelaga mjög góða
rödd og sumir afbragðsfagra og full-
komna. Einkum fanst mjer mikið
varið í að heyra „Söngfuglana“ eftir
O. Lindblad og „Matrosen Chor“ eft-
ir R. Wagner og svo hin hugnæmu
lög eftir H. Kjerulf: „Er um nótt“
og „Serenade ved Strandbredden“
sem hljómuðu aðdáanlega. í sumum
lögunum voru bæði flokkssöngvar og
einsöngvar. Þeir Einar Indriðason og
Pjetur Halldorsson sungu einsöngv-
ana, og er rödd Pjeturs bæði aðdáan-
lega fögur og hljómmikil og henni
beitt snildarlega. Undirspil í „Matro-
sen Chor“ ljek Eggert Guðmunds-
son á flygel, og i síðasta laginu,
,;Völuspá“, Ijeku þau frú Valborg
Einarsson og Eggert fjórhent, og
tókst það afbragðs vel.
Mikið fagnaðarefni má það vera
Beykjavíkurbúum að eiga svona góð-
an söngflokk og geta annað slagið
átt kost á að heyra hina ágætu sam-
söngva hans.
Aðkomandi.
Nýja Iðunn. 1. heftið er komið út,
með fjölbreyttu efni. Fremst er ljóð-
leikur eftir Guðm. Guðmundsson:
Gleðilegt sumar!, samtal milli vor-
dísa og vetrar, falleg kvæði, svo sem
vænta má, og var hann leikinn hjer
á sumardaginn fyrsta siðastl. Tvær
smásögur, önnur þýdd af Á. H. B.,
hin af E. H. Kvæði eftir Jak. Thor-
arensen. Tvær greinar um heimspeki-
leg efni eftir Ág. H. Bjarnason. Byrj-
un á Endurminningum æfintýra-
nianns, eftir J. Ólafsson, sagt frá
bernskudögunum, fram til skólaár-
anna. Grein eftir mag. Sig. Guð-
mundsson og önnur eftir J. Ól.,
nokkrir ritdómar og stökur.
Dáin er nýlega í Khöfn í hárri elli
frú Sigríður Ásgeirsson, ekkja Ás-
geirs kaupmanns hins eldra frá ísa-
firði og móðir Ásg. sál. Ásgeirssonar
etatsráðs og þeirra systkina.
Veðrið og hafísinn. Á sunnudaginn
var kom ákaft norðanveður með
kulda, og gránaði í fjöll. Hafís dreif
að landi fyrir norðan og var vonsku
veður. ísinn hafði fylt Eyjafjörð að
innan, út fyrir Svalbarðseyri, og
gerði hann miklar skemdir á bryggj-
um á Akureyri og víðar. Á mánudag
var sagt íslaust á Siglufirði og þar
útifyrir.
Strandferðaskipið „ísafold“ kom
11. þ. m. sunnan um land að austan,
hafði komist kringum landið, en þó
ekki á allar hafnir norðanlands. Hún
fer hjeðan aftur austur um land á
morgun.
Nýtt prestakall. Bolvíkingar sækja
um það til Alþingis, að Hólasókn sje
gerð að sjerstöku prestakalli. Vife
síðasta manntal töldust þar 952.
Baskerville-hundurinn, saga eftir
Conan Doyle, sem út hefur komið
neðanmáls í Lögrjettu fyrir nokkrum
árum, er nú sýnd á Nýja kvikmynda-
húsinu. Var það í fyrsta sinn í gær-
kvöld og þá troðfult hús og mjög vel
látið yfir sýningunni.
Embættisafsögn. Sigurður Ólafs-
son sýslumaður í Árnessýslu hefur
sótt um lausn frá embætti frá 1. ág.
næstk.
Settur læknir í Þistilfjarðarhjeraði
er Þórhallur Jóhannesson kand. med.
frá 1. ág. næstk.
Alþingismenn eru nú allir komnir,
hinn síðasti, Magnús Kristjánsson, í
gærkvöld. Pjetur Jónsson skyldi við
„Goðafoss“ á Borðeyri og kom þaðan
landveg suður á Hvalfjarðarströnd á
föstudagskvöld, en síðan á vjelbáti
liingað.
Vjelbátur fórst suður í Gerðum s.
1. sunnudagsmorgun, rak í land af
legunni og brotnaði í spón, segir
Morgunbl. Báturinn var eign Guðm.
Þórðarsonar og vátrygður í Samáb.
fyrir 3500 kr.
Druknun. 6. þ. m. druknaði ung-
lingsstúlka frá Háamúla í Fljóts-
hverfi i Þverá eystri, var á leið að
Múlakoti og reyndist áin þar á milli
meiri en ætlað var.
