Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.01.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 05.01.1916, Blaðsíða 4
4 Svo hjelt jeg 2 fyrirlestra í Hálsa- sveit. Vel sótt. Gisti í Giljum hjá frænku minni. Þar er steinhús mikiS og jarðabætur allmiklar. Svo aS Eyri í Flókadal, fór frá Flóka yfir skóglendi talsvert, en meö feysknara móti var smáskógur sá,mig minnir aS maSkur hafi valdiö því þar eins og víöar. Á Eyri voru aS eins 4 heimilis- menn. En víSar líkt fáment og góS- ment. FurðaSi mig því, meöal annars, hvaS fólk sótti vel fyrirlestrana,eink- um þarna víöa í uppsveitunum. Á ein- um stærri bænum var t. d. bara eitt gamalmenni heima, hitt alt, konur sem karlar, ungir sem gamlir, gekk langa leiö til fyrirlesturins. Á Lundi hjelt jeg tvo fyrirlestra i kirkjunni; margt fólk. Sjera Siguröur er þar, þægilegt lipurmenni. Svo gisti jeg á Krossi hjá annari frænku minni og maöur hennar flutti mig ofan að Hvítárbakka. Þar hjelt jeg 4 fyrirlestra; mest fyrir skólann. Fanst mjer mikiö um byggingar þar. Og skólastarf og ritstarf Siguröar á skilið, að því sje haldið vel fram, því það gerir mikið gagn. Hann er mikil- menni. Meira um það síðar. VIII. Nær firðinum. Seinna hjelt jeg tvo fyrirlestra í Borgarhrepps U. m. f. Vel sótt eins og annarstaðar. Það er fámennasta fje- lagið þarna uppfrá, og hefur átt við einna mesta örðugleika að stríða, fje- lagsleysi og misskilning t. d. Eru þó úrvalsmenn i því. Það hefur haldið jólatrje á hVtrri jólahátíð til skemt- unar fyrir fullorðna og börn, gengist fyrir stofnun lestrarfjelags og fl. Jeg gisti á Svarfhóli og Siðumúla- veggjum hjá bestu fornvinum, og í Lækjarkoti hjá systur minni. Þótti mjer þá tíminn verða heldur stuttur enn. Þuríður á Svarfhóli er einhver sjálfstæðasta gáfukonan, sem jeg hef þekt. Og þar samsvara mannkost- irnir gáfunum, en slikt er, því miður, fágætara en margur hyggur. Margar bestu manneskjurnar, sem jeg hef kynst, hafa ekki verið taldar með gáfumönnunum. En í gáfu- mannaflokknum hef jeg hitt á lök- ustu eintökin. Þarna er nú eitt ósam- ræmi mannlífsins. Bendir það mjer á, að mannkynið sje líklega ekki æðsta listaverkið skaparans, nema þá það hafi einhverntíma áður verið það, og verði það aftur einhverntíma seinna. Efni fyrirlestra minna, og enda samtalsins, varð alt af eitthvað um heimsstriðið. Það er líka efni, sem um þarf að hugsa. Það bendir svo á- takanlega á skufdadaga menningar- innar. Og allir hugsandi menn spyrja: „Hvað getur hún nú?“ IX. Æskustöðvar. Jeg get ekki — úr því jeg fór að rita um þessa ferð — setið á mjer að minnast á bernsku, og fyrstu æsku- stöðvar mínar, Ásbjarnarstaði í Stafholtstungum. Ekki fyrir það, að viðtökur voru þar ágætar, því slíkt var nú daglegt brauð í allri ferðinni. Heldur ekki svo mjög fyrir það, að þar býr gáfumaðurinn Halldór Helga- son Einarssonar fósturföður míns, og er skáld og mælskur maður en lætur lítið um sig, er honum því lítil þægð í lofi. Nei, aðalorsökin er sú, að heim- ili mitt þarna var eitthvert langbesta menningarheim- ili 1 a n d s i n s. Það sje jeg nú bet- ur en áður. Þá hjelt jeg að það væri rjett með betri meðalheimilum. En það var miklu meira. Það var fyrsti skólinn minn, var sem lýðháskóli í heimilisstíl, var og fyrirmynd í