Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.08.1915, Blaðsíða 2

Lögrétta - 11.08.1915, Blaðsíða 2
130 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á Islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. 157, enskt, 14. apríl. 67. Sterling, 165, enskt, 14. apríl. 68. Horatio, 174, enskt, 14. apríl. 69. Argentina, 177, enskt, 14. apríl. 70. Vanilla, 158, enskt, 18. apríl. 71. Envoy, 156, enskt, 21. apríl. 72. St. Lawrence, 196, enskt, 22. apríl. 73. Recolo, 176, enskt, 26. apríl. 74. Lilydale, 129, enskt, 28. apríl. 75. Mobile, 1915, enskt, 28. apr. 76. Cherbury, 3220, enskt, 29. apríl. 77. Edale, 3110, enskt, 1. maí. 78. Svorono, 3102, rússneskt, 1. mai. 79. Europe, 4769, frakkneskt, 2. maí. 80. Fulgent, 2008, enskt, 2. maí. 81. Sunray, 165, enskt, 2. maí. 82. Cruiser, 155, enskt, 2. maí. 83. Marta- ban, 148, enskt, 2. maí. 84. Mercury. 222, enskt, 2. maí. 85. St. Georg, 229. enskt, 2. maí. 86. St. Louis, 211, enskt. 2. maí. 87. Emblem, 157, enskt, 2. maí. 88. Jolanthe, 180, enskt, 3. maí. 89. Hero, 173, enskt, 3. maí. 90. North- wald Ho, 180, enskt, 3. maí. 91. Hec- tor, 179, enskt, 3. maí. 92. Progress, 273, enskt, 3. maí. 93. Coquet, 176, enskt, 3. maí. 94. Bobwhite, 180, enskt, 3. maí. 95. Scottish Queen, 125, enskt, 3. maí. 96. Rughby, 205, enskt', 4. maí. 97. Uxbridge, 164, enskt, 4. maí. 98. Sceptre, 166, enskt, 5. maí. 99. Stratton, 383, enskt, 5. maí. 100. Moriterne, 3018, enskt, 6. maí. 101. Earl of Latham, 132, enskt, 6. maí. 102. Candidate, 5858, enskt, 6. maí. 103. Centurion, 5945, enskt, 6. maí. 104. Truro, 836, enskt, 6. maí. 105. Merry Islington, 147, enskt, 7. maí. 106. Don, 168, enskt, 7. maí. 107. Lusitania, 31550, enskt, 7. maí. 108. Benington, 131, enskt, 7. maí. 109. Queen Vilhelmina, 3590, enskt, 8. maí. 110. Hellenic, 180, enskt, 8. maí. 11-. Drumeree, 4052, enskt, 18. maí. Þaö eru samtals m skip, sem ÞjóSverjar hafa gert út af viS á þess- um skamma tíma, og meginiS af þeim (102) er enskt, 7 eru frönsk og 2 rússnesk; í yfirlitinu eru ekki tal- in skip hlutlausra ríkja. Bandamenn hafa þá mist alls 222,739 tons, 55 skip undir 1000 tons, 48 frá 1000 tons til 5000, 7 frá 5000 til 10,000 og eitt (Lusitanía) meira en 10,000 tons. G. J. Á hausti, er leið, var jeg einn meS- al umsækjenda um Skaftafellssýslu. Jeg átti tal viS þáverandi ráSherra í Kaupmannahöfn, og meS því aS jeg var elstur bæöi aö árum og embættis- prófi af þeim, sem líklegir þóttu til þess að sækja, sagöi hann aö jeg stæði nærri að geta fengið embættið. Þegar svo Skaftafellssýsla var veitt yngri candidat en mjer, afsakaði ráð- herra það með því, aö stjórnarráðið hefði bundist þeirri venju að láta þá ganga fyrir til embætta, sem settir hefðu veriö. Jeg hugsaöi mjer þá aS bíSa þolinmóðlega þangaS til tæki- færi bySist til þess að verða settur. Þetta tækifæri þótti mjer bjóSast, þegar sýslumaSurinn í Árnessýslu baS um lausn 10. f. m. og fór jeg á fund ráSherra þ. 13., baS jeg hann láta mig sitja fyrir aS verSa settur til aS gegna embættinu, þar sem reynsla mín væri sú, að slíkt væri nauösyn- legt til þess aö koma til greina viS embættisskipanir. RáSherra tók mjer meS allri alúS, en