„Lagahreinsun“ heitir nýútkomin
ritgerð eftir Lárus H. Bjarnason pró-
fessor, þörf hugvekja um ýmsa galla
á lagasetning okkar, og þó einkum
um það, hve óaðgengileg lögin sjeu,
þar sem ýmsum þeirra hefur verið
breytt hvað eftir annað, en að þeim
breytingum verður að leita hingað
og þangað, innan um stjórnartíðindin
eða lagasöfn, í stað þess að hafa lög-
in fyrir sjer í heild. Vill hann láta
gera heildir úr þessu og flokka lögin,
en minnist jafnframt á ýmislegt ósam-
ræmi i löggjöfinni og úrelt lagaá-
kvæði, og svo það, að í gildi sjeu
höfð ákvæði úr lögum, sem aldrei
hafa til verið á íslensku nje birt hjer
á landi. Er það sýnilegt, að hjer þarf
umbóta við, og því gott, að hreyft
sje við því. Ritgerðin mun eiga að
koma fram í Andvara.
Konstantin Grikkjakonungur,
sem nú hefur lengi legið sjúkur.
öauluerjatiæjarmalið ei.
Úttektin á Gaulverjabæ.
1700 kr. í ofanálag á 1200 kr. hús,
eftir að það hefur fengið aðgerð
fyrir 2500 krónur.
í 17. og 27. tbl. Lögr. hef jeg skýrt
mál þetta að nokkuru, og gat þess í
hinni síðari grein, að mjer hefði bor-
ist til eyrna, að Skúli Grímsson hefði
fengið ákveðið 1700 kr. ofanálag á í-
búðarhúsið eitt, en að mjer þætti það
ótrúlegt, af því mjer væri kunnugt
um, að fullnaðar-viðgerð gæti ekki
farið fram úr 4—500 kr. Nú veit jeg
að sagan um i7oo krónurnar er sönn
og alt ofanálag á jörðina er milli
2 og 3 þúsund kr., sem Skúli kref-
ur stjórnarráðið um, af því að Jón
Magnússon getur ekki svarað því.
Væri eigi furða, þótt stjórnarráðinu
væri farið að þykja fyrverandi um-
boðsmaður og sýslumaður búa vel í
haginn fyrir kirkjujarðasjóð, ef að-
gerðir þeirra eiga að tæma hann um
2—3 þús. kr.; jeg hafði, sem um get-
ur í áðurnefndri grein, lýst yfir því
við umboðsmann, að jeg ætlaði ein-
ungis að eiga við fyrirrennara minn
um ofanálag jarðarinnar og aldrei
krefja stjórnarráðið um það. Þá væri
og eigi að undra, þótt skrifstofu-
stjóri sá, sem, að kunnugra sögn, hef-
ur unnið að málalokum þeim, sem
enn eru orðin, bak við tjöldin, færi
að verða hreykinn af starfi sínu.
Af því að mál þetta hefur vakið
óvenjumikla eftirtekt, get jeg eigi
stilt mig um, að lýsa nokkuð úttekt
jarðarinnar, sem, eins og að ofan seg-
ir, kostar kirkjujarðasjóð 2—3 þús.
kr., ef stjórnarráðið tekur ekki alvar-
lega í taumana.
Til þess að taka út íbúðarhúsið,
voru valdir tveir „fagmenn" — hver
valinu stýrði veit jeg eigi — þeir
Gísli Brynjólfsson á Haugi og Sig-
urður Magnússon í Tungu, sjálf-
sagt ófærustu og ómögulegustu menn
hreppsins, og þótt víðar væri leitað,
til þess að vinna þetta verk, og svo
sótti Skúli þann þriðja út á Eyrar-
bakka, en hann þekki jeg að engu.
Um Gísla er mjer kunnugt, að hann
hefur tekið út vörur í óleyfi út í ann-
ars manns reikning og eigi borgað,
og Sigurður var sá, sem stýrði
járnkarlinum, þegar gera átti húsbrot-
ið á mjer nóttina milli 7. og 8. júni;
hefur hann, ef til vill, þótt best fær
til þess að meta til peninga afreks-
verk sín, skemdir þær, er hann vann
á húsinu með járnkarlinum. Þó þyk-
ir mjer hitt liklegra, að Skúli hafi
engum treyst betur en þeim til þess
að gera úttektina að sínu skapi.
