Lögrétta - 14.07.1915, Síða 4
n6
LÖGRJETTA
Nýjustu bækur:
fslensk söngbók. 300 söngvar. 2. útg. endurskoöuS. Verö innb. kr. 1.75.
Guðm. Finnbogason: Vit og strit. VerS innb. kr. 1.35.
Fást hjá bóksölum.
Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Bvík.
Vitar
Adalfundur Slippfjelagsins
verður haldinn í IÐNó (uppi) mánudaginn 19. júlí þ. á. kl. 5. e. h.
Reikningar verða lagðir fram. Einn maður kosinn í stjórn, og tveir
endurskoðunarmenn. - TRYGGVI GUNNARSSON.
Vegna vöntunar á verkefni hafa tóvinnuvjelar
Hf- ,Wýja Idunn(
staðið notkunarlausar um nokkurn tíma.
Nú er ákveðið að þær TAKI TIL STARFA ÞRIÐJUDAGINN 3. ÁG.
N. K. Verður þá unnið með nýjum kröftum að kembingu, spuna, vefn-
aði, litun, þófi og fl. eftir þeirri röð sem verkefnið berst að. — Alt fljótt
og vel af hendi leyst.
SKRIFSTOFAN verður fyrst um sinn opin FRÁ KL. 7 AÐ MORGNI
TIL KL. 7 AÐ KVÖLDI til þess að veita móttöku verkefni og afgreiða
hinar unnu vörur.
Verksmiðjan KAUPIR ULL OG TUSKUR með hæsta verði eða skift-
ir fyrir unnin tau, sem fást til kaups á staðnum með tækifærisverði.
Stjórnin.
byrjar eins og venjulega 1. október og stendur til 14. maí n. k. Heima-
vistir eru í sltólanum, og selur skólir.n fæði. Síðastl. skólaár var fæðis-
gjaldið 135 kr. og skólagjald 15 kr., en næsta skólaár er búist við að
íæðisgjald hækki eitthvað dálitið vegna þess að allar nauðsynjar eru dýrar.
Skólinn leggur til rúm með stoppu.ðum dýnum og púðum. Námsmeyj-
ar þurfa því að leggja sjer til yfirsængur, kodda og rekkjuvoðir.
Helming af fæðis- og skólagjaldi skal borga við komu í skólann, en hitt
mánaðarlega síðara hluta skólaárs uns lokið er.
Á skólanum eru kendar þessar námsgreinar
íslenska, danska,, reikningur landafræði, saga, náttúrufræði, dráttlist,
skrift, söngur, leikfimi, handavinna og hússtjórnarstörf. Þeim sem óska er
veitt tilsögn í ensku.
Sjerstök áhersla er lögð á handavinnuna, og hússtjórnarkenslan veröur
aukin frá því sem verið hefur.
Skilyrði fyrir inntöku i skólann eru:
a. Að umsækjandinn hafi engan næman sjúkdóm.
b. Að umsækjandinn hafi vottorð um góða hegöun.
c. Að umsækjandinn sanni með vottorði að hann hafi tekið fullnaðar-
próf samkvæmt fræðslulögunum, ella gangi undir inntökupróf þeg-
ar hann kemur á skólann. Nemendur, sem setjast vilja í aðra eða
þriðju deild, skulu sanna fyrir kennurum skólans að þeir hafi kunn-
áttu til þess, ella taki próf.
Umsóknir um skólann skulu sendar fyrir lok ágústmánaðar n. k. til
formanns skólanefndarinnar Árna Á. Þorkelssonar á Geitaskarði.
Reglugerð skólans er prentuð í B-deild stjórnartíðindanna 1915, blaðs.
10—15, og er þeim sem vilja hægt að kynna sjer þar nánar inntökuskil-
yrðin og annað um fyrirkomulag skólans.
Forstödunefjidin.
Umsjðnarmaður hafnarinnor
í Beykjavík
verður ráðinn frá 1. október næstkomandi.
Árslaun kr. 2000.00, er fari upp í.kr. 3000.00 eftir eitt ár.
Umsóknir sendist bæjarstjórn fyrir 15. ágúst.
Borgarstjórinn í Reykjavík 8. júlí 1915.
K. Ziemsen.
Þvegna vomll
hvíta og* mislita,
kaupa Cf. GÍSLASON & HAY, Reykjavík.
Yfirsetukonusýslanin
í Reykholtsdals- og Hálshreppum er laus. Umsóknir sendist fyrir 15.
sept. n. k. til sýslumanns Borgarfjarðarsýslu.
Hvar á að setja Stöðvarfjarðar-
vitann ?
Eitt af því, sem telja má til fram-
fara á landi voru, er fjölgun vitanna.