sagöist ekki geta ákveðiS hver settur yröi fyr en kon- ungsúrskurður væri kominn um lausn SigurSar Ólafssonar. Jeg itrek- aSi beiöni mína tvisvar sinnum síSar, en ráöherra hafði aS eins þau svör, aS enn þá væri konungsúrskuröurinn ekki kominn. Eins og kunnugt er, var Eiríkur frá Hæli settur til þess aS gegna em- bættinu, þótt hann sje ekki nema tveggja ára candídat. Þar sem jeg er 10 ára candidat, eru hjer, aS því er virðist, höfS endaskifti á þeim regl- um, sem gilda meöal allra siöaðra þjóöa um þaS, aö láta aldur verka nokkuö um skipun embætta, þar sem Eiríkur frá Hæli, 8 árum yngri aö prófi en jeg, á aö ganga fyrir mjer í embætti samkvæmt venju þeirri, er mjer var sögö og sýnd af hálfu stjórn- arvaldanna í vetur. Jeg get ekki neitaS því, aö þetta hefur slegiö nokkrum óhug á mig vegna þess, aS þessi stjórnarathöfn virSist benda á, aS núverandi ráS- herra ætli aö rækja þaS, sem kallað hefur veriS „nepotisme", í hreinni dýrkun en fyrirrennarar hans, þvi aS engum getur dulist, aS hjer hafi aö eins ráöið vinskapur ráðherra og Gests á Hæli, hvernig sem honum er variö. P. J ó n s s o n. Oaulverjabasjarhneyksliil. „Dýpra og dýpra“. Þar sem jeg hef oröiS þess var, aö margir af lesendum Lögrjettu hafa meS athygli fylgst meS í þvi svo- nefnda Gaulverjabæjarmáli, þykir mjer skylt aS gefa almenningi kost á því, aS sjá hvernig geislar rjettlætis- sólarinnar i Árnessýslu leiftra á hin- um ýmsu hliðum þess. Jeg gat þess í niöurlagi greinar minnar í 27. tbl. Lögr. aö jeg heföi lýst yfir þvi viS umboösmann, aS jeg væri fús til þess aö eiga aö öllu leyti viS fyrirrennara minn, Jón Magnús- son, um ofanálag jaröarinnar, án þess aS jaröareigandi greiddi þaö eSa bæri nokkra ábyrgS á þvi. Þessu var þann- ig variö, aS jeg skömmu eftir aS jeg fjekk loforð umboðsmanns um bygg ingu jaröarinnar, komst aS því, að Jón Magnússon mundi ekki hafa sagt jöröinni lausri, og sá jeg þá fram á, aö mig mundi litt stoða byggingar- brjef og aðrar heimildir til aö búa á jörðinni, ef löglegur ábúandi, sem hefði i höndum eldra byggingarbrjef, óupphafið af hvorumtveggja málsað- ila, heimti jörSina, þótt þau væru góð og gild gagnvart landsdrotni. Jeg sneri mjer því hiö bráöasta til Jóns Magnússonar, sagSi honum alla mála- vöxtu og baS hann aö láta mjer eftir byggingarrjett sinn á jörðinni. ÞaS varö svo að samningi okkar á milli, aö hann skuldbatt sig til þess, aö gera eigi kröfu til jaröarinnar, ef jeg byggi áfram á henni, meö því móti, aö jeg skuldbatt mig til þess aS kaupa mannvirki þau og hús, sem hann hafði gert á jörSinni og ekki fylgdu henni, fyrir 2000 krónur. (Mann- virki þessi, sem hann haföi selt, hafði hann lofað kaupendum aö reyna að selja, ef nýr ábúandi kæmi aS jörðinni, en annars leigja þau, ef hann sjálfur byggi þar áfram). Enn- fremur skyldi jeg takast á hendur 600 kr. veðskuld, sem hvíldi á girS- ingum jarðarinnar, sleppa tilkalli til ofanálags, bæöi á hendur honum og landsdrottni, taka íbúöarhúsiS í því standi, sem það var í, og viS fráför skila því í því ásigkomulagi, aS þaö yrði virt á 4000 kr. eða svara í ofan- álagi því, sem ávantaSi þessa upp- hæö viS virðingargerö. ÞaS er svo að sjá, sem Jón Magn- ússon hafi haft hugboS um, hvernig fara mundi, því aS hann bannaði mjer aS skýra nokkrum frá samningi þess- um til þess að fyrirbyggja aS hann yrSi sjer aö ásteytingarsteini, ef hann sjálfur þyrfti aö taka jörðina. 