Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 25.08.1915, Síða 2

Lögrétta - 25.08.1915, Síða 2
LÖGRJETTA 138 Nýjustu bækur: íslensk söngbók. 300 söngvar. 2. útg. endurskoöuö. Verð innb. kr. 1.75. Guðm. Finnbogason: Vit og strit. Verð innb. kr. 1.35. Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Rvík. LÖGRJETTA kemur út á hverjum miff- vikudegi og auk þess aukablöff við og við, minst 60 blöff alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á lslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi I. júlí. H. N. ætlaði sjer aS prjedika og flytja fyrirlestur á Blönduósi í heim- leiðinni. Mjer fanst það vekja almenna sorg, að hann gat ekki látið úr því verða. Menn höfðu hlakkað svo mik- ið til. Og frjetst hafði, að menn ætl- uðu að fjölmenna úr allri austursýsl- unni til þess að hlýða á hann. Sannleikurinn er áreiðanlega sá, að hugir þjóðarinnar eru óðum að ljúk- ast upp þessi siðustu ár fyrir öllum nýjum hugsunum og öllum nýjum fróðleik, sem til hennar nær. En ekki sist, þegar þær hugsanir og sá fróð- leikur kemur að einhverju leyti ei- lífðarmálunum við. Ef jeg hefði ver- ið í nokkrum vafa um það áður, þá hefði allur sá vafi horfið í þessari ferð. Mjer er vel kunnugt um það, að þetta er ekki eindregið gleðiefni öll- um, sem eftir þessu hafa tekið. Sum- um finst nú vera að renna- upp ný hindurvitna og hjátrúar-öld. Aðrir eru hræddir um, að aukin umhugsun um eilífðarmálin muni veikja áhug- ann á því lífi, sem oss er ætlað að lifa hjer á jörðunni. Enn aðrir hafa fest ást á gömlum trúarkenningum og óttast, að nú sje þeim hætta búin. Jeg ætla ekkert um það að deila að þessu sinni, hvort það sje rjett eða rangt, sem fyrir þessum mönnum vak- ir. Jeg bendi að eins á breytinguna. Það er áreiðanlega hollast hugsandi inönnum að athuga tákn tímanna og loka ekki augunum fyrir þeim, hverj- um augum, sem menn kunna á þau að líta. Búskapurinn. Jeg var í Norðurlandi frá 8. júlí til 15. ágúst. Mestallan júlimán. voru sífeldir kuldar. Hitinn venjulegast frá núlli til 5 stiga, þar sem jeg var stadd- ur. Og áður höfðu kuldarnir verið álíka, nema dag og dag. Mig stór- furðaði á þvi, hvað túnin spruttu, þrátt fyrir kuldann. Það leyndi sjer ekki, að þau eru nokkurn veginn ó- drepandi, þar sem góð rækt er í þeim. Ekki allfáir sögðu mjer, að hjá sjer hefði töðufall orðið í meðallagi. Hjá flestum mun það þó hafa orðið tölu- vert minna, einkum þeim, sem slógu snemma. En merkilegt samt í mínum augum, hvað grasið var mikið á tún- unum. Þar á móti voru grashorfur lengi afarillar utan túns. Síðustu vikurnar spratt jörð nokkuð, en sumstaðar mun grasvöxtur hafi beðið þann hnekki af kuldanum, að hann hafði ekki mikið gagn af hlýindunum, þegar þau loks- ins komu. Ekki voru bændur samt neitt dauf- ir í dálkinn, enda höfðu naumast verulega ástæðu til þess. Einn bónd- inn sagði mjer, að hann hefði að jafn- aði fengið 8 kr. fyrir hvert kindar- reifi. Peningarnir voru að streyma inn í sveitirnar fyrir hestana, um 200 kr. fyrir þriggja og fjögra vetra hesta, sem lítið eða ekkert hefur ver- ið kostað til, og langt um meira fyrir suma. Jeg heyrði sagt, að einn skag- firski bóndinn hefði