mannúð. Guðleg, söguleg, og skáldleg, já, náttúrufræðisleg menning var þar á hærra stigi víðast hvar gerist hjá æðri sem lægri, utan lands sem innan. Að minningu þessari bjó jeg og bý jeg alt af. Hef getið heimilis þessa í ,,Óðni‘, „Nýju kirkjublaði“, „Skólablaðinu“ og í útlendum blöðum líka. Það er nú naumast að marka, þótt mjer þyki útsýnið fallegt þarna. Verð þó að drepa á það. Síðufjallið suður og austur af bænum mun nú ekki þykja svo tilkomumikið. En stórkost- legir og breytilegir hamrar eru norð- vestan í því. Eru þar margir stórir og fagrir burnirótarskúfar á hamra- syllunum; og margir fallegir fossar í giljunum. Og af háfjallinu sjest öll dýrð austur-jöklanna; Botnssúlur, Skarðsheiði, Baulurnar og fjöldi ann- ara fjalla kringum Borgarfjörð. Frá bænum blasir og blánar hið form- LÖGRJETfA fagra Hafnarfjall í vestri og svo flöt ströndin Faxaflóans. Þar rennur skammdegissólin til viðar og þar er oft fagurbjart i norðanátt. En mót norðvestri og norðri er þó langfallegast. Hver fegurð bak við aðra, ólík þó hver annari. Fyrst eru fagrar skógarsljettur og skógarhliðar hver upp af annari fram að afrjett- um. Bak við þær blasir Þverárhliðar- hálsinn, og er ögn bláleitari, en sjer þó vel i mörgu skógana hans, og líka lækina hans. Og bak við-hann eru Baulufjöllin og vestur af þeim afrjettarfjöll MýraT. manna. Eru einir 4 keylumyndaðir tindar á þeim og aðrir sátumyndaðir. Þar rann oft sól á kvöldin, og bak við þessi sólarlagsfjöll mín bjó jeg mjer fyrrum marga unaðsheima. Óska jeg skaparinn láti mig ekki þurfa að vera langt frá fjöllunum þessum það sem eftir er æfinnar. Dularfulla eyjan. Eftir Jules Verne. VII. KAPÍTULI. Daginn eftir lagði Ayrton aftur af stað til húss síns. Smith vildi ekki láta hann fara einan vegna sjóræn- ingjanna, en Ayrton tók ekki annáð i mál. Klukkutíma'seinna símaði Ayr- ton að hann væri kominn heilu og höldnu. Um kvöldið ætlaði Smith aft- ur að tala við hann í símanum, en Ayrton svaraði þá ekki. Smith hugði að hann myndi ekki vera viðlátinn og hugsaði ekki frekar út í það. En morguninn eftir kom heldur ekki svar frá Ayrton. Þetta þótti þeim fjelög- um ískyggilegt og ásettu sjer að fá vissu sina um, hvernig á því stæði. Nab varð eftir til að gæta hellisins, en hinir fjórir lögðu af stað til girð- ingarinnar og höfðu Top með sjer. Þeir höfðu eigi gengið alllengi, áður en þeir sáu að einum símastaur hafði verið velt um og síminn slitinn. Að hálftíma liðnum komu þeir að húsi Ayrtons. Hurðin stóð i hálfa gátt og alt var hljótt inni. En áður en nokk- urn varði var skotið inni á milli trjánna og Herbert fjell til jarðar. „Hann er dauður,“ hrópaði Pen- croff. Að vörmu spori kom önnur kúla og gekk sú gegn um hatt Smiths. í sama bili kom Smith auga á skot- manninn, er ekki var meira en fimm faðma frá. Var hann þá ekki seinn á sjer, hljóp að honum og lagði hann í gegn með hnífi. Meðan þetta gerðist, báru þeir Spilett og Pencroff Herbert inn i kofa Ayrtons. Kofinn stóð tómur, en alt sýndist þar óhreyft. Þeir lögðu Herbert í rúm Ayrtons og Spilett tók að kanna sárið. Kúlan hafði farið inn í vinstri síðuna og út aftur, svo ekki var annað að gera en binda um sárið. Hann var stöðugt meðvitundarlaus, en lifsmark þó sjá- anlegt með honum. En hvað var orðið um