2. ágúst þ. á. var framin yfirúttekt á Gaulverjabæ, eftir skipun stjórnar- ráösins. SýslumaSur hafSi tilkynt Jóni, aS yfirúttektin ætti fram aö fara og ljet Jón mæta fyrir sig og andmæla því aö úttektin færi fram, þar sem hann, samkv. byggingarbrjefi frá 19. maí 1910, væri löglegur ábúandi, sem hvorki hefSi sagt jöröinni lausri úr ábúS nje verið sagt upp ábúðinni, og hefSi hann ekki í hyggju aö þola aö rjetti sínum væri traSkaö, ekki aöeins meS því, aö sjer óviðkomandi manni hefSi verið hleypt inn á jöröina, held- ur og meS því, aö leggja á sig ofan- álag, sem hvergi væri heilbrigður grundvöllur fyrir. Mótmæli þessi voru, eins og viö mátti búast, þar sem þau voru sett fram i Árnessýslu, aö engu höfö, og sendi Jón því svo fljótt, sem honum var unt, kæru til stjórnarráðsins út af málinu og krafö- ist þess, að sjer þegar væri afhent jörðin til frjálsra afnota og umráða. Þegar jeg kom hingað til bæjarins, fyrir tveim dögum síðan, sýndi sá, sem hafSi samið kæru þessa fyrir Jón Magnússon, mjer afrit af henni, og þar sem hún að öllu leyti skýrir mál þetta, þykir mjer rjett aS birta hana; væri og ástæSa til þess aö ætla, aS hneyksli þessu yröi hiS bráSasta kipt í lag, þegar engin skúmaskot eru lengur til aS dylja þaS í. Kæra hr. J. M. er svohljóSandi: „Eins og hinu háa stjórnarráSi er kunnugt af yfirúttekt, er framin var á jörðinni Gaulverjabæ 2. ág. þ. á., mótmælti jeg fyrir munn þarverandi umboðsmanns míns B. Kr.Guðmunds- sonar úttektargerðinni í heild sinni sem og rjetti öllum til þess að láta úttektargerö þessa fram fara, þar sem að jeg er löglegur ábúandi jarSarinn- ar samkv. byggingarbrjefi mínu dags. 19. maí 1910, sem jeg læt fylgja í af- riti. AS því er snertir ábúSarrjett minn, skal jeg vísa til áður nefnds bygg- ingarbrjefs, og skal jeg geta þess, að jeg með leyfi landsdrottins (umboös- manns) leigöi jörSina Jóni nokkrum Steingrímssyni, er þá stýrSi jörSinni fardagaáriS 1912—13. Þegar hann svo ljet af, tók jeg aftur viS jörðinni. Sumariö 1914 fór jeg þess enn á leit viS landsdrottinn (umboðsmann), aS hann samkv. 7. gr. byggingar- brjefs míns leyfði, að Jón St. Schev- ing tæki aS sjer rekstur jarðarinnar út þaS fardagaárið, og gaf hann viS- stöSulaust slikt samþykki. Tjeður Jón St. Scheving ljet i ljós ósk sína um það, aS fá byggingu fyrir jörð- inni og kvaðst jeg, ef til vildi, mundi sleppa byggingarrjetti mínum í hend- ur honum, en heyrði þar eftir ekkert um máliö fyr en mjer barst til eyrna síSastliðinn vetur, að búiS væri að byggja jörSina Jóni St. Scheving sem og að hann hefði hlaupiö burt af jörð- inni og skiliö hana eftir í vörslum Björns Gíslasonar. Jeg beið þá eftir aS fá tilkynningu landsdrottins um það, aö mjer bæri þegar aS hirSa jörSina, þar sem sá, er jeg hafði með samþykki hans sett til gæslu hennar, vanrækti skyldu sína, en fjekk jeg enga bendingu þar um. I marsmán. þ. á. kom til mín Björn Gíslason, sem þá var á Gaulverjabæ, og skýrSi mjer frá því, aS hann væri sá, sem