selt þá 22. Svo er fjárverðið, sem í vændum er í haust. Alt hefur hækkað i verði, sem selt er. Vegabótamenn keyptu mjólk fyrir 18 au. pottinn langt uppi í sveit. Einn bóndi, sem bú reisti í vor; keypti ærnar á 40 krónur. Margir töldu það fásinnu þá. Ekki vantar mikið á, að afurðir ærinnar þetta eina sumar borgi ærverðið alt. Fólkið vill búa. Mikið hefur verið um það talað, að fólkið tolli ekki í sveitunum, sje friðlaust eftir því að komast í kaup- staðina. Mjer virðist það ekki nema hálfur sannleikur. Með vaxandi menn- ing sveitafólksins hefur ástin á sveit- unum áreiðanlega eflst. Sjálfsagt eiga bændaskólarnir drjúgan þátt í því. Hinu verður ekki neitað, að fólk er fremur ófúst á að vera í vinnumensku Jeg gæti trúað því, að það sje eitt af merkismálunum, sem vitmönnum bændastjettarinnar ríður á að ráða fram úr, að finna fyrirkomulag, sem vinnufólkið sættir sig við og ekki lamar hættulega hagnað bændanna. Fremur ósennilegt er, að það sje í raun og veru ókleift. Það, sem búlaust fólk í sveitunum þráir mest, er að geta reist bú sjálft. Það vill langhelst vera kyrt í sveit- inni. En það vill „eiga með sig sjálft“. Og engin jörð fæst, hvorki til bygg- ingar nje kaups. Væri nokkur jörð seld fyrir norðan, þá hefði hún sjálf- sagt hækkað mikið úr því verði, sem hún var í fyrir fáum árum. Samt má að líkindum ekki draga af miklar á- lyktanir af einu koti, sem keypt var fyrir fáum árum fyrir 2000 kr., en selt í vor fyrir 5200, því að það kot er mjög nærri kauptúni, og kaupandi átti þess sjerstakan kost að gera sjer mikið úr því. En hvað um það — menn hafa sterka trú á búskapnum, — þó að þeir berji sjer svona við og við, — bæði þeir sem reka hann og þeir sem ekki eiga þess kost að eiga við hann fyrir sjálfa sig. Fjöldi manna þráir ekkert annað fremur en að mega rækta landið, geta ræktað það. Allur meginhluti landsins liggur annaðhvort ónotaður, eða þá ekki notaður nema að ofurlitlu leyti. Menn eiga þess engan kost að nota það. Og menn eru ávíttir fyrir það að leita burt. Þetta er alt saman nokkurn veginn svo öfugt og andhæl- islegt, sem það getur verið. Peningana vantar. Menn virðist ekkert greina á um það, að jarðræktin svari kostnaði. Menn eru sammála um það, að mjer skilst, að hún sje öruggasti atvinnu- vegur landsmanna. Meðal annars hef- ur þetta sumar sýnt það á Norður- landi. En það er fyrst og fremst pen- ingaleysið og óhentug lánskjör, sem stýfla framfarirnar og reka fólkið burt úr sveitunum. Þetta er eitt af þeim vandamálum, sem stjórnmálamenn okkar verða að ráða fram úr. í þessu efni er ekki til neins að vísa mönnum á hinar og aðrar dygðir, sem eigi að fleyta öllu áfram. Það þarf að útvega peninga til þess að rækta landið, eins og til annara framfara. Og þá peninga, sem landbúnaðinum eru ætlaðir, verður ja.fnframt að nota til þess að fjölga býlunum. Með öðru móti er ókleift að halda í sveitunum meiru en litlu broti af þeim fjölda, sem þar ætti að vera og þar gæti lifað góðu lífi. Eitt dæmi. Jeg ætla að endingu að minnast á eitt dæmi peningaleysisins, sem sá maður sagði mjer sjálfur, er í hlut á. Hann keypti jörðina af landssjóði í fyrra vor, og greiddi þá