Menn þessir ákváðu ofanálag á í-
búðarhúsið 1700 kr. og buðust til
þess að staðfesta þá virðingu með eiði
fyrir guði, mönnum og samvisku
sinni. Þrem árum áður, þegar Jón
Magnússon sótti um að fá keyptan
Gaulverjabæ, var sama húsið metið
til peninga á 1200 — segi og skrifa
tólf hundruð — krónur. Ári síð-
ar, eða fyrir tveim árum, end-
urbætti Jón Magnússon húsið og
varði til þess 2500 kr., og þó vanta
nú 1700 kr. til þess að hús, sem var
1200 kr. virði, sje í því ástandi, sem
vera ber. Það þarf engum blöðum
um það að fletta, að hjer eru bein
svik í tafli, og mjer, sem þekki íbúð-
arhúsið í Gaulverjabæ úti og inni,
dylst alls eigi, að höfuðsvikin eru í
úttektargerðinni síðustu.
Það væri vissulega full ástæða til
115
Til Qoðaloss.
Elfar-blossa og auðnu hnoss
yfir þig fossi daga og nætur;
gæfan hossi, Goðafoss,
gefi þjer kossa Ránar-dætur.
J. ól.
þess að hið opinbera skærist í athæfi
þessara manna eftir því sem lög
standa til.
Til eyrna hefur mjer borist, að fyr-
verandi ábúandi Gaulverjabæjar, Jón
Magnússon, ætli að borga með til-
styrk góðra manna virðingarverð
hússins, 1200 kr., og hirða svo hús-
ið af jörðinni, og er slíkt mjög eðli-
legt, þar sem húsið hlýtur að vera
15—16 hundruð króna virði til niður-
rifs.
p. t. Rvik 13. júlí 1915.
Björn Gíslason.
Hýi bankastjörinn.
Jeg er einn af þeim, sem álít það
til bóta, að bætt væri við bankann
lögfróðum bankastjóra, eins og ráð-
gert er i einu af frumvörpum stjórn-
arinnar, og undarlegt þótti mjer, að
B. Kr. bankastjóri skyldi leggjast svö
.mjög á móti því i þinginu eins og
hann gerði á mánudaginn, og hitt
ekki síður undarlegt, að heyra fylgi-
fisk hans, Bjarna frá Vogi, leggja
eindregið á móti þessu af sparnaðar-
mensku, þvi hennar hef jeg aldrei
fyrri orðið var hjá þeim manni.
En þessum nýja bankastjóra eru
auðvitað ætluð verk að vinna i bank-
anum, sem öðrum er nú borgað fyrir.
Gæslustjóralaunin sparast, sem eru
1000 kr. til hvors um sig af gæslu-
stjórunum, og auk þess hefur bank-
inn siðastl. ár borgað öðrum þeirra,
Vilhj. Briem, 1515 kr., og hef jeg það
eftir bestu heimildum, enda þótt ótrú-
legt megi virðast. Svo mun lögfræð-
ingum þeim, sem fyrir bankann starfa
nú, vera borgað árlega alt að 3000 kr.
Eru þá 6000 kr. bankastjóralaunin
upp unnin, svo að þau þurfa engan
útgjaldaauka að skapa, ef rjett er með
farið. Þetta mættu þingmenn vel at-
huga og geta þeir fengið upplýsing-
ar um það hjá bankastjóranum, hvort
ekki sje alt það rjett, sem hjer er
sagt.
Rvík 13. júlí 1915.
N. N.
ÁSKORUN.
í 27. tölublaði Lögrjettu skoraði
jeg á þá 27, sem undirskrifuðu „blað-
sneypuna“, sem þar er minst á, að
gefa sig fram. En þar sem ekkert
svar hefur komið frá þeim, verð jeg
enn að skora á Einar Einarsson í
Brandshúsum, sem sníkti undirskrift-
irnar, að koma fram með ástæðurnar
fyrir þessu verki sínu, ef nokkrar
eru, eða þá að viðurkenna það hreint
og beint, að hann hafi gert þetta að
ástæðulausu, af einskærri fúlmensku.
Ef hann verður ekki við þessari á-
skorun minni en seilist til að klína
sinni eigin skömm á náinn, skal hann
hvers manns níðingur heita.
Reykjavík 14. júlí 1915.
Björn Gíslason.
FRÁ FÆREYJUM.
Brjef þaðan frá 21. júní segir svo
mikla þurka, að menn muni ekki aðra
eins. Víða er svo mikill vatnsskortur
þá þar í bygðunum, að menn verða
að sækja sjer vatn með miklum erfið-
leikum langt upp í fjöll. Vegna þurk-
anna er allur gróður skrælnaður, þar
sem jarðlag er þunt. En eftir þur-
viðra-vor er fuglatekja þar í björg-
unum venjulega mikil og er farið að
starfa að henni í byrjun júlímánaðar.
Tvö hvalveiðafjelög hafa bæki-
stöðvar sínar í Færeyjum og hafa
aflað vel í vor. I hafinu kringum eyj-
arnar er nú mikið af stórhvelum.