jörðina heföi rekiS, og sýndi hann mjer yf- irlýsingu umboösmanns um þaS, aS hann, umboösmaöur, skyldi byggja honum jöröina frá fardögum 1915; fór Björn þess á leit viS mig, aS jeg slepti ábúöarrjetti mínum viS sig. Jeg var aö vísu ekki fús til þess, en varö þetta þó aS samkomulagi okkar, þar sem jeg þá varS aS skoSa svo, að hann heföi óátalinn rjett til jarSar- innar af öllum öSrum en mjer, þar sem hann haföi setið og rekið hana meS samþykki landsdrottins og enga tilkynningu fengiö um þaS aS standa upp af henni. Björn skyldi kaupa af eigendum öll þau hús og mannvirki meö samþykki þeirra, er jeg hefði átt á jörSinni, fyrir 2000 kr., en jeg ábyrgöist þau frjálsa eign hans gegn því verði; taka aö sjer 600 króna skuld til RæktunarsjóSs íslands, sem hvíldi á girSingum þeim, er jeg hafði gert á jörSinni. Ennfremur skyldi hann taka hin lögákveSnu jarSarhús (íbúðarhús og fjós, sbr. byggingar- brjef mitt) í því ástandi, sem þau yröu í í fardögum þ. á. án ofanálags frá minni hálfu eöa jarðareiganda, og . loks skuldbatt hann sig til þess, aS skila landsdrottni íbúSarhúsinu í því ástandi viS fráför frá jöröinni aö þaö væri 4000 kr. virSi eftir viröingu, eöa svara því, sem á vantaði, í ofanálag. MeS samningi þessum þóttist jeg hafa sjeö bæði hag min sjálfs og lands- drottins borgið. í aprílmánuöi barst mjer til eyrna, aö búiö væri aö byggja Skúla Thor- arensen Gaulverjabæ, en meS því aö svo margar og ósamhljóða sögur gengu um þaö mál og jeg haföi sjeð skýlausa yfirlýsingu frá umboðs- manni um það, aS harln skyldi byggja B. Gíslasyni jörSina og einkum þar scm jeg hvorki haföi sagt henni lausri nje mjer veriS sagt upp byggingu og ábúö, henti jeg engar reiöur á þeim orðasveim, en hugöi þaS leiSa af sjálfu sjer, aö landsdrottinn (um- boösmaður) af sinni hálfu staðfesti samning minn við Björn Gíslason. Af þessum ástæöum bjóst jeg ekki til þess aö setjast aö jöröinni aftur í far- dögum þ. á. eins og jeg ella hefði gert. Af ofangreindum ástæöum krefst jeg þess af hinu háa stjórnarráSi, aö þaö þegar sem landsdrottinn tjeðrar jaröar fái mjer hana í hendur til fullra og óhindraðra umráöa. Jeg leyfi mjer aö leggja viö i eftir- riti 1. byggingarbrjef, út gefiö af GuSm. Þorkelssyni 19. maí 1910, sam- þykt af Sig. Ólafssyni sýslumanni. 2. leyfi umboSsmanns til þess aS Jón Steingrímsson megi sitja í byggingu minni. 3. VottorS Bj. Gíslasonar um samning þann, er jeg gerði viS hann um kaup á húsum og mannvirkjum, er ekki fylgja jöröinni. 4. VottorS um- Nýjustu bækur: íslensk söngbók. 300 söngvar. 2. útg. endurskoSuö. VerS innb. kr. 1.75. Guðm. Finnbogason: Vit og strit. VerS innb. kr. 1.35. Fást hjá bóksölum. ■7VH Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Evík. ■ H ____ Iftl boðsmanns um þaS, aS jeg hafi aldrei sagt jöröinni lausri úr ábúð. 5. Vott- orS Sig. Ólafssonar sýslumanns um þaS, aS jeg jafnan hafi staSiö í skil- um. Reykjavik, 7. ágúst 1915. Jón Magnússon. Til stjórnarráösins." Vottorö þau, sem nefnd eru i kæru þessari, eru svo efnisrík og merk, aS mjer einnig þykir skylt aS láta þau koma fyrir almenningssjónir, og hljóöa þau svo: Jeg undirritaSur, Guömundur Þor- kelsson, hreppstjóri í