afborgun, sem áskilin var. Jörðin er í veði fyrir því, sem eftir stendur. Hann tók við henni með bæjargreni, sem með öllu var ólíft í. Síðan hefur hann reist mikið og vandað steinhús, sem vænt- anlega stendur margar aldir og full- nægir húsnæðis-þörfum þeirra, sem á jörðinni búa eftirleiðis. Lántöku- magn jarðarinnar vex ekkert við þetta. Hann fær ekki einum eyri meira út á jörðina, þó hann hafi gert þetta. Nú hagar svo til á jörðinni, að stórt svæði, þar sem aldrei hefur ver- ið sleginn nokkur baggi og eingöngu er bithagi, liggur ágætlega við vatns- veitu. Kostnaðurinn hefur verið at- hugaður nákvæmlega. Hann mundi verða um 2000 krónur. Ráðunautur Búnaðarfjelagsins áætlar, að þegar vatnsveitan væri komin í lag, mundi mega heyja á þessu svæði um 2500 hesta árlega. En maðurinn vissi ekki af neinni þeiri stofnun á landinu, sem mundi lána þessar 2000 krónur til þess að koma upp þessum slægjum! Er það undarlegt, að framfarirnar sjeu nokkuð hægfara hjá okkur, með- an við búum við annað eins ástand ? Einar Hjörleifsson. Gaman oo aluara. „Gaman er að börnunum/' sagði konan, sem átti þau spaugileg. Skatta- mennirnir nýju eru litlu óskemtilegri, hvort sem þeir heita Gísli, Þórður, Jakob, Ottó, „Sanngjarn“ eða önnur ósköp. Öllum virðist þeim sameigin- leg öfundin yfir því, að bændur hafa nú fyrst í eitt skifti fengið s a n n- g j a r n t verð fyrir lagðana af þeim fáu kindum, sem þeir nú eiga, eftir undanfarna 2 ára óárun og offörgun. Fyrir það á nú að leggja á þá ,,stríðs- skatt“! Ekki þarf að taka tillit til þess, að þeim er nú, sem öðrum, alt, sem kaupa þarf, miklu dýrara en ver- ið hefur, t. d. vinna öll; kaupamenn, sem áður kostuðu 12—15 kr- um viku' kosta nú 20—24 kr., án þess að vera duglegri, 0g vinna þó skemri tíma á dag, nú 10—12 tíma, en 12—15 áður. Líkt er um flestar vörur: —V* dýr- ari nú en verið hefur, o. s. frv. Tapast hefur poki á veginum frá Jóni á Vaðnesi upp að Geithálsi, sjó- hattur, skinnstakkur, jakki og fl. Finnandi er vinsamlega beðinn að gera mjer aðvart. Háarima, 9. ág. 1915. Sigurður Guðnason. Svo ýkja þessir skattaherrar stór- um verð landvörunnar. Gæruverðið í fyrra, sem þeir eru að „sítjera“ í, varð til eftir að gærusalan var um garð gengin að mestu. Mest af ullinni var selt fyrir kr. 4.10 — 4.18 kgr. eða 2.05—2,09 pd. „Sanngjarn" segir 4.90 eða 2.45. Kynlegur er þessi sónn um það, að kjötið verði gert of dýrt fyrir landsmenn. Eiga bændur að neita boðum, sem þeir fá í það frá útlöndum, eftir að þeir á eigin kostn- að eru búnir að bæta svo vöruvönd- unina, að það hefur náð áliti? Og hví er ekki sami sónninn um fiskinn, sem unnið er að á alls landsins kostn- að að gera svo útgengilegan, að ó- kleift er fyrir landsmenn að kaupa hann? En því hefur sá „sanngjarni"' gleymt, eins og fleiru, að nú var kraf- ist betri verkunar á ullinni en áður og hafðir matsmenn við móttökuna. En það má telja víst, sje ullin verkuð vel og flokkuð eftir gæðum, að þá megi koma henni í það álit, að svipað verð sem nú fáist sem oftast fyrir hana. Og ætti þetta að kenna bændum að hafa betri samtök um slíkt, eins og þeir nú hafa um smjörið í rjómabú- unum og sláturfjárafurðirnar