Ayrton? Því miður voru engar líkur til annars en að sjóræningjarnir hefðu ráðist að honum og drepið hann. Og gátu þeir ekki sjálfir átt von á sömu örlögun- um? Til hellisins máttu þeir ekki leita að sinni, því sá flutningur hefði riðið Herbert að fullu. Þeim var því eigi annars kostur en að láta fyrirber- ast þar sem þeir voru komnir, þó það væri engan veginn hættulaust fyr- ir þá. Þegar þeir voru búnir að vera þarna nokkra daga, var það einn morgun að Top tók að gelta. Smith gekk til dyranna til að vita hvað um væri að vera. Hann hafði ekki fyr opnað hurðina en apinn Jup hljóp inn. Hann var póstur frá Nab og betri póst var varla unt að fá á Lincolns- ey. Um háls hans var bundinn seðill og á hann hafði Nab skrifað: Föstudagur, kl. 6, morgun. Sjóræningjar hafa tekið garðinn. Nab. Þeir litu hver á annan án þess að segja nokkuð. Það var ársvinna þeirra, sem nú var að likindum alveg ónýtt. Klukkan var nálægt sjö, þegar Jup kom. Það voru allar líkur til að sjó- ræningjarnir væru enn þá í garðinum og vegurinn því óhultur. Gætu þeir komið að sjóræningjunum óvörum, var ekki óhugsandi að þeim tækist að ráða þá alla af dögum. En hinsvegar stóð þeim stuggur af að flytja Her- bert. Raunar hafði hann oft talað um að láta flytja sig dagana næstu á und- an og nú vildi hann fyrir hvern mun komast af stað sem fyrst og hugði sig vel ferðafæran. Og endirinn varð sá, að þeir fóru. Herbert fluttu þeir í vagni. Ekkert markvert skeði á leiðinni. Ræningjarnir voru farnir þegar Smith kom að garðinum. En þeir höfðu látið eftir vegsummerki. Korn- ekrur og matjurtagarðar voru eyði- lögð, hænsnahúsið brotið niður og kornmylnan stóð í björtu báli. Þetta var meira en Herbert þyldi. Það leið yfir hann í vagninum og hann var borinn meðvitundarlaus inn í hellinn. Hann fjekk brátt mikla hitasótt og sárið ýfðist upp að nýju. Herbert lá lengi fyrir dauðanum. í byrjun janúar var svo komið að Spi- lett tjáði þeim að Herbert myndi ekki lifa af, ef hann fengi hitaveikiskast enn þá, einkum þar sem þeir hefðu pkki kínin*. Milli hitaveikiskastanna var Herbert alveg rænulaus og vöktu þeir yfir honum bæði nótt og dag. Eina nótt, þegar Nab vakti, vakn- aði Herbert og var með óráði. Nab duldist það ekki að hann hafði fengið hitáveikiskast. Hann flýtti sjer út að yekja fjelaga sína, því hann bjóst við að Herbert væri að skilja við. En Nab var varla fyr kominn út, en hann heyrði að Top tók að gelta og þegar þeir komu inn aftur, stóð hundurinn við brunninn með tindrandi augum og froðufeldi af heipt. Þeir stóðu nú allir fjórir kring um rúm Herberts, sem auðsjáanlega var aðframkominn. Svo vildi til að Pen- croff varð litið á borðið. Þar sá hann smáöskjur, er hann kannaðist ekki við. Hann tók þær og opnaði. Og hann hefði víst ekki orðið meira undr- andi þó hann hefði sjeð engil af himn- um ofan. Það var kínin í öskjunum! Herbert var borgið. í janúarlok var hann farinn að klæðast og um miðj- an febrúar var hann næstum jafn- góður. Þá fyrst gátu þeir farið að hugsa um ferðina fyrirhuguðu. Tvent var það, sem þeir höfðu fyr- ir augum með þeirri ferð. Fyrst og fremst að leita að velgerðavini sín- um, hjálparandanum, sem nú síðast hafði bjargað Herbert. En jafnframt höfðu þeir sjóræningjana í huga. Þeir höfðu drepið