Gaulverjabæj- arhreppi, umboSsmaöur jarðarinnar Gaulverjabæjar í Árnessýslu, lýsi því yfir, aS jeg er því samþykkur og gef mitt leyfi til þess aS herra Jón Stein- grímsson, bóndi á Fossi á SíSu i Vestur-Skaftafellssýslu, megi ganga inn i ábúSarrjett herra Jóns Magnús- sonar, bónda í Gauiverjabæ í Árnes- sýslu, í næstu fardögum 1912 og hef- ur öll þau rjettindi sem ábúandi jarS- arinnar sem þau, er herra Jón Magn- ússon, núverandi ábúandi, hefur. Þessu til st'aöfestu rita jeg nafn mitt hjer undir í viðurvist tveggja vitund- arvotta. p. t. Gaulverjabæ, 3. október 1911. . GuSmundur Þorkelsson. Vitundarvottar: Erasmus Gíslason. Kristín Sveinsdóttir. Hjer meS votta jeg undirskrifaSur aS Jón Magnússon, sem fjekk bygg- ingu á jörSinni Gaulverjabæ í Árnes- sýslu frá fardögum 1910, hefur aldrei sagt nefndri jörð lausri úr ábúö sinni nema meö því skilyröi, aS Jón St. Scheving yröi ábúandi þar frá far- dögum 1915, en þar sem Jón S:chev- ing ekki varö ábúandi nefndrar jarS- ar, skoðar nefndur Jón Magnússon sig hafa fullan rjett á ofannefndri jörS. Rútsstaða-NorSurkoti, 26. júní 1915. GuSmundur Þorkelsson, (fyrverandi hreppstjóri). Vitundarvottar: Halldór Ó. SigurSsson. SigurSur Halldórsson. Eftir beiSni er mjer ljúft aS votta, aS jeg hef alment heyrt hr. Jón Magn- ússon í Gaulverjabæ talinn áreiöan- legan í viSskiftum og mjer hefur hann jafnan reynst hinn skilvísasti. KaldaSarnesi, 3. okt. 1913. SigurSur Ólafsson. í byggingarbrjefi Jóns Magnússon- ar er 7. gr. um þaö, aS leiguliöi megi ekki byggja öSrum jöröina eöa halda húsmenn á henni nema meS leyfi landsdrottins. Til fullnægingar þessu ákvæSi fjekk Jón Magnússon yfirlýs- ingu umboösmanns 3. okt. 1911. Af henni má og sjá, aS GuSm. Þorkels- son hefur haft ótakmarkaö vald til þess aS ráöstafa jörSinni og fyrst á aS missa þaS þegar Sig. Ólafsson þykist þurfa aö skeyta skapi sinu á viðtakanda og smíða sjer ástæöu til þess aS vinna annaö eins verk og unniö var í Gaulverjabæ nóttina milli 7. og 8. júní síöastliöið. —.Vott- oröiö frá 26. júní þ. á. sýnir, aö Jón Magnússon hefur ótviræöa heimild á jöröinni gagnvart landsdrottni og aS eins og enginn nema hann meS nokkr- um rjetti gat hnekt minni heimild á jöröinni, getur enginn nema jeg haml- aS umráðum hans og afnotum jarSar- innar, og er þaö því eðlilegt, aö hann beiti rjetti sínum aS fullu og taki af- not jaröarinnar meöan mjer er varn- að þeirra meö ólögum, og láti eigi óviökomandi prangara taka þau og eyðileggja jöröina i þokkabót. VottorS Siguröar Ólafssonar sýslu- manns er skýrt og vel oröað, og er eigi ástæöa til að fara mörgum orðum um það. ÞaS er þó eitt atriöi, sem jeg get eigi bundist aS minnast á í sam- bandi við þaS. Þegar sýslumaður knúSi Guömund Þorkelsson til þess , aS undirskrifa byggingarbrjef til handa Skúla, sagSi hann, aö því er GuSmundur skýrði mjer frá, aS það „gæti ekki komið til mála, að byggja mjer jörðina af því aS jeg heföi ver- iö svo mikiö riöinn viS „brask“ Jóns Magnússonar frá Gaulverjabæ“, og samhlj. ummæli hef jeg heyrt aS hann hafi gefið stjórnarráöinu. Menn geta nú boriS þessi ummæli saman viS vottorSiS og hugsað og sagt, hvaö þeir vilja. Jeg skal þó geta þess til skýringar, að afskifti