Tala þeirra fer vaxandi ár frá ári, og
hvað mikið gott hefur af þeim leitt,
verður auðvitað torvelt að segja um,
en þess mega allir öruggir vona, að
mörg verði þau mannslífin, sem vit-
arnir vernda i framtíðinni, og ósk-
andi væri, að þeim færi fjölgandi,
því margur er hættu staður umhverf-
is landið, þar sem vita væri þörf. En
af því að vitana ber áð skoða sem
eitt af lífskilyröum sjófarendanna, þá
liggur i augum uppi, að gera verður
sjer ljósa grein fyrir, hvar heppileg-
astir staðir eru til aö byggja vitana
á, en þá fer sem oftar, að sitt líst
hverjum, og komist hef jeg að því,
aö deildar skoðanir eru oft um það,
hvar vitastæöi beri að velja.
Sumir halda því t. d. fram, að
heppilegast sje að byggja vita á
hættulegustu stöðum, og ber síst að
neita því, en þó getur átt sjer stað
að stöðvarnar sjeu þannig gerðar frá
náttúrunnar hendi, að betra væri að
viti væri óbygöur en bygður á slík-
um stöðum, og skal jeg nú með fá-
um orðum leitast við að færa rök fyr-
ir því.
Það liggur nú fyrir að byggja vita
á Kambanesi, syðra megin Stöðvar-
fjarðar; hvenær það verður, veit jeg
ekki, en óhætt mun að fullyröa, að
þar er vitastæðið valið, en að það
sje heppilega valið, verður vafalaust
álitamál. Ekki verður borið á móti
því, að nægilega margar hættur eru
fyrir sjófarendur umhverfis Kamba-
nesið, en þegar tekið er tillit til þess,
hve þokur eru tíöar hjer við Aust-
urland, bæði sumar og vetur, og hins
vegna, hve hættustöðvarnar eru
langt út frá nesinu (þaðan úr-
tökulausar til lands) verður maður
að álíta, að staðurinn sje óheppilega
valinn.
Til þess nú að færa sönnur á, að
Kambanes sje óheppilegur vitastaður,
ætla jeg að leitast við að lýsa hætt-
unum umhverfið Kambanes, en áður
en lengra er farið, vil jeg láta þá
skoðun mína i ljósi, að til þess að
viti verði að tilætluðum notum, þarf
hann að standa á þeim stað, þar sem
skipum er hættulaust að nálgast
hann, sjerstaklega, þegar þau koma
úr hafi.
Frá Kambanesi liggja boðar, sem
„Lárungur“ heita, í s. v., og grynsli
umhverfis þá; þeir eru um 2jú sjó-
mila frá landi. í v.s.v frá nesinu ligg-
ur boði, sem Hvopa heitir, tæplega
J4sjómíla frá landi*.
í s.s.au. frá nesinu liggur Bótólfs-
boði, 3 sjómílur frá landi. Enn frem-
ur liggur boði í s.au. frá nesinu; hon-
um er ekki nafn gefið svo jeg viti,
en hann mun liggja 4 sjómílur frá
nesinu. í s.au. liggur Fjarðboði hjer
um bil 1 sjómílu frá nesinu. Au.s.
frá nesinu liggja grynsli, sem Hnúka-
boðar heita, um 2 sjómílur frá landi.
Á þessu svæði, sem um er talað, eru
enn þá fleiri boðar, sem jeg ekki veit
ti) að nafn hafi verið gefið.
Af þessar upptalningu er það aug-
ljóst, að ekki er með öllu hættulaust
fyrir sjófarendur að nálgast vitann
í þoku, einkum ef skipin koma úr
hafi eða að sunnan, því heita má
svo, að boðarnir geri allar leiðir ó-
færar að því.
Ekki rita jeg þessar línur í þeim
tilgangi að mæla móti vita hjer við
Stöðvarfjörð; öðru nær; jeg álít ó-
viða meiri þörf á vita en einmitt
hjer.
Menn munu nú að sjálfsögðu
spyrja: Hvar á viti að standa við
Stöðvarfjörð, fyrst Kambanesið er ó-
heppilegur staður? Svarið veröur:
Vitinn á að standa, eða ætti að
* Þar sem talaö er um fjarlægö boð-
anna frá nesinu, er aö eins áætluð
fjarlægð en ekki mæld.
standa, á Landahól eystra megin
fjarðarins.
Til þess að færa ástæðu fyrir
þessari uppástungu minni, vil jeg
geta þess, að sje vitinn á Landahól,
sem er nær 40 metrar á hæð yfir
sjávarmál, grasi vaxin nema flöt
klöpp að ofan, nokkuð stór blettur,
og sje hann 4-5 metra hár, lýsir hann
yfir Kambaneseyðið, svo skip, sem
fara inn til Breiðdals og jafn vel til
Berufjarðar, hafa góðar leiðbeining-
ar af honum. Komi skip austan með
landi í náttmyrkri, sem hefur haft
leiðbeiningu af vitanum á Hafnar-
nestungu, getur það hiklaust kom-
ist hjer inn á fjörðinn. Komi skip úr
hafi með leiðbeiningu af vita frá
Skrúð eða Hafnarnesvita, hefur það
með ljósi frá vitanum á Landahól
hreina leið inn á fjörðinn.