Ayrton og Herbert hafði nærri farið sömu leiðina. Það var því ekki framar að tala um að vægja þeim. í lok febrúar lögðu þeir af stað. Allir voru með í ferðinni og á vagn- inum fluttu þeir matvæli, áhöld og skotfæri. Ætluðu þeir sjer að kanna alla þá hluta eyjarinnar, er þeir enn eigi höfðu farið um. Fyrst hjeldu þeir gegn um skóg- lendi mikið í suðvesturhluta eyjar- innar. Víða urðu þeir að höggva sjer braut gegnum skóginn. Hjer og þar sáu þeir merki þess að sjóræningj- arnir höfðu komið þar, en fundu ann- ars ekkert markvert. Eftir 12 daga ferð voru þeir aftur komnir á nánd við girðinguna og hús Ayrtons. Þeir bjuggust hálft í hvoru við að sjóræningjarnir hefðu sest þar að og fóru því með mestu aðgætni. Þeir komu um nónbil að rjóðrinu, en hjeldu sig inni í skóginum þangað til dimt var orðið. Þegar um það leyti var orðið full- dimt, hjeldu þeir Pencroff og Spilett fram úr skóginum til að njósna. Báð- ir höfðu byssu og voru reiðubúnir að hleypa af, hvað sem út af bæri. Þeir komust að girðingunni án þess að verða nokkurs vari. Hliðinu var I lokað og slá fyrir að innan. Þeir gengu spottakorn með girð- ingunni, þangað til þeir komu móts við gluggann á húsinu. Það logaði ljós í húsinu! En hvernig sem þeir hlustuðu, gátu þeir eigi nokkurt hljóð heyrt frá því. Sennilegast var að ræn- ingjarnir svæfu. Gætu þeir komið þeim að óvörum, var ekki vonlaust um, að þeir gætu náð þeim öllum á vald sitt. Pencroff og Spilett hjeldu aftur til fjelaga sinna. Þeir rjeðu ráðum sín- um stutta stund og urðu allir ásáttir um, að gera atlögu tafarlaust. Þeir hjeldu þegar af stað. En þegar að girðingunni kom, brá þeim heldur í brún. Hliðið stóð galopið! „Ræningjarnir hljóta að hafa geng- ið um síðan áðan,“ sagði Spilett lágt. Þeir gægðust inn fyrir. Ekkert sást og ekkert heyrðist. Þeir fóru því næst allir inn fyrir og læddust heim að liúsinu. Hitaveikismeðal. Um Hvalbaks-fískitímann skuluð þjer kaupa handa skipum yðar kol, salt og' matvæli hjá H.f. Framtídin, Seyðisíirdi. Fljót afg'reidsla. Áreiöanleg’ vidskifti. Ókeypis brygfgjuafnot ogf vatn. Skrifíð oss eða símið í tæka tíð. .P H.f. Framtídin. ]örð fæst til ábúðar. Jörðin ÚTHLÍÐ í Biskupstungum fæst til ábúðar í næstkomandi far- dögum. Menn snúi sjer til Gests Einarssonar, bónda á Hæli, eða Magnús- ar Sigurðssonar, lögfræðings i Reykjavík, sem gefur allar nauðsynlegar upplýsingar. Cyrus Smith fór að glugganum og leit inn. Það stóð ljósker á borðinu, en húsið sýndist mannlaust. Nei, nei, þarna hreyfðist þó eitthvað í rúminu. Smith sá strax að það var maður. Hann hreyfði sig aftur til, svo birtan fjell á andlit hans. Það var Ayrton! Að mínútu liðinni voru allir komn- ir inn. Ayrton virtist sofa. Auðsjeð var af andliti hans, að hann hafði tek- ið mikið út, og djúp för um úlnliði og ökla báru það með sjer að hann hafði verið bundinn. Smith beygði sig yfir hann og nefndi nafn hans. Ayrton opnaði augun og 1 eit á Smith. „Hvar er jeg?“ umlaði hann. „I húsi yðar, í girðingunni,“ sag$i Smith. „En ræningjarnir! Þeir koma, verj- iö ykkur!