i Slát- urfjelögunum. Nýskattingar tala um að leggja skatt á gróða bænda af framleiðslu- vörum þeirra, umfram það er þeir kosta til, eða sem fenginn er án til- verknaðar framleiðenda. Sama ætti þá líklega að gilda um aðra. Verka- fólk alt fær þá líklega að borga nýjan skatt af kauphækkun þess, ef það ekki afkastar meiri vinnu en meðan kaupið var lægra? Kaupmenn fá þá að borga nýjan skatt af þvi, sem þeir hækka verð á vörum umfram nauð- synlegan tilkostnað, 0. s. frv. Það er siður en svo að haft verði á móti því, að skattar sjeu á lagðir. eftir tekjum. En ef fara á að hafa það fyrir mælikvarða, sem verið hefur áður, eða hvað ætla má að tekjurnar sjeu í meðalári, og þjóðfjelagið eign- ar sjer það, eða hluta af því, sem um- fram verður er betur gengur; er þá ekki jafn-„sanngjarnt“ að það bæti upp hallann er illa gengur? Það hlýt- ur svo að vera miðað við það sem áður hefur átt sjer stað. Hingað til hafa framleiðendur orðið að nota af- gang góðu áranna, til að bæta sjer upp halla óáranna. Breytingin verður þá að eins sú, að landssjóður hirðir gróðann og bætir skaðann, er hann ber að höndum. Skyldi sú aðferð reynast heppilegri ? Vel líkar mjer sú tillaga hins „sann- gjarna“ í Lögr. að láta ráðh. ein- an um að leggja á þennan nýja skatt. Þess ætti að mega vænta að í ráð- herrastöðunni yrði oftast maður, sem hugsar áður en hann ályktar. En til- lagan hefði getað farið lengra í sam- ræmi við hugsunina. Eða er ekki brotaminst að þingið gefi ráðherra eitt skifti fyrir öll heimild til að gefa út lög þau, sem honum sýnist þörf á fyrir landið ? Slíka heimild gæti þingið, með afbrigðum frá þingsköp- um, afgreitt á einum degi, og þing- menn síðan farið heim eftir velunnið dagsverk — og svo sparaðist allur, þinghaldskostnaður framvegis. Eitt- hvað mætti við það fje gera. Og trúa mætti núverandi ráðherra til að leysa verkið af hendi, slikur pennastarfs- berserkur sem hann er. Hafi hann unnið einn þriðja alls þingsstarfsins fyrsta þingár sitt, í fyrra, má búast við að hann nú geti tekist á hendur að framkvæma það alt. Flest annað eru smámunir hjá skattalöggjafa- starfinu, sem nú á að fá honum ein- um í hendur. Sanngjarnt væri, að „sanngjarn" fengi „skatt“ af því sem sparast viö þetta fyrirkomulag. B. B. Stríðið. Khöfn 20. ág.: „Þjóðverjar hafa tekið Kowno og Novo Georgiewsk. Rússar hörfa frá stöðu sinni í nánd við Kalwarja. Þjóðverjar hafa tekið járnbrautarlínuna milli Bjelystok og Brestlitowsk og brotist inn yfir kast- alana hjá Brestlitowsk. Rússar hafa hörfað austur fyrir Bugfljótið.“ í síðasta tbl. fjell af vangá burtu skeyti, er sagði, að bandamenn sæktu lítið eitt fram á vesturherstöðvunum. Franskt loftskip hefði verið eyðilagt. Her Þjóðverja nálgaðist Kowno, hefði tekið Lomza og sækti fram á allri austurherlínunni. Nú um hríð hefur mest kveðið að viðureign Þjóðverja og Rússa á austurherlínunni. í Póllandi hafa Þjóðverjar sótt mjög mikið fram, og eins norður við Eystrasaltið. Þar stýrir Hindenburg árásinni, og nú hefur her Þjóðverja um hríð sótt að Ríga. Síðustu fregnir benda á, að þar sje allmikil fyrirstaða af Rússa hálfu, og hafa Þjóðverjar nú einnig sótt þar á með herskipum