Þess skal getiö, að mæld er leiö
fyrir skip milli þessara hjer að fram-
an umræddu boða og Kambanessins,
en hana fara ekki lærðir skipstjór-
ar nema þeir hafi nákunnugan mann
innanborðs, og það í albjörtu veðri.
En það sem sjerstaklega mælir með
því að vitinn verði bygður á Landa-
hól er, að hrein leið er fast að þessu
umrædda vitastæði, dýpi nóg fast upp
að landi; með öðrum oröum: hverju
skipi er óhætt að fara 120 faðma frá
þessu vitastæöi, og i þeirri fjarlægð
sjest ljósið, hve dimm þoka sem er.
Jeg hef nú í fám oröum látið hjer
í ljósi álit mitt um vitastæði við
Stöðvarfjöröinn, ef ske kynni, að
bendingar mínar yrðu teknar til
greina.
En hvað sem þvi líður: jeg tel
skyldu mína og skyldu hvers manns
að benda á hætturnar, þegar um þau
fyrirtæki er að ræða, sem fram-
kvæmd eru í því augnamiði að af-
stýra hættum sjófarendanna.
Ef einhver skyldi verða svo góð-
gjarn að ætla mjer að hreppapólitík
lægi á bak við þetta, að jeg sæi mjer
hag í að passa vitann, þá er því einu
þar til að svara, að jeg hef til þessa
sjeð mjer borgiö án þess að vera vita-
vörður.
En gæfu þessar línur tilefni til að
þeir, sem vitabyggingum ráða, vildu
nákvæmlega athuga afstöðu vita á
þessum nefndu stöðum, væri til-
gangi mínum náð.
Löndum i júní 1915.
Kristján Þorsteinsson.
Ký landsímastoð.
Jeg býst við að mörgum feröa-
mönnum detti sama í hug og mjer
Þegar þeir fara frá Stað í Hrútafiröi
að Lækjamóti í Víöidal: að Miðfirö-
ingar sjeu grátt leiknir hvað síma-
samband snertir.
Á milli Staðar og Lækjamóts er
meðal-dagleið, en á öllu því svæði er
engin landsímastöð.
Eins og kunnugt er, er Miðfjörður
fjölment hjerað, og nærri fjarðar-
botninum er allstórt kauptún, sem til
þessa hefur verið án símasambands.
Nú mun þó vera í ráði, að lagður
verði sími til Hvammstanga.
Væntanlega verður þá stöð á Stað-
arbakka eða öðrum hentugum stað
þar í firðinum, því þótt Hvamms-
tangi komist i símásamband, þá bæt-
ir það ekki að fullu úr þörfum Mið-
firðinga, sem búa til dala, nje heldur
ferðamanna þeirra, sem póstleið fara.
Vonandi gæta þingmenn Húnvetn-
inga þess, aö rjettur Miðfirðinga verði
ekki fyrir borð borinn, enda viröist
sanngjarnt að þingmenn og hjeraðs-
búar fái að vera með í ráöum, þegar
veriö er að ákveða, hvar símastöðv-
ar skuli að vera, en þeirri ábirgð sje
ekki eingöngu kastað á landsímstjóra,
hversu mikilhæíur sem hann kann að
vera.
Gagnsemi símans játa nú flestir ís-
kndingar, engu síður þeir, sem í upp-
hafi höfðu mestan ýmugust á honum;
— svæsnustu mótstööumenn H. Haf-
steins geta nú jafnvel ekki annað en
kannast við, að hann með harðfylgi
sínu hafi unnið landi og lýð ómetan-
legt gagn með því að koma síman-
um á.
Til þess aö síminn komi að sem
bestum notum fyrir landsmenn, þarf
að gæta þess, að viöhald hans sje í
alla staði gott, og að það starfsfólk,
sem viö hann vinnur, sje starfinu vax-
ið. — Setja ekki stöðvunum svo
strangar reglur, aS þaS fæli almenn-
ing frá að nota símann.
Það er leitt fyrir ferðamenn, sem
kunna að þurfa að hraða ferð sinni,
að koma á þriðja flokks stöð kl. lít-
ið eitt yfir 10 f. h. en fá ekki „sam-
band“ fyr en kl. 4 e. h. og eiga þá
á hættu að „komast ekki aö“, því þá
eru oft margir um boðið. Þetta á sjer
stað, en þetta má ekki svo til ganga.
Geti landsímastjóri ekki bætt úr þessu
þá verður alþingi að gera það.