mín af málum Jóns Magnússonar í Árnessýslu voru þau, aS jeg kom á samningum milli nokkurra skuldheimtumanna hans og ábyrgöarmanna, einkum í Gaulverja- bæjarhreppi, um það, aS ábyrgðar- mennirnir voru leystir frá ábyrgðun- um, sumir án þess aS láta nokkuS af mörkum og sumir meö því aö borga upp aö 10 pct. af skuldum sínum. Jeg vil nú spyrja þann góöa og göfug- lynda fyrv. sýslumann, hvort þaS sje skoðun hans, aS ómyndugi unglingur- inn hafi unnið bygðarlaginu meira gagn meö því aS svæla undir sig gripi og búsafurðir bænda og pranga með, en jeg meö því að hjálpa þeim út úr skuldavandræöum, sem þeir höfðu flækst út í. Þess ber og aö geta, aö Jón Magn- ússon hefur eingöngu haldiö ,;for- retningum" sínum uppi á vottorSi þessu, sem hefur verið honum „sesam, sesam, opnist þú“ hvar sem hann hef- ui komið aö. Þó er sagt, aS töfra- kraftur þess hafi nokkuS þorriS síS- astliöiS haust, þegar gert var fjárnám hjá nokkrum mönnum, sem skulduöu /lálitla fjárupphæS, og þaö kom þar í ljós, aS þeir allir til samans gátu ekki vísaö á fjármuni, sem nægöu til þess aS lúka fjórSaparti skuldarinn- ar, þó sýslumaður heföi gefiS vott- orö um aS þeir allir og einn einstakur þeirra væru borgunarmenn fyrir upp- hæðinni. HvaS er brask, ef meöferS GuSm. Þorkelssonar og Sig. Ólafs- sonar sýslum. á Gaulverjabænum er ekki brask? Og þaö er skoplegt á sama tíma sem þingið er aS kasta hnútum í þessa svokölluSu braskara og blöðin æpa aS þeim, alþýðan styS- ur á hjartaS og signir sig yfir fram- feröi þessara manna, aS yfirvöldun- um í Árnessýslu sje liðiS aS vera fyrirmynd í þessari atvinnugrein. Jeg skal aS lokum geta þess, aS meS yfirúttekt þeirri, sem framin var 2. ágúst, reyndist síðari villan verri hinni fyrri, því aS yfirúttektarmenn akváöu ofanálagiö 2640 kr. Mjer er þaS meS öllu óskiljanlegt, hvernig þetta má vera. Jeg stend viS þaS, sem jeg áöur hef sagt, aS fullnaðar- viðgerS á húsinu þarf ekki aS fara fram úr 4—500 kr. Þegar jörSin var metin til peninga áriS 1910, var hún virt á 5000 kr. meS húsum, mann- virkjum og kúgildum. Eins og tekið hefur veriS fram, kostaöi Jón Magn- ússon 2500 kr. í umbætur á húsinu. Þegar nú vantar meira en þann verö- auka, sem hann geröi á jörSinni, ætti litiö aö vera orSið eftir af henni sjálfri. Jeg efast eigi um, að hægt sje aö kosta 2600 kr. til viSgeröar eöa end- urreisnar ibúöarhúsinu í Gaulverja- bæ, en mjer þykir eigi líklegt, aS stjórnarráöinu þyki ástæöa til þess aö reisa og halda viS húsi 8—10,000 kr. virði á jörS, sem ekki er goldiö nema 250 kr. eftirgjald eftir. AS minsta kosti er þaS eSlilegt, aS Jón Magnússon þykist ekki vera skyldur til þess aö sjá stjórnarráðinu fyrir slíku húsi. p. t. Reykjavík, 10. ágúst 1915. Björn Gíslason. Grískudósentinn. Úr Baröastranda- sýslu er skrifaS 19. júlí: „Austur- BarSstrendingar eru nú aö senda á- skorun til alþingis um afnám em- bættisins sæla, sem stofnaö var á þinginu 1914. Öllum er ljóst, hvernig embætti þetta er til komiS, og ætl- umst viS kjósendurnir til þess af þing- manni okkar, aS hann beiti sjer fyrir þessu máli, sem ætti aS vera auSsótt. En áskorunin er svo hljóðandi;

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.