og sjóor- usta staðið í Rígaflóa, en nánar fregn- ir af henni hafa ekki borist enn. Lík- legt er, að Þjóðverjar hugsi sjer að sækja austur með Eystrasalti alla leið að St. Pjetursborg, og þar sem þeir nú hafa tekið Warschau, hafa þeir náð miklu meiri tökum en áðui á járnbrautarsambandinu þar eystra. Á syðri hluta herlínunnar þar eystra hafa Rússar, eftir síðustu fregnum að dæma, hnekt framrás Þjóðverja í bili. Þó er það auðsætt, að viðureigninni hallar nú yfirleitt alstaðar á Rússa. Það var sagt um síðastliðin mán- aðamót, að hvorir um sig mundu hafa um 1 y2 miljón þar á orustusvæð- inu undir vopnum. En sá er mun- urinn, að Þjóðverjar eru vel búnir að vopnum, en Rússa vantar þau. Þeir eyða nú landið um leið og þeir yfir- gefa það í hendur Þjóðverjum, brenna bæi og þorp og spilla ökrum, en flytja undan alt það, sem þeir geta með sjer haft.. Um Tyrki er það einnig sagt, að hjá þeim sje nú vopnaskorturinn að verða mjög tilfinnanlegur. Austur- ríkismenn og Þjóðverjar hafa viljað fá að koma hertækjum til þeirra yfir Rúmeníu, en það hefur ekki fengist. Um þetta hefur lengi gengið í miklu þófi, svo að um tíma var svo að heyra sem ófriður ætlaði úr því að verða, og miklar og sundurleitar sögur hafa gengið um það, að öll Balkanríkin væru að dragast inn í ófriðinn. Báðir málsaðilar hafa boðið þeim, hverju um sig, mikið til fylgis við sig. En alt virðist vera óútkljáð enn um afstöðu þeirra til ófriðarins. Tyrkir hafa lát- ið af hendi land við Búlgara, hvað sem undir því býr, og bæði Austur- ríkismenn og Rússar hafa boðið Rúmenum landaukning. Þjóðverjar bjóða nú Serbum friðarkosti á kostn- að ítala, og margt gerist nú þar syðra. sem ótrúlegt hefði áður þótt. Venize- los er aftur tekinn við stjórn í Grikk- landi, en óvíst nú, hvað það boðar, er ítalía er komin út í ófriðinn banda- mannamegin. Og nú hefur frjetst, að ítalir hafi sagt Tyrkjum stríð á hend- ur, og koma þeir þá einnig inn í leik- inn við Dardanellasundið. Alt til þessa hefur sókn bandamanna þar gengið á annan veg en þeir ætluðust til í fyrstu og er megn óánægja yfir því í Englandi. Um viðureign ítala og Austurríkis- manna er ekki mikið að segja og virð- ist hún ganga i þófi. Og sama er að segja um viðureignina á vesturher- stöðvunum. Mikið umtal varð hjer síðastliðinn laugardag út af skeyti frá Khöfn, er sagði, að Þjóðverjar hefðu brotið hlutleysi Danmerkur, án þess að geta frekar um í hverju það brot lægi. En svo kom í ljós, að þar var að ræða um viöureign þýskra varðskipa við enskan kafbát, er farið hafði suður um Eyrarsund. Stjórnarráðið spurð- ist fyrir um þetta hjá skrifstofu sinni í Kaupmannahöfn og fjekk svohljóð- andi svar: „Bretskur kafbátur strandaði á Salthólma á leið til Eystrasalts. Þýsk varðskip urðu vör við strandið og skutu á hann. Þau voru utan við landhelgislínu. Helmingur kafbáts- manna fjell fyrir skotum þýsku skip- anna, en þau hurfu frá, er danskir fallbyssubátar komu þar að. ’ Danska stjórnin mótmælti þessu broti á hlutleysi Dana, og Þjóðverjar munu sennilega biðja afsökunar. Mál þetta er af lítilli þýðingu og er alveg samskonar og þá er Rússar brutu hlutleysi Svía með því að skjóta á þýska herskipið Albatros, sem strand- aði við Gotland.