“ sagði Ayrton og hneig aftur niður. Herbert varð eftir hjá Ayrton en hinir fóru út að njósna um ræningj- ana. Tunglið var komið upp og var bjart úti. Þeir þurftu ekki lengi að leita að ræningjunum. Þeir lágu allir á lækj- arbakka skamt frá húsinu og — allir dauðir. Ayrton varð alveg undrandi þegar hann heyrði að ræningjarnir væru drepnir. Hann hrestist brátt svo, að hann gat sagt sögu sína. Frá þvi er ræningjarnir tóku hann, hafði hann verið í hellisskúta uppi í Franklins- fjalli. Fyrst hafði staðið til að drepa hann, en einn af ræningjunum kanti- aðist þá við hann frá Ástralíu og þfð varð honum til lífs. Ræningjarnir höfðu viljað þröngva honum til ið hjálpa sjer gegn eyjarskeggjum ög hann hafði liðið hið mesta harðrjetti. Hann hafði heyrt þá tala um fall Her- berts og að báturinn væri strandaður og brotinn. „Báturinn!" tók Pencroff fram í, „hvaða bátur?“ „Bonaventure,“ svaraði Ayrtoti. „Ræningjarnir höfðu fundið hana, siglt af stað og óðara strandað." Pencroff varð orðlaus af gremju en Ayrton hjelt áfram sögu sinni. Eftir því, sem hann var lengur hjá ræningjunum, hafði honum liðið ver. Þeir fóru illa með með hann og hann hafði vonda fæðu. Síðustu dagana var hann meðvitundarlaus og hann hafði enga hugmynd um, hvernig hann var þangað kominn. Næsta morgun gengu þeir allir þangað sem sjóræningjarn- ir lágu. Ekkert sár sást á þeim og yfir höfuð engin merki þess að þeir hefðu verið feldir af mannavöldum. En þegar þeir gættu betur að, sáu þeir þó ofurlítinn rauðan blett á hverj- um þeirra, á höfðinu á einum, öxl- inni á öðrum o. s. frv. „Það er verndarinn okkar, sem þetta hefur gert,“ sagði Pencroff. „Já, og hann hlýtur að ráða yfir einhverjum dularfullum öflum,“ sagði Smith. Þeir jörðuðu ræningjana og hjeldu því næst áfram ferð sinni. Þeir lögðu nú leið sína til Franklínsfjalls og könnuðu það sem best þeir máttu. í norðanverðu fjallinu fundu þeir-helli og fóru þeir Spilett og Smith inn í hann. Heyrðu þeir þá eitthvert ein- kennilegt hljóð, er þeir í fyrstunni ekki áttuðu sig á hvað var. Það voru eins og langar drunur og virtust koma neðan úr jörðinni. Þeir hlust- uðu lengi og heyrðu það æ betur og betur. „Það er eldfjallið að vakna,“ sagði Spilett. „Það mun rjett til getið,“ svaraði Smith. „En vonandi verður þó ekki gos, að minsta kosti ekki svo, að það nái til bústaðar okar.“ Þeir fóru úr hellinum og til fjelaga sinna og sögðu þeim frá þessu. Pen- croff sló því upp í gaman og sagðist ekki trúa öðru en verndarandinn þeirra gæti troðið upp í eldgig. Dag- ana næstu á eftir heyrðu þeir jafnan sama hljóðið, en reykur sást þó ekki. Einskis urðu þeir vísari um vernd- arandann, sem þeir kölluðu, hvernig scm þeir leituðu, og sneru þeir heim aftur við svo búið. Veturinn nálgaðist þegar, en á hon- um áttu þeir mikilsvarðandi verk fyr- ir höndum. Bonadventure var brot- inn og þeir höfðu ekki getað farið til Tabor til að láta skeyti i kofa Ayr- tons um það, hvar Ayrton væri nú niðurkominn. Enginn vissi hvenær Glenarvan lávarður myndi koma aft- ur, og það reið á því að flýta sjer. Þeir tóku líka strax til starfa, feldu trje, söguðu þau niður og þar fram eftir götunum. Allir gerðu sitt til að sem mest yrði búið áður en veturinn kæmi. En veturinn kom fyr en þeir höfðu búist við og langan tíma gátu þeir lítið unnið að bátssmíðinni. ÍIES 0-Farimagsgade 42 Köbenhavn ö. 1000 smukke Monumenter paa Lager. Firmaet söger gode Agenter for Island. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.