Ekki er mjer kunnugt um, hvort
landsímastjórinn lætur árlega þar til
kjörna menn fara með aðallínum sím-
ans, eöa hvort slíku eftirliti er skift á
milli stöðvanna, en hvort heldur sem
er, þá hef jeg í vor sjeð, að ekki er
vanþörf á að laga staura, sem mjög
eru farnir aö hallast á ýmsum stöðum
t. d. sunnan til á Holtavörðuheiði.
Það er vandi að gæta fengins fjár.
Landsmenn verða að vera á verði til
að gæta þess, að þau fáu mannvirki,
sem þeim að einhverju leyti koma við,
sjeu í sem beztu lagi.
Lágafelli 10. júlí 1915.
D. D.
Diiiginðlafundur
var haldinn á Akranesi mánudaginn
5. júlí. Hann hófst i barnaskólanum
kl. 6. e. h. Þingmaöur Borgfirðinga
mun hafa ætlaö sjer að mæta á fund-
inum, en gat það ekki sökum þess,
að hann varð veikur. Fundarstjóri
var kosinn prófastur Jón Sveinsson,
en skrifari Gísli Hinriksson kennari.
Á fundinum voru ráðherra Einar
Arnórsson, fyrv. ráðherra Siguröur
Eggerz og Jón Þorkelsson skjala-
vörður.
Á dagskrá voru þessar tillögur:
1. Fundurinn er mótfallinn járnbraut-
arlagningu á íslandi á kostnað land-
sjóðs í náinni framtíð. Samþ. í e. hlj.
— 2. Fundurinn er meðmæltur að af-
nema öll eftirlaun svo fljótt sem auö-
ið er. Samþ. — 3. Fundurinn skorar
á þingiö að afnema docentsembættið
í grísku og latínu við háskólann. Sþ.
með öllum atkv. gegn einu. — 4.
Fundurinn skorar á alþingi að nema
úr gildi lög nr. 45, 10. nóvbr. 1913,
um bjargráðasjóö. íslands. Samþ. í
e. hlj. — 5. Fundurinn felur þinginu
að hlutast til um að sparisjóðsinnlög
sýslu-sparisjóðanna verði trygðj af
landsjóði. Samþ. — 6. Fundurinn
skorar á þingiö að skerpa eftirlitið
með verndun bannlaganna, svo sem
með því, að sjá um að löggæslumenn
landsins haldi uppi virðingu þjóðar-
iunar hvað það snertir, koma í veg
fyrir að áfengi sje haft um hönd á
hinum innlendu fólks- og vöruflutn-
ingaskipum. Samþ. — 7. Fundurinn
beiðist þess, að þingið veiti að minsta
kosti 15,000 kr. til framhalds sýslu-
veginum um Skilmannahrepp inn-
fyrir fjörur, sem um langan aldur
hafa valdiö farartálma og manntjóni.
Samþ. — 8. Með því að símasamband
það, er Akranes á nú við að búa, er
með öllu ófullnægjandi, skorar fund-
urinn á þingið að veita nú á þessu
sumri fje til endurbótar á því. Sþ.
— 9. Fundurinn lýsir ánægju sinni
yfir staðfesting stjórnarskrár og fána
og þakkar ráðherra og þeim mönn-
um, er unniö hafa að fenginni lausn
þessara mála. Jafnframt álítur fund-
urinn uppljóstur á tillögum þrímenn-
inganna með öllu ósamboðinn þing-
mönnum þjóðarinar. Samþ. með 21
atkv. gegn 5.
Kjósendur munu hafa mætt yfir
hundrað á fundinum, en voru gengn-
ir af fundi, nema að eins 30 eftir,
þegar seinasta tillagan var borin upp.
Fundi var slitið kl. 11. Sv. G.
Klæðaverksmiðjan
Álafoss
kembir, spinnur, tvinnar, þæfir, ló-
sker, pressar, litar, gagneimir (af-
dampar) og býr til falleg tau.
Vinnulaun lægri en hjá öðrum klæfia-
verksmiðjum hjer á landi.
„Álafoss“-afgreiðslan: Laugaveg 34
Rvík sími 404.
Bogi ð. ]. Pórðarson.
Nokkrar húseignir,
á góðum stöðum í bænum fást keypt
ar nú þegar. Mjög góðir borgunar-
skilmálar. Væntanlegir kaupendur
snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR.
Til viðtals í veggfóðursverslun Sv,
Jónssonar & Co„ Kirkjustræti 8, kl.
3—6 síðdegis.
Vátryggið fyrir eldsvoða i
GENERAL.
Stofnsett 1885.
Varnarþing í Reykjavík.
SIG. THORODDSEN. Sími 227.
Umboðsm. óskast á Akranesi, Kefla-
vík, Vík, Stykkishólmi, ölafsvík.
Prentsmiðjan Rún.