“ í gær fjekk stjórnarráðið aftur svo- hljóðandi skeyti frá skrifstofu sinni í Khöfn: „Saltholmsmálinu er lokið með ein- faldri afsökun Þjóðverja.“ í blöðum þeirra þjóða, sem í ó- friðnum eiga, er nú oft deilt um hern- aðaraðferðina, á sama hátt og áður var um það deilt, hverjir hefðu átt upptökin að ófriðnum, hverjum hanrt væri að kenna. Frá beggja hálfu eru bornar fram sakir fyrir brot á hern- aðarreglum þeim, sem taldar voru gildandi áður en ófriðurinn hófst. En reglur þær hafa af hvorugum verið haldnar svo, að ekki megi með rjettu að því finna, og slíkar reglur verða án efa aldrei settar, að þeim verði til fullnustu fylgt, þegar á reynir og um líf og sjálfstæði heilla þjóða er að tefla. Sakaráburður um þessi efni frá hvorum um sig af þeim, sem við eig- ast í ófriðnum, verður því að skoðast með allri varúð, enda hefur það hvað eftir annað sannast, að blaðasögur um hryðjuverk i stríðinu hafa reynst uppspuni einn. Hjer eigast við helstu mentaþjóðir heimsins og mannúðar- og siðferðis-reglunum er án efa af báðum fylgt fram að svo miklu leyti, sem hægt er að gæta þess í slíkum ófriði. Einstök dæmi sanna auðvitað ekkert í þessu máli, því sjálfsagt er, að brot koma fyrir á mannúðar- og siðferðis- reglum hjá þeim, sem við hernaðinn fást, eins og stöðugt á sjer stað í borgaralegu lífi. Frjettir. Dáin er á Landakotsspítalanum hjer í bænum kvöldið 23. þ. m. frk. Anna Sigríður Arasen, eftir þunga legu. Hún var dóttir Ara Arasens læknis á Flugumýri í Skagafirði, fædd þar 1. des. 1853 og ólst þar upp hjá foreldrum sinum. Faðir hennar dó 1881, en eftir það var hún hjá móður sinni, þangað til hún andað- ist, 1893. Þá fluttist hún til Reykja- víkur og var hjer eftir það. Bjuggu þær hjer saman systurnar, Kristín kenslukona, sem andaðist 26. febr. síðastl. ár, og Anna Sigríður. Þriðja systirin, frk. Guðlaug Arasen kenslu- kona, lifir þær, og ljet hún sjer mjög ant um systur sína í veikindum henn- ar, en bróðir þeirra er Þorvaldui Arasen bóndi á Víðimýri í Skaga- firði. Frk. Anna Sigríður var greind og góð kona, mikið gefin fyrir bæk- ur, glaðlynd, trygglynd og vel látin af öllum. sem henni kyntust. Einar Hjörleifsson rithöfundur og frú hans, eru nýkomin heim úr ferð um Norðurland; hafa verið þar frá því snemma í júlí. Aflabrögð hafa verið góð norðan- lands frá því í júlí, síldarafli mikill á Siglufirði og Eyjafirði. Einnig er nú sagður góður afli á Vestfjörðum. „ísland“, hið nýja og vandaða skip Sam. gufuskipafjelagsins, kom hing- að í morgun, og er það fyrsta ferð þess milli landa. Það mun vera vand- aðasta farþegaskipið, sem hjer hefur verið í förum. Skipstjóri á því er Aasberg kafteinn, sem áður var skip- stjóri á „Botníu“ og mörgum er hjer að góðu kunnur. Landsbankinn og pólitíkin heitir bæklingur, sem nýkominn er út, eft- ir Árna Árnason frá Höfðahólum, og heldur höf. því þar fram með rjettu, að bankastjórar Landsbankans ættu ekki að gefa sig við pólitískum deilu- málum, og að þeim ætti að vera bönn- uð þingseta og flokksmálaafskifti eigi síður en